Showing 10353 results

Authority record

Undirfellsrétt

  • HAH00571
  • Corporate body
  • 1853-

Elsta Undirfelhréttin var byggð 1853
Haustið 1948, fóru fjárskipti fram í Húnavatnssýslu í kjölfar mæðiveiki faraldurs, fé var keypt af Ströndum. Féð var flutt með skipa frá Hólmavík til Skagastrandar og þaðan með bílum til nýrra heimahaga.

Núveranfi rétt var byggð 1973, hönnuð af Ólafi í Kárdalstungu og Gísla Pálssyni, Unnar Jónsson hjá Teiknistofa Landbúnaðarins teiknaði síðan upp eftir þeirra hugmynd.

Sú hugmynd sem glímt var við var að reyna að létta dráttinn, því að mjög margt fé var í sveitinni þá og í réttina kom margt fé úr nágrannahreppunum. Gamla réttin var ákaflega erfið í umgengni. Dyrnar á dilkunum voru ekki manngengar og sérlega vont að vinna í henni. Fyrir kom að réttin tók þrjá daga. Þess vegna kom sú hugmynd að hafa þennan kjarna, það er hring í miðri réttinni. Kjarninn er til mikils hagræðis við dráttinn, því að fé leitar í hring eftir dyrum sínum, svo að maður þarf miklu minna að ferðast um réttina til að finna kindur. Hvergi hef ég komið í rétt sem betra hefur verið að vinna í.

Einnig var þess gætt að smíða almenninginn þannig að gott væri að opna dilksdyrnar, sem voru úr pípum og krossviði, og sérstaklega að hægt væri með annarri hendinni að opna og loka með góðu móti. Notaðar voru einfaldar smellur, sem sums staðar eru í garðhliðum, ákaflega grannar, fyrirferðarlitlar og ódýrar. Þetta hefur tekist það vel að engin hefur bilað enn á 14 árum. Dilksdyrnar voru látnar opnast inn í almenninginn. Það var reginmunur frá því sem áður var og minni hætta á að missa fé úr réttinni inn í dilkana.

Undirfellskirkja 1893-

  • HAH00569a
  • Corporate body
  • 1893

Kirkjan á Undirfelli var helguð Nikulási biskupi í Myra í kaþólskum sið. Útkirkja þaðan var á Másstöðum uns hana braut í snjóflóði árið 1811, og í Grímstungu 1849-1881. Hálfkirkjur og bænhús voru víða í sókninni að fornu. Núverandi kirkja á Undirfelli er allveglegt steypuhús sem byggt var sumarið 1915 eftir teikningu Rögnvalds Ólafssonar húsameistara, dálítið sérkennileg að því leyti að turninn er upp af nyðra framhorni hennar. Í henni er altaristafla eftir Ásgrím Jónsson er sýnir Jesúm blessa börnin og fleiri góðir gripir.

Fyrra kirkjuhús, sem var stór timburkirkja frá 1893, brann á annan í jólum 1913. Síðasti presturinn á Undirfelli, séra Hjörleifur Einarsson (1831-1910) sagði af sér embætti árið 1906 eftir 30 ára þjónustu á staðnum. Séra Hjörleifur lagði mikla stund á kennslu og hafði flesta vetur námssveina og á árunum 1879-1883 var haldinn kvennaskóli á Undirfelli fyrir hans forgöngu, með 6 nemendum og einum kennara auk hans sjálfs sem kenndi stúlkunum bóklegar greinar. Var það fyrsti vísir að kvennaskóla Húnvetninga. Sonur Hjörleifs var Einar H. Kvaran (1859-1938) rithöfundur. Einar var afkastamikill rithöfundur og vinsælt skáld á löngum og merkum rithöfundarferli. Hann var ritstjóri ýmissa blaða og tímarita, einnig í Winnipeg þar sem hann dvaldi í 10 ár fyrir aldamót, en á háskólaárum í Kaupmannahöfn var hann einn Verðandimanna. Lengstu skáldsögur hans eru Ofurefli (1908) og gull (1911) en kunnastur er hann nú fyrir smásögur sínar.

Einn fyrsti listmálari sem nokkuð kveður að á Íslandi, Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924) var fæddur á Undirfelli og ólst þar upp fyrstu árin.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Undirfellskirkja (1893)

  • HAH10010
  • Corporate body
  • 1893-1990

Undirfellskirkja er í Þingeyrarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Nikulási biskupi í Myra. Útkirkja var að Másstöðum, þar til hún brotnaði í snjóflóði 1811, og í Grímstungu 1849-1881.
Víða voru hálfkirkjur og bænhús í sókninni. Kirkjan, sem nú stendur, er byggð úr steinsteypu 1915. Rögnvaldur Ólafsson, húsameistari, teiknaði hana.
Undirfell er eyðibýli, kirkjustaður og fram til 1906 prestssetur í vestanverðum Vatnsdal. Stendur staðurinn undir Felli (358m y.s.) og er kenndur við það. Fell þetta mun upphaflega hafa heitið Undornfell. Undorn (eða undrun) er eyktamark í fornu máli og merkti sama og nón (kl.3), spr. Völuspá, 6. vísu:
"morgin hétu
ok miðjan dag,
undorn og aftan,
árum at telja."
En fellið er í nónstað frá bænum. Í Landnámabók og Vatnsdæla sögu er bærinn Undirfell nefndur Undunfell. Einnig kemur fyrir rithátturinn Undinfell og Undurnfell og virðist bærinn þannig hafa verið samnefndur fellinu.
Kirkjan á Undirfelli var helguð Nikulási biskupi í Myra í kaþólskum sið. Útkirkja þaðan var á Másstöðum uns hana braut í snjóflóði árið 1811, og í Grímstungu 1849-1881. Hálfkirkjur og bænhús voru víða í sókninni að fornu. Núverandi kirkja á Undirfelli er allveglegt steypuhús sem byggt var sumarið 1915 eftir teikningu Rögnvalds Ólafssonar húsameistara, dálítið sérkennileg að því leyti að turninn er upp af nyðra framhorni hennar. Í henni er altaristafla eftir Ásgrím Jónsson er sýnir Jesúm blessa börnin og fleiri góðir gripir.
Fyrra kirkjuhús, sem var stór timburkirkja frá 1893, brann á annan í jólum 1913. Síðasti presturinn á Undirfelli, séra Hjörleifur Einarsson (1831-1910) sagði af sér embætti árið 1906 eftir 30 ára þjónustu á staðnum. Séra Hjörleifur lagði mikla stund á kennslu og hafði flesta vetur námssveina og á árunum 1879-1883 var haldinn kvennaskóli á Undirfelli fyrir hans forgöngu, með 6 nemendum og einum kennara auk hans sjálfs sem kenndi stúlkunum bóklegar greinar. Var það fyrsti vísir að kvennaskóla Húnvetninga. Sonur Hjörleifs var Einar H. Kvaran (1859-1938) rithöfundur. Einar var afkastamikill rithöfundur og vinsælt skáld á löngum og merkum rithöfundarferli. Hann var ritstjóri ýmissa blaða og tímarita, einnig í Winnipeg þar sem hann dvaldi í 10 ár fyrir aldamót, en á háskólaárum í Kaupmannahöfn var hann einn Verðandimanna. Lengstu skáldsögur hans eru Ofurefli (1908) og gull (1911) en kunnastur er hann  nú fyrir smásögur sínar. Heildarsafn verka Einars er ritsafn I-IV (1944 og síðar).
Einn fyrsti listmálari sem nokkuð kveður að á Íslandi, Þórarinn B. orláksson (1867-1924) var fæddur á Undirfelli og ólst þar upp fyrstu árin.

Turninn rís upp úr nyrðra framhorni hennar. Ásgrímur Jónsson málaði altaristöfluna (Jesús að blessa börnin). Nokkrir aðrir góðir gripir eru í kirkjunni. Timburkirkjan, sem þarna stóð frá 1893, brann annan í jólum 1913. Sonur síðasta prestsins, Hjörleifs Einarssonar, sem þjónaði að Undirfelli í 30 ár til 1906, var Einar H. Kvaran (1859-1938), rithöfundur. Fyrsti listmálarinn, sem kvað að á Íslandi, Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924), fæddist að Undirfelli.

Undirfell í Vatnsdal

  • HAH00569
  • Corporate body
  • (1930)

Kirkjustaður. Jörðin hefur verið í eyði um árabil og öll hús jöfnuð við jörðu. Bærinn stóð á hólbungu ekki fjarri Vatnsdalá, en kirkjan og kirkjugarðurinn framan við bæinn nær ánni, þaru sem hún fellur fyrir Pontueyrina og Eyjuna. Kirkja hefur staðið hér frá því snemma á 13. öld og staðið á Undirfellseyrum síðan 1853. Árið 1944 var jörðinni skipt í tvö býli. Jörðin hefur sum verið nytjuð vegna slægna að einhverju leytii. Í landinu ganga nokkur hross sem eigandi á. Tún 22,7 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá..
Bærinn nefnist Undornfell í mt 1890 og 1901. Sjá Nautabú.

Það var ekki einungis margt fólk á Undirfelli. Þar var og mikið umleikis. A messudögum var öllum kirkjugestum boðið til kaffidrykkju og lét Ástu húsfreyju vel að veita gestum og þeim að þiggja úr höndum hennar. Hún var vel látin höfðingskona. Samkomur voru gjarnan haldnar í gömlu baðstofunni og rýmið aukið með því að taka burtu timburskilrúm milli miðbaðstofunnar og suðurhússins. Man ég vel eftir að leikritið Maður og kona var sýnt þarna og er það ábyggilega skemmtilegasta leiksýning sem ég hefi séð um dagana. Þau Agúst á Hofi og Herdís á Undirfelli skiluðu hlutverkum sínum á eftirminnilegan hátt.

Mikil bæjarhús voru á Undirfelli. Baðstofan, sem var í vesiari röðinni var í fernu lagi. Var gengið inn í alla hluta hennar af löngum gangi, nema í suðurhúsið, sem var með dyrum fram í aðal baðstofuhúsið. Jón bóndi hafði byggt timburbyggingu austan við baðstofuna og var hún aðskilin með áðurnefndum gangi. Sú bygging var hin reisulegasta með kvisti til austurs, rúmgóðu svefnlofti til norðurs og geymslulofti til suðurs þar sem Steinunn (fótalausa) svaf gjarnan er hún var heima.

Bæjardyr voru móti norðaustri í krika er myndaðist við það að nýrri byggingin náði ekki eins langt norður og baðstofan. Búr var nyrst í röðinni, svo eldhúsið og síðan tvær samliggjandi stofur og var sparistofan sunnar en hún var sjaldan notuð. Voru þar útidyr móti austri, sjaldan notaðar.
Undornfell en undorn var eyktarmark til forna og þýddi klukkan þrjú síðdegis, eða sama og nón.

Kirkjan á Undirfelli var helguð Nikulási biskupi í Myra í kaþólskum sið. Útkirkja þaðan var á Másstöðum uns hana braut í snjóflóði árið 1811, og í Grímstungu 1849-1881. Hálfkirkjur og bænhús voru víða í sókninni að fornu. Núverandi kirkja á Undirfelli er allveglegt steypuhús sem byggt var sumarið 1915 eftir teikningu Rögnvalds Ólafssonar húsameistara, dálítið sérkennileg að því leyti að turninn er upp af nyðra framhorni hennar. Í henni er altaristafla eftir Ásgrím Jónsson er sýnir Jesúm blessa börnin og fleiri góðir gripir.

Fyrra kirkjuhús, sem var stór timburkirkja frá 1893, brann á annan í jólum 1913. Síðasti presturinn á Undirfelli, séra Hjörleifur Einarsson (1831-1910) sagði af sér embætti árið 1906 eftir 30 ára þjónustu á staðnum. Séra Hjörleifur lagði mikla stund á kennslu og hafði flesta vetur námssveina og á árunum 1879-1883 var haldinn kvennaskóli á Undirfelli fyrir hans forgöngu, með 6 nemendum og einum kennara auk hans sjálfs sem kenndi stúlkunum bóklegar greinar. Var það fyrsti vísir að kvennaskóla Húnvetninga. Sonur Hjörleifs var Einar H. Kvaran (1859-1938) rithöfundur. Einar var afkastamikill rithöfundur og vinsælt skáld á löngum og merkum rithöfundarferli. Hann var ritstjóri ýmissa blaða og tímarita, einnig í Winnipeg þar sem hann dvaldi í 10 ár fyrir aldamót, en á háskólaárum í Kaupmannahöfn var hann einn Verðandimanna. Lengstu skáldsögur hans eru Ofurefli (1908) og gull (1911) en kunnastur er hann nú fyrir smásögur sínar.

Einn fyrsti listmálari sem nokkuð kveður að á Íslandi, Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924) var fæddur á Undirfelli og ólst þar upp fyrstu árin.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Una Gísladóttir (1854-1924) í Unuhúsi

  • HAH04972
  • Person
  • 30.10.1854 - 7.12.1924

Una Gísladóttir 30. okt. 1854 - 7. des. 1924. Fósturbarn á Bjarnastöðum, Undirfellssókn, Hún. 1855 og 1860. Frá Giljárseli í Þingi. Húsfreyja í Unuhúsi við Garðastræti í Reykjavík 1910. Schjötshúsi Stykkishólmi 1880, Guðmundarhús borgara Blönduósi 1881 - 1883.

Úlfljótsvatn-bær og kirkja

  • HAH00572
  • Corporate body
  • 1914 -

Úlfljótsvatnskirkja er í Mosfellsprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Hún var byggð á fornu kirkjustæði á höfða rétt við vatnið í útgröfnum kirkjugarði árið 1914. Þetta er vegleg timburkirkja með stórum turni, sem bætt var við hana 1961.

Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Maríu guðsmóður og henni var þjónað frá Þingvöllum þá og síðar. Hún er nú annexía frá Mosfelli í Grímsnesi.

Gissur Bjarnason (1660-1727) þjónaði staðnum um tíma frá Þingvöllum eftir að hafa verið vikið úr embætti í Meðallandsþingum 1701. Síðar varð hann prestur í Breiðuvíkurþingum og átti þar í ýmsum vanda. Hann drukknaði í síki í Kaupmannahöfn.

Á árunum 1929-1933 keypti Rafmagnsveita Reykjavíkur (nú Orkuveita Reykjavíkur) jörðina Úlfljótsvatn og vatnsréttindi að vestanverðu í Efra Sogi, Ljósafossi og Írafossi. Jörðin er talin vera um 1397 ha. Af þeim fimm jörðum sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur í Grafningi liggur Úlfljótsvatn lægst.

