Sýnir 10412 niðurstöður

Nafnspjald

Guðmundur Frímann Gunnarsson (1839-1912) Hnjúkum ov

  • HAH04011
  • Einstaklingur
  • 1.8.1839 - 12.3.1912

Guðmundur Frímann Gunnarsson 1. ágúst 1839 - 12. mars 1912 Var í Tungu í Tjarnarsókn, Hún. 1845. Vinnumaður á Sauðdalsá, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1860. Bóndi á Refsteinsstöðum og síðar á Hnjúkum. Bóndi á Refsteinsstöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1873 og 1880. Húsbóndi á Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Húsbóndi í Hnjúkum, Blönduóssókn, Hún. 1901. Skv. Æ.A-Hún. var Guðmundur af sumum talinn launsonur Guðmundar Ketilsonar, f.1792, d.24.6.1859, bónda og skálds á Illugastöðum á Vatnsnesi.

Ólöf Sigurðardóttir (1857-1933) rithöfundur frá Hlöðum í Hörgárdal

  • HAH06496
  • Einstaklingur
  • 9.4.1857 - 23.3.1933

Ólöf Sigurðardóttir 9. apríl 1857 - 23. mars 1933. Ljósmóðir, skáld og rithöfundur á Hlöðum í Hörgárdal, síðast bús. í Reykjavík. Ekkja á Njarðargötu 3, Reykjavík 1930.
Ólöf fæddist á Sauðadalsá á Vatnsnesi og ólst upp þar á nesinu.

Staðarbakkakirkja - Staðarbakki í Miðfirði

  • HAH00581
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 16.11.1890 -

Staðarbakkakirkja kirkja að Staðarbakka í Miðfirði. Þar er bændakirkja (útkirkja) sem þjónað hefur verið frá næsta bæ, Melstað, frá árinu 1907. Núverandi kirkja þar var reist árið 1890 og tekur 120 manns í sæti. Hún er úr timbri en altaristöfluna gaf Björn Guðmundur Björnsson kenndur við Torfustahús þar sem hann átti heima á meðan hann stundaði búskap eða Hvammstanga þar sem hann bjó síðari hluta æfinnar, altaristöfluna gaf hann til minningar um son sinn er lést mjög ungur (heimild úr ljóðabókinni "Glæðum" eftir Björn). Altaristöfluna málaði Eyjólfur Eyfells árið 1931 og sýnir hún Krist.

Saga kirkjunnar

Staðarbakkakirkja Melstaðarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Staðarbakki er bær og kirkjustaður í Miðfirði, næsti bær við Melstað, sem er einnig kirkjustaður. Staðarbakki var áður prestssetur en nú er þar útkirkja frá Melstað síðan 1907.

Kaþólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Jóhannesi skírara. Timburkirkjan með turni og lofti og sætum fyrir 120 manns var byggð þar 1890 og vígð 16. nóvember sama ár.

Halldór Bjarnason frá Gröf í Borgarhreppi var kirkjusmiður. Altaristöfluna málaði Eyjólfur Eyfells árið 1931 og sýnir hún Krist.

Magdalena Tómasdóttir (1817-1903) Tungu á Vatnsnesi

  • HAH09361
  • Einstaklingur
  • 13.1.1817 - 7.3.1903

Magdalena Tómasdóttir Sigurðardóttir (1817-1903) Tungu á Vatnsnesi
Húsfreyja í Tungu, Tjarnarsókn, Hún. 1845. Húsfreyja á Þorgrímsstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1860. Hún var skráð dóttir Tómasar Jónssonar, vinnumanns í Dæli, en var almennt talin dóttir Sigurðar Ólafssonar í Katadal, en Sigurður þessi var giftur Þorbjörgu, systur Guðrúnar, þannig að það faðerni varðaði við lög. Þannig að hún var hálfsystir Friðriks sem hálshöggvinn var að Þrístöpum. frá Katadal. Ftún bls. 349

Páll Jónsson (1899-1979) skólastjóri á Skagaströnd

  • HAH01825
  • Einstaklingur
  • 22.12.1899 - 19.7.1979

Bóndi og kennari á Hofi, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Breiðabliki, Höfðahr., A-Hún. 1957. Skólastjóri á Skagaströnd. Páll Jónsson fæddist 22. desember 1899 á Njálsstöðum í Vindhælahreppi. Árið 1920 höfðu systkini Páls, Pétur og Vilborg flutzt með foreldrum sínum frá Balaskarði út að Hofi á Skagaströnd og hafið búskap á hinu forna prestsetri.

Ögmundur Guðbrandsson (1841-1900) Melstað í Miðfirði

  • HAH09359
  • Einstaklingur
  • 25.9.1841 - 5.6.1900

Ögmundur Guðbrandsson 25. sept. 1841 - 5. júní 1900. Þóroddsstöðum í Hrútafirði 1841. Var í Brandagili, Staðarsókn, Hún. 1845. Vinnumaður í Hrútatungu, Staðarsókn, Hún. 1860. Húsmaður á Árbakka, Prestbakkasókn, Strand. 1880. Húsbóndi á Syðri-Reykjum, Melstaðarsókn, Hún. 1890.

Jakob Lárusson Bergstað (1874-1936) Litla-Enni

  • HAH04895
  • Einstaklingur
  • 12.4.1874 - 26.11.1936

Jakob Lárusson Bergstað 12. apríl 1874 - 26. nóv. 1936. Tökubarn á Bergstöðum, Spákonufellssókn, Hún. 1880. Bóndi og trésmíðameistari í Litla-Enni, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1920. Trésmiður á Litla-Enni, Höskuldsstaðasókn 1930.

Vilborg Jónsdóttir (1863-1947) Stað

  • HAH09028
  • Einstaklingur
  • 22.6.1863 - 28.1.1947

Vilborg Jónsdóttir 22. júní 1863 - 28. jan. 1947. Húsfreyja á Stað, Staðarsókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja á Staðastað, Staðastaðarsókn, Snæf. 1890. Húsfreyja á Stað í Hrútafirði.

Ingibjörg Björnsdóttir (1886-1970) Gottorp

  • HAH08991
  • Einstaklingur
  • 31.3.1886 - 29.11.1970

Ingibjörg Björnsdóttir 31. mars 1886 - 29. nóv. 1970. Húsfreyja í Gottorp í Vesturhópi. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Voru barnlaus.

Páll Briem (1856-1904) amtmaður Akureyri

  • HAH09057
  • Einstaklingur
  • 19.10.1856 - 17.12.1904

Amtmaður og alþingismaður á Akureyri. Bankastjóri við Íslandsbanka. Riddari af Dannebrog. Var á Espihóli, Hrafnagilssókn, Eyj. 1860. frá Espihóli, sýslumaður í Rang, amtmaður
Fæddur á Espihóli í Eyjafirði

Sigvaldi Hjálmarsson (1921-1985) frá Fjósum í Svartárdal.

  • HAH09064
  • Einstaklingur
  • 6.10.1921 - 17.4.1985

Sigvaldi Hjálmarsson 6. okt. 1921 - 17. apríl 1985. Var á Skeggstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Kennari, blaðamaður og ritstjóri og gaf auk þess út nokkrar bækur. Forseti íslandsdeildar Guðspekifélagsins.

