Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Blönduós- Gamlibærinn
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
26.6.1876 -
Saga
Blönduós byggðist upp í kringum verslun og voru íbúar fyrstu árin allir tengdir verslunarstörfum.
„Verslun var gefin frjáls að fullu eða öllu 1854. Kröfum Jóns Sigurðssonar og liðsmanna hans var fullnægt“ eins og segir í sögu Samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi eftir Thorsten Odhe í þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Ystafelli.
„Fyrsta tilraunin um vöruútvegun í félagsskap var gjörð í Húnavatnssýslu. Verslunarstaður var eigi löggiltur að Borðeyri fyrr en 1846 og máttu Húnvetningar sækja að Höfðakaupsstað eða Stykkishólm“
Kaupmennirnir þar vildu ekki sigla til Borðeyrar, en þeir réðu öllu um aðflutning og kom fyrsta skipið ekki fyrr að 2 árum liðnum en þá tók Pétur Eggerz yfir kaupfélagið.
„Árið 1869 stofnuðu Húnvetningar fyrstu verslunarsamtökin, sem nokkuð kvað að á landinu og fljótlega voru stofnaðar deildir allt frá Skagafirði til Borgarfjarðar.“
Faðir Blönduós er tvímælalaust Thomas Jarowsky Tomsen þótt svo að frumvarp til laga um verslunarstaðinn hafi komið frá Ásgeiri á Þingeyrum og Páli í Dæli.
Það voru ekki allir sáttir við þéttbýlismyndun við ós Blöndu eins og kom fram hjá sr Eiríki Kúld sem sagði að fjölgun verslunarstaða hefði í för með sér „aukna eyðslu á tíma og peningum í snattferðir til kaupa á tóbaki og brennivíni“.
Sumarið 1876 var nokkuð gott miðað við það sem síðar átti eftir að verða. 26. júní höfðu verið miklir hitar á Blönduósi 12 daga í röð og „hitinn opt farið uppí +30°R (37,5°C) í sólunni og +10-14°R (13-17°C) á nóttunni“ [Þjóðólfur 6. júlí 1876].
Sama dag og skip Thomsen siglir inn á Ósa Blöndu féll Custer hershöfðingi í bardaga við Indjána við Little Big Horn undir stjórn Sitting Bull og Crazy Horse.
Blönduós hafði fengið kaupstaðarréttindi 1. Janúar sama dag og Helene Scharfenberg Adenauer tók léttasótt í Köln og fæddi þriðja barn sitt og fyrsta forseta Sambandslýðveldisins.
Nú stóðu menn í sandfjörunni vestan við ósin og horfðu út Húnaflóa en fréttir höfðu borist að Thomsen skipsstjóri væri að sigla fari sínu inn flóann. Þrátt fyrir að „Kláðamálið“ væri ofarlega í hugum bænda þá var samt að sjá eftirvæntingu á hverju andliti.
Fyrsti skráði heimilismaðurinn 1876 var Sigvaldi Bennediktsson Blöndal.
Bernhard August Steincke hefði fyrstur fengið útmælda lóð vestan Blöndu (þar sem Pétursborg stendur nú) auk Thomsen. Ekkert varð þó úr að Akureyrarkaupmaðurinn nýtti sér lóðina og því var það Thomsen sem fyrstur kaupmanna settist að við ósa Blöndu.
Fram til 1876 höfðu Húnvetningar um 3 kosti að velja til kaupa á nauðþurftum, og þeir misgóðir. Vestan Blöndu var það verslunin á Borðeyri sem hlaut kaupstaðarréttindi 1846, en austan hennar var það Skagaströnd/Hólanes með kaupstaðarréttindi frá 1777 og svo Sauðárkrókur sem fékk kaupstaðaréttindi 1858. Fyrir þann tíma var það svo Grafarós/Hofsós.
Höfðakaupmenn á Ströndinni þóttu jafnan erfiðir í viðskiptum og jafnvel óheiðarlegir svo Húnvetningar sóttu frekar í Hofsós með viðskipti þótt um langan veg væri að fara en að skipta við kaupmanninn á „Horninu“.
„... Þetta er kölluð fríhöndlun. Það skiljum vér svo, að eftir henni hafi hvör einn fríheit að setja prís á sínar eigin vörur, en þau fríheit eru oss aldeilis betekin, þar sjálfir þeir útlendu fríhandlarar setja fastan taxta, bæði á sínar og vorar vörur, og við þann sama verðum vér, nauðugir viljugir að blífa, hvörsu blóðugur sem hann vera kann.“
„Þessi almenna bænda og hreppstjóra í Bólstaðarhlíðarhreppi umkvörtun yfir höndlaninni hér á Skagastrandarkaupsstað er því síður ýkjuð, að hér eru ótaldir margir óhægðir, sem orsakast af þessari mikið bágu og lélegu höndlan....“ skrifuðu þeir prestarnir sr Björn Jónsson á Bergsstað og sr Auðun Jónsson á Blöndudalshólum sínum „veleðla og mjög vel vísa“ sýslumanni Ísleifi Einarssyni í september 1797 í einu af 9 umkvörtunarbréfum Húnvetninga.
„Um 1876 lá ósinn hinsvegar fram með bakkanum að norðan. Var þá breið sandfjara í beinu framhaldi af bakkanum. Að sunnan var breiður sandur, og frá honum langt rif út í ósinn, sem uppi var um fjöru.“ Segir Pétur Sæmundsen í drögum að sögu Blönduós.
Hillebrandt fékk í fyrstu útmælda lóð á sjávarbakkanum skammt innan við Skúlahorn en þar voru þá 3 útmældar verslunarlóðir, auk hans voru það Grafaróskaupmenn og Höephnersverslun á Skagaströnd sem reistu þar söluskúr sem síðar var fluttur inn fyrir á og reistur vestan Pétursborgar fyrstu sölubúð Höephners. Þessi skúr ásamt skúr Thomsen eru því fyrstu byggingarnar sem reistar voru á Blönduósi
Fyrsta eiginlega húsið reisti hinsvegar Thomsen innan ár þar sem gamla Samkomuhúsið stendur nú en sneri í austur og vestur. Húsið brann svo aðfararnótt 21. desember 1914. Húsgrindin kom tilhöggvin frá Noregi og var í fyrstu bæði verslunar og íbúðarhús Thomsen.
Thomsen deyr svo í endaðan júní 1877 og tekur þá mágur hans Jóhann Möller við og kaupir eignir dánabúsins. Jóhann Möller var giftur Alvildu Thomsen en hinn kaupmaðurinn, Hillebrandt hafði verið giftur yngstu systur þeirra Lucindu sem lést af barnsförum í janúar 1877. Nánar verður sagt frá samskiptum fjölskyldunnar í næsta pistli.
