Guðmundur Finnbogason (1873-1944) Landsbókarvörður

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Guðmundur Finnbogason (1873-1944) Landsbókarvörður

Hliðstæð nafnaform

  • Guðmundur Finnbogason Landsbókarvörður

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

6.6.1873 - 17.7.1944

Saga

Guðmundur Finnbogason 6. júní 1873 - 17. júlí 1944 Nam við Latínuskólann, varð síðar magister í heimspeki frá Kaupmannahafnarháskóla. Nam einnig heimspeki í París og Berlín. Var í Reykjavík 1910. Landsbókavörður á Suðurgötu 18, Reykjavík 1930. Landsbókavörður og prófessor í Reykjavík. Dr phil.
Guðmundur fór á ellefta ári í fóstur að Möðrudal á Fjöllum til Stefáns Einarssonar og Arnfríðar Sigurðardóttur og lærði undir Latínuskólann hjá séra Einari Jónssyni í Kirkjubæ.

Staðir

Arnarstapi S-Þing; Reykjavík:

Réttindi

Stúdentspróf 1896; Nam við Latínuskólann, varð síðar magister í heimspeki frá Kaupmannahafnarháskóla. Nam einnig heimspeki í París og Berlín.

Starfssvið

Hann varð bókavörður við Landsbókasafnið 1911, prófessor í hagnýtri sálarfræði við HÍ frá 1918 og landsbókavörður 1924-43.

Lagaheimild

Guðmundur var ritstjóri Skírnis við miklar vinsældir. Hann var brautryðjandi hér á landi í sálfræði og vestrænni heimspeki, alþýðlegur fyrirlesari og greinargóður og afkastamikill rithöfundur um ýmis ólík málefni.
Helstu rit hans eru Lýðmenntun, 1903; Den sympatiske forstaaelse, 1911; L'intelligence sympatique, 1913; Hugur og heimur, alþýðufyrirlestrar, 1912; Frá sjónarheimi, 1918, og Huganir, 1943.
Hann hafði áhuga á stjórnmálum en skömm á flokksræði og dægurþrasi.

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Finnbogi Finnbogason 16. mars 1843 - 19. júní 1886 Var í Ljósavatni, Ljósavatnssókn, S-Þing. 1845. Bóndi á Arnstapa og Barnafelli, S-Þing. Er ekki Jónsson eins og kemur fram í ÍÆ og kona hans 7.7.1868; Guðrún Jónsdóttir 20. október 1843 - 3. júní 1900 Var á Belgsá, Illugastaðasókn, S-Þing. 1845. Húsfreyja á Gvendarstöðum, Kinn 1870-73. Húsfreyja á Arnstapa í Ljósavatnshr., S-Þing. 1873-84. Húsfreyja í Nesi í Fnjóskadal 1894-98.

Systkini Guðmundar;
1) Guðni Stefán Finnbogason 29. mars 1869 - 2. ágúst 1916 Fluttist 1887 vestur á Mýrar. Hjú í Tungu, Illugastaðasókn, S-Þing. 1910.
2) Ásgeir Finnbogason 6. mars 1871 - 1910 Var á Arnstapa, Hálssókn, Þing. 1880. Fór til Vesturheims, dvaldist þar um skeið og fékkst m.a. við gullgröft í Alaska. Fluttist aftur heim. „Þótti afbragð annarra manna sakir gáfna og mannkosta“ segir Indriði. Finnst ekki í Vesturfaraskrá.
3) Karl Finnbogason 29. desember 1875 - 5. janúar 1952 Bóndi og kennari á Seyðisfirði 1930. Skólastjóri, bæjarfulltrúi og alþingismaður á Seyðisfirði. Kona hans 4.12.1914; Vilhelmína Ingimundardóttir 20. janúar 1892 - 1. apríl 1956 Húsfreyja á Seyðisfirði 1930. Húsfreyja á Seyðisfirði.
4) Guðrún Finnbogadóttir 1878 - 24. ágúst 1904 Var með foreldrum sínum á Arnstapa í Hálssókn, Þing. 1880. Léttastúlka á Krossi, Ljósavatnssókn, S-Þing. 1890. Barnakennari í Nesi, Hálssókn, S-Þing. 1901.
5) Jón Finnbogason 12. mars 1884 - 26. janúar 1931 Verslunarþjónn á Akureyri, Eyj. 1901. Kennari og verslunarmaður á Klyppstað í Loðmundarfirði, Seyðisfirði og í Reykjavík. Kona hans; Oddný Friðrikka Jóhannesdóttir 5. júní 1896 - 26. júlí 1974. Húsfreyja á Auðnum, Reykjavík 1930. Húsfreyja á Klyppstað, Seyðisfirði og síðar í Reykjavík.

Kona Guðmundar; Laufey Vilhjálmsdóttir 18. september 1879 - 29. mars 1960. Húsfreyja á Suðurgötu 18, Reykjavík 1930. Kennari og húsfreyja í Reykjavík.
Börn þeirra;
1) Guðrún Guðmundsdóttir 3. maí 1915 - 2. janúar 1997 Var á Suðurgötu 18, Reykjavík 1930. Þýðandi. Síðast bús. í Kópavogi. Maður hennar 29.6.1946; Björn Þorsteinsson 20. mars 1918 - 6. október 1986 Var á Hellu, Oddasókn, Rang. 1930. Sagnfræðingur, prófessor við Háskóla Íslands. Síðast bús. í Kópavogi. Kjördóttir: Valgerður Björnsdóttir f. 12.2.1951.
2) Sigríður Guðmundsdóttir 17. september 1916 - 2. september 1921
3) Vilhjálmur Alvar Guðmundsson 4. júní 1918 - 14. desember 1969 Var á Suðurgötu 18, Reykjavík 1930. Verkfræðingur. Framkvæmdastjóri á Siglufirði, síðar í Reykjavík. Kona hans Birna Halldórsdóttir.
4) Örn Guðmundsson 29. nóvember 1921 - 3. febrúar 1987 Var á Suðurgötu 18, Reykjavík 1930. Viðskiptafræðingur hjá Olíuverzlun Íslands í Reykjavík. Kona hans Þuríður Pálsdóttir.
5) Finnbogi Guðmundsson 8. janúar 1924 - 3. apríl 2011 Var á Suðurgötu 18, Reykjavík 1930. Landsbókavörður um áratuga skeið. Háskólakennari í Manitoba í Kanada, Osló og Björgvin í Noregi og í Reykjavík. Ritaði, þýddi og annaðist útgáfu fjölda bóka. Gegndi ýmsum félags- og trúðnaðarstörfum. Kona hans; Kristjana Pálína Helgadóttir 5. ágúst 1921 - 8. nóvember 1984 Var í Hafnarfirði 1930. Læknir. Síðast bús. í Hafnarfirði.
6) Laufey Guðmundsdóttir 20. júlí 1925 - 23. maí 1928

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Jón Finnbogason (1884-1931) Klyppstað Loðmundarfirði (12.3.1884 - 26.1.1931)

Identifier of related entity

HAH05542

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Jón Finnbogason (1884-1931) Klyppstað Loðmundarfirði

er systkini

Guðmundur Finnbogason (1873-1944) Landsbókarvörður

Dagsetning tengsla

1884

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Laufey Vilhjálmsdóttir (1879-1960) Reykjavík (18.9.1879 - 29.3.1960)

Identifier of related entity

HAH06357

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Laufey Vilhjálmsdóttir (1879-1960) Reykjavík

er maki

Guðmundur Finnbogason (1873-1944) Landsbókarvörður

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH04005

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 13.8.2018

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði
Íslendingabók
mbl. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1468524/

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir