Sýnir 10412 niðurstöður

Nafnspjald

Þrúður Gunnarsdóttir (1904-1977) frá Ystagili

  • HAH04737
  • Einstaklingur
  • 27.3.1904 - 25.2.1977

Þrúður Gunnarsdóttir 27. mars 1904 - 25. febrúar 1977. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Hárgreiðslumeistari, síðast bús. í Reykjavík. Jarðsett 4.3.1977, kl 10:30 frá Fossvogskirkju

Skottastaðir í Bólstaðarhlíðarhreppi

  • HAH00171
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1500]

Á jörðinni er ekkert íbúðarhús og hefur eigandi heimili sitt á Leifsstöðum. Býlið er austan Svartár gegnt Hóli og gnæfir Oksinn vestan árinnar. Á Skottastöðum er skýlt fyrir norðanátt og oft snemmgróið. Landgott til fjalls. Túnið er að mestu framræst mýrlendi í Skottastaðahlíð. Fjárhús yfir 200 fjár. Hlaða 360 m3. Hesthús.. Tún 10 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Hafnarfjörður

  • HAH00283
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Hafnarfjörður var í landnámi Ásbjarnar Özurarsonar, bróðursonar Ingólfs Arnarsonar. Hafnarfjörður er fyrst nefndur í Hauksbók Landnámu, þar sem segir frá brottför Hrafna-Flóka og samferðamanna hans frá Íslandi. Frá upphafi landnáms á Íslandi og fram til upphafs 15. aldar kemur staðurinn annars lítið sem ekkert við sögu.

Vegna góðra hafnarskilyrða frá náttúrunnar hendi varð Hafnarfjörður ein helsta verslunar- og fiskveiðihöfn landsins frá og með upphafi 15. aldar, eftir því sem skreið tók við af vaðmál sem eftirsóttasta útflutningsvara Íslendinga. Í upphafi 15. aldar hófu Englendingar fiskveiðar og verslun við Ísland. Árið 1413 kom fyrsta enska kaupskipið að landi sem sögur fara af við Hafnarfjörð. Íslendingar tóku ensku kaupmönnunum vel, en Danakonungur reyndi að koma í veg fyrir verslun Englendinga við Ísland og þess vegna kom oft til átaka milli Englendinga og sendimanna Danakonungs. Eftir því sem árin liðu urðu Englendingarnir ekki eins vel liðnir vegna yfirgangs. Einnig áttu þeir til að ræna skreið frá Íslendingum.
Um 1468 hófu þýskir Hansakaupmenn siglingar til Íslands frá Bergen í Noregi. Næstu tvo áratugina var hörð samkeppni á milli Englendinga og Hansakaupmanna, sem leiddist oft út í slagsmál og bardaga. Þýsku kaupmennirnir höfðu betur að lokum. Þeir gátu boðið ódýrari og fjölbreyttari vöru heldur en Englendingarnir. Á 16. öld var Hafnarfjörður orðinn aðalhöfn Hamborgarmanna á Íslandi.
Um miðja öldina reyndu Danakonungar enn að koma í veg fyrir verslun Þjóðverja á Íslandi og koma versluninni í hendur danskra kaupmanna. Árið 1602 gaf Kristján 4. Danakonungur út tilskipun um einokunarverslun og þar með varð úti um verslunarsamband milli Íslands og Þýskalands.

Á fyrri hluta einokunartímabilsins var Hafnarfjörður helsti verslunarstaður á Íslandi. Frá 1602-1774 var verslunin í höndum danskra kaupmanna og verslunarfélaga, en árið 1774 tók konungurinn við versluninni. Árið 1787 voru eignir konungsverslunarinnar seldar starfsmönnum hennar. Þá myndaðist vísir að samkeppni í verslunarrekstri þegar lausakaupmenn fóru að keppa við arftaka konungsverslunarinnar. Ekkert varð þó meira úr þessari samkeppni, þar sem dönsku kaupmennirnir höfðu yfirhöndina. Árið 1795 kærðu bændur dönsku kaupmennina fyrir of hátt verð á innfluttum vörum og kröfðust þess að verslun yrði gefin algerlega frjáls.

Árið 1794 keypti Bjarni Sívertsen verslunarhús konungsverslunarinnar. Hann gerðist brátt umsvifamikill kaupmaður og útgerðarmaður. Hann keypti gamlar bújarðir í landi Hafnarfjarðar og kom upp skipasmíðastöð. Bjarni varð einn af fyrstu Íslendingunum til að fá verslunarleyfi eftir að danska einokunarverslunin var lögð niður. Vegna umsvifa sinna í Hafnarfirði hefur hann oft verið nefndur faðir Hafnarfjarðar.
Frá árinu 1787 til 1908 voru flestir kaupmenn í Hafnarfirði danskir. Einn norskur kaupmaður var þar, Hans Wingaard Friis frá Álasundi í Noregi og hann búsettist í Hafnarfirði. Í upphafi tuttugustu aldar fór íslenskum kaupmönnum hins vegar að fjölga, en þeim dönsku fór fækkandi að sama skapi.

Hafnarfjörður er bær á höfuðborgarsvæðinu. Þar bjuggu 27.870 manns 1. janúar árið 2015 og hefur bærinn vaxið gríðarlega á síðustu árum og áratugum líkt og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa gert. Höfnin sem bærinn er kenndur við var ein stærsta verslunarhöfn landsins allt frá 16. öld og mikil útgerð hefur verið stunduð þaðan í sögunni. Á 18. öld var rætt um að gera Hafnarfjörð að höfuðstað Íslands, en slæm samgönguskilyrði þangað, lítil mótekja og lítið undirlendi urðu helstu ástæður þess að Reykjavík varð ofan á í valinu. 29. febrúar 2008 náði íbúafjöldi Hafnarfjarðar upp í 25.000 manns, og gaf bæjarstjórinn Lúðvík Geirsson 25 þúsundasta Hafnfirðinginum gjöf og heiðursskjal.
Hafnarfjörður heyrði undir Álftaneshrepp framan af en eftir skiptingu hans árið 1878 varð bærinn hluti hins nýmyndaða Garðahrepps. Hinn 1. júní 1908 fékk Hafnarfjörður kaupstaðarréttindi og varð þá að sjálfstæðu bæjarfélagi. Íbúar voru þá orðnir 1469 talsins.

Skammt sunnan Hafnarfjarðarbæjar er Straumsvík þar sem Alcan á Íslandi rekur álver. Þann 31. mars, árið 2007 fóru fram íbúakosningar um stækkun álversins í Hafnarfirði. Stækkunin var felld með aðeins 88 atkvæðum.
Fyrsta almenningsrafveitan á Íslandi var sett upp 12. desember 1904 í Hafnarfirði af Jóhannesi Reykdal, veitan liggur í gegnum Hamarskotslæk. Hann er líka einn mesti gufustaður landsins.

Upphaflega var Hafnarfjörður hluti af Álftaneshreppi. Hafnarfjörður hafði þá sérstöðu miðað við aðra staði í hreppnum að aðalatvinnuvegur þar var sjávarútvegur, en ekki landbúnaður. Vegna þessarar sérstöðu var vilji til þess að gera Hafnarfjörð að sérstöku sveitarfélagi og kom hugmyndin fyrst fram opinberlega árið 1876.

Árið 1878 var haldinn hreppsnefndarfundur í Álftaneshreppi, þar sem samþykkt var að skipta hreppnum í þrennt: Álftaneshrepp, Garðahrepp og Hafnarfjörð. Gengi það ekki var ákveðið að hreppnum yrði skipt í tvennt: Bessastaðahrepp og Garðahrepp. Seinni tillagan var samþykkt og varð Hafnarfjörður því hluti af Garðahreppi.
Aftur var reynt að fá kaupstaðarréttindi árið 1890. Á fundi hreppsnefndar Garðahrepps í júní það ár var kosin nefnd til að ræða um kaupstaðarréttindi Hafnarfjarðar. Nefndin hélt fund 27. febrúar 1891, þar sem kosið var um skiptingu hreppsins, en meirihluti fundarmanna var andvígur skiptingunni. Var málið því látið niður falla og lá það niðri næstu árin vegna erfiðra tíma í Hafnarfirði.

Næst var hreyft við málinu árið 1903. Í mars það ár komu nokkrir íbúar í Hafnarfirði því til leiðar að frumvarp var lagt fram á Alþingi til laga um kaupstaðarréttindi Hafnarfjarðar. Í frumvarpinu var m.a. gert ráð fyrir því að bæjarfógetinn í Hafnarfirði yrði jafnframt bæjarstjóri og laun hans yrðu greidd úr landssjóði. Frumvarpið var fellt í atkvæðagreiðslu á Alþingi. Það var lagt fram aftur á Alþingi árið 1905, en aftur fellt í atkvæðagreiðslu. Hins vegar afgreiddi Alþingi frumvörp sem gáfu kauptúnum meiri sjálfstjórn en áður, en þau gengu ekki nógu langt til að Hafnfirðingar yrðu ánægðir.