Úlfhildur Kristjánsdóttir (1911-2003) Dysjum Garðabæ

  • HAH07772
  • Person
  • 11.12.1911 - 9.7.2003

Úlfhildur Kristjánsdóttir 11.12.1911 - 9.7.2003. Fór þriggja ára í fóstur að Kjarnholtum í Biskupstungum til Guðrúnar Sveinsdóttur og Gísla Guðmundssonar. Var í Keldnaholti , Haukadalssókn, Árn. 1930. Var í vistum og kaupavinnu og fleiru á yngri árum en var húsfreyja á Dysjum í Garðahreppi, síðar Garðabæ frá því um 1937 allt til 1996. Síðast bús. í Garðabæ.
Fæddist í Langholtsparti í Flóa hinn 11. desember 1911. Hún vann við sauma í Reykjavík og var í vistum þar og í Hafnarfiði, var í kaupavinnu og vaskaði fisk í Hafnarfirði og nágrenni og saltaði síld á Djúpavík eitt sumar. Þau Guðmann og Úlfhildur bjuggu á Dysjum allan sinn búskap. Úlfhildur bjó þar áfram eftir að Guðmann lést 1981, en síðustu sjö árin dvaldist hún á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Hún lést á hjúkrunardeild 2-B, Hrafnistu í Hafnarfirði 9. júlí 2003. Útför Úlfhildar fór fram frá Garðakirkju 17.7.2003 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Úlfar Þórðarson (1911-2002) augnlæknir

  • HAH02105
  • Person
  • 2.8.1911 - 28.2.2002

Úlfar Þórðarson fæddist á Kleppi 2. ágúst 1911. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi aðfaranótt fimmtudagsins 28. febrúar síðastliðinn.
Augnlæknir, síðast bús. í Reykjavík. Læknir í Reykjavík 1945. Hann lifði óvenjulega viðburðaríku og farsælu lífi en það færði honum einnig sorgir. Úlfar og Unnur urðu fyrir þungu áfalli þegar þau misstu Þórð son sinn í flugslysi árið 1963. Úlfar orðaði það ekki oft en engum duldist að þar bar hann sár sem ekki greri.
Árið 1981 var Úlfar Þórðarson kjörinn heiðursfélagi Knattspyrnufélagsins Vals. Hann mætti á kappleiki alla tíð og sótti fundi fulltrúaráðs félagsins vel. Í maí á síðasta ári tók hann virkan þátt í hátíðarhöldum á níutíu ára afmæli Vals og klippti á borðann þegar ný skrifstofuaðstaða félagsins var vígð og mætti síðan til allra atriða afmælisdagsins.
"Vinir og frændur Úlfars Þórðarsonar sögðu oft, er ég heyrði, að hann væri engum líkur. Þetta var ekki djúpt í árinni tekið. Margir eru engum líkir, en eiga sér fátt til ágætis. Mannkostir, jákvæð sérstaða og raunar frægð Úlfars var með þeim hætti, að hann vakti hvarvetna athygli á mannfundum, málaðist sterkustum litum fundarmanna og hafði enda oftast orðið. Hann var æðsti prestur heitu pottanna, sem jafnvel Gunnlaugur bróðir hans varð að lúta, meðan báðir lifðu. Hafði að vísu minnkað vettvangurinn frá því, að Úlfar setti Íslandsmet í sundi og keppti á Ólympíuleikum.
Hann gat ættfært flesta Reykvíkinga og alla Valsmenn og Húnvetninga, hann þekkti öll loftför á hljóðinu, nafnspjöld náttúrunnar voru honum opin bók, og hann þekkti alla skriðdrekaforingja síðari heimsstyrjaldar frá von Reichenau til Pattons. Sögur Úlfars voru með ólíkindum. Þær voru nákvæmar, fyndnar og dálítið absúrd, og þótt þær ættu til að breytast dálítið við endursögn voru þær sannar í höfuðatriðum."
Útför Úlfars Þórðarsonar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Tungunes í Svínavatnshreppi

  • HAH00541
  • Corporate body
  • [900]

Tungunes er eyðijörð síðan 1959. Það er stór jörð og var talið mikið sómabýli. Lega jarðarinnar er að vísu ekki ákjósanleg. Tún og byggingar lágu hátt í hlíðinni í um 200 metra hæð yfir sjávarmáli og sneru mót norðaustri. Þessvegna var þar næðingssamt, en jarðsælt. Ræktunarland er víðáttumikið. Vegasamband er ekki gott. 2,6 km leið frá Svínvetningabraut, að mestu ruddur vegur. Jörðin er ættar jörð. Hinn kunni félagsmálamaður Erlendur Pálamason frá Sólheimum eignaðist hana 1847, en hafði áður búið þar í nokkur ár. Eftir hann hafa niðjar hans búið þar til 1959 og átt hana til þessa daga [1975]. Hús eru að mestu fallin. Tún 6 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Blending.

Tungumúli í Vatnsdal

  • HAH00568
  • Corporate body
  • (1950)

Tungumúli (338 m). Upphafsstaður: Vatnsdalsvegur sunnan Þórormstungu. Hækkun 270 m. Gengið frá Vatnsdalsvegi sunnan Þórormstungu um vegslóða á Tungumúla. Gott göngukort fæst víða.

Jökull Ingimundarson var sonur Ingimundar gamla er nam land í Vatnsdal. Jökli var úthlutað land í hlíðum Tungumúla í Vatnsdal og byggði þar bæ sinn, Jökulsstaði. Tóftir Jökulstaða eru í landi Þórormstungu.

Jökli Ingimundarsyni er lýst að hann hafi verið allmikilfenglegur með hvassar sjónir, eigi margra maki og mikill kappi og afreksmaður að vexti og afli. Hann var fálátur, ómjúkur og ódæll, harðúðigur og hraustur um allt, en gat trauðla hamið skap sitt. Ekki var hann skapdeildarmaður en tryggur vinur og gekk á undan í öllum deilum þeirra bræðra. Jökull hlaut sverðið Ættartanga við arfskipti eftir Ingimund gamla.

Í Vatnsdæla sögu er sagt frá því að þegar Eyvindur sörkvir frétti að Hrolleifur hinn mikli hefði banað Ingimundi hafi hann fyrirfarið sér með því að láta fallast á sax sitt. Synir Eyvindar voru þeir Hermundur og Hrómundur halti, sem örkumlaðist þegar Jökull Ingimundarson hjó á fót honum.

Tunguhnjúkur við Norðurárdal

  • HAH00917
  • Corporate body
  • 874 -

„Austanvert við Tunguhnjúk var hjáleigan Draflastaðir, og var talið Draflastaða land frá Múrgili ofan til Klofasteina.“

Tunguá í Vatnsdal

  • HAH00568b
  • Corporate body
  • 874 -

Sjá umfjöllun um Tungumúla

Tunga Blönduósi

  • HAH00137
  • Corporate body
  • 1922 - 1987

Tunga Blönduósi. Byggð 1922 af Birni Björnssyni er bjó þar til 1943. Hannes Ólafsson til 15.6.1950. Ólafur Sigurjónsson, Valgarð Jörgensen og Bóthildur Halldórsdóttir. Útihús.
Rifið 1987

Tryggvina Steinsdóttir (1922-2021) Hrauni á Skaga

  • HAH07909
  • Person
  • 7.4.1922 - 11.1.2021

Tryggvina Ingibjörg Steinsdóttir 7. apríl 1922 - 11. jan. 2021. Húsfreyja, ráðskona hjá Vegagerðinni og síðar bréfberi og póstafgreiðslumaður. Var á Hrauni, Hvammssókn, Skag. 1930. Var í Efri-Núp, Fremri-Torfastaðahr., V-Hún. 1957. Kvsk á Blönduósi 1942-1943.
Fæddist á Hrauni og ólst þar upp.
Hún á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesi. Útför Tryggvinu var gerð frá Áskirkju 22. janúar 2021, klukkan 15

Tryggvi Þórhallsson (1889-1935) forsætisráðherra

  • HAH09433
  • Person
  • 9.2.1889 - 31.7.1935

Tryggvi Þórhallsson 9. febrúar 1889 - 31. júlí 1935. Prestur á Hesti í Andakílshreppi, Borg. 1913-1917, síðar ritstjóri, alþingismaður, forsætisráðherra og bankastjóri. Var í Reykjavík 1910. Forsætisráðherra á Tjarnargötu 32 , Reykjavík 1930. „Var vel ættfróður og sögufróður...“ segir í ÍÆ.

Tryggvi Jónatansson (1903-2005)

  • HAH02092
  • Person
  • 9.9.1903 - 18.1.2005

Tryggvi Jónatansson fæddist á Litla-Hamri í Eyjafjarðarsveit 9. september 1903. Hann lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 18. janúar síðastliðinn. Tryggvi ólst upp á Litla-Hamri og átti þar heima alla tíð. Fór snemma að vinna á búi föður síns.
Tryggvi verður jarðsunginn frá Munkaþverárkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Tryggvi Jónasson (1892-1952) Finnstungu í Blöndudal

  • HAH06166
  • Person
  • 4.3.1892 - 20.12.1952

Tryggvi Jónasson 14. mars 1892 - 20. desember 1952. Bóndi í Finnstungu í Bólstaðahlíðarhreppi. Var í Kolviðarnesi, Rauðamelssókn, Hnapp. 1901. Bóndi í Finnstungu 1930.