Jón Hjálmarsson (1924-1988) frá Fjósum

  • HAH01574
  • Einstaklingur
  • 9.10.1924 - 18.4.1988

Var á Fjósum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Erindreki og verslunarmaður í Reykjavík. Jón Hjálmarsson var ekki einasta fróður um lífsbaráttu og pólitík fyrri tíðar. Hann hafði lært af reynslunni og vildi gjarnan leggja sitt af mörkum til að bæta fyrir fyrri mistök okkar hreyfingar og treysta samstöðu vinnandi fólks um samtök sín og meginstefnu fremur en ala á fyrri misklíðarefnum. Þess vegna var Jón Hjálmarsson umburðarlyndur gagnvart mönnum og málefnum. Hann var fróður, íhugull og gagnrýninn á leiðir - en ævinlega jákvæður í afstöðu sinni. Þessvegna var bæði gaman að gagnlegt að ræða við hann málefni líðandi stundar og að setja þau í stærra samhengi fortíðar og framtíðar. Jón var einn aðalforgöngumanna um stofnun Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni þann 15. mars 1986 og hann var einnig aðalhvatamaður að stofnun svonefnds Opins húss sem var ein aðallífæð félagsins. Hann var kjörinn gjaldkeri félagsins og síðasta árið var hann varaformaður þess.
Það sem einkenndi Jón í störfum sínum fyrir FEB. var brennandi áhugi á öllu því sem hann taldi tilheilla félaginu og helgaði því þá þekkingu og þann kraft sem hann bjó yfir.
Jón flutti mál sitt af krafti og einurð og hans síðustu orð voru hvatning til samstjórnarmanna sinna um að hvika hvergi frá þeim málum sem félagið berst fyrir og hafði þá efst í huga nauðsyn þessað félagið eignaðist sitt eigið félagsheimili. Nokkrum mínútum síðan var hann látinn, svo skammt er milli lífs og dauða

Sigríður Friðfinnsdóttir (1907-1992) Friðfinnshúsi

  • HAH06962
  • Einstaklingur
  • 24.12.1907 - 26.1.1992

Sigríður Friðfinnsdóttir 24. desember 1907 - 26. janúar 1992. Vinnukona á Laugavegi 41, Reykjavík 1930. Var jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. febrúar kl. 13.30.

Björn Sigurðsson (1871-1911) Bjarnastöðum í Vatnsdal

  • HAH02890
  • Einstaklingur
  • 19.3.1871 - 28.2.1911

Björn Sigurðsson 19. mars 1871 - 28. febrúar 1911 Bóndi og kennari á Bjarnastöðum í Vatnsdal og Litlu-Giljá í Þingi í Sveinsstaðahr., A-Hún. Varð úti.

Elín G. S. Kjartansson (1914-1982)

  • HAH03177
  • Einstaklingur
  • 15.8.1914 - 19.8.1982

Elín G. S. Kjartansson 15. ágúst 1914 - 19. ágúst 1982 Sendiherrafrú, lést á heimili Margrétar dóttur sinnar í Burlington.

Chicago Illinois USA

  • HAH00964
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 12.8.1833 -

Um miðja 18. öld var svæðið fyrst og fremst byggt af Potawatomi ættbálknum. Fyrsti landneminn í Chicago var Haítíbúinn Jean Baptiste Pointe du Sable en hann settist að um 1770 og giftist Potawatomi konu. Hann stofnaði þar fyrstu vöruskiptastöðina á svæðinu. Árið 1803 byggði Bandaríkjaher virkið Fort Dearborn, sem var lagt í rúst árið 1812 í Fort Dearborn fjöldamorðunum. Ottawa ættbálkurinn, Ojibwa ættbálkurinn og Potawatomi ættbálkurinn gáfu landið eftir til Bandaríkjanna með St. Louis samningnum árið 1816. Þann 12. ágúst 1833 var bærinn Chicago skipulagður með 350 íbúum og sjö árum síðar voru íbúar orðnir 4000 talsins.

Chicago fékk borgarréttindi þann 4. mars 1837.

Chicago var ein af mest ört vaxandi borgum heims á fyrstu öld sinni. Íbúafjöldin komst upp í eina milljón fyrir 1890.
Frá árinu 1848 hefur borgin verið mikilvægur tengihlekkur milli austur- og vesturhluta Bandaríkjanna, þá fyrst með opnun Galena & Chicago Union Railroad, fyrstu járnbraut Chicagoborgar, sem og Illinois og Michigan skipaskurðsins sem leyfði gufuskipum og seglskipum að fara af mikluvötnum að Mississippi í gegnum Chicago. Sístækkandi efnahagur laðaði að borginni marga nýja íbúa frá sveitahéröðum og írsk-amerískir, pólsk-amerískir, sænsk-amerískir og þýsk-amerískir innflytjendur fluttust til borgarinnar í hrönnum. Árið 1880 bjuggu um 299 þúsund manns í borginni en um aldamótin 1900 voru þeir orðnir 1,7 milljónir.

State Street árið 1907
Eftir mikinn eldsvoða árið 1871 sem eyðilagði þriðjung borgarinnar, þar með talið viðskiptahverfið eins og það lagði sig, upphófst mikil uppsveifla tengd endurbyggingunni. Það var á þessum endurreisnarárum sem fyrsti skýjakljúfurinn var byggður með stálgrind (1885). Árið 1893 var haldin í borginni Word's Columbian Exposition hátíðina í mýrinni þar sem nú er Jackson Park. Hátíðin dró að sér 27,5 milljón gesti. Einu ári fyrr hafði Chicago Háskóli verið stofnaður á þessum stað.

Borgin var upphafsstaður verkalýðsdeilna á þessum árum, sem fól meðal annars í sér Haymarket óeirðirnar 4. maí 1886. Áhyggjur af félagslegum vandamálum meðal fátækari stétta borgarinnar leiddu til stofnunnar Hull House árið 1889.

Árið 1855 byrjaði Chicago að byggja fyrsta heildstæða skolpkerfi Bandaríkjanna, en til þess þurfti að hækka margar götur miðborgarinnar um allt að þremur metrum. Með þessu fór skolp og iðnaðarúrgangur beint út í Chicago á og þaðan í Michiganvatn og mengaði þar með vatnsbólið sem borgarbúar fengu drykkjarvatn sitt úr. Borgaryfirvöld brugðust við með því að leggja göng um þrjá kílómetra út í vatnið en rigningar á vorin báru skolpið út að inntaksrörunum. Loks var brugðið á það ráð að leysa vandann með því að snúa straumstefnu Illinois-ár við.

Á þriðja áratug 20. aldar varð borgin víðfræg fyrir skipulagða glæpastarfsemi. Glæpónar á borð við Al Capone börðust hver við annan á meðan að bjórbannið átti sér stað. En á sama tíma var mikil uppbygging í iðnaði ásamt því sem að þúsundir blökkumanna fluttust til Chicago og annarra norðlægra borga á þessum tíma.

Þann 2. desember 1942 var fyrsta stýrða kjarnahvarfið framkvæmt í háskólanum í Chicago, sem var einn af upphafspunktum Manhattan verkefnisins.

Á sjötta áratugnum fluttust margir efri- og millistéttaríbúar úr miðborginni í úthverfin og skildu eftir sig fjölmörg fátæk hverfi. Árið 1968 hýsti borgin Landsþing Bandaríska Demókrataflokksins og byrjaði byggingu á Sears turni (sem árið 1974 varð hæsta bygging heims) og O'Hare flugvellinum.

Árið 1983 varð Harold Washington fyrsti blökkumaðurinn til þess að gegna embætti borgarstjóra eftir einn krappasta kosningaslaginn í sögu borgarinnar. Frambjóðandi Repúblikanaflokksins, Bernard Epton, auglýsti framboð sitt með slagorðinu „áður en það er um seinan“, sem talið var skýrskotun til kynþáttafordóma.

Á síðasta hluta 20. aldar varð mikil breyting á borginni og mörg hverfi sem áður höfðu verið mestmegnis yfirgefin hafa tekið sér líf að nýju.

Árið 2019 var Lori Lightfoot fyrsta svarta konan til að vera kosin borgarstjóri og fyrsta samkynhneigða manneskjan til að gegna stöðu borgarstjóra í stórri bandarískri borg.

Syðri-Langamýri

  • HAH00539
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1000]

Ræktarland mikið og gott. Beitiland er ekki víðáttu mikið en notagott. Jörðin má teljast mjög auðunnið og gott býli. Blöndubrú fremri er niður unadan bænum og vegamót skammt frá. Íbúðarhús byggt 1957, 443 m3. Fjárhús yfir 340 fjár. Fjós yfir 24 kýr og 12 geldneyti með mjólkurhúsi, kjarnfóðurgeymslu og áburðarkjallara. Hesthús yfir 18 hross, torfhús. Hlaða 600 m3. Tún 27,7 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Eiðsstaðir í Blöndudal

  • HAH00077
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1200]

Bærinn stendur miðhlíðis gegnt Bollastöðum og er í 250 metra hæð ys. Landrými er þar mikið og gnægð ræktanlegs lands. Fyrir nokkrum árum var jörðinn skipt í 2 sérmetin býli en fullkomin samvinna hefur þó jafnan verið með bræðrunum sem þar búa. Aðeins eitt íbúðarhús er á jörðinni. Í þessari lýsingu teljast báðir jarðarhlutarnir í einu lagi. Oft var skipt um ábúendur öldina á undan. Íbúðarhús byggt 1956, 405 m3. Torffjós fyrir 5 gripi. Fjárhús yfir 260 fjár og torfhús yfir 380 fjár. Hesthús úr torfi yfir 14 hross. Hlaða 600 m3. Tún 25 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Gilsvatni.