Enn var því komið til leiðar að frumvarp um kaupstaðarréttindi Hafnarfjarðar var lagt fyrir Alþingi, nú árið 1907. Meðal breytinga frá fyrra frumvarpinu var sú að nú var gert ráð fyrir því að bæjarstjóri fengi greidd laun úr bæjarsjóði en ekki landssjóði. Þetta frumvarp var samþykkt sem lög nr. 75, 22. nóvember 1907 og tóku lögin gildi 1. júní 1908. Hafnarfjörður varð þar með fimmta bæjarfélagið á Íslandi sem fékk kaupstaðarréttindi

Sigríður Sigfúsdóttir (1915-1999) Hörgshóli

  • HAH01898
  • Einstaklingur
  • 21.8.1915 - 29.8.1999

Sigríður Hansína Sigfúsdóttir fæddist á Ægissíðu á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu 21. ágúst 1915. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 29. ágúst síðastliðinn. Lilla var svo sterkbyggð allt frá fæðingu. Það var vissulega kraftaverk að hún skyldi halda lífi þegar hún fæddist aðeins sex merkur að þyngd. Ögn, móðuramma hennar, og Valgerður gamla héldu í henni lífinu með því að liggja hjá henni til skiptis í rúminu í torfbænum, halda á henni hita og næra. Sigríður Hansína móðir hennar lést þegar hún fæddist og var hún nefnd eftir henni. Lilla eins og hún var alltaf kölluð ólst upp á Ægissíðu með ömmu sinni, föður og systkinum og lærði þar að sinna búverkum eins og þau gerðust á þeim tíma.
Á Hörgshóli bjó Sigríður Hansína til ársins 1983, er hún fluttist á Laugarbakka í Miðfirði, þar sem hún bjó fyrst á Ytri-Reykjum og síðan á Gilsbakka 11. Síðastliðin tíu ár dvaldi hún á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Útför Sigríðar fer fram frá Breiðabólsstaðarkirkju í Vesturhópi í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Árný Runólfsdóttir (1924-1994) Innri-Kleif

  • HAH06193
  • Einstaklingur
  • 30.12.1924 - 6.9.1994

Kristín Árný Runólfsdóttir 30. des. 1924 - 6. sept. 1994. Var á Innri-Kleif, Eydalasókn, S-Múl. 1930. Kvsk á Blönduósi 1943-1944.
Árný Runólfsdóttir var fædd á Innri-Kleyfi í Breiðdal
Útför Árnýjar fór fram frá Fossvogskirkju 13.9.1994

Páll H Árnason (1906-1991) frá Geitaskarði

  • HAH01820
  • Einstaklingur
  • 5.8.1906 - 12.1.1991

Bóndi og leigjandi á Skólavegi 7, Vestmannaeyjum 1930. Heimili: Glaumbær, Hún. Bóndi í Glaumbæ. Síðast bús. í Vestmannaeyjum. Einn af Ofanbyggjurum Vestmannaeyja, Páll Árnason bóndi í Þórlaugargerði vestra, hefur kvatt jarðartilveru og verður útför hans gerð frá Landakirkju í dag. Fallinn er í valinn valinkunnur maður sem alla ævi vann hörðum höndum og í hverju einu sem hann tók sér fyrir hendur, stóru sem smáu, skilaði hann af sér betri hlut en hann tók við. Þannig er vandlifað, en svo mikill ræktunarmaður var Páll í Þórlaugargerði hvort sem var til andagiftar eða móður Jarðar að kynni við hann voru í senn skóli sem skemmtun. Skóli að skynja endalausan dugnað og vilja, skemmtun að skilja lífsgleðina sem á bak við bjó, ástina til þesssem lifir og hrærist.
Páll í Þolló, eins og við Ofanbyggjarapeyjarnir kölluðum hann í daglegu tali, flutti til Vestmannaeyja frá Húnavatnssýslu 1951 með Guðrúnu Aradóttur konu sinni og sonum. Páll fæddist á Geitaskarði í Langadal 5. ágúst 1906. Þau Guðrún giftu sig 1932 og höfðu búið í 17 ár nyrðra þegar þau fluttu búferlum til Eyja 1951. Þá höfðu þau búið á Móbergi og í Glaumbæ í Langadal. Ástæðan fyrir því að þau fluttu til Eyja var sú að Páll þjáðist af asma og hafði trú á sjávarloftinu til heilsubótar og meiningin var sú að stunda ekki búskap í Eyjum. Þegar þau Guðrún tóku við Þórlaugargerði vestra, einum Ofanbyggjarabæjanna í sveitinni í Eyjum, voru þar tvær kýr fyrir og bóndinn í Páli vildi halda þeim. En mói sem hægt var að brjóta í besta ræktunarland, hvanngræna grasið í Eyjum og andi bóndans tók í taumana og fyrr en varði var Páll farinnað rækta upp svæði Ofanbyggjara byggðarinnar sem aldrei fyrr höfðuverið ræktuð.
Í Þórlaugargerði bjuggu þau Guðrún til 1985 er þau fluttu sig um set til bæjarins. Í brennuleiðöngrum bernskuáranna fyrir hver áramót stálum við peyjarnir oft traktornum hans Páls, drógum hann með reipi út að hliði í skjóli nætur og gangsettum þar með allt annað en fermingarsvip. Auðvitað vissi Páll af þessu, en aldrei sagði hann orð þótt oft leiddi hann okkur til verkkunnáttu og vits í hinu daglega brauðstriti. Mest voru þau Guðrún og Páll með 16 kýr og alla tíð réð andi bóndans stemmningu þeirra Þórlaugargerðishjóna. Það var satt að segja með ólíkindum hvað Páll vann afkastamikinn og langan vinnudag þrátt fyrir veika heilsu lengstaf ævinnar. En ef andinn getur verið holdinu yfirsterkari þá var sú náttúra í Páli í Þórlaugargerði og ætíð fór hann blíðum höndum um gróður jarðar þótt heilsan væri honum ekki eins holl og vonir stóðu til. Páll í Þolló var sérstæður maður, sterkur persónuleiki og blærinn í lífi hans var hún Guðrún. Hann hélt sínu striki, laus við pjatt og hégóma, en lifði lífinu eins og sannur maður. Þegar aðrir óku um á tryllitækjum nútímans lét Páll sér nægja gamla traktorinn sinn og það var stórkostlegt eftir eldgosið 1973 að fylgjastmeð Páli í verkum sem lögðu grunninn að uppgræðslu Heimaeyjar. Þá nutu Eyjarnar sérstaklega bóndans sem bar að svo óvænt norðan úr landi.

Veðramót Blönduósi

  • HAH00675
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1920 -

Þar byggði Lárus Jóhannsson 1920, bjó áður í Kistu og Vinaminni.

Anna Guðrún Björnsdóttir (1901-1970) frá Tungu á Blönduósi

  • HAH02334
  • Einstaklingur
  • 20.7.1901 - 15.5.1970

Anna Guðrún Björnsdóttir f. 20.7.1901 - 15.5.1970 Húsfreyja Veðramótum Blönduósi 1933 - 1951, síðar í Reykjavík. Var á Veðramótum, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík. Er sögð fædd 20.2.1901 í Íslendingabók. Anna var sk Lárusar.

Þorbjörn Björnsson (1886-1970) Geitaskarði

  • HAH02137
  • Einstaklingur
  • 12.1.1886 - 14.5.1970

Bóndi í Geitaskarði, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Heiði í Gönguskörðum, Skarðshreppi, Skag. og á Geitaskarði í Langadal, A-Hún. Var í Geitaskarði, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Þorbjörn brá búi á Geitaskarði árið 1946, sextugur að aldri. Tóku synir hans þá við jörðinni. Síðast bús. á Sauðárkróki.

Sigríður Árnadóttir (1893-1967) Geitaskarð

  • HAH09002
  • Einstaklingur
  • 4.7.1893 - 27.6.1967

Sigríður Árnadóttir 4. júlí 1893 - 27. júní 1967. Var í Geitaskarði, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja. Var í Geitaskarði, Engihlíðarhreppi, A-Hún. 1957. Síðast bús. á Sauðárkróki.

