Ólöf Sigurðardóttir (1857-1933) rithöfundur frá Hlöðum í Hörgárdal

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Ólöf Sigurðardóttir (1857-1933) rithöfundur frá Hlöðum í Hörgárdal

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

9.4.1857 - 23.3.1933

Saga

Ólöf Sigurðardóttir 9. apríl 1857 - 23. mars 1933. Ljósmóðir, skáld og rithöfundur á Hlöðum í Hörgárdal, síðast bús. í Reykjavík. Ekkja á Njarðargötu 3, Reykjavík 1930.
Ólöf fæddist á Sauðadalsá á Vatnsnesi og ólst upp þar á nesinu.

Staðir

Réttindi

Hún lærði ljósmóðurfræði hjá Jónassen lækni í Reykjavík og sigldi síðan til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn.

Starfssvið

Eftir heimkomuna var hún um fimm ára skeið ljósmóðir í Reykjavík en giftist þá Halldóri Guðmundssyni og fluttu þau norður að Hlöðum í Hörgárdal og við þann bæ er Ólöf jafnan kennd. Þar bjó hún yfir þrjátíu ár. Eftir það flutti hún til Akureyrar og síðustu árin bjó hún í Reykjavík.

Lagaheimild

Ólöf orti talsvert og skrifaði sögur og ævintýri. Hún gaf út tvö ljóðasöfn og hétu þau bæði Nokkur smákvæði. Þá skrifaði hún minningar frá bernskuárum sínum á Vatnsnesi og lýsir þar vel örbirgðinni og allsleysinu sem hún var alin upp við.

Ólöf Sigurðardóttir, Bernskuheimili mitt, Eimreiðin, 2. tölublað (01.05.1906), Blaðsíða 96

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar; Sigurður Sigurðsson 3. júlí 1820 - 23. apríl 1882. Var á Geitafelli, Lómatjarnarsókn, Hún. 1835. Bóndi á Þorgrímsstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1860. Síðast bóndi á Flatnefsstöðum og kona hans 2.12.1849; Magdalena Tómasdóttir 13. jan. 1817 - 7. mars 1903. Húsfreyja í Tungu, Tjarnarsókn, Hún. 1845. Húsfreyja á Þorgrímsstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1860. Hún var skráð dóttir Tómasar Jónssonar, vinnumanns í Dæli, en var almennt talin dóttir Sigurðar Ólafssonar í Katadal, en Sigurður þessi var giftur Þorbjörgu, systur Guðrúnar, þannig að það faðerni varðaði við lög.
Fyrri maður Magdalenu 24.7.1836; Gunnar Oddsson 21. feb. 1801 - 22. feb. 1847. Bóndi í Tungu, Tjarnarsókn, Hún. 1845.

Systkini Ólafar sammæðra;
1) Gunnar Gunnarsson 21.6.1836 - 5.9.1836
2) Guðmundur Frímann Gunnarsson 1. ágúst 1839 - 12. mars 1912. Var í Tungu í Tjarnarsókn, Hún. 1845. Vinnumaður á Sauðdalsá, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1860. Bóndi á Refsteinsstöðum og síðar á Hnjúkum. Bóndi á Refsteinsstöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1873 og 1880. Húsbóndi á Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Húsbóndi í Hnjúkum, Blönduóssókn, Hún. 1901. Skv. Æ.A-Hún. var Guðmundur af sumum talinn launsonur Guðmundar Ketilsonar, f.1792, d.24.6.1859, bónda og skálds á Illugastöðum á Vatnsnesi.
M1 5.10.1862; Ingibjörg Árnadóttir 4. júní 1838 - 20. október 1890 Var í Sauðadalsá, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1845. Húsfreyja á Refsteinsstöðum, Þingeyrasókn 1873 og 1880.
M2 3.7.1896; Björg Jónsdóttir 21. júlí 1844 Húsfreyja á Hnjúkum, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Var á Blöndubakka, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Bróðir hennar var Kristófer (1857-1942) í Köldukinn.
3) Magdalena Gunnarsdóttir 19.11.1844 - 31. maí 1901 Var í Tungu, Tjarnarsókn, Hún. 1845. Var á Þorgrímsstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1860. Vinnukona á Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Maður hennar; Þorkell Þorleifsson 1832 Var á Flatnestöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1845.
4) Ólafur Gunnarsson 7.11.1846 Var á Þorgrímsstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1860. Búandi á Syðri-Kárastöðum, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1870.
Alsystkini;
5) Kristín Sigurðardóttir 2.1.1848
6) Sigurður Sigurðsson 22. september 1852 - 14. ágúst 1926 Bóndi á Merkigili í Eyjafjarðarsveit. Bóndi á Merkigili, Grundarsókn, EYj. 1901.
7) Sigurður Sigurðsson 22. september 1852 - 8.11.1854
8) Job Sigurðsson 14. júlí 1855 - 9. apríl 1945. Var á Sauðadalsá, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1855. Fór til Vesturheims 1877 frá Flatnefsstöðum, Þverárhreppi, Hún. Bóndi í Pembina í N-Dakota, Bandaríkjunum, síðar í Mouse River en bjó síðast í Bellingham, Kanada.
9) Guðríður Sigurðardóttir 20. október 1858 Bústýra á Sauðadalsá, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1890. Leigjandi á Súluvöllum, Vesturhópshólasókn, Hún. 1901. Húskona á Súluvöllum, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930.
10) Jóhann Sigurðsson 15.10.1849 - 1933 Var á Þorgrímsstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1860. Vinnumaður í Lækjamóti, Víðidalstungusókn, Hún. 1870. Húsmaður í Valdarási í Breiðabólsstaðarsókn 1874. Húsmaður á Flatnefsstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1883 frá Ásbjarnarstöðum, Kirkjuhvammshreppi, Hún.

Maður hennar; Halldór Guðmundsson 9. nóv. 1850 [9.10.1850]- 17. ágúst 1920. Kennari og trésmiður á Hlöðum í Hörgárdal.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Sauðadalsá - Sauðá á Vatnsnesi ((1950))

Identifier of related entity

HAH00594

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Magdalena Tómasdóttir (1817-1903) Tungu á Vatnsnesi (13.1.1817 - 7.3.1903)

Identifier of related entity

HAH09361

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Magdalena Tómasdóttir (1817-1903) Tungu á Vatnsnesi

er foreldri

Ólöf Sigurðardóttir (1857-1933) rithöfundur frá Hlöðum í Hörgárdal

Dagsetning tengsla

1857

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Frímann Gunnarsson (1839-1912) Hnjúkum ov (1.8.1839 - 12.3.1912)

Identifier of related entity

HAH04011

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðmundur Frímann Gunnarsson (1839-1912) Hnjúkum ov

er systkini

Ólöf Sigurðardóttir (1857-1933) rithöfundur frá Hlöðum í Hörgárdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Halldór Guðmundsson (1850-1920) kennari Hlöðum í Hörgárdal (9.11.1850 - 17.8.1920)

Identifier of related entity

HAH04647

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Halldór Guðmundsson (1850-1920) kennari Hlöðum í Hörgárdal

er maki

Ólöf Sigurðardóttir (1857-1933) rithöfundur frá Hlöðum í Hörgárdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH06496

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 28.2.2020

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir