Ólafshús Blönduósi

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Ólafshús Blönduósi

Parallel form(s) of name

  • Hreppshús
  • Sigurðarhús snikkara 1878
  • Þinghús Torfalækjarhrepps 1889
  • Ólafshús Blönduósi 1889

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1878 -

History

1878 - Ólafshús 1889 - Ingibjargarhús. Hreppshús í mt 1901-1920. Þinghús hreppsins 3.6.1889

Places

Blönduós; Enn á samastað og sama nafn:

Legal status

Sama fjölskyldan hefur búið þar frá 1889:

Functions, occupations and activities

Byggt 1878 af Sigurði Helgasyni snikkara. Sigurður mun hafa komið á Blönduóss utan úr Vindhælishreppi. Þar bjó hann í nokkur ár en vann að smíðum, ma við Hofskirkju. Hann dó árið eftir að hann byggði Ólafshús, en nokkuð er óvíst hvort hann hefur þá átt húsið. Skv skiptabók Húnavatnssýslu virðist Sigurður ekki hafa átt hús er hann dó, en rukkun í dánarbúið frá Hjaltabakkapresti sýnir að samningur um lóðina er dagsettur 20.4.1878.

Samkvæmt virðingu gerðri 1.9.1879 var húsið metið á 80 krónur.

Guðrún Jónsdóttir ekkja Sigurðar flutti yfir götuna í annað hús og bjó þar í uþb 15 ár.
Holtastaða Jón Jóhannsson þá bóndi í Bakkakoti kaupir húsið 12.4.1880, en virðist ekki hafa búið þar. Skúli Jónsson Leví skósmiður býr í húsinu til 1884. Einar Guðmundsson snikkari síðar bóndi á Síðu, bjó þar 1884-1886. Jón Sigurðsson síðar bóndi í Balaskarði bjó í Ólafshúsi 1886-1888, átti hann húsið. Jón sem um margra áratuga skeið var starfsmaður Höphnersverslunar, seldi Torfalækjarhreppi húsið 30.6.1888 á 250 krónur. Hreppurinn leigði Hirti Jónassyni í 6 mánuði og Árna Hallgrímssyni í 4 ½ mánuð fardagaárið 1888-1890.

Þá er í hreppsreikningum greint frá viðgerðum á húsinu og kaupum á tveimur bekkjum í það fyrir 46,93 krónur 10.5.1889 samþykkir hreppsnefnd að leyfa Ólafi Ólafssyni að búa á lofti hússins fyrir 8 króna ársleigu. Neðrihæð hússins var ætluð undir fundi hreppsins. Ólafur býr svo í húsinu það sem hann átti ólifað og hafa afkomendur hans búið þar æ síðan. Hann kaupir svo húsið af Torfalækjarhreppi 1904.

Mandates/sources of authority

3 júní 1889 er gerð útmæling á Þinghúsi Torfalækjarhrepps. Það reyndist 18 x 10 álnir og fylgir því engin lóð. 1.4.1905 fær Ólafur 18358 ferálnalóð (7233 fm). Tekið er fram að innan marka lóðarinnarsé 962 ferálna spilda sem á sé hlaða með götubreidd að hlöðudyrum og fjós ásamt haugstæði í eigu annars manns, sem mun hafa verið Gísli Ísleifsson sýslumaður. Lóðin sé því öll 19320 ferálnir. Norðurhlið er 162 álnir, suðurhlið 160 álnir, vesturhlið 115 álnir og austurhlið 125 álnir.

2.6.1913 fær Ólafur svo blett þann sem Gísli hafði átt. Í fasteignamati 1916 er húsinu lýst sem portbyggðum bæ úr torfi og timbri með torfþaki. Stærðin er sögð 12 x 6 álnir. Búið sé að leiða vatn í bæinn. Skúr hafi verið byggður við húsið 1915 úr timbri járnvarinn. Útihús voru 8 x 4 álna fjós og hesthús 6 x 6 álnir úr torfi. Lóðin er sögð 1800 ferfaðmar (6382 m2).