Árni Þorbjörnsson (1915-2005) Geitaskarði

  • HAH01065
  • Einstaklingur
  • 10.6.1915 - 29.6.2005

Árni Ásgrímur Þorbjörnsson fæddist á Geitaskarði í Langadal í A-Hún. 10. júní 1915. Hann andaðist á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 29. júní 2005.
Útför Árna fór fram frá Sauðárkrókskirkju 9. júlí 2005, í kyrrþey.

Stykkishólmur

  • HAH00485
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1907 -

Stykkishólmur er bær og sveitarfélag við Breiðafjörð á norðanverðu Snæfellsnesi. Stykkishólmur er stærsti þéttbýliskjarninn á Snæfellsnesi. Bæjarbúar í Stykkishólmi eru í daglegu tali nefndir Hólmarar. Sjávarútvegur hefur verið einn helsti atvinnuvegurinn á Stykkishólmmi og skelveiðar þá sérstaklega en meira er orðið um ferðaþjónustu og annan þjónustuiðnað.
Höfn er mjög góð frá náttúrunnar hendi í Stykkishólmi og fyrir utan innsiglinguna ver þverhnýpt Súgandisey hana ágangi. Stórskipabryggja var byggð út í Stykkið, hólma þann sem kaupstaðurinn ber nafn af árið 1907. Frá Stykkishólmi gengur Breiðafjarðarferjan Baldur yfir Breiðafjörðinn að Brjánslæk á sunnanverðum Vestfjörðum. Margvíslegar hafnarbætur hafa átt sér stað síðan og var dráttarbraut fyrir allt að 100 lesta báta byggð í Stykkishólmi árið 1941 og svo önnur fyrir 400 lesta báta á árunum 1963-1967.
Stykkishólmur er yst á Þórsnesi og norðan við Nesvog.

Bogi Brynjólfsson (1883-1965) Sýslumaður Sunnuhvoli 1920 og 1932

  • HAH02919
  • Einstaklingur
  • 22.7.1883 - 18.8.1965

Bogi Brynjólfsson 22. júlí 1883 - 18. ágúst 1965. Sýslumaður í Árnessýslu og Húnavatnssýslu. Síðar lögmaður í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Sýslumaður á Blönduósi 1920 og 1932.

Þorbjörg Fríðhólm Friðriksdóttir (1951-2010) Kópavogi og Sandgerði

  • HAH08581
  • Einstaklingur
  • 6.10.1951 - 15.12.2010

Þorbjörg Elín Fríðhólm Friðriksdóttir fæddist 6. október 1951 í Kópavogi. Verslunarstarfsmaður og verslunarstjóri, síðast bús. í Sandgerði.
Kvsk á Blönduósi 1968-1969. Þorbjörg og Rúnar stofnuðu sitt fyrsta heimili í Reynihvammi 9 í Kópavogi á efri hæðinni hjá Erlu og Hallbirni. Þau bjuggu á Reykjavíkursvæðinu til ársins 1981 en byggðu sér svo hús í Sandgerði og hafa búið þar síðan.

Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 15. desember 2010. Útför Þorbjargar fór fram í kyrrþey hinn 21. desember 2010 að ósk hinnar látnu.

Efri-Harastaðir á Skaga

  • HAH00195
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Efri-Harrastaðir stendur norðan við Harrastaðaá. um það mitt á milli fjalls og fjöru. Þar eru heimahagar grösugir og ræktunarskilyrði allgóð. Íbúðarhús byggt 1937, 1961 m3. Fjós 1952 fyrir 8 gripi. Hlaða 208 m3. Votheysgeymsla 24 m3. Geymsla úr asbest 72 m3. Tún 13 ha.

Eufemía Ólafsdóttir (1909-1981) Akureyri

  • HAH03368
  • Einstaklingur
  • 1.10.1909 - 5.7.1981

Eufemía Ólafsdóttir f. 1. október 1909 - 5. júlí 1981 Var á Akureyri 1930. Frænka Önnu Lýðsdóttur. Síðast bús. á Akureyri.

Signý Benediktsdóttir (1900-1991) Balaskarði

  • HAH01887
  • Einstaklingur
  • 11.7.1900 - 7.1.1990

Á sólbjörtum degi þann 11. júlí sl. sumar var mannmargt heima á Balaskarði í tilefni af 90 ára af mæli húsmóðurinnar Signýjar Benediktsdóttur. Þar voru samankomnir afkomendur hennar, venslamenn og vinir. Sumt af þessu fólki var langt að komið til þess að gleðjast með gömlu konunni og heiðra hana í tilefni dagsins. Vegna sjúkleika hafði hún dvalið á Héraðshælinu á Blönduósi nokkurt skeið en fékk heimfararleyfi þennan dag með því skilyrði að koma þangað aftur að kvöldi. Við það stóð hún, svo sem var hennar von og vísa. Hún ræddi við gesti sína með blik í augum og bros á vör, þrátt fyrirað allir hlutu að sjá að þreki hennar var mjög brugið.
Afmælisdagurinn var síðasti dagur Signýjar heima á Balaskarði. Snemma í september kom Björg dóttir hennar, sem búsett er í Keflavík, norður til þess að sækja móður sína og flugu þær mæðgur suður. Ætlunin var að Signý gengi undir augnaaðgerð á Landakotsspítala, sem þó dróst nokkuð. Er til kom varð aðgerðin önnur því í ljós kom að Signý var haldin alvarlegum sjúkdómi, sem krafðist holskurðar. Eftir það var ferlivist hennar engin. Tók hún örlögum sínum með miklu æðruleysi og lagði þau í vald læknanna.
Vorið 1927, er þau Ingvar og Signý gáfu eftir ábúð á Smyrlabergi, voru þau í rauninni vegalaus. Mun hafa hvarflað að Ingvari að setjast að á Blönduósi, en til þess gat Signý ekki hugsað og réði því að svo varð ekki. Réðist þá svo að þau fengu Balaskarð til ábúðar. Búferlaflutningurinn frá Smyrla bergi að Balaskarði tók tvo daga með næturgistingu á Blönduósi. Kýrnar voru leiddar og búslóðinni tjaslað upp á hesta þar sem akvegur var ekki nema hluta af leiðinni. Takmarkið náðist þó og framundan var 41 árs dvöl Ingvars á Bala skarði en Signýjar 23 árum lengri.
Þau Balaskarðshjón eignuðust eftir nokkur ár ábúðarjörð sína, sem fljótlega breyttist úr niðurníðslu í hið snyrtilegasta býli. Íbúðarhús það sem enn er á Balaskarði byggðu þau árið 1944 og ræktunin óx. Undu þau hjón vel hag sínum. Tíminn leið og börnin uxu úr grasi. Hjá þeim var í fóstri um allmörg ár Ingvar Björnsson systursonur húsbóndans, síðar kennari á Akranesi.
Ekki er of sagt að Signý á Balaskarði hafi verið mikil skapfestu kona. Hún flíkaði ekki skoðunum sínum nema tilefni gæfist. Ævistarf hennar var helgað heimili og fjölskyldu meðan þrek entist. Hún tók þó þátt í kvenfélagi sveitar sinnar meðan hún taldi sig færa um. Hún var bókhneigð og fróð. Mikil rausn arkona heim að sækja. Kunna margir frá því að segja er nutu, bæði gangnamenn að hausti og fjölmargir sumargestir. Fáferðugt var að vetrinum á Laxárdal, enda dalurinn snjóþungur og vetrarríki mikið.
Eftir nokkurra vikna dvöl á Landakoti kom hún norður til dvalar á Héraðshælinu á Blönduósi þar sem hún andaðist þ. 7. þ.m.

Sveinn Jónsson (1868-1951) Hóli Svartárdal

  • HAH05343
  • Einstaklingur
  • 6.2.1868 - 12.1.1951

Sveinn Jónsson 6. feb. 1868 - 12. jan. 1951. Húsbóndi í Fremstagili, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Hóli í Svartárdal, A-Hún. 1910

Finnbogi Theodórsson (1892-1960)

  • HAH03419
  • Einstaklingur
  • 10.1.1892 - 13.2.1960

Finnbogi Theódórs Theódórsson 10. janúar 1892 - 13. febrúar 1960 Afhendingarmaður í Kaupfélagshúsinu, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Gjaldkeri í Reykjavík.

Benedikt Benediktsson (1858-1921) Hæli og Hamrakoti

  • HAH02560
  • Einstaklingur
  • 4.5.1858 - 20.5.1921

Benedikt Benediktsson 4. maí 1858 - 20. maí 1921 Bóndi á Hæli, Torfalækjarhr., A-Hún. Vinnumaður frá Rútsstöðum, staddur á Torfalæk, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Bóndi í Hamrakoti 1899.