Tryggvi Gunnarsson (1835-1917) bankastjóri

  • HAH09434
  • Person
  • 18.10.1835 - 21.10.1917

Gunnlaugur Tryggvi Gunnarsson, fæddur í Laufási við Eyjafjörð 18. okt. 1835 - 21. okt. 1917. Framkvæmdastjóri Gránufélagsins, bankastjóri og alþingismaður. Húsbóndi í Reykjavík 1910. „Var atorkumaður mikill...“ segir í ÍÆ. Faðir Selfoss.

Tryggvi Friðlaugsson (1919-2000) frá Litluvöllum, Lundarbrekkusókn

  • HAH02091
  • Person
  • 14.7.1919 - 10.6.2000

Tryggvi Friðlaugsson 14. júlí 1919 - 10. júní 2000 Var á Litluvöllum, Lundarbrekkusókn, S-Þing. 1930. Fósturfaðir Kristján Pétursson. Nefndur Tryggvi Sigurtryggvason á manntali 1930. Lést á hjúkrunarheimilinu Skógabæ, Árskógum 2, 10. júní síðastliðinn. Hinn 1. apríl 1943 hóf hann störf í lögreglunni í Reykjavík og vann þar óslitið þar til hann lét af störfum 1. september 1980. Einnig starfaði hann hjá Nesti til margra ára.
Útför Tryggva verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Tryggvi Björnsson (1919-2001) Hrappsstöðum, Víðidal,

  • HAH02090
  • Person
  • 29.5.1919 - 21.3.2001

Tryggvi Björnsson fæddist á Hrappsstöðum, Víðidal, Vestur-Húnavatnssýslu, 29. maí 1919. Hann lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 21. mars síðastliðinn. Tryggvi fór snemma að vinna að bústörfum á Hrappsstöðum og var einnig vinnumaður á nokkrum bæjum á unga aldri. Síðustu árin hefur hann verið vistmaður á sjúkrahúsinu á Hvammstanga.
Útför Tryggva fer fram frá Víðidalstungukirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Tryggvi Bjarnason (1869-1928) Kothvammi

  • HAH05944
  • Person
  • 19.6.1869 - 13.7.1928

Fæddur á Síðu í Víðidal . Alþingismaður og hreppstjóri í Kothvammi, Kirkjuhvammshr., V-Hún.
Bóndi í Kothvammi frá 1896 til æviloka.
Hreppstjóri frá 1908 til æviloka. Oddviti Kirkjuhvammshrepps um langt skeið.
Alþingismaður Húnvetninga 1911–1913 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri).

Tröllaskagi

  • HAH00884
  • Corporate body
  • 874 -

Tröllaskagi er skagi fyrir miðju Norðurlandi Íslands á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Skaginn er fjöllóttur og ná margir fjallatindar yfir 1200 m yfir sjávarmál og nokkrir yfir 1400 m, hæst er Kerling (1538 m). Fjölmargir smájöklar eru í fjöllum og dölum Tröllaskaga, þeirra stærstir eru Gljúfurárjökull og Tungnahryggsjökull.

Djúpir dalir skerast inn í fjalllendi Tröllaskaga, þeirra stærstir eru: Hjaltadalur, Hörgárdalur, Norðurárdalur og Svarfaðardalur. Dalirnir mótuðust af greftri vatnsfalla og svörfun skriðjökla á jökulskeiðum ísaldar.

Byggð á svæðinu einskorðast við láglendi nálægt ströndum og í dölum, landbúnaður er þar mikill og sjávarútvegur stundaður frá nokkrum þéttbýlisstöðum. Þéttbýlisstaðir í kringum Tröllaskaga eru: Hólar, Hofsós, Siglufjörður, Ólafsfjörður, Dalvík, Árskógssandur, Hauganes, Hjalteyri, Akureyri og Hrafnagil.

Hálendi Tröllaskaga er nokkuð erfitt viðureignar fyrir samgöngur á svæðinu en tveir akvegir liggja nú um það. Lágheiði liggur á milli Ólafsfjarðar og Fljóta í Skagafirði, sú leið er yfirleitt lokuð meirihluta árs vegna snjóa. Þjóðvegur 1 liggur um Öxnadalsheiði, þar fer vegurinn hæst í 540 metra yfir sjávarmál og er nokkuð snjóþungur að vetrum en þó kemur sjaldan til lokana þar sem mikið er lagt í að halda honum opnum. Tillögur eru uppi um jarðgöng sem gætu leyst veginn yfir heiðina af hólmi, annað hvort undir núverandi vegarstæði eða frá Hörgárdal yfir í Hjaltadal sem myndi stytta verulega vegalengdina milli Akureyrar og Sauðárkróks. Jarðgöng eru milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar Múlagöng og milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar Héðinsfjarðargöng.

Örnefnið Tröllaskagi er ungt, sennilega búið til undir lok 19. aldar. Áður mun skaginn hafa verið nafnlaus.[1]

Tröllagil

  • HAH00567
  • Corporate body
  • (1950)

Tröllagil 20,2 km í Fljótsdrögum við Djöflasand á Grímstunguheiði

Tröllafoss í Kjós

  • HAH00919
  • Corporate body
  • 874 -

Tröllafoss er í Mosfellsdal, mjög góð og auðveld göngu leið er að honum.
Beygt er inn þar sem sveitabærinn Selvangur stendur og keyrt skamma stund að vegi sem liggur til hægri upp hlíðina.

Fossinn er í Lerivogsá.

Trésmiðjan Fróði (1957-1982)

  • HAH10077
  • Corporate body
  • 1957-1982

Trésmiðjan Fróði var stofnuð 1957 og tilgangur félagsins var að starfrækja trésmiðju og versla með framreiðsluvörur hennar og ef til vill byggingarvörur. Starfaði félagið allt til ársins 1982 er það var lagt niður.
Fyrsta stjórn félagsins:
Einar Evensen formaður
Knútur Berndsen gjaldkeri
Sigurður Kr. Jónsson ritari

Trefjaplast hf. (1962-1991)

  • HAH10113
  • Corporate body
  • 1962-1990

Trefjaplast hf. var stofnað 1962, hætti starfsemi 1990.

Trausti Kristjánsson (1928-1993) Blönduósi

  • HAH01592
  • Person
  • 1.6.1928 - 21.7.1993

Trausti vann lengst af við akstur bifreiða. Lengi var hann mjólkurpóstur um snjóasæla dali Austur-Húnaþings. Þótti hann oft sýna þar mikinn dugnað og áræði. En síðustu árin sá hann um dreifingu pósts sem verktaki um meginhluta Húnaþings austan Gljúfurár. Snemma þótti Trausti duglegur til allra starfa. Hann fór líka snemma að vinna. Man ég hann sem kornungan dreng fara með póstinn fram á Laxárdal, en Refsstaðir var endastöðin þar. Mér fannst hann vera orðinn fullþroska mjög snemma. Vafalaust flýtir það fyrir andlegum og líkamlegum þroska að þurfa snemma að bera ábyrgð. Trausti vann allt fram að þeim tíma, að hann slasaðist í bílveltu við Bakkasel í september 1987 og lamaðist upp að mitti. Reiðarslag var það fyrir vin minn, Trausta. Lengi var tvísýnt um líf hans eftir þetta mikla slys, en hann hlaut furðu góðan bata og þrótt, svo að hann gat ekið sérhönnuðum bíl um skeið.

