Tilraunastöðin á Akureyri (1948-1968)

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Tilraunastöðin á Akureyri (1948-1968)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1948-1968

History

Upphaf stofnræktunar á kartöflum hér á landi má rekja til laga um verslun með kartöflur o.fl. nr. 31 frá 1943, en þar segir í 10. gr. ,,Grænmetisverslun ríkisins skal sjá um, eftir því sem unnt er, að árlega sé völ á heilbrigðu, völdu, innlendu útsæði. Skal hún þess vegna koma á fót stofnræktun úrvalskartöflutegunda (eliteræktun) og semja við einstaka kartöfluframleiðendur um framleiðslu útsæðis af þessum tegundum og sé þessi ræktun háð ströngu heilbrigðiseftirliti''.

Ekki var þessari grein laganna framfylgt fyrr en 1948 en þá gerðu Grænmetisverslunin og Tilraunaráð jarðræktar með sér samning um framkvæmd og eftirlit með þessari stofnrækt. Er þar gert ráð fyrir, að tilraunastöðvarnar í jarðrækt sjái um fyrsta lið stofnræktarinnar, þ.e. framleiðslu á svokölluðum A-stofni en Grænmetisverslunin semji síðan við kartöfluframleiðendur um framhaldsræktun á því útsæði sem kallast þá B-stofn.

Tilraunastöðvarnar á Akureyri, Sámsstöðum og Skriðuklaustri hófu þessa stofnræktun 1948 en eftir 1954 var Tilraunastöðin á Akureyri ein eftir og hafði með höndum framleiðslu á A-stofni til ársins 1968. Á því ári fluttist A-stofns ræktunin að Áshóli í Grýtubakkahreppi og voru ábúendur þar með þá ræktun allt til 1990. Um 1980 komu fleiri aðilar inn í ræktun á A-stofni, voru það bændur á jörðunum Arnarhóli, Eyrarlandi og Garði í Öngulsstaðahreppi og svo nokkru síðar Þórustöðum I í Öngulsstaðahreppi.

Grænmetisverslun ríkisins og síðar Grænmetisverslun landbúnaðarins gerðu síðan samninga við kartöfluframleiðendur um framhaldsræktun á A-stofninum, þ.e. framleiðslu B-stofns til sölu til hins almenna kartöflubónda. Fór sú ræktun fram hjá kartöfluframleiðendum við Eyjafjörð og var hún yfirleitt í höndum 10-15 framleiðenda, a.m.k. hin síðari ár. Á fyrstu árum stofnræktarinnar voru mörg afbrigði ræktuð innan hennar en þeim fækkaði fljótt og lengst af hafa þau aðeins verið 4, þ.e. Rauðar íslenskar, Gullauga, Helga og Bintje. Atvinnudeild Háskólans og síðar Rannsóknastofnun landbúnaðarins eða sérfræðingar þessara stofnana í jurtasjúkdómum hafa alla tíð annast eftirlit með stofnræktinni.

Places

Akureyri

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Akureyri

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

Institution identifier

Rules and/or conventions used

Status

Level of detail

Dates of creation, revision and deletion

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places