Guðrún Benediktsdóttir (1898-1985) frá Hæli

  • HAH04243
  • Einstaklingur
  • 10.2.1898 - 15.12.1985

Guðrún Benediktsdóttir 10. febrúar 1898 - 15. desember 1985 Síðast bús. á Akureyri. Frá Kringlu.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu

Pétur Tómasson (1859-1946) Meðalheimi

  • HAH04945
  • Einstaklingur
  • 25.9.1859 - 11.8.1946

Pétur Tímóteus Tómasson 25. sept. 1859 - 11. ágúst 1946. Bóndi í Meðalheimi. Byggð bæinn Ártún 1906 [eða Guðbjargarbæ eins og hann nefndist þá]

Sigurður Nordal (1886-1974) prófessor

  • HAH09243
  • Einstaklingur
  • 14.9.1886 - 21.9.1974

Sigurður Jóhannesson Nordal 14. september 1886 - 21. september 1974. Háskólakennari á Baldursgötu 33, Reykjavík 1930. Prófessor í íslenskum fræðum í Reykjavík 1945.

Sigurbjörn Þorláksson (1932-1984) vélvirki Blönduós

  • HAH06823
  • Einstaklingur
  • 15.3.1932 - 16.10.1984
  1. mars 1932 - 16. okt. 1984. Bifvélavirki á Blönduósi.
    Sigurbjörn gekk að eiga eftirlifandi konu sína, Margréti Jóhannesdóttur, 25. apríl árið 1953. Fluttust þau til Reykjavíkur þar sem
    Sigurbjörn vann við vélvirkjun. Þau ílentust þó ekki í Reykjavík. Heimabyggðin átti sterk itök í honum og fluttu þau hjón ásamt sonum sínum aftur til Blönduóss og reistu hús sitt við Arbrautina. Vann Sigurbjörn að viðgerðum og ýmsa vélavinnu fyrir Héraðshælið, auk þess sem hann sinnti vélaviðgerðum.
    Útför hans var gerð frá Blönduósskirkju 27. október.

Guðríður Einarsdóttir (1860-1940) Leifsstöðum

  • HAH04198
  • Einstaklingur
  • 11.11.1860 - 1.3.1940

Guðríður Einarsdóttir 11. nóvember 1860 - 1. mars 1940 Bústýra í Miðkoti, Miðneshr., Gull. 1880. Húsfreyja á Leifsstöðum, Bergstaðasókn, Hún. 1901.

Sigurgeir Bjarni Jóhannsson (1891-1970) Arnstapa S-Þing

  • HAH09070
  • Einstaklingur
  • 20.10.1891 - 8.7.1970

Bóndi á Arnstapa, Ljósavatnssókn, S-Þing. 1930. Með foreldrum í Landamótsseli, Holtakoti og á Arnstapa, Ljósavatnshreppi og á Birningsstöðum, Hálshreppi, S-Þing. fram um 1905. Í vinnumennsku í Landamótsseli í Ljósavatnshreppi, Hálsi í Fnjóskadal og jafnvel víðar. Bóndi á Arnstapa frá 1918.

Ingibjörg Þorvaldsdóttir (1938-2021) Akureyri

  • HAH05384
  • Einstaklingur
  • 22.12.1938 - 18.2.2021

Ingibjörg Þorvaldsdóttir 22. des. 1938 - 18. feb. 2021. Akureyri
Ingibjörg ólst upp á Akureyri en fór í Húsmæðraskólann í Reykjavík veturinn 1957-58, eftir það starfaði hún meðal annars hjá Landssímanum og í móttöku á Heilsugæslustöðinni á Akureyri.
Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð þann 18. febrúar 2021. Útförin fór fram frá Akureyrarkirkju 1. mars 2021, klukkan 13.30.

Sauðanes á Ásum

  • HAH00563
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1450)

Bærinn stendur rétt vestan við þjóðveginn. Áður fyrr var þetta landmikil jörð, en henni hefur verið skipt í 4 hluta og er stærð landsins nú röski 200 ha. Það nær frá Hnjúkum eftir Skýdal niður í norðurenda Laxárvatns. Vestan við vatnið er nesið [Sauðanesið] þar á jörðin einnig land. Í því suðvestanverðu við stífluna, þar sem Laxá á Ásum fellur úr Laxárvatni, er jarðhiti. Skammt norðan Laxárvatns var byggð rafstöð árið 1933 fyrir Blönduós. Íbúðarhús byggt 1947, 350 m3. Fjós fyrir 24 gripi og nýtt fyrir 60 gripi 1976. Fjárhús yfir 360 fjár. Hesthús yfir 13 hross. Hlöður 2250 m3. Votheysturn 104 m3. Tún 35,2 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum og Laxárvatni.

Þórður Pálsson (1918-2004) Sauðanesi

  • HAH02175
  • Einstaklingur
  • 25.12.1918 - 9.6.2004

Þórður Pálsson fæddist í Sauðanesi í Austur-Húnavatnssýslu hinn 25. desember 1918.
Hann lést á heimili sínu 9. júní 2004. Útför Þórðar fór fram frá Blönduóskirkju og hófst athöfnin klukkan 14.

Kirkjuhvammur í Miðfirði

  • HAH00579
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1318 -

Kirkjhvammur. Gamalt býli, um langan aldur þingstaður sveitarinnar. Land er víðlent og grasgefið. Upp til fjallsins gengur hvammur all mikill, en upp úr honum bogadregin brött brún, Hvammsbarmur. Sléttlendi er neðan brekkna, þá tekur Ásinn við. Er það mel og klapparhryggur, um hann eru hreppamörk, því við tekur Hvammstangabyggð. Áður átti jörðin land til sjávar og sjávargagn sem til féll. Skjólsælt er og sólríkt og hlýlegt fyrir ofan Ásinn. Um all langan aldur hefur kirkja verið í Kirkjuhvammi, áður annexía frá Tjörn en féll síðar til Melsstaðarprestakalls.
Nú stendur gamla kirkjan ein húsa uppi í hvamminum og er haldið við af Þjóðmynjasafni Íslands. Umhverfis hana er grafreitur sóknarinnar er gegnir hlutverki sínu sem áður.
Kirkjuhvammur er nú horfinn úr bændaeign. Hvammstangahreppur er eigandi jarðarinnar, seld til hans af Hannesi Jónssyni frá Þórormstungu, fyrrverandi alþingismanni. Er nú lokið sjálfstæðri búsetu á þessu gamla höfuðbýli sveitarinnar.

Valdimar Jóhannsson (1929-1999) frá Ósi á Skaga

  • HAH02108
  • Einstaklingur
  • 1.7.1929 - 19.7.1999

Valdimar Rósinkrans Jóhannsson fæddist að Ósi í Skagahreppi, Austur-Húnavatnssýslu, hinn 1. júlí 1929. Var í Jóhannshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Verkamaður, síðar bæjarverkstjóri. Síðast bús. í Reykjavík. Hann lést á heimili sínu í Álftamýri 2, 19. júlí 1999.
Jarðarför Valdimar fór fram frá Háteigskirkju 29.7.1999 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Möðrudalsöræfi

  • HAH00382
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Heiðarbyggðin var byggð sem var uppi á Möðrudalsöræfum. Hún stóð í 100 ár eða frá 1840 til 1940.

Bæir voru þessir:
Hvítanes (óvíst hvenær), Gestreiðarstaðir (fóru í eyði 1897), Háreksstaðir (fóru í eyði 1923), Rangalón (fór í eyði 1924), Veturhús (fóru í eyði 1941), Ármótasel (fór í eyði 1943)
Sænautasel (fór í eyði 1943), Heiðarsel (Síðasti bærinn, fór í eyði 1946)
Bæir á Möðrudal;

Fjórir eru bæir á Möðrudalsfjöllum, er þá hétu svo: Möðrudalur og Sótastaðir, en síðar var byggðir Víðidalur úr Sótastöðum og annari jörðu, og þá var hinn fjórði Kjólfell.

Möðrudalur og Arnardalur eru gróðurvinjar í 450–550 m y.s., umgirtar blásnum auðnum. Jökulsá á Fjöllum afmarkar svæðið að vestan en rætur Möðrudalsfjallgarðs að austan. Fjöldi sérkennilegra tinda liggja í nokkrum röðum eftir endilangri sléttunni og Herðubreið gnæfir yfir auðnina í vestri. Hinn eiginlegi Arnardalur er grösug og grunn dalkvos er markast af tveimur lágum hryggjum, Dyngjuhálsi að austan og Arnardalsfjöllum að vestan. Fuglalíf er fjölbreytt á þessu svæði og heiðagæsavarpið telst vera alþjóðlega mikilvægt, 2,240 pör árið 2001.

