Showing 1161 results

Authority record
Corporate body

Bergsstaðir-Torfnes Vatnsnesi

  • HAH00494
  • Corporate body
  • (1950)

Bergstaðir I og II á Vatnsnesi;
Nefnist Bergstaðir í manntölum. Gamalt býli í bændaeign. Jörðinni hefur verið skipt í tvö býli, en er nú setin af einum ábúanda. Landmikil jörð með hlunnindi af selveiði og nokkru æðavarpi. Land er klettótt, þar er huldufólksbyggð. Fjallið allvel gróið og sauðfjárhagar góðir. Ræktunarland torunnið umfram það sem þegar hefur verið tekið í rækt. Bærinn stendur á sjávarbakka, neðan hans er góð lending í skjóli sjávarkletta. Um aldamótin 1800 bjó á Bergsstöðum Gunnlaugur Magnússon, fara sögur af merkilegu hugviti hans. Sonur hans var Björn yfirkennari, „spekingurinn með barnshjartað“. Íbúðarhús byggt 1951, 562 m3. Fjárhús yfir 285 fjár. Hlöður 197 m3. Votheysgeymslur 748 m3. Tún 42 ha. Selveiði og æðarvarp.

Bergstaðakirkja í Svartárdal

  • HAH00065
  • Corporate body
  • 1883 -

Bergsstaðir eru bær í Svartárdal, kirkjustaður og prestssetur fram á 20.öld .

Á Bergsstöðum var kirkja helguð Ólafi helga Noregskonungi og Þorláki biskupi Þórhallssyni í kaþólskum sið. Útkirkja var í Bólsstaðarhlíð og frá 1907 á Holtastöðum.

Bergsstaðakirkja er timburhús, 9,34 m að lengd og 6,17 m á breidd. Þakið er krossreist, klætt bárujárni og á því hálfvalmi upp af kórbaki. Upp af vesturstafni en hár og breiður stallur með ferstrent þak upp að turni með píramítaþak. Turnþök eru klædd sléttu járni. Kirkjan er klædd listaþili og stendur á steinhlöðnum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar, tveir sömu stærðar á kórbaki en minni gluggi ofarlega á hvorum stafni og lítill gluggi á framhlið turnstalls. Í þeim er miðpóstur og tveir fjögurra rúðu rammar. Hljómop með hlera og skásettum litlum glugga er á hverri hlið turns. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar spjaldsettar vængjahurðir, hálfsúlur hvorum megin og bjór yfir.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Kirkjan, sem nú stendur á staðnum, var byggð sumarið 1883. Helstir ráðamenn byggingar voru þeir Stefán M. Jónsson Bergsstöðum og Guðmundur Gíslason Bollastöðum. Umsjón með smíðinni sjálfri hafði Þorsteinn kirkjusmiður Sigurðsson en honum helst til aðstoðar var Eiríkur Jónsson, er síðar bjó að Djúpadal í Skagafirði. - M. a. er tóku til máls var prófasturinn Þorsteinn B. Gíslason Steinnesi. Milli ræðna var kórsöngur, svo og almennur söngur. Í tilefni afmælisins bárust kirkjunni ýmsar góðar gjafir.
Eins og áður er sagt, sá sóknarnefndin um undirbúning allan að hátíðinni. Var það almanna rómur, að henni hefði vel tekist að gera stundirnar hátíðlegar og eftirminnilegar.

Í sóknarnefndinni eru nú þeir Guðmundur Jósafatsson ráðunautur Austurhlíð, form., Sigvaldi Halldórsson bóndi að Stafni og Stefán Sigurðsson bóndi að Steiná B. Sn.
Birgir Snæbjörnsson mun hafa skráð þennan texta, en hann hóf prestsskap sinn þar í dölunum seint í febrúar á þessu sama ári.

Bergstaðir Svartárdal

  • HAH00066
  • Corporate body
  • [1200]

Jörðin er kirkjustaður og var prestsetur þar fram yfir 1920. Jörðin var í eyði 1963-1974. Nýtt hús byggt 1974 var fært nær þjóðveginum. Norðan túns er Bergstaðaklif og Helghússhvammur. Núverandi íbúðarhús steinsteypt 395 m3, fjós fyrir 20 gripi og fjárhús yfir 150 fjár. Tún 25 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Berunes Berufirði

  • HAH00232
  • Corporate body
  • (1880)

1626 komu tvö ensk varnarskip úr hafi og lögðust inn á Djúpavog. Ætluðu þau að taka danskt kaupfar, sem þar lá fyrir, en hættu við það, er þau sáu danska konungspassann. Höfðu þessi skip áður tekið fimm ræningjaskip og flutt til Englands.