Dýrleif Gísladóttir (1854-1900) Ystu-Grund í Blönduhlíð

  • HAH03036
  • Einstaklingur
  • 28.10.1854 - 4.6.1894

Dýrleif Gísladóttir 28.10.1854 - 4. júní 1894 Var í Flatatungu, Silfrastaðasókn, Skag. 1860. Húsfreyja á Syðri-Brekkum, Ytri-Brekkum, Frostastöðum og síðast á Ystu-Grund í Blönduhlíð, Skag. Fluttist að Sauðanesi í Húnaþingi. Húsfreyja í Hamrakoti, Þingeyrasókn, Hún. 1890. Vinnukona á Espihóli í Grundarsókn 1893.

Jónas Ari Sigurðsson (1865-1933) Prestur í Vesturheimi.

  • HAH05788
  • Einstaklingur
  • 6.5.1865 - 10.5.1933

Jónas Ari Sigurðsson 6. maí 1865 - 10. maí 1933. Búfræðingur frá Ólafsdalsskóla. Fór til Vesturheims 1887 frá Gröf, Þorkelshólshr., Hún. Prestur frá skóla í Chicago með „hærri einkunnir en nokkur annar“ segir í Ólafsd. Prestur í Vesturheimi. Form. Þjóðræknissamtaka Vestur-Ísl. Átti 2 börn vestra með Oddrúnu og 3 með Stefaníu.

Margrét Sigurðardóttir (1868-1927) Selkirk Manitoba

  • HAH09341
  • Einstaklingur
  • 4.12.1868 - 2.4.1927

Margrét Stefanía Sigurðardóttir 4. des. 1868 - 2. apríl 1927. Var á Grænhóli í Sjávarborgarsókn, Skag. 1870. Fór til Vesturheims 1900 frá Hofsstaðaseli í Viðvíkurhreppi, Skag. Húsfreyja nærri Gimli og síðar í Selkirk, Manitoba, Kanada. Var í Selkirk, Manitoba, Kanada 1916.

Finnstunga í Bólstaðarhlíðarhreppi.

  • HAH00159
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Finnstunga er neðan Tunguhnjúks og stendur hátt í norðurausturhlíð Blöndudals. Útsýn er þar mikil og víð um Langadal og Ása. Bak Tunguhnjúks liggur Finnadalur fram til Skeggjastaðaskarðs. Land jarðarinnar liggur allt austur til Svartár. og eru víðlendar eyrar fram á móts við Bólstaðarhlíð. Ræktun er að mikluleyti valllendismóar og er mikill hluti túnsins í brattlendi. Íbúðarhús byggt 1942, 500 m3. Fjós fyri 14 gripi. Fjárhús yfir 300 fjár. Hlöður 920 m3. Tún 30 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Svartá.
Í Tungu (Finnstungu) í Blöndudal var hálfkirkja „vel standandi" 1486.

Klemensína Karítas Klemensdóttir (1885-1966) Kárahlíð, Vesturá og Skagaströnd

  • HAH07245
  • Einstaklingur
  • 21.5.1885 - 12.6.1966

Klemensína Karitas Klemensdóttir 21. maí 1885 - 12. júní 1966. Var í Marðarnúpsseli, Auðkúlusókn, Hún. 1890. Húsfreyja. Vinnuhjú á Ljótshólum, Auðkúlusókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Vesturá, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Ægissíðu, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Höfðahreppi. Nefnd Karitas Klemensína skv. Æ.A-Hún og kirkjubókum.

Hólmfríður Magnúsdóttir (1918-2013) frá Syðri-Hóll

  • HAH01453
  • Einstaklingur
  • 1.4.1918 - 6.7.2013

Hólmfríður Magnúsdóttir fæddist á Syðra-Hóli, A-Hún. 1. apríl 1918. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð 6. júlí 2013. Hólmfríður ólst upp á Syðra-Hóli. Veturinn 1936-37 var hún á Kvennaskólanum á Blönduósi. Hún flutti til Akureyrar 1937. Næstu ár á eftir var hún í vist á veturna og í kaupavinnu á sumrin. Hún fór m.a. sem kaupakona til Flateyjar á Skjálfanda, að Ketilsstöðum á Völlum austur á Héraði og eitt sumar var hún í Lundabrekku í Bárðadal. Þetta var hennar aðferð til að ferðast og sjá meira af landinu. Hún vann einnig á saumastofu Jórunnar Guðmundsdóttur sem og á saumastofu Gefjunar. Á árunum 1944 til 1958 helgaði hún sig að mestu heimilinu, en fór eftir það að vinna á Heklu á Akureyri, við saumar. Hún vann þar í 30 ár, eða þar til hún fór á eftirlaun 1988. Árið 2006 flutti hún í raðhúsaíbúð við Dvalarheimilið Hlíð á Akureyri. Síðasta veturinn sem hún lifði bjó hún inni á Hlíð.

Útför Hólmfríðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 12. júlí 2013, kl. 13.30.

Sigurður Benediktsson (1885-1974) Leifsstöðum í Svartárdal

  • HAH9250
  • Einstaklingur
  • 11.11. 1885-02.06. 1974

Þann 2. júní andaðist Sigurður Benediktsson bóndi Leifsstöðum á H.A.H. á Blönduósi. Hann var fæddur 11. nóvember 1885 á Þorbrandsstöðum í Langadal. Foreldrar hans voru Benedikt Pétursson og Stefanía Sveinsdóttir.
Sigurður ólst upp með móður sinni til sex ára aldurs og þá um skeið í Valadal, en þá fer hann í fóstur til Guðmundar Sigurðssonar bónda og konu hans í Hvammi í Svartárdal. Þar ólst hann upp þar til hann varð fulltíða.
Árið 1909 flytur hann að Leifsstöðum sem leiguliði, en kaupir síðan jörðina og bjó þar allan sinn búskap.
Hann kvæntist Ingibjörgu Sigurðardóttur frá Torfustöðum, er andaðist 2. febr. 1957, þau eignuðust þessi börn:
Guðmund, kvæntan Sonju Wium.
Sigurð, er stofnað hefur heimili með Maríu Steingrímsdóttur.
Aðalstein, Björn og Sigurbjörgu, sem öll eru búsett á Leifsstöðum.
Guðrúnu, gifta Guðmundi Tryggvasyni bónda í Finnstungu.
Þóru, gifta Þorleifi Jóhannessyni bónda í Hvammi.
Önduð er Soffia, er gift var Ingva Guðnasyni, en þau voru búsett í Höfðakaupstað.
Fjögur börn þeirra hjóna önduðust í frumbernsku. Þá ólst upp með þeim hjónum, dóttursonur þeirra Hilmar Eydal Valgarðsson.
Sigurður Benediktsson var ötull maður að bjarga sér. Góður bóndi með sterka viðskiftahneigð. Hann ræktaði og byggði tvisvar upp bæ sinn, í seinna skiptið tvíbýlishús úr steini. Þá fékk Sigurður verzlunarleyfi og verzlaði með búsafurðir og flutti suður til sölu á haustin, en kom hlaðinn til baka af kaupstaðarvarningi.
Sigurður Benediktsson var mesti eljumaður, enda var hann jafnan vel stæður og hagur hans góður. Hann var prýðilega greindur og velviljaður.

Svavar Sigurðsson (1930-2013) Síðu

  • HAH02062
  • Einstaklingur
  • 31.10.1930 - 10.9.2013

Svavar Sigurðsson fæddist í Brekkukoti í Þingi, Austur-Húnavatnssýslu 31. október 1930. Hann lést á Landspítalanum, Hringbraut 10. september 2013. Svavar ólst upp í Brekkukoti og bjó þar til 1950. Þá flutti hann í Síðu í Engihlíðarhreppi, A-Hún., þar sem hann bjó þar til hann lést. Útför Svavars fer fram frá Blönduóskirkju í dag, 21. september 2013, og hefst athöfnin kl. 14.

