Guðmundur Finnbogason (1873-1944) Landsbókarvörður

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Guðmundur Finnbogason (1873-1944) Landsbókarvörður

Parallel form(s) of name

  • Guðmundur Finnbogason Landsbókarvörður

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

6.6.1873 - 17.7.1944

History

Guðmundur Finnbogason 6. júní 1873 - 17. júlí 1944 Nam við Latínuskólann, varð síðar magister í heimspeki frá Kaupmannahafnarháskóla. Nam einnig heimspeki í París og Berlín. Var í Reykjavík 1910. Landsbókavörður á Suðurgötu 18, Reykjavík 1930. Landsbókavörður og prófessor í Reykjavík. Dr phil.
Guðmundur fór á ellefta ári í fóstur að Möðrudal á Fjöllum til Stefáns Einarssonar og Arnfríðar Sigurðardóttur og lærði undir Latínuskólann hjá séra Einari Jónssyni í Kirkjubæ.

Places

Arnarstapi S-Þing; Reykjavík:

Legal status

Stúdentspróf 1896; Nam við Latínuskólann, varð síðar magister í heimspeki frá Kaupmannahafnarháskóla. Nam einnig heimspeki í París og Berlín.

Functions, occupations and activities

Hann varð bókavörður við Landsbókasafnið 1911, prófessor í hagnýtri sálarfræði við HÍ frá 1918 og landsbókavörður 1924-43.

Mandates/sources of authority

Guðmundur var ritstjóri Skírnis við miklar vinsældir. Hann var brautryðjandi hér á landi í sálfræði og vestrænni heimspeki, alþýðlegur fyrirlesari og greinargóður og afkastamikill rithöfundur um ýmis ólík málefni.
Helstu rit hans eru Lýðmenntun, 1903; Den sympatiske forstaaelse, 1911; L'intelligence sympatique, 1913; Hugur og heimur, alþýðufyrirlestrar, 1912; Frá sjónarheimi, 1918, og Huganir, 1943.
Hann hafði áhuga á stjórnmálum en skömm á flokksræði og dægurþrasi.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Finnbogi Finnbogason 16. mars 1843 - 19. júní 1886 Var í Ljósavatni, Ljósavatnssókn, S-Þing. 1845. Bóndi á Arnstapa og Barnafelli, S-Þing. Er ekki Jónsson eins og kemur fram í ÍÆ og kona hans 7.7.1868; Guðrún Jónsdóttir 20. október 1843 - 3. júní 1900 Var á Belgsá, Illugastaðasókn, S-Þing. 1845. Húsfreyja á Gvendarstöðum, Kinn 1870-73. Húsfreyja á Arnstapa í Ljósavatnshr., S-Þing. 1873-84. Húsfreyja í Nesi í Fnjóskadal 1894-98.

Systkini Guðmundar;
1) Guðni Stefán Finnbogason 29. mars 1869 - 2. ágúst 1916 Fluttist 1887 vestur á Mýrar. Hjú í Tungu, Illugastaðasókn, S-Þing. 1910.
2) Ásgeir Finnbogason 6. mars 1871 - 1910 Var á Arnstapa, Hálssókn, Þing. 1880. Fór til Vesturheims, dvaldist þar um skeið og fékkst m.a. við gullgröft í Alaska. Fluttist aftur heim. „Þótti afbragð annarra manna sakir gáfna og mannkosta“ segir Indriði. Finnst ekki í Vesturfaraskrá.
3) Karl Finnbogason 29. desember 1875 - 5. janúar 1952 Bóndi og kennari á Seyðisfirði 1930. Skólastjóri, bæjarfulltrúi og alþingismaður á Seyðisfirði. Kona hans 4.12.1914; Vilhelmína Ingimundardóttir 20. janúar 1892 - 1. apríl 1956 Húsfreyja á Seyðisfirði 1930. Húsfreyja á Seyðisfirði.
4) Guðrún Finnbogadóttir 1878 - 24. ágúst 1904 Var með foreldrum sínum á Arnstapa í Hálssókn, Þing. 1880. Léttastúlka á Krossi, Ljósavatnssókn, S-Þing. 1890. Barnakennari í Nesi, Hálssókn, S-Þing. 1901.
5) Jón Finnbogason 12. mars 1884 - 26. janúar 1931 Verslunarþjónn á Akureyri, Eyj. 1901. Kennari og verslunarmaður á Klyppstað í Loðmundarfirði, Seyðisfirði og í Reykjavík. Kona hans; Oddný Friðrikka Jóhannesdóttir 5. júní 1896 - 26. júlí 1974. Húsfreyja á Auðnum, Reykjavík 1930. Húsfreyja á Klyppstað, Seyðisfirði og síðar í Reykjavík.