Sumarið eftir, árið 1627, koma Tyrkir. Það er miðvikudagurinn 4. júní, sem þeir taka land við Hvalnes. Fóru þeir ómildum höndum um eigur fólksins á Hvalnesi, sem allt var statt í seli meðan ræningjarnir létu greipar sópa, en þeir fundu ekki fólkið og héldu því ferð sinni áfram austur á bóginn á tveimur skipum. Um aftureldingu á föstudagsmorgun sáust skipin við Papey. Var þá hið hagstæðasta leiði inn á Djúpavog og veður svo háttað, að bjart var hið neðra, en þoka miðhlíðis. Sigldu skipin hraðbyri inn í mynni Berufjarðar. Á þessari leið urðu þeir varir við danskan bát úr Djúpavogskaupstað, er lá við línur sínar og voru þar á fjórir menn. Þennan bát hremmdu þeir óðar með allri áhöfn og héldu síðan inn fjörðinn þar til þeir komu á móts við Berunes. Þar vörpuðu þeir akkerum.

Berufjaðrarbærinn fyrir botni fjarðarins var prestsetur fyrrum. Þar var kirkja, helguð Ólafi Helga Noregskonungi og íBerunesi var útkirkja. Prestakallið var lagt niður 1907 og sóknirnar lagðar til Hofs og síðar til Djúpavogs. Kirkjan,sem nú stendur í Berufirði, var reist 1874.

Nafngift fjarðarins er kominn frá Beru, sem átti Sóta að manni. Sagan segir, að þau hafi eitt sinn farið með fleira fólkitil veizlu á Fljótsdalshéraði. Á bakaleiðinni lentu þau í ofsaveðri og fólkið þeirra fórstá leiðinni yfir heiðina, nema Bera. Hún lét hestinn ráða ferðinni en hann hljóp beint inn íhesthús, þannig að Bera fell af baki og hálsbrotnaði. Sagt er, að hún sé dysjuð í Beruhóli.

Ólafur Tryggvason Noregskonungur sendi Þangbrand til Íslands til að kristna landsmenn og kom hann skipi sínu í Berufjörð. Bræður sem bjuggu á Berunesi bönnuðu mönnum að eiga samskipti við hann en þegar Síðu-Hallur frétti af því bauð hann Þangbrandi og mönnum hans til sin að Þvottá. Hallur tók kristna trú og var skírður ásamt öllu sínu fólki. Hann lagði síðan Þangbrandi lið við trúboð hans og tóku margir trú.

Bessastaðir á Álftanesi

  • HAH00862
  • Corporate body
  • 1766 -

Rannsóknir fornleifafræðinga hafa leitt í ljós að fyrstu íbúar á Bessastöðum settust þar að á landnámsöld og búseta hefur verið þar óslitið síðan.

Á þjóðveldisöld bjó þar skáldið og höfðinginn Snorri Sturluson eins og getið er um í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar. Eftir dauða Snorra sló Noregskonungur eign sinni á staðinn og síðari hluta miðalda sátu í konungsgarði á Bessastöðum æðstu fulltrúar erlends valds á Íslandi. Við einveldistöku Danakonungs breyttist hérlend stjórnsýsla talsvert og árið 1688 urðu Bessastaðir embættisbústaður fulltrúa konungs, landfógeta og amtmanns allt þar til yfirstjórn landsins fluttist til Reykjavíkur.

Bessastaðastofa var byggð 1761-66, í amtmannstíð Magnúsar Gíslasonar. Árið 1805 fluttist Hólavallaskóli, eini lærði skóli landsins, til Bessastaða og hlaut þá heitið Bessastaðaskóli. Hann starfaði þar til 1846 að hann flutti til Reykjavíkur; á þeim árum sóttu skólann m.a. Fjölnismenn og aðrir leiðtogar sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og þar sleit skáldið Benedikt Gröndal barnsskónum eins og hann lýsir í Dægradvöl.

