Showing 1161 results

Authority record
Corporate body

Skaftafellsjökull í Öræfum

  • HAH00881
  • Corporate body
  • 874 -

Skaftafellsfjöll eru fjöll innan Vatnajökulsþjóðgarðs og eru milli Morsárdals og Skeiðarárjökuls í sunnanverðum Vatnajökli. Blátindur, Ragnarstindur og Þumall eru þekktir tindar og ná um 1200-1400 metra hæð.

Skaftafellsjökull er skriðjökull í suður-Vatnajökli í Suðurhluta Vatnajökulsþjóðgarðs. Hann liggur milli Skaftafellsheiðar í vestri og Hafrafells í austri.

Skaftafell í Öræfum

  • HAH00249
  • Corporate body
  • (1950)

Skaftafell í Öræfum er 4.807 km2 þjóðgarður stofnaður 15. september 1967. Þar vex gróskumikil gróður milli sands og jökla. Þjóðgarðurinn var stækkaður 1984 og svo aftur 2004 og eru nú um tveir þriðju hlutar af Vatnajökli innan þjóðgarðsins. Við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs 8. júní 2008 varð Skaftafell hluti hans.
Áhugaverðir staðir innan svæðis Skaftafells eru t.d. Svartifoss, Kristínartindar, Skaftafellsjökull, Morsárdalur og Bæjarstaðarskógur.

Skaftafell var áður stórbýli og þingstaður, en fór í eyði ásamt allri nærliggjandi byggð þegar Öræfajökull gaus miklu vikurgosi 1362. Skaftafell og fleiri bæir byggðust fljótt aftur. Búskilyrði fóru þó sífellt versnandi vegna langvarandi kuldaskeiðs sem þá var hafið. Við það bættust tíð eldgos í Grímsvötnum og jökulhlaup sem eyddu túnum á láglendi neðan Skaftafellsheiðar. Neyddust Skaftafellsbændur um miðja 19. öld til að flytja byggð ofar í Skaftafellsheiðina og urðu úr því þrjú nýbýli: Hæðir, Bölti og Sel.

Árið 1953 týndust tveir leiðangursmanna á leið frá tjaldbúðunum á jöklinum á Hvannadalshnúk og er ekki vitað um afdrif þeirra né hvað gerðist. Sumarið 2006 fundust leifar af búnaði þeirra á Skaftafellsjökli. Í bókinni er áhrifamikil frásögn af þessum atburðum.

Sjúkraskýli Aðalgötu 7 Blönduósi 1915

  • HAH00666
  • Corporate body
  • 1915-

Húsið var reist nokkru seinna en læknisbústaðurinn og var frá upphafi sambyggt því (Aðalgötu 5). Frá 1940 hefur inngangur í húsið verið um inngönguskúr á suðurgafli en var upphaflega gengið upp tröppur frá Aðalgötu. Húsin nr. 5 og 7 standa á stórri gróinni lóð og virðast hafa sameignlegt garðsvæði.

Sjúkrasamlag Blönduóss (1943-1989)

  • HAH10085
  • Corporate body
  • 1943-1989

Sjúkrasamlag Blönduóss var stofnað 1943 en var lögð niður 31. 12. 1989, þar sem að vegna tilskipunar að samkvæmt lögum yrði starfsemin flutt til Tryggingarstofnunar ríkisins.

Sjálfstæðisfélagið Þróttur (1962-)

  • HAH10024
  • Corporate body
  • 1962-

Sjálfstæðisfélagið Þróttur var stofnað 1962 Lögheimili þess er á Skagaströnd. Markmið félagsins er að berjast fyrir þjóðlegri og víðsýnni framfarastefnu í landsmálum með hagsmuni allra stétta og sameiningu þjóðarinnar fyrir augum. Grundvöllur stefnu þess er frelsi og sjálfstæði þjóðar og einstaklings, séreignarskipulag og jafnrétti allra þjóðfélagsþegna.

Sinawik klúbbur Blönduóss (1983)

  • HAH10004
  • Corporate body
  • 22.apríl 1938-

Sinawik klúbbur eiginkvenna Kiwanis-manna var stofnaður 13.mars 1969.
Kiwanis er alþjóðleg þjónustuhreyfing manna og kvenna, sem hafa áhuga á að taka virkan þátt í að bæta samfélagið, og láta gott af sér leiða. Í samstarfi fá þessir aðilar áorkað því sem einstaklingar geta ekki einir. Frjálst samstarf gerir þeim kleift að vinna að alþjóðlegum verkefnum innan hinnar alþjóðlegu hreyfingar.
Þeir vinna einnig að umbótum á landsvísu. Ekki síst vinna þeir að mannúðar og framfaramálum sem horfa til heilla fyrir bæjarfélag þeirra, sem opinberir aðilar annað hvort vilja ekki eða geta ekki sinnt. Þannig verða þeir leiðandi aðilar í sínu byggðarlagi.
Sem dæmi má nefna aðstoð við ungt fólk eða aldrað, náttúruvernd, þróun félagslegrar aðstöðu og eflingu vináttu og skilnings milli manna og þjóða. En hvert svo sem markmið Kiwanisfélaga er, er þeim öllum sameiginlegur þjónustuviljinn og löngunin til að eignast góða félaga innan klúbbsins síns og Kiwanishreyfingarinnar.

Siglufjörður

  • HAH00917
  • Corporate body
  • 1614 -

Hinn forni Sigluneshreppur náði yfir bæði Siglufjörð og Héðinsfjörð og samsvaraði landnámi Þormóðs ramma. Var hann kenndur við bæinn Siglunes, sem framan af var höfuðból sveitarinnar og síðar kirkjustaður og mikil verstöð. Árið 1614 var ný kirkja reist á Hvanneyri við Siglufjörð, en nafnið Hvanneyrarhreppur mun ekki hafa verið tekið upp fyrr en á 18. öld. Verslun hófst í hreppnum 1788 og Siglufjörður varð að löggiltum verslunarstað árið 1818. Þá var 161 íbúi í hreppnum, þar af 8 í kaupstaðnum. Einni öld síðar, árið 1918, fékk Hvanneyrarhreppur kaupstaðarréttindi og hét eftir það Siglufjarðarkaupstaður.

Fjörðurinn er lítill og þröngur, umlukinn háum og bröttum fjöllum. Þar er mjög góð höfn frá náttúrunnar hendi en undirlendi lítið, nema inn af botni fjarðarins og á Hvanneyrinni vestan hans, og þrengdist því fljótt að byggðinni þegar fólki fjölgaði. Snjóflóðahætta er víða mikil í firðinum og 12. apríl 1919 fórust 9 manns í snjóflóði í ofurlitlu þorpi sem þá var risið austan fjarðarins og um sama leyti 7 í Engidal, sem er vestan Siglufjarðar en í Hvanneyrarhreppi, og 2 í Héðinsfirði, auk þess sem mörg mannvirki eyðilögðust, þar á meðal fyrsta stóra fiskimjölsverksmiðja á Íslandi. Alls fórust því 18 manns í hreppnum í þessari snjóflóðahrinu.

Í bænum bjuggu 1219 manns árið 2015, sem er mikil fækkun frá blómaskeiði bæjarins á fjórða og fimmta áratugnum. Árið 1950 bjuggu 3100 manns á Siglufirði og var það þá fimmti stærsti kaupstaður landsins, auk þess sem fjöldi aðkomumanna kom þangað til vinnu um stundarsakir og í brælum þegar ekki gaf til veiða lágu tugir eða jafnvel hundruð skipa á firðinum. Þetta blómaskeið Siglufjarðar var afleiðing mikilla síldveiða fyrir Norðurlandi sem hófust árið 1903. Það voru Norðmenn sem hófu veiðarnar en fljótlega fóru Íslendingar sjálfir að veiða síldina og þá varð Siglufjörður helsti síldarbærinn vegna góðrar hafnaraðstöðu og nálægðar við miðin. Þar voru nokkrar síldarbræðslur, þar á meðal sú stærsta á landinu, og yfir 20 söltunarstöðvar þegar best lét.

Herring2.jpg

Á síldarárunum, eins og þau urðu síðar kölluð, var mikið um að vera á Siglufirði og oft mikið um farandverkafólk sem vann í törnum og fékk vel greitt fyrir miðað við það sem annars staðar fékkst, sem varð til þess að Siglufjörður var stundum kallaður Klondike Íslands. Sum árin var verðmæti síldarútflutnings frá Siglufirði yfir 20% af öllum útflutningi Íslendinga. Siglfirðingar minnast þessa tímabils enn í dag, því í bænum er starfandi Síldarminjasafn og árlega er haldin „Síldarævintýrið á Sigló“ um verslunarmannahelgi. Áður en síldin kom til sögunnar hafði Siglufjörður einkum verið þekktur fyrir hákarlaveiðar en þar var mikil hákarlaútgerð.

Halla fór undan fæti á sjötta áratugnum, þegar síldin brást mörg ár í röð og íbúum fækkaði. Afli jókst aftur en árið 1964 hvarf síldin af norðlenskum miðum og 1968 alveg af Íslandsmiðum. Allöflug togaraútgerð hófst frá Siglufirði upp úr 1970, auk þess sem loðnubræðsla var stunduð í gömlu síldarbræðslunni og seinna kom rækjuvinnsla til sögunnar. Þó hefur íbúum fækkað jafnt og þétt en heldur hefur hægt á fækkuninni á síðustu árum.

Í janúar 2006 samþykktu Siglfirðingar og Ólafsfirðingar í kosningum að sameina bæjarfélögin tvö. Sameiningin gekk í gildi 11. júní 2006 að afloknum sveitarstjórnarkosningum 27. maí. Í kosningu um nafn á sameinað sveitarfélag varð tillagan „Fjallabyggð“ ofan á.

Siglufjarðarkirkja

  • HAH00918
  • Corporate body
  • 1614 -

Kirkja hefur verið á Siglufirði síðan árið 1614 en áður var aðalkirkjan á Siglunesi. Byrjað var að grafa fyrir steinsteypukirkjunni sem nú stendur á Siglufirði í maí árið 1931 og hófst steypuvinna í júní sama ár. Arne Finsen arkitekt teiknaði kirkjuna og Sverrir Tynes var yfirsmiður. Jón Guðmundsson og Einar Jóhannsson byggingameistarar voru valdir til verksins. Kirkjan var vígð árið 1932 og kom fjöldi fólks frá Reykjavík til að vera viðstatt. Mikið húsrými er á kirkjuloftinu og var gagnfræðaskóli Siglufjarðar starfræktur þar um alllangan tíma. Safnaðarheimili var vígt á loftinu árið 1982.

Steint gler var sett í glugga kirkjunnar árið 1974 en þeir voru teiknaðir af Maríu Katzgrau en gerðir af Oidtmannsbræðrum í Þýskalandi. Kirkjubekkirnir voru smíðaðir af Ólafi Ágústsyni á Akureyri, altarið var smíðað af Jóni og Einari og voru þeir gjöf kirkjunnar frá þeim. Elsta altaristafla kirkjunnar er frá árinu 1726 (síðasta kvöldmáltíðin). Önnur er frá árinu 1903 en hún sýnir Krist í grasagarðinum og er eftir Arker Lund. Sú þriðja er með mynd af Kristi þar sem hann birtist sjómönnum í hafsnauð og er eftir Gunnlaug Blöndal.

Kirkjan tekur um 400 manns í sæti, hún er um 35 metra löng og 12 metra breið. Turninn er um 30 metra hár og kirkjuklukkurnar sem þar eru voru gjöf frá Sparisjóði Siglufjarðar en stærri klukkan er talin vega um 900 kg.

Síða á Refasveit

  • HAH00217
  • Corporate body
  • (1950)

Íbúðar og peningahús standa ofarlega í allbröttu túni, en nokkru neðar og sunnar er nýja íbúðarhúsið. Í landi síðu er klettaborg er Refsborg heiti og ber sveitin nafn þess. [Refsborgarsveit]. Á Síðu hafði sama ætt búið frá 1896. Íbúðarhús byggt 1916 291 m3 og nýtt hús byggt 1973-1975 709 m3. Fjós fyrir 5 gripi, fjárhús fyrir 460 fjár, hesthús fyrir 9 hross. Hlöður 940 m3. Tún 18,9 ha.

Seyðisfjörður

  • HAH00410
  • Corporate body
  • (1950)

Seyðisfjörður (áður fyrr einnig nefndur Seyðarfjörður) er kaupstaður í botni samnefnds fjarðar á Austfjörðum. Staðurinn óx kringum síldveiðar- og vinnslu.
Bærinn fékk kaupstaðarréttindi 1. janúar 1895 og var þá skilinn frá Seyðisfjarðarhreppi. Kaupstaður og hreppur sameinuðust á ný 1. apríl 1990, þá undir merkjum kaupstaðarins.

