Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Torfustaðir í Svartárdal.
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
[1300]
History
Bærinn Torfustaðir er vestan Svartár og stendur á brún allknapprar brekku við enda Torfustaðavegar gegn Ytra-Bergsstaðaklifi. Í útvestri rís Járnhryggur sunnan Brúnaskarðs. Jörðin er landlítil en sæmilega gróin. Gott tún er á framræstu mýrlendi allt til merkja að sunnan, en ræktun er erfiðari vegna grjóts og brattlendis í úthluta landsins. Íbúðarhús byggt 1956, 287 m3. Fjós fyrir 6 gripi. Fjárhús með áburðarkjallara fyrir 360 fjár. Hlaða 900 m3. Tún 15 ha. Veiðiréttur í Svartá.
Places
Bólstaðarhlíðarhreppur; Torfastaðir [Torfustaðir]; Svartárdalur; Svartá; Torfustaðavegur; Ytra-Bergsstaðaklif; Járnhryggur; Brúnaskarð; Barkarstaðir; Prestsþúfa; Brún; Eyvindarstaðagerði; Kjölur; Bólstaðarhlíð; Hóll í Svartárdal; Svartá;
Legal status
Torfustader.
Þessi bær er talinn þriðjúngur Barkastaða, og eru munnmæli að hjer hafi verið að forngildu stekkur frá heimajörðunni, en enginn veit að segja, af hjer nálægnm, hvað lángt er síðan hjer tókst upp bygðin. Óskift er öllu landi milli bæjanna nema að eins túni og engjum.
Jarðardýrleiki x € og so tíundast fjórum tíundum. Eigandinn Halldóra Ellindsdóttir að Bólstaðahlíð í Lángadal, eður hennar börn. Ábúandinn Bjarni Conráðsson á Hóli hjer í sveit, sem
hjer hefur haldið bú þetta ár.
Landskuld lxx álnir. Betalast í landaurum ýmist hjer heima eður til landsdrottins. Leigukúgildi iiii. Leigur betalast í smjöri heim til landsdrottins. Kvaðir öngvar.
Kvikfje iiii kýr, i kvíga veturgömul, i naut þrevett, lx ær, xiii sauðir tvævetrir og eldri, xii veturgamlir, xl lömb, viii hestar, iiii hross, ii folar tvævetrir. Fóðrast kann iii kýr, xxx ær, xii lömb; hestum og sauðfje, sem fleira er, er vogað einúngis á útigáng. Afrjett engin ut supra. Torfrista og stúnga sæmileg. Laxveiðivon lítil í Svartá og valla teljandi, hefur ei brúkast í margt ár.
Beit á vetur um hálfan mánuð eru munnmæli að Barkastaðir eigi, sem og meinast tilheyra þessu býli, í Bergstaðaland, en ekki hefur það brúkast í manna minhi, so það hafi verið einúngis í skyldu nafni. Túninu grandar landbrot sem vatn gjörir, sem grefur neðan jörðina, so grasrótin dettur niður, og verða þar af graslausar holgryfjur. Enginu grandar Svartá með grjóts og sands áburði, so og spillist engið að ofan af smálækjum, sem bera leir og sand í slægjulandið. Hætt er kvikfje fyrir holgryfjulækjum og verður stundum mein að.
Vatnsból bregst jafnlega um vetur, og verður þá annarstaðar vatns að afla í mýrardýjum sínu sinni í hvörjum stað.
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Ábúendur;
<1901> Björn Sveinsson 20. maí 1867 - 21. ágúst 1958 Bóndi Torfastöðum í Svartárdal 1901, Botnastöðum 1910 og Skagafirði. Síðast bóndi á Gili í Borgarsveit, Skag. Kona hans; Guðbjörg Jónsdóttir 15. desember 1866 - 26. apríl 1943 Húsfreyja í Gili, Sauðárkrókssókn, Skag. 1930. Húsfreyja á ýmsum bæjum í Skagafirði og Húnaþingi.
<1910-1920> Jóhann Sigfússon 21. apríl 1866 - 29. ágúst 1935. Bóndi í Holtsmúla, á Syðri-Húsabakka, Halldórsstöðum og Eggjaseli í Skag., síðar á Brandsstöðum í Blöndudal og Torfastöðum í Svartárdal, A-Hún. Kona hans Soffía Ólafsdóttir 25. des. 1864 - 12. okt. 1924. Húsfreyja í Eyhildarholti, og Torfastöðum í Svartárdal, A-Hún.
<1920> Sigfús Jóhannsson 6. ágúst 1899 - 15. júlí 1952. Járnsmiður og vélamaður á Sauðárkróki 1930. Kona hans; Ingibjörg Jóhannsdóttir 10. ágúst 1899 - 18. júlí 1961. Var í Hátúni, Vatnsleysustrandarhr., Gull. 1910.
1950-1970- Jósef Stefán Sigfússon 28. nóv. 1921 - 21. des. 2012. Var á Eiríksstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Torfustöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Bóndi á Torfustöðum og síðar bús. á Sauðárkróki. Kona hans; Fjóla Kristjánsdóttir 10. nóv. 1918 - 16. feb. 2014. Var á Lýtingsstöðum, Mælifellssókn, Skag. 1930. Var á Torfustöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.
1967- Kristján Jósefsson 26. okt. 1947. Var á Torfustöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Kona hans; Anna Kristinsdóttir
- sept. 1947
General context
Landamerkjaskrá fyrir Torfastöðum í Svartárdal.
Milli Torfastaða og Barkarstaða ræður merkjum svo nefnd Prestsþúfa, þaðan er merkjalínan beint austur í vörðu, sem stendur við Svartá og vestur í vörðu, sem stendur á svo nefndum Járnhrygg, þaðan norður eptir hæstu brún á hálsinum í vörðu, sem einnig stendur á Járnhrygg. Milli Torfastaða og Brúnar ráða merkjum 3 stórir steinar sem standa hjerumbil í beinni röð frá austri til vestur, og sem standast á við hina síðar nefndu vörðu á Járnhrygg. Austasti steinninn heitir Kjölur, (sbr. merkjaskrá fyrir Brún, dags. 10. maí 1884) frá Kjöl (sic) ræður bein lína austur til Svartár, þaðan ræður Svartá merkjum að austan, suður á mót við upphaflega nefnda Prestsþúfu.
Sólheimum, 13. maí 1890.
Páll Pálsson, eigandi Torfastaða.
Þessum landamerkjum að Torfastöðum erum við undirskrifaðir nágrannalandeigendur samþykkir:
Halldór Guðmundsson, vegna Brúnar
Jóhann P. Pjetursson, vegna Eyvindarstaðagerði
vegna Barkarstaða: Þorkell Þorkelsson.
Lesið upp á manntalsþingi að Bókstaðarhlíð, hinn 19. maí 1890, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No.134, fol. 70.
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
controls
Torfustaðir í Svartárdal.
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-Bæ
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 5.3.2019
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Guðmundur Paul
Jarðabók Páls Vidalín 1708. Bls 363
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No.134, fol. 70. 19.5.1890
Húnaþing II bls 193.