Í skúrnum sem byggður var 1915 hafði Ingibjörg Lárusdóttir smáverslun, þar sem hún verslaði með leirtau, álnavöru, stumpa og ýmislegt smádót. 1927 var byggður stærri skúr 4,6 x 3,6 metara sunnan og austan við innganginn. Þar var verslað fram yfir 1940. Ólafur hafði hinsvegar vefstól sinn á austurlofti hússins. Þar bjuggu lengi Lárus Ólafsson og Lárus Erlendsson ásamt Guðnýju Lárusdóttur. Í vesturenda bjó um tíma Árni Ólafsson með fyrri konu sinni.

Í þeim sama enda bjuggu svo Páll Bjarnason og kona hans Jóhanna Ólafsdóttir. 1927 byggir Páll bílskúr úr timbri og torfi 5,35 x 4 metarar. Lárus Ólafsson endurbyggði húsið um 1950, er nú ekkert eftir af eldri húsunum á lóðinni, nema hlaða sem er frá 1930. 1950 er heimalóðin sögð 7084 m2.

  1. júlí 1913 fær Ólafur 962 ferálna [370 m2] landspildu, sem skv lóðarsamningi 1.5.1905, var innan lóðarmarka á lóð hans sem hann fékk þá úthlutað. (Lagðist við heimalóð).

1.4.1932 fær Páll 1.92 ha. ræktunarlóð í Klifamýri milli Blöndu og Svínvetningabraut [aths líklega þar sem Budda dóttir hans var með garð]. Að vestan liggur lóð Valdemars Jónssonar, á hina hönd óræktað.

Internal structures/genealogy

1878-1879- Sigurður Helgason snikkari  f. 26. ágúst 1825, d. 22. júlí 1879. Var í Gröf, Þingeyrarsókn, Hún. 1845. Bóndi og smiður á Auðólfsstöðum. Maki; Guðrún Jónsdóttir f. 15. jan. 1835. (sjá Guðrúnarhús).
Börn;
1) Björg Jósefína (1865-1942). Húsfreyja á Þingeyrum, Þingeyrasókn, A-Hún um fá ár og síðan Hamri í Svínavatnshr., A-Hún. nær 30 ár fram um 1928. Var á Marargötu 3, Reykjavík 1930. Síðast bus. í Reykjavík. Fósturbarn: Guðmunda Ágústsdóttir, f. 12.4.1908, d. 23.7.1999.
2) Jón Pétur (1868-1959) skólastj. Svendborg Danmörku sjá Möllershús, 
3) Sigurður Helgi (1873-1948) kaupmaður Blönduósi. Sjá Höepnerverslun

1880- Jón Jóhannsson (1835). Var á Holtastöðum, Holtssókn, Hún. 1845. Síðar bóndi í Lækjardal á Refasveit. Húsbóndi í Bakkakoti, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1880. Fjarverandi.
1883- Skúli Jónsson Leví (1853). Daglaunamaður á Heggstöðum, Melstaðarsókn, Hún. 1880. Kom til að Svignaskarði 1884 frá Blönduósi, bóndi í Svignaskarði, Borgarhreppi, Mýr, fór til Vesturheims 1887 þaðan. Bjó í Victoria, B.C.
1884-1886- Einar Guðmundsson snikkari (1854-1936) sjá Hnjúka og Síðu.
1886-1888- Jón Sigurðsson (1855-1946). Sjá Balaskarð og Hemmertshús.

1889-1949- Ólafur Ólafsson f. 6. okt. 1863, d. 25. júlí 1930, maki 31. des. 1885, Ingibjörg Lárusdóttir f. 3. des.1860, d. 19. júní 1949, frá Holtastaðakoti. Sjá neðar,
Börn þeirra;
1) Sigríður Indíana O (1886-1960) Forsæludal,
2) Jón Lárus (1888-1972) sjá hér fyrir neðan,
3) Árni (1891-1966). Vetrarmaður á Steinnesi, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Heimili: Auðkúla, Svínavatnshr. Bóndi í Forsæludal í Vatnsdal, svo á Kárastöðum í Svínavatnshreppi. Síðast rithöfundur og bókaútgefandi í Reykjavík.
4) Lucinda Guðrún (1893-1977). Var í Hreppshúsi, Blönduóssókn, Hún. 1901. Verkakona á Blönduósi. Vinnukona á Blönduósi 1930. Ógift og barnlaus.
5) Alma Alvilda Anna (1896-1897),
6) Alma Alvilda Anna (1898-1966) (sjá Þorleifsbæ),
7) Óskar Runeberg (1900-1978) Kárdalstungu,
8) Jóhanna Alvilda (1904-1979) sjá neðar.