Seyðisfjörður er þekktur fyrir fjölskrúðugt menningarlíf en þar er árlega haldin Listahátíðin Á seyði en partur af henni eru sumartónleikaröðin Bláa kirkjan og LungA (Listahátíð ungs fólks, Austurlandi). Auk þess heldur safnið árlega Smiðjuhátíð vikuna eftir Lunga. Á Seyðisfirði má einnig finna myndlistarmiðstöðina Skaftfell sem stendur fyrir myndlistasýningum allt árið. Í bænum er einnig eina starfandi kvikmyndahúsið á Austurlandi. Bærinn á sér merka sögu sem hægt er að kynna sér með því að heimsækja Tækniminjasafn Austurlands sem hefur á safnasvæði sínu meðal annars elstu vélsmiðju landsins og fyrstu ritsímastöð landsins. Fjarðarselsvirkjun (gangsett 1913), sem er í eigu Rarik, er fyrsta riðstraums- og bæjarveitan á Íslandi. Árið 2003 var stöðvarhúsið gert upp og á efri hæðinni komið fyrir sýningu.

Til Seyðisfjarðar siglir færeyska ferjan Norræna frá Færeyjum en þaðan siglir hún jafnframt til Danmerkur. Er þetta eina leiðin fyrir þá sem vilja fara til og frá Íslandi með bíl (utan þess að flytja bílinn með gámaskipi).
Þar hefur verið sjálfvirk veðurathugunarstöð síðan 1995.
Íþróttafélög á Seyðisfirði eru Íþróttafélagið Huginn (knattspyrna, handbolti, blak, og fleira), Viljinn (Boccia), Golfklúbbur Seyðisfjarðar (golf) og 06. apríl (knattspyrna). Auk þess starfar SkíS skíðafélagið í Stafdal í Stafdal, en það er félag sem er sameiginlegt skíðafélag íbúa Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar.

Þegar Friðrik VIII konungur kvaddi Ísland 1908 og sigldi frá Seyðisfirði sagðist hann sjá þar fyrir sér framtíðar höfuðstað landsins, þá voru íbúar þar um 800.
Sjá bókina Konungskoman 1907.

Selvíkurgarður (1936-)

  • HAH10042
  • Corporate body
  • 1936 -

Björn Einarsson, Blönduósi, eigandi Selvíkur og Bjarni Ó. Frímannsson Efri-Mýrum boðuðu til fundar 16. febrúar, varðandi að stofna félag um kartöflurækt í Selvík. Í stjórn voru kosnir Kristinn Magnússon, Bjarni Ó. Frímannsson og Páll Geirmundsson. Var Selvík keypt af Birni Einarssyni í apríl 1936 og hafin útleiga á blettum fyrir þá sem vildu rækta þar kartöflur. Árið 2006 tók Ungmennafélagið Hvöt við rekstri Selvíkurgarðsins og sér um alla jarðvinnslu og mælingar á blettum þeim sem beðið hefur verið um til ræktunar.

Seltangabúð á Heggstaðanesi

  • HAH00595
  • Corporate body
  • (1900)

Sjóbúð á Heggstaðanesi. Miðfjarðarhreppur hinn forni. Ytri- og Fremri-Torfastaðahreppur.

Seljalandsfoss í Seljalandsá

  • HAH00873
  • Corporate body
  • 874 -

Seljalandsfoss er 62m hár foss í Seljalandsá í Rangárþingi eystra. Fossinn er þekkt ljósmyndamótíf, en hann breyttist talsvert í flóði árið 1976 og kom þá skarð í bjargbrúnina þannig að fossinn breiðir ekki eins mikið úr sér eins og áður.

Seljalandsfoss var áður fyrr nefndur sem dæmi um brimrofsfoss. Slíkan foss mætti einnig nefna brimklifsfoss.

Seljalandsá í Rangárvallasýslu

  • HAH00874
  • Corporate body
  • 874 -

Seljalandsfoss er fremsti foss Seljalandsár sem á upptök sín uppi á Hamragarða- og Seljalandsheiði. Fossinn er 65 m. á hæð, fellur fram af fornum sjávarhömrum. Þegar loftslag fór að hlýna undir lok síðustu ísaldar bráðnaði ísinn hratt, samhliða því hækkaði sjávarstaða. Þegar ísfarginu létti lyftist landið í leit að nýju jafnvægi, sjórinn fylgdi ísbrúninni inn í landið og kaffærði meðal annars allt Suðurlandsundirlendið.

Hægt er að ganga í kringum Seljalandsfoss og virða hann fyrir sér frá öllum sjónarhornum. Leiðin getur orðið ansi blaut en þó er alltaf þurrt þegar á bakvið fossinn er komið. Beljandi vatnsniðurinn og regnboginn sem ljómar í vatnsflókunum þegar sólin skín á fossinn skapa ógleymanlega upplifun. Umhverfið í kringum fossinn er mjög fagurt með sínum gróðurvöxnu brekkum, hömrum, fossum og hellum. Á aurunum rennur svo Markarfljótið.

Eftir að gengið hefur verið á bakvið Seljalandsfoss er genginn stígurinn eftir Fossatúninu að rafstöðvarhúsi á Hamragörðum frá 1923 og þaðan að fossinum Gljúfrabúa. Þar er hægt að ganga (vaða) inn gljúfrið alveg að fossinum.

Saurbær í Vatnsdal

  • HAH00054
  • Corporate body
  • (1200)

Bærinn stendur í brekkurótum gegnt Þórormstungu. Jörðin er frekar landlítil og erfitt um ræktun heima. Vatnsdalsá hefur herjað mjög á undirlendið en nú er landbrot heft með fyrirhleðslu. Nú er komið upp talsvert nytjaland austan ár, en erfitt er að verja það vegna ísruðninga frá ánni, sem níðir girðingar. Mikil ræktun er komin „upp á milli brúna“. Jörðin er óðalsjörð. Íbúðarhús byggt 1922 og 1968, 587 m3. Fjós fyrir 16 gripi. Fjárhús yfir 280 fjár. Hlaða 1224 m3. Votheysgryfja 72 m3. Vélageymsla og verkstæðishús 150 m3. Tún 29,7 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Saurbæjarkirka í Eyjafirði

  • HAH00409
  • Corporate body
  • (1950)

Saurbæjarkirkja Laugalandsprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Saurbær er bær og kirkjustaður í Saurbæjarhreppi, innstu sveit Eyjafjarðar. Heimildir eru um kirkjur að Saurbæ á öldum áður og á katólskum tímum voru þær helgaðar heilagri Cecilíu og heilögum Nikulási. Prestar eru nafngreindir á 14. öld.

Sagnir segja frá klaustri í Saurbæ í nokkra áratugi um og eftir 1200, en þær eru byggðar á óljósum og takmörkuðum heimildum. Katólskar kirkjur í Saurbæ voru helgaðar heilögum Nikulási og Ceciliu mey.

Árið 1907 var Saurbæjarprestakall sameinað Grundarþingum en prestur sat þar samt til 1931. Saurbæjarkirkja er ein örfárra torfkirkna landsins og stærst hinna upprunalegu. Séra Einar Thorlacius (1790-1870) lét reisa hana 1858. Hún rúmar 60 manns í sæti og yfirsmiður var Ólafur Briem. Hún er friðlýst og í umsjá Þjóðminjasafnsins.

Steinsteyptur kjallari undir norðausturhorni kirkjunnar var gerður 1959-1960. Árið 2003 var kirkjan endurbyggð.

Smámunasafn Sverris Hermannssonar húsasmíðameistara stendur rétt neðan við Saurbæ og þar er góð aðstaða fyrir ferðafólk, kaffiveitingar og salerni, auk þess sem safnið er einstaklega skemmtilegt og smekklega uppsett.

Til eru fornir máldagar kirkjunnar, sem sýna, að hún var auðug af fasteignum, kvikfé og kirkjugripum í kaþólskum sið, enda skyldu í Saurbæ vera tveir prestar og djákn. Elztur máldaganna er sá frá 1318 (í Auðunarmáldögum), og við lestur hans fer sem löngum, að manni blöskrar sá mikli fjöldi ágætra íistaverka, sem kirkjan átti.

Til er fáorð vísitazía Gísia biskups Þorlákssonar frá 1662 Er af þeirri lýsingu augljóst að þá þegar er torfkirkja í Saurbæ. í vísitazíubók Einars biskups Þorsleinssonar er svo allnákvæm lýsing á kirkjunni hin fyrsta sem auðvelt er að átta sig á. Ef reynt er eftir lýsingu Einars biskups að kalla fram í huga sér mynd af þessari gömlu Saurbæjarkirkju, hlýtur maður að undrast, hve lik hún er þeirri kirkju, sem enn stendur. Hún er eins í öllum aðalatriðum. Torfkirkja, kór tvö stafgólf, framkirkja fjögur, pílárar milli kórs og kirkju. Hið eina sem verulega skilur á milli, er sérbyggð forkirkja úr timbri, og er það líklega bending um, að hér hafi verið timburkirkja á miðöldum.

Saurar á Skaga

  • HAH00428
  • Corporate body
  • (1930)

Bærinn stendur örskammt frá sjó. Tún er raklent, en beit allgóð bæði til lands og sjávar. Laxá í Nesjum rennur til sjávar norðan við túnið. Íbúðarhús byggt 1967 stærð 119 2. Fjárhús með kjallara byggð 1936 úr torfi og grjóti fyrir 140 fjár. Fjárhús með kjallara byggð 1961 úr asbest fyrir 60 fjár. Votheysgeymsla 32 m3. Rétt norðan við Kálfshamarsvík er eyðibýlið Saurar, sem var mikið í fréttum snemma árs 1964 vegna draugagangs sem þar átti að vera en síðar þótti allt benda til þess að Sauraundrin ættu sér aðrar orsakir.
Tún 5,6 ha. Veiðiréttur í Laxá í Nesjum.

Sauðárkrókur

  • HAH00407
  • Corporate body
  • (1950)

Sauðárkrókur (oft kallaður Krókurinn í daglegu tali) er bær í Sveitarfélaginu Skagafirði og eini kaupstaður Skagafjarðarsýslu. Íbúar voru 2535 árið 2015.

Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina.
Gönguskarðsá hefur einnig myndað allnokkra eyri við ósinn og þar er höfnin, frystihús, sláturhús og steinullarverksmiðja. Fimm klaufir eða skorningar ganga inn í Nafirnar upp af bænum og nefnast þær Kristjánsklauf, Gránuklauf eða Bakarísklauf, Kirkjuklauf, Grænaklauf og Grjótklauf. Framan af var byggðin öll á eyrinni og flötunum neðan Nafanna en þegar það svæði var nær fullbyggt um 1970 hófst uppbygging nýs hverfis á Sauðárhæðum, sunnan Sauðárgils, og hefur það verið aðalbyggingasvæði bæjarins síðan.

Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Héraðslæknir settist að á Króknum árið 1896 og sýslumaður flutti þangað árið 1890. Sjúkrahús reis 1906 og barnaskóli var byggður árið 1908 gegn kirkjunni.
Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Sauðárkrókur breyttist í landbúnaðarþorp og var þjónustumiðstöð fyrir skagfiskar byggðir í vestanverðum Skagafirði. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Útgerðarfélag Sauðárkróks var stofnað árið 1944 og Útgerðarfélag Skagfirðinga árið 1967. Fyrsti skuttogarinn kom árið 1971. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Bærinn var upphaflega í Sauðárhreppi, en varð að sérstökum hreppi, Sauðárkrókshreppi, árið 1907, sem varð svo Sauðárkrókskaupstaður 1947. Hinn hluti Sauðárhrepps varð að Skarðshreppi.

Sauðanes við Siglufjörð

  • HAH00406
  • Corporate body
  • (1950)

Úlfsdalir eða Dalir er lítil eyðibyggð yst á Tröllaskaga vestanverðum, í tveimur litlum dalverpum sem ganga inn í Úlfsdalafjöll, fjallgarðinn frá Strákum inn til Siglufjarðarskarðs. Byggð þessi tilheyrði Skagafjarðarsýslu og taldist til Fljóta fram til 1827 en þá var sýslumörkum breytt og Úlfsdalir lagðir til Eyjafjarðarsýslu. Dalirnir eru sagðir kenndir við Úlf víking, sem þar á að hafa numið land.

Þrír bæir voru í Úlfsdölum. Yst, undir Strákafjalli, var Engidalur í samnefndu dalverpi. Fjallið á milli dalanna heitir Dalseti en sunnan við það er Mánárdalur (áður stundum Daladalur) og þar eru Dalabær og Máná. Um tíma var þar einnig hjáleigan Dalabæjarkot. Vestan við Úlfdali er Mánárfjall og þar taka Almenningar við. Þar voru sýslumörkin áður. Fjöllin ganga öll í sjó fram og eru brött og skriðurunninn, svo að samgöngur voru torveldar.