Bergstaðir Svartárdal

  • HAH00066
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1200]

Jörðin er kirkjustaður og var prestsetur þar fram yfir 1920. Jörðin var í eyði 1963-1974. Nýtt hús byggt 1974 var fært nær þjóðveginum. Norðan túns er Bergstaðaklif og Helghússhvammur. Núverandi íbúðarhús steinsteypt 395 m3, fjós fyrir 20 gripi og fjárhús yfir 150 fjár. Tún 25 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Oddný Guðmundsdóttir (1908-1985) kennari og rithöfundur

  • HAH09548
  • Einstaklingur
  • 15. feb. 1908 - 2. jan. 1985

Var á Hóli, Sauðanessókn, N-Þing. 1930. Kennari og rithöfundur síðast bús. í Raufarhafnarhreppi.

Oddný Guðmundsdóttir rithöfundur og kennari Fædd 15. febrúar 1908. Dáin 2. janúar 1985.
Hún Oddný er dáin. Fórst í umferðarslysi á Raufarhöfn að kvöldi 2. janúar s.l. Undarleg eru örlögin og erfitt að sætta sig við, þegar vinir, sem eru í fullu fjöri eru hrifnir brott fyrirvaralaust, er okkur þykir að enn eigi svo margt ógert og langa leið framundan hérna megin árinnar. Með hryggð og söknuði kveðjum við nú Oddnýju Guðmundsdóttur og þökkum samfylgdina.
Oddný Gunnhildur Guðmundsdóttir var fædd á Hóli á Langanesi N.-Þing. Foreldrar hennar voru Guðmundur bóndi á Hóli Gunnarsson bónda að Djúpalæk Péturssonar og kona hans Kristín Gísladóttir bónda í Kverkártungu Árnasonar. Oddný átti tvo bræður Gísla og Gunnar.
Gísli var alþingismaður N.-Þingeyinga og seinna Norðurlandskjördæmis eystra langa tíð.
Gunnar er járnsmiður og býr í Reykjavík.
Heima á Hóli ólst Oddný upp og sleit sínum barnsskóm. Þar á Hóli á Langanesi hef ég séð síðsumars, grasið grænna og safaríkara en annarsstaðar og þar eru margir stórir huldusteinar.
Oddný fékk í vöggugjöf góðar gáfur, sem hún ræktaði vel alla ævi. Hún tók gagnfræðapróf frá Akureyrarskóla 1929. Dvaldi í Svíþjóð við nám og störf, var jafnframt um tíma, fréttaritari ríkisútvarpsins þar í landi. Árið 1936 stundaði Oddný nám við Norræna lýðháskólann í Genf í Sviss. Á þessum námsárum ferðaðist hún víða um Evrópu m.a til Sovétríkjanna. Það var gaman að heyra hana minnast þeirra tíma.
Ævistarf Oddnýjar Guðmundsdóttur var að kenna börnum og unglingum, aðallega farkennsla í sveitum, þ.e. kenna heima á bæjum til skiptis. Kennslan var Oddnýju meira en starfið eitt, heldur hugsjón. Hún kenndi mjög víða um landið, var gjarnan einn vetur í stað, breytti þá til og réði sig á nýjan stað á næsta hausti. Þess vegna eignaðist hún marga vini og hélt tryggð við. Á sumrin réði hún sig oft í kaupavinnu. Úti á túni, með hrífu í hönd naut Oddný lífsins. Þegar björgunarafrekið var unnið við Látrabjarg árið 1947, sem frægt er, var Oddný á vettvangi. Þá sögu rakti hún skemmtilega í útvarpi, ekki alls fyrir löngu í þættinum „Út og suður". Sagt er að „tilvera okkar sé undarlegt ferðalag", og er það oft í mörgum skilningi. Oddný hafði alla tíð mikið yndi af ferðalögum. Þar fór hún oft á tíðum sínar eigin leiðir. Hún notaði reiðhjólið, hana Skjónu og hjólaði sína götu. Á slíkum ferðum kynntist hún íslandi vel. Þegar Oddný var fimmtug skrifaði hún, „Hef hjólað nær alla akvegi landsins samfylgdarlaust." Ísland og íslensk tunga var Oddnýju Guðmundsdóttur helgidómur. Oft þótti henni menn misbjóða landi og tungu. þá greip hún gjarnan pennann, var hvöss og viðhafði enga tæpitungu. Hún hafði ríka réttlætiskennd, málsvari minnimáttar, mannréttindakona. Hún var „vinstrisinni", og virkur félagi á þeim vettvangi. Hennar draumur var: - ísland úr NATO - Herinn burt - Oddný var rithöfundur. Ritaði margar skáldsögur, gaf út Ijóðabækur, þýddi mikið, bæði bækur og framhaldssögur í blöð, flutti erindi í útvarp, skrifaði smásögur og fjölmargar greinar í blöð og tímarit. Og aðaláhugamálið alltaf það sama: - að skapa betri heim -. „Orðaleppar" og „Ljótar syrpur" þætti hennar um íslenska tungu og menningu, skrifaði hún marga og birti í Þjóðviljanum og Tímanum. Þessir pistlar og fleiri í sama dúr voru frábærir og vel eftir þeim tekið, skipuðu höfundi í heiðurssæti. Oddný Guðmundsdóttir var fjölskylduvinur okkar í Austurgörðum svo lengi ég man eða m.k. 40 ár. Alltaf var hátíð þegar hún kom, hafði frá svo mörgu að segja og var fyndin, kát og skemmtileg, og átti svo auðvelt með að blanda geði við alla, unga sem aldna. Já, hún var vinur vina sinna. Og hún var einkar lagin og næm að veita aðstoð, með nærveru sinni þar sem sorg var í húsi og erfiðleikar. Þess minnast margir. Og nú er hún Oddný dáin. Laugardaginn 5. janúar s.l. var minningarathöfn Oddnýjar í kirkjunni á Raufarhöfn. Sú athöfn var ógleymanleg og kirkjan þéttsetin. Konur stóðu heiðursvörð með logandi kerti í hendi - merki friðar. Þannig var hún kvödd með virktum og þökk á Raufarhöfn. Innilegustu samúðarkveðjur sendi ég Margréti, Gunnari, Sólveigu og öðrum ástvinum. Það er gott að minnast Oddnýjar Guðmundsdóttur, hún var kona sönn og heiðarleg. Blessuð sé hennar minning.

Þórarinn Björnsson

Þorsteinn Einarsson (1911-2001) Íþróttafulltrúi

  • HAH02151
  • Einstaklingur
  • 23.11.1911 - 5.1.2001

Þorsteinn Einarsson fæddist í Reykjavík 23. nóvember 1911. Hann lést á heimili sínu Laugarásvegi 47 í Reykjavík 5. janúar síðastliðinn. Hann var einn af fræknustu frjálsíþrótta- og glímumönnum landsins á sínum tíma.
Útför Þorsteins fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Jóhann Frímann Sigvaldason (1905-1992) kennari og bóndi á Brekkulæk í Miðfirði

  • HAH09552
  • Einstaklingur
  • 1. ágúst 1905 - 30. júní 1992

Jóhann Frímann Sigvaldason (1905-1992), bóndi á Brekkulæk í Miðfirði er sextugur í dag, 1. ágúst. Hann er eitt af mörgum börnum hjónanna Sigvalda Björnssonar og Hólmfríðar Þorvaldsdóttur, er lengi bjuggu á Brekkulæk. Sigvaldi var sonur Björns Sigvaldasonar bónda á Útibleiksstöðum og víðar og Ingibjargar Aradóttur konu hans, en Hólmfríður var dóttir hjónanna Þorvalds prests Bjarnarsonar á Melstað og Sigríðar Jónasdóttur. Þegar Jóhann var rúmlega tvítugur fór hann til náms í Hvítárbakkaskólann. Að lokinni skólavist þar fór hann til Þýskalands og var þar um tíma við nám og störf, en kom heim vorið 1930. Sumarið 1929, þegar Jóhann var í Þýskalandi, fór hann í ferðalag til Balkanskaga, austur í Litlu-Asíu og til Ítalíu, ásamt nokkrum ungum Þjóðverjum. Ferðafélagar hans voru fimm stúdentar, tveir iðnfræðingar og einn bókhaldari. Nú þykir ekki tíðindum sæta þó að íslendingar bregði sér austur að Svartahafi og jafnvel enn lengra út i veröldina, en í fjarlægar heimsálfur fara menn nú í loftköstum á örskömmum tíma. Á þessum tíma voru ferðalög með allt öðrum hætti, langtum erfiðari og tímafrekari. — Jóhann skrifaði síðan bók um ferðalagið, og nefnist hún Ferðasaga Fritz Liebig. í upphafi ferðarinnar gerðist það, að þegar að þeir félagar voru saman komnir til að stíga inn í járnbrautarlest, sem átti að flytja þá fyrsta áfangann, fannst ekki vegabréfið hans Jóhanns, það hafði verið sent til Berlínar, og glatast þar. Nú var ekki gott í efni, því að lestin var rétt á förum og enginn tími til að ná í ný skilríki handa íslendingnum. Voru því horfur á að hann yrði að sitja eftir, og mundi honum hafa þótt það mjög illt. En þá kom upp að á járnbrautarstöðinni voru nokkur vegabréf í óskilum. Tóku þeir félagar það ráð, að velja eitt i af þeim handa Jóhanni. Á því vegabréfi var nafnið Fritz Liebig frá Breslau, og er hér fengin skýring á heiti ferðabókarinnar. Þarna var djarft teflt hjá þeim ungu mönnum, en Jóhann slapp fram hjá lögreglumönnum allra þeirra landa, sem þeir fóru um, undir nafninu Fritz Liebig. Var hann þó oft kynntur sem íslendingur á ferðalaginu. Í ferðabók Jóhanns segir frá för þeirra félaga um mörg lönd - frá því seint í júlí og fram í september. Þeir höfðu fjármuni af skornum skammti, og ferðuðust því svo ódýrt sem unnt var. Fóru með járnbrautum, bifreiðum, hestvögnum og fótgangandi. Oft sváfu þeir í tjaldi um nætur, og fengu ódýra gistingu í skólahúsum. Komust á hæsta tind fjallsins Tatra, sem er talið 540 metrum hærra en hæsta fjall íslands, en voru svo óheppnir að þar var svartaþoka. Margt bar þeim fyrir augu og eyru í ferðinni, en oft voru þeir þreyttir og ákaflega þyrstir á göngunni. En sá þeirra, sem þeir höfðu kosið fararstjóra, bannaði þeim að drekka vatn, því að það taldi hann stórhættulegt. í þeim löndum, er þeir fóru um, hittu þeir oft Þjóðverja, sem þar voru búsettir, og fengu mjög góðar viðtökur hjá þeim. — Ferðasaga Jóhanns gefur góða lýsingu á löndum og fólki, og er krydduð með gamansemi, svo að hún er skemmtilestur. Í niðurlagi bókarinnar segir höfundur, að þótt gaman sé að fara til annarra landa, sé meira gaman að koma heim. Og Jóhann Sigvaldason kom heim. Hann hefur búið í meira en 20 ár á jörðinni, þar sem hann var fæddur og upp alinn. Jóhann lauk prófi frá Kennaraskóla fslands árið 1936. Síðan stundaði hann barnakennslu í sveitum í báðum Húnavatnssýslum, austur í Hjaltastaðaþinghá, norður á Tjörnesi og vestur í Dýrafirði. Heyrt hef ég að í því starfi hafi hann lagt sérstaka rækt við móðurmálskennsluna, enda ágætlega að sér í þeirri grein eins og fleirum. Hann hóf búskap á Brekkulæk 1942, og hefur búið þar síðan. Kvæntist árið 1947 frændkonu sinni, Sigurlaugu Friðriksdóttur frá Stóra-Ósi. Eiga þau fjögur börn á aldrinum 6—15 ára. Og áður en Jóhann kvæntist eignaðist hann einn son. Jóhann á Brekkulæk er dugnaðarmaður að hverju sem hann gengur. Hefur þó ekki verið heilsu hraustur. En þó að alvara lífsins hafi ekki farið fram hjá garði hans, er hann gæddur þeim ágæta hæfileika að sjá broslegu hliðina á tilverunni, og því er alltaf gaman að eiga tal við hann. Ég sendi Jóhanni og fjölskyldu hans bestu heillaóskir í tilefni af sextugsafmælinu. Skúli Guðmundsson

Sigríður Pétursdóttir (1905-1959) Hvammstanga

  • HAH09537
  • Einstaklingur
  • 23. ágúst 1905 - 19. júlí 1959

Var í Reykjavík 1910. Var á Freyjugötu 3, Reykjavík 1930. Húsfreyja á Hvammstanga, Kópavogi, Breiðumýri í Reykjadal o.v.
giftist Brynjúlfi Dagssyni lækni og bjó með honum meðal annars á Hvammstanga, þau skildu.

Þorgeir Ibsen (1917-1999) skólastjóri Hafnarfirði

  • HAH02141
  • Einstaklingur
  • 26.4.1917 - 8.2.1999

Þorgeir Guðmundur Ibsen var fæddur á Suðureyri við Súgandafjörð 26. apríl 1917. Þorgeir Ibsen var Vestfirðingur í húð og hár og í æðum hans rann sjómannsblóð. Ævistarf hans varð þó fyrst og síðast að fræða börn og ungmenni. Hann var ungur kennari í Borgarfirði og á Akranesi. Þrítugur varð hann skólastjóri í Stykkishólmi árið 1947 og í Hafnarfirði við Lækjarskóla árið 1955, sem þá var eini barnaskólinn sem starfaði á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Þar lauk hann starfsferli sínum í árslok 1986 eftir rúmlega þriggja áratuga stjórn skólans.
Þegar Þorgeir tekur við starfi skólastjóra heitir skólinn Barnaskóli Hafnarfjarðar og þar voru þá yfir 760 nemendur. Gífurleg þrengsli voru í skólanum og nokkrum árum síðar er byggður nýr skóli í Hafnarfirði, Öldutúnsskóli, en þá var nemendafjöldinn kominn yfir 950. Við það að nýr skóli var tekinn til starfa var ákveðið að breyta nafni Barnaskólans sem eftir það var nefndur Lækjarskóli.
Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 8. febrúar síðastliðinn.
Útför Þorgeirs fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 15. febrúar og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Höskuldur Jónsson (1929-2014) Hömrum I, Hjarðarholtssókn

  • HAH07325
  • Einstaklingur
  • 6.4.1929 - 4.12.2014

Höskuldur Jónsson fæddist að Hömrum í Laxárdal í Dalasýslu 6. apríl 1929.
Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 4. desember 2014. Höskuldur var jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju 15. desember 2014, kl. 13.

Karl Helgason (1914-2011) kennari Akranesi

  • HAH01632
  • Einstaklingur
  • 3.1.1914 - 25.3.2011

Karl Helgason fæddist í Tjarnarkoti,V-Hún., 3. janúar 1914. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 25. mars 2011. Karl fór sex ára að Heggstöðum, V-Hún. þegar heimilið leystist upp. Kom svo til föður síns sem vildi byrja að búa aftur einn með Karl hjá sér þrátt fyrir veikindi en varð að gefast upp ári seinna og fór Karl þá í fóstur að Ytri-Völlum, V-Hún. til Gunnars Kristóferssonar og seinni konu hans Guðrúnar Grímsdóttur. Karl átti síðar heimilisfesti hjá Guðmundi syni Gunnars, kaupmanni á Hvammstanga, og konu hans Jónínu Ólafsdóttur. Karl var í Héraðsskólanum á Reykjum 1931-1932 og Reykholti 1932-1934.
Hann tók íþróttakennarapróf frá Laugarvatni 1935 og próf frá Kennaraskóla Íslands 1942. Ungur fór hann í síld til Siglufjarðar og bjó fyrstu sumrin hjá föður sínum, sem hafði sest þar að. Honum tókst að komast yfir vörubifreið sem hann hafði atvinnu af. Hann kenndi víða íþróttir 1935-1939, var kennari á Sauðárkróki 1943-1944 en á Akranesi lengstan sinn starfsferil, 1944-1979. Lengi kenndi hann til helminga íþróttir og bókleg fræði og hafði einnig atvinnu af leigubílaakstri og ökukennslu allt fram til 1986 þegar hann fluttist í Kópavog. Jafnframt akstrinum sá hann um bókhald og fjármál Fólksbílastövar Akraness. Karl sinnti m.a. stjórnarstörfum fyrir Taflélag Akraness, Knattspyrnufélag Akraness og Bindindisfélag ökumanna. Hann sat í barnaverndarnefnd Akraness í tólf ár, þar af formaður í sex ár. Golfpútt stundaði hann fram á sl. sumar. Í Kópavogi hafði Karl kynnst Sólveigu Kristjánsdóttur, f. 4.5. 1917, d. 19.2. 2005. Þau héldu heimili saman frá 1992 til 2002 en þá fluttist Sólveig á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi. Fyrir ári fluttist Karl á Hrafnistu þar sem honum auðnaðist að taka þátt í félagslífi allt fram undir það síðasta.
Útför Karls fer fram frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í dag, 1. apríl 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verður á Mosfelli.

