Þorsteinn Einarsson (1911-2001) Íþróttafulltrúi

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Þorsteinn Einarsson (1911-2001) Íþróttafulltrúi

Parallel form(s) of name

  • Þorsteinn Einarsson (1911-2001) Íþróttafulltrúi

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

23.11.1911 - 5.1.2001

History

Þorsteinn Einarsson fæddist í Reykjavík 23. nóvember 1911. Hann lést á heimili sínu Laugarásvegi 47 í Reykjavík 5. janúar síðastliðinn. Hann var einn af fræknustu frjálsíþrótta- og glímumönnum landsins á sínum tíma.
Útför Þorsteins fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Places

Reykjavík:

Legal status

Þorsteinn varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1932

Functions, occupations and activities

Hann starfaði sem kennari við Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum 1934-41. Árið 1941 var hann skipaður íþróttafulltrúi ríkisins og gegndi því starfi til ársins 1981. Þorsteinn gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á starfsævi sinni. Hann var formaður Íþróttaráðs Vestmannaeyja 1934-41, félagsforingi skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum 1938-1941, í stjórn Bandalags íslenskra skáta 1942-52, varaskátahöfðingi 1948-59, í stjórn Dýraverndunarfélags Íslands 1959-72, formaður skólanefndar Íþróttakennaraskóla Íslands 1943-81, framkvæmdastjóri íþróttanefndar ríkisins 1941-81, framkvæmdastjóri félagsheimilasjóðs 1948-81.

Mandates/sources of authority

Í blaðstjórn íþróttablaðsins og ritnefnd 1943-1969, og í bókaútgáfunefnd ÍSÍ 1950-1951. Hann sat í fræðslunefnd ÍSÍ og í stjórn Félags áhugamanna um íþróttir fyrir aldraða. Þorsteinn gaf út fuglahandbók og bók um íslenska glímu, auk kennslubókar í íþróttum. Hann ritaði merkar greinar um fugla og þá einkum sjófugla í tímaritið Náttúrufræðinginn og fleiri rit, t.d. í Blik, ársrit Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum, merka grein um síðustu för til súlna í Eldey árið 1939. Þorsteinn tók einnig saman merkilega bók um íslenska fugla, sem heitir Fuglahandbókin - Greiningabók um íslenska fugla, sem er sérstaklega handhæg og skýr við fuglaskoðun. Hefur bókin komið út í mörgum útgáfum og verið þýdd á ensku.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Einar Þórðarson, f 15. júlí 1880 - 7. ágúst 1966. Verslunar- og slökkviliðsmaður í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Bifreiðarstjóri á Laugavegi 91 a, Reykjavík 1930 og Guðríður Eiríksdóttir f. 22. nóvember 1883 - 14. janúar 1966.

Þorsteinn kvæntist 17. febrúar 1934 Ásdís Guðbjörg Jesdóttir f. 29. ágúst 1911 - 23. ágúst 2000. Húsfreyja í Reykjavík. Var á Miðstræti 5 A í Vestmannaeyjum 1930. f. á Hól í Vestmannaeyjum. Bjuggu um skeið á Hól í Vestmannaeyjum, en frá 1941 í Reykjavík, lengst af á Laugarásvegi 47. Foreldrar hennar voru Kristíana Ágústa Eymundsdóttir f. 9. ágúst 1873 - 13. júní 1939. Húsfreyja í Eyvindarhólum, Mýrdalsþingum. Húsfreyja á Hóli, Vestmannaeyjasókn 1910 og Jes Anders Gíslason f. 28. maí 1872 - 7. febrúar 1961. Var í Jónshúsi, Vestmannaeyjasókn, Rang. 1880. Prestur í Eyvindarhólum, Rang. 1896-1904 og Mýrdalsþingum, V-Skaft. 1904-1906, síðar verslunarstjóri, barnakennari og bókavörður í Vestmannaeyjum. Húsbóndi á Hóli, Vestmannaeyjasókn 1910.