Snjóflóð féll á Engidalsbæinn í apríl 1919 og fórst allt heimilisfólkið, sjö manns, en enginn vissi af flóðinu fyrr en um viku síðar. Bærinn byggðist að vísu upp aftur en fór svo í eyði 1927. Nokkru síðar var þó Sauðanesviti byggður í landi jarðarinnar ásamt vitavarðarbústað og hefur vitavörður búið þar síðan.

Sauðanesviti vestan við mynni Siglufjarðar var byggður á árunum 1933-1934 og var í senn ljósviti og hljóðviti. Vitinn er 10,5 m á hæð.

Sauðanes á Ásum

  • HAH00563
  • Corporate body
  • (1450)

Bærinn stendur rétt vestan við þjóðveginn. Áður fyrr var þetta landmikil jörð, en henni hefur verið skipt í 4 hluta og er stærð landsins nú röski 200 ha. Það nær frá Hnjúkum eftir Skýdal niður í norðurenda Laxárvatns. Vestan við vatnið er nesið [Sauðanesið] þar á jörðin einnig land. Í því suðvestanverðu við stífluna, þar sem Laxá á Ásum fellur úr Laxárvatni, er jarðhiti. Skammt norðan Laxárvatns var byggð rafstöð árið 1933 fyrir Blönduós. Íbúðarhús byggt 1947, 350 m3. Fjós fyrir 24 gripi og nýtt fyrir 60 gripi 1976. Fjárhús yfir 360 fjár. Hesthús yfir 13 hross. Hlöður 2250 m3. Votheysturn 104 m3. Tún 35,2 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum og Laxárvatni.

Sauðadalur

  • HAH00405
  • Corporate body
  • (900)

Sauðadalur er á milli Svínadalsfjalls og Vatnsdalsfjalls.
Austanvert við Vatnsdalsfjall gengur dalur til suðurs; hann er örmjór og heitir Sauðadalur. Austan megin þess dals er fjall sem kallað er einu nafni Svínadalsfjall. Nyrsti tindur þess heitir Reykjanibba og dregur hann nafn af bænum Reykjum á Reykjabraut er stendur skammt fyrir norðan og neðan Nibbuna svo að segja undir fjallinu.

Sauðadalsá - Sauðá á Vatnsnesi

  • HAH00594
  • Corporate body
  • (1950)

Syðri-Sauðadalsá, hálflenda gömlu Sauðadalsár og bændaeign. Jörðin hefur jafnan þótt grasgefin, og slægjur dágóðar. Landi hallar nokkuð jafnt, skiptast á holt og ásar, mýrar á milli. Gamla túnið liggur neðan lágra kletta, grasgefið og grasgott þar hefur bær staðið frá fornu fari og er skammt til sjávar, bærinn var fluttur á melás ofan vegar. Sjávargagns hefur Sauðadalsá oft notið, sérdeilis meðan fiskgengd var, lending er ekki góð. Íbúðarhús byggt 1905. Fjárhús yfir 240 fjár. Hlöður 282 m3. Votheysgeymsla 95 m3. Tún 20 ha.
Sauðá, Nýbýli úr landi Syðri-Sauðadalsár 1946. Landlítil en grasgefin. Land nær að Hamarsá sem fellur í djúpu hamragili sunnan túns. Við gilið er skjólsæll grashvammur og grasgeirar milli skriða og sérkennilegra klettanefja, gilið er fagurt og fjölbreytilegt. Tíðum er Hamarsá torfær yfirferðar uns hún var brúuð 1927. Bærinn á Sauðá stendur á sjávarbakka, snertispöl frá vegi. Íbúðarhús byggt 1946, 225 m3. Fjós fyrir 5 gripi. Fjárhús yfir 400 fjár. Hlöður 700 m3. Votheysgeymsla 675 m3. Tún 16 ha.

Sandgerði Blönduósi

  • HAH00131
  • Corporate body
  • 1907 -

Sandgerði [ranglega nefnt Sandur í ÆAHún, gæti verið vegna þess að íbúarnir voru nefndir í sandinum]
Byggt 1907 af Þorleifi jarlaskáldi Kristmundssyni.

Sandfellsflá á Grímstunguheiði

  • HAH00404
  • Corporate body
  • (1900)

Hagar þeir sem Sandfellsflá er nefnd er alllöng leið frá Grímstungu, en talið samt fært að komast fram og til baka einum degi ef hann er vel nýttur og gangfæri gott.

Sagt er að haustið 1918 var nokkurra hrossa saknað úr Vatnsdal sem ekki skiluðu sér í réttir. Farið var þess á leit við Lárus í Grímstungu og Ágúst á Hofi að þeir leituðu hrossanna.

„Lögðu þeir af stað úr byggð 17. febrúar í 17 stiga frosti. Voru þeir gangandi en höfðu föggur sínar á hesti. — Skiptu þeir leit með sér fljótlega eftir að þeir komu suður á heiðina og gengu þann dag allan til kvölcls, án þess að verða hrossanna varir. Var gengið hratt um daginn, því göngufæri var hið ákjósailegasta, en leiðin löng, og voru þeir nær 15 stundir á leiðinni.

Kúlukvíslarskáli átti að verða náttból þeirra þessa nótt. Þegar þangað kom var kofinn nær kaffenntur. Samt tókst að grafa upp dyrnar með skóflu, sem skilin hafði verið eftir á þakinu. Þegar inn kom voru veggir og þak gráhélað og heldur kuldalegt um að litast. Var sezt að snæðingi, en illa gekk að matast þvi maturinn var allur gaddfreðinn nema helzt spikfeitt hangikjöt og varð það helzti rétturinn þeirra um kvöldið. Ekki varð mönnunum svefnsamt sökum kulda, enda þekktust ekki svefnpokar í þá daga, en notast við gæruskinn og ábreiður i þeirra stað. Klukkan 4 um morguninn var lagt af stað að nýju, því löng leið var enn fyrir höndum og. ekki til setunnar boðið. Var hesturinn skilinn eftir í kofanum og ætlunin að gista þar næstu nótt. Gengu þeir félagar allan þennan dag, skiptu með sér leit og fóru hratt, en urðu einskis varir. Undir kvöld komu þeir í Kúlukvíslarskála aftur, göngumóðir af langri- og erfiðri göngu. En þá var greinileg veðurbreyting í aðsigi, hríðarbakki genginn upp í norðri og likur fyrir hríð og ófærð daginn eftir.

Töldu þeir félagar naumast til setunnar boðið og mikiðí húfi að vera langt suður á heiði og fjarri mannabyggðum ef skyndilega brysti á með voðaveður. Var það ákveðið á milli þeirra að taka föggur sínar og hest og halda norður i svokallaðan Öldumóðaskála, en þangað var a. m. k. 7 klst. ferð. Þetta gerðu þeir og komu um klukkan 1 eftir miðnætti í áfangastað. Báðir voru þeir manna öruggastir að rata, enda römmuðu þeir á skálann þrátt fyrir náttmyrkur. Þreyttir munu þeir báðir þá hafa verið orðnir, þótt Ágúst teldi sig ekki hafa séð þreytumerki á félaga sínum. Höfðu þeir gengið þann dag í 21 klukkustund samfleytt að heita mátti og oftast farið hratt, þannig að um fantagang var að ræða frá því eldsnemma um morguninn og fram á nótt.

Báðir voru þeir sveittir, en aðkoman í skálanum köld, því svell var á gólfi en hrím hékk í lofti og veggir hvítir af hélu. Þá var það sem Ágúst taldi sig þreyttastan hafa orðið á ævinni og undraðist er Lárus hafði bæði lyst á mat og drykk en sjálfur kvaðst hann einskis hafa getað neitt sökum örþreytu. Daginn eftir voru þeir báðir hinir hressustu og héldu þá niður til byggða.“

Sandbryggjan og fjaran

  • HAH00098
  • Corporate body
  • 1922 - 1941

Þar sem framfarir í samgöngum landleiðina á milli landshluta voru hægfara á síðari hluta 19. aldar og í byrjun 20. aldar byggðust verslun og viðskipti að miklu leyti á sjóflutningum. Því var mikilvægt að uppbyggingu verslunar á nýjum stað eins og Blönduósi fylgdi góð aðstaða til losunar og lestunar skipa en lending og hafnaraðstaða á Blönduósi var frekar varasöm. Bændur í Húnavatnssýslum gerðu sér snemma grein fyrir þessu (Bragi Guðmundsson, 1992, bls. 185) og þar sem bryggjan og hafnaraðstaðan hafa augljóslega haft mikil áhrif á skipulagslega þróun þéttbýlisins á Blönduósi er fjallað nokkuð ítarlega um þau mál hér.

Kaupmenn sunnan árinnar héldu áfram að skipa sínum vörum upp með léttabátum í sandfjörunni sunnan Blöndu eða úr sjálfum ósnum þegar veður leyfði. Þeim fannst dýrt og tafsamt að nota bryggjuna norðan árinnar enda um þriggja kílómetra leið þangað um Blöndubrúna sem var vígð 1897.

Á árunum í kringum 1908 var byrjað að gæta ágreinings um það hvar framtíðar hafnaraðstaða á Blönduósi ætti að vera. Þessi á greiningur kom til kasta sýslunefndarinnar árið 1910 þegar nokkrir kaupmenn óskuðu eftir styrk til bryggju gerðar sunnan árinnar. Einn þessara kaupmanna var Þorsteinn Bjarnason (Bragi Guðmundsson, 1992, bls. 187). Nefndin vísaði málinu frá en 5 árum síðar, 1915, óskaði Blönduóshreppur eftir ríflegum fjárstyrk til fyrirhugaðrar báta bryggju innan Blöndu.

Sandar í Miðfirði

  • HAH00812
  • Corporate body
  • (900)

Bærinn stendur á melöldu innan og vestan Miðfjarðar. Áður stóð bærinn niður við sand en var fluttur ofar 1834. Stendur hann nú í líkri hæð og forn sjávarmörk, sem má rekja allt fram á Kjöl, ofan Króksstaðamela.
Fyrir og um aldamótin 1900 bjó á Söndum, Jón Skúlason. Rak hann þar stórbú og mun í flestu er að búnaði laut hafa verið langt á undan sinni samtíð.

Fögur útsýn er frá Söndum og sér vítt um byggð og til hafs og heiða.

Sandá á Kili

  • HAH00605
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Sandá á Auðkúluheiði nálægt Blönduvaðaflóa

1986 var Kjalvegur byggður upp í tengslum við fyrirhugaða virkjun Blöndu, inn að Kolkukvísl og Sandá. Fyrir virkjunarframkvæmdir var flugvöllur við Sandá sem fór undir miðlunarlónið. Árnar á heiðunum voru oft farartálmar fyrir ferðalanga en ekki síður fyrir fé, því var komið upp safnrétt á bökkum Sandár.

Samkórinn Björk (1983-2020)

  • HAH10064
  • Corporate body
  • 1983

Kórinn var stofnaður árið 1983 og var lagður niður formlega þann 9.3. 2020

Samkomuhúsið Aðalgötu 1 Blönduósi

  • HAH00403
  • Corporate body
  • 1927 -

Samkomuhúsið (nú Aðalgata 1), sem byggt var á árunum 1925— '27, var lengi helzta funda- og samkomuhús sýslunnar.
Þar stóð áður verslunarhús Möllers og Thomasar Jerovsky

Samkomu og skólahús í Kálfshamarsvík

  • HAH00346
  • Corporate body
  • um 1905

Barnaskólahúsið, sem var fremur lítið timburhús, ein hæð með lágu risi. Hús þetta var stutt austan við Hátún og stendur enn, þegar þetta er ritað. Málfundafélag, sem um skeið starfaði í þorpinu, reisti þetta hús um 1905 ásamt fleirum og gegndi það bæði hlutverki samkomuhúss og skólahúss.

Kálfshamarsvík/Kálfshamarsnes. Óvíst er um aldur elstu byggðar á Kálfshamarsnesi en þar voru fornar tóftir þegar Ólafur Olavius var á ferð undir lok 18. aldar, og hugmyndir um að þar væru verslunarhús sem Írar eða Hamborgarmenn hefðu rekið. Undir lok 19. aldar voru sett niður nokkur hús á nesinu og fljótlega upp úr aldamótunum tók að myndast þar töluverð byggð og var orðið að litlu sjávarþorpi með um 100 íbúa á milli 1920 og 1930 eins og fram hefur komið. Þegar mest var umleikis voru tvær bryggjur í víkinni og íshús. Viti var á nesinu ásamt 15-20 kotum og barnaskóla. Byggðin lagðist svo af uppúr 1940 og voru mörg húsanna rifin og flutt, sum á Skagaströnd en önnur að Blönduósi. Töluverð ummerki eru um þessa gömlu byggð, tóftir torfbygginga ásamt grjóthlöðunum og steyptum húsgrunnum og sökklum. Þessar minjar hafa allar verið merktar með nafni og ártali fyrir upphaf og enda byggðar. Engin uppistandandi hús eru nú í nesinu önnur en Vitinn og hreinlætisaðstaða fyrir ferðafólk en ein skemma stendur við víkina skammt frá gamla íshúsinu.