Austan Möðrudals liggja vegir inn á Brúaröræfi og til Kverkfjalla.
Ferjufjall (547m) er vestan Jökulsár á Fjöllum, nokkru sunnar en Möðrudalur. Þar var fyrrum ferjustaður fyrir þá, sem fóru um Ódáðahraunsveg. Þaðan eru 55-60 km að Suðurárbotnum og 70 km að Skjálfandafljóti. Forn vörðubrot benda til mannaferða. Líklega fór Sámur á Leikskálum (Hrafnkelssaga) þessa leið.

Brúaröræfi eru víðáttumikil öræfi sem eru ásamt Krepputungu og Möðrudalsöræfum á milli Jökulsár á Dal og Jökulsá á Fjöllum. Brúaröræfi eru sunnantil á þessu svæði en Krepputunga og Möðrudalsöræfi norðan megin.
A Brúaröræfum er mikil háslétta sem liggur milli Snæfells í austri og Kverkfjalla í vestri. Inn á þessa hásléttu gengur Brúarjökull sem er stærsti skriðjökull Íslands. Frá jöklinum falla nokkrar stórár til norðurs en stærstar þeirra eru Kreppa, Kverká og Jökulsá á Dal. Bergrunnur Brúaröræfa er myndaður úr basaltlögum og móbergi.Landið er að mestu ógrónir melar, sandar og úfin hraun en gróðurvinjar eru í Hvannalindum, Grágæsadal, Fagradal og Háumýrum. Mest gróska er í Fagradal.

Heiðmar Jónsson (1947) frá Ártúnum

  • HAH05124
  • Einstaklingur
  • 1.8.1947 -

Ingi Heiðmar Jónsson 1. ágúst 1947. Var í Ártúnum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Kennari og organisti

Hofskirkja Skagaströnd

  • HAH00570
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Hofskirkja á Skagaströnd er í Höskuldsstaðaprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Hof var prestsetur á Skagaströnd, u.þ.b. 9 km norðan Höfðakaupsstaðar (Skagastrandar). Þar eru tóttir, sem kunna að vera af hofi, kallaðar Goðatóttir. Í kaþólskum sið voru kirkjur staðarins helgaðar Ólafi hinum helga, Noregskonungi.

Prestakallið var lagt niður 1907 og sóknir hennar lagðar til Höskuldsstaða. Timburkirkjan, sem nú stendur, var byggð árið 1876. Veggir hennar eru múrhúðaðir að utan og þakið járnklætt. Hún er turnlaus en með krossi á stafni. Bogalagaðir gluggar tóku við af fernyrndum og ekkert söngloft er í kirkjunni. Prédikunarstóllinn er ævagamall, trénegldur, með myndum af guðspjallamönnunum. Altaristaflan er gömul og sýnir upprisuna og er talið að hún sé íslensk.
Hofskirkja er timburhús, 10,06 m að lengd og 6,41 m á breidd. Þakið er krossreist og upp af framstafni er trékross. Kirkjan er klædd listaþili, þak trapisustáli og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru fjórir póstagluggar með tveimur fjögurra rúða römmum og einn heldur minni er á framstafni. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir, okahurðir utan en spjaldahurðir að innan. Trétröppur með fimm þrepum eru framundan kirkjudyrum.
Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Lárus Björnsson Blöndal (1836-1894) sýslum Kornsá

  • HAH07410
  • Einstaklingur
  • 16,11,1836 - 12.5.1894

Lárus Þórarinn Björnsson Blöndal 16. nóvember 1836 [15.11.1836] - 12. maí 1894. Fæddur í Hvammi í Vatnsdal. Sýslumaður á Staðarfelli á Fellsströnd og í Innri-Fagradal, Dal. Síðar sýslumaður og alþingismaður á Kornsá í Vatnsdal, A-Hún. Var á Staðarfelli, Staðarfellssókn, Dal. 1870. Riddari af dbr. „Gleðimaður mikill og annálað karlmenni, en jafnframt hinn glæsilegasti maður og kom hvarvetna vel fram“, segir í Dalamönnum

Jón Blöndal (1825-1878) prestur Hofi á Skaga

  • HAH05497
  • Einstaklingur
  • 7.11.1825 - 3.6.1878

Jón Auðunn Björnsson Blöndal 7. nóv. 1825 - 3. júní 1878. Prestur á Hofi á Skagaströnd 1850-1860. Prestur á Árbakka, Spákonufellssókn, Hún. 1860. Síðar kaupfélagsstjóri og alþingismaður í Grafarósi.
Fæddur í Hvammi í Vatnsdal. Var með móður sinni á veturna 1846–1847 og 1949–1851 og kenndi bræðrum sínum undir skóla.

Jón Auðun Jónsson (1878-1953) alþm

  • HAH05496
  • Einstaklingur
  • 19.7.1878 - 6.6.1953

Jón Auðun Jónsson 19. júlí 1878 - 6. júní 1953. Bóndi Garðstöðum 1901. Bankaútibússtjóri, forstjóri og alþingismaður á Ísafirði.
Fæddur á Garðsstöðum í Ögurhreppi

Jón Arnarr Einarsson (1949)

  • HAH05495
  • Einstaklingur
  • 12.2.1949 -

Jón Arnarr Einarsson 12.2.1949. húsgagna- og innanhússhönnuður, Selfossi, f. í Vestmannaeyjum

Jón Einarsson (1894-1965) bryti

  • HAH05498
  • Einstaklingur
  • 1.8.1894 - 15.5.1965

Jón Ágúst Einarsson 1. ágúst 1894 - 15. maí 1965. Sjómaður í Reykjavík 1945. Bryti.

Anna Valgerða Claessen Briem (1889-1966)

  • HAH02430
  • Einstaklingur
  • 22.8.1889 - 8.5.1966

Anna Valgerða Claessen Briem 22. ágúst 1889 - 8. maí 1966. Var í Claessenshúsi, Sauðárkrókssókn, Skag. 1901. Húsfreyja á Sóleyjargötu 17, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Nefnd Anna Valgerður í Mt. 1901. Húsmóðir og Píanókennari.

Einar Jónsson (1862-1944) Blöndubakka

  • HAH03115
  • Einstaklingur
  • 27.1.1862 - 6.5.1944

Einar Jónsson 27. janúar 1862 - 6. maí 1944 Bóndi á Blöndubakka og síðar á Fögruvöllum á Blönduósi 1920.

Maríubær og Fögruvellir Blönduósi

  • HAH00121
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1892 -

Benediktshús 1892-1901. Guðmundarbær 1933. Máfaberg [Mágaberg].
Maríubær 1909 - Fögruvellir 1924 sitthvor bærinn á sömu torfu.

Kista á Blönduósi

  • HAH00642
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1913 -

Kista á Blönduósi. Sjúkraskýli 1913-1915. Guðmundarhús í Holti 1940.
Húsið dró nafn sitt af lögun þaksins sem þótti minna á líkkistu.

Jón Ágústsson (1924-2016) bóndi Gröf Vatnsnesi

  • HAH05503
  • Einstaklingur
  • 28.7.1924 - 4.6.2016

Jón Ágústsson f. 28. júlí 1924 - 4. júní 2016. Fæddist í Ánastaðaseli á Vatnsnesi. Var í Gröf, Kirkjuhvammshr., V-Hún. 1957. Bóndi í Gröf í Kirkjuhvammshreppi, síðar vörubílstjóri á Höfðabraut 5 Hvammstanga.
Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga.Útför fór fram frá Hvammstangakirkju 10. júní 2016, klukkan 14.

Bændaskólinn að Hvanneyri

  • HAH00989
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1889 -

Hvanneyri er þéttbýlis- skóla- og kirkjustaður í Andakíl í Borgarbyggð. Á staðnum var lengi stórbýli og taldist jörðin 60 hundruð. Þar hefur Bændaskólinn á Hvanneyri verið starfræktur frá 1889, þegar stofnaður var búnaðarskóli fyrir suðuramtið. Hvanneyrarhverfið samanstóð af höfuðbólinu Hvanneyri og þegar búnaðarskólinn var stofnaður voru jarðir og hjáleigur lagðar undir skólann.
Voru þetta Svíri, Ásgarður, Tungutún, Bárustaðir, Staðarhóll, Kista og Hamrakot. Árið 1907 urðu breytingar á starfi skólans, námið varð fjölþættara og bóknám aukið og hét hann eftir það Bændaskólinn á Hvanneyri. Framhaldsnám í búvísindum hófst þar svo 1947 og myndaðist þar þéttbýli í kjölfarið. Bútæknideild Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins hefur haft þar aðsetur og aðstöðu síðan 1965 og í dag er á staðnum Landbúnaðarháskóli Íslands og er aðal lífæð staðarins. Á Hvanneyri áttu 307 lögheimili þann 1. janúar 2019.