1867 eignaðist skáldið og þingmaðurinn Grímur Thomsen Bessastaði og bjó þar tæpa tvo áratugi. Eftir að hann lést árið 1896 keypti Landsbanki Íslands Bessastaði, Lambhús og Skansinn af ekkju Gríms, Jakobínu Jónsdóttur.

Skúli Thoroddsen ritstjóri og alþingismaður og kona hans Theodóra Thoroddsen skáldkona keyptu Bessastaði 1898 og bjuggu þar rausnarbúi með börnum sínum tólf til 1908 og áttu jörðina þar til Skúli lést árið 1916.

Jón H. Þorbergsson bóndi bjó á Bessastöðum 1917-28 og Björgúlfur Ólafsson læknir 1928-40. Þá keypti Sigurður Jónasson forstjóri Bessastaði og hann afhenti síðan íslenska ríkinu staðinn að gjöf árið 1941 svo þar mætti verða bústaður ríkisstjóra og síðar forsetasetur.

Bessastaðir á Heggstaðanesi

  • HAH00818
  • Corporate body
  • (1300)

Syðri-Bessastaðir stendur við Hrútafjörð austanverðan, gegnt Kollsá í Strandasýslu. Bærinn stendur á mel sksmmt neðan vegar. Landið er að mestu gróið, en víða raklent. Gott beitarland. Íbúðarhús byggt úr steini 1939, 180 m³, hefur staðið autt í mörg ár, peningahús mjög léleg. Tún 836 ha.

Bessastaðir. Bærinn stendur neðan allhárra melaer loka fyrir útsýni til austurs. Sjávargata er stutt en brött. Beitiland gott. Báðir bæirnir eru nytjaðir af sömu ábúendum og eru 14 km²
Íbúðarhús byggt úr steini 1932, 397 m³. Fjós fyrir 15 kýr og fjárhús yfir 400 fjár. Hlöður 1100 m³. Tún 22,3 ha. Áhöfn um 1975; 22 nautgripir, 440 fjár og 23 hross.

Best & CO, 1 McWilliam Street West Winnipeg, ljósmyndastofa til 1891

  • HAH09379
  • Corporate body
  • til 1891

Margar myndir Jóns Blöndals ljósmyndara frá 1891 eru merktar „Best & Co.“ Eftir að hafa keypt Best & Co. vinnustofuna í McWilliam Street W. 1 árið 1891 notaði Jón hins vegar nafnið Baldwin & Blondal. Frá 1891 til 1894 var heimilisfang vinnustofunnar 207 - 6th Ave. N., en seint á árinu 1894 breyttist þetta í 207 Pacific Ave.
Baldwin & Blöndal vinnustofan varð síðan Bell Studio árið 1901.
Með þessum upplýsingum er hægt að skipta ljósmyndum Jóns Blöndals í fyrir 1891, 1891 – 1894 og 1894 – 1900. Annað mál er að ákveða staðsetningu. Jón Blöndal ferðaðist mikið og því voru margar ljósmyndir með Winnipeg heimilisfangi hans teknar á staðnum í hinum ýmsu byggðum Íslendinga.

Bjarg Blönduósi

  • HAH00119
  • Corporate body
  • 1911-

Bjarg 1911. Vilmundarstaðir 1914. Stækkað 1939, á sömu lóð, þó aðeins ofar, stóð hús Jóns Skagfjörð, síðar nefnt Solveigarhús.

Bjarnarey við Vestmannaeyjar

  • Corporate body
  • um 3000 árum fyrir okkar tímatal

Bjarnarey liggur skammt suður af Elliðaey og er næst henni í stærð, 0.32km². Eyjan er mjög hálend og þverhníptir klettahamrar umlykja eyjuna alla nema á litlu svæði norðaustan megin. Þar er uppgangur á eyjuna. Annar uppgangur er norðvestan á eynni, á Hvannhillu, og þykir mun erfiðari. Á miðri eyjunni er afar hár grasivaxinn fjallhnúkur og í miðjum hnúknum er dæld. Fjallhnúkurinn nefnist Bunki og er gjallgígur líkt og á Elliðaey, hæsti punktur þar er 161 m yfir sjávarmáli.