Samhugur (2001-2009)

  • HAH10062
  • Corporate body
  • 2001-2009

Samhugur er samtök krabbameinssjúkra, aðstandenda þeirra og annarra velunnara.
Markmið félagsins er að stuðla að velferð fólks sem greinist með krabbamein og aðstandenda þeirra og koma til þeirra nytsamlegum upplýsingum. Vinna markvisst að málefnum sem varða andlegar, félagslegar og líkamlegar þarfir þessa fólks.
Leiðir að markmiðum, að gefa út bækling með upplýsingum um þjónustu sem í boði er, að hafa fundi eða samverustundir, að vera til taks og spjalla við þá sem þess þurfa við.

Sambandsfélag Austur Húnavatnssýslu (1912-1925)

  • HAH10092
  • Corporate body
  • 1912-1925

Sambandsfélag Austur Húnavatnssýslu (sem var undanfari USAH) var stofnað 10. febrúar 1912 og var breytt í Ungmennasamband Austur Húnavatnssýslu 1925.

Samband Austur-Húnvetnskra kvenna (1928)

  • HAH10109
  • Corporate body
  • 1928

Laugardaginn 12.maí 1928 voru mættir til fundar á Blönduósi fulltrúar frá sex kvenfélögum. Félögin og fulltrúarnir voru:
Kvenfélag Bólstaðarhlíðarhrepps, Ingibjörg Stefánsdóttir Gili.
Heimilisiðanarfélagi Engihlíðarhrepps, Guðríður Líndal Holtastöðum.
Kvenfélagið Vaka Blönduósi, Jóhanna Hemmert Blönduósi.
Kvenfélagið Vonin Torfalækjarhreppi, Ingibjörg Björnsdóttir Torfalæk.
Kvenfélag Sveinsstaðahrepps, Steinunn Jósepsdóttir Hnjúki.
Kvenfélag Vatnsdæla, Rannveig Stefánsdóttir Flögu.
Á fundinum var Samband Austur-Húnventskra kvenna stofnað og samþykkt lög, sem Guðríður á Holtastöðum hafði tekið saman. Skyldi aðaltilgangur sambandsins vera: ,,að efla samstarf og samúð meðal kvenna á félagssvæðinu“, eins og segir í lögunum.
Fyrstu stjórnina skipuðu þessar konur:
Guðríður Líndal, formaður
Jóhanna Hemmert, gjaldkeri
Rannveig H. Líndal ritari.
Fyrsta málið, sem Sambandið afgreiddi, var stofnun styrktarsjóðs fyrir ekkjur og einstæðar mæður.
Sambandið hefur staðið fyrir saumanámskeiðum og réðu konu til starfa við garðyrkju í héraðinu.Ýmislegt annað hafði Sambandið með að gera en of langt mál að telja allt upp en hægt að lesa um það í Húnaþingi I bls.283-296.

Sæunnarstaðir í Hallárdal

  • HAH00683
  • Corporate body
  • (1930)

Eyðibýli eigendur 1975 Guðmann Magnússon, Vindhælishreppur; Skagahreppur og Höfðahreppur. Á Sæunnarstöðum bjó maður á 18. öld er hét Jón Sigurðsson. Hann hafði á sínum snærum 7 drauga og hýsti þá í sérstökum kofa, en þeir þóttu aðsúgsmiklir.

Sænautavatn

  • HAH00334
  • Corporate body
  • (1950)

Sænautavatn er með stærri vötnum á Jökuldalsheiði og er gott veiðivatn. Flatarmál þess er 2,3 km², mesta dýpt 23 m og það er í 525 m hæð yfir sjó. Vatnið liggur frá norðri til suðurs og bærinn Rangalón, sem fór í eyði 1924 er við norðurenda þess.

Bærinn Sænautasel, sem fór í eyði 1943, er við suðurenda vatnsins. Hann hefur verið endurbyggður sem safn. Frárennsli þess er Lónskvísl, sem fellur til Hofsár í Vopnafirði. Hringvegurinn nr. 1 lá við norðurenda þess og vel er akfært suður fyrir það. Allvænn fiskur er í vatninu, 2-7 punda bleikja, sem þykir sérlega bragðgóð. Netaveiði hefur ekki verið stunduð í vatninu um árabil.
Flestir Íslendingar og margir erlendir aðdáendur Haldórs Kiljan Laxness þekkja söguna um Bjart í Sumarhúsum í skáldverkinu „Sjálfstætt fólk”. Hún lýsir lífsbaráttu sjálfstæðs kotbónda á afskekktri heiði. Margir telja að fyrirmynd sögunnar sé komin frá Sænautaseli, því þar átti Halldór næturstað á þriðja áratugi 20. aldar. Hann gekk þangað úr byggð.

Veiði er heimil allan sólarhringinn. veitt er frá 1. maí til 20. september.
Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn.

Sæheimar ehf. (1985-)

  • HAH10017
  • Corporate body
  • (1985-)

Félagið hét áður PP-aero ehf. sem var stofnað 1985, síðan var nafninu breytt í Röðul ehf. árið 2000 og síðan nefndist það Sæheimar og alltaf er notuð sama kennitalan.
fyrirtækið Sæheimar ehf. rekur farþegabátinn Kóp HU2, sem var áður í farþegaflutningum frá Ísafirði, tekur 15 farþega, er með farþegaskýli með sætum, inniplássi í stefni og er mjög hraðskreiður. Báturinn var síðan seldur í júní 2003 til Botnssúlna ehf. Hvammsvík í Kjós 270 Mosfellsbæ.

Sæborg Höfðakaupsstað

  • HAH00719
  • Corporate body
  • 1915-

Ægisgrund 14. Nýtt dvalarheimili aldraðra, Sæborg, var vígt 22. október 1988 að viðstöddu fjölmenni. Byrjað var að byggja hús þetta árið 1983 og hefur Eðvarð Hallgrímsson trésmíðameistari haft umsjón með smíðinni frá upphafi.

Það er Sýslusjóður A-Hún. sem byggir húsið og er kostnaður um 55 milljónir. Í því eru 4 hjónaíbúðir og 7 einstaklingsherbergi ásamt þjónustukjarna í miðju. Þá er þar sólstofa og setlaug með vatnsnuddi. Arkitektar voru Sigurður Sigurðsson og Sigurður Kristjánsson Reykjavík. Í tilefni vígslunnar gaf Skagstrendingur hf. 1 milljón til hússins en einnig bárust fleiri gjafir. Forstöðumaður Sæborgar er Pétur Eggertsson.

Sæból Vatnsnesi

  • HAH00835
  • Corporate body

Þveárhreppi á Vatnsnesi

Rútsstaðir Svínavatnshreppi

  • HAH00531
  • Corporate body
  • [1300]

Jörðin liggur vestan í Svínadalshálsi næst sunnan Holts. Hún hefur jafnan verið talin góð útbeitar jör, en túnið og megin hluti landsins liggur ofan við 200 mys. Landið er tiltölulega halla lííð og fénaðarferð því auðveld. Íbúðarhús byggt 1952, 423 m3. Fjós fyrir 7 gripi. Fjárhús byggt 1951 yfir 400 fjár og annað yfir 50 fjár. Hesthús yfir 25 hross. Hlaða 690 m3. Véla og verkfærageymsla 180 m3 og önnur 290 m3. Tún 33,6 ha. Veiðiréttur í Svínadalsá.

Rústir [jarðfræði] / Sífreri

  • HAH00800
  • Corporate body
  • 874 -

Rústir eru bungur í landslagi freðmýrar, sem myndast þannig að jarðvegsyfirborð hækkar þegar íslinsa myndast í fínkornóttum jarðvegsefnum undir einangrunarlagi, t.d. mólagi. Fyrsta stig rústar er allstór þúfa, næsta stig er þegar jarðvegur og gróður tekur að veðrast burt á hliðum rústarinnar og síðasta stigið er þegar myndast tjörn þar sem íslinsan hafði áður verið. Rústir eru flokkaðar sem stöðugar, óstöðugar og staðnaðar eftir því hvernig gróður vex á þeim.

Röðull á Ásum

  • HAH00562
  • Corporate body
  • 1952 -

Nýbýli stofnað 1952 af núverandi eiganda úr fjórða hluta Sauðaness. Bærinn stendur örskammt austan við þjóðveginn og ber nokkru hærra. Landið nær norður að hreppamörkum Blönduós. Er það beggja megin við þjóðveginn, en þó liggur stærri hluti þess vestan hans, er það að mestu mýrlendi, sem nær niður að Laxá í Ásum. stærð landsins er um 170 ha. og nær allt graslendi og ræktanlegt. Íbúðarhús byggt 1955, 356 m3. Fjós fyrir 21 gripi. Fjárhús yfir 400 fjár. Hlöður 1095 m3. Votheysturn 128 m3. Geymsla úr asbesti 134 m3. Vélageymsla 200 m3. Tún 24,6 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum og Laxárvatn.

Rjóðurháls, Vaglakvísl, Hólkotskvísl og Tunguá í Vatnsdal

  • HAH09272
  • Corporate body
  • 874 -

Rjóðurháls í landi Guðrúnarstaða, Rjóðurá og Rjóðurflá.
Rjúpnafelli að norður enda Rjóðurháls liggur Dalagil og eftir því rennur Dalagilslækur sem svo kvíslast í Vaglakvísl. Vaglakvísl sameinast svo Hólkotskvísl sem einnig á upptök sín fram á hálsum og úr verður Tunguá sem síðan rennur í Vatnsdalsá. Þessar tvær kvíslar eru ein

Reynivellir Blönduósi

  • HAH00679
  • Corporate body
  • 1922 -

Húsið byggði Jóhann Jóhannsson 1922.

Reynisdrangar í Mýrdal

  • HAH00401
  • Corporate body
  • (1950)

Reynisdrangar eru nokkrir klettadrangar, allt að 66 metra háir, úti í sjó sunnan við Reynisfjall í Mýrdal og blasa vel við bæði úr Reynishverfi og frá Vík í Mýrdal.
Drangarnir eru myndaðir í eldsumbrotum en gömul þjóðsaga segir að þeir hafi orðið til þegar tvö tröll hafi ætlað að draga þrísiglt skip að landi en verkið tók mun lengri tíma en þau höfðu ætlað, svo að þegar dagur rann urðu tröllin að steini og skipið einnig. Næst landi er Landdrangur, sem á að vera tröllkarlinn, þá er Langhamar eða Langsamur (skipið), síðan Skessudrangur, sem einnig kallast Háidrangur eða Mjóidrangur, og hjá honum er svo lítill drangur sem kallast Steðji.

Skoða ströndinni.
Töluvert fuglavarp er í dröngunum, bæði fýll, lundi og langvía, og fóru íbúar Reynishverfis þangað til eggjatöku um langan aldur en það var þó oft erfitt því bæði var mjög oft brimasamt við drangana og eins eru þeir víða illkleifir eða ókleifir með öllu. Nú er boðið upp á siglingar í kringum drangana til að skoða þá og fjölskrúðugt fuglalífið.

Reynir sf. (1974-)

  • HAH10023
  • Corporate body
  • 1974-

Félagið var stofnað 29.10. 1974, síðast staðsett að Hnjúkabyggð 31 540 Blönduósi.

Reykjavíkurtjörn

  • HAH00400
  • Corporate body
  • (1950)

Tjörnin eða Reykjavíkurtjörn er grunnt stöðuvatn í miðbæ Reykjavíkur. Vatnið í Tjörnina kemur úr Vatnsmýrinni sunnan við hana og rennur úr henni um Lækinn sem rennur undir Lækjargötu til sjávar í víkinni. Við Tjörnina standa margar merkilegar byggingar, þar á meðal Ráðhús Reykjavíkur, Iðnaðarmannahúsið, Tjarnarskóli, Listasafn Íslands og Fríkirkjan í Reykjavík. Við Tjörnina er einnig Hljómskálagarðurinn, eini lystigarðurinn í miðborg Reykjavíkur. Í og við Tjörnina er mikið fuglalíf. Vinsæl afþreying hjá foreldrum með ung börn er að fara niður að Tjörn og „gefa öndunum“ (þ.e. brauðmola).