Árni Jónsson (1906-1969) frá Otradal

  • HAH03556
  • Einstaklingur
  • 4.11.1906 - 13.1.1969

Árni Jónsson 4. nóvember 1906 - 13. janúar 1969 Verslunarmaður á Grundarstíg 4, Reykjavík 1930. Stórkaupmaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík

Ari Árnason (1865-1933) Illugastöðum á Vatnsnesi

  • HAH02447
  • Einstaklingur
  • 24.2.1865 - 18.4.1933

Ari Árnason 24. febrúar 1865 - 18. apríl 1933. Var á Sigríðarstöðum, Vesturhópshólasókn, Hún. 1870. Bóndi á Illugastöðum, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1901.

Hof á Skaga

  • HAH00422
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1930)

Bærinn stendur stuttan spöl norðan Hofsár, skammt vestan við Hjallahólsbrekku, sem er grasi gróin hólbrekka. Á Hofi er graslendi mikið og gott, túnstæði víðlent. Auk þess á Hof mikið engjaland austan fjalls. Hofsselsengi. ‚ibúðarhús steypt 1946 376 m3. Fjós steypt 1950 yfir 12 gripi, fjárhús steypt 1975 yfir 400 fjár. Hesthús byggt 1935 úr torfi og grjóti fyrir 20 hross. Tvær hlöður steyptar 984 m3, Voteysgeymsla byggð 1960 35 m3. Steypt geymsla 1960 130 m3, blásarahús og súgþurkun byggt 1972 85 m3. Tún 26,5 ha.

Guðríður Lilja Jónsdóttir (1924-2000) Reykjavík

  • HAH01304
  • Einstaklingur
  • 3.3.1924 - 6.8.2000

Guðríður Lilja Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 3. mars 1924. Hún lést á Landspítalanum við Fossvog þann 6. ágúst 2000 af völdum slyss sem hún lenti í þann 21. júní síðastliðinn.
Lilja ólst upp í Reykjavík.
Jarðarförin hefur farið fram.

Holt í Svínadal

  • HAH00518
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1200]

Ættarjörð síðan 1886 er Guðmundur Þorsteinsson frá Grund eignaðist hana. Þetta er væn jörð með gnægð ræktunarlands. Lega þess er ákjósanleg með hæfilegum halla mót vestri í um 200 mys. Beitilandið er ekki mjög víðáttumikið, en notagott. Jörðin liggur í austanverðum Svínadal næst Auðkúlu. Íbúðarhús byggt 1956, 646 m3. Fjós fyrir 22 gripi með mjólkurhúsi og áburðargeymslu, geldneytisfjós yfir 25 gripi. Fjárhús yfir 400 fjár. Hlöður 1200 m3. Tún 43 ha. Veiðiréttur í Svínadalsá.

Jóhann Guðmundsson (1887-1949) Holti

  • HAH05312
  • Einstaklingur
  • 5.11.1887 - 11.8.1949

Jóhann Guðmundsson 5. nóv. 1887 - 11. ágúst 1949. Bóndi í Holti í Svínadal, A-Hún.

Arnþór Árnason (1904-1983) kennari Lundi

  • HAH05051
  • Einstaklingur
  • 28.10.1904 - 19.10.1983

Arnþór Árnason 28. okt. 1904 - 19. okt. 1983. Vinnumaður í Garði, Skútustaðasókn, S-Þing. 1930. Kennari í Lundi í Öxarfirði, N-Þing. og Norðfjarðarhreppi, S-Múl. Síðast bús. í Reykjavík.

Stóra-Búrfell Svínavatnshreppi

  • HAH00535
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1000]

Stóra-Búrfell er allstór jörð og liggur næst Litla-Búrfelli. Ræktunarskilyrði eru góð og beitarland víðlent. Það nær allt vestur að Svínavatni og þar er silungaveiði góð, einkum murtuveiði á haustin. Jörðin hefur verið í eign og ábúð sömu ættarinnar frá 1872 er Þorleifur Erlendsson hóf þar búskap. Hann bjó þar með konu sinni Ingibjörgu Daníelsdóttur til dauðadags 1922. Árið 1957 brann íbúðarhúsið og hefur það ekki verið endurbyggt, en búendur nota íbúð á Litla-Búrfelli sem tilheyrir sömu fjölskyldu. Fjárhús yfir 210 fjár og hesthús yfir 30 hross, allt gömul torfhús. Tún 17,9 ha. Veiðiréttur í Svínavatni.

Nýbýli stofnað 1954 við skiptingu jarðarinnar til helminga, Sama landlýsing. Beitiland jarðarinnar er óskipt og takmörk ræktunarlandsins ekki samfelld. Ræktun hófst strax eftir stofnun nýbýlisins og bygging útihúsa. Íbúðarhús byggt 1958, 450 m3. Fjós fyrir 22 gripi. Fjárhús yfir 300 fjár. Gömul torfhús yfir 30 hross. Hlöður 1150 m3. Votheysturn 40 m3. Tún 40,2 ha. Veiðiréttur í Fossá.

Ástríður Þórhallsdóttir (1933-2018) Gröf

  • HAH03693
  • Einstaklingur
  • 9.9.1933 - 4.12.2008

Ástríður Þórhallsdóttir 9. september 1933 4. des. 2018. Húsfreyja í Gröf og starfaði síðar á sjúkrahúsinu á Hvammstanga um árabil. Var í Gröf, Kirkjuhvammshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. á Hvammstanga.

Jón Baldur Þorbjörnsson (1955) Kópavogi

  • HAH05513
  • Einstaklingur
  • 23.6.1955 -

Jón Baldur Þorbjörnsson 23. júní 1955. Bílaverkfræðingur Kópavogi. Háseti á bv. Jóni Þorlákssyni 1968, þá aðeins 13 ára. forstöðumaður tæknideildar Bifreiðaskoðunar íslands,

Guðrún Jasonardóttir (1838-1919) Hnausum

  • HAH04335
  • Einstaklingur
  • 11.6.1838 - 7.5.1919

Guðrún Jasonardóttir 11. júní 1838 [13.6.1838]- 7. maí 1919. Frá Króki á Skagaströnd. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Hnausum.

Magnús Steindórsson (1841-1915) Gilsstöðum og Hnausum

  • HAH09052
  • Einstaklingur
  • 2.5.1841 - 21.3.1915

Magnús Bjarni Steindórsson 2. maí 1841 - 21. mars 1915. Bóndi á Gilsstöðum, Undirfellssókn, Hún. 1870. Bóndi á Gilsstöðum í Vatnsdal, síðar hreppstjóri á Hnausum á Þingi. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Tökubarn Gilsstöðum 1845, fósturbarn þar 1850. Vm Þingeyrum 1855. Bókbindari þar 1860.

Guðmundur Jónasson (1839-1904) Ási í Vatnsdal

  • HAH04070
  • Einstaklingur
  • 25.9.1839 - 5.8.1904

Guðmundur Jónasson 25. september 1839 - 5. ágúst 1904 Var á Guðrúnarstöðum, Grímstungusókn, Hún. 1845. Bóndi Haukagili 1870 og Ási Vatnsdal

Konráð Díómedesson (1910-1955) Kaupmaður Þorsteinshúsi Blönduósi

  • HAH01651
  • Einstaklingur
  • 18.10.1910 - 7.6.1955

Hann réðist sem verslunarmaður til Sigurðar Pálmasonar 19 ára gamall og gengdi því starfi um 10 ára skeið. Reyndist hann þá þegar framúrskarandi greiðvikinn, duglegur og ábyggilegur verlslunarmaður. Varð hann brátt mjög vinsæll í Vestur-Húnavatnssýslu, því að öllum er hlut áttu að máli, þótti mjög ánægjulegt, að njóta hans fyrirgreiðslu.Árið 1939 fluttist hann svo til Blönduóss og byrjaði þar þar verslum við vaxandi álit og traust. Aðstaðan er slík á þeim stað að um stórverslun hefur ekki verið að ræða. En vegna prúðmennsku sinnar, atorku og heiðarkeika, fóru viðskipti Konráðs stöðugt vaxandi og svo mundi áfram gengið ef honum hefði enst heilsa og aldur.

Jónas Guðmundsson (1815-1904) Ási

  • HAH05800
  • Einstaklingur
  • 2.2.1815 - 26.8.1904

Jónas Guðmundsson 2. febrúar 1815 - 26. ágúst 1904. Bóndi á Guðrúnarstöðum, Grímstungusókn, Hún. 1845. Bóndi í Ási í Vatnsdal.

