Lárus Björnsson Blöndal (1836-1894) sýslum Kornsá

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Lárus Björnsson Blöndal (1836-1894) sýslum Kornsá

Parallel form(s) of name

  • Lárus Þórarinn Björnsson Blöndal (1836-1894) sýslum Kornsá

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

16,11,1836 - 12.5.1894

History

Lárus Þórarinn Björnsson Blöndal 16. nóvember 1836 [15.11.1836] - 12. maí 1894. Fæddur í Hvammi í Vatnsdal. Sýslumaður á Staðarfelli á Fellsströnd og í Innri-Fagradal, Dal. Síðar sýslumaður og alþingismaður á Kornsá í Vatnsdal, A-Hún. Var á Staðarfelli, Staðarfellssókn, Dal. 1870. Riddari af dbr. „Gleðimaður mikill og annálað karlmenni, en jafnframt hinn glæsilegasti maður og kom hvarvetna vel fram“, segir í Dalamönnum

Places

Legal status

Stúdentspróf Lsk. 1857. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1865.

Functions, occupations and activities

Ritari stiftamtmanns og landfógeta 1865–1867. Sýslumaður í Dalasýslu 1867–1877, sat fyrst á Staðarfelli, en frá 1872 í Innri-Fagradal. Jafnframt settur sýslumaður í Barðastrandarsýslu 1870–1871. Sýslumaður í Húnavatnssýslu 1877–1894, sat á Kornsá. Skipaður 26. febrúar 1894 amtmaður í norður- og austuramtinu frá 1. júlí að telja, andaðist þá um vorið.
Alþingismaður Húnvetninga 1880–1885.
Varaforseti sameinaðs þings 1883.

Mandates/sources of authority

Stúdentar drukku eins og berserkir og rifust um stjórnmál og þjóðrjettindi á gildaskálum. þá þótti karlmennska hinn fegursti kostur, og einginn frami var þá talinn meiri meðal
íslenzkra stúdenta, en að berja rækilega á Dönum. Stúdentar um þær mundir orðlagðir drykkjumenn og bardagamenn og þóttu fæstir þeirra jafnokar í þeirri list. Lárus Blöndal var gleðimaður mikill og annálað karlmenni, en jafnframt hinn glæsilegasti maður og kom hvervetna vel fram. En mörgum íslenzkum slörkustúdentum frá fyrri árum er svo lýst, að þeir væru hin mestu ruddamenni.

Einn af samtíðarmönnum Lárusar var hinn alkunni berserkur Skafti Jósefsson, ritstj. á Seyðisfirði. Voru þeir Lárus taldir sterkastir allra íslendinga í Höfn á sínum árum og neyttu báðir krafta sinna ósparlega. Orstír þeirra fór hátt jafn meðal Dana sem íslendinga og voru þeir taldir ósigrandi, er þeir fóru tveir saman. Einu sinni sem oftar voru þeir staddir á gildaskála og urðu þar ryskingar; sóttu Danir þá að þeim og voru fjölmennir. Tók þá annar sjer stöðu við kjallaradyr, en hinn gekk um fylkingar og kastaði þeim, er hann fjekk handfestu á til hins, er við dyrnar stóð, en hann tók í móti og fleygði út á götu. Leitaði einginn til baka er lent hafði í höndum þeirra. Hruðu þeir svo kjallarann og yoru móðir en lítt sárir.

Önnur saga er ýmist sögð af Lárusi eða Skafta: Hann var á ferli á götum úti á næturþeli. Þótti lóggæzlumanni einum hann þá fara ófriðlega og vildi hafa hendur á honum. Greip hann þá lögregluþjóninn í kragann og heingdi upp á járnkrók framan á slátrarabúð, er þar var nálægt. En lögreglumenn ganga með hljóðpípur í vösum og þeyta þær, er þeir þykjast í nauðum staddir til að kalla fjelaga sína til hjálpar. Tók hinn nú pípuna af honum og bljes sjálfur í ákafa. Kom annar lögregluþjónn skjótt til og fjekk sömu útreið. Sagt er að enn kæmu fleiri á sama hátt, en eigi vitum vjer hve margir. Biðu þeir dagrenningar á snögunum. Margar fleiri sögur ganga um hervirki þeirra Skafta og Lárusar, sem eru þess verðar að vel sje frá þeim sagt og þær geymdar. En slíkt er eigi takandi nema eftir kunnugum mönnum, því aðrir blanda þar málum og eigna þeim ýms hervirki eldri berserkja, svo sem Ögmundar hins sterka o.fl.

Skömmu eftir að Lárus kom út til íslands varð hann sýslumaður Dalamanna og gegndi þar embætti í 10 ár, frá 1867 til 1877, en þá fjekk hann Húnavatnssýslu og bjó þar til dauðadags, 12. maí 1894. Skömmu áður var hann þó skipaður amtmaður yfir norðurland, en tók aldrei við því embætti.

Það má segja um Lárus líkt og sögurnar segja um ýmsa íslendinga frá fyrri öldum: Eptir að hann hafði látið af orustum erlendis og sest um kyrrt í hjeraði sínu gerðist hann höfðingi mikill. Hann setti saman stórt bú og hafði fjölda hjúa. Hann bjó á Kornsá í Vatnsdal, byggði þar reisulega og hjelt sig með mikilli rausn. Þar var gestrisni mikil, en sjálfur var sýslumaður hrókur alls fagnaðar. Hann var saungmaður ágætur. En dalurinn allur tók sjer snið eftir Kornsá og eru dalbúar mannborlegir menn og berast mikið á. Lárus var vinsæll, þótti dreingur góður og röggsamur embættismaður. Var hann krossaður af konungi á afmælisdag konungs 1891 var hann sæmdur riddarakrossi dannebrogsorðunnar og 26. febr. 1893 var honum veitt amtmannsembættið nyrðra frá 1. júlí þ. á., án þess hann sækti um það. Mun honum hafa þótt viðurhlutamikið í aðra röndina að hverfa frá góðu búi á Kornsá, þar sem hann hafði búið svo vel um sig, enda þurfti ekki til þess að taka, að hann flytti þaðan lifandi. Hann var alþingismaður Húnvetninga frá 1881—8.

Lárus Blöndal var eigi hár maður vextí, en þreklega vaxinn og að öllu hinn karlmannlegasti, stórleitur og svipmikill.

Sunnanfari - 1. tölublað (01.07.1896) -

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Björn Auðunsson Blöndal 1. nóvember 1787 - 23. júní 1846 Ættfaðir Blöndalsættar. Exam. juris., sýslumaður og kansellíráð í Hvammi í Vatnsdal, Áshr., A-Hún. „Dó í mislingum“, segir Einar prófastur. Skv. Æ.A-Hún. og Skagf. var Björn talinn launsonur Björns Jónssonar prests í Bólstaðahlíð, f.1749, d.11.8.1825. Sá sem „upptók Blöndalsnafn“ segir Indriði. Var á Blöndudalshólum, Blöndudalshólasókn, Hún. 1801 og kona jans 22.9.1821 Guðrún Þórðardóttir Blöndal f. 2.10.1789 - 20.8.1864.

Systkini hans;
1) Björn Lúðvík Björnsson Blöndal 10. október 1822 - 31. maí 1874 Snikkari á Tjörn, Tjarnarsókn, Hún. 1870. Sýslumaður, trésmiður og skáld í Hvammi í Vatnsdal. Kona hans 18.9.1845; Karen Kristín Jónsdóttir Blöndal 2. apríl 1819 - 14. maí 1904 Húsfreyja í Reykjavík. Niðurseta í Hvammi, Undirfellssókn, Hún. 1870.
2) Sigríður Oddný Björnsdóttir Blöndal 15. október 1824 - 23. janúar 1889 Var í Hvammi, Undirfellssókn, Hún. 1845. Húsfreyja á Tjörn á Vatnsnesi og á Undirfelli í Áshr., A-Hún. Maður hennar 8.7.1846; Sigfús Jónsson 21. október 1815 - 9. mars 1876. Var í Vogum, Reykjahlíðarsókn, Þing. 1816. Aðstoðarprestur á Auðkúlu í Svínadal, Hún. 1846. Prestur á Tjörn á Vatnsnesi 1846-1872 og síðar á Undirfelli í Vatnsdal frá 1872 til dauðadags.
3) Jón Auðunn Björnsson Blöndal 7. nóvember 1825 - 3. júní 1878 Prestur á Hofi á Skagaströnd 1850-1860. Prestur á Árbakka, Spákonufellssókn, Hún. 1860. Síðar kaupfélagsstjóri og alþingismaður í Grafarósi. Kona hans 17.6.1851, þau skildu; Arndís Pétursdóttir 21. janúar 1832 - 6. október 1891 Var í Miðhópi, Þingeyrarsókn, A-Hún. Húsfreyja á Hofi á Skagaströnd, A-Hún. Húsfreyja á Arnarbæli, Staðarfellssókn, Dal. 1890. Seinni maður 18.7.1882; Brynjólfur Oddsson 9. september 1826 - 17. febrúar 1892 á Ballará, sk hans.
4) Halldóra Björnsdóttir Blöndal 25. október 1826 - 8. september 1827
5) Benedikt Gísli Björnsson Blöndal 15. apríl 1828 - 1. mars 1911. Bóndi í Hvammi, Undirfellssókn, Hún. 1860. Sýslumaður, umboðsmaður, hreppstjóri og bóndi í Hvammi í Vatnsdal. Kona Benedikts var; Margrét Ólöf Sigvaldadóttir 29. júní 1830 - 3. október 1890 Var í Grímstungu, Grímstungusókn, Hún. 1845. Húsfreyja í Hvammi, Undirfellssókn, Hún. 1860. Nefnd Ólöf Margrét í Æ.A-Hún.
6) Björn Magnús Björnsson Blöndal 6. apríl 1830 - 15. september 1861. Stúdent og sýslumaður á Selalæk á Rangárvöllum, Rang. Nefndur Bjarni Magnús í Thorarens. Barnlaus.
7) Guðrún Björnsdóttir Blöndal 6. mars 1831 - 3. apríl 1831
8) Þorlákur Stefán Björnsson Blöndal 19. apríl 1832 - 28. júní 1860. Sýslumaður og umboðsmaður á Ísafirði, drukknaði í Ísafjarðardjúpi. Var á Hvammi, Undirfellssókn, Hún. 1835.
9) Ágúst Theodór Björnsson Blöndal 14. maí 1833 - 3. febrúar 1835
10) Gunnlaugur Pétur Björnsson Blöndal 1. júlí 1834 - 1. maí 1884. Sýslumaður á Auðshaugi á Barðaströnd, V-Barð. Var á Hvammi, Undirfellssókn, Hún. 1835, kona hans Sigríður Sveinbjarnardóttir Blöndal 1. desember 1835 - 10. september 1913. Húskona eða búandi á Melum á Skarðsströnd, Dal. 1881-83 og 1885-86. Var í Reykjavík 1910.
11) Anna Sophía Björnsdóttir Blöndal 21. janúar 1838 - 17. febrúar 1838. Hét fullu nafni Anna Sophía Guðrún Björnsdóttir Blöndal. Finnst ekki í kb.
12) Jósef Gottfreð Björnsson Blöndal 10. maí 1839 - 29. desember 1880. Var í Hvammi, Undirfellssókn, Hún. 1845. Húsbóndi og verslunarmaður í Barnaskólanum, Reykjavík 1880. Verslunarstjóri í Grafarósi og á Akureyri, síðar veitingamaður í Reykjavík, kona hans 20.8.1863; Anna Margrét Þuríður Kristjánsdóttir Möller 28. ágúst 1846 - 20. febrúar 1918 Var í Barnaskólanum, Reykjavík 1880. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Seinni maður hennar 22.9.1885; Jean Valgard Claessen 9. október 1850 - 27. desember 1918. Kaupmaður á Sauðárkróki, síðar landsféhirðir í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Heitir fullu nafni Jean Valgard van Deurs Classen, var hún seinni kona hans.
13) Páll Jakob Björnsson Blöndal 27. desember 1840 - 16. janúar 1903. Héraðslæknir í Stafholtsey í Andakíl, Borg. Var í Hvammi, Undirfellssókn, Hún. 1845. Kona hans 19.7.1870; Elín Guðrún Jónsdóttir Blöndal 9. ágúst 1841 - 28. maí 1934 Húsfreyja í Stafholtsey í Andakíl, Borg. Var í Stafholtsey, Hvanneyrarsókn, Borg. 1930.