Tove Sæmundsen Bull (1913-1990) Kaupmannahöfn

  • HAH02089
  • Person
  • 6.8.1913-6.12.1990

„Háskóli Íslands stendur vel í samanburði við aðra evrópska háskóla hvað varðar kennslu og rannsóknir. Hann stendur þeim flestum þó langt að baki fjárhagslega. Tove Bull, formaður nefndar á vegum Samtaka evrópskra háskóla, sagði Sunnu Ósk Logadóttur að farsælast væri fyrir háskólana á Íslandi að standa saman í alþjóðlegri samkeppni í stað þess að keppa sín á milli.“ (Mbl. 15.11.2006)

Torfustaðir í Svartárdal.

  • HAH00176
  • Corporate body
  • [1300]

Bærinn Torfustaðir er vestan Svartár og stendur á brún allknapprar brekku við enda Torfustaðavegar gegn Ytra-Bergsstaðaklifi. Í útvestri rís Járnhryggur sunnan Brúnaskarðs. Jörðin er landlítil en sæmilega gróin. Gott tún er á framræstu mýrlendi allt til merkja að sunnan, en ræktun er erfiðari vegna grjóts og brattlendis í úthluta landsins. Íbúðarhús byggt 1956, 287 m3. Fjós fyrir 6 gripi. Fjárhús með áburðarkjallara fyrir 360 fjár. Hlaða 900 m3. Tún 15 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Torfi Sveinsson (1919-2004) Hóli Svartárdal

  • HAH02088
  • Person
  • 24.8.1919 - 13.7.2004

Torfi Sveinsson fæddist á Hóli í Svartárdal 24. ágúst 1919. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 13. júlí síðastliðinn. Torfi ólst upphjá foreldrum sínum á Hóli, tók við búi af föður sínum 1950 og bjó með móður sinni þar til hún lést 1959 en flutti þá um vorið til Reykjavíkur. Sama haust kom hann norður aftur og var næstu 10 árin til heimilis á Fjósum. starfaði sem gröfumaður hjá Búnaðarsambandi Austur-Húnvetninga til ársins 1972.
Útför Torfa fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Torfi Sigurðsson (1917-1993)

  • HAH01375
  • Person
  • 4.2.1917 - 9.10.1993

Minning Torfi Sigurðsson bóndi á Mánaskál Í dag, laugardaginn 16. október, er til moldar borinn frá Höskuldsstaðarkirkju Torfi Sigurðsson frá Mánaskál, en hann lést á Landspítalanum 9. október eftir að hafa legið þar mikið veikur í þrjár vikur.
Torfi var fæddur að Ósi í Nesjum á Skaga 4. febrúar 1917, sonur hjónanna Sigurðar Jónssonar og Sigurbjargar Jónsdóttur sem þar bjuggu. Þau áttu átta börn og var Torfi fimmti í röðinni. Þau fluttust að Mánaskál í Laxárdal 1918 er þau keyptu þá jörð og bjuggu þar síðan allan sinn búskap. Torfi hefur því verið eins árs er þau fluttust. Móðir hans lést 1922 er hún ól sitt áttunda barn, af barnsfarasótt, sem var því miður nokkuð algeng á þeim árum. Torfi fór ungur maður í Eiðaskóla til að afla sér menntunar. Leið hans lá svo suður til Reykjavíkur þar sem hann vann við ýmis störf. Hann var mjög laginn og fljótur að læra og mun hann hafa unnið mikið við bíla- og vélaviðgerðir hér syðra. Þetta kom sér vel fyrir hann í búskapnum eftir að vélarnar komu til sögunnar. Eins munu nágrannar hans hafa notið góðs af hagleik hans, því að hann var mjög bóngóður og átti erfitt með að neita mönnum um greiða. Torfi keypti jörðina af föður sínum og tók við búinu 1953, en faðir hans lést 1968. Torfa voru falin ýmis trúnaðarstörf fyrir sveitarfélag sitt, Vindhælishrepp, sérstaklega nú síðari árin, er hann hefur setið í hreppsnefnd og verið fulltrúi þess á fjórðungsþingum. Þá hefur hann verið í sóknarnefnd Höskuldsstaðarsóknar og séð um kirkjuna í nokkur ár.
Torfi hefur ekki gengið heill til skógar undanfarin ár, þó að það hafi ekki komið í ljós fyrr en fyrir tæpu ári hversu alvarlegur sjúkdómur hans var, sem hefur leitt til þess að hann er nú allur.

Torfi Óldal Sigurjónsson (1918-2002)

  • HAH02087
  • Person
  • 18.9.1918 - 25.3.2002

Torfi Óldal Sigurjónsson fæddist á Hörgshóli í Þverárhreppi 18. september 1918. Hann lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 25. mars síðastliðinn.
Útför Torfa fer fram frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Torfi Jónsson (1915-2009) Torfalæk

  • HAH02086
  • Person
  • 28.7.1915 - 17.7.2009

Torfi Jónsson fæddist á Torfalæk 28. júlí 1915. Hann lést á Héraðshælinu á Blönduósi 17. júlí 2009. Þau Ástríður réðust í mikla uppbyggingu, reistu íbúðarhús og peningshús frá grunni og juku mjög ræktun á jörðinni. Útför Torfa fer fram frá Blönduóskirkju í dag, 28. júlí, og hefst athöfnin kl. 14.

Torfi Bjarnason (1899-1991)

  • HAH02085
  • Person
  • 26.12.1899 - 17.8.1991

Torfi Bjarnason læknir lést 17. ágúst. Hann var fæddur að Ásgarði í Hvammssveit í Dölum 26. desember 1899.

Torfhildur Þorsteinsdóttir (1897-1991) Pálmalundi

  • HAH02084
  • Person
  • 13.7.1897 - 3.1.1991

Torfhildur Þorsteinsdóttir fæddist á Mánaskál í Laxárdal 13. júlí árið 1897. Að kvöldi þriðja dags janúarmánaðar kvaddi hún þennan heim, sátt við guð og menn.
Lengst af bjuggu þau á Blönduósi í húsi því sem Pálmalundur nefnist.

Torfhildur Kristjánsdóttir (1924-1997) Hvassafelli

  • HAH01826b
  • Person
  • 28.8.1924 - 13.10.1997

Torfhildur Sigurveig Kristjánsdóttir fæddist í Brúarlandi á Blönduósi 28. ágúst 1924, og ólst upp á Hæli í Torfalækjarhreppi. Hún lést hinn 13. október síðastliðinn á heimili sínu. Útför Torfhildar fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag 18. okt. 1997 og hefst athöfnin klukkan 15.30.

Torfhildur Hólm Þorsteinsdóttir (1845-1918) skáldkona Skagaströnd

  • HAH07474
  • Person
  • 2.2.1845 - 14.11.1918

Torfhildur Hólm Þorsteinsdóttir 2.2.1845 - 14.11.1918. Skáldkona á Skagaströnd og víðar. Fór til Vesturheims 1876 frá Höskuldsstöðum, Vindhælishreppi, Hún. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Fékk ritstyrk frá alþingi er hún var komin á efri ár og hélt til æviloka, fyrst íslendinga. Lést úr Spönsku veikinni. Ekkja Skálholtskoti 1890.

Torfalækur í Torfalækjarhrepp

  • HAH00565
  • Corporate body
  • (1050)

Torfalækur I. Þar er þingstaður hreppsins og því gamalt býli. Bærinn stendur á brúninni norðan við Torfalækinn. Jörðin er landmikil, nær suður að Torfalæk og hið efra út að Jarðbrúarlæk, gegnt Holtslandi en hið neðra út á flóann móti Húnsstaðalandi. Hún takmarkast að vestan af Höfðanum ogan við Húnsstaðasand. Landið er er mest allt mýrlent með holtum á milli og gott ræktunarland. Mest áberandi er Breiðás, en þar lá áður vegurinn frá Blönduósi upp að Meðalheimi. Íbúðarhús byggt 1943 og viðbygging 1965, 570 m3. Fjós 1948 fyrir 32 gripi og bú (1975) breytt í fjárhús. Fjárhús yfir 400 fjár. Hlöður 950 m3. Votheysturn 40 m3. Geymslur 529 m3. Tún 44 ha.

