Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Rauðkollur í Þjófadölum
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
(1950)
History
Þjófadalafjöll er um 8 km langur fjallshryggur í eins til tveggja km fjarlægð frá nyrsta hluta austurjaðars Langjökuls. Tveir hæstu tindar þeirra, Rauðkollur og Oddnýjarhnjúkur, ná næstum 1100 m y. s. og nokkrir aðrir hnjúkar eru yfir 1000 m, og þau rísa öll 300 til 400 metra yfir umhverfi sitt. Í austurhlíðum þeirra eru víða gróðurtorfur með ýmiskonar gróðri, sem þrífst á hálendinu, þar sem eitthvert skjól og jarðvegur er, og víðast, þar sem ekki eru brattar skriður eða hamrar, er einhvern gróður að finna ef vel er að gáð, svo sem víði, lyng, stinnastör og mosa, og skófir skreyta steina. Svo er einnig næstum allsstaðar uppi á fjöllunum og í vesturhlíðum þeirra, þar sem ekki eru berar klappir. Aðalefni fjallanna er móberg og er það auðunnara fyrir gróðurinn en gosberg. Víða er nokkuð af líparíti (ljósgrýti) og er sá kostur þeirrar bergtegundar að hún er í ýmsum litum, sem eykur fjölbreytni fegurðarinnar. Uppi á miðjum fjöllunum er áberandi rauður leir, sem mun vera frá kulnuðu jarðhitasvæði. Markalína milli Árnessýslu og Austur-Húnavatnssýslu liggur um austurhlíð fjallanna sunnanvert við miðju, norðvestur um þau yfir Oddnýjarhnjúk og vestur í jökul á vatnaskilum spölkorn norðvestan hans. Lína þessi er ekki sjáanleg í landslaginu, en sauðfjárvarnagirðing er nokkru norðan hennar á fjöllunum austanverðum en liggur yfir hana á þeim miðjum og vestur á hraunsvæði dálítið, sem er við austurjaðar Langjökuls.
Þegar horft er til norðausturs af Rauðkolli, sést yfir stórt jafnlent svæði, sem er í kringum 600 metra hæð yfir ssjávarmáli, og því víð sýn í góðu skyggni. Sandkúlufell er til vinstri við það, og liggur Kjalvegur austan þess, en Dúfunefsfell er til hægri og vegurinn vestan við það. Í fjarlægð má greina Mælifellshnjúk, sem víða sést af þessu svæði.
Places
Þjófadalafjöll; Langjökull, Oddnýjarhnjúkur; Sandkúlufell; Kjalvegur; Kjölur; Dúfunefsfell; Mælifellshnjúkur:
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
General context
Á rannsóknarsvæðum þeim, sem ritgerð þessi fjallar um hefi ég óvíða átt þess kost að kanna lóðrétta útbreiðslu gróðurhverfa í samfelldri röð upp eftir hlíðum. Hin eina athugun í því efni er sú, sem hér er lýst. Hún er gerð í austurhlíð fjallsins Rauðkolls á Kili. Fjallið rís bratt upp frá dalbotninum í Þjófadölum, sem er um 600 m yfir sjó.
Í dalnum eru aðalgróðurlendin víðiheiði, stinnustararheiði og mýrasund. Næst fjallsrótunum er gróður víða með nokkrum snjódældablæ, eins og fram kemur í fyrstu talningunni. Annars er hlíðin klædd samfelldum háplöntugróðri neðantil. Nálægt 750 m hæð verður greinileg gróðurbreyting. Háplöntugróðurinn gerist ósamfelldur en mosaþemba tekur við af brekkugróðrinum. Víða ber nokkuð á fléttum einkum Stereocaulon, engu að síður helst gróðurbreiðan þó svo samfelld, að lítt örlar á grjóti. Að vísu eru mörkin milli brekkugróðurs og mosaþembu ekki í beinni línu, heldur þannig að mosaþemban teygir sig lengra niður á hryggjum og bungum, en brekkugróður helst, þar sem eru grunnar grófir eða dældir.
Í dýpri grófunum verður hreinn snjódældagróður, aðallega grasvíðisveit (Salicetum herbaceae). Neðst í mosaþembunni er ekki mikill munur á fleti mosans og háplantnanna, en eftir því sem ofar dregur verða háplönturnar strjálli, og í rúmlega 800 m hæð er grámosabreiðan (Rhacomitrium) orðin samfelld að kalla með mjög strjálum háplöntum. Smáskellur eru þar gráar af Stereocaulon, og einnig hittast þar snjómosa skorpur (Anthelia) og brúnmosaþófar. Skammt þar fyrir ofan tekur mosaþemban að þynnast og steinar koma upp úr henni hingað og þangað. í um 880 m hæð er mosaþemban orðin svo sundurlaus, að hún þekur naumlega helming yfirborðsins, og tilsýndar er erfitt að skera úr, hvort þar er um mosaþembu eða skriðu að ræða. í 900 m hæð þrýtur samfellda mosaþembu með öllu, en við tekur grýtt skriða með smá mosaþófum á víð og dreif, og einstaka háplöntum, sem standa mjög strjált, m. a. lotsveifgrasi, sem ég fann fyrst þar í hlíðinni í þeirri hæð. Það er þó auðsætt, að það er ekki hæðin ein, sem veldur því að gróðurinn hverfur. Efsti hluti hlíðarinnar er mun brattastur, og þótt skriðan virðist vera tiltölulega föst, er enginn vafi á, að hún er á nokkurri hreyfingu, sem torveldar öllum gróðri að festast þar. Sjást þess og glögg merki, að hvarvetna þar sem smástallar eru, verða til mosaþófar.
Uppi á fjallinu er fastur melur, með smágrámosaþófum og fáum og strjálum háplöntum. Í vesturhlíð fjallsins er hvergi samfelldur gróður. Þar er aðallega snjómosa- (Anthelia) dældir, en sums staðar þó nær því gróðurlendi, sem hér að framan er kallað mosamold. Það sem einkum mun valda þessum mikla mun á hlíðunum er það, að í vesturhlíðinni er miklum mun snjóþyngra en í austurhlíðinni, og hún veit að jökulbreiðum Langjökuls, sem eru tiltölulega nálægar, og mun löngum blása þaðan svalur vindur
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-Fjall
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 27.2.2019
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Guðmundur Paul https://leifur.smugmug.com/Outdoors/2006/Empty-30/
https://leifur.smugmug.com/Outdoors/2006/Empty-30/
https://www.youtube.com/watch?v=TVG08svP2oo
https://www.fi.is/en/mountain-huts/thjofadalir
Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði, 1. tölublað (01.05.1967), Blaðsíða 87. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5970599