Kona hans 24.8.1857; Kristín Blöndal Ásgeirsdóttir 26. febrúar 1838 - 11. maí 1919 Húsfreyja á Staðarfelli á Fellströnd, í Innri-Fagradal í Saurbæjarhr., Dal., á Kornsá í Áshr., A-Hún, síðar í Reykjavík og á Siglufirði. Var í Reykjavík 1845. Húsfreyja í Reykjavík 1910.

Börn þeirra;
1) Sigríður Blöndal Lárusdóttir 11. apríl 1865 - 25. febrúar 1929 Húsfreyja á Hvanneyri í Siglufirði. Maður hennar 26.8.1892; Bjarni Þorsteinsson 14. október 1861 - 2. ágúst 1938 Prestur, tónskáld og ættfræðingur á Hvanneyri á Siglufirði. Prestur í Hvanneyrarsókn í Siglufirði 1889-1935. Prestur á Siglufirði 1930. Þjóðlagasafnari.
2) Björn Blöndal Lárusson 3. júlí 1870 - 27. desember 1906 Var á Staðarfelli, Staðarfellssókn, Dal. 1870. Prestur að Hofi á Skagaströnd 1896-1900 og á Hvammi í Laxárdal, Skag. fá 1900 til dauðadags. Kona Björns 16.5.1897; Bergljót Tómasdóttir Blöndal 19. september 1873 - 11. ágúst 1948 Húsfreyja á Skagaströnd, síðar á Hvammi í Laxárdal, Skag. Var á Sauðárkróki 1930.
3) Ágúst Theódór Lárusson Blöndal 5. júlí 1871 - 2. nóvember 1940 Sýsluskrifari á Seyðisfirði 1930. Bóndi og hreppstjóri á Hlaðhamri í Hrútafirði og síðar sýsluskrifari á Seyðisfirði. Kona hans 9.7.1879; Ólafía Sigríður Theodórsdóttir 30. maí 1875 - 25. febrúar 1935 Var á Brjánslæk, Brjánslækjarsókn, V-Barð. 1880. Húsfreyja á Seyðisfirði 1930. Húsfreyja á Seyðisfirði. Dóttir þeirra er Arndís Baldurs kona Jóns Baldurs kaupfélagsstjóra á Blönduósi.
4) Kristján Júlíus Blöndal 2. júlí 1872 - 21. nóvember 1941 Bóndi á Gilsstöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Gilsstöðum í Vatnsdal. Kona hans 14.9.1895; Jósefína Elín Magnúsdóttir Blöndal 16. ágúst 1872 - 3. júní 1954 Húsfreyja á Gilsstöðum í Vatnsdal. Nefnd Elín Jósefína í Æ.A-Hún. Sonur þeirra var Ásgeir Blöndal (1908-1968) faðir Guðrúnar á Breiðavaði.
5) Jósep Lárusson Blöndal 19. ágúst 1875 - 8. júní 1966 Símstöðvarstjóri og kaupmaður á Siglufirði. Síldarmatsmaður á Siglufirði 1930. Kona hans 9.8.1908; Guðrún Guðmundsdóttir Blöndal 30. júlí 1880 - 17. febrúar 1960 Húsfreyja á Siglufirði. Húsfreyja þar 1930. Sonur hans var Haraldur Blöndal (1917-1964) faðir Péturs H Blöndal (1944-2015) alþingismanns.