1888-1891- Árni Hallgrímsson trésmiður, f. 4. júlí 1830 d. 14. okt. 1891, ekkill Ólafshúsi 1890. S-Reystará Eyjaf, [maki 24. sept. 1855; Þórey Stefánsdóttir f. 22. jan. 1832 d. fyrir 1880. Var á Syðri-Reistará, Möðruvallaklaustursókn, Eyj. 1845. Síðar húsfreyja á sama stað. Húsfreyja í Syðri-Reistará, Möðruvallarklausturssókn, Eyj. 1860.]
Barn þeirra;
1) Stefán Kristján (1860-1940) Bóndi á Steinsstöðum í Öxnadal. Var á Syðri-Reistará, Möðruvallarklausturssókn, Eyj. 1860. Húsmaður í Götu, Stærra-Árskógssókn, Eyj. 1930.

1910 og 1933- Lárus Erlendsson f. 2.2.1834 [30. jan. 1834] d. 22. nóv. 1934. Bóndi í Holtastaðakoti í Engihlíðarhr., A.-Hún, síðar á Blönduósi. [Maki 19. okt. 1856; Sigríður Hjálmarsdóttir f. 21. jan. 1834 d. 25. febr. 1908].
Börn þeirra;
1) Ingibjörg (1860-1949). Rithöfundur, síðar kaupmaður, á Blönduósi. Sjá ofar
2) Guðný (1863-1941) sjá þær neðar,
3) Hjálmar (1868-1927). Trésmiður og myndskeri á Blönduósi, síðar í Reykjavík. Var í Holtastaðakoti, Holtastaðasókn, Hún. 1880 og 1890. Sjá Vertshús,
4) Jón (1873-1959) kvæðamaður Hlíð á Vatnsnesi, sjá Brautarholt.

1910- Lárus Jón Ólafsson f. 8. des 1889 d. 21. nóv. 1972. Trésmiður óg bl. (sjá hér að ofan).

1910 og 1933- Guðný Lárusdóttir f. 21. ágúst 1863, d. 20. sept. 1941, frá Holtastaðakoti. Húsfreyja á Blönduósi 1930. Ógift og barnlaus.

1933- Ólafur Jónasson (1900-1977). Bifreiðarstjóri Þorsteinshúsi á Blönduósi og síðar í Reykjavík. Maki (slitu samvistum); Ingiríður Elísabet Sigfúsdóttir (1904-1978). Símastúlka og leigjandi á Blönduósi 1930. Húsfreyja á Sólbakka, Hún. Síðast bús. á Seltjarnarnesi. Barnlaus.

Frá 1933- Páll Bjarnason f. 30. júlí 1884 Hellukoti Stokkseyri, d. 27. febr. 1968, maki 1. ágúst 1925; Jóhanna Alvilda Ólafsdóttir (dóttir Ólafs og Ingibjargar hér að framan) f. 1. ágúst 1904, d. 21. júní 1979. (Fyrri kona hans 14.11.1911 var; Elín Guðmundsdóttir f. 6. febr. 1891, d. 9. mars 1915, frá Hellukoti Gaulverjabæjarhreppi, barnlaus).
Börn þeirra;
1) Bjarni (1927-2004). Var á Blönduósi 1930. Vann við vegagerð og annað sem til féll á yngri árum. Var í Ólafshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Gerðist starfsmaður Pósts og síma á Blönduósi 1958 og vann á Pósthúsinu þar á staðnum þar til hann lét af störfum. Síðast bús. í Blönduóshreppi.
2) Ingibjörg (1928-2004). Var á Blönduósi 1930. Var í Ólafshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. á Blönduósi.

