Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Ólöf Sigurðardóttir (1857-1933) rithöfundur frá Hlöðum í Hörgárdal
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
9.4.1857 - 23.3.1933
History
Ólöf Sigurðardóttir 9. apríl 1857 - 23. mars 1933. Ljósmóðir, skáld og rithöfundur á Hlöðum í Hörgárdal, síðast bús. í Reykjavík. Ekkja á Njarðargötu 3, Reykjavík 1930.
Ólöf fæddist á Sauðadalsá á Vatnsnesi og ólst upp þar á nesinu.
Places
Legal status
Hún lærði ljósmóðurfræði hjá Jónassen lækni í Reykjavík og sigldi síðan til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn.
Functions, occupations and activities
Eftir heimkomuna var hún um fimm ára skeið ljósmóðir í Reykjavík en giftist þá Halldóri Guðmundssyni og fluttu þau norður að Hlöðum í Hörgárdal og við þann bæ er Ólöf jafnan kennd. Þar bjó hún yfir þrjátíu ár. Eftir það flutti hún til Akureyrar og síðustu árin bjó hún í Reykjavík.
Mandates/sources of authority
Ólöf orti talsvert og skrifaði sögur og ævintýri. Hún gaf út tvö ljóðasöfn og hétu þau bæði Nokkur smákvæði. Þá skrifaði hún minningar frá bernskuárum sínum á Vatnsnesi og lýsir þar vel örbirgðinni og allsleysinu sem hún var alin upp við.
Ólöf Sigurðardóttir, Bernskuheimili mitt, Eimreiðin, 2. tölublað (01.05.1906), Blaðsíða 96
Internal structures/genealogy
Foreldrar hennar; Sigurður Sigurðsson 3. júlí 1820 - 23. apríl 1882. Var á Geitafelli, Lómatjarnarsókn, Hún. 1835. Bóndi á Þorgrímsstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1860. Síðast bóndi á Flatnefsstöðum og kona hans 2.12.1849; Magdalena Tómasdóttir 13. jan. 1817 - 7. mars 1903. Húsfreyja í Tungu, Tjarnarsókn, Hún. 1845. Húsfreyja á Þorgrímsstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1860. Hún var skráð dóttir Tómasar Jónssonar, vinnumanns í Dæli, en var almennt talin dóttir Sigurðar Ólafssonar í Katadal, en Sigurður þessi var giftur Þorbjörgu, systur Guðrúnar, þannig að það faðerni varðaði við lög.
Fyrri maður Magdalenu 24.7.1836; Gunnar Oddsson 21. feb. 1801 - 22. feb. 1847. Bóndi í Tungu, Tjarnarsókn, Hún. 1845.
Systkini Ólafar sammæðra;
1) Gunnar Gunnarsson 21.6.1836 - 5.9.1836
2) Guðmundur Frímann Gunnarsson 1. ágúst 1839 - 12. mars 1912. Var í Tungu í Tjarnarsókn, Hún. 1845. Vinnumaður á Sauðdalsá, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1860. Bóndi á Refsteinsstöðum og síðar á Hnjúkum. Bóndi á Refsteinsstöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1873 og 1880. Húsbóndi á Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Húsbóndi í Hnjúkum, Blönduóssókn, Hún. 1901. Skv. Æ.A-Hún. var Guðmundur af sumum talinn launsonur Guðmundar Ketilsonar, f.1792, d.24.6.1859, bónda og skálds á Illugastöðum á Vatnsnesi.
M1 5.10.1862; Ingibjörg Árnadóttir 4. júní 1838 - 20. október 1890 Var í Sauðadalsá, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1845. Húsfreyja á Refsteinsstöðum, Þingeyrasókn 1873 og 1880.
M2 3.7.1896; Björg Jónsdóttir 21. júlí 1844 Húsfreyja á Hnjúkum, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Var á Blöndubakka, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Bróðir hennar var Kristófer (1857-1942) í Köldukinn.
3) Magdalena Gunnarsdóttir 19.11.1844 - 31. maí 1901 Var í Tungu, Tjarnarsókn, Hún. 1845. Var á Þorgrímsstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1860. Vinnukona á Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Maður hennar; Þorkell Þorleifsson 1832 Var á Flatnestöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1845.
4) Ólafur Gunnarsson 7.11.1846 Var á Þorgrímsstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1860. Búandi á Syðri-Kárastöðum, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1870.
Alsystkini;
5) Kristín Sigurðardóttir 2.1.1848
6) Sigurður Sigurðsson 22. september 1852 - 14. ágúst 1926 Bóndi á Merkigili í Eyjafjarðarsveit. Bóndi á Merkigili, Grundarsókn, EYj. 1901.
7) Sigurður Sigurðsson 22. september 1852 - 8.11.1854
8) Job Sigurðsson 14. júlí 1855 - 9. apríl 1945. Var á Sauðadalsá, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1855. Fór til Vesturheims 1877 frá Flatnefsstöðum, Þverárhreppi, Hún. Bóndi í Pembina í N-Dakota, Bandaríkjunum, síðar í Mouse River en bjó síðast í Bellingham, Kanada.
9) Guðríður Sigurðardóttir 20. október 1858 Bústýra á Sauðadalsá, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1890. Leigjandi á Súluvöllum, Vesturhópshólasókn, Hún. 1901. Húskona á Súluvöllum, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930.
10) Jóhann Sigurðsson 15.10.1849 - 1933 Var á Þorgrímsstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1860. Vinnumaður í Lækjamóti, Víðidalstungusókn, Hún. 1870. Húsmaður í Valdarási í Breiðabólsstaðarsókn 1874. Húsmaður á Flatnefsstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1883 frá Ásbjarnarstöðum, Kirkjuhvammshreppi, Hún.
Maður hennar; Halldór Guðmundsson 9. nóv. 1850 [9.10.1850]- 17. ágúst 1920. Kennari og trésmiður á Hlöðum í Hörgárdal.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Ólöf Sigurðardóttir (1857-1933) rithöfundur frá Hlöðum í Hörgárdal
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Ólöf Sigurðardóttir (1857-1933) rithöfundur frá Hlöðum í Hörgárdal
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the spouse of
Ólöf Sigurðardóttir (1857-1933) rithöfundur frá Hlöðum í Hörgárdal
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 28.2.2020
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði
https://is.wikipedia.org/wiki/%C3%93l%C3%B6f_Sigur%C3%B0ard%C3%B3ttir_fr%C3%A1_Hl%C3%B6%C3%B0um
Föðurtún bls. 172, 348
Ljósmæðratal