Aðalheiður Björnsdóttir (1904-1987) Kötlustöðum í Vatnsdal

  • HAH01004
  • Einstaklingur
  • 19.9.1904 - 20.9.1987

Aðalheiður fæddist 19. september 1904 að Helgavatni í Vatnsdal. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Hannesdóttir og Björn Þorsteinsson, sem bæði voru húnvetnskrar ættar. Nokkurra vikna gamalli var henni komið í fóstur til sæmdarhjónanna Ingibjargar Kristmundsdóttur og Jóns Baldvinssonar að Kötlustöðum í Vatnsdal. Hjá þeim hjónum átti Aðalheiður sín bernskuog unglingsár og reyndust þau henni sem bestu foreldrar. Uppeld issystur sínar, þær Halldóru, Rósu, Guðrúnu og Jenný, leit hún ávallt á sem raunverulegar systur og var mikill kærleikur með þeim og börnum þeirra. Alla ævi bar hún mikla tryggð til átthaganna og var í nánu sambandi við tvær uppeldissystra sinna sem þar bjuggu. Jenný bjó á Eyjólfsstöðum með manni sínum, Bjarna Jónassyni, og er ein á lífi af þeim systrum og Rósa bjó á Marðarnúpi en hennar maður var Guðjón Hallgrímsson. Báðir þessirmenn voru landsþekktir bænda höfðingjar og bjuggu stórbúi í Vatnsdalnum. Foreldrar Aðalheiðar hófu aldrei sambúð, en giftust síðar hvort í sínu lagi. Tvö hálfsystkini á hún á lífi, Margréti Björnsdóttur húsfreyju að Köldukinn og Björn Björnsson fv. bónda í Miðhópi. Látin eru Jósefína Pálsdóttir póstmeistarafrú á Akureyri og Halldór Pálsson verkfræðingur. Aðalheiður hélt sambandi viðþau og foreldra sína eins og kostur var, einkum Halldór, en hann var búsettur í Reykjavík og er látinn fyrir allmörgum árum. Á unglingsárum sínum vann Aðalheiður hefðbundin sveitastörf í heimasveit sinni, var í kaupavinnu og við heimilisstörf á ýmsum bæjum, en 17 ára gömul fór hún í Húsmæðraskólann á Blönduósi og var þar í eitt ár. Liðlega tvítug fluttist hún til Reykjavíkur og fljótlega eftir komuna þangað hóf hún störf hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni. Þar urðu þáttaskil í lífi Aðalheiðar þegar hún kynntist Kristni Lýðssyni, sem síðar átti eftir að verða eiginmaður hennar, en þau gengu í hjónaband 10. október 1931. Kristinn var sonur Sigríðar Sigurðardóttur og Lýðs Árnasonar bónda á Hjallanesi í Landsveit. Á hjónaband þeirra Aðalheiðar og Kristins féll aldrei skuggi, gagnkvæm virðing og kærleikur ríkti ávallt á milli þeirra og þau voru samtaka í hjálpsemi við aðra. Það kom meðal annars fram í því að þau tóku aldraða foreldra Kristins inn á heimili sitt þar sem þau nutu umhyggju og ástúðar síðustu æviár sín. Gestkvæmt var á heimili þeirra og oft margt um manninn enda vina- og ættingjahópurinn stór. Mest allan sinn búskap bjugguþau á Hringbraut 52 í Reykjavík, þar sem þau eignuðust eigin íbúð í nýbyggðum svokölluðum verkamannabústöðum árið 1937. Áður höfðu þau búið í leiguhúsnæði. Húsakynnin voru ekki stór miðaðvið það sem nú gerist, en þótti gott á þeim árum og alltaf var til rúm fyrir gest sem að garði bar. Aðalheiður og Kristinn eignuðust fjögur börn. Elst er Unnur, gift Valgeiri J. Emilssyni prentara, Jón Ingi matsveinn, d. 28. júní 1981, hann var kvæntur Ástu Eyþórsdóttur, Sigurður Lýður rafvirki, kvæntur Soffíu Thoroddsen, og yngst er Ásdís, en hennar maður er Magnús Kjærnested stýrimaður. Kristinn starfaði alla tíð í Ölgerðinni eða þar til hann varð að láta af störfum sökum heilsubrests sem hann átti við að stríða síðustu ár ævi sinnar. Í veikindum hans sýndi Aðalheiður það sem fyrr hve sterk og umhyggjusöm kona hún var. Kristinn lést þann 19. desember 1981, en aðeins hálfu ári áður höfðu þau misst eldri son sinn, Jón Inga.

Alene Moris (1928) Seattle Kanada

  • HAH02277
  • Einstaklingur
  • 28.3.1928 -

Alene Thorunn Halvorson Moris f. 28.3.1928. Frá Seattle í Bandaríkjunum. Félagsráðgjafi sem rekur sína eigin ráðgjöf: The Individual Development Center. Sjálfsþroskastöð.

Baldur Sveinsson (1902-1967) Bankafulltrúi í Reykjavík

  • HAH02547
  • Einstaklingur
  • 18.10.1902 - 2.11.1967

Baldur Sveinsson 18. október 1902 - 2. nóvember 1967 Bankaritari á Skólavörðustíg 21, Reykjavík 1930. Bankafulltrúi í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Guðrún Björnsdóttir (1887-1976) frá Veðramóti

  • HAH04262
  • Einstaklingur
  • 14.1.1887 - 27.9.1976

Guðrún Björnsdóttir 14. janúar 1887 - 27. september 1976. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Sögð heita Guðrún Steinunn í mt 1890

Sigurjón Karlsson (1967) Skagaströnd

  • HAH03449
  • Einstaklingur
  • 30.10.1967 -

Sigurjón Eðvarð Karlsson 30. okt. 1967. Skagaströnd. Sigurjón ólst upp á Skagaströnd en býr á Sauðárkróki. Hann er húsasmíðameistari hjá Trésmiðjunni Borg.

Elen Hartman (1834) Kristjaníu Noregi

  • HAH09261
  • Einstaklingur
  • 1834 -

Elen Hartman 1834, ekkja Gryneersgade 9 Osló 1900. Fædd í Hobböl. Móðir hennar sögð vera (gæti verið misskilningur) Ovidia Kalmer myndin gæti verið af þeim sögð fædd 20.1.1840 - 30.3.1928 í mt 1901 en líklega átt við "Húsmóðir" þar sem hún rak heimili fyrir útivinnandi ekkjur

Þjóðleikshúsið 1950

  • HAH00638
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 20.4.1950-

Þjóðleikhúsið er leikhús í Reykjavík sem var vígt árið 1950. Leikhúsið hefur því starfað í meira en hálfa öld og hafa um fjórar milljónir áhorfenda farið á sýningar þess frá upphafi. Leikhúsið er rekið að einum fjórða hluta með sjálfsaflafé en þrem fjórðu hlutum með framlagi af fjárlögum.

Árið 1873, þegar þjóðerniskennd Íslendinga fór sífellt vaxandi, varpaði Indriði Einarsson fyrst fram hugmyndum um byggingu Þjóðleikhúss í símskeyti til Sigurðar Guðmundssonar málara. Indriði greindi svo formlega frá hugmyndum sínum í tímaritinu Skírni árið 1905. Árið 1922 komu fram hugmyndir um að skemmtanaskattur skyldi renna til byggingar þjóðleikhúss. Þær hugmyndir voru lögfestar ári síðar. 1925 skilaði byggingarnefnd af sér fyrstu teikningum. Guðjón Samúelsson hannaði bygginguna.

Árið 1929 var grunnur hússins tekinn og næstu tvö ár risu útveggir þessa nýja leikhúss. 1932 hættu stjórnvöld að láta skemmtanaskatt renna til leikhússins og stöðvuðust framkvæmdir því til ársins 1941. Eftir það stóðu framkvæmdir svo ekki lengi því sama ár var leikhúsið hernumið af breska hernum sem notaði húsið sem hergagnageymslu. Íslensk stjórnvöld brugðu síðan á sama ráð og voru nokkur ráðuneyti með skjalageymslur þar sem í dag eru rafmagnstöflur fyrir stóra sviðið. Eftir að Bretar yfirgáfu húsið var unnið hörðum höndum að því að breyta því í leikhús og var Þjóðleikhúsið formlega vígt þann 20. apríl árið 1950.