Jóhann Möller reisir svo fyrsta eiginlega íbúðarhúsið á staðnum, þar sem Sæmundenhúsið/Kiljan eru nú. Húsið var byggt með norsku lagi og þótti mjög veglegt, það hús brann svo 1913. Þegar verið var að byggja hús Möllers komu mannabein upp úr grunninum. Sr Páll Sigurðsson á Hjaltastað ákvað að gera mönnum grikk og sendi um kvöldið vinnumann sinn niður að ós og kom hann þar að er verkamenn höfðu gert sér náttstað, hann gekk að glugganum og kvað þessa vísu digrum rómi:
„Auðri gýt jeg augnatópt,
augun eru ei nein.
Tennur skrölta og skrapa,
í skrokknum hringla bein.
Raustin há, rám og dimm,
rymur í hálsi mér.
Tungubleðillinn týndur,
fyrir tvöhundruð árum er.“
Höphnersverslun lét svo um vorið 1878 byggja stórt hús til verslunar og vörugeymslu (Pétursborg) og jafnframt að endurbyggja pakkhús af Hólanesi sem í dag nefnist Hillebrandtshús, þessi tvö hús standa enn og eru því elstu hús bæjarins.
Eins og vill verða í kaupstöðum þá bar fólk víða að og sinna þurfti því grunnþörfum ferðlanga. 1877 reisir Jóhannes Jasonarson vertshús þar sem gamla kaupfélagsútibúið var síðar, Jóhannes rak það til 1881 er hann flutti vestur um haf. Vertshúsið brann svo 1918.
Ári síðar reisir Sigurður snikkari Helgason „Ólafshús“ en hann lést 1879. 1889 eignast svo Ólafur Ólafsson húsið og er það enn í eigu afkomenda hans, þó mikið breytt, sem verða því að teljast elsta „klanið“ á Blönduósi.
Eins og áður hefur verið vikið að eru elstu uppistandandi húsin hér Pétursborg og Hillebrandtshús, en bæði voru upprunalega reist sem pakkhús.
Í Árbók fornleifafélagsins 1992 telur Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur að Hillebrandtshúsið sé að stofni til sama húsið og fyrsta krambúð Félags lausakaupmanna á Skagaströnd, byggð árið 1733.
"Þá var það eina timburhús þeirra á verslunarstaðnum. Tuttugu árum síðar var því breytt í "kokkhús", þegar ný krambúð var reist. Það var ekki fyrr en kom fram um miðja 18. öld, að veturseta einokunarkaupmanna fór að tíðkast, og var hún ekki gerð að skyldu fyrr en 1777. Varla er því hægt að búast við að til séu eldri hús úr timbri á Íslandi en frá fyrri hluta 18. aldar."
Friðrik Hillebrandt kaupmaður var giftur Lucindu Thomsen (lést sumarið 1877 af barnsburði) systur Thomsen kaupmanns og Jóhann G Möller var giftur eldri systur hennar Alvildu.
Ekki var samkomulagið gott á milli þeirra mága og Thomsen ekki par sáttur við alla þá kaupmenn sem ætluðu að bítast um verslunina niður við Ósinn, en auk hans var þar komin Höpfhnersverslun og Hólanesverslun af Ströndinni.
Yfirsmiður við Hillebrandtshúsið var Sverrir Runólfsson steinsmiður þá hafði hann nýlokið við að hlaða Þingeyrarkirkju, síðar fékk hann útmælda lóð á „Sverrishorni“ (Einarsnesi). Ekki entist honum þó ævin til að reisa sér hús þar. Héðan sigldi hann áleiðis til Borðeyrar með hund sinn, sem hann kallaði Magnús berfætta, en ekkert spurðist til þeirra eftir það. Sagt er, að menn hafi tekið til þess, hvað hundurinn var tregur að fara í bátinn.
Fyrstu ár hins unga kaupstaðar einkenndust af stórhug og framtíðardraumum. Ekki var þó veðráttan þeim hliðholl, 1878 gerði hvað eftir annað hafþök af ís og fór hann ekki fyrr en í júní. Ekki tók betra við á næsta ári en þá voru frosthörkur miklar í byrjun árs, Eyjafjörð lagði út undir Hrísey og gengið var á ís í Málmey í Skagafirði. Eldgos í Dyngjufjöllum og og almennt harðræði gekk nærri þjóðinni og í kaupstöðum var allt fullt af „Vesturheimsku“ fólki, sem kúrði hvar sem hægt var að koma því við, „Börn og gamalmenni, konur og ónytjungar liggja í hrönnum á götum og krám, horfandi vonaraugum eftir hinu langþráða skipi sem átti að flytja það vestur um haf“.
Í ársbyrjun 1880 virtist ætla að bregða til betri tíða, einstakt blíðskaparveður og vetrar varð vart við, hagar grónir um sumarmál. Þetta ár var tekið fyrsta manntalið á Blönduósi og voru skráðir íbúar samtal 107, 66 karlar og 41 kona. Nokkrir af máttarsólpum kaupsstaðarins voru fallnir frá, svo sem Thomsen og systir hans Lucinda kona Hillebrandts eins og áður var getið.
Ný íbúðarhús voru risin, Guðrún Jónsdóttir í „Ólafshúsi eins og það nefndist síðar“ var ný orðin ekkja og lét hún reisa sér hús handan „götunnar“ þar sem Jón Sumarliðason bjó síðar. Annar framkvæmdamaður Jón Jónsson Skagfjörð reisti sér hús 1879 sem nefndist Skagfjörðshús/Solveigarhús og stóð nánast þar sem Bjarg er núna sem reist var 1911, en aðeins ofar.
„Hillebrandt var maður hár vexti en grannur, lotinn nokkuð í herðurm, útlimalangur og handstór og hrikalegur allur. Skolhærður og bjart skeggjaður, stórskorinn í andliti, langleitur og grannholda, hvasseygur og harðlegur á brún, drembilegur á svip og ómjúkur í framkomu. Snöggur og harðmæltur og talaði í skipunartón. Hann bar sig hermannlega og gekk einatt í einkennisbúningi með korða við hlið eða sliðrahníf í belti“
„Hann var ekki óliðlegur í verzlun, en oft var það að drykkfeldni hans, hroki og hrottaskapur spilltu fyrir honum. Hann var fljótt uppi, ef honum var mælt í móti eða sýnd andstaða. Stóð þá ekki á hótunum og var fljótur að knefa hnífa sína til frekari áherzlu. En þrátt fyrir dramb og hrottaskap, hafði Hillebrandt það til að vera góðsamur og greiðvikinn og aldrei var hann sinkur á fé. Íslensku skildi hann, en talaði ekki nema dönsku.“
„Hillebrandt þótti einráður og uppivöðslumikill á yngri árum og sendi faðir hans hann til Íslands til að koma honum úr sukkinu í Höfn um 1760 til Skagastrandar þar sem hann átti verslun, ásamt yngri bróður hans Konráði. Það orð fór af Hillebrandt að hann væri kvenhollur maður á yngri árum. Honum var dreift við kvennafar í Kaupmannahöfn, en hver hæfa sem í því hefur verið þar, kvað lítt að að því hér. Eftir lát konu sinnar 1876, sem hann tregaði mjög og var ekki mönnum sinnandi og tók að drekka á ný en hann hafði alveg látið það vera meðan á sambandi þeirra stóð“
Seinna giftist hann aldraðri ekkju, Þórdísi Ebenezerdóttur á Vindhæli
„Fannkoma og nístingskuldi um hásumar“
„Fjárfellir og harðindi valda slíkum bjargræðisvandræðum, að hallæri ríkir um land allt“
„Tíu sinnum alsnjóa um há sumar“
„27 daga hríð“
„Gríðarlegur skepnufellir“
„Fjöldi bænda allslaus“
Þannig hljóðuðu fyrirsagnir blaða árið 1882. Það þarf því engan að undra að fjörkippur hafi aftur orðið í vesturferðum landans.
