Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Öldumóðuflá Grímstungurheiði
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
(1950)
History
Jarðvegur á Auðkúluheiði mun vera meira blandaður eldfjallaösku heldur en jarðvegur á Grímstunguheiði, og þar er miklu meira af lyngi og hrísi. Allar flár, sem ég þekki á Auðkúluheiði og Grímstunguheiði, og fullvíst er að hafa þornað að meira eða minna leyti á síðari áratugum, eiga það sameiginlegt, að í gegnum þær eða fast við þær er djúpur vatnsfarvegur.
Rústirnar eyddust jafnskjótt og jarðklakinn þiðnaði, en hann mun hafa komið í veg fyrir, að vatnið í flánum gæti sigið í jörð og náð framrás í farvegina. Kjarni nýju rústanna er ís, en ekki jarðvegur, og gömlu rústirnar munu hafa verið byggðar upp á sama hátt. Mér finnst það því liggja ljóst fyrir, að þegar kjarninn þiðnaði hafi myndast dæld, en jaðrarnir ekki sigið að sama skapi, vegna þess að í þeim var meiri jarðvegur. Þetta gildir þó ekki um flár, sem liggja í keri eða eru forblautar af völdum uppsprettuvatns.
Flárnar eru mjög misdjúpar, sumar amk. 3 m, aðrar aðeins 1 m, og þær geta verið grynnri. Það virðist hvorki fara eftir dýpt flánna eða stærð, hvort þar myndast rústir eða ekki.
Ég hef t. d. séð nýja rúst í örmjóu og stuttu dragi við Refskeggsvatn á Grímstunguheiði. Dragið hefur fláareinkenni, en er svo lítið að flatarmáli, að ég get ekki kallað það flá.
Öldumóðuflá er stór og rústir voru um hana alla. Þær eru flestar horfnar, en gömlu leifarnar standa þétt á litlu svæði. Hins vegar eru þær dreifðar í Kolkuflóa og flánni við Sandá. í þessum þremur flám hef ég hvergi komið auga á nýja rúst, en gömlu rústirnar höfðu margar hverjar orðið virkar á ný.
Veturinn 1970—1971 var fremur frostlinur. Hann mun þó hafa nægt til að gera jörð samfrostna við þann gadd, sem eftir sat á hálendinu og um sumarið sá ég meira en nokkru sinni áður af nýjum, virkum rústum. Veturinn 1971-1972 var óvenju mildur og sl. sumar (1972) sá ég ekki nýjar sprungur í neinni rúst.
Places
Öldumóða; Auðkúluheiði; Grímstunguheiði; Refskeggsvatn; Kolkuflói; Sandá; Gafl í Svínadal; Arnarvatn; Skagfirðingavegur; Stórisandur; Norðlingafljót; Arnarvatnsheiði; Tvídægra; Núpdælagötur; Aðalbólsheiði; Víðidalstunguheiði; Haukagilsheiði; Suðurmannasandfell; Suðurmannasandfell; Bláfell; Fljótsdrög; Grettishæð; Grettishúfa; Hrafnabjargartjarnir; Kúputjörn; Eyjatjarnir; Friðmundarvatn; Vatnsdalsá; Rifkelshöfði; Þjófahæðir; Beinkerling; Ólafsvörður; Skammá;
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
General context
Frá Grímstungu í Vatnsdal að Öldumóðuskála.
Þorgils skarði og Sturla Þórðarson sendu framvarðarsveit á undan sér um Grímstunguheiði, þegar þeir fóru að Ásgrími Þorsteinssyni í Hvammi í Vatnsdal árið 1255. “Þeir höfðu hestakost lítinn og fórst þeim seint; en þeir Bergur riðu ákaft norður eftir heiðinni og gátu tekið njósnarmenn Nikuláss hjá Grímstungumannaseljum; voru þeir þegar bundnir og barðir mjög.” Þessi heiði var á Sturlungaöld sjaldnar farin til Vatnsdals en Haukagilsheiði, sem er næst fyrir vestan hana. Báðar höfðu þann kost, að þær lágu ekki um byggðir, svo að minni líkur voru á, að njósn bærist þeim, sem riðið var að.
Förum frá Grímstungu beint suður Tunguna á Grímstunguheiði og suðsuðaustur um Hestás og Sílvatnsás. Síðan til suðurs vestan við Sílvatn og Austara-Gilsvatn og suður Illaflóa. Þar förum við austan við Þórarinsvatn og vestan við Svínavatn, síðan til suðsuðausturs austan við Gedduvatn og vestan við Galtarvatn að vegamótum. Þar er slóði um þrjá kílómetra austur í fjallakofann í Öldumóðu.
24,8 km
Húnavatnssýslur
Skálar:
Öldumóða: N65 10.928 W19 54.823.
Frá Gafli í Svínadal um Öldumóðuskála að Arnarvatni.
Þetta er ein af nokkrum húnvetnskum leiðum, sem lágu suður á Skagfirðingaveg um Stórasand. Aðrir heiðavegir á svæðinu eru: Norðlingafljót, Arnarvatnsheiði, Tvídægra, Núpdælagötur 1 og 2, Aðalbólsheiði, Víðidalstunguheiði, Haukagilsheiði, Suðurmannasandfell, Grímstunguheiði, Stórisandur, Skagfirðingavegur, Sandkúlufell, Bláfell, Fljótsdrög. Sjáið texta með þeim slóðum.
Grettishæð er talin vera sami staður og Grettishúfa, þar sem Grettis saga segir, að Þorbjörn öngull hafi grafið höfuð Grettis Ásmundarsonar.
Förum frá Gafli til suðurs vestan Hrafnabjargartjarnar og Kúputjarnar, Friðmundarvatns og Eyjatjarnar. Síðan yfir Vatnsdalsá og austan og sunnan Rifkelshöfða. Þaðan suður að Öldumóðu og svo austan við Þjófahæðir suður á Grettishæð. Við förum suðvestur um Stórasand um Beinkerlingu og Ólafsvörður norðan Bláfells að Skammá við Arnarvatn.
31,1 km
Húnavatnssýslur
Skálar:
Öldumóða: N65 10.928 W19 54.823.
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-Nat
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 6.3.2019
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Guðmundur Paul
Náttúrufræðingurinn, 4. Tölublað (01.03.1973), Blaðsíða 197. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4271054