Tjörnin er dæmi um sjávarlón þar sem sandur og möl hefur myndað malarrif sem lokar smám saman af lónið. Gamli miðbærinn í Reykjavík stendur á rifinu. Rifið var ekki fullmyndað fyrr en fyrir um það bil 1200 árum og þá hófst lífræn setmyndun í Tjörninni en undir þeim setlögum eru sand- og malarlög. Þegar lífræn efni tóku að safnast saman á botni Tjarnarinnar gætti lítilla seltuáhrifa og grunnvatn hefur streymt þangað frá Vatnsmýrinni og holtunum í kring. Tjarnarbakkarnir voru grónir gulstör (carex lyngbyei) og öðrum tegundum af hálfgrasaætt en svo komu tímabil þegar seltan verður meiri þá hörfuðu háplöntur. Um 1900 mun engum fugli hafa verið vært á Tjörninni, allir fuglar voru drepnir. Andaveiðar voru eitthvað stundaðar á Tjörninni allt fram á annan áratug síðustu aldar. Með lögreglusamþykkt frá 19. apríl 1919 var bannað að skjóta í borgarlandinu. Um sama leyti var sett siglingabann en áður höfðu margir átt báta og vegna umferðar þreifst ekkert kríuvarp í Tjarnarhólmanum fyrir 1919. Með skotveiðibanninu og siglingabanninu fjölgaði mikið stokköndum og kríum.

Tveir hólmar eru í Tjörninni. Annar þeirra er í suðurenda tjarnarinnar, en hinn, sem er í norðurhlutanum, og mest ber á frá miðborginni séð, gengur venjulega undir nafninu Tjarnarhólminn. Í Tjarnarhólmanum hefur löngum verið varp, en um miðja 19. öld var hólminn notaður sem miðpunktur í hringekju sem svo var kölluð. Segir svo frá henni í Lesbók Morgunblaðsins 1933:
„Hólminn í Tjöminni var þá aðeins lítil grjóthrúga og má nokkuð ráða um stærð hans af því, að menn notuðu hann til þess að hafa í honum nokkurs konar hringekju (Karusel). Hann hafði því að þessu leyti allmikla þýðingu fyrir bæjarbúa, vegna þess, að þar fór fram ein af aðalskemtunum þeirra að vetrinum til, einkum á kvöldum, þegar ísar voru á tjörninni. Hringekjunni hafa menn lýst þannig: Stöng ein var reist í miðjum hólminum; efst á henni var þverslá ein og náði hún á báða vegu 3—4 álnir út yfir flatarmál hólmans; niður úr öðrum enda slárinnar hékk reipi og var sleði bundinn við það; tjald var yfir sleðanum og logaði ljós á lampa þar inni. Á sleðanum sátu börn og unglingar, enda oft eldra fólk, sem lét aka sér hringinn í kringum hólmann með því að rammefldir karlmenn gengu á hinn enda slárinnar og ýttu sleðanum þannig áfram. Fargjaldið var 2 skildingar fyrir börn og 4 skildingar fyrir hvern fullorðinn farþega nokkrar hringferðir í senn, uns um var skift og ný áhöfn kom í stað þeirrar er áður var.
— Lesbók Morgunblaðsins,
Seinna var borið grjót í hólmann og hann stækkaður og lagðist þá hringekjan af. Hann var síðan tyrfður um 1870 og hafði Jakob Sveinsson og fleiri Reykvíkingar endur sínar þar á sumrin, svo að þær hefðu betra næði til að verpa eggjum sínum. Viltar endur eða aðrir fuglar sáust þá sjaldan eða aldrei við tjörnina.

Árið 1942 kom til tals að reisa hús undir Rauða krossinn á vegum Bandaríkjamanna í Tjörninni. Vigfús Guðmundsson taldi þetta fráleita hugmynd og skrifaði í Morgunblaðið sama ár:
Fráleit er sú tillaga, að setja nokkurt hús út í tjörn bæjarins, hvar sem það væri. Og því verra, sem húsið væri stærra, og nær miðju tjarnar. Hyrfi þá meginhluti þessarar bæjarprýði - sem á að vera - og hollustusvæðis. Hyrfi í bikaða möl og ofaníborna vegi umhverfis stórbygginguna og út frá henni til lands á tvo (minnst) eða fleiri vegu. Kæmi þar svo ein nýmóðins kuldaklöpp tilbreytingarsnauð og fegurðarlaus, væri það hnífstunga og holundarsár í hjarta bæjarins.
Af byggingu hússins varð ekki.

Sagt er að einu sinni hafi tvær kerlingar búið sín hvoru megin við Reykjavíkurjörn. Hittist svo á, að þær voru eitt sinn báðar að skola úr sokkunum sínum, og fóru þá að rífast út af veiðinnni í tjörninni, sem báðar vildu eiga. Endaði það með heitingum, og því fór svo, að allur silungur í tjörninni varð að pöddum og hornsílum, og hefur aldrei verið veiði þar síðan.

Reykjanibba, Sauðadalur í Vatnsdalsfjall

  • HAH00405
  • Corporate body
  • 874 -

Reykjanibba 769 mys [Reykjarhyrna]. Dregur nafn sitt af bænum Reykir á Reykjabraut. ”Mestur hluti af Reykjanibbu er eintómtsmágrjót og efri hlutinn að norðanverðu alþakinn hvítum og gulleitum sandi og tekur hann yfir allan efri og nyrðri hluta nibbunnar. Sandur þessi hinn hvíti er kallaður Grettisskyrta. En því heitir sandblettur þessi svo að þá er Grettir fór eitt sinn í Reykjalaug er sagt að hann hafi ekki farið afskyrtu sinni en er hann kom úr lauginni hafi hann gengið upp á Reykjanibbu og breitt skyrtuna til þerris á hana norðanverða, hafi þá sandurinn breytt lit sínum og tekið skyrtulitinn og orðið hvítur alls staðar þar sem skyrtan náði yfir.”

Reykjahlíðarkirkja í Mývatnssveit

  • HAH00394
  • Corporate body
  • 1962 -

Í Mývatnseldum fyrri, 1724-1729, tók Reykjahlíðarbæinn af og hraunstraumurinn fór báðum megin við kirkjuna án þess að skemma hana. Guðlegri forsjón var þakkað. Kaþólskar kirkjur í Reykjahlíð voru helgaðar heilögum Lárentíusi.

Pétur Jónsson og Guðfinna Jónsdóttir létu byggja Reykjahlíðarkirkju 1875-1876. Kirkjan var tekin ofan 1972.

Kirkjan, sem nú stendur, var byggð 1958-1962. Jóhannes Sigfússon á Grímsstöðum teiknaði hana og smíðaði. Hún tekur 120 manns í sæti og á marga góða gripi, m.a. skírnarsá, sem Jóhannes Björnsson á Húsavík skar út auk myndskurðar á prédikunarstólnum. Batikmyndirnar í kórnum eru eftir Sigrúnu Jónsdóttur.

Reykir við Reykjabraut

  • HAH00561
  • Corporate body
  • [1300]

Bærinn stendur skammt austan Reykjabrautar við norðurenda Svínadalsfjalls og gnæfir Reykjanibban þar á fjallsöxlinni. Landiði nær norðan frá Torfavatni suður að Svínavatni, þar er kallað Reykjabót. Gamla túniðvar talið grasgefið og löngum var jarðsælt hér og gott til útbeitar. Jarðhiti er steinsnar frá bænum og var þar þar lengi sundlaug. Nú hefur Húnavallaskóli verið byggður þar og borað eftir heitu vatni skammt frá bænum. Eigendur Húnavallaskóla hefur keypt alla jörðina en jarðhitann eiga Blönduós 90% og Torfalækjarhreppur 10%. Íbúðarhús byggt 1936 viðbygging 1964, 441 m3. Fjárhús yfir 400 fjár með vélgengnum áburðakjallara. Hesthús yfir 12 hross. Tún 20,2 ha. Veiðiréttur í Svínavatni

Réttarholt Höfðakaupsstað

  • HAH00454
  • Corporate body
  • 1931 -

Réttarholt er með elstu grasbýlum í kaupstaðnum. Það stendur yst undir Spákonufellshöfða. Þar var um áratugi skilarétt Skagstrendinga sem nefndist Landsendarétt. Árið 1965 var Réttarholt gert að nýbýli. Áður var býlið við sjávarvíkina og var þar áður fyrr útræði. Fjárbeit ágæt í Höfðanum auk fjörubeitar.
Íbúðarhús byggt 1965 120 m3. Fjós fyri 5 kýr, fjá´hús yfir 45 fjár. Hlöður 180 hestar. Landstærð 25 ha. Tún 12 ha.

Refsteinsstaðir í Víðidal

  • HAH00903
  • Corporate body
  • (1500)

Jarðardýrleiki xxx € og so tíundast presti og fátækum. Eigandinn kóngl. Majestat, og er þessi ein af þeim, er kallast Vatnsdalsjarðir, sem lögmaðurinn Lauritz Christiansson Gottrup að þíngeyrum hefur í forljeníng.
Ábúandinn Jón Sigurðsson. Landskuld i € lx álnir. Betalast í ullarvöru heim til klaustursins og sauðum í kaupstað, so mikið af hverju sem ábúandi býður, og þó alltíð xx álna fóður í þá landskuld. Leigukúgildi v. Leigur betalast í smjöri heim til klaustursins, eður þángað sem umboðsmaðurinn tilsegir innan hjeraðs; stundum hefur hann og penínga tekið þá smjör hefur skort. Kvaðir eru í næstu 3 ár öngvar kallaðar; þar fyrir var óskað hestláns á Skaga og eins dagsláttar um sumur. Í næstu 4 ár þar fyrir galst dagslátturinn tvisvar in natura, en hestlánið forlíkaðist í annari þjenustu og so dagslátturinn í önnur 2 ár. Ekki minnast menn að þessar kvaðir hefðu verið áður lögmaðurinn Lauritz Gottrup hafði umráð. Leigukúgildin eru óuppbætt í þau 7 ár, sem þessi ábúandi hefur jörðina haldið, og þau sömu kúgildi leigði hann áður í 4 ár uppbótarlaus, þá er hann bjó á Þíngeyraklausturs jörðu Haga.
Útigángur bregst torveldlega. Kvikfjenaður iii kýr, i kvíga að fyrsta kálfi, lxxii ær, xxviii sauðir tvævetrir og eldri, xxviii veturgamlir, xxxii lömb, vi hestar, i foli tvævetur, ii hross, ii fyl.
Fóðrast kann v kýr, xxx lömb, lxxx ær, vii hestar. Torfrista og stúnga lök og sendin. Rifhrís má kallast þrotið. Silúngsveiðivon góð í vatni því, sem kallað er Hóp.
Lambaupprekstur á Víðidalstúngu afrjett fyrir toll.
Munnmæli eru, að jörðin eigi beitarítak i Ennis land og Titlíngastaða. Ekki vita menn rök til þess, og ekki brúkast það, nema hvað nábúa samgöng verða. Túninu grandar sandfjúk.
Sama sandfjúk fordjarfar engjarnar árlega, og þó enn meir Víðidalsá, með sandi, grjóti og leiri. Landþröng er mikil. Hætt er kvikfje fyrir foröðum. Vatnsból þrýtur um vetur til skaða, og er þá mjög erfitt að sækja. Kirkjuvegur illur og lángur.

Refsborg í Refasveit

  • HAH00839
  • Corporate body
  • 874 -

Refasveit kallast byggðarlagið við enda Langadalsfjalls innst við Húnafjörð, frá Blönduósi að Laxá. Þar á fjallinu er Refaborg auðséð kennileiti.
Sveitin var fyrrum nefnd Refaborgarsveit.
Við sjóinn eru háir bakkar, en annars einkennist sveitin af melum, móum og mýrun.

Í sveitinni eru fjögur vötn; Langavatn nyrst, svo Hólmavatn, Réttarvatn og loks Grafarvatn syðst. Áætlað landhæð yfir sjávarmál er 215 metrar.

Refsborg is a hill and is located in Northwest, Iceland. The estimate terrain elevation above seal level is 215 metres.

Refabú við Votmúla

  • HAH00392
  • Corporate body
  • (1950)

Eg fór í refamennskuna. Það voru hérna þrjú refabú, tvö þeirra stór.

Refa-Björn, sem kallaður var, sá um bú hér uppi undir Brekku.
Kolka var með annað sem hét Silfri, og var þar sem Héraðshælið er núna.
Síðan voru Páll Geirmundsson og fleiri komnir með eitt á melunum heldur vestar en þar sem nýja kirkjan er og ég var fenginn til þess að sjá um það bú.