Fyrsti Blönduósingurinn sem fluttist vestur var Ingibjörg Sigfúsdóttir (1818-1890) sem þá (1883) var nýorðin ekkja eftir Guðmund Hermannsson í Finnstungu, ásamt 3 börnum þeirra, en þau fóru vestur frá Blönduósi og settust að í Nýja Íslandi. Með sama skipi fór Jón Ágústsson Blöndal frá Flögu, sem 2 árum síðar tekur þátt í bardögum stjórnarsinna við uppreisnarmenn kynblendinga í Manitoba ásamt öðrum íslendingum, einnig fór með skipinu Friðrika Anna Hansen frá Höfðahólum. Nafn skipsins er ekki skráð og er því líklegra að þau hafi farið með kaupskipi til Skotlands eða Danmerkur og þaðan vestur.
Þetta sama ár fór Jón Gíslason veitingamaður og barnakennari á Blönduósi ásamt konu sinni og nýfæddum syni. Þau fóru með gufuskipinu Craik(g)forth frá Akureyri til Quebec. Vestanhafs tók fjölskyldan upp ættarnafnið Gillies, Jóhannes bróðir hans hafði flutt vestur 1876.
SS Craigforth hafði áður verið í Austur Indía ferðum og smíðað fyrir „Cargo“ flutninga en ekki sem farþegaskip og hefur því vantað mikið uppá að aðbúnaður farþega hafi verið þægilegur heldur hefur lestin verið afþiljuð. Skipið var 862 brl að stærð byggt 1869.
Fyrstu Húnvetningarnir flytjast vestur 1873, en frá 1877 verður hlé á vesturferðum héðan en hefjast svo aftur 1883 en það ár fluttu 177 vestur um haf, sprengja verður svo 1887 þegar 356 íbúar sýslunnar taka sig upp og leita nýrra slóða.
Samtals fluttu 1361 Húnvetningar vestur og þar af 39 frá Blönduósi.
Vesturferðir íslendinga voru að mörguleiti frábrugðnar vesturferðum annarra þjóða. Á þessum árum dundi yfir hvert hallærisárið á eftir öðru, með hörðum og löngum vetrum og heyleysissumrum, einnig spilaði inní vistabönd og skortur á borgum. Ísland var á þessum árum bændasamfélag og stærstu þéttbýlisstaðirnir töldu ekki nema örfá hundruð. Í Vesturheimi skorti vinnuafl og þar stóð ódýrt landrými innflytjendum til boða.
Vesturferðir tóku drjúgan toll af vinnufæru fólki. Margt af þeim sem fóru héðan stóðu sig vel í framandi umhverfi. Íslendingurinn í sálinni var þó aldrei langt undan og þjóðernisfélög stofnuð og tungunni viðhaldið svo lengi sem hægt var.
Talið er að 15 fellisár hafi gengið yfir landið á 19. öld. En það voru ekki aðeins veðurharðindi sem herjuðu á íslenskabændur heldur einnig allskonar fjárpestir. Talið er að 45% fjárstofns Húnvetninga hafi fallið eða verið skorinn niður í seinni fjákláðafaraldrinum. Allskyns pestir gengu yfir og hefur þar líklega spilað inní heyleysis sumur og harðinda vetur.
1884 eru „Horfellislögin“ samþykkt á Alþingi, lög um ásetning og fénaðarhirðingu en þar til höfðu bændur oft teflt djarft um ásetning sem gat brugðist til beggja vona enda aðstæður til heyöflunnar víða næsta erfiðar og því teflt á tæpasta vaðið. Gömul landsvenja að treysta næsta mikið á útiganginn, enda voru þá landgæðin, beitin, höfuðkostir margra býla. Þó höfðu Svínvetningar 10 árum fyrr komið á eftirliti um ásetning.
Versti harðindakafli aldarinnar voru árin 1881-1887.
Verslunarárferði var einnig hið versta þessi ár.
Það voru ekki bara skepnur sem féllu í pestum, mislingafaraldur sem gekk hér 1882 felldi 208 Húnvetninga og alls um 1580 manns á landinu öllu en það er samanlagt fleiri en létust samtals árin 1884-1885.
1885 komu bændur víða að af landinu auk 32 kjörinna fulltrúa til að ræða stjórnarskrármálið. Á fundinum voru samþykktar 6 breytingar á stjórnarskránni ma um að Jarl verði settur yfir landið og íslendingar eignist sinn eigin verslunarfána. Tillögunar eru sendar konungi til staðfestingar en hans hátign synjaði fyrir. Líklega hefur ráðamönnum þá fundist það mál mest aðkallandi á tímum skepnufellis og uppflosnunar heimila.
1887 er bjargleysi og vaxandi örbyrgð af völdum skepnufalls farið að að segja til sín. „Í marsmánuði eru spurnir af því að heimili á Laxárdal eru að flosna upp. Í vor hefur borið á vergangsfólki, venju fremur í Húnavatnssýslu og víðar. Víða norðanlands mun fátækt fólk hafa lítið annað en horkjötið af skepnunum, sem voru að horfalla.
Þegar flest virðist ganga gegn Íslendingum kemur þó sjávarfangið til bjargar. Reglubundnar hvalveiðar hefjast hér en almennar fiskveiðar eru heldur stopular þó met aflabrögð eru við suðurströndina.
Á þessum árum hefst umræða um auknar samgöngubætur á landi og þrátt fyrir mikla andstöðu er ákveðið að brúa helstu stórfljót landsins og er fyrsta brúin smíðuð 1891 yfir Ölfusá og ekki líður á löngu að Blanda er einnig brúuð eins og getið verður um í næsta pistli.
Fyrsti læknir sem sat á Blönduósi var Sigurður Pálsson (1869-1910) en hann var skipaður 12. júní 1897 sem héraðslæknir í 15. aukahéraðslæknisembættinu og bjó í húsi sem Jóhann Möller kaupmaður hafði reist árið áður og nefnist nú Friðfinnshús kennt við Friðfinn Jónsson.
Þetta nýja Héraðslæknis embætti náði yfir Torfalækjar-, Svínavatns-, Bólstaðarhlíðar-, Engihlíðar- og Vindhælishrepp (sem náði þá út á Skaga) og var það svo til 1906 þegar gerð var nýbreyting á umdæminu.