Bjarnarey myndaðist í eldgosi um svipað leyti og Elliðaey eða fyrir 5-6 þúsund árum. Veiðikofi Bjarnareyinga er sunnan við Bunka og er sá eini á eyjunni. Graslendi þekur alla eyjuna og lundi hefur grafið sér holur mjög víða. Mikill og fjölbreyttur gróður er í eyjunni. Talsverðum fjölda sauðfjár er beitt í Bjarnarey og lundi er veiddur yfir sumartímann, ásamt eggjatöku að vorlagi.

Bjarnastaðir í Þingi

  • HAH00068
  • Corporate body
  • (900)

Bærinn stendur á skriðubungu spölkorn upp frá norðurenda Flóðsins austan Vatnsdalsvegar eystri. Tún vestur frá bænum beggja vegna vegarins. Engjar svo til engar heima en ítak norður á Slýjubakka í Hnausalandi um 150 hestburðir, beit er til fjallsins, en rýr, erfitt um ræktun. Bjarnastaðir eru gamalt góðbýli. mtið til 40 hdr 1713, en við skriðuna 1720 fór engi undir vatn, tún og beitiland spilltist og jörðin fór í eyði um tíma. Enn er skriðuhætt þar.

Íbúðarhús byggt 1954 hæð og rishæð 418 m3. Fjós fyrir 4 gripi. Fjárhús yfir 180 fjár. Hesthús yfir 8 hross. Hlöður 230 m3. Tún 6,8 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Flóðinu.

Bjarnastaðir, Mýri og Rauðafell í Bárðardal

  • HAH00069
  • Corporate body
  • (1910)

Bárðardalur í Þingeyjarsveit er lengsti byggði dalur á Íslandi (Þorvaldur Thoroddsen, 1908) og markast af Skjálfandaflóa í norðri og Ódáðahrauni og Sprengisandi í suðri. Þjóðvegur 1 skiptir dalnum í Bárðardal nyrðri og syðri við Ljósavatnsskarð. Landslag upplýsir um rof ísaldarjökla. Vestan megin er 600-700 metra hár samfelldur fjallgarður frá Sprengisandi að Ljósavatnsskarði með vel grónum og sumstaðar skógi vöxnum hlíðum. Að austan er Fljótsheiði, víðáttumikil og gróin sem teygir sig norður til Aðaldals, Reykjadals og Mývatnsheiðar að austan. Dalbotninn er að stórum hluta þakinn hrauni. Stærst er Bárðardalshraun, eitt víðáttumesta hraun Íslands. Um dalinn endilangan rennur Skjálfandafljót, fjórða lengsta á landsins. Í því eru þekktir fossar á borð við Aldeyjarfoss, Hrafnabjargafossa, Ingvararfoss og Goðafoss sem er einn fjölmennasti ferðamannastaðurinn á Norðausturlandi. Vatnakerfi Skjálfandafljóts tilheyra ýmsar dragár og lindár sem falla í fljótið.

Mýri; Innsti bærinn í Bárðardal og sá síðasti áður en lagt er á Sprengisand. „Bærinn stendur undir allhárri fjallshlíð syðst í Bárðardal að vestan, nokkurn spöl frá Skjálfandafljóti,“ segir í Byggðum og búum í Suður-Þingeyjarsýslu. Bærinn stóð fast vestan við og heldur norðar en núverandi íbúðarhús á Mýri, byggt 1929. Kálgarður er enn á sama stað og hann er sýndur á túnakorti, ofan í lækjargilinu sunnan við bæjarstæðið. Hlað er bæði austan og vestan við núverandi íbúðarhús en vestan við er slétt grasflöt upp að bæjarlæknum. Steinhús á kjallara stendur framan í bæjarhólnum en lækur rennur í sveig meðfram honum að vestan og sunnan.

Rauðafell; Veiðiréttur í Svartá
Bjarnastaðir; Veiðiréttur í Svartá

Björg á Skaga ytri og syðri

  • HAH00070
  • Corporate body
  • um 1920 -

Syðri Björg. Bærinn stendur í sama túni og Ytri-Björg, landslag svipað, en fjörbeit er ekki nýtt. Björg urðu ekki til fyrr en skömmu eftir 1920.
Tún 537 ha. Íbúðarhús byggt 1952, fjós 1955 úr asbesti yfir 3 gripi. Fjárhús úr torfi og grjóti byggt 1940 fyrir 80 fjár. Hesthús 1940 fyrir 10 hross úr torfi og grjóti. Hlaða byggð 1963 245 m3.

