Torfi Sveinsson (1919-2004) Hóli Svartárdal

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Torfi Sveinsson (1919-2004) Hóli Svartárdal

Parallel form(s) of name

  • Torfi Sveinsson (1919-2004) Hóli Svartárdal

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

24.8.1919 - 13.7.2004

History

Torfi Sveinsson fæddist á Hóli í Svartárdal 24. ágúst 1919. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 13. júlí síðastliðinn. Torfi ólst upphjá foreldrum sínum á Hóli, tók við búi af föður sínum 1950 og bjó með móður sinni þar til hún lést 1959 en flutti þá um vorið til Reykjavíkur. Sama haust kom hann norður aftur og var næstu 10 árin til heimilis á Fjósum. starfaði sem gröfumaður hjá Búnaðarsambandi Austur-Húnvetninga til ársins 1972.
Útför Torfa fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Places

Hóll í Svartárdal, bóndi þar 1950-1959: Reykjavík 1959: Fjósar í Svartárdal 1959-1969: Sauðárkrókur 1970:

Legal status

Functions, occupations and activities

Starfaði sem gröfumaður hjá Búnaðarsambandi Austur-Húnvetninga til ársins 1972. Á Sauðárkróki rak Torfi verslunina Vökul við Aðalgötu í samstarfi við Auðbjörgu þar til hún lést 1980, en síðan einn til 1995. Hann var laginn við vélar og vann lengi á gamalli vél með föstum armi, lýstur upp af sólglitinu á Húnaflóa þegar hann gróf framræsluskurði sumar eftir sumar úti á Skaga.
Ávinningur hans af því að vinna á gömlu vélinni var að þurfa síður að vinna á henni vaktavinnu, kannske hafði hann líka sínar tilfinningar til hennar þótt nýrri gröfur með víraskóflu skiluðu fleiri rúmmetrum eftir sumarið og Torfi kynntist slíkri gröfu eftir að sú gamla guggnaði.

Mandates/sources of authority

Guðmundur Halldórsson rithöfundur frá Bergsstöðum vann um tíma með Torfa á gröfunni, en Guðmundur flutti til Sauðárkróks eins og Torfi gerði síðar og þar urðu þeir áfram nágrannar.
Í einni smásögu Guðmundar, Burtför, dregur hann upp mynd af tilveru þeirra félaga á bökkum Svartár: "Þá tók hann bílinn af stað aftur á bak og sneri honum, ók síðan hægt út hlaðbrekkuna og ofan með henni, þangað til hann hvarf niður á eyrina þar sem vaðið var á ánni. Vorflóðin voru löngu úr henni og hún lá niður í grjóti, gegnsæ og sakleysisleg, eftir kalda nóttina. Við höfðum vaxið úr grasi á bökkum hennar, kallast á yfir strauminn og þar hafði æska okkar orðið eftir. Áin var í senn andstreymi okkar og von. Hún var okkur farartálmi þar til hana lagði á vetrum. En fyrir bragðið skorti samvistir okkar aldrei þá uppáfinningarsemi sem vinnur bug á hversdagsleikanum.
Þegar tunglskinið var komið niður í miðjar brekkurnar á móti hljóp ég yfir grundina þar sem húsin höfðu staðið og við mæltum okkur löngum mót. Það var oft að við lögðum af stað upp Röðulinn með sleðann í togi í sama mund og gamli bóndinn kom út úr húsunum frá því að hygla fénu. Hann hýsti það seint ef veður voru hæg. Og hann bað okkur að fara gætilega og vera ekki með hávaða í kringum húsin svo féð hefði ró til að hvílast."

Internal structures/genealogy

Hann var sonur hjónanna Vilborgar Ólafsdóttur, f. 6. maí 1887, dóttur Helgu Sölvadóttur f. 5. október 1855. Húsfreyja á Eiríksstöðum í Svartárdal, A-Hún. og Ólafs Gíslasonar f. 20. júlí 1847 - 25. júlí 1912. Var í Ásum, Svínavatnssókn, Hún. 1860. Bóndi á Eiríksstöðum í Svartárdal, A-Hún. Ættaður frá Eyvindarstöðum, en hann var eitt hinna fjölmörgu Eyvindarstaðasystkina, og Sveins Jónssonar bónda á Hóli, f. 6. febrúar 1868 - 12. janúar 1951 Bóndi á Hóli í Svartárdal, A-Hún. og áttu þau Vilborg tvær dætur auk Torfa:
1) Helga, f. 19. janúar 1907, d. 15. febrúar 1908,
2) Þórhildur Sveinsdóttir f. 16. mars 1909 - 7. apríl 1990. Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Þekkt fyrir vísna- og ljóðagerð. Maki 1: Víglundur Gíslason verkamaður f. 23. ágúst 1902, d. 28. mars 1977, þau skildu. Maki 2: Aðalsteinn Sveinbjörnsson bílamálari, f. 13. september 1909, d. 27. júní 1988.
1970 hóf hann sambúð með Auðbjörgu Gunnlaugsdóttur kaupkonu, f. 3. október 1911, d. 18. maí 1980, ráðskona á Geitafelli, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja á Geitfelli 1931, á Tjörn 1932. Fluttist til Hvammstanga 1933, á Blönduós eftir 1946. Bús. á Sauðárkróki frá 1951. Starfaði á Sjúkrahúsi Sauðárkróks og rak seinna verslun.

General context

Relationships area

Related entity

Sveinn Jónsson (1868-1951) Hóli Svartárdal (6.2.1868 - 12.1.1951)

Identifier of related entity

HAH05343

Category of relationship

family

Type of relationship

Sveinn Jónsson (1868-1951) Hóli Svartárdal

is the parent of

Torfi Sveinsson (1919-2004) Hóli Svartárdal

Dates of relationship

24.8.1919

Description of relationship

Related entity

Auðbjörg Gunnlaugsdóttir (1911-1980) Hvammstanga (3.10.1911 - 18.5.1980)

Identifier of related entity

HAH09205

Category of relationship

family

Type of relationship

Auðbjörg Gunnlaugsdóttir (1911-1980) Hvammstanga

is the spouse of

Torfi Sveinsson (1919-2004) Hóli Svartárdal

Dates of relationship

Description of relationship

sambýlismaður

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02088

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 3.8.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði 10.5.2023
Íslendingabók

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places