6) Ragnheiður Lárusdóttir Blöndal 19. desember 1876 - 21. október 1957 Húsfreyja á Eyrarbakka. Húsfreyja á Bjargarstíg 2, Reykjavík 1930. Maður hennar; Guðmundur Guðmundsson 7. janúar 1876 - 13. apríl 1967 Kaupfélagsstjóri á Eyrarbakka, síðar kaupmaður í Höfn á Selfossi. Dóttir þeirra var Kristín (1907-1992) kona Sigurðar Óla Ólafssonar kaupmanns á Selfossi og alþingismanns, dóttir þeirra var Sigríður Ragna Sigurðardóttir (1943) fyrsta sjónvarpsþulan ásamt Ásu Finnsdóttur. Önnur dóttir þeirra var Þorbjörg (1927) kona Kolbeins Kristinssonar (1926-2010) Olympíufara og íslandsmeistara í stangarstökki síðar kaupmanns á Selfossi.
Sonur Ragnheiðar og Guðmundar kaupmanns var Lárus Blöndal (1914-2004) bóksali á Skólavörðustíg. Dóttir Lárusar var Ragnheiður (1949) móðir Dags Sigurðssonar (1973) Hanknattleiksmanns og Landsliðaþjálfara.
Sonur Ragnheiðar og Guðmundar kaupmanns var Lárus Blöndal (1914-2004) bóksali á Skólavörðustíg. Dóttir Lárusar var Ragnheiður (1949) móðir Dags Sigurðssonar (1973) Hanknattleiksmanns og Landsliðaþjálfara.
7) Jósefína Antonía Lárusdóttir Blöndal 25. apríl 1878 - 22. desember 1944 Húsfreyja á Suðurgötu 4, Reykjavík 1930. Bróðursonur: Lárus Þórarinn Blöndal. Húsfreyja á Seyðisfirði. Maður hennar 28.7.1897; Jóhannes Jóhannesson 17. janúar 1866 - 7. febrúar 1950 Fyrrverandi bæjarfógeti á Suðurgötu 4, Reykjavík 1930. Sýslumaður og bæjarfógeti á Seyðisfirði. Sonur þeirra var Lárus (1898-1977) Alþingismaður. Dóttir þeirra var Anna Johannessen móðir Matthíasar ritstjóra Morgunblaðsin föður Haraldar Lögreglustjóra.
8) Haraldur Blöndal Lárusson 10. september 1882 - 22. október 1953 Ljósmyndari og verslunarmaður í Reykjavík. Forstjóri og síðast birgðavörður hjá Rafmagnsveitunni. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Forstjóri á Vesturgötu 48, Reykjavík 1930. Umsjónarmaður í Reykjavík 1945. Kona hans; Margrét Auðunsdóttir Blöndal 7. mars 1881 - 2. september 1936 Húsfreyja á Eyrarbakka. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Vesturgötu 48, Reykjavík 1930. Sonur þeirra var Lárus Blöndal (1905-1999) Bókavörður í Reykjavík faðir Halldórs Blöndal (1938) alþm og ráðherra.

General context

Relationships area

Related entity

Arndís Pétursdóttir (1832-1891) Hofi á Skaga (21.1.1832 - 6.10.1891)

Identifier of related entity

HAH02487

Category of relationship

family

Dates of relationship

17.6.1851

Description of relationship

Mágkona, maður hennar Jón Auðunn bróðir Lárusar. þau skildu

Related entity

Kaupmannahöfn

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1857-1865

Description of relationship

Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1865. Las þar lögfræði í 8 ára

Related entity

Hvammur í Vatnsdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00049

Category of relationship

associative

Dates of relationship

15.11.1836

Description of relationship

Fæddur þar

Related entity

Jósefína Antonía Lárusdóttir Blöndal (1878-1944) Seyðisfirði (25.4.1878 - 22.12.1944)

Identifier of related entity

HAH06965

Category of relationship

family

Type of relationship

Jósefína Antonía Lárusdóttir Blöndal (1878-1944) Seyðisfirði

is the child of

Lárus Björnsson Blöndal (1836-1894) sýslum Kornsá

Dates of relationship

25.4.1878

Description of relationship

Related entity

Ragnheiður Lárusdóttir Blöndal (1876-1957) Eyrarbakka og Selfossi (19.12.1876 - 21.10.1957)

Identifier of related entity

HAH07467

Category of relationship

family

Type of relationship

Ragnheiður Lárusdóttir Blöndal (1876-1957) Eyrarbakka og Selfossi

is the child of

Lárus Björnsson Blöndal (1836-1894) sýslum Kornsá

Dates of relationship

19.12.1875

Description of relationship

Related entity

Jósep Lárusson Blöndal (1875-1966) Siglufirði (19.8.1875 - 8.6.1966)

Identifier of related entity

HAH06549

Category of relationship

family

Type of relationship

Jósep Lárusson Blöndal (1875-1966) Siglufirði

is the child of

Lárus Björnsson Blöndal (1836-1894) sýslum Kornsá

Dates of relationship

19.8.1875

Description of relationship

Related entity

Kristján Blöndal (1872-1941) Gilsstöðum (2.7.1872 - 21.11.1941)

Identifier of related entity

HAH06580

Category of relationship

family

Type of relationship

Kristján Blöndal (1872-1941) Gilsstöðum

is the child of

Lárus Björnsson Blöndal (1836-1894) sýslum Kornsá

Dates of relationship

2.7.1872

Description of relationship

Related entity

Ágúst Theódór Blöndal (1871-1940) Seyðisfirði (5.7.1871 - 2.11.1940)

Identifier of related entity

HAH03502

Category of relationship

family

Type of relationship

Ágúst Theódór Blöndal (1871-1940) Seyðisfirði

is the child of

Lárus Björnsson Blöndal (1836-1894) sýslum Kornsá

Dates of relationship

5.7.1871

Description of relationship

Related entity

Björn Lárusson Blöndal (1870-1906) prestur Hofi á Skagaströnd (3.7.1870 - 27.12.1906)

Identifier of related entity

HAH02860

Category of relationship

family

Type of relationship

Björn Lárusson Blöndal (1870-1906) prestur Hofi á Skagaströnd

is the child of

Lárus Björnsson Blöndal (1836-1894) sýslum Kornsá

Dates of relationship

3.7.1870

Description of relationship

Related entity

Sigríður Blöndal (1865-1929) prestsfrú Siglufirði (11.4.1865 - 25.2.1929.)

Identifier of related entity

HAH07078

Category of relationship

family

Type of relationship

Sigríður Blöndal (1865-1929) prestsfrú Siglufirði

is the child of

Lárus Björnsson Blöndal (1836-1894) sýslum Kornsá

Dates of relationship

11.4.1865

Description of relationship

Related entity

Benedikt Gísli Björnsson Blöndal (1828-1911) Hvammi í Vatnsdal (15.4.1828 - 1.3.1911)

Identifier of related entity

HAH02568

Category of relationship

family

Type of relationship

Benedikt Gísli Björnsson Blöndal (1828-1911) Hvammi í Vatnsdal

is the sibling of

Lárus Björnsson Blöndal (1836-1894) sýslum Kornsá

Dates of relationship

16.11.1836

Description of relationship

Related entity

Jón Blöndal (1825-1878) prestur Hofi á Skaga (7.11.1825 - 3.6.1878)