Ytri-Björg; Bærinn stendur skammt fyrir vestan Bjargartögl, nokkurn spöl frá sjó. Þar eru klettar með sjó fram og lítinn spöl frá landi er sérkennilegur gatklettur; Bjargastapi. Þar á veiðbjallan varpland. Íbúðarhús 157 m3 byggt 1957, hlaða byggð 1975 stálgrindarhús 1130m3, fjárhús steypt 1945 yfir 70 fjár. Geymsla úr ásbesti 136 m3. Hlaðabyggð 1950 200 m3 járnklædd. Geymslabyggð 1960 úr timbri 21 m3.

Björnólfsstaðir í Langadal

  • HAH00202
  • Corporate body
  • [1200]

Gamalt býli. Bæjarhús standa hátt í hallandi túni. Jörðin er sæmileg landrúm og landið algróið að kalla, utan melröðull sem gengur um þvert landið, vestan þjóðvegar, þar sem dregur til gils að Blöndu. Á undurlendisræmu vestan melanna, stendur íbúðarhús lítið á árbakkanum, án landnytja, þar bjó síðast Ingunn Sveinsdóttir, sem einnig er eigandi hússins. Snjóþungt er þarna talið, eins og reyndar víðast í utanverðum Langadal, en vorgottjafnframt, því þar grær jafnan fyrr og örar, sem snjóar skýla jörð, en þar sem fannbert er. Býlið fór í eyði 1974. Íbúðarhús úr steini byggt 1930, 614 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 200 fjár. Hlöður 650 m3. Votheysgeymsla 70 m3. Tún 9,5 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Bláfell hjá Kili (1.204 m)

  • HAH00882
  • Corporate body
  • 874 -

Það eru fjögur Bláfell á landinu bláa. í fjallgöngunni var gengið á góða veðurspá með Ferðfélagi Ísland og markmiðið að bæta bláu felli í litasafnið ásamt 60 öðrum söfnurum. Fyrir valinu var Bláfell hjá Kili (1.204 m) En fjöll með litanöfnum eru eftirfarandi: Rauðafell, Grænafell, Bláfell, Svartafell/Svartfell, Hvítafell/Hvítfell og Gráfell.

Bláfell sést víða að og þjóðsögur um bergrisann Bergþór sem þar hefur búsetu eru vel þekktar.

Bláland Vindhælishreppi

  • HAH00686
  • Corporate body
  • (1900)

Eyðijörð frá 1933. Eigandi 1975; Elínborg Margrét Kristmundsdóttir 10. okt. 1909 - 15. jan. 1996. Starfsmaður hjá Pósi og síma. Síðast bús. í Vindhælishreppi. Ógift.

Blanda

  • HAH00073
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Í lok ísaldarskeiðs þegar jökullinn var að bráðna í Langadal losnaði um þrýsting á Langadalsfjall. Við það molnaði mikið úr berginu þegar jökullin skeið niður. Enn var þú mikið haft við Breiðavað og safnaðist því leysingavatnið upp í dalnum, en efst í haftinu var byrjað að rofa. Þar flæddi yfir og „Blanda“ myndaði sinn fyrsta farveg og leitaði til sjávar um Vatnahvefi og þaðan áfram í Lækjardal og í Húnaflóa skammt frá núverandi ósum Laxár.

Eftir því sem jökullinn bráðnaði jókst þrýstingurinn á Breiðavaðshaftið þar til það gaf sig með hamfaraflóði miklu, ruddi sér nýja leið til sjávar og bjó þannig til það dalverpi sem nú er Blönduós. Smá saman gróf þetta mikla fljót sig niður í hamrabeltin sem lágu undir jökulruðningunum og áin stilltist.

Blanda er jökulá með upptök í mörgum kvíslum undan Hofsjökli. Syðsta kvíslin fast norðan Blágnípu. Norðan hennar gengur fram skriðjökull, Blöndujökull. Blanda er með lengstu ám landsins 125 km á lengd og að sama skapi vatnsmikil, vatnasvið hennar 2.370 km². Algengt sumarrennsli 40-90 m³/s. og vetrarrennsli 20-30 m³/s. Mesta flóð mælt 550 m³/s (mælt í Blöndudal). Löngum hefur áin reynst mannskæð. Við Blöndu stendur kaupstaðurinn Blönduós, þar sem hún fellur til sjávar við austanverðan Húnafjörð. Í henni er góð og mikil laxveiði.