Torfalækur II, nýbýli stofnað 1967 úr ¼ Torfalækjar lands, en landinu er skki skipt. Byggingar eru á brúninni norðan við Torfalækinn, nokkru nær þjóðveginum en eldra býlið. Túnin liggja norðan við lækinn beggja vegna þjóðvegar. Landið er með góðum ræktunarhalla og grasgefið. Áður var hálfkirkja frá Hjaltabakka á Torfalæk. Íbúðarhús byggt 1971, 404 m3. Lausagöngufjós 1969 fyrir 48 gripi með mjaltabás, mjólkurhúsi og áburðarkjallara. Hlaða 1125 m3. Geymsla 175 m3. Tún 35,5 ha.

Torfalækjarhreppur (1000-2005)

  • HAH10061
  • Corporate body
  • 1000-2005

Torfalækjarhreppur var hreppur í Austur-Húnavatnssýslu til ársloka 2005. Aðalatvinnuvegur er landbúnaður. Fólksfjöldi 1. desember 2005 var 92.
Hinn 1. janúar 2006 sameinaðist hann Bólstaðarhlíðarhreppi, Sveinsstaðahreppi og Svínavatnshreppi og var hið nýja sveitarfélag kallað Húnavatnshreppur.

Torfalækjarhreppur

  • HAH00566
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Torfalækjarhreppur. Kolkumýrar

Torfalækjarhrepur hinn forn lá vestan Blöndu frá Svínavatnshreppi allt til sjávar og vestur í Húnavatn. Árið 1914 var Blönduóshreppur stofnaður og urðu þá mörk hreppsins frá Draugagili og austur í Fálkanöf við Blöndu. Árið 1931 keypti Blönduóshreppur Hnjúka og teljast þeir síðan til Blönduóss.
Mörk Torfalækjarhrepps að vestan liggja um Húnavatn og áfram eins og segir í ´lýsingu Sveinsstaðahrepps. Sauðadalur tilheyrir hreppnum, síðan eru mörkin frá vesturenda Svínavatns, eftir vatninu að Fremri Laxá og fylgja henni að landamerkjum Kagaðarhóls og Tinda. Svo um Hafratjörn sunnanverða og Hóladala að Blöndu.

Tónlistarskóli Austur Húnvetninga (1971)

  • HAH10135
  • Corporate body
  • 1971

Tónlistarskóli Austur Húnavatnssýslu var stofnaður árið 1971 og kennsla hófst um haustið. Kennslustaðir urðu strax þrír, Blönduós, Húnavellir og Skagaströnd.
Í fyrstu var ráðinn einn kennari við skólann og stundarkennari. Nú starfa fimm kennarar í fullu starfi.
Í fyrstu var skólinn rekinn af sveitarfélögunum að 1/3, Tónlistarfélaginu að 1/3 og skólagjöldum að 1/3 en nú er skólinn rekinn af Byggðasamlagi um tónlistarskóla.

Tónlistarfélag Austur Húnavatnssýslu (1970)

  • HAH10099
  • Corporate body
  • 1970

Tónlistarfélag Austur Húnavatnssýslu var stofnað 8. nóvember 1970. Í lögum Tónlistarfélagsins er kveðið skýrt á um tilgang félagsins, sem er að efla og styrkja tónlistarlíf í héraðinu m. a. með stofnun og starfrækslu tónlistarskóla.

Tómas R Jónsson (1903-1986) fulltrúi

  • HAH04971
  • Person
  • 8.7.1903 - 10.5.1986

Tómas Ragnar Jónsson f. 8. júlí 1903 Karlsminni, d. 10. maí 1986. Fulltrúi á Blönduósi. Var á Sólvöllum, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Sólvöllum, Árbæ 1924. Halldórshúsi 1947.

Tómas Guðmundsson (1886-1948) Hnjúkum

  • HAH04970
  • Person
  • 8.2.1886 - 23.2.1948

Tómas Guðmundsson 8. feb. 1886 - 23. feb. 1948. Verkamaður á Laugavegi 72, Reykjavík 1930. Bóndi Hnjúkum 1920. Verkamaður á Kristjánshúsi [Sólheimar] Blönduósi 1910, síðar verkamaður í Reykjavík.

Tómas Bjarnarson (1841-1929) prestur Barði í Fljótum

  • HAH07185
  • Person
  • 24.11.1841 - 4.4.1929

Tómas Bjarnarson 24.11.1841 - 4.4.1929. Prestur á Hvanneyri í Siglufirði, Eyj. 1867-1877 og þjónaði þá samhliða Kvíabekk í Ólafsfirði 1874-1876. Síðar prestur á Barði í Fljótum, Skag. 1877-1902. Eftir prestskap var hann bús. á Siglufirði. Ólst upp hjá föðurbróður sínum, Kristjáni Kristjánssyni amtmanni, frá 5 ára aldri. Síðast búsettur á Siglufirði.

Tokagjel Norheimsund í Hörðalandi

  • Corporate body
  • 1907-

Tokagjelet er en veiparsell i Kvam. Veien gjennom Tokagjelet ble stukket ut rundt 1890, påbegynt i 1903 og åpnet i 1907. Store partier er bygget med håndkraft mens arbeiderne hang i tau i den glatte fjellsiden. Dette ble gjort fordi veien mangler naturlig fundament.

Ny vei med fire tunneler ble bygget mellom 1953 til 1956. Dette er tunnelene Snauhaugen på 349 meter, Hansagjel på 697 meter, Tokagjel på 408 meter og Fossagjel på 365 meter.

Det som er igjen av den gamle veien utenfor tunnelene ble i 2002 foreslått vernet i Nasjonal verneplan for veger, bruer og vegrelaterte kulturminner[1] og vedlikeholdt som gang- og sykkelvei.

Den 21. desember 2009 fredet Riksantikvaren Tokagjelet sammen med 39 andre veier omtalt i Nasjonal verneplan for veger, bruer og vegrelaterte kulturminner.

Tófugreni

  • HAH00918
  • Corporate body
  • 874 -

Íslenskar tófur eignast afkvæmi árlega sem er frábrugðið því sem þekkist víðast hvar annars staðar á útbreiðslusvæði tegundarinnar. Í Skandinavíu, A-Grænlandi, Alaska og á freðmýrum Kanada tímgast tófur á 3–5 ára fresti, í takt við sveiflur í stofnun nagdýra sem eru þeirra helsta fæða. Þegar nagdýrastofnarnir eru í hámarki er frjósemin afar há en dæmi eru um að læður eignist allt upp í 18–20 yrðlinga í goti. Þegar lítið er af nagdýrum eru hinsvegar fá eða engin pör sem ná að fjölga sér. Ekki hefur verið sýnt fram á að frjósemi íslenskra refa sé breytileg eða í takt við sveiflur í fæðustofnum. Á Íslandi er hins vegar algengt að mjög ung dýr séu meðal grendýra. Aðgangur að maka og lausu óðali er grundvöllur þess að refir geti tekið þátt í tímgun. Refaveiðar árið um kring eru meðal líklegra skýringa á því hve algengt er að óðul liggi á lausu fyrir ung og óreynd dýr. Slíkt þekkist ekki á svæðum þar sem ekki eru stundaðar refaveiðar nema um hávetur, einungis vegna feldarins.

Lífshættir íslenskra refa eru breytilegir eftir árstíðum. Veturinn einkennist af undirbúningi undir fengitíma og meðgöngu, þar á meðal fari ungra dýra að heiman í leit að maka og óðali. Bæði kyn verða kynþroska á fyrsta vetri. Fengitími er í mars og meðgangan tekur tæpa 60 daga. Flestar læður gjóta um og upp úr miðjum maí og eru yrðlingarnir algerlega háðir móðurmjólkinni fyrstu 3–4 vikurnar. Sumarið er tími vaxtar og uppeldis og sjá báðir foreldrar um að færa yrðlingunum fæðu.