Ég hafði aldrei komið nærri tófum, og vinnan hjá mér byrjaði þannig að það þurfti að hreinsa dýrin í öllum búunum þremur. Þeir Svavar frá Móbergi og Björn Jónsson sem höfðu verið í þessu í nokkur ár spyrja mig hvað ég vilji helst gera. Ég sagði að mér væri alveg sama. „Þú vilt kannski taka dýrin", segja þeir.

Þeir fengu mér töng og ég fór inn í fyrsta búrið. Tófan fer náttúrulega yfir mig og undir og alls staðar því að ég kunni ekki að taka dýr. Þeir hlógu svo mikið að mér að þeir urðu að leggjast á grasið úti. En það endaði nú samt með því að ég tók hvert einasta dýr og þeir voru orðnir skrítnir á svipinn í lokin.

Ég fékk aldrei bit en þeir voru alltaf með einhverja putta reifaða. Við Svavar hlógum mikið einu sinni, við fórum í heimsókn upp til Björns þegar við vorum búnir í okkar búum. Þá var hann með prímus með vatnsfötu á og einn putta niðri og var að sótthreinsa hann eftir bit.

Þeir voru klaufar að láta bíta sig. Þegar tófurnar voru hreinsaðar var sett töng í kjaftinn á þeim, pillur ofan í þær og laxerolía. En svo kom verðfall.

Fyrst gafst Björn upp og þá tókum við Svavar það bú að okkur, síðan gafst Svavar upp og þá drap ég þetta allt niður. Það var feikna verk. Ég hreinsaði skinnin líka og spýtti þau." Viðtal við Sverri Kristófersson

Raufarfell undir Eyjafjöllum, bær og fjall

  • HAH00391
  • Corporate body
  • 874 -

Raufarfell 743 mys

Raufarfells er getið í Hauksbók, Njálu og einnig í máldaga Miðbæliskirkju sem talinn er frá 1179. Í Íslensku fornbréfasafni (I, 255) segir um Mið Arnarbæli: ,,Tíund heimamanna liggur til kirkju og af næsta bæ og frá Raufarfelli hinu vestra og syngja þangað 12 messur“. Á þessum tíma hefur verið hálfkirkja eða bænhús á Raufarfelli sem virðist hafa verið í notkun a.m.k. til loka 15. aldar en er ekki getið í máldaga Miðbæliskirkju frá um 1570.

Rauðkollur í Þjófadölum

  • HAH00390
  • Corporate body
  • (1950)

Þjófadalafjöll er um 8 km langur fjallshryggur í eins til tveggja km fjarlægð frá nyrsta hluta austurjaðars Langjökuls. Tveir hæstu tindar þeirra, Rauðkollur og Oddnýjarhnjúkur, ná næstum 1100 m y. s. og nokkrir aðrir hnjúkar eru yfir 1000 m, og þau rísa öll 300 til 400 metra yfir umhverfi sitt. Í austurhlíðum þeirra eru víða gróðurtorfur með ýmiskonar gróðri, sem þrífst á hálendinu, þar sem eitthvert skjól og jarðvegur er, og víðast, þar sem ekki eru brattar skriður eða hamrar, er einhvern gróður að finna ef vel er að gáð, svo sem víði, lyng, stinnastör og mosa, og skófir skreyta steina. Svo er einnig næstum allsstaðar uppi á fjöllunum og í vesturhlíðum þeirra, þar sem ekki eru berar klappir. Aðalefni fjallanna er móberg og er það auðunnara fyrir gróðurinn en gosberg. Víða er nokkuð af líparíti (ljósgrýti) og er sá kostur þeirrar bergtegundar að hún er í ýmsum litum, sem eykur fjölbreytni fegurðarinnar. Uppi á miðjum fjöllunum er áberandi rauður leir, sem mun vera frá kulnuðu jarðhitasvæði. Markalína milli Árnessýslu og Austur-Húnavatnssýslu liggur um austurhlíð fjallanna sunnanvert við miðju, norðvestur um þau yfir Oddnýjarhnjúk og vestur í jökul á vatnaskilum spölkorn norðvestan hans. Lína þessi er ekki sjáanleg í landslaginu, en sauðfjárvarnagirðing er nokkru norðan hennar á fjöllunum austanverðum en liggur yfir hana á þeim miðjum og vestur á hraunsvæði dálítið, sem er við austurjaðar Langjökuls.

Þegar horft er til norðausturs af Rauðkolli, sést yfir stórt jafnlent svæði, sem er í kringum 600 metra hæð yfir ssjávarmáli, og því víð sýn í góðu skyggni. Sandkúlufell er til vinstri við það, og liggur Kjalvegur austan þess, en Dúfunefsfell er til hægri og vegurinn vestan við það. Í fjarlægð má greina Mælifellshnjúk, sem víða sést af þessu svæði.

Rafveituskurðurinn

  • Corporate body

Á almennum borgarafundi, sem haldinn var á Blönduósi 15. febr. 1930 var kosin nefnd til að rannsaka skilyrði og undirbúning að rafvirkjun fyrir kauptúnið. Hún hafði samvinnu við sýslunefnd Austur-Húnavatnssýslu og stjórnir samvinnufélaganna, en varð ekkerí ágengt.

Vorið 1932 var haldinn borgarafundur á Blönduósi til þess að herða sóknina í raforkumálum. Jónas Sveinsson þáverandi héraðslæknir var málshefjandi. Mikill áhugi ríkti á fundinum um virkjunarframkvæmdir. Ný nefnd var kosin til að leita samvinnu við sýsluna og samvinnufélögin um undirbúning og framkvæmdir. Nefndina skipuðu: Jónas Sveinsson héraðslæknir, Steingrímur Davíðsson skólastjóri og Kristinn Magnússon. Nefndinni var falið að vinna í samráði við Þorstein Bjarnason oddvita Blönduóshrepps og fá til aðstoðar Stefán Runólfsson rafvirkja.

Fyrsta verk nefndarinnar var að leita til Höskuldar Baldvinssonar rafmagnsverkfræðings og fá hann til að athuga virkjunarmöguleika í nágrenni Blönduóss. Höskuldur lagði til að vatn til stöðvarinnar væri leitt í opnum skurði úr norðurenda Laxárvatns hjá Sauðanesi að melabrúnunum nálægt Dýhól. Af melbrúninni átti að leiða vatnið í pípum að Blöndu rétt ofan við Blöndubrú, þar sem stöðin skyldi reist. Með þessari aðferð hefði fengist um 40 m. fallhæð. Ekki leist undirbúningsnefndinni á þessar tillögur. Ljóst var að þessi skurður um 4 km langur hefði fyllst af snjó í fyrstu hríðum og vatnið farið úr farveginum.

Jakobi Gíslasyni forstjóra Rarik leist mjög vel á aðstöðu til virkjunar með því að setja stíflu við upptök Laxár til þess að hækka í Laxárvatni. Jakob Gíslason mældi síðan fyrir virkjuninni og öllum framkvæmdum. Var Laxárvatnsvirkjun byggð eftir hans fyrirsögn. Að fengnum þessum undirbúningi og athugunum sneri nefndin sér til sýslunefndar Austur-Húnavatnssýslu, stjórna samvinnufélaganna og hreppsnefndar Blönduóshrepps.

Eftir nokkrar umræður tókust samningar með framangreindum aðilum um að byggja rafstöð samkvæmt tillögum Jakobs Gíslasonar og gerð eftirfarandi samþykkt.

Pólarprjón Blönduósi

  • HAH00408
  • Corporate body
  • 13.2.1971 -

Fyrirtækið var stofnað 13. febrúar 1971. Byggt var við hús fyrirtækisins að Húnabraut 13 og flutt í það húsnæði í ársbyrjun 1980. Var það til mikilla bóta, en ennþá býr fyrirtækið við mikinn húsnæðisskort og ber brýna nauðsyn til að leysa þau mál til frambúðar. Á árinu 1980 var Pólarprjón h.f. úthlutað lóð undir verksmiðjuhús vestan við Olísskálann. Í framhaldi af því var óskað eftir tillögum og tilboðum í 2000 m2 hús fyrir Pólarprjón h.f. Er nú verið að vinna úr tilboðum og hugmyndum sem fram komu og verður endanleg ákvörðun tekin mjög fljótlega. Á árinu 1980 unnu hjá fyrirtækinu að meðaltali 60-70 manns, en hefur fjölgað og eru nú starfandi 110 manns. Pólarprjón h.f. hefur hafið rekstur saumastofu í Skólahúsinu við Sveinsstaði og einnig í Reykjavík.

Í Skólahúsinu vinna að jafnaði 8-10 manns og hefur rekstur þar gengið eftir áætlun. Í Reykjavík rekur fyrirtækið einnig saumastofu í Borgartúni 29 þar sem vinna 12-15 manns. Þá var sett upp hönnunarsaumastofa og var Anna Einarsdóttir, fatahönnuður ráðin þar til starfa i fullt starf.
Ástæðan fyrir því að Pólarprjón h.f. hefur farið út í rekstur saumastofa annars staðar, er sú, að aldrei hefur fengist nægilegt vinnuafl hér á Blönduósi til að vinna þau verkefni sem fyrirtækið hefur haft og eins til að auka hlut Pólarprjón h.f. í fullnaðarvinnslu á prjónavoð sem fyrirtækið framleiðir.

Á árinu 1980 voru framleidd 180 tonn af prjónavoð og reiknað er með 30% aukningu á árinu 1981 eða 235 tonn, þá voru framleiddar á saumastofum fyrirtækisins u.þ.b. 30 þús. flíkur. Heildarvelta nam 1.450 millj. gkr.,laun á árinu voru 350 millj. gkr. Pólarprjón h.f. hefur aukið og endurnýjað vélakost sinn á árinu og þá aðallega tölvustýrðar prjónavélar og fullkomnari saumavélar. Áætlað er að kosta þurfi á árinu 1981 u.þ.b. 100 millj. gkr. til endurnýjunar á vélum. Söluhorfur fyrir árið 1981 virðast mjög góðar og var t.d. samið um framleiðslu á 20 þús. peysum sem fara eiga til Rússlands. Eins og áður er getið eru aðalvandamál Pólarprjón h.f. fyrst og fremst húsnæðisskortur og vöntun á starfsfólki og hefur Pólarprjón h.f. þurft að láta verulegan hluta af framleiðslu á eigin flíkum til annarra fyrirtækja til þess að hægt sé að anna eftirspurn. í áætlun er að þreifa fyrir sér með eigin útflutning á þessu ári og með því gera hlut Pólarprjón h.f. tryggari í heildar framleiðsluog útflutningskeðjunni.

Point Roberts, Whatcom, Washington, USA

  • Corporate body
  • 15.6.1846 -

Point Roberts is a pene-exclave of the United States on the southernmost tip of the Tsawwassen Peninsula, south of Vancouver, British Columbia, Canada. The area, which had a population of 1,314 at the 2010 census, is reached by land by traveling 25 mi (40 km) through Canada. It is a census-designated place (CDP) in Whatcom County, Washington with a post office, and a ZIP Code of 98281.[2] Direct sea and air connections with the U.S. are available across Boundary Bay.

Point Roberts was created when the United Kingdom and the United States settled the Pacific Northwest American-Canadian border dispute in the mid-19th century with the Oregon Treaty. Both parties agreed the 49th parallel would delineate both countries' territories, but they overlooked the small area that incorporates Point Roberts (south of the 49th parallel). Questions about ceding the territory to the United Kingdom and later to Canada have been raised since its creation but its status has remained unchanged.

Pétursborg Blönduósi 1878, íbúðarhús 1930

  • HAH00085
  • Corporate body
  • 1878 -

Pétursborg Blönduósi. Höepfnerpakkhús 1878. Austurpakkhús. Snorrabúð 1957; Snorrahús; Lárusarhús 1947. Péturshús 1936.

Byggt 1878 af Höepnfersverslun. Var í fyrstu notað bæði sem sölubúð og pakkhús.

Papeyjarkirkja

  • HAH00248
  • Corporate body
  • 1904 -

Papeyjarkirkja er í Djúpavogsprestakalli í Austfjarðaprófastsdæmi. Hún var reist upp úr eldri kirkju árið 1904. Höfundar voru Lúðvík Jónsson og Magnús Jónsson, forsmiðir á Djúpavogi. Hún var friðið 1. janúar 1990.

Papeyjarkirkja er timburhús, 5,27 m að lengd og 3,39 m á breidd. Þakið er krossreist og klætt bárujárni en veggir klæddir lóðrétti plægðri tjargaðri borðaklæðningu. Kirkjan stendur á steinhlöðnum sökkli og er stöguð niður á hornum með keðjum. Á hvorri hlið kirkju eru tveir póstagluggar með tveimur þriggja rúðu römmum og fjögurra rúðu gluggi er á framstafni yfir kirkjudyrum. Fyrir kirkjudyrum er spjaldsett hurð og bjór yfir.