Börn þeirra Þorsteins og Ásdísar eru:
1) Jes Einar Þorsteinsson f. 5. september 1934 arkitekt Reykjavík, maki Ragnhildur Jóna Sigurðardóttir f. 5. nóvember 1941. Nefnd Ragnhildur Jónína., börn þeirra eru: a) Sigurður Halldór, f. 1970, b) Ásdís Sigurrós, f. 1972, maki Vilmundur Geir Guðmundsson, f. 1972, börn þeirra eru: Ragnhildur Rún, f. 1994, og Kolbeinn Jes, f. 1997, c) Ragnhildur, f. 5.7. 1974, d. 5.7. 1974.
2) Hildur Sigurlín Þorsteinsdóttir f. 16. ágúst 1937, maki Guðmundur Heiðar Sigurðsson, f. 10.6.1936, börn þeirra eru: a) Þorsteinn, f. 1957, maki Auður Hauksdóttir, f. 1956, börn þeirra eru: Reynir Óli, f. 1982, Haukur Heiðar, f. 1986, og Trausti, f. 1990. b) Sigurður Ingi, f. 1962, maki Anna Björnsdóttir, börn þeirra eru: Hildur Hörn, f. 1991, og Guðmundur Darri, f. 1993. c) Einar Jes, f. 1967, maki Lilja Guðný Björnsdóttir, f. 1962, börn þeirra eru: Guðjón Jes, f. 1993, Sólhildur, f. 1997, og Björgúlfur Jes, f. 1999. d) Ásdís Guðný, f. 1969, maki Kristján Kristjánsson, f. 1962, barn þeirra er Guðni Fannar, f. 1994.
3) Ágúst, f. 9.4.1939, maki María Helga Hjálmarsdóttir, f. 28.2.1942, börn þeirra eru: a) Þórdís Erla, f. 1961, maki Remy Fenzy, f. 1965, þau skildu, barn þeirra er Lóa Yona Zoe Fenzy, f. 1998. b) Ásdís Helga, f. 1964, maki Páll Ásgrímsson, f. 1964, börn þeirra eru: Ágúst, f. 1993, og Anna María, f. 1998. c). Ragnheiður Ingunn, f. 1965, maki Björn Ásgeir Guðmundsson, f. 1956, barn þeirra er Steinn Logi, f. 1999.
4) Guðni, f. 5.8 1941, maki Elín Klein, f. 10.3.1941, börn þeira eru: a) Arnar Karl, f. 1967, maki Christine Mary Carrieri, f. 1967, börn þeira eru: Owen Christian, f. 2000, og Aidan Ellis, f. 2000. b) Ásdís Þóra, f. 1973.
5) Ásdís Guðrún, f. 8.2.1945, maki Róbert Þór Bender, f. 6.2.1945, þau skildu, börn þeirra eru: a) Eyþór Ingi Bender, f. 1965, maki Bergljót Friðriksdóttir, f. 1962, börn þeirra eru: Styrmir, f. 1995, og Arnrún, f. 1996. b) Ingólfur Hreiðar Bender, f. 1967, maki Sigríður Lína Gylfadóttir Gröndal, f. 1968, barn þeirra er Þóranna Dís, f. 1997. c) Þorsteinn Freyr Bender, f. 1972, maki Valgerður Guðrún Guðnadóttir, f. 1976.
6) Sólveig, f. 23.2.1947, maki Gunnar Valtýsson, f. 7.11.1945, börn þeirra eru: a) Þorsteinn Högni, f. 1969, maki Solveig Erna Jónsdóttir, f. 1972. b) Valtýr Gauti, f. 1974, maki Hildur Gunnlaugsdóttir, f. 1979. c) Ásdís Sif, f. 1976. d) Sigríður Sunna, f. 1988.
7) Guðríður, f. 4.12.1948, maki Ólafur Guðmundur Einarsson Sæmundsen f. 9. janúar 1943 fæddur 10.1.1943 skv. kb., börn þeirra eru: a) Guðmundur Tryggvi, f. 1970, maki Þórunn Marinósdóttir, f. 1971, þau skildu, barn þeirra er: Marinó Óli, f. 1992. b) Guðbjörg, f. 1973. c) Heiða Steinunn, f. 1978, maki Jón Emil Sigurgeirsson, f. 1977. d) Eygló, f. 1981.
8) Eiríkur, f. 4.12.1948, maki Hulda Halldórsdóttir, f. 15.7.1949, börn þeirra eru: a) Halldór, f. 1972, maki Ragnhildur Helgadóttir, f. 1972, börn þeirra eru: Bergur, f. 1993, Sóley, f. 2000. b) Elsa, f. 1975.
9) Gísli Ingimundur, f. 3.8.1952, maki 1 Þórdís Þórhallsdóttir, f. 13.10.1952, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Ágústa Hrönn, f. 1971, maki Hallgrímur Jónasson, f. 1970, barn þeirra er: Viktor Gísli, f. 2000. b) Ívar Örn, f. 1976, maki Málfríður Garðarsdóttir, f. 1977, börn þeirra eru: Grímur, f. 1998, og Þórdís, f. 1999. c) Guðríður Þóra, f. 1979. Maki 2, Elín Vigdís Hallvarðsdóttir, f. 3.1.1964, barn þeirra er d) Hallvarður Jes, f. 1995.
10) Soffía, f. 17.12.1954, maki 1 Gísli Jónsson, f. 16.3.1951, þau skildu, börn þeirra eru: a) Þorsteinn Helgi, f. 1973, maki Guðbjörg Steinunn Tryggvadóttir, f. 1971. b) Jóhanna Björk, f. 1975. Maki 2 Daði Guðbjörnsson, f. 12.5.1954.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02151

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 18.8.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places