Meginreglan í samfélagi refa er einkvæni og einvera. Þeir eru ekki félagsdýr og fara ekki um í flokkum eins og til dæmis úlfar. Refaparið heldur saman meðan bæði lifa, það ver óðal sitt í sameiningu og sinnir uppeldi yrðlinga. Ein ástæða einkvænis gæti verið sú að fengitíminn er það stuttur að steggurinn þorir ekki að yfirgefa læðuna af ótta við að missa af tækifærinu við pörun því læðan er einungis mótækileg í nokkra daga. Einnig gæti verið gott að halda tryggð við maka sem hefur hæfni til að viðhalda óðali og koma upp yrðlingum.

Eftir uppkomu yrðlinga og fram á næsta fengitíma eru lítil bein samskipti milli steggs og læðu en heilmikil óbein samskipti, svo sem gagg og lyktarmerkingar. Missi refur maka sinn parar hann sig fljótlega á ný og á þetta við um bæði kynin.

Stundum er ein eða fleiri ársgamlar dætur parsins enn á óðali foreldranna að sumarlagi, svokölluð hjálpardýr. Þær færa gjarnan yrðlingum fæðu og eyða töluverðum tíma með þeim. Þó er ekkert sem bendir til að sú hjálp skipti máli hvað varðar afkomu yrðlinganna. Geldlæður þessar virðast eiga það sameiginlegt að hverfa af svæði foreldranna í júlí. Erlendis er þekkt að ung gelddýr dvelji á óðali foreldra og er talið að þau geti orðið að gagni við varnir gegn afræningjum svo sem rauðrefum og örnum. Framboð óðala er takmarkað og því getur verið hentugt að fá að dvelja á heimaslóðum þar til annað býðst.

Greni er íverustaður læðunnar og yrðlinganna. Þar gýtur hún og þar dveljast yrðlingarnir þegar þeir bíða foreldranna. Sjaldgæft er að steggir fari inn í greni. Greni veitir skjól og í góðu greni er einnig pláss fyrir fæðuleifar og úrgang. Greni geta verið mjög misjöfn að gæðum, stundum bara ein hola en oft heilmikið kerfi. Refalæður grenja sig einnig í húsatóttum eða öðrum yfirgefnum mannvistarminjum. Erfitt að endurnýja greni á svæðum þar sem berggrunnur er þéttur og jarðvegur lítill, til dæmis á norðanverðum Vestfjörðum.

Óðal er yfirráðasvæði pars, heimasvæði þeirra sem þau fara um daglega til að afla fæðu og annarra nauðsynja. Mörg greni geta verið innan sama óðals og getur parið flutt sig um set ef þau telja ástæðu til. Gott óðal hefur allt sem þarf til að dýrin geti þrifist og komið upp afkvæmum. Gæði óðala hafa áhrif á tímgunarárangur dýranna og því er mikilvægt fyrir parið að hafa styrk og getu til að helga sér óðal og viðhalda því.

Tjörn á Skaga

  • HAH00433
  • Corporate body
  • (1950)

Bærinn stendur við Vestanvert Tjarnarfjall, sunnarlega. Þar er skjóllegt, allgott til ræktunar, fjörubeit og til heiðar rúmgóð beitilönd. Áður var þar selveiði, en mun að mestu aflögð.
Íbúðarhús byggt 1956 steinsteypt 448 m3. Fjós yfir 16 gripi byggt 1971 ásamt kálfafjósi og haughúsi, 310 m3 og mjólkurhús 30 m3. Geymsla byggð 1962, 168 m3. járhús steypt 1967 yfir 300 fjá. 2 hlöður 728 m3. Fjárhús byggð 1948 úr torfi og grjóti yfir 260 fjár.. Tún 29,1 ha. Selveiði.

Tjarnarkirkja á Vatnsnesi

  • HAH00596
  • Corporate body
  • um 1935

Tjarnarkirkja er kirkja að Tjörn á vestanverðu Vatnsnesi. Kirkan þar var reist á árunum 1930 til 1940 úr steinsteypu. Alls tekur kirkjan milli 70 og 80 manns í sæti en altaristafla er eftir Þórarinn B. Þorláksson, máluð 1910. Er hún eftirmynd altaristöflunnar í Dómkirkjunni í Reykjavík eftir G.T. Wegener.
Tjörn á Vatnsnesi er bær, kirkjustaður og fyrrum prestsetur á vestanverðu Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu. Sigurður Norland var prestur í Tjarnarprestakalli en hann bjó ekki á prestsetrinu heldur í Hindisvík. Annar prestur á Tjörn var séra Róbert Jack, Skoti sem kom til Íslands sem knattspyrnuþjálfari og varð hér innlyksa í stríðinu. Hann fór þá að læra guðfræði í Háskóla Íslands og varð eftir það prestur og prófastur á Tjörn í áratugi.

Tindar í Svínavatnshreppi

  • HAH00540
  • Corporate body
  • [1200]

Tindar er gamalt býli og bændaeign. Bærinn stendur við brekkulögg á skjólsælum stað mót vestri. Fyrir austan rís Hálsinn og ber þar hæst Tindatindur. Landið er víðlent graslendi og nær vestur að Fremri-Laxá og Svínavatni, en þar eru fornar skógarleifar „Tindaskógur“. Ræktunarland er mikið að mestu mýrlendi. Í fornri lýsingu er sagt; „Þar er útbeit góð og veðursæld“. Íbúðarhús byggt 1950, 580 m3. Fjós fyrir 18 gripi. Fjárhús yfir 500 fjár. Hesthús yfir 13 hross. Hlöður 1250 m3. Votheysgeymslur 90 m3. Tún 45,7 ha. Veiðiréttur í Fremri-Laxá og Svínavatni.

Tilraunastöðin á Akureyri (1948-1968)

  • Corporate body
  • 1948-1968

Upphaf stofnræktunar á kartöflum hér á landi má rekja til laga um verslun með kartöflur o.fl. nr. 31 frá 1943, en þar segir í 10. gr. ,,Grænmetisverslun ríkisins skal sjá um, eftir því sem unnt er, að árlega sé völ á heilbrigðu, völdu, innlendu útsæði. Skal hún þess vegna koma á fót stofnræktun úrvalskartöflutegunda (eliteræktun) og semja við einstaka kartöfluframleiðendur um framleiðslu útsæðis af þessum tegundum og sé þessi ræktun háð ströngu heilbrigðiseftirliti''.

Ekki var þessari grein laganna framfylgt fyrr en 1948 en þá gerðu Grænmetisverslunin og Tilraunaráð jarðræktar með sér samning um framkvæmd og eftirlit með þessari stofnrækt. Er þar gert ráð fyrir, að tilraunastöðvarnar í jarðrækt sjái um fyrsta lið stofnræktarinnar, þ.e. framleiðslu á svokölluðum A-stofni en Grænmetisverslunin semji síðan við kartöfluframleiðendur um framhaldsræktun á því útsæði sem kallast þá B-stofn.

Tilraunastöðvarnar á Akureyri, Sámsstöðum og Skriðuklaustri hófu þessa stofnræktun 1948 en eftir 1954 var Tilraunastöðin á Akureyri ein eftir og hafði með höndum framleiðslu á A-stofni til ársins 1968. Á því ári fluttist A-stofns ræktunin að Áshóli í Grýtubakkahreppi og voru ábúendur þar með þá ræktun allt til 1990. Um 1980 komu fleiri aðilar inn í ræktun á A-stofni, voru það bændur á jörðunum Arnarhóli, Eyrarlandi og Garði í Öngulsstaðahreppi og svo nokkru síðar Þórustöðum I í Öngulsstaðahreppi.

