Jóhann Ragúels (1875-1942) Akureyri

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Jóhann Ragúels (1875-1942) Akureyri

Parallel form(s) of name

  • Jóhann Ragúelsson Ragúels (1875-1942) Akureyri

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

3.9.1875 - 2.3.1942

History

Jóhann Ragúelsson Ragúels 3. sept. 1875 - 2. mars 1942. Húsbóndi í Hafnarstræti 35 á Akureyri, Eyj. 1910. Verzlunarmaður á Akureyri 1930.

Places

Guðlaugsvík
Akureyri

Legal status

Latínuskólinn í Reykjavík

Functions, occupations and activities

Kaupmaður

Mandates/sources of authority

Jóhann Ragúels kaupmaður.
Dánarminning.

Ég lít um öxl á liðinn genginn veg.
Ég lít í fjarska horfna vini mína.
Væri ég svanur syngja skyldi ég
sólarljóð, sem geymdu minning þína.

Þú lifðir hér á varga og vígaöld,
en vannst i kyrrþey undir friðar merki.
Og gættir þess að hafa skyggðan skjöld,
og skilaðir með heiðri dagsins verki.

Þeir eru heiður þessa gamla lands,
þeir, sem aldrei bletta minning sína.
Þegar einhver getur göfugs manns
getur hann um liðna æfi þína.

Snemma lífið bjó þér beiskan harm.
það burtu ljós þitt tók en húm þér sendi.
En hetjulund þú barst i heitum barm
og böl þitt duldir, studdur vinarhendi.

Ég veit þú hefur dregið dúk við hún;
með djörfung siglt um hulins dularvegi,
og sjálfsagt eygt við ystu hafsins brún
árdagsroða af nýjum lífsins degi.

Björg Pétursdóttir.

Internal structures/genealogy

Foreldrar; Raguel Ólafsson 10. júní 1850 - 26. maí 1926. Var í Unaðsdal, Snæfjallasókn, Ís. 1860. Bóndi í Unaðsdal og síðar í Guðlaugsvík í Hrútafirði. Húsmaður og oddviti í Guðlaugsvík, Prestbakkasókn, Strand. 1890. Bóndi í Guðlaugsvík, Bæjarhreppi, Strand, 1920 og kona hans 23.1.1874; Ingibjörg Margrét Jónsdóttir 25. maí 1851 - 15. júlí 1882. Sennilega sú sem var í Valdarási, Víðidalstungusókn, Hún. 1860. Húsfreyja í Unaðsdal.
Bústýra; Helga Gísladóttir 7. júní 1860 - 24. nóv. 1954. Húskona í Guðlaugsvík, Prestbakkasókn, Strand. 1930.

Systir;
1) Ólafía Guðríður Ragúelsdóttir 5. ágúst 1877 - 1. maí 1913. Var í Unaðsdal 2, Unaðsdalsssókn, N-Ís. 1880. Var í Guðlaugsvík, Prestbakkasókn, Strand. 1890. Húsfreyja á Akureyri, Eyj. 1901. Húsfreyja á Akureyri.

Kona hans 1902; Guðrún Davía Ragúels Davíðsdóttir 22. des. 1880 - 24. júní 1973. Tökubarn á Geirseyri, Sauðlauksdalssókn, Barð. 1890. Vinnukona í Austurstræti, Reykjavík. 1901. Húsfreyja á Akureyri 1930. Síðast bús. á Akureyri.

Fósturdætur þeirra;
1) Olga Margrét Þórðardóttir Ragúels 2. jan. 1901 - 6. maí 1931. Skrifstofustúlka á Akureyri 1930. Kjörfor: Jóhann Ragúelsson Ragúels og Guðrún Davíðsdóttir Ragúels.
2) Guðrún Guðríður Sveinbjörnsdóttir 25. júlí 1906 - 17. júní 1993. Verzlunarmær á Akureyri 1930. Fósturforeldrar frá 1918: Jóhann Ragúelsson Ragúels og Guðrún Davíðsdóttir Ragúels. Síðast bús. í Reykjavík.
3) Sigríður Sveinbjörnsdóttir 31. ágúst 1907 - 29. maí 1981. Húsfreyja á Akureyri 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Maður hennar 1930; Sveinbjörn Lárusson pípulagningameistari. Þau eignuðust 5 börn sem öll létust í æsku.
Fósturforeldrar frá 1918: Jóhann Ragúelsson Ragúels og Guðrún Davíðsdóttir Ragúels. Síðast bús. í Reykjavík.

General context

Jóhann Ragúels kaupmaður, lézt að heimili sínu hér í bænum mánudaginn 2.3.1942. Hann var fæddur að Unaðsdal við Ísafjarðardjúp 3. sept. árið 1875 og var því 66 ára gamall er hann andaðist. Jóhann kom ungur í latínuskólann í Reykjavík, en varð að hætta námi eftir 3 vetur, vegna sjóndepru, er þjáði hann, það sem eftir var æfinnar. Hann giftist árið 1902 eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Davíðsdóttur frá Patreksfirði, og sama ár fluttist hann hingað til bæjarins. Jóhann var maður hæglátur, prúðmenni hið mesta og vinsæll. Með honum er fallinn í valinn einn af elztu og beztu borgurum bæjarins.

Relationships area

Related entity

Margrét Þórðardóttir Ragúels (1901-1931) Akureyri (2.1.1901 - 6.5.1931)

Identifier of related entity

HAH09420

Category of relationship

family

Type of relationship

Margrét Þórðardóttir Ragúels (1901-1931) Akureyri

is the child of

Jóhann Ragúels (1875-1942) Akureyri

Dates of relationship

Description of relationship

fósturfaðir

Related entity

Ólafía Ragúelsdóttir (1877-1913) Akureyri (5.8.1877 - 1.5.1913)

Identifier of related entity

HAH07253

Category of relationship

family

Type of relationship

Ólafía Ragúelsdóttir (1877-1913) Akureyri

is the sibling of

Jóhann Ragúels (1875-1942) Akureyri

Dates of relationship

5.8.1877

Description of relationship

Related entity

Guðrún Ragúels Davíðsdóttir (1880-1973) Akureyri (22.12.1880 - 24.6.1973)

Identifier of related entity

HAH04272

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðrún Ragúels Davíðsdóttir (1880-1973) Akureyri

is the spouse of

Jóhann Ragúels (1875-1942) Akureyri

Dates of relationship

11.10.1902

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH05340

Institution identifier

IS-HAH

Rules and/or conventions used

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 7.11.2022

Language(s)

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði 7.11.2022
Íslendingabók
Dagur 5.3.1942. https://timarit.is/page/2644362?iabr=on
Alþýðumaðurinn 11.8.1942. https://timarit.is/page/4944067?iabr=on

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places