Árni Gunnarsson (1911-1991) Þverárdal

  • HAH03546
  • Einstaklingur
  • 31.5.1911 - 16.6.1991

Árni Gunnarsson 31. maí 1911 - 16. júní 1991 Bóndi á Botnastöðum og í Þverárdal í Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. Nemandi á Hólum, Hólasókn, Skag. 1930. Var í Þverárdal, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. á Sauðárkróki.

Ingibjörg Gunnlaugsdóttir (1922-1994) kennari frá Bakka í Víðidal

  • HAH01479
  • Einstaklingur
  • 7.6.1922 - 16.8.1994

Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Neskinn 2, Stykkishólmi, var fædd á Bakka í Víðidal í V-Húnavatnssýslu 7. júní 1922. Hún lést á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi að kvöldi 16. ágústs síðastliðins. Ingibjörg var húsmóðir eftir að hún hætti kennslu en var póstafgreiðslumaður í Stykkishólmi frá 1966­-1985. Ingibjörg stundaði nám við Kennaraskóla Íslands frá 1940-­1943. Hún var kennari árin 1943­-1950 í Vestmannaeyjum og Bakkafirði og í Stykkishólmi frá 1946.
Útför Ingibjargar fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag.

Bjarni Sigurður Andrésson (1917-1978) skólastjóri Ólafsvík

  • HAH02701
  • Einstaklingur
  • 16.9.117 - 17.10.1978

Bjarni Sigurður Andrésson 16. september 1917 - 17. október 1978 Var á Brekku II, Þingeyrarsókn, V-Ís. 1930. Kennari í Stykkishólmi, skólastjóri í Ólafsvík, síðar starfsmaður menntamálaráðuneytisins. Síðast bús. í Reykjavík.

Sigmar Halldór Árnason Hafstað (1924-2023) frá Útvík Skagafirði

  • HAH09550
  • Einstaklingur
  • 21. maí 1924 - 11. júní 2023

Bóndi í Útvík í Staðarhreppi, síðar bús. í Dýjabekk og loks á Sauðárkróki. Var í Vík, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930. Félagi í karlakórnum Heimi um árabil og gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum.

Halldór Jónsson (1893-1981) Hróarsstaðaseli

  • HAH04668
  • Einstaklingur
  • 3.3.1893 - 3.2.1981

Halldór Jónsson Guðmundsson 3. mars 1893 - 3. feb. 1981. Bóndi í Hróarstaðaseli, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var á Hólma, Skagahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Skagahreppi.

Halldór Leví Björnsson (1898-1954) Blönduósi

  • HAH04678
  • Einstaklingur
  • 6.11.1898 - 2.2.1954

Halldór Leví Björnsson 6. nóv. 1898 - 2. feb. 1954 . Verslunarmaður á Blönduósi. Drukknaði í Blöndu.
Samkvæmt Íslendingabók og legstaðaskrá Blönduóskirkjugarðs drukknaði hann 2.2.1954. Einnig nefnir Sigurður J Ágústsson það að hann hafi drukknað 1954 í Útfirðinga annál sínum 2009.

Danival Kristjánsson (1845-1925) Litla-Vatnsskarði

  • HAH03004
  • Einstaklingur
  • 15.2.1845 - 25.8.1925

Danival Kristjánsson 15. febrúar 1845 - 25. ágúst 1925 Tökubarn á Vesturá, Holtastaðasókn, Hún. 1845. Bóndi í Selhaga og Litla-Vatnsskarði á Laxárdal fremri, A-Hún. Bóndi í Úlfagili, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1901.

Halldór Arinbjarnar (1926-1982) læknir Skagaströnd

  • HAH04642
  • Einstaklingur
  • 4.9.1926 - 4.6.1982

Halldór Danival Arinbjarnar 4. sept. 1926 - 4. júní 1982. Læknir. Síðast bús. í Reykjavík. Læknabústaðnum Blönduósi. Fyrsti læknirinn á Skagaströnd með búsetu þar 1953.

Birna Þorbjörnsdóttir (1928-2010) Sporði

  • HAH07312
  • Einstaklingur
  • 3.8.1928 - 25.3.2010

Birna Ragnheiður Þorbjörnsdóttir fæddist 3. ágúst 1928 á Sporði í Línakradal. Hún bjó um tíma í Reykjavík og stundaði ýmis störf þar. Hún flutti með Ágústi til Ísafjarðar 1949 og bjuggu þau þar til 1954 er þau fluttu í Sporð. Vorið 1972 fluttu þau til Hvammstanga. Á Hvammstanga vann Birna um tíma við rækjuvinnslu og á næturvöktum við Sjúkrahúsið í rúm tuttugu ár.

Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga 25. mars 2010. Útför hennar fór fram frá Hvammstangakirkju, 9. apríl 2010, og hófst athöfnin kl. 15.

Jóhann Ragúels (1875-1942) Akureyri

  • HAH05340
  • Einstaklingur
  • 3.9.1875 - 2.3.1942

Jóhann Ragúelsson Ragúels 3. sept. 1875 - 2. mars 1942. Húsbóndi í Hafnarstræti 35 á Akureyri, Eyj. 1910. Verzlunarmaður á Akureyri 1930.

Áslaug Hafberg (1921-2010) kaupmaður Reykjavík

  • HAH03652
  • Einstaklingur
  • 12.5.1921 - 17.3.2010

Áslaug Hafberg 12. maí 1921 - 17. mars 2010 Var á Bergþórugötu 11 a, Reykjavík 1930. Verslunareigandi og húsfreyja í Reykjavík. Áslaug var mikil hannyrðarkona, meðal annars saumaði hún öll jólakortin fyrir síðustu jól.
Útför Áslaugar fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 31. mars 2010, og hófst athöfnin kl. 13. Afkomendur barna Áslaugar eru 32.

Valbjörn Jónsson (1895-1926) Borgarnesi

  • HAH07298
  • Einstaklingur
  • 21.8.1895 - 19.7.1926

Valbjörn Jónsson 21. maí 1895 - 19. júlí 1926. Verkamaður í Borgarnesi. Ókvæntur og barnlaus. Verslunarskólanum 1915-1916

Jón Stefánsson (1880-1971) Bóndi í Möðrudal á Fjöllum

  • HAH05488
  • Einstaklingur
  • 22.2.1880 - 15.8.1971

Jón Aðalsteinn Stefánsson 22. feb. 1880 - 15. ágúst 1971. Bóndi í Möðrudal á Fjöllum, Hofteigssókn, N-Múl. 1930. Bóndi í Möðrudal frá 1919 til dauðadags. Einnig bóndi á Arnórsstöðum á Jökuldal og í Víðidal á Fjöllum, N-Múl. „Þjóðfrægur óðalsbóndi og listamaður.“ segir í Eftirmælaskrá Jóns Skagan.

Guðbjörg Guðmundsdóttir (1861-1933) Auðkúku ov

  • HAH03838
  • Einstaklingur
  • 7.3.1861 - 18.10.1933

Guðbjörg Guðmundsdóttir 7. mars 1861 - 18. október 1933 Niðursetningur í Koti, Grímstungusókn, Hún. 1870. Vinnukona á Hjaltabakka, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Leigjandi í Auðkúlu, Auðkúlusókn, Hún. 1901.