Í Friðfinnshúsi bjó áður Jón Árnason Egilson (1865-1931) sem var bókari hjá Möller síðar kaupmaður í Reykjavík.
Þegar Sigurður Pálsson flyst sem héraðslæknir á Sauðárkrók er skipaður nýr héraðslæknir Björn Gunnlaugsson Blöndal (1865-1927), faðir Gunnlaugs Blöndal (1893-1962) listmálara (eitt þekktasta málverk hans er líklega af þjóðfundinum 1851), Björn er síðan skipaður héraðslæknir á Hvammstangs og er þá skipaður nýr héraðslæknir, Júlíus Halldórsson (1850-1924) og býr hann þar, þar til nýja Læknishúsið er er reist 1902.
Anna Þorsteinsdóttir (1860-1944) er svo fyrsta ljósmóðirin sem búsett var á Blönduósi en hún og maður hennar Hjálmar Egilsson fluttu á Blönduós 1900 og bjuggu fyrst í bæ þeim sem stóð þar sem hann reisti síðar fyrsta steinhúsið á Blönduósi (Jónasarhús) og stendur það enn og nefndist þá Hjálmarshús.
Staðir
1901 kom beiðni um að reisa sjúkraskýli á Blönduósi við litlar undirtektir ráða manna og var það ekki fyrr en tólf árum síðar sem samþykkt var að veita 150 króna styrk og var húsið Kista leigð til þess og var fljótlega uppnefnd Líkkistan vegna byggingalagsins.
1916 eru svo leigð tvær stofur af Zophoníasi Hjálmarssyni sem rúmuðu 4 sjúklinga. Það er svo ekki fyrr en 1923 sem sjúkrahús er reist sunnan við læknishúsið sem þá var í eigu Jóns Jónssonar (1868-1942) sem hafði auknefnið „pína“, þar var pláss fyrir 9 sjúklinga en síðan var viðbyggingin stækkuð 1928 í það horf sem hún er í dag og 14 sjúkrarúm þegar best lét. Þar var sjúkrahús allt þar til nýja Héraðshælið var reist 1956. Sýslusjóður kaupir svo allar eignir hans 1925.
Á vesturbakkanum voru þá nokkur hús sem hér verður getið.
1876 Möllersbúð verslunarhús brann 1914
1877 Möllershús Jóhann Möller (1848-1903) brann 1913
1877 Vertshús Jóhannes Jasonarson (1848)-Jón Gíslason (1852-1940)-Arnór Egilsson (1856-1900)-Kristján Halldórsson (1855-1926)
1877 Hillebrandtshús pakkhús
1878 Pétursborg (Austurpakkhús) sölubúð og Pakkhús
1878 Ólafshús Sigurður Helgason (1825-1879)-Holtastaða Jón Jóhannsson (1835)-Skúli Leví-Einar snikkari Guðmundsson (1854-1936)-Jón Sigurðsson (1855-1946) Balaskarði-Ólafur Ólafsson (1863-1930)
1879 Skagfjörðshús (Solveigarhús) Jón Jónsson Skagfjörð (1846-1898) og kona hans Sólveig Guðmundsdóttir (1836-1927)
1879 Guðrúnarhús (Blíðheimar) sem Guðrún Jónsdóttir (1835-1905) ekkja Sigurðar Helgasonar (í Ólafshúsi)-Ingibjörg Sigfúsdóttir (1818-1890)-Sigurjón Benediktsson (1868-1891)-Jón Konráðsson Kárdal (1859-1938).
1881 Guðmundarhús (rifið 1887) Guðmundur Jónsson (1851-1899) borgari og Una (1854-1924) í Unuhúsi. Jón Friðrik Friðriksson (1851-1910) og Níels Jóhannesson (1851-1926)
1882 Hemmertshús Pétur Sæmundsen (1841-1915) en áður fjölmargir starfsmenn Höephnerverslunar og fyrsti verslunarstjórinn Friðrik V Davíðsson (1860-1883).
1891 Langiskúr (Möllersskúr) fiskvinnsla og saltgeymsla
1892 Benediktshús (Fögruvellir) Benedikt Pétursson (1838)
1894 Hestur Guðmundur Benediktsson (1849) og Guðbjörg Guðmundsdóttir (1815-1900) móðir hans (fyrsta konan sem grafin er í kirkjugarðinum ásamt Birni Erlendssyni (1892-1900)
1896 Læknishús (Friðfinnshús) Jón Árnason Egilson (1865-1931)-Sigurður Pálsson (1869-1910)-Björn Gunnlaugsson Blöndal (1865-1927)-Pétur Júlíus Halldórsson (1850-1924)
1897 Systrabæ (Sumarliðabær) Jón Ólafur Semingsson (1849)
1897 Litla-Enni Sveinn Kristófersson (1844-1911)
1897 Grund (Klaufin) Guðmundur Sófanías Guðmundsson (1880)-Kristján Bessason (1868-1942)
1898 Helgahús (Þórðarhús-Bíbíarhús) Helgi Gíslason (1862-1931)
1898 Einarsnes (Sverrishorn) Sigtryggur Benediktsson (1866-1954) hafði áður verið úthlutað Sverri Runólfssyni (1831-1879) sem lést áður en hann gat byggt.
1898 Böðvarshús Halldór Sæmundsson (1859-1916)– Bjarni Hallgrímsson (1858)-Böðvar Þorláksson (1857-1929)
1899 hús Sigurðar Oddleifssonar (1860-1937) (síðar Ásgeirshús)
1899 Erlendarbær (Miðsvæði) Erlendur Björnsson (1865-1929)
1900 Mosfell Hjálmar Egilsson (1869-1932)
1901 Bali, Þorlákur Helgason (1862-1958)
1901 Sýslumannshúsið (Hótelið) Gísli Ísleifsson (1868-1932)
Auk þessara bygginga voru fjölmörg útihús og Læknishúsið í byggingu.
Réttindi
Til er samtímalýsing frá þeim degi sem „J Svíndælingur“ skrifaði í Norðling.
„Þegar Thomsen hóf að versla á hafi í lok júní munu Skagastrandarkaupmönnum hafa þótt sá kostur beztur að láta Thomsen ekki þurfa einn að taka á móti gestum þar innfrá, og kom því vezlunarstjóri Fr. Möller inn þangað fáum dögum síðar á Brikkskipinu Herthu.“
„Eftir að verzlun byrjaði var veðrátta óstillt og vindasamt og héldust ekki lauslega settar bryggjur því brimasamt var við sandinn, og var því verzlunin von bráðar flutt í land í trébyrgi er til þess voru reist austanmegin óssins, og varð því landsmönnum verzlun þar hin hægasta að þessu leyti.“
„Hinn 19. júlí f. á. voru mældar út lóðir undir verzIunarhús á Blönduósi og fékk Grafarósfélagið og verzlunarst. Fr Möller fyrirhönd kaupmanns Höepfners útmœId verzlunarhúsastæði fyrir austan ósinn en Thomsen kaupmaður beiddist útmælingar að vestan verðu í landareign prestssetursins Hjaltabakka er þrátt fyrir mótmæli prestsins hafði framgang, samkvæmt þar á staðnum feldum úrskurði. Síðar lét kaupm. B. Steincke mœla sér út verslunarlóð vestanmegin óssins.“
Thomsen lagði svo í seinni ferð sína frá Björgvin í Noregi 26. september, mörgum þótti það óráðlegt að sigla svo seint þegar allra veðra væri von.