Inn af dyrum eru framkirkja og kór eitt; veggbekkur norðan megin er óslitinn stafna á milli en sunnan megin er veggbekkur rofinn af prédikunarstól framan við innri glugga. Altari er við kórgafl, nærri norðurvegg. Veggir eru klæddir spjaldaþili og loft á bitum er yfir allri kirkjunni stafna á milli.

Papey

  • HAH00247
  • Corporate body
  • (1950)

Papey er stór eyja við austurströnd Íslands og tilheyrir Djúpavogshreppi. Eyjan er 2,0 ferkílómetrar að stærð, og er hæsti punktur hennar í um 58 metrar yfir sjávarmáli.
Búið var í Papey frá landnámsöld og fram til ársins 1966 og þar er enn íbúðarhús, viti og kirkja. Stór lundabyggð er í Papey. Í eynni hefur verið sjálfvirk veðurathugunarstöð síðan 1998.
Papar.
Í Landnámabókum er Papa getið, og að fleiri hlutir hafi fundist eftir þá "þeir, er það mátti skilja, að þeir voru Vestmenn". Ennfremur er þess getið, að gripir þessir hafi fundist í "Papey austur og í Papýli"
Einnig er þess getið í Landnámu, í tengslum við vetursetu Ingólfs Arnarsonar á Geithellum í Álftafirði, að um vorið hafi konur gengið upp í fjall og séð reyk úti í Papey. Þegar farið var að athuga um reykinn, voru þar papar fyrir.
Papey er því einn þeirra staða sem talið er að papar hafi búið. Í Papey má finna mörg örnefni sem benda til veru papa þar, s.s. Papatættur og Írskuhólar. Engar minjar hafa þó fundist í eynni sem benda til veru papa þar, þrátt fyrir að nokkuð hafi verið leitað að ummerkjum um veru þeirra í Papey og nágrenni Djúpavogs. Dr. Kristján Eldjárn var við rannsóknir í Papey, einkum á árunum milli 1970 og 1980, án þess að finna ummerki um veru Papa þar. Hins vegar fann hann rústir bæja í Papey sem ber öll merki norrænna manna sem þar munu hafa verið á landnámsöld.

Pálmalundur Blönduósi 1919 / Hrafnaflatir Blönduósi 1909

  • HAH00128
  • Corporate body
  • 1919 - 1991

Pálmalundur 1919 - Hrafnaflatir 1909 - Steingrímshús 1940.
Byggt 1909 af Hjálmari Lárussyni, sem kallaði bæ sinn Hrafnaflatir. Hjálmar var afar listfengur og góður smiður. Margir af útskurðargripum hans eru á Þjóðminjasafninu.
1919-1929 bjó í Pálmalundi Jón Pálmason [frá Æsustöðum] og eftir hann Steingrímur Davíðsson skólastjóri 1930-1939. Þeir höfðu báðir bóksölu í húsinu. Eftir að Steingrímur flytur út yfir á bjuggu ýmsir í húsinu. Fyrst Sveinberg Jónsson í eitt ár, síðan koma ma. Þorvaldur Þorláksson, Sigfús Valdemarsson ofl.
18.3.1942 kaupir Jónas Vermundsson húsið og býr þar til æviloka 1979. Torfhildur Þorsteinsdóttir, ekkja hans bjó áfram í Pálmalundi. Hún dó 1991. Stóð húsið autt um tíma, en svo var það rifið.

Öxnadalur

  • HAH00225
  • Corporate body
  • (1950)

Öxnadalur er djúpur dalur í vestanverðum Eyjafirði, inn af Hörgárdal. Hann er um 25 kílómetra langur frá mynni dalsins við Bægisá inn að Öxnadalsheiði. Um hann fellur Öxnadalsá. Hringvegurinn, þjóðvegur 1, liggur um Öxnadalsheiði og Öxnadal áleiðis til Akureyrar.
Öxnadalur merkir eiginlega nautgripadalur eða uxadalur. „Öxn“ er hvorugkynsorð í fleirtölu, þau öxnin, og er gamalt orð um nautpening, skylt uxi. Samkvæmt Landnámabók var Öxnadalur numinn af Þóri þursasprengi.
Áður fyrr var Öxnadalur sérstakt sveitarfélag, Öxnadalshreppur, en tilheyrir nú Hörgársveit.
Árið 1952 hóf skógræktarfélag Eyfirðinga skógrækt utan til í dalnum, í landi Miðhálsstaða, þar sem nú er vöxtulegur skógur.
Innsti hluti dalsins er allur í eyði, innstu bæir í byggð eru nú Engimýri og Háls. Á Engimýri er gistiheimili og á Hálsi er veitingahúsið Halastjarnan. Næsti bær utan við Háls er Hraun. Þar fæddist skáldið Jónas Hallgrímsson, en fluttist á öðru ári að Steinsstöðum og var þar til 9 ára aldurs. Æskuslóðirnar eru áberandi í skáldskap hans. Stórbrotið landslag er á Hrauni og þar í grennd, með Hraundranga ofan við bæinn og Hraunsvatni, þar sem faðir Jónasar drukknaði. Í vatninu er silungsveiði. Á Hrauni er nú safn til minnigar um Jónas. Efsti bær í Öxnadal var Bakkasel sem fór í eyði 1960 og var einn af þeim síðustu í innri hlutanum í byggð.

Öxl í Þingi

  • HAH00514
  • Corporate body
  • (1350)

Öxl I. Bærinn stendur spölkorn austan þjóðvegar við lága brekku í hlíðarrótum Vatnsdalsfjalls, beint vestur af svoköllupum Hrafnaklettum ( var áður á brekkubrúninni). Túnið liggur mest norður frábænum og upp í undirhlíðar fjallsins. Vestan vegar og mela eru engjar, áveita, en beitiland til fjalls og meðfram því [Balar]. Jörðin er fornt býli og bændaeign lengi, munnmæli eru um Gullberastaði í Axlarlandi. Íbúðarhús byggt 1951, 454 m3. Fjós fyrir 14 gripi. Fjárhús yfir 300 fjár. Hlöður 630 m3. Gömul fjárhús. Votheysgryfja 100 m3.Tún 18,3 ha.
Öxl II. Bærinn stendur á brekkustalli örskammt frá þjóðvegi vest suð-vestur frá Öxl, tún er austur og suðaustur frá bænum og engjar vestan vegar og mela, áveita. Beitiland er sameiginlegt með Öxl og eiga Axlarbæirnir 1/16 af Sauðadal. Jörðin er nýbýli byggður úr Axlarlandi að hálfu 1952. Íbúðarhús byggt 1970, 714 m3. Fjárhús yfir 240 fjár. Hesthús yfir 20 hross. Hlöður 330 m3. Tún 18,5 ha.

Öxará / Öxarárfoss

  • HAH00832
  • Corporate body
  • (1150)

Í Haukdælaþætti Sturlungu segir að Öxará hafi verið veitt „í Almannagjá og fellur nú eftir Þingvelli“. … Á 12. öld hafa menn talið að Öxará hafi ekki fallið um Þingvöll á landnámsöld, heldur hafi hún legið í Árfarinu og verið veitt ofan í Almannagjá til þess að fá vatn á þingstaðinn svo að menn þyrftu ekki að sækja það í gjárnar. Öxarárfoss er elsta „mannvirkið“ á Þingvelli eða afleiðing elstu vatnsveitu feðra vorra. „Þar sem Öxará rennur eftir Almannagjá er hraunið lítið vatnsnúið. Að vísu má finna þar lábarða möl, en hún er úr annarri bergtegund, hefur borist ofan úr fjöllum (Súlum). Þetta gefur í skyn að áin hafi skamman aldur runnið þarna, varla miklu lengur en síðustu 1000 árin“, segir Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur.

Ósplast hf. (1971)

  • HAH10089
  • Corporate body
  • 1971

Ósplast hf. var stofnað 1971 og starfaði til ársins 1973. Endurvakið 1976.

Ósland á Blönduósi

  • HAH00664
  • Corporate body
  • 1946 -

1946 óskar Eiríkur Guðlaugsson eftir að fá leyfi til að hefja byggingu á lóð milli lóðar Jóns Benónýssonar og Sæmundar klæðskera. Eiríkur byggði annarsstaðar (Ósland) en bjó á meðan í einum hermannbragganum austan við Sæból.

Öskurhólshver á Hveravöllum

  • HAH00821
  • Corporate body
  • 874-

Öskurhóll eða Öskurhólshver er gufuhver á Hveravöllum. Hann var skírður Öskurhóll vegna þess að hann gaf frá sér drunur og blísturhljóð og var sagt að það heyrðist í mílufjórðungs fjarlægð en hann er þó hættur að blístra núna. Hverinn er hóll eins sjá má á myndunum hér að neðan. Mikið og stöðugt gufuuppstreymi er úr Öskurhól.

Öskjuvatn

  • HAH00251
  • Corporate body
  • 1875 -

Öskjuvatn er næstdýpsta stöðuvatn Íslands. Það varð til við Öskjugos árið 1875 þegar landið seig og myndaði mikla gosöskju sem fylltist af vatni á fyrstu árunum eftir gosið. Vatnið, sem er í Dyngjufjöllum í Ódáðahrauni, var dýpsta stöðuvatn Íslands á árunum frá 1875-2009, 11 km² að stærð og 220 m á dýpt, en nýlegar mælingar hafa sýnt að Jökulsárlón er nú dýpsta vatn Íslands, um 280 m á dýpt.

Ós á Skaga

  • HAH00426
  • Corporate body
  • (1900)-1973

Bæjartóftin stendur á töluverðum bæjarhóli, gangabær með fimm húsum og hlaði til vesturs. Göngin eru um 11m löng og hefur baðstofan verið fyrir enda þeirra að austan um 3x7m að innanmáli. Næst baðstofunni að sunnan er minna hús (um 2x4m) með grónum hleðslum í suðurenda, hugsanlega leifum hlóða og líklegt að þar hafi eldhúsið verið. Gengt því hinu megin ganganna er lítið hús (2x3,5m) með grjótbekk meðfram vesturvegg, hugsanlega stallur eða jata fyrir búpening. Ysta húsið að sunnanverðu er um 2,3x5m en gengt því norðan ganganna er síðasta húsið, 3,1x3,6m, engar greinilegar dyr eru úr því og óvíst hvort innangengt hefur verið í það úr göngunum. Utanmál tóftarinnar er 16,5x17,5, vegghæð er frá 30-150sm og mesta breidd um 2,5m. Mikið grjót er í veggjum og sjást sumstaðar 5-9 steinaraðir, torf er bæði úr streng og að því er virðist kvíahnaus, að mestu gróið en rof er á nokkrum stöðum vegna ágangs sauðfjár. Aðrar upplýsingar Í úttekt frá 1829 eru eftirfarandi hús skráð: baðstofa, búrhús, eldhús, göng frá baðstofu til útidyra, fjárhúskofi innan bæjar fyrir 17 eða 18 kindur. Þar segir einnig að heytóftir séu tvær, gamlar og hrörlegar en ekki kemur fram hvort þær hafi verið við bæinn (Ós í Nesjum. Skjalasafn umboðanna. Þingeyrarklaustursumboð. Nr. 99).

Ós á Blönduósi

  • HAH00663
  • Corporate body
  • 1920 -

Byggt 1920 af Brynjólfi Vigfússyni. Húsið var upphaflega úr torfi, með hálfþilstafni. 1 hebergi, eldhús og forstofuhús, með áföstum geymslukofa. Fram kemur í skjölum að Friðfinnur hafi átt húsið áður. Því eru líkur á að húsið hafi upphaflega verið útihús, sem Brynjólfur hefur breytt.

Orrastaðir Torfalækjarhreppi

  • HAH00560
  • Corporate body
  • [1200]

Bærinn stendur nokkuð langt norðan við þjóðveginn skammt frá Orrastaðabergi. Landið er víðáttumikið, mest mýrlendi eða brokflár, en þó klettar og ásar innan um. Það nær frá Fremri-Laxá og Svínavatni norður i Torfavatn, þaðan í Deildartjörn og að landi Hamrakots. Hér hefur löngum verið talin vera mikil og góð fjárbeit og jarðsælt á vetrum. Íbúðarhús byggt 1948 braggi á steyptum grunni, 225 m3. Fjós úr torfi og grjóti fyrir 9 gripi. Fjárhús yfir 280 fjár. Hlaða bogaskemma 780 m3. Tún 38,2 ha. Veiðiréttur í Fremri-Laxá á og Svínavatni.