Helga Guðmundsdóttir (1859) Meðalheimi

  • HAH08963
  • Einstaklingur
  • 19.11.1859 -

Helga Ingibjörg Guðmundsdóttir 19. nóv. 1859. [1.12.1860, sk 3.12.1860] Tökubarn Hvoli 1880, vk þar 1890. Vinnukona í Meðalheimi í Blönduóss., A-Hún. 1910. Vinnukona í Meðalheimi, Blönduósssókn, A-Hún. 1930.

Þórdís Samsonardóttir (1897-1925) Ingunnarstöðum

  • HAH07628
  • Einstaklingur
  • 1.7.1897 - 8.7.1925

Þórdís Ingibjörg Samsonardóttir 1. júlí 1897 - 8. júlí 1925. Var á Ingunnarstöðum, Garpsdalssókn, Barð. 1901. Húsfreyja á Akureyri 1920. Kvsk á Blönduósi 1915-1916. Sýslumannshúsinu á Borðeyri 1920.

Sigvaldi Fanndal Torfason (1922-1998) Blönduósi

  • HAH01988
  • Einstaklingur
  • 2.7.1922 - 19.11.1998

Sigvaldi Fanndal Torfason fæddist í Hvítadal í Saurbæ í Dalasýslu 2. júlí 1922.
Hann lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 19. nóvember 1998.
Útför Sigvalda fór fram frá Blönduóskirkju 28.11.1998 og hófst athöfnin klukkan 14.

Skafti Fanndal Jónasson (1915-2006) Dagsbrún á Skagaströnd

  • HAH01993
  • Einstaklingur
  • 25.5.1915 - 2.9.2006

Skafti Fanndal Jónasson fæddist á Fjalli á Skaga 25. maí 1915. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 2. september síðastliðinn. Skafti var alinn upp á Fjalli við almenn sveitastörf, hann vann öll almenn verkamannastörf og stundaði meðal annars sjó. Hann var sérstaklega laginn við allar vélar og tæki og nýttist það vel bæði til sjós og lands. Hann vann við hafnargerð á ýmsum stöðum á landinu, við skipasmíðar og húsbyggingar, fór á vertíðir suður með sjó og vestur á firði og vann á síldarplani á Raufarhöfn. Hann átti nánast allan sinn búskap trillu sem hann nefndi Kóp og stundaði fyrstur manna grásleppuveiðar frá Skagaströnd.
Skafti og Jóna áttu heima í Dagsbrún til ársins 1958, þá fluttust þau að Fellsbraut 5, síðan í Lund en í mörg ár bjuggu þau á dvalarheimili aldraðra, Sæborg, á Skagaströnd og þar bjó Skafti til æviloka.
Útför Skafta verður gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Stanley Guðmundsson Melax (1893-1969)

  • HAH02020
  • Einstaklingur
  • 7.12.1893 - 20.6.1969

Fæddur 7. desember 1893 - 20. júní 1969. Bóndi og prestur á Barði, Barðssókn, Skag. 1930. Prestur og rithöfundur á Barði í Fljótum, Skag. 1921-1931 og á Breiðabólstað i Vesturhópi eftir 1931. Síðast bús. í Reykjavík.
Hinn 20. f.m. andaðist á heimili sínu, Ljósheimum 4 hér í Reykjavík, séra Stanley Guðmundsson Melax, fyrrverandi sóknarprestur að Breiðabólstað í Vesturhópi. Kom andlátsfregn hans stéttarbræðrum hans og vinum mjög á óvart, því að ekki hafði heyrzt, að hann hefði verið að undanförnu veikur, enda hafði svo ekki verið. Veiktist hann snögglega skömmu eftir hádegi föstudaginn 20. júní. Kom læknir til hans strax að heita mátti og var yfir honum, en gat ekkert að gert og að tveim stunduim liðnum var hann látinn. Svo örstutt var bilið milli blíðu og éls í þetta sinn.
Séra Stanley fæddist 7. des. 1893 (skv ministerialbók) að Laugalandi á Þelamörk í Eyjafirði. Voru foreldrar hans Guðmundur 7.11.1869 - 20.3.1899 búfræðingur Jónsson (1830-1915) hreppstjóra á Laugalandi Einarssonar og unnusta hans, Guðrún Oddný f. 20.8.1862 - 1.1.1938 Guðjónsdóttir 8.7.1841 - 4.6.1898 Oddssonar frá Syðra-Fjalli í Aðaldal.
Er séra Stanley var á þriðja ári (!!! faðir hans lést skv ísl.bók 1899 og þá hefur Stanley verið á 6. ári. Í guðfræðingatali er hann sagður hafa dáið 1896 og þaðan er ruglingurinn kominn inn í minningargrein nema þá að það sé rangt dánarár í ísl.bók. Aths GPJ)) , andaðist faðir hans snögglega og var það skömmu áður en þau hugðust ganga í hjónaband. Hafði séra Stanley eftir það ekkert að segja af föðurfólki sínu. Móðir hans, Guðrún Oddný, var af hinni svokölluðu Bucks ætt. En Nikulás Buck var beykir á Húsavík, af norskum ættum. Hann kvæntist Karen Björnsdóttur Halldórssonar biskups á Hólum. Eru ýmsir merkir menn út af þeim komnir, svo sem Steinigrímur Steinþórsson búnaðarmálastjóri og ráðherra. Var Guðrún fjórði ættlilður frá þeim. Er sagt um Nikulás Buck, að hann hafi verið mikill dugnaðarmaður og hraustmenni, en jafnframt stórbrotinn í skapgerð. Mun að minnsta kosti sumt af afkomendum hans hafa erft þessi ættareikenni. Og líklega mun Guðrún Oddný hafa verið í þeim hópi. Hún var afburða dugleg og kjarkmikil, en jafnframt nokkuð skapstór. Það kom nú algerlega í hennar hlut uppeldi föðurlausa drengsins, og það hlutverk rækti hún með frábærri alúð, fórnfýsi og kærleika. Hún var í eðli sínu sérstaklega barngóð og að sjálfsögðu varð sonur hennar, sem nú var að öllu Ieyti hennar forsjá falinn, augasteinn hennar og eftirlæti. Sparaði hún ekkert til uppeldis hans, vann sjálf baki brotnu og gekk ýmislegs á mis til þess að framtíð hans yrði sem best tryggð. Voru þau mæðginin mest á Akureyri eða þar í grennd á þessum uppvaxtarárum hans.
Breiðabólstaðarprestakalli þjónaði séra Stanley til hausts 1960, en þá sagði hann af sér og fluttust þau hjónin til Reykjavikur og hafa búið þar síðan að Ljósheimum 4.

Hann hafði verið prestur í full 40 ár og stundað embætti sitt með mikilli skyldurækni og samviskusemi. Öll prestsverk fóru honum prýðlega úr hendi. Hann var ágætur ræðumaður, hafði góða rödd og sómdi sér vel fyrir altari, enda fyrirmannlegur hvar sem hann kom fram. Hann var frjálslyndur í skoðunum og enginn kreddumaður, en einlæguir Kristsunnandi og hafði háar hugmyndir um gildi þjónsstarfsins í kristinni kirkju.

Búskap stundaði hann nokkuð, en þó í frekar smáum stíl, enda áreiðanlega meira gefinn fyrir bókiðju en búskap. Voru börnin hans, meðan þau voru heima, og ekki sízt Halldór fóstursonur hans.

Séra Stanley var í eðli sínu alvörumaður, enda uppeldið í fátækt með einstæðings móður, fjarri frændum og venzlafólki, stutt að því og haft nokkur varanleg áhrif á hann. Hann var líka mjög hlédrægur og vildi ekki láta mikið á sér bera. Ég býst við, að mörgum hafi við fyrstu kynni virzt hann lítt gefinn fyrir að blanda geði við hvern sem var og vera nokkuð seintekinn sem kallað er. En hann var trölltryggur þar sem hann tók þvi og mikill vinur vina sinna. Í góðvina hópi var hann glaður og reifur og hinn skemmtlegasti í viðræðum og umgengni, enda greindur vel og gamansamur, er því var að skipta.