„Áður enn Thomsen sigldi í fyrra sumar fékk hann Ásgeir alþingmann Einarsson á Þingeyrum til að sjá um byggingu á undirstöðum undir 20 álna langt og 14 álna breitt hús og var því starfi lokið þegar Thomsem kom aftur 5. október á stóru skipi, sem auk húsviðarins, var hlaðið matvöru og öðrum nauðsynjum, en engum glysvarningi. Var nú húsið reist í snatri og verslun byrjð 15. október nokkrum dögum eftir að hætt var að taka fé á Skagaströnd og á Hólanesi, og ætluðu margir að mestum hluta þess sauðfjár er til verzlunar var ætlað, mundi lógað vera, en sú raun varð á að á 10 dögum hafði Thomsen fengið svo mikið sláturfé er hann viIdi æskja, og svo að kalla gjörselt alIar vörur sínar. Hann sigldi aftur til Noregs 3. nóv.“
„Almennt vöruverð hér norðan og austanlands mun nú vera orðið:
Hvít ull 90 aura pd , tólg 33 aurar pd., tunna af hákallalýsi 44 kr.,
æðardún 17 kr. pd. — Tunna af rúg 19 kr., grjón 30 kr., baunir
27 kr., kaffi 1 kr. 8 aurar pd , sikur 52—55 aurar pd., brennivín 66 aurar
pt., munntóbak 2 kr. 2, 33 aurar pd og rjól 1, 50 aura pundið.“ [Norðlingur júlí 1876].
Ekki er ólíklegt að J Svíndælingur hafi verið einhver eftirtalinna; sr Jón Þórðarson prófastur í Auðkúlu, Jón Pálmason alþm. í Stóradal, Jón Guðmundsson á Guðlaugsstöðum, Jósef Jóhannsson Litla-Búrfelli eða Jónas Erlendsson á Tindum.
Starfssvið
Verslun við Húnaflóa
Kaupstaður var stofnaður á Blönduósi árið 1875. Um það leyti var verslunum farið að fjölga mjög í sýslunni og verslunarhættir breyttir frá því sem verið hafði fyrr á öldinni þegar Skagastrandarkaupmaðurinn var því sem næst einráður við Húnaflóa.
Einokunarverslun var innleidd á íslandi árið 1602 og stóð til 1787. Með henni var utanríkisverslun komið í fastar skorður. Vörumagnið var að nokkru leyti bundið fyrirfram sem flutt var inn á hverju ári, verðlag fast og kauphafnirnar voru flestar þær sömu allan einokunartímann. Hverri kauphöfn fylgdi ákveðið kaupsvæði. Kaupmönnum var bannað að vera á landinu nema yfir sumartímann lengst af og ekki máttu þeir taka þátt í atvinnulífi á Islandi. Það var ekki fyrr en kom fram yfír miðja 18. öld, að Islendingar fóru að telja sér hag í að kaupmenn dveldu á landinu vetrarlangt og veturseta fór að tíðkast og var hún síðan gerð að skyldu árið 1777.
Skagaströnd var kauphöfn allar götur frá upphafi einokunarverslunarinnar og eru heimildir til um verslun á þeim stað enn fyrr. Líklegt er að Englendingar og Þjóðverjar hafi verslað á Skagaströnd þegar á 15. og 16. öld en elsta leyfi til verslunar þar er frá lokum 16. aldar. Þar sem kaupmenn dvöldu lengst af aðeins á landinu yfir sumartímann, hefur ekki mikið verið um byggingar á verslunarstöðunum. Elstu úttektir á húsum sem vitað er um að til séu frá einokununarkaupmönnum eru frá Ólafsvík og Rifi, og þau timburhús hafa verið byggð um 1670 og 1690.
Mörg verslunarfélög höfðu landið á leigu þann tíma sem einokunin var við lýði. Alls voru þau níu á þessu 185 ára tímabili: Verslun Helsingjaborgara, Fyrsta íslenska verslunarfélagið, Verslun aðalútgerðarmanna, Umdæmaverslunin, Félag lausakaupmanna, Hörmangarafélagið, Konungsverslunin fyrri, Almenna verslunarfélagið og Konungsverslunin síðari. Þegar skipt var um eigendur voru eignirnar oft virtar og þær lýsingar lagðar til grundvallar sölunni. Ekki hefur þó tekist að finna eldri lýsingar fyrir landið í heild en frá 1742, þegar Hörmangarafélagið var að taka við versluninni.
Kaupsvæði Skagastrandarkaupmanna var nokkuð stórt, eins og flestra einokunarkaupmanna. Á öllu landinu voru lengst af 22-25 kauphafnir og um 19-23 skip sem sigldu á þær. Skagaströnd var lengi eini kaupstaður Húnavatnssýslu. Kaupmaðurinn sigldi þó einnig til Reykjafjarðar en verslun þar lá samt oft niðri. Næstu kauphafnir voru á Hofsósi og Akureyri. Tæp öld leið þar til veruleg fjölgun varð á kaupmönnum í sýslunni. Verslunareinokun var formlega aflétt árið 1787, en engin samkeppnisverslun var hins vegar reist fyrr en um 50 árum síðar, er Hólanesverslun var sett á laggirnar. Árið 1846 var síðan farið að versla á Borðeyri og 1858 á Sauðárkróki.
Blönduós varð löggiltur verslunarstaður árið 1875. Hillebrandt kaupmaður var með þeim fyrstu til þess að koma upp fastaverslun í hinum nýstofnaða kaupstað Blönduósi. Áður hafði Th. Thomsen kaupmaður komið á fót verslun þar. Hann reisti verslunarhús sunnan megin Blöndu árið 1876 en húsið flutti hann inn tilhöggvið frá Noregi.
Það sumar stóð sýslumaður tvisvar sinnum fyrir aukarétti á Blönduósi til að mæla út lóðir, því margir kaupmenn sýndu áhuga á því að fá útmældar lóðir til verslunarreksturs. Þeir voru auk Thomsens: Grafarósfélagið, C. Höephner, Fr. Hillebrandt, J. Chr. V. Bryde og B. Steincke. Hillebrandt fékk útmælingu norðan Blöndu, en byggði aldrei þar. Vorið 1877 reisti hann aftur á móti verslunarhús sunnan árinnar á lóð sem }. Chr. V. Bryde hafði fengið útmælda. Hús hans stóð við hliðina á húsi Thomsens.
Verslunum í sýslunni fjölgaði nokkuð um þetta leyti. Fjórar fastaverslanir voru starfræktar í Húnavatnssýslu árið 1877. Á gamla verslunarstaðnum á Skagaströnd var C. Höephner í Kaupmannahöfn (Friðrik Möller verslunarstjóri), og 1878 reisti hann útibú á Blönduósi (í húsinu sem kallað hefur verið Pétursborg). Í Karlsminni á Skagaströnd var F. Berndsen með verslun, en hún hafði verið stofnuð árið 1875. Á Hólanesi var Fr. Hillebrandt í Kaupmannahöfn (og sonur hans Fr. Hillebrandt verslunarstjóri). Sú verslun var stofnuð 1835 og opnaði útibú á Blönduósi 1877. Að lokum var Thomsen kominn með verslunarhús á Blönduósi frá og með 1876. Hann hafði áður verið verslunarstjóri á Hólanesi um skeið. Thomsen lést árið 1877 og Jóhann G. Möller varð verslunarstjóri. Mikil tengsl virðast oft hafa verið milli kaupmannanna.
Þrjár fastaverslanir risu því á Blönduósi á þremur árum. Þetta var mikil breyting frá því sem verið hafði fyrr á öldinni. Tvær þessara verslana voru með aðalstöðvar á Skagaströnd eða Hólanesi. Nokkrar deilur urðu því sumarið 1878 milli þeirra og hreppsnefndarinnar í Torfalækjarhreppi sem Blönduós tilheyrði þá. Nefndin sætti sig ekki við að verslanirnar greiddu ekki útsvar í Torfalækjarhreppi eins og í Vindhælishreppi og jöfnuðu aukaútsvörum niður á kaupmennina. Þeir andmæltu af krafti en án árangurs. Af þessari útsvarsdeilu sést að Hillebrandt var þarna fulltrúi verslunarinnar „Munch og Bryde", en hún hafði keypt verslunina af Hillebrandt í Kaupmannahöfn sama vor og ráðið soninn Hillebrandt áfram verslunarstjóra. Þessar voru aðstæður í verslunarmálum Húnavatnssýslu og í hinum nýstofnaða kaupstað Blönduósi þegar Hillebrandtshúsið var reist þar.
Upphaf kaupstaðar á Blönduósi
Hillebrandtshús
Frederik Hillebrandt kaupmaður í Kaupmannahöfn var með fyrstu kaupmönnum á Blönduósi. Öruggt má telja að Hillebrandt hafi reist verslunarhúsið um vorið 1877 eða snemmsumars sama ár. I skýrslu sýslumanns Húnavatnssýslu um fastaverslanir í sýslunni árið 1877 segir:
Kaupmaður Fr. Hillebrandt í Kaupmannahöfn hefir og látið byggja sölubúð á Blönduósi, og var þar rekin verzlun í sumarkauptíðinni. I gögnum sýslumanns er einnig til kæruskjal um atvik sem átti sér stað í verslunarhúsi Hillebrandts sumarið 1877. Það er því ljóst að hús Hillebrandts var risið snemmsumars árið 1877. En hvaðan kom það?
Elsta beina skriflega heimildin sem ég hef rekist á sem segir frá því að þetta hús hafi verið flutt til Blönduóss frá Skagaströnd, er á talningablaði manntalsmanna frá árinu 1950. í því segir orðrétt við hús Björns Einarssonar, eða hið svokallaða Hillebrandtshús:
Reist á Blönduósi 1887. Flutt frá Skagaströnd, og mun pá skv. heimildum hafa verið rúmlega 130 ára.
Hér hefur misritast 1887 í staðinn fyrir 1877. Þarna töldu menn árið 1950 að húsið hefði verið byggt 1757 (1747) eða fyrr. Manntalið tók Hermann Þórarinsson, sonur Þórarins Jónssonar á Hjaltabakka og Sigríðar Þorvaldsdóttur, alinn upp á Hjaltabakka og vel kunnugur sögu Blönduóss. Sama ár og manntalið var tekið kom út bókin Föðurtún eftir Pál Kolka, og þar nefnir hann einnig að húsið hafi verið flutt en segir að það hafi verið frá Hólanesi til Blönduóss. Orðrétt hljómar frásögnin á þennan veg:
... en Hillebrandtshús, sem notað var til vörugeymslu og flutt hafði verið frá Hólanesi gamalt, stendur enn, múrhúðað og uppdubbað í íbúðarhús, enda var það mjög traustlega viðað. Það er nú íbúðarhús og verkstæði Björns Einarssonar smiðs frá Síðu og er elzta hús staðarins.
Páll vísar ekki til heimilda um þetta atriði og virðist sem munnmælin gætu verið heimild hans. Höfundurinn var fæddur 1895 og mikill áhugamaður um þjóðlegan fróðleik og sagnir. Hann hafði aðgang að mörgum heimildarmönnum sem langt mundu fram og styrkir það staðhæfingu hans.
Magnús Björnsson frá Syðra-Hóli (1889-1963) ritaði mikið um mannlíf og sögu í Húnavatnssýslu. Hann var bókhneigður frá unga aldri, ritaði fjölda þátta sem birtir hafa verið í nokkrum bókum og var einn stofnandi Sögufélags Húnvetninga. í bók sem út kom árið 1959 minntist Magnús á upphaf verslunar Frederiks Hillebrandts á Blönduósi í þætti af „Húsfrú Þórdísi", en hún var seinni kona Hillebrandts. Segir hann svo frá upphafi verslunar á Blönduósi:
En „kúgararnir" þar á Skagaströnd voru ekki eins ánægðir með þetta fyrirtæki Thomsens eins og bændur fram um sveitir. Sjáanlegt var, að hann mundi höggva stórt skarð í veltu og hagnað verzlananna ytra. Og vorið eftir, er Thomsen var aftur kominn til Blönduóss með skip og farm, fór Friðrik Hillebrandt inn eftir með varning og efnivið í verzlun arhús, til að hefja samkeppni í rtávígi. Þannig hófst verzlun á Blönduósi
Þarna segir Magnús að Hillebrandt hafi haft með sér „efnivið í verzlunarhús" en ekki segir nánar um hvaðan viðurinn var fenginn. Ekki er hægt að ráða af þessu svo óyggjandi sé hvort viðurinn hafi komið notaður frá húsum einokunarverslunarinnar á Skagaströnd, eða hvort viðurinn var nýr og skipið hafi komið að utan það ár með viðkomu á Skagaströnd.
Vitað er hins vegar að Hillebrandt hafði tvö skip í förum til Hólaness og Blönduóss vorið 1877, Abelone og Juno, sem bæði komu frá Kaupmannahöfn. Jón Torfason skjalavörður hefur gert umfangsmikla leit að tollskrám þessara skipa, en þær hafa ekki varðveist. Af öðrum gögnum sýslumanns Húnavatnssýslu frá þessum tíma, má þó sjá að slíkar skýrslur hafa verið til. Hafi húsaviðurinn komið nýr frá Kaupmannahöfn hefði hans átt að vera getið í þessum skýrslum. Sú var raunin með innflutning Thomsens kaupmans á verslunarhúsi sínu árið áður.
Sonur Magnúsar Björnssonar frá Syðra-Hóli, Björn, minnist þess óljóst að hafa heyrt föður sinn ræða um flutning hússins en vill þó ekki fullyrða um það. Valgarður Ásgeirsson múrarameistari á Blönduósi sagðist muna eftir því þegar Magnús kom á heimili hans í æsku, og sagði frá því þegar faðir hans hafi fylgst með flutningi hússins frá Skagaströnd. Viðirnir hafi verið bundnir saman og dregnir á eftir skipinu sem sigldi með þá. Síðan hafi þeir verið teknir á land í fjörunni og reistir á grunninum sem var tilbúinn áður.
Jón Eyþórsson skrifaði frásögn um Austur-Húnavatnssýslu í Árbók Ferðafélagsins árið 1964 og segir svo um húsið:
Austan sölubúðar [Thomsens] var allmikið og sterkviðað pakkhús, kallað upphaflega Hillebrandtshús. Það var reist í Höfðakaupstað eða Hólanesi um 1750, en flutt til Blönduóss 1877. Kvistur hefur verið settur sunn24 an á húsið, og er það nú íbúðarhús.
Verið getur að Jón Eyþórsson hafi haft vitneskju um þennan flutning úr fjölskyldu sinni. Annar afi hans hét Benedikt Pétursson og var smiður. Hann bjó í Bráðræði innan við Hólanes. Elínborg Jónsdóttir á Röðulfelli á Skagaströnd hefur athugað manntöl á þessu svæði. Þar kemur fram að Benedikt hafi verið sá eini um þær slóðir sem þá var talinn vera smiður að atvinnu. Það er því hugsanlegt að hann hafi aðstoðað við flutninginn. Hinn afi Jóns, Sigurður Helgason, bjó á Ytra-Hóli milli Skagastrandar og Blönduóss. Hann var bóndi til 1877, en flutti eftir það til Blönduóss og fékkst við smíðar. Þá var móðir Jóns 12 ára. Báðir afar Jóns gætu því hafa tekið þátt í að reisa húsið eða fylgst með því og móðir hans gæti einnig hafa munað eftir þessu.
Í lóðaskjölum Blönduóssbæjar er uppruni hússins einnig rakinn til Skagastrandar. Segir svo orðrétt:
Á þessari lóð stendur enn svonefnt Hillibrantshús. Var flutt frá Skagaströnd 1877. - Var talið reist þar um miðja 18. öld.
Þessi heimild er frá þeim tíma sem Björn Einarsson átti húsið, gerð vegna lóðaskráningar.
Erfitt er að segja til um hvaða heimilda er verið að vísa til eða hvaða heimildir voru notaðar í þessum frásögnum og vitnisburðum. Margt bendir þó til þess að munnmælin séu aðalheimildirnar.
Verslunarbækur Hólanesverslunar hafa ekki varðveist svo vitað sé, og eru ekki á Þjóðskjalasafni þótt þar sé mikið af öðrum verslunarheimildum fyrri tíma. Það er því ekki unnt að sjá í gögnum verslunarinnar sjálfrar hvaðan húsið eða viðir þess hafa verið keyptir.
Árið 1877 var C. Höephner skráður eigandi að verslunarstaðnum á Skagaströnd, en ekki talið upp hvaða hús eða eignir það fól í sér. Hann hafði keypt verslunina tveimur árum áður. Engri sölu var þinglýst árið 1877. Það þarf þó ekki að þýða að húsið hafi ekki getað verið selt frá verslunarstaðnum í heild, ef miðað er við starfsvenjur þarna á þessum tíma þegar eignum var oft þinglýst löngu eftir sölu. Við athugun á þinglýsingum á eignum Skagastrandarkaupmanna allt frá því einokun lauk og fram undir aldamótin 1900, kom í ljós að það var ekki fyrr en árið 1862 sem sölusamningi á eignunum frá árinu 1825 var þinglýst og þá á vegum hins nýja eiganda. I millitíðinni höfðu eignirnar verið seldar nokkrum sinnum og var þeim samningum þinglýst við sama tækifæri. Þarna var í öllum tilvikum verið að selja allan verslunarstaðinn.
Hluti verslunarskjala Höephnersverslunar á Skagaströnd og á Blönduósi eru til, þó ekki eignaskrár eða annað því líkt. Þær var heldur ekki að finna í þeim gögnum Höephnersverslunar sem varðveitt eru á Héraðsskjalasafninu á Blönduósi. En í höfuðbók Höephnersverslunar á Skagaströnd frá 1877 á Þjóðskjalasafni er skráð uppboð sem verslunin hélt hinn 7. maí 1877. Af uppboðsbókhaldinu sjást þó aðeins upphæðirnar sem keypt var fyrir en ekki hvað keypt var. Þennan dag keypti Fr. Hillebrandt eitthvað fyrir tæpar 100 krónur. Hvort þar gæti verið um að ræða einhverja tengingu við kokkhúsið skal ósagt látið. Þetta sýnir þó að viðskipti af þessu tagi milli kaupmanna hafa ekki verið fráleit, þótt um keppinauta væri að ræða. Það mun því varla rétt sem fram kemur í skrifum Jóns Eyþórssonar, að Hillebrandt hafi verið verslunarstjóri í Höfðakaupstaðarverslun á Skagaströnd. Hins vegar gætu einhver tengsl hafa verið á milli Hillibrandts og Höephners, þótt hann hafi varla verið starfsmaður hans. I samtímaheimild, endurminningum Frits Berndsen sem átti verslunina í Karlsminni á Skagaströnd, segir þar sem hann greinir frá atburðum ársins 1877:
Dette Foraar opförte Höepfner og Hillebrandt Handelshuse paa Blönduos. Thomsen kom med Skib til Blönduós med betydeligt af Vare. Efter Thomsens Ankomst eik jeg pr. Baad til Blönduos for at erholde De 30 Vare som Thomsen havde givet mig Löfte om.
Berndsen segir ekki meira frá þessum húsbyggingum á Blönduósi. Ekki er ljóst hvort túlka eigi þessa frásögn þannig að þeir Hillebrandt og Höephner hafi reist verslunarhús saman á Blönduósi eða hvort báðir hafi reist hús. Einnig sýna viðskipti Thomsens og Berndsens að samkeppni verslananna hefur ekki komið í veg fyrir að þeir sameinuðust um innflutning.
Líklegast hafa Höephner og Hillebrandt reist sitt húsið hvor þetta ár á Blönduósi. Pétur Sæmundsen, sem rækilega hefur kannað upphaf verslunarinnar á Blönduósi eftir frumgögnum, segir að áður en Höephner reisti húsið Pétursborg 1878 hafi hann haft skúr til að versla í yfir kauptíðina. Orðrétt segir hann svo frá:
Höepfnersverzlun á Skagaströnd lét einnig reisa timburskúr vestar, norðan Blönduós og lét verzla í honum yfir sumarkauptíðina. Var skúrinn síðar fluttur inn fyrir ána og reistur vestan við fyrstu sölubúð Höephners (Pétursborg) og stóð þar um áratuga skeið.