Framan við byggð fellur Blanda í miklum gljúfrum og djúpum, 18 km leið, heita þau Blöndugil. Margar þverár falla í Blöndu, Svartakvísl, Strangakvísl, og Svartá að austan. Seyðisá og Sandá að vestan. Allmörg vöð voru á Blöndu, Blönduvöð inni á hálendinu og Hrafnseyrar vað við Björnólfsstaði eru þeirra kunnust. Lögferjur voru fyrrum á Mjósundi sunnana Holtastaða og undan Brúarhlíð [Syðra-Tungukoti]. Kláfferja var á Blöndu milli Blöndudalshóla og Höllustaða fram undir 1950.

Tvær brýr eru á Blöndu önnur hjá Blönduósi smíðuð 1963 en hin í neðanverðum Blöndudal, niður undi Syðri-Löngumýri, smíðuð 1951.

Blanda var virkjuð 1991 og myndaðist þá víðáttumikil uppistöðulón á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiði, þar sem áður var gróið land.

Mörg stöðuvötn eru á vatnasvæði Blöndu. Flest eru á Auðkúluheiði sunnan núverandi Blöndulóns og um nokkur þeirra liggur veituleiðin frá Kolkustíflu að inntaki virkjunarinnar. Stærst þessara vatna er Vestara-Friðmundarvatn, grunnt og frjósamt með fjölbreytilegu lífríki. Meðal annarra vatna á Auðkúluheiði eru Þrístikla, Galtaból, Mjóavatn, Eyjavatn, Smalatjörn, Austara-Friðmundarvatn, Gilsvatn og Lómatjarnir

Blanda -Hús

  • HAH00072
  • Corporate body
  • 1908 -

Verslanir;
1908- Pétur Sæmundsen
1918-1922 Pétur Pétursson (1850-1922) og Sigurður Helgi Sigurðsson (1873-1948)
1922-1942- Einar Oddur Scheving Thorsteinsson (1898-1974)
1933- Albert Jónsson (1857-1946)
1942-1943- Guðmundur Pálsson Kolka (1917-1957).

Blöndubakki á Refasveit

  • HAH00203
  • Corporate body
  • 1936-

Blöndubakki. Syðstur Neðribyggðarbæja. Bærinn stendur á hjalla í skjóli gróinnar brekku er veit mót vestri. Peningahús standa nokkru sunnar og er all djúpt dalverpi, Blöndubakkadalur á milli. Íbúðarhús byggt 1936 167 m3, fjós fyrir 14 gripi, fjárhús fyrir 170 fjár. Hlaða 240 m3. Votheysgeymslur 40 m3. Veiðiréttur í Hólmavatni. Tún 38,5 ha.

Blöndubrú

  • HAH00026
  • Corporate body
  • 25.8.1897 -

Blöndu er fyrst getið í Landnámsbók; „Ævar kom skipi sínu í Blönduós; þá voru numin lönd fyrir vestan Blöndu. Ævar fór upp með Blöndu að leita sér landnáms, en er hann kom þar sem heita Móbergsbrekkur, setti hann þar niður stöng háva og kveðst þar taka Véfröði syni sínum bústað. Síðan nam hann Langadal allan upp þaðan og svo þar fyrir norðan háls; þar skipti hann löndum með skipverjum sínum. Ævar bjó í Ævarsskarði.
1836 var sett upp dráttarvað sem menn gátu handstyrkt sig yfir. Kláfur var síðar settur upp milli Blöndudalshóla og Brandsstaða um 70 metra haf milli klettasnasa. Lögferja var á Blöndu eftir að byggð hófst þar og var framan af í hendi Möllers kaupmanns en síðar Kristjáns verts þar til brúin var byggð.
Á síðustu áratugum 19. aldar voru upp stór áform um að brúa allar helstu ár landsins og bæta jafnframt aðrar samgöngur á landi, enda vegir nánast ekki til og þá helst slóðar fyrir ríðandi og gangandi. Stórfljót landsins tóku sinn toll af ferðamönnum sem reyndu að komast yfir á misgóðum vöðum. Um 50-60 manns drukknuðu í Blöndu á árunum frá 1600 til 1900 og svipuð tollheimta var víðast um landið.