Grænmetisverslun ríkisins og síðar Grænmetisverslun landbúnaðarins gerðu síðan samninga við kartöfluframleiðendur um framhaldsræktun á A-stofninum, þ.e. framleiðslu B-stofns til sölu til hins almenna kartöflubónda. Fór sú ræktun fram hjá kartöfluframleiðendum við Eyjafjörð og var hún yfirleitt í höndum 10-15 framleiðenda, a.m.k. hin síðari ár. Á fyrstu árum stofnræktarinnar voru mörg afbrigði ræktuð innan hennar en þeim fækkaði fljótt og lengst af hafa þau aðeins verið 4, þ.e. Rauðar íslenskar, Gullauga, Helga og Bintje. Atvinnudeild Háskólans og síðar Rannsóknastofnun landbúnaðarins eða sérfræðingar þessara stofnana í jurtasjúkdómum hafa alla tíð annast eftirlit með stofnræktinni.

Þýskaland

  • HAH00861
  • Corporate body
  • 843 -

Sambandslýðveldið Þýskaland (þýska: Bundesrepublik Deutschland; framburður (uppl.)) er að flatarmáli sjöunda stærsta ríki Evrópu og spannar rúmlega 357 þúsund km². Það er að sama skapi næst fjölmennasta land Evrópu með 81,1 milljónir íbúa. Aðeins Rússland er fjölmennara. Höfuðborgin er Berlín. Þýskaland var áður fyrr meginhluti Hins heilaga rómverska keisaradæmis sem myndaðist við skiptingu hins mikla Frankaríkis Karlamagnúsar árið 843. Í dag er Þýskaland eitt mesta iðnveldi heims og er efnahagskerfi landsins eitt það stærsta í heimi.

Þýska tungumálið og samkennd meðal Þjóðverja er yfir þúsund ára gömul en sameinað þýskt þjóðríki varð þó ekki til fyrr en með stofnun Þýska keisaradæmisins árið 1871.

Þýskaland rekur uppruna sinn til Verdun-samningsins frá 843 en með honum var Frankaveldi skipt upp í vesturhluta sem varð að Frakklandi nútímans, miðhluta sem tók yfir Norður-Ítalíu, Niðurlönd og fleiri svæði og austurhluta sem myndaði Hið heilaga rómverska keisaradæmi. Það var til í ýmsum myndum allt til 1806 en var þó aldrei meira en mjög laustengt bandalag smá konungsríkja og hafði auk þess fleiri þjóðir en þá þýsku innan sinna vébanda.

Á þessum þúsund árum juku Þjóðverjar mjög við áhrif sín í gegnum kaþólsku kirkjuna, Norður-krossferðirnar og Hansasambandið.

Talið er að rekja megi uppruna germanskra þjóðflokka til bronsaldar Norður-Evrópu (um 1800 – 600 f.Kr.) eða í síðasta lagi til járnaldar Norður-Evrópu (5. öld – 1. öld f.Kr.) Þjóðflokkarnir breiddust út til suðurs, austurs og vesturs frá suðurhluta Skandinavíu og norðurhluta Þýskalands á 1. öld f.Kr. og komust þá í kynni við keltneska þjóðflokka í Gallíu og íranska og slavneska þjóðflokka í Austur-Evrópu. Lítið er vitað um sögu germanskra þjóðflokka á þessum tíma, nema hvað varðar samskipti þeirra við Rómverja auk þekktra fornleifa.[1]

Í valdatíð Ágústusar hófu Rómverjar, undir forystu rómverska herforingjans Publiusar Quinctiliusar Varusar, að ráðast inn á landsvæði Germana. Á þessum tíma kynntust Germanar herstjórnarlist Rómverja. Árið 9 e.Kr. gereyddu Germanar, undir forystu Arminiusar (Hermans), þremur rómverskum herdeildum Varusar í orrustunni um Teutoburgs-skóg. Þar með héldust landsvæði Germana allt að Rín og Dóná utan Rómaveldis. Um 100 e.Kr., þegar rit Tacitusar Germanía var samið, höfðu Germanar komið sér fyrir meðfram Rín og Dóná og réðu nú að mestu leyti yfir því svæði sem Þýskaland nær yfir nú á dögum.

Á 3. öld óx ýmsum vestur-germönskum þjóðflokkum eins og Alamönnum, Frönkum, Söxum og fleirum ásmegin.

Talið er að rekja megi uppruna germanskra þjóðflokka til bronsaldar Norður-Evrópu (um 1800 – 600 f.Kr.) eða í síðasta lagi til járnaldar Norður-Evrópu (5. öld – 1. öld f.Kr.) Þjóðflokkarnir breiddust út til suðurs, austurs og vesturs frá suðurhluta Skandinavíu og norðurhluta Þýskalands á 1. öld f.Kr. og komust þá í kynni við keltneska þjóðflokka í Gallíu og íranska og slavneska þjóðflokka í Austur-Evrópu. Lítið er vitað um sögu germanskra þjóðflokka á þessum tíma, nema hvað varðar samskipti þeirra við Rómverja auk þekktra fornleifa.[1]

Í valdatíð Ágústusar hófu Rómverjar, undir forystu rómverska herforingjans Publiusar Quinctiliusar Varusar, að ráðast inn á landsvæði Germana. Á þessum tíma kynntust Germanar herstjórnarlist Rómverja. Árið 9 e.Kr. gereyddu Germanar, undir forystu Arminiusar (Hermans), þremur rómverskum herdeildum Varusar í orrustunni um Teutoburgs-skóg. Þar með héldust landsvæði Germana allt að Rín og Dóná utan Rómaveldis. Um 100 e.Kr., þegar rit Tacitusar Germanía var samið, höfðu Germanar komið sér fyrir meðfram Rín og Dóná og réðu nú að mestu leyti yfir því svæði sem Þýskaland nær yfir nú á dögum.

Á 3. öld óx ýmsum vestur-germönskum þjóðflokkum eins og Alamönnum, Frönkum, Söxum og fleirum ásmegin.

Þverbrekkur á Kili

  • HAH00996
  • Corporate body
  • 874-

Sunnan við Þjófadali er Hrútafell. Austur frá Hrútafelli gengur lágur háls alllangt austur á Kjöl. Heitir hann Þverbrekkur hæst 628 m ysm (sumstaðar rangnefndir múlar). Þverbrekknaver heitir hagapláss eitt, sem liggur á vesturjaðri Kjalhrauns, með fram Fúlukvísl, nokkru sunnan við Þverbrekkur. Er þar mjó flá, með pollum og stargróðri í kring um þá.

Þverárdalur á Laxárdal fremri

  • HAH00179
  • Corporate body
  • [1300]

Fremsti bær á Laxárdal, byggður á háum bröttum hól. Blasir hann við af Norðurlandsvegi ofan Húnavers. Þröngidalur gengur norðaustur í fjallgarðinn sunnan túns í Þverárdal og er brú á Hlíðará neðan við bæjarhólinn. Sunnan ár gnæfa Ógöngin, syðstihluti Laxárdalsfjalla ofan túnsins. Túnið er grasgefið, en sumt af því mjög brattir hólar. Norðan túns er víðáttu mikið flólendi óframræst. Íbúðarhús byggt 1948 358 m3. Fjós yfir 9 gripi. Fjárhús fyrir 280 fjár. Hesthús fyrir 15 hross. Tún 10 ha. Veiðiréttur í Hlíðará.

Þverá í Norðurárdal

  • HAH00619
  • Corporate body
  • (1950)

Þverá er efsti bærinn í Norðurárdal og eini bærinn þar sem er í byggð. Bærinn stendur á háum hól ofarlega í túninu. Þjóðvegur liggur í gegnum túnið. Hamarshlíð er til norðausturs og Hvammshlíðardalur til suðausturs og samnefnt fjall. Erfitt um ræktun, sumarhagar með ágætum, kjarnmiklir og grösugir. Ábúandi nytjar Neðstabæ og notar fjárhús á Skúfi og hefur jarðnot þar. Íbúðarhús byggt 1930, 200 m3. Fjárhús yfir 18 200 fjár. Hesthús yfir 18 hross. Geymsla 42 m3. Tún 13,4 ha.

Results 301 to 400 of 10353