Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Jóhann Frímann Sigvaldason (1905-1992) kennari og bóndi á Brekkulæk í Miðfirði
Parallel form(s) of name
- Jóhann Sigvaldason (1905-1992) kennari og bóndi á Brekkulæk í Miðfirði
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
- ágúst 1905 - 30. júní 1992
History
Jóhann Frímann Sigvaldason (1905-1992), bóndi á Brekkulæk í Miðfirði er sextugur í dag, 1. ágúst. Hann er eitt af mörgum börnum hjónanna Sigvalda Björnssonar og Hólmfríðar Þorvaldsdóttur, er lengi bjuggu á Brekkulæk. Sigvaldi var sonur Björns Sigvaldasonar bónda á Útibleiksstöðum og víðar og Ingibjargar Aradóttur konu hans, en Hólmfríður var dóttir hjónanna Þorvalds prests Bjarnarsonar á Melstað og Sigríðar Jónasdóttur. Þegar Jóhann var rúmlega tvítugur fór hann til náms í Hvítárbakkaskólann. Að lokinni skólavist þar fór hann til Þýskalands og var þar um tíma við nám og störf, en kom heim vorið 1930. Sumarið 1929, þegar Jóhann var í Þýskalandi, fór hann í ferðalag til Balkanskaga, austur í Litlu-Asíu og til Ítalíu, ásamt nokkrum ungum Þjóðverjum. Ferðafélagar hans voru fimm stúdentar, tveir iðnfræðingar og einn bókhaldari. Nú þykir ekki tíðindum sæta þó að íslendingar bregði sér austur að Svartahafi og jafnvel enn lengra út i veröldina, en í fjarlægar heimsálfur fara menn nú í loftköstum á örskömmum tíma. Á þessum tíma voru ferðalög með allt öðrum hætti, langtum erfiðari og tímafrekari. — Jóhann skrifaði síðan bók um ferðalagið, og nefnist hún Ferðasaga Fritz Liebig. í upphafi ferðarinnar gerðist það, að þegar að þeir félagar voru saman komnir til að stíga inn í járnbrautarlest, sem átti að flytja þá fyrsta áfangann, fannst ekki vegabréfið hans Jóhanns, það hafði verið sent til Berlínar, og glatast þar. Nú var ekki gott í efni, því að lestin var rétt á förum og enginn tími til að ná í ný skilríki handa íslendingnum. Voru því horfur á að hann yrði að sitja eftir, og mundi honum hafa þótt það mjög illt. En þá kom upp að á járnbrautarstöðinni voru nokkur vegabréf í óskilum. Tóku þeir félagar það ráð, að velja eitt i af þeim handa Jóhanni. Á því vegabréfi var nafnið Fritz Liebig frá Breslau, og er hér fengin skýring á heiti ferðabókarinnar. Þarna var djarft teflt hjá þeim ungu mönnum, en Jóhann slapp fram hjá lögreglumönnum allra þeirra landa, sem þeir fóru um, undir nafninu Fritz Liebig. Var hann þó oft kynntur sem íslendingur á ferðalaginu. Í ferðabók Jóhanns segir frá för þeirra félaga um mörg lönd - frá því seint í júlí og fram í september. Þeir höfðu fjármuni af skornum skammti, og ferðuðust því svo ódýrt sem unnt var. Fóru með járnbrautum, bifreiðum, hestvögnum og fótgangandi. Oft sváfu þeir í tjaldi um nætur, og fengu ódýra gistingu í skólahúsum. Komust á hæsta tind fjallsins Tatra, sem er talið 540 metrum hærra en hæsta fjall íslands, en voru svo óheppnir að þar var svartaþoka. Margt bar þeim fyrir augu og eyru í ferðinni, en oft voru þeir þreyttir og ákaflega þyrstir á göngunni. En sá þeirra, sem þeir höfðu kosið fararstjóra, bannaði þeim að drekka vatn, því að það taldi hann stórhættulegt. í þeim löndum, er þeir fóru um, hittu þeir oft Þjóðverja, sem þar voru búsettir, og fengu mjög góðar viðtökur hjá þeim. — Ferðasaga Jóhanns gefur góða lýsingu á löndum og fólki, og er krydduð með gamansemi, svo að hún er skemmtilestur. Í niðurlagi bókarinnar segir höfundur, að þótt gaman sé að fara til annarra landa, sé meira gaman að koma heim. Og Jóhann Sigvaldason kom heim. Hann hefur búið í meira en 20 ár á jörðinni, þar sem hann var fæddur og upp alinn. Jóhann lauk prófi frá Kennaraskóla fslands árið 1936. Síðan stundaði hann barnakennslu í sveitum í báðum Húnavatnssýslum, austur í Hjaltastaðaþinghá, norður á Tjörnesi og vestur í Dýrafirði. Heyrt hef ég að í því starfi hafi hann lagt sérstaka rækt við móðurmálskennsluna, enda ágætlega að sér í þeirri grein eins og fleirum. Hann hóf búskap á Brekkulæk 1942, og hefur búið þar síðan. Kvæntist árið 1947 frændkonu sinni, Sigurlaugu Friðriksdóttur frá Stóra-Ósi. Eiga þau fjögur börn á aldrinum 6—15 ára. Og áður en Jóhann kvæntist eignaðist hann einn son. Jóhann á Brekkulæk er dugnaðarmaður að hverju sem hann gengur. Hefur þó ekki verið heilsu hraustur. En þó að alvara lífsins hafi ekki farið fram hjá garði hans, er hann gæddur þeim ágæta hæfileika að sjá broslegu hliðina á tilverunni, og því er alltaf gaman að eiga tal við hann. Ég sendi Jóhanni og fjölskyldu hans bestu heillaóskir í tilefni af sextugsafmælinu. Skúli Guðmundsson
Places
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
General context
Relationships area
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Maintained by
Institution identifier
IS-HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Partial
Dates of creation, revision and deletion
MÞ 14.11.2023
Language(s)
- Icelandic