Identifier of related entity

HAH05497

Category of relationship

family

Type of relationship

Jón Blöndal (1825-1878) prestur Hofi á Skaga

is the sibling of

Lárus Björnsson Blöndal (1836-1894) sýslum Kornsá

Dates of relationship

16.11.1836

Description of relationship

Related entity

Kristín Ásgeirsdóttir Blöndal (1838-1919) Staðarfelli frá Kornsá (26.2.1838 - 11.2.1919)

Identifier of related entity

HAH06554

Category of relationship

family

Type of relationship

Kristín Ásgeirsdóttir Blöndal (1838-1919) Staðarfelli frá Kornsá

is the spouse of

Lárus Björnsson Blöndal (1836-1894) sýslum Kornsá

Dates of relationship

24.8.1857

Description of relationship

Börn þeirra; 1) Sigríður Blöndal Lárusdóttir 1865-1929. Húsfreyja á Hvanneyri í Siglufirði. Maður hennar 26.8.1892; Bjarni Þorsteinsson 1861-1938. Prestur á Siglufirði 1930. Þjóðlagasafnari. 2) Björn Blöndal Lárusson 1870-1906. Prestur að Hofi á Skagaströnd 1896-1900. Kona Björns 16.5.1897; Bergljót Tómasdóttir Blöndal 1873-1948. Húsfreyja á Skagaströnd, 3) Ágúst Theódór Lárusson Blöndal 1871-1940. Sýsluskrifari á Seyðisfirði 1930. Kona hans 9.7.1879; Ólafía Sigríður Theodórsdóttir 1875-1935. Húsfreyja á Seyðisfirði. 4) Kristján Júlíus Blöndal 1872-1942. Bóndi á Gilsstöðum. Kona hans 14.9.1895; Jósefína Elín Magnúsdóttir Blöndal (1872-1954). Húsfreyja á Gilsstöðum í Vatnsdal. 5) Jósep Lárusson Blöndal 19. ágúst 1875 - 8. júní 1966 Símstöðvarstjóri og kaupmaður á Siglufirði. Síldarmatsmaður á Siglufirði 1930. Kona hans 9.8.1908; Guðrún Guðmundsdóttir Blöndal (1880-1960) Húsfreyja á Siglufirði. 6) Ragnheiður Lárusdóttir Blöndal (1876-1957). Húsfreyja á Eyrarbakka. Maður hennar; Guðmundur Guðmundsson C1876-1967). Kaupfélagsstjóri á Eyrarbakka. 5) Jósefína Antonía Lárusdóttir Blöndal (1878-1944). Húsfreyja á Suðurgötu 4, Reykjavík 1930. Maður hennar 28.7.1897; Jóhannes Jóhannesson 17. janúar 1866 - 7. febrúar 1950. Fyrrverandi bæjarfógeti 10) Haraldur Blöndal Lárusson (1882-1953) Ljósmyndari og verslunarmaður í Reykjavík. Forstjóri á Vesturgötu 48, Reykjavík 1930. Kona hans; Margrét Auðunsdóttir Blöndal 1881-1936. Húsfreyja á Eyrarbakka. Húsfreyja á Vesturgötu 48, Reykjavík 1930.

Related entity

Sigfús Blöndal (1874-1950) bókavörður í Kaupmannahöfn (2.10.1874 - 19.3.1950)

Identifier of related entity

HAH09268

Category of relationship

family

Type of relationship

Sigfús Blöndal (1874-1950) bókavörður í Kaupmannahöfn

is the cousin of

Lárus Björnsson Blöndal (1836-1894) sýslum Kornsá

Dates of relationship

2.10.1874

Description of relationship

föðurbróðir

Related entity

Kornsá í Vatnsdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00051

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Kornsá í Vatnsdal

is controlled by

Lárus Björnsson Blöndal (1836-1894) sýslum Kornsá

Dates of relationship

1877-1894

Description of relationship

Húsbóndi þar

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH07410

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsinga er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 30.12.2020

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði
Íslendingabók
ÆAHún bls 97
Alþingi. https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=400
Föðurtún bls. 194-5.
Sunnanfari - 1. tölublað (01.07.1896) - https://timarit.is/files/9932426

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places