Í upphafi var aðeins eitt leiksvið, stóra sviðið, sem er útbúið snúningssviði sem enn er notað í dag í nánast óbreyttri mynd. Grunnur hringsviðsins er smíðaður úr járni úr gömlu Ölfusárbrúnni sem hrundi 1944. Í stóra salnum voru tvennar svalir auk hliðarstúka. Árið 1968 var byggt við húsið til austurs og það húsnæði nýtt sem smíðaverkstæði. Á sjöunda áratugnum var opnað minna svið, fyrst í húsnæði við Lindargötu 9, síðan var það flutt yfir í Leikhúskjallarann og loks yfir í húsnæði leikhússins í kjallara Lindargötu 7 Íþróttahúss Jóns Þorsteinssonar. Árið 1990 voru aðrar svalirnar fjarlægðar og halli aukinn í salnum. Þessum framkvæmdum lauk ári síðar. Um svipað leyti var smíðaverkstæðinu breytt í leikhús. Á árunum 2006 til 2007 var ráðist í viðgerðir á þaki og ytra byrði hússins. Árið 2006 var opnað nýtt svið, Kassinn, á efri hæð hússins við Lindargötu 7 og skömmu síðar var hætt að nota smíðaverkstæðið sem leikhús. Í dag eru starfrækt þrjú leiksvið í Þjóðleikhúsinu, stóra sviðið sem tekur 445 til 499 manns í sæti, Kassinn með um 140 sæti, og Kúlan sem tekur um 100 manns í sæti.

Í turninum, upphækkuninni yfir Stóra sviðinu, eru göngubrýr til að auðvelda starfsmönnum að athafna sig við ljósavinnu o.fl. Í brúnum er sagt að breskur hermaður hafi slasast á hernámsárunum og að hann gangi aftur og geri blásaklausum ríkisstarfsmönnum lífið leitt. En í húsinu eru líka margir ranghalar og dimm herbergi þar sem furðulegir hlutir geta átt sér stað og telja starfsmenn lítinn vafa á því að allmargir leikhúsdraugar hafi aðsetur í Þjóðleikhúsinu.

Noregur

  • HAH00261
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 800-2019

‍‍‍Fólk hefur búið í Noregi í yfir 12.000 ár. Fólkið fluttist frá Þýskalandi í suðri eða úr norðaustri, þ.e. frá Norður-Finnlandi og Rússlandi. Milli 5000 og 4000 fyrir Krist var landbúnaður fyrst hafinn í Oslóarfirði. Heimildir eru fyrir verslun við Rómverja.

Á 8. - 11. öld fóru margir norskir víkingar til Íslands, Færeyja og Grænlands og til Bretlandseyja. Þeir sem fóru til Íslands gerðu það meðal annars til að flýja ofríki Haralds hárfagra sem reyndi að leggja undir sig allan Noreg. Aðrir fóru vegna skorts á góðu landbúnaðarlandi í Vestur-Noregi og leituðu nýrra landsvæða. Ný siglingatækni, eins og langskipin, átti sinn átt í útrásinni. Kristni breiddist út á 11. öld. Átök urðu í landinu vegna tilkomu kristninnar og Stiklastaðaorrusta var einn af atburðunum sem mörkuðu þau. Að lokum kristnaðist Noregur og varð Niðarós biskupsstóll landsins.

Árið 1349 gekk Svarti dauði og aðrar plágur yfir Noreg og urðu til þess að fólki fækkaði um helming. Á 14. öld varð Björgvin helsta verslunarhöfn Noregs en henni stjórnuðu Hansakaupmenn. Árið 1397 gekk Noregur í ríkjasamband með Svíþjóð og Danmörku í Kalmarsambandinu. Svíþjóð gekk úr sambandinu árið 1523 og úr varð ríkjasamband Danmerkur og Noregs.

Árið 1537 urðu siðaskiptin í Noregi. Konungsveldi var sett á laggirnar árið 1661 og danski konungurinn varð einvaldur. Námavinnsla hófst í stórum stíl á 17. öld og þar á meðal voru silfurnámur í Kongsberg og koparnámur í Røros. Árið 1814 gaf Danmörk Svíþjóð eftir yfirráð yfir Noregi. Noregur lýsti þó yfir sjálfstæði. Þann 17. maí 1814 fékk Noregur stjórnarskrá.
Iðnvæðing hófst upp úr 1840 en eftir 1860 fluttist fólk í stórum stíl til Norður-Ameríku.
Noregur varð sjálfstætt land 7. júní árið 1905 vegna sambandsslita Noregs og Svíþjóðar. Eftir það hefur 17. maí verið þjóðhátíðardagur Noregs.

Árið 1913 fengu norskar konur kosningarétt og urðu næstfyrstar í heiminum til að ná þeim áfanga. Frá því um 1880-1920 fóru norskir landkönnuðir að kanna heimskautasvæðin. Meðal þeirra mikilvirkustu voru Fridtjof Nansen, Roald Amundsen og Otto Sverdrup. Amundsen komst fyrstur manna á Suðurpólinn árið 1911.

Í byrjun 20. aldar urðu skipaflutningar og vatnsorka æ mikilvægari. Járnbrautir voru lagðar milli helstu þéttbýlisstaða. Efnahagurinn sveiflaðist og upp spruttu verkalýðshreyfingar. Þjóðverjar hernámu Noreg árið 1940 eftir bardaga við norskar og breskar hersveitir og stóð hernám þeirra til 1945. Ríkisstjórnin og konungsfjöldskyldan flúðu til London. Vidkun Quisling vann með nasistum og lýsti sig forsætisráðherra fyrst um sinn en síðar tók Þjóðverjinn Josef Terboven við taumunum.

Eftir síðari heimsstyrjöld varð Noregur stofnmeðlimur NATO árið 1949 en leyfði þó ekki erlendar herstöðvar eða kjarnavopn í landinu til að styggja ekki Sovétmenn. Landið gekk í fríverslunarbandalagið EFTA árið 1960.

Olía var uppgötvuð í Norðursjó árið 1969 og undir lok 20. aldar var Noregur einn af mestu olíuútflutningsaðilum heims. Statoil er stærsta olíufyrirtækið og á norska ríkið 2/3 hluta í því.

Þorsteinn Guðmundsson (1952) Grund

  • HAH06087
  • Einstaklingur
  • 27.11.1952 -

Þorsteinn Guðmundsson f. 27. nóvember 1952. Var á Grund, Svínavatnshreppi, A-Hún. 1957.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Blönduós (2014)

  • HAH10129
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 2014

Heilbrigðisstofnun Norðurlands tók til starfa þann 1. október 2014 við sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi annarra en Sjúkrahússins á Akureyri og nokkurra hjúkrunar- og dvalarheimila. Heilbrigðisstofnun Norðurlands veitir heilsugæsluþjónustu, sjúkrahúsþjónustu auk öldrunarþjónustu í formi hjúkrunar- og dvalarrýma.
Áður fyrr um áramótin 1955-1956 var hið nýja hús tekið í notkun og hét stofnunin þá Héraðshæli Austur-Húnvetninga. Þar var veitt öll almenn læknisþjónusta og m.a. rekin bæði skurðdeild og fæðingardeild. Þar var einnig hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Í húsinu voru einnig nokkrar íbúðir fyrir starfsmenn. Í seinni tíð hafa þær aðallega verið nýttar fyrir afleysingafólk. Lengstum hefur sú starfsemi sem fram fer í húsinu verið tvískipt rekstrarlega og kallast Sjúkrahús Austur-Húnvetninga og Heilsugæslan á Blönduósi. Við þessar aðstæður hefur rekstur skipst á tvö viðfangsefni í fjárlögum og sérstakt stjórnkerfi verið yfir hvorri stofnun um sig. Árið 1998 voru þessar tvær stofnanir sameinaðar í Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi.

Laxfossar í Norðurá í Borgarfirði

  • HAH00987
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Laxfoss er foss í Norðurá í Borgarbyggð. Hann er 2,5 km sunnan við fossinn Glanna.
Þrír fossar eru helstir í Norðurá eins og áður er sagt, Laxfoss, Glanni og Krókfoss, hver öðrum fallegri. Af þeim er Laxfoss líklegast sá þekktasti, og hjálpar þar kannski til nafnið á einu sögufrægasta farþegaskipi Íslendinga frá fyrri tíð.

Björg Björnsdóttir (1862-1934) Bandagerði

  • HAH02715
  • Einstaklingur
  • 14.7.1862 - 19.11.1934

Björg Björnsdóttir 14. júlí 1862 - 19. nóvember 1934 Húsfreyja á Sauðárkróki, Uppsölum í Blönduhlíð og á Akureyri. Vk Hemmertshúsi 1901

Niðurstöður 4601 to 4700 of 10412