Halldór Árnason (1865-1959) Vesturheimi, frá Höfnum á Skaga

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Halldór Árnason (1865-1959) Vesturheimi, frá Höfnum á Skaga

Parallel form(s) of name

  • Halldór Árnason Vesturheimi, frá Höfnum á Skaga

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

28.6.1865 - 5.1.1959

History

Halldór Árnason Anderson 28. júní 1865 - 5. jan. 1959 Winnipeg. Var í Höfnum, Hofssókn, Hún. 1870. Sonur bónda á Höfnum, Hofssókn, Hún. 1880. Stúdent og sýsluskrifari í Hún. Fór til Vesturheims 1901 frá Blönduósi, Torfalækjarhreppi, Hún.

Places

Hafnir á Skaga; Blönduós 1901; Winnipeg:

Legal status

Latínuskólinn:

Functions, occupations and activities

Sýsluskrifari á Blönduósi;

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Árni Sigurðsson 7. mars 1835 - 17. júlí 1886. Bóndi og hreppstjóri í Höfnum á Skaga, A-Hún. Var í Höfnum, Hofssókn, Hún. 1845. „Mikill búhöldur og fésæll, rausnarsamur, höfðingi í lund og skörungur“ segir í ÍÆ og fyrri kona hans 20.10.1856; Margrét Guðmundsdóttir 3. maí 1832 - 15. júlí 1878 Húsmóðir í Höfnum.
Seinni kona Árna 31.7.1879; Jóninna Þórey Jónsdóttir 14. október 1852 - 14. apríl 1938 Var í Stykkishólmi 1930. Húsfreyja í Höfnum á Skaga. Var í Stykkishólmi, Snæf. 1920.

Alsystkini Halldórs;
1) Arnór Árnason 16. febrúar 1860 - 24. apríl 1938 Prestur í Tröllatungu í Tungusveit 1886-1904 og síðar í Hvammi í Laxárdal ytri, Skag. 1907-1935. Prestur og bóndi í Hvammi í Laxárdal, Hvammssókn, Skag. 1910 og 1930. M1 3.9.1886; Stefanía Sigríður Stefánsdóttir 10. desember 1857 - 7. júní 1893 Húsfreyja í Tröllatungu. Var í Nýjabæ, Kálfatjarnarsókn, Gull. 1860. M2 16.6.1894; Ragnheiður Eggertsdóttir 28. september 1862 - 1. janúar 1937 Var í Skarði, Skarðssókn, Dal. 1930. Húsfreyja í Hvammi, Hvammssókn, Skag. Var þar 1910.
2) Sigurlaug Björg Árnadóttir Knudsen 5. nóvember 1863 - 24. apríl 1949 Kennslukona á Laugalandi, Munkaþverársókn, Eyj. 1890. Prestsfrú á Breiðabólsstað í Vesturhópi, Hún. Kennari á Sauðárkróki 1930. Maður hennar; Diðrik Ludvig Knudsen 9. febrúar 1867 - 30. apríl 1930 Prestur á Þóroddsstað í Köldukinn, Þing. 1892-1904, á Bergsstöðum í Svartárdal, Hún. 1904-1914 og í Breiðabólstað í Vesturhópi, V-Hún. frá 1914 til dauðadags.
3) Elísabet Margrét Árnadóttir 8. júlí 1869 - 25. september 1872 Var í Höfnum, Hofssókn, Hún. 1870.
4) Árni Árnason 9. janúar 1875 - 3. júní 1941 Bóndi og umboðsmaður í Höfðahólum á Skagaströnd, síðar í Reykjavík. Ekkill á Ásvallagötu 27, Reykjavík 1930, bjó í Reykjavík til æviloka.
Samfeðra;
5) Sigurður Árnason 2. maí 1880 - 10. júní 1959 Ólst upp í Höfnum með foreldrum og síðar móður. Fyrirvinna á búi móður sinnar þar um tíma frá um 1890 fram til 1913. Óðalsbóndi í Höfnum 1913-42. Bóndi í Höfnum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Flutti til Reykjavíkur 1942 og var þar síðan. „Gaf eitt herbergi á Nýja Stúdentagarðinum. Skyldi nefnt Hafnir og menn af Hafnaætt sitja fyrir dvöl þar, síðan almennt Húnvetningar.“ segir í Eftirmælaskrá Jóns Skagan. Sambýliskona hans; Guðrún Stefánsdóttir 23. júlí 1890 - 6. janúar 1992 Var í Kumbravogum, Stokkseyrarsókn, Árn. 1901. Rjómabústýra. Húsfreyja í Höfnum á Skaga í A-Hún um allmörg ár. Ráðskona á Höfnum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Barnsmóðir hans 8.6.1902; Guðríður Rafnsdóttir 23. nóvember 1876 - 22. mars 1932 Húsfreyja á Höfða-Hólum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Tökubarn á Keldulandi, Hofssókn, Hún. 1880. Fósturdóttir á Keldulandi, Hofssókn, Hún. 1890. Maður hennar 18.9.1905; Ásgeir Klemensson 15. október 1879 - 4. október 1938 Bóndi á Höfða-Hólum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var á Geirbjarnarstöðum, Þóroddsstaðasókn, S-Þing. 1880. Bóndi á Höfðahólum. Meðal barna þeirra var Axel (1906-1965) á Höfðahólum
6) Elísabet Margrét Árnadóttir 8. júlí 1869 - 25. september 1872 Var í Höfnum, Hofssókn, Hún. 1870.