Kona Guðmundar; Laufey Vilhjálmsdóttir 18. september 1879 - 29. mars 1960. Húsfreyja á Suðurgötu 18, Reykjavík 1930. Kennari og húsfreyja í Reykjavík.
Börn þeirra;
1) Guðrún Guðmundsdóttir 3. maí 1915 - 2. janúar 1997 Var á Suðurgötu 18, Reykjavík 1930. Þýðandi. Síðast bús. í Kópavogi. Maður hennar 29.6.1946; Björn Þorsteinsson 20. mars 1918 - 6. október 1986 Var á Hellu, Oddasókn, Rang. 1930. Sagnfræðingur, prófessor við Háskóla Íslands. Síðast bús. í Kópavogi. Kjördóttir: Valgerður Björnsdóttir f. 12.2.1951.
2) Sigríður Guðmundsdóttir 17. september 1916 - 2. september 1921
3) Vilhjálmur Alvar Guðmundsson 4. júní 1918 - 14. desember 1969 Var á Suðurgötu 18, Reykjavík 1930. Verkfræðingur. Framkvæmdastjóri á Siglufirði, síðar í Reykjavík. Kona hans Birna Halldórsdóttir.
4) Örn Guðmundsson 29. nóvember 1921 - 3. febrúar 1987 Var á Suðurgötu 18, Reykjavík 1930. Viðskiptafræðingur hjá Olíuverzlun Íslands í Reykjavík. Kona hans Þuríður Pálsdóttir.
5) Finnbogi Guðmundsson 8. janúar 1924 - 3. apríl 2011 Var á Suðurgötu 18, Reykjavík 1930. Landsbókavörður um áratuga skeið. Háskólakennari í Manitoba í Kanada, Osló og Björgvin í Noregi og í Reykjavík. Ritaði, þýddi og annaðist útgáfu fjölda bóka. Gegndi ýmsum félags- og trúðnaðarstörfum. Kona hans; Kristjana Pálína Helgadóttir 5. ágúst 1921 - 8. nóvember 1984 Var í Hafnarfirði 1930. Læknir. Síðast bús. í Hafnarfirði.
6) Laufey Guðmundsdóttir 20. júlí 1925 - 23. maí 1928

General context

Relationships area

Related entity

Jón Finnbogason (1884-1931) Klyppstað Loðmundarfirði (12.3.1884 - 26.1.1931)

Identifier of related entity

HAH05542

Category of relationship

family

Type of relationship

Jón Finnbogason (1884-1931) Klyppstað Loðmundarfirði

is the sibling of

Guðmundur Finnbogason (1873-1944) Landsbókarvörður

Dates of relationship

12.3.1884

Description of relationship

Related entity

Laufey Vilhjálmsdóttir (1879-1960) Reykjavík (18.9.1879 - 29.3.1960)

Identifier of related entity

HAH06357

Category of relationship

family

Type of relationship

Laufey Vilhjálmsdóttir (1879-1960) Reykjavík

is the spouse of

Guðmundur Finnbogason (1873-1944) Landsbókarvörður

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH04005

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 13.8.2018

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði
Íslendingabók
mbl. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1468524/

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places