Í vegalögum frá 1887 var gert ráð fyrir miklum umbótum í samgöngumálum, og vegakerfinu þrískipt í byggð, milli ríkissjóðs, sýslna og hreppa. Því var það fjárhagslega mikilvægt fyrir hreppana að fá annaðhvort ríkisveg eða sýsluveg í sinn hrepp. Eins og við var að búast ríkti ekki einning í austursýslunni um brúarstæði og þar með lagningu ríkisvegs. Deildu menn hart í blöðum og fóru þar fremstir í flokki Auðkúluklerkur Sr Stefán sem vildi veginn um sitt bæjarstæði og Pétur Pétursson á Gunnsteinsstöðum. Magnús Stephensen landshöfðingi sá enga aðra lausn en að fresta veglagningu við Stóru Giljá og svo var í nokkur ár þar til Benedikt Blöndal í Hvammi, sem var amtráðsmaður Húnvetninga tók af skarið. Brú skyldi byggð yfir Neðra Klif (Neppe et kvartes gang fra handelstedet Blönduós)
„Broens spændvidde har jeg sat til 38 meter, denne spændvidde bliver for stor til en træbro, hvorfor en fast jernbro tænkes bygget“ sagði Sigurður Thoroddsen landsverkfræðingur. Í upphafi var ráðgert að skipta við sömu járnhöndlara og gert var á Ölfusá og á Þjórsá, en niðurstaðan var að járnið yrði keypt af „Vulkan jærnstöberi“ á Kristjánssandi í Noregi. Yfirbrúarsmiðir voru bræðurnir Magnús og Jónas Guðbrandssynir sem áður höfðu komið að hinum 2 stórbrúunum, einnig voru ráðnir 7 aðrir vanir brúarsmiðir að sunnan og einnig 3 að norðan. Heimamenn fengu vinnu við vegalagningu að og frá brúarstæðinu og einnig við uppskipun brúarhlutanna sem gekk mjög brösulega vegna hafnarskorts en einnig vegna veðurs og var þeim hlutum því skipað upp á Akureyri en sent síðan á Blönduós um vorið 1897.
Brúin á Blöndu var vígð miðvikudaginn 25. ágúst. Veður var ljómandi gott, logn og blíða. Fjöldi fólks kom um morguninn úr öllum áttum. Aðalhátíðarhaldið fór fram að norðanverðu við ána. Var þar reistur skrautklæddur ræðustóll, danspallur og veitingaskáli. Kl. 12 á hádegi kom Páll Briem amtmaður, Jóh. Jóhannesson sýslumaður, Sig. Thoroddsen verkfræðingur og nokkrir heldri menn sýslunnar.
GPJ saga Blönduós

Blöndubrúin vígð
Brúin á Blöndu var vígð miðvikudaginn 25. ágúst. Veður var ljómandi gott, logn og blíða. Fjöldi fólks kom um morguninn úr öllum áttum. Aðalhátíðarhaldið fór fram að norðanverðu við ána. Var þar reistur skrautklæddur ræðustóll, danspallur og veitingaskáli. Kl. 12 á hádegi kom Páll Briem amtmaður, Jóh. Jóhannesson sýslumaður, Sig. Thoroddsen verkfræðingur og nokkrir heldri menn sýslunnar.
Hátíðin hófst með því, að söngflokkur, er Böðvar Þorláksson organisti stýrði, söng vígslukvæði, er Páll bóndi Ólafsson á Akri hafði ort. Þá steig amtmaður í stólinn og hélt vígsluræðuna. Þegar hann hafði lokið máli sínu, var gengið í prósessíu til brúarinnar. Amtmannsfrúin klippti í sundur silkiband, er bundið var yfir brúna. Og svo gekk allur flokkurinn suður yfir ána, rúm 600 manns. Söngflokkurinn skemmti við og við um daginn með söng. Svo var dansað. Síðara hlutu dagsins fór fram fjörugt samsæti, er um 40 helstu Húnvetningar héldu amtmanni, frú hans og Sig. Thoroddsen. Sýslumaðurinn mælti fyrir minni Húnvetninga, og ýms fleiri minni voru drukkin. Fór samsæti þetta hið besta fram.
Brúin var skreytt blómsveigum og flöggum. Aðalbrúin er úr járni og um 60 álnir á lengd. Auk þess er tré- og grjótbrú að norðanverðu, og mun vera um 30-40 álnir. Allt verkið virðist vera vel og vandlega af hendi leyst. Nú er byrjað að leggja nýjan veg frá syðri enda brúarinnar yfir Blönduósmýrina og vestur á aðalveginn.
Ísafold, 11. sept. 1897, 24. árg., 65. tbl., forsíða

Blöndubrú í Blöndudal 1950

  • HAH0780
  • Corporate body
  • 24.06.1951

Nýja Blöndubrúin vígð

Um 1000 manns hvaðanæfa af Norður- og Vesturlandi sóttu vígsluhátíðina.