1940- Halldór Stefánsson f. 17. ágúst 1894 d. 14. nóv. 1987, óg bl. Sjá Brekku, Sólbakka 1957.

General context

Relationships area

Related entity

Einar Guðmundsson (1854-1936) Síðu (4.3.1854 - 18.2.1936)

Identifier of related entity

HAH03106

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

er þar í mt 1880

Related entity

Árni Ólafsson (1891-1966) rithöfundur og bókaútgefandi (13.6.1891 - 8.11.1966)

Identifier of related entity

HAH03559

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1891

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Alma Ólafsdóttir (1898-1966) Þorleifsbæ 1920 (23.1.1898 -14.11.1966)

Identifier of related entity

HAH02286

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1889

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Ingibjörg Pálsdóttir (1928-2004) (7.8.1928 - 24.2.2004)

Identifier of related entity

HAH01498

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1928

Description of relationship

Fædd þar og bjó þar alla ævi

Related entity

Lárus Ólafsson (1889-1972) Ólafshúsi (8.12.1889 - 21.11.1972)

Identifier of related entity

HAH04930

Category of relationship

associative

Dates of relationship

8.12.1889

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Blöndubyggð Blönduósi (1876 -)

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1878

Description of relationship

Related entity

Sigríður Indíana Ólafsdóttir (1886-1960) Forsæludal (22.10.1886 - 9.7.1960)

Identifier of related entity

HAH05953

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1890-1908

Description of relationship

barn þar 1890

Related entity

Lárus Erlendsson (1834-1934) Holtastaðakoti og Blönduósi (2.2.1834 - 22.11.1934)

Identifier of related entity

HAH06578

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Húsbóndi þar 1910 og 1933

Related entity

Bjarni Pálsson (1927-2004) Ólafshúsi (13.4.1927 - 11.10.2004)

Identifier of related entity

HAH01121

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Bjarni Pálsson (1927-2004) Ólafshúsi

controls

Ólafshús Blönduósi

Dates of relationship

1927

Description of relationship

fæddur þar og bjó þar alla ævi

Related entity

Guðrún Jónsdóttir (1835-1905) Auðólfsstöðum (15.1.1835 - 16.9.1905)

Identifier of related entity

HAH04364

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðrún Jónsdóttir (1835-1905) Auðólfsstöðum

controls

Ólafshús Blönduósi

Dates of relationship

1878

Description of relationship

1878-1879

Related entity

Sigríður Ragnarsdóttir (1949) Forsæludal (25.6.1949 -)

Identifier of related entity

HAH05107

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Sigríður Ragnarsdóttir (1949) Forsæludal

is the owner of

Ólafshús Blönduósi

Dates of relationship

2004

Description of relationship

Related entity

Sigurður Helgason (1825-1879) snikkari (26.8.1825 - 22.7.1879)

Identifier of related entity

HAH04951

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Sigurður Helgason (1825-1879) snikkari

is the owner of

Ólafshús Blönduósi

Dates of relationship

1879

Description of relationship

lést áður en hann gat flutt inn

Related entity

Ingibjörg Lárusdóttir (1860-1949) Ólafshúsi (3.12.1860 - 19.6.1949)

Identifier of related entity

HAH06003

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Ingibjörg Lárusdóttir (1860-1949) Ólafshúsi

is the owner of

Ólafshús Blönduósi

Dates of relationship

1889-1949

Description of relationship

Húsfreyjaþar og kaupmaður 1889-1949

Related entity

Ólafur Ólafsson (1863-1930) Ólafshúsi (6.10.1863 - 25.7.1930)

Identifier of related entity

HAH04936

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Ólafur Ólafsson (1863-1930) Ólafshúsi

is the owner of

Ólafshús Blönduósi

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00127

Institution identifier

IS HAH-Blö

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 21.5.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ Býlaskrá Blönduóss 1876 - 1974
Upplýsingar um lóðamörk eru fengnar frá Jóni Arasyni (1949) í Skuld.
Skilningur á staðsetningu er alfarið minn. GPJ

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places