Örlygsstaðir á Skaga

  • HAH00436
  • Corporate body
  • (1950)

Örlygsstaðir I. Bærinn stendur 40 metra frá Brekknabrekku. Það er sam að segja um landkosti og annarra jarða undir Brekku, að heima um sig er gott til túnræktunar, en beitiland allgott, þegar til heiðar dregur. Lending er slæm, en áður var stutt á góð fiskimið.
Íbúðarhús byggt 1913, steinsteypt 353 m3. Fjós steypt 1914 yfir 5 gripi. Fjárhús með kjallar byggð 1940 úr torfi og grjóti fyrir 100 fjár. Hlaða byggð 1914 steinsteypt 100m3. Hlaða byggð 1942 ja´rnklædd 350 m3. Geymsla byggð 1960 járnklædd 114 m3. Tún 6,4 ha.

Örlygsstaðir II. Nýbýli Byggt úr Örlygsstaðalandi 1965. Bærinn stendur skammt frá Brekkunni, rétt norðan við Dalalæk, en sunnan lækjarins eru fjárhúsin. Þar hét áður Gamlistekkur.
Íbúðarhús byggt 1965 og 1966 steinsteypt 308 m3. Hlaða steypt 1968, 1569 m3. Blásarahús og súgþurrkun byggt 1968 úr steinsteypu 115 m3. Fjárhús með kjallara steypt 1971 fyrir 400 fjár. Geymsla byggð 1971 úr steinsteypu 304 m3.

Orkustofnun (1967)

  • HAH10132
  • Corporate body
  • 1967

Um miðjan sjöunda áratuginn þótti tímabært að taka raforkulögin frá 1946 til endurskoðunar. Kom þar hvorttveggja til að með stofnun Landsvirkjunar hafði breyst mjög sú stefnumörkun sem fólst í raforkulögunum og svo hitt að hjá embætti raforkumálastjóra fór þá orðið fram mun veigameiri og víðfeðmari starfsemi en fjallað er um í þeim lögum. Hin nýju orkulög nr. 58/1967 tóku gildi 1. júlí 1967. Jakob Gíslason sat í nefnd þeirri sem endurskoðaði lögin og hafði þar veigamikil áhrif. Endurskoðuninni lauk 1966.
Í orkulögunum er fjallað bæði um vinnslu raforku og jarðhita; um rafveitur og hitaveitur og um jarðboranir. Sérstakur kafli er þar um Rafmagnsveitur ríkisins, núna RARIK. Embætti raforkumálstjóra var lagt niður, en ný stofnun, Orkustofnun, tók við hlutverki embættisins, öðru en umsjón með rekstri Rafmagnsveitna ríkisins, sem voru gerðar að sjálfstæðri stofnun. Jakob Gíslason var skipaður orkumálastjóri um leið og lögin tóku gildi.
Í orkulögunum er Orkustofnun falið að hafa með höndum rekstur Jarðborana ríkisins og Jarðvarmaveitna ríkisins, sem urðu til við stofnun Kísiliðjunnar við Mývatn, en bæði þessi fyrirtæki voru rekin sem svokölluð B-hluta fyrirtæki undir yfirstjórn Orkustofnunar uns Jarðboranir hf. voru stofnsettar í febrúar 1986 og Jarðvarmaveitur lagðar niður í árslok 1986. Þá var Rafmagnseftirlit ríkisins í umsjá orkumálastjóra allt til ársins 1979 en þá var það endanlega gert að sjálfstæðri stofnun.
Samkvæmt lögunum tók Orkusjóður við öllum eigum Raforkusjóðs og Jarðhitasjóðs.

Öldumóðuskáli á Grímstunguheiði (1978)

  • HAH00640
  • Corporate body
  • (1978)

Gamall gangnamannaskáli á Grímstunguheiði, norðan við Stórasand.

Á staðnum er gangnamannaskáli byggður 1978 á vegum Upprekstrarfélags Ás‐ og Sveinsstaðahrepps með 20 gistirými og aðstöðu fyrir 50 hross. Skálinn er jafnframt nýttur sem veiðihús á sumrin.

Öldumóðuflá Grímstungurheiði

  • HAH00278
  • Corporate body
  • (1950)

Jarðvegur á Auðkúluheiði mun vera meira blandaður eldfjallaösku heldur en jarðvegur á Grímstunguheiði, og þar er miklu meira af lyngi og hrísi. Allar flár, sem ég þekki á Auðkúluheiði og Grímstunguheiði, og fullvíst er að hafa þornað að meira eða minna leyti á síðari áratugum, eiga það sameiginlegt, að í gegnum þær eða fast við þær er djúpur vatnsfarvegur.

Rústirnar eyddust jafnskjótt og jarðklakinn þiðnaði, en hann mun hafa komið í veg fyrir, að vatnið í flánum gæti sigið í jörð og náð framrás í farvegina. Kjarni nýju rústanna er ís, en ekki jarðvegur, og gömlu rústirnar munu hafa verið byggðar upp á sama hátt. Mér finnst það því liggja ljóst fyrir, að þegar kjarninn þiðnaði hafi myndast dæld, en jaðrarnir ekki sigið að sama skapi, vegna þess að í þeim var meiri jarðvegur. Þetta gildir þó ekki um flár, sem liggja í keri eða eru forblautar af völdum uppsprettuvatns.

Flárnar eru mjög misdjúpar, sumar amk. 3 m, aðrar aðeins 1 m, og þær geta verið grynnri. Það virðist hvorki fara eftir dýpt flánna eða stærð, hvort þar myndast rústir eða ekki.
Ég hef t. d. séð nýja rúst í örmjóu og stuttu dragi við Refskeggsvatn á Grímstunguheiði. Dragið hefur fláareinkenni, en er svo lítið að flatarmáli, að ég get ekki kallað það flá.

Öldumóðuflá er stór og rústir voru um hana alla. Þær eru flestar horfnar, en gömlu leifarnar standa þétt á litlu svæði. Hins vegar eru þær dreifðar í Kolkuflóa og flánni við Sandá. í þessum þremur flám hef ég hvergi komið auga á nýja rúst, en gömlu rústirnar höfðu margar hverjar orðið virkar á ný.

Veturinn 1970—1971 var fremur frostlinur. Hann mun þó hafa nægt til að gera jörð samfrostna við þann gadd, sem eftir sat á hálendinu og um sumarið sá ég meira en nokkru sinni áður af nýjum, virkum rústum. Veturinn 1971-1972 var óvenju mildur og sl. sumar (1972) sá ég ekki nýjar sprungur í neinni rúst.

Ólafsvörður á Stórasandi

  • HAH00981
  • Corporate body
  • um 1560 -

Sandsvegar er víðar getið í fornum ritum, en ekki verður það rakið hér. Norðan við Bláfell á Sandi liggur vegurinn yfir flatt klapparholt, sem er alþakið þunnum hellum. Á holtinu standa margar vörður. Heita þær Ólafsvörður og eru kenndar við Ólaf Hjaltason, sem var biskup á Hólum 1552—1569 og fyrsti biskup þar í lútherskum sið. Ekki veit ég um sannindi þeirrar sagnar, en vörðunum og sögu þeirra er lýst í ritgerð, sem heitir „Um heiðar og vegu nokkra á íslandi". Hún er prentuð í Hrakningum og heiðavegum, IV. bindi. Talin vera a. m. k. um 200 ára gömul. Þar segir: „Ólafsvörður heita hér einnig XI eður XII. Þær skulu kenndar við biskup Ólaf Hjaltason á Hólum, hver þar skyldi hafa úti legið í óveðri um hausttíma og hans fylgjarar eins margir og vörðurnar eru, því hver einn átti að hlaða vörðu fyrir sig sér til hita og uppihalds, þar ei hefur orðið tjaldað, með því í þessu plássi er ei utan grjót og urðir“.

Enn þann dag í dag eru vörðurnar „XI eður XII“. Þær eru ólíkar að stærð og gerð, og bendir það til þess, að þarna hafi margir og misjafnlega hagir menn verið að verki. Sumar hafa raskazt dálítið en aðrar virðast óhaggaðar.

Ólafshús Blönduósi

  • HAH00127
  • Corporate body
  • 1878 -

1878 - Ólafshús 1889 - Ingibjargarhús. Hreppshús í mt 1901-1920. Þinghús hreppsins 3.6.1889

Ófeigur frá Ófeigsfirði / hákarlaskip (1875)

  • Corporate body
  • 1875 -

Þar má berja augum einn af lykilgripum safnsins, hákarlaskipið Ófeig frá Ófeigsfirði á Ströndum. Hann var byggður árið 1875 Farið er yfir sögu skipsins, sem er eina skip sinnar tegundar sem varðveist hefur á Íslandi, sýndir eru gripir sem allir tengjast hákarlaveiðum á einhvern hátt, sagt er frá menningunni sem skapaðist í kring um veiðarnar og fleira.

Ófeigur var smíðaður í Ófeigsfirði árið 1875 og var notaður til hákarlaveiða hvern vetur til 1915. Hann var meðal síðustu opinna skipa, sem var gert út frá Ströndum. Síðasta hákarlalegan þaðan í opnu skip var árið 1916.

Ófeigsstaðir í Kinn

  • Corporate body

Nafnið Ófeigsstaðir gæti verið afbökun af hinu forna nafni "Offrustadir" sem þýðir Fórnarstaður [hugdetta mín], en það nafn kemur fyrir í fornunum handritum.

Odda Hörðalandi Noregi

  • Corporate body
  • 1.7.1913 -

Odda (help·info) was a municipality in Hordaland county, Norway. The municipality was located in southeastern Hordaland county, surrounding the southern end of the Sørfjorden. The administrative centre is the town of Odda, which is also the main commercial and economic centre of the entire Hardanger region. Other villages in the municipality include Botnen, Eitrheim, Håra, Røldal, Seljestad, Skare, and Tyssedal.

The 1,616-square-kilometre (624 sq mi) municipality is the 42nd largest by area out of the 422 municipalities in Norway. Odda is the 150th most populous municipality in Norway with a population of 7,025. The municipality's population density is 4.8 inhabitants per square kilometre (12/sq mi) and its population has decreased by 1.8% over the last decade

The new municipality of Odda was established on 1 July 1913 when the southern district of Ullensvang was separated out to form its own municipality. Initially, Odda had 3,077 residents. During the 1960s, there were many municipal mergers across Norway due to the work of the Schei Committee. On 1 January 1964, the neighboring municipality of Røldal (population: 676) was merged into Odda, bringing the total population of the new municipality to 10,163 residents.[4]

On 1 January 2020, the three neighboring municipalities of Jondal, Odda, and Ullensvang are going to be merged. The new municipality will be called Ullensvang and its administrative centre will be the town of Odda.[5]

Name[edit]

The municipality (originally the parish) is named after the old "Odda" farm (Old Norse: Oddi), since the first Odda Church was built there. The name is identical with the word oddi which means "headland".[6]

Coat-of-arms[edit]

The coat-of-arms is from modern times; they were granted on 8 October 1982. The arms show a canting of an arrowhead (Norwegian language: pilodd). The name of the municipality, however, is not derived from the word for arrowhead.[7]

Churches[edit]

The Church of Norway has four parishes (sokn) within the municipality of Odda. It is part of the Hardanger og Voss deanery in the Diocese of Bjørgvin.

Ódáðahraun

  • HAH00603
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Ódáðahraun er víðáttumikið hraunflæmi í Suður-Þingeyjarsýslu, norðan Vatnajökuls, milli Skjálfandafljóts og Jökulsár á Fjöllum. Norðurmörkin eru skilgreind á mismunandi hátt. Sumir vilja draga þau frá austri til vesturs sunnan við Bláfjall og Sellandafjall, aðrir telja að það nái norður undir Mývatnssveit og að Hringveginum um Mývatnsöræfi, enn aðrir vilja teygja það allt norður að Þeistareykjum. Ódáðahraun er stærsti samfelldi hraunfláki Íslands, um 4400 km² (ef miðað er við fyrst nefndu skilgreininguna). Það er samsett úr fjöldamörgum einstökum hraunum, bæði dyngjuhraunum og hraunum frá sprungum og gígaröðum. Elstu hraunin eru 10-12 þúsund ára en þau yngstu eru frá eldgosinu í Holuhrauni 2014-15. Upp úr hraunaflákum Ódáðahrauns rísa fjöll og fjallaklasar svo sem Herðubreið, Upptyppingar og Dyngjufjöll.

Ekki er vitað hvenær svæðið fékk þetta sitt nafn en það kemur fyrst fyrir í rituðum heimildum í Undur Íslands sem Gísli biskup Oddsson skrifaði á 17. öld. Nafnið er augljóslega tengt útilegumannatrú enda töldu menn á fyrri öldum að í hrauninu leyndust fjölbyggðir og frjósamir útilegumannadalir

Results 301 to 400 of 1161