Vandamenn hans og vinir sakna þessa heilsteypta manns og kristin kirkja þakkar honum 40 ára dygga þjónustu,

Stefán Hafsteinn Ingólfsson (1946-2004)

  • HAH02023
  • Einstaklingur
  • 9.9.1946 - 21.10.2004

Stefán Hafsteinn Ingólfsson fæddist í Reykjavík 9. september 1946. Hann lést í Reykjavík 21. október síðastliðinn. Útför Stefáns fer fram frá Árbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Stefán Jasonarson (1914-2004)

  • HAH02026
  • Einstaklingur
  • 19.9.1914 - 19.2.2004

Stefán Jasonarson fæddist í Vorsabæ í Gaulverjabæjarhreppi, Flóa, 19. september 1914. Hann lést á Kumbaravogi á Stokkseyri 19. febrúar 2004. Hann var formaður stjórnar Varðveislufélags Rjómabús Baugsstaða en þar var opnað minjasafn 21. júní 1975. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1984 fyrir störf að félagsmálum.
Útför Stefáns verður gerð frá Gaulverjabæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Stefán Þorgrímsson (1919-2004) Reykjavík

  • HAH02031
  • Einstaklingur
  • 1.10.1919 - 31.7.2004

Stefán Þorgrímsson fæddist í Syðra Tungukoti, sem nú heitir Brúarhlíð í Blöndudal í A-Húnavatnssýslu 1. október 1919. Hann lést á LSH í Fossvogi 31. júlí síðastliðinn. Útför Stefáns fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Stefán Sigurðsson (1907-2000) Steiná

  • HAH02033
  • Einstaklingur
  • 25.9.1907 - 19.5.2000

Stefán Þórarinn Sigurðsson bóndi fæddist á Steiná í Svartárdal, Austur-Húnavatnssýslu 25. september 1907. Stefán átti alla sína ævi heima á Steiná. Hann bjó fyrstu búskaparárin eða frá 1929 á móti föður sínum þar til hann lét af búskap. Stefán sá um hirðingu á búfénaði sínum í félagi við bróður sinn Jakob síðustu árin eða til 1991 en þá naut Jakobs ekki lengur við og eftir það var Stefán ekki nema einn vetur við hirðingu en þá var hann 85 ára. Útför Stefáns fer fram frá Bergsstaðakirkju í Svartárdal í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00.

Steingrímur Jóhannesson (1902-1993) Svínavatni

  • HAH02038
  • Einstaklingur
  • 24.7.1902 - 15.10.1993

Steingrímur Jóhannesson frá Svínavatni lést í Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 15. þ.m. Hann hafði dvalist þar á elli- og sjúkradeild tæp tvö ár, verið hress af níræðum manni að vera, léttur á sér og kvikur í hreyfingum og las blöð og bækur gleraugnalaust, en minnið var orðið lítið.

Svala Albertsdóttir (1967-2002) Blönduósi

  • HAH02051
  • Einstaklingur
  • 23.12.1967 - 30.5.2002

Svala Albertsdóttir fæddist í Reykjavík 23. desember 1967. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 30. maí 2002.
Í ágúst 1985 flutti hún til Blönduóss og hefur átt heima þar síðan.
Útför Svölu var gerð frá Blönduóskirkju 8.6.2002 og hófst athöfnin klukkan 14.

Svava Kristjánsdóttir (1920-1999) frá Kirkjuból í Korpudal

  • HAH02056
  • Einstaklingur
  • 31.7.1920 - 2.9.1999

Svava Kristjánsdóttir var fædd að Kirkjubóli í Korpudal í Önundarfirði 31. júlí 1920. Hún andaðist á Landspítalanum fimmtudaginn 2. september síðastliðinn. Útför Svövu verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. september og hefst athöfnin kl. 13:30.

Svava Steinsdóttir (1919-2001) Neðra-Nesi

  • HAH02058
  • Einstaklingur
  • 17.11.1919 - 8.12.2001

Svava Steinsdóttir fæddist á Hrauni á Skaga 17. nóvember 1919. Svava stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi veturinn 1936-37. Árið 1949 hófu Svava og Lárus búskap á Mallandi á Skaga, fluttu þaðan í Efra-Nes 1955 og 1967 í Neðra-Nes, þar sem þau dvöldu uns þau brugðu búi 1994 og fluttu á dvalarheimilið Sæborg á Skagaströnd.
Útför Svövu fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Sveinborg Helga Sveinsdóttir (1948-2004) Hjúkrunarfræðingur

  • HAH02065
  • Einstaklingur
  • 13.6.1948 - 13.3.2004

Sveinborg Helga Sveinsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 13. júní 1948. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 13. mars síðastliðinn. Sveinborg verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag 26. mars 2004 og hefst athöfnin klukkan 11.

Sveinn Guðlaugsson (1921-2006)

  • HAH02066
  • Einstaklingur
  • 9.10.1921 - 14.12.2006

Sveinn Guðlaugsson fæddist í Reykjavík 9. október 1921. Hann lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 14. desember síðastliðinn. Sveinn ólst upp í Reykjavík. Útför Sveins fór fram í kyrrþey.

Sveinn Víkingur Grímsson (1896-1971) prestur Seyðisfirði ov

  • HAH02068
  • Einstaklingur
  • 17.1.1896 - 5.6.1971

Sveinn Víkingur Grímsson, sóknarprestur og rithöfundur, fæddist í Garði í Kelduhverfi 17.1. 1896. Hann var sonur Gríms (1852-1905), bónda í Garði og Þórarinssonar á Víkingavatni , og Kristjönu Guðbjargar (1856-1911) Kristjánsdóttur á Víkingavatni. Sveinn var sannfærður spíritisti eins og fleiri guðfræðingar á þeim tíma, var varaformaður Sálarrannsóknarfélags Íslands um árabil og forseti þess 1960-63.

Magnús Kristinsson (1930-2000) Kleifum

  • HAH02075
  • Einstaklingur
  • 22.5.1930 - 17.11.2000

Sæmundur Magnús Kristinsson fæddist á Blönduósi 22. maí 1930. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi 17. nóvember sl. Magnús bjó á Blönduósi alla ævi, ókvæntur og barnlaus. Hann stundaði búskap á Kleifum þar til heilsan brast.
Magnús verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju í dag kl. 14.

Sævar Frímann Sigurgeirsson (1940-1999) Samkomuhúsinu

  • HAH02076
  • Einstaklingur
  • 4.9.1940 - 23.2.1999

Sævar Frímann Sigurgeirsson fæddist í Reykjavík 4. september 1940. Hann lést á heimili sínu 23. febrúar síðastliðinn. Sævar ólst upp á Blönduósi. Hann var mörg sumur í sveit sem barn og unglingur en ævistarf hans var bifreiðaakstur. Útför Sævars fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Torfi Óldal Sigurjónsson (1918-2002)

  • HAH02087
  • Einstaklingur
  • 18.9.1918 - 25.3.2002

Torfi Óldal Sigurjónsson fæddist á Hörgshóli í Þverárhreppi 18. september 1918. Hann lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 25. mars síðastliðinn.
Útför Torfa fer fram frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Tryggvi Björnsson (1919-2001) Hrappsstöðum, Víðidal,

  • HAH02090
  • Einstaklingur
  • 29.5.1919 - 21.3.2001

Tryggvi Björnsson fæddist á Hrappsstöðum, Víðidal, Vestur-Húnavatnssýslu, 29. maí 1919. Hann lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 21. mars síðastliðinn. Tryggvi fór snemma að vinna að bústörfum á Hrappsstöðum og var einnig vinnumaður á nokkrum bæjum á unga aldri. Síðustu árin hefur hann verið vistmaður á sjúkrahúsinu á Hvammstanga.
Útför Tryggva fer fram frá Víðidalstungukirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Unnur Guðjónsdóttir (1907-2006)

  • HAH02097
  • Einstaklingur
  • 22.9.1907 - 17.1.2006

Unnur Guðjónsdóttir fæddist á Kýrunnarstöðum í Hvammssveit 22. september 1907. Hún lést á dvalarheimilinu Silfurtúni 17. janúar síðastliðinn. Útför Unnar verður gerð frá Garpsdalskirkju í dag kl. 14.

Unnur Kristinsdóttir (1906-1994)

  • HAH02099
  • Einstaklingur
  • 17.8.1906 - 11.11.1994

Unnur Kristinsdóttir var fædd á Núpi í Dýrafirði 17. ágúst 1906. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 11. nóvember sl., 88 ára að aldri.
Útför Unnar verður gerð frá Neskirkju í dag.

Niðurstöður 7901 to 8000 of 10412