Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Hveravellir á Kili
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
(1950)
History
Hveravellir er jarðhitasvæði í um það bil 650 metra hæð á hálendi Íslands og jafnframt algengur áningarstaður þegar ferðast er um Kjöl. Elstu lýsingar af staðnum eru frá 1752 þegar Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson rituðu um hann í ferðabók sinni. Þeir lýsa hverum og sérstaka athygli þeirra vakti hver sem Eggert kallaði Öskurhól vegna druna og blísturshljóða sem úr honum komu. Mikil og litfögur hverahrúður eru á Hveravöllum.
Um 12 tíma reið er frá Mælifelli í Skagafirði á Hveravelli og álíka langt neðan úr byggð á Suðurlandi. Á Hveravöllum bjó Fjalla-Eyvindur og Halla kona hans þegar þau voru í útlegð. Sjást þar ýmsar minjar eftir búsetu þeirra, svo sem rúst af Eyvindarkofa og í hver einu sjást mannvirki sem virðast hafa verið notuð til suðu matvæla.
Sæluhús var byggt á Hveravöllum árið 1922 á fornum sæluhúsrústum. Það er úr torfi og grjóti og var endurhlaðið 1994. Ferðafélag Íslands reisti sæluhús á Hveravöllum árið 1938 og er það eitt af fáum sæluhúsum á landinu sem hituð eru með hveravatni. Nýtt hús var reist árið 1980 og nýtast bæði húsin ferðamönnum.
Veðurstofa Íslands hóf að reka mannaða veðurathugunarstöð á Hveravöllum árið 1965 og bjó þar fólk allt fram á 21. öld þegar mannaða stöðin var lögð niður og tekin upp sjálfvirkni í staðinn.
Places
Kjölur; Öskurhóll; Eyvindarkofi;
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Listi yfir vetursetufólk veðurstöðvarinnar á Hveravöllum fer hér á eftir:
1) Ingibjörg Guðmundsdóttir og Björgvin Ólafsson, 9. september 1965 - 31. júlí 1966.
2) Hulda Hermóðsdóttir og Kristján Hjálmarsson, 1. ágúst 1966 - 31. júlí 1971.
3) Hilda Torfadóttir og Haukur Ágústsson, 1. ágúst 1971 - 31. júlí 1972.
4) Guðrún Halla Guðmundsdóttir og Árni Stefánsson, 1. ágúst 1972 - 31. júlí 1974.
5) Bergþóra Helgadóttir og Þorvaldur Stefán Jónsson, 1. ágúst 1974 - 31. júlí 1975.
6) Auður Brynja Sigurðardóttir og Páll Kristinsson, 1. ágúst 1975 - 8. ágúst 1979.
7) Bergrún H. Gunnarsdóttir og Gunnar Pálsson, 9. ágúst 1979 - 31. júlí 1981.
8) Jóhanna Sigríður Einarsdóttir og Ólafur Jónsson, 1. ágúst 1981 - 31. júlí 1984.
9) Guðný Lára Petersen og Þórður Axel Ragnarsson, 1. ágúst 1984 - 31. júlí 1986.
10) Kristín Auður Jónsdóttir og Sigurður Marísson, 1. ágúst 1986 - 31. júlí 1987.
11) Kristín Þorfinnsdóttir og Kristinn Pálsson, 1. ágúst 1987 - 31. júlí 1989.
12) Steinunn Heiðbjört Hannesdóttir og Arnar Jónsson, 1. ágúst 1989 - 31. júlí 1990.
13) Harpa Lind Guðbrandsdóttir og Grímur Sigurjónsson, 1. ágúst 1990 - 31. júlí 1992.
14) Jóna Björk Jónsdóttir og Kristinn Gunnarsson, 1. ágúst 1992 - 31. júlí 1994.
15) Sigrún Þórólfsdóttir og Magnús H. Björnsson, 1. ágúst 1994 - 31. júlí 1997.
16) María Svavarsdóttir og Vilhjálmur Kjartansson, 1. ágúst 1997 - 31. júlí 2000.
17) Kristín Björnsdóttir og Hafsteinn Eiríksson frá 1. ágúst 2000.
General context
Rekja má aðdraganda að stofnun veðurstöðvar á miðhálendinu til skýrslu sem dr. Anders Ångström, fyrrverandi veðurstofustjóri í Svíþjóð, samdi á árinu 1956 á vegum tækniaðstoðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar Report on Meteorological Requirements of Iceland [3]. Í skýrslunni, sem gerð var fyrir ríkisstjórn Íslands og dagsett 10. desember 1956, var gerð stutt úttekt á starfsemi Veðurstofu Íslands, en einkum fjallað um starfsemi og þarfir tveggja nýstofnaðra deilda stofnunarinnar, veðurfarsdeildar og áhaldadeildar.
Meðal margra tillagna sem Ångström gerði í skýrslu sinni var að veðurskeytastöðvum yrði fjölgað um a.m.k. sex og að sett yrði upp, ef þess væri nokkur kostur, ein veðurstöð í að minnsta kosti 600 m hæð á hálendi landsins. Honum var ljóst að erfiðleikar kynnu að vera á að starfrækja stöðina allt árið, en taldi nauðsynlegt að kanna möguleika á að reka hana eins lengi árs og nokkur kostur væri. Þessar sem og aðrar tillögur sínar gerði Ångström að sjálfsögðu í samráði við Teresíu Guðmundsson veðurstofustjóra, en auk þess ræddi hann þær við viðkomandi deildarstjóra Veðurstofunnar.
Á næstu árum var veðurstöðvum í byggðum landsins smám saman fjölgað, en það var ekki fyrr en á árunum 1962-1965 að tækifæri skapaðist til lítils háttar veðurathugana að sumarlagi á fáeinum stöðum á hálendi landsins, aðallega á Hveravöllum og í Jökulheimum. Opnaðist þessi möguleiki í tengslum við skála- og staðarvörslu sem upp var tekin.
Það var svo Snorri Hallgrímsson, hinn þjóðkunni skurðlæknir og prófessor, sem vakti athygli Teresíu veðurstofustjóra á vísindasjóði Norður-Atlantshafsbandalagsins, en hann var fyrsti fulltrúi Íslands í vísindanefnd NATO sem stofnuð hafði verið nokkrum árum áður. Impraði hann á því hvort ekki væru verkefni á starfssviði Veðurstofunnar, sem vænlegt gæti verið að sækja um styrkveitingu til úr sjóðnum. Teresía tók þetta strax til athugunar og ræddi við nánustu samstarfsmenn sína á Veðurstofunni. Þóttu tvö verkefni einkum geta komið til greina. Var annað þeirra bygging og rekstur veðurrannsóknastöðvar á hálendi Íslands, en hitt var kaup og rekstur sjálfvirks veðurdufls sem lagt yrði við stjóra alllangt suðvestur af Reykjanesi
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-óby
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 19.2.2019
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
https://is.wikipedia.org/wiki/Hveravellir
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/6DJ3426Q/rit_2003_hveravellir_rs.pdf