Sauðanes við Siglufjörð

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Sauðanes við Siglufjörð

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(1950)

History

Úlfsdalir eða Dalir er lítil eyðibyggð yst á Tröllaskaga vestanverðum, í tveimur litlum dalverpum sem ganga inn í Úlfsdalafjöll, fjallgarðinn frá Strákum inn til Siglufjarðarskarðs. Byggð þessi tilheyrði Skagafjarðarsýslu og taldist til Fljóta fram til 1827 en þá var sýslumörkum breytt og Úlfsdalir lagðir til Eyjafjarðarsýslu. Dalirnir eru sagðir kenndir við Úlf víking, sem þar á að hafa numið land.

Þrír bæir voru í Úlfsdölum. Yst, undir Strákafjalli, var Engidalur í samnefndu dalverpi. Fjallið á milli dalanna heitir Dalseti en sunnan við það er Mánárdalur (áður stundum Daladalur) og þar eru Dalabær og Máná. Um tíma var þar einnig hjáleigan Dalabæjarkot. Vestan við Úlfdali er Mánárfjall og þar taka Almenningar við. Þar voru sýslumörkin áður. Fjöllin ganga öll í sjó fram og eru brött og skriðurunninn, svo að samgöngur voru torveldar.

Snjóflóð féll á Engidalsbæinn í apríl 1919 og fórst allt heimilisfólkið, sjö manns, en enginn vissi af flóðinu fyrr en um viku síðar. Bærinn byggðist að vísu upp aftur en fór svo í eyði 1927. Nokkru síðar var þó Sauðanesviti byggður í landi jarðarinnar ásamt vitavarðarbústað og hefur vitavörður búið þar síðan.

Sauðanesviti vestan við mynni Siglufjarðar var byggður á árunum 1933-1934 og var í senn ljósviti og hljóðviti. Vitinn er 10,5 m á hæð.

Places

Eyjafjarðarsýsla; Siglufjörður; Úlfsdalir; Tröllaskagi; Úlfsdalafjöll; Strákar; Strákagöng; Siglufjarðarskarð; Skagafjarðarsýsla; Fljót; Engidalur; Dalseti; Mánárdalur [Daladalur]; Dalabær; Máná; Dalabæjarkot; Mánárfjall; Almenningar; Sauðanesviti:

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Brýni eru yfirleitt skilgreind sem flatir steinar sem notaðir eru til þess að skerpa bit málmverkfæra og eru oft bleytt með olíu eða vatni fyrir notkun. Saga eggverkfæra og brýna er samofin og steinbrýni hafa verið notuð síðan málmblöð komu til sögunnar. Val á sérstöku bergi til notkunar í brýni má rekja til fyrri hluta bronsaldar.

Bergfræðilega er gott náttúrlegt brýni samsett úr hörðum steindum, venjulega kvarsi, magnetíti eða granati, sem eru bundnar í mýkri grunnmassa. Hörðu steindakornin eru nær alltaf hvasshyrnd í lögun, meðan mýkri grunnmassinn samanstendur aðallega úr glimmersteindum eða kalki. Bæði myndbreytt berg og setberg bjóða upp á þennan textúr og steindasamsetningu. Verknaðurinn við að brýna hefur í för mér sér að harðar steindir sverfa málminn á blaðinu.

Heimildir um brýnistöku úr íslensku bergi er að finna í ferðabók Eggerts og Bjarna þar sem getið er um brýnisberg í Hörgárdal og úr fornleifaskrá Siglufjarðarkaupstaðar þar sem getið er um brýnisberg við Sauðanesvita.

Brýnistökustaðirnir eru úr dóleríti. Dólerít er grófkristallað basalt. Samsetning dóleríts er ekki dæmigerð fyrir góð brýni. Í góðu brýni eru hörðu steindirnar kantaðar með meiri hörku en járn. Yfirleitt eru hörðu steindirnar í mjúkum grunnmassa úr glimmeri eða kalki. Dólerít samanstendur af plagíóklas, klínópýroxen og málmi. Plagíóklas hefur hörkuna 6-6,5 á Mohs-kvarða sem er aðeins meira en járn sem hefur hörkuna 6 á Mohs-kvarða. Milli plagíóklaskristallanna er pýroxen með hörku 5-6. Til samanburðar er harka glimmers um 3.

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00406

Institution identifier

IS HAH-Norl

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 27.2.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places