Fyrri kona hans; Þuríður Ragnheiður Sigfúsdóttir 25. sept. 1851 - 21. okt. 1906. Var á Tjörn, Tjarnarsókn, Hún. 1860. Húsfreyja í A-Hún. Húsmannskona Hjallalandi 1890. Skagaströnd 1901. Flutti vestur um haf 1901.
Seinni kona 1907; Pálína Rósa Sigurðardóttir Anderson 22. ágúst 1867 - 26.6.1935. Var á Mársstöðum, Undirfellssókn, Hún. 1870. Tökubarn á Öxl, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1901 frá Blönduósi, Torfalækjarhreppi, Hún.

Börn þeirra
1) Sigfús Blöndal Halldórsson 27. des. 1891 - 10. ágúst 1968. Var í Höfnum, Hofssókn, Hún. 1901. Var í Reykjavík 1910. Skólastjóri og skrifstofumaður. Ritstjóri Heimskringlu í Winnipeg. Skólastjóri á Akureyri 1930. Nefndur Sigfús Halldórs frá Höfnum. Kona hans 1930 Þorbjörg Helgadóttir Bjarnasonar f. 1890, vestur-íslensk, börn þeirra; a) Þuríður b) Halldór.

General context

Fyrir skömmu lézt hér í borginni Halldór Árnason (Anderson) frá Höfnum á Skaga í Húnavatnssýslu kominn á tíræðisaldur (93 ára), faðir Sigfúsar Halldórs, sem hér var um tíma ritstjóri Heimskringlu.
Árni Sigurðsson, bóndi í Höfnum, atorkumaður mikill og ef til vill efnaðasti bóndi sýslunnar á því tímabili, sendi Halldór á latínuskólann, sem þá var aðalmenntastofnun landsins. Ekki er mér kunnugt hvort Halldór lauk þar námi, en hann lét þar staðar numið, og vann eftir það að ýmsum störfum í sýslu sinni, um tíma hjá Andrési Árnasyni verzlunarstjóra á Skagaströnd hinum ágætasta manni, sem því miður varð skammlífur, en lengst af sem sýsluskrifari tveggja sýslumanna Lárusar Blöndals og Gísla ísleifssonar, mun þá enginn hafa verið kunnari ættum og högum Húnvetninga en Halldór frá Höfnum. Rithönd Halldórs var sýslufræg og líklega víðar og mun enginn annar í því í héraði hafa skrifað svo fagra hönd.

Rétt eftir aldamótin flutti Halldór til þessa lands, og settist að í Winnipeg og bjó hér æ síðan, og þótt hann hefði nær eingöngu unnið við setustörf á Íslandi, gekk hann hér að algengri vinnu eins og hann hefði aldrei lagt hönd að öðru um dagana.
Árið 1907 giftist hann seinni konu sinni Pálínu Sigurðardóttur frá Öxl í Húnaþingi, hinni mestu ágætiskonu, og var hún honum hin mesta stoð og stytta til æfiloka. Hún lifir mann sinn háöldruð.
Halldór Árnason var prúður maður, heldur meira en meðalmaður á hæð, beinn og riðvaxinn og hinn bezti drengur, hæglátur og fáskiptinn um annara hagi, vinfastur og langminnugur; hann bar jafnan að hverju sem hann gekk hið þóttalausa yfirbragð virðuleikans, sem löngum fylgir þeim er fengið hafa gott uppeldi og menntun.
Páll Guðmundsson
Lögberg, 4. tölublað (22.01.1959), Blaðsíða 5. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2209352

Relationships area

Related entity

Ludvig Knudsen (1867-1930) prestur Breiðabólstað (9.2.1867 - 30.4.1930)

Identifier of related entity

HAH03023

Category of relationship

family

Dates of relationship

14.9.1891

Description of relationship

Kona sr Ludvigs var Sigurlaug Björg systir Halldórs

Related entity

Guðrún Stefánsdóttir (1890-1992) frá Kumbaravogi við Stokkseyri, (23.7.1890 - 6.1.1992)

Identifier of related entity

HAH01341

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Guðrún var sambýliskona Sigurðar bróður Halldórs

