Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Ólöf Sigurðardóttir (1857-1933) rithöfundur frá Hlöðum í Hörgárdal
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
9.4.1857 - 23.3.1933
Saga
Ólöf Sigurðardóttir 9. apríl 1857 - 23. mars 1933. Ljósmóðir, skáld og rithöfundur á Hlöðum í Hörgárdal, síðast bús. í Reykjavík. Ekkja á Njarðargötu 3, Reykjavík 1930.
Ólöf fæddist á Sauðadalsá á Vatnsnesi og ólst upp þar á nesinu.
Staðir
Réttindi
Hún lærði ljósmóðurfræði hjá Jónassen lækni í Reykjavík og sigldi síðan til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn.
Starfssvið
Eftir heimkomuna var hún um fimm ára skeið ljósmóðir í Reykjavík en giftist þá Halldóri Guðmundssyni og fluttu þau norður að Hlöðum í Hörgárdal og við þann bæ er Ólöf jafnan kennd. Þar bjó hún yfir þrjátíu ár. Eftir það flutti hún til Akureyrar og síðustu árin bjó hún í Reykjavík.
Lagaheimild
Ólöf orti talsvert og skrifaði sögur og ævintýri. Hún gaf út tvö ljóðasöfn og hétu þau bæði Nokkur smákvæði. Þá skrifaði hún minningar frá bernskuárum sínum á Vatnsnesi og lýsir þar vel örbirgðinni og allsleysinu sem hún var alin upp við.
Ólöf Sigurðardóttir, Bernskuheimili mitt, Eimreiðin, 2. tölublað (01.05.1906), Blaðsíða 96
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar; Sigurður Sigurðsson 3. júlí 1820 - 23. apríl 1882. Var á Geitafelli, Lómatjarnarsókn, Hún. 1835. Bóndi á Þorgrímsstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1860. Síðast bóndi á Flatnefsstöðum og kona hans 2.12.1849; Magdalena Tómasdóttir 13. jan. 1817 - 7. mars 1903. Húsfreyja í Tungu, Tjarnarsókn, Hún. 1845. Húsfreyja á Þorgrímsstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1860. Hún var skráð dóttir Tómasar Jónssonar, vinnumanns í Dæli, en var almennt talin dóttir Sigurðar Ólafssonar í Katadal, en Sigurður þessi var giftur Þorbjörgu, systur Guðrúnar, þannig að það faðerni varðaði við lög.
Fyrri maður Magdalenu 24.7.1836; Gunnar Oddsson 21. feb. 1801 - 22. feb. 1847. Bóndi í Tungu, Tjarnarsókn, Hún. 1845.
Systkini Ólafar sammæðra;
1) Gunnar Gunnarsson 21.6.1836 - 5.9.1836
2) Guðmundur Frímann Gunnarsson 1. ágúst 1839 - 12. mars 1912. Var í Tungu í Tjarnarsókn, Hún. 1845. Vinnumaður á Sauðdalsá, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1860. Bóndi á Refsteinsstöðum og síðar á Hnjúkum. Bóndi á Refsteinsstöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1873 og 1880. Húsbóndi á Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Húsbóndi í Hnjúkum, Blönduóssókn, Hún. 1901. Skv. Æ.A-Hún. var Guðmundur af sumum talinn launsonur Guðmundar Ketilsonar, f.1792, d.24.6.1859, bónda og skálds á Illugastöðum á Vatnsnesi.
M1 5.10.1862; Ingibjörg Árnadóttir 4. júní 1838 - 20. október 1890 Var í Sauðadalsá, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1845. Húsfreyja á Refsteinsstöðum, Þingeyrasókn 1873 og 1880.
M2 3.7.1896; Björg Jónsdóttir 21. júlí 1844 Húsfreyja á Hnjúkum, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Var á Blöndubakka, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Bróðir hennar var Kristófer (1857-1942) í Köldukinn.
3) Magdalena Gunnarsdóttir 19.11.1844 - 31. maí 1901 Var í Tungu, Tjarnarsókn, Hún. 1845. Var á Þorgrímsstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1860. Vinnukona á Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Maður hennar; Þorkell Þorleifsson 1832 Var á Flatnestöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1845.
4) Ólafur Gunnarsson 7.11.1846 Var á Þorgrímsstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1860. Búandi á Syðri-Kárastöðum, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1870.
Alsystkini;
5) Kristín Sigurðardóttir 2.1.1848
6) Sigurður Sigurðsson 22. september 1852 - 14. ágúst 1926 Bóndi á Merkigili í Eyjafjarðarsveit. Bóndi á Merkigili, Grundarsókn, EYj. 1901.
7) Sigurður Sigurðsson 22. september 1852 - 8.11.1854
8) Job Sigurðsson 14. júlí 1855 - 9. apríl 1945. Var á Sauðadalsá, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1855. Fór til Vesturheims 1877 frá Flatnefsstöðum, Þverárhreppi, Hún. Bóndi í Pembina í N-Dakota, Bandaríkjunum, síðar í Mouse River en bjó síðast í Bellingham, Kanada.
9) Guðríður Sigurðardóttir 20. október 1858 Bústýra á Sauðadalsá, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1890. Leigjandi á Súluvöllum, Vesturhópshólasókn, Hún. 1901. Húskona á Súluvöllum, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930.
10) Jóhann Sigurðsson 15.10.1849 - 1933 Var á Þorgrímsstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1860. Vinnumaður í Lækjamóti, Víðidalstungusókn, Hún. 1870. Húsmaður í Valdarási í Breiðabólsstaðarsókn 1874. Húsmaður á Flatnefsstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1883 frá Ásbjarnarstöðum, Kirkjuhvammshreppi, Hún.
Maður hennar; Halldór Guðmundsson 9. nóv. 1850 [9.10.1850]- 17. ágúst 1920. Kennari og trésmiður á Hlöðum í Hörgárdal.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Ólöf Sigurðardóttir (1857-1933) rithöfundur frá Hlöðum í Hörgárdal
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Ólöf Sigurðardóttir (1857-1933) rithöfundur frá Hlöðum í Hörgárdal
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er maki
Ólöf Sigurðardóttir (1857-1933) rithöfundur frá Hlöðum í Hörgárdal
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 28.2.2020
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði
https://is.wikipedia.org/wiki/%C3%93l%C3%B6f_Sigur%C3%B0ard%C3%B3ttir_fr%C3%A1_Hl%C3%B6%C3%B0um
Föðurtún bls. 172, 348
Ljósmæðratal