Þetta gæti staðist miðað við frásögn Berndsens, að Höephner hafi reist skúr norðanvert við Blöndu, sama sumar og Hillebrandt hóf verslun sína þar. Verslunarhúsið sjálft reisti Höephner árið 1878 á lóð sem Steincke kaupmaður hafði fengið útmælda sunnan árinnar. Ekki er talið að mikið hafi kveðið að verslun Höephners þarna á Blönduósi fyrr en á árunum 1881-82. Einhver tengsl hafa verið milli þessara tveggja kaupmanna, því verslunarstjóri Höephners, sem var umboðsmaður hans þegar útmæling sýslumanns fór fram sumarið 1876, var einnie umboðsmaður Steinckes 33 mánuði seinna þegar seinni lóðaútmælingin fór fram.
Spurning er hvers vegna Höephner hafi ekki hafið fastaverslun strax 1876, þegar hann fékk útmælingu fyrir verslunarhúsi í fyrstu útmælingunni sem gerð var, miðað við þá túlkun sem áður er komin fram um að Höephner hafi líkað svo illa samkeppnin á Blönduósi? Hann var hins vegar ekki meðal þeirra sem óskuðu eftir verslunarlóð þegar sýslumaður mældi út í annað sinn yfir sumarið, en þá fékk Steincke útmælingu. Höephner hefur e.t.v. ekki haft trú á Blönduóssverslun framan af eða viljað byrja fyrst með litlum tilkostnaði. Því hefur hann e.t.v. getað selt Hillebrandt þetta gamla hús sem var hætt að þjóna aðalhlutverki á verslunarstaðnum á Skagaströnd án þess að það skaðaði hans eigin verslun. Hann hefur e.t.v. heldur ekki grátið það að einhver annar kaupmaður en hann sjálfur veitti Thomsen beina samkeppni á Blönduósi.
Við þessar aðstæður hefur það a.m.k. ekki verið óhugsandi fyrir Hillebrandt að eignast þetta gamla hús Skagastrandarverslunar. Þá var fyrir alllöngu búið að byggja ný aðalverslunarhús á Skagaströnd, og þetta gamla hús lengi verið notað sem geymsluhús og kokkhús. Hólanesverslunin með Hillebrandt í fararbroddi stóð hins vegar frekar höllum fæti þegar þarna var komið sögu og hefur hann hugsanlega ætlað að reyna að ná sér upp með stofnun útibús á Blönduósi.
Verslun Thomsens þar hafði gengið mjög vel. Verslun Hillebrandts Hólaneskaupmanns hófst á Blönduósi sumarið 1877. Þá stóðu tvö verslunarhús sunnan árinnar, hús Thomsens og Hillebrandts hlið við hlið. Norðan árinnar var síðan verslunarskúr Höephners. Ári seinna reisti Höephner hús skammt frá hinum kaupmönnunum, sömu megin árinnar og þeir. Það hús er nú nefnt Pétursborg, og er mun stærra en Hillebrandtshúsið og þar með líka stærra en umrætt kokkhús frá Skagaströnd. Það getur því ekki verið að Höephner hafi flutt það sjálfur til eigin nota, og munnmælin átt við hans hús. Elsta opinbera lýsing á Hillebrandtshúsinu er í fasteignamati Blönduóssbæjar árið 1917,40 árum eftir að húsið var reist þar. Þar segir:
Nr. 86. Möllerspakkhús. Sig. Magnús Stefánsson kaupm. Blönduósi og Jón S. Pálmason bóndi Þingeyrum. Timburhús fornt, með pappaklæddum útveggjum og þaki; með kjallara. Stærð 22 x 12 ál. hæð undir bita 3 Vz al., rishæð 3 Vi al. Viðbyggður skúr úr timbri 9x4 ál., hæð 3 ál. Óvíst um lóðarstærð og lóðin metin undir nafninu Möllerslóð. Húseignin metin Kr. 2000.00. Samtals Kr. 2000.00.
Lagaheimild
Víða stendur stoltur bær
strjálar rústir þegja.
En ef þú hlustar hafa þær
hálfu meira að segja.“
(Þórhildur Sveinsdóttir frá Hóli í Svartárdal)
Ferðalýsing Guðmundar Stefánssonar Stephensen: „Þegar búið var að skipa öllum hrossum fram og flutningi okkar, fórum við Íslendingar um borð á skipinu Queen, 153 að tölu með börnum og öllu saman. Var okkur sagt að fara niðurá næsta dekk og búa þar um okkur. Það var vondur staður, ákaflega þröngt og hitastækjan óþolandi uppaf hestunum sem stóð svo þröngt sem mögulegt var í allri lestinni og eins á dekkinu beggja megin útvið skansklæðninguna í réttum, og urðu þau fyrir öllum sjávargangi, svo þau duttu stundum hálfflöt, en fótuðu sig þó aftur.“
„Drungaloft og dimmsvört lá
draga nú minn sjónarhring.
Brestur í viðum, brakar rá,
belja hrannir allt í kring.“
„Nú vóru hestar farnir að drepast, því meðferðin var sú bölvaðasta, og óskaði ég oft að þeir dræpist allir. Heyinu var kastað undir þá einu sinni í sólarhring, og það var svo lítið að sumir fengu ofurlitla næring, en sumir ekkert sem meinlausastir vóru, og aldrei nokkurn dropa af vatni, og sárnaði mér þegar þeir vóru að bera vatn eftir skipinu, en aumingjarnir vóru að teygja sig eftir því, þeir sem á dekkinu vóru, en ég gat hverki bætt úr því né öðru, því þeir liðu það ekki Íslendingum; þeir lofuðu þeim að brjótast um þangað til þeir gáfu upp andann. Síðan að góðum tíma liðnum vóru þeir halaðir uppí reiðann og kastað fyrir borð. 6 drápust, sem ég vissi víst, fallegir gripir, og var nú komin góð lykt í borð- og svefnstofu okkar. Alltaf óskaði eg mína góðu hesta sem ég lét í Félagið dauða, en það lukkaðist ekki.“
Í blaðinu Ísafold 14. mars 1883 er birtur bréfkafli úr Húnavatnssýslu, sem í raun er hornsteinn hugsanaþanks Íslendinga í gegn um aldirnar og er enn, enda reynst okkur vel í nýlegum „hamförum“.
„Lífsspursmálið er að reyna að halda bjargræðisstofninum lifandi, sem nú er ásettur, því slóri hann af í bærilegu standi, þó fátt sé, skríða menn fljótt upp aftur, ef árferðið batnar.“
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Blö
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 8.4.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ Býlaskrá Blönduós
Timburhús fornt – Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, Megintexti (01.01.1992), Bls. 99-133. http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000537874