Related entity

Guðrún Rafnsdóttir (1875-1932) Vesturheimi (10.7.1875 - 24.5.1932)

Identifier of related entity

HAH04330

Category of relationship

family

Dates of relationship

8.6.1902

Description of relationship

Guðrún var barnsmóðir Sigurðar bróður Halldórs

Related entity

Hafnir á Skaga ((1950))

Identifier of related entity

HAH00284

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.6.1865

Description of relationship

barn þar

Related entity

Blönduós- Gamlibærinn (26.6.1876 -)

Identifier of related entity

HAH00082

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Starfaði þar um aldamót

Related entity

Winnipeg Kanada

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1901-1959

Description of relationship

búsettur þar

Related entity

Sigfús Blöndal Halldórsson (1891-1968) ritstjóri Heimskringlu, skólastjóri Akureyri 1930 (27.12.1891 - 10.8.1968)

Identifier of related entity

HAH06778

Category of relationship

family

Type of relationship

Sigfús Blöndal Halldórsson (1891-1968) ritstjóri Heimskringlu, skólastjóri Akureyri 1930

is the child of

Halldór Árnason (1865-1959) Vesturheimi, frá Höfnum á Skaga

Dates of relationship

27.12.1891

Description of relationship

Related entity

Árni Sigurðsson (1835-1886) Höfnum á Skaga (7.3.1835 - 17.7.1886)

Identifier of related entity

HAH03564

Category of relationship

family

Type of relationship

Árni Sigurðsson (1835-1886) Höfnum á Skaga

is the parent of

Halldór Árnason (1865-1959) Vesturheimi, frá Höfnum á Skaga

Dates of relationship

28.6.1865

Description of relationship

Related entity

Sigurður Árnason (1880-1959) Höfnum á Skaga (2.5.1880 - 10.6.1959)

Identifier of related entity

HAH09280

Category of relationship

family

Type of relationship

Sigurður Árnason (1880-1959) Höfnum á Skaga

is the sibling of

Halldór Árnason (1865-1959) Vesturheimi, frá Höfnum á Skaga

Dates of relationship

2.5.1880

Description of relationship

samfeðra

Related entity

Árni Árnason (1875-1941) Höfðahólum (9.1.1875 - 3.6.1941)

Identifier of related entity

HAH03523

Category of relationship

family

Type of relationship

Árni Árnason (1875-1941) Höfðahólum

is the sibling of

Halldór Árnason (1865-1959) Vesturheimi, frá Höfnum á Skaga

Dates of relationship

9.1.1875

Description of relationship

Related entity

Margrét Árnadóttir (1884-1985) frá Höfnum á Skaga (12.8.1884 - 29.10.1985)

Identifier of related entity

HAH09256

Category of relationship

family

Type of relationship

Margrét Árnadóttir (1884-1985) frá Höfnum á Skaga

is the sibling of

Halldór Árnason (1865-1959) Vesturheimi, frá Höfnum á Skaga

Dates of relationship

Description of relationship

samfeðra

Related entity

Pálína Rósa Sigurðardóttir (1867) fór vestur um haf 1901 frá Blönduósi (22.8.1867 -)

Identifier of related entity

HAH07190

Category of relationship

family

Type of relationship

Pálína Rósa Sigurðardóttir (1867) fór vestur um haf 1901 frá Blönduósi

is the spouse of

Halldór Árnason (1865-1959) Vesturheimi, frá Höfnum á Skaga

Dates of relationship

16.2.1907

Description of relationship

líklega barnlaus

Related entity

Þuríður Sigfúsdóttir (1851-1906) Hjallalandi (25.9.1851 - 21.10.1906)

Identifier of related entity

HAH06777

Category of relationship

family

Type of relationship

Þuríður Sigfúsdóttir (1851-1906) Hjallalandi

is the spouse of

Halldór Árnason (1865-1959) Vesturheimi, frá Höfnum á Skaga

Dates of relationship

17.10.1890

Description of relationship

Sonur þeirra; 1) Sigfús Blöndal Halldórsson 27. des. 1891 - 10. ágúst 1968. Var í Höfnum, Hofssókn, Hún. 1901. Var í Reykjavík 1910. Skólastjóri og skrifstofumaður. Ritstjóri Heimskringlu í Winnipeg. Skólastjóri á Akureyri 1930. Nefndur Sigfús Halldórs frá Höfnum. Kona hans 1930 Þorbjörg Helgadóttir Bjarnasonar f. 1890, vestur-íslensk, börn þeirra; a) Þuríður b) Halldór.

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH04636

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 28.10.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði
Lögberg, 4. tölublað (22.01.1959), Blaðsíða 5. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2209352

Mannalát árið 1968. – Húnavaka, 1. tölublað (01.05.1969), Bls. 151-164. http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000556346

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places