Á sunnudaginn var fór fram vígsla nýrrar brúar á Blöndu, um 30 km. framan við Blönduós. Var byrjað á brúargerð þessari fyrir 2 árum og henni að mestu lokið í fyrrahaust. Við vígsluathöfnina fluttu ræður: Hermann Jónasson samgöngumálaráðherra, Geir Zoéga vegamálastjóri, Jón Pálmason þingmaður Austur-Húnvetninga og Guðbrandur Ísberg sýslumaður. Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum flutti kvæði, er hann hafði ort í tilefni þessa viðburðar. Tveir karlakórar úr héraðinu sungu, og dansað var á brúnni fram eftir kvöldi.

Veður var bjart og fagurt þennan dag, og sóttu um 1000 manns vígsuna, fyrst og fremst Húnvetningar, en auk þeirra margt manna víðs vegar að af Norður- og Vesturlandi og sunnan úr Reykjavík.

Blöndubrúin nýja er um 100 metra löng, með 4 metra breiðri akbraut. Þetta er hengi brú að samskonar gerð og brúin yfir Jökulsá hjá Grímsstöðum. Hún er mikið mannvirki og kemur til með að stytta leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur að verulegum mun. Verkstjóri við byggingu brúarinnar var Þorvaldur Guðjónsson Akureyri.

(Íslendingur 24. tölublað 27.06.1951)

Hin nýja 100 m. langa Blöndubrú vígð í dag.

Í dag verður vígð hin nýja hengibrú yfir Blöndu, en brúin er skammt frá Löngumýri í Blöndudal. Brú þessi er í tölu stærstu brúa landssins og er af henni hin mesta samgöngubót.

Þetta mikla brúarmannvirki er 100 m. að lengd og akbrautin eftir brúnni 4 metrar á breidd. Er brúin svipuð mjög Ölfusárbrúnni.

Byggð á einu ári.

Þessi nýja Blöndubrú er um 30 km. leið fyrir ofan Blönduósbrúna. Byrjað var á brúarsmíðinni árið 1949. Var brúarsmíðinni sjálfri lokið 1950. Þá var eftir að múrhúða yfir alla steypu og aðeins þá var eftir að mála hana. Því er nú lokið og hin nýja Blöndubrú er hvít að lit og fallegt mannvirki til að sjá, með fjórum 15 metra háum turnum, er halda uppi burðarstrengjum brúarinnar.

Mikil samgöngubót.

Húnvetningar fagna mjög þeirri stórlega auknu samgöngubót sem brú þessi hefur í för með sjer og eins skapar hún meira öryggi við flutninga á vetrum.

Þegar vígsluhátíðin fer fram í dag verða þar m.a. viðstaddir landbúnaðar- og samgöngumálaráðherra, vegamálastjóri og ýmsir leiðandi menn þar nyðra.

(Morgunblaðið 140. tölublað 24.06.1951)

Nýja Blöndubrúin vígð

Nýja brúin á Blöndu hjá Löngumýri í Blöndudal verður vígð í dag með mikilli viðhöfn. Meðal ræðumanna þar munu verða Geir Zoëga, vegamálastjóri, Hermann Jónasson, samgöngumálaráðherra o.fl. Borgfirðingar, sem eru á ferð í Húnavatnssýslu í boði Vatnsdælinga og Þingbúa munu fara til vígslunnar ásamt gestgjöfum sínum og búist er við fjölmenni úr héraðinu. Að lokinni vígslu mun verða stiginn dans á brúnni, mega menn þá gæta sín, ef vel er veitt, að falla ekki fyrir borð.

(Tíminn 139. tölublað 24.06.1951)

Nýja Blöndubrúin vígð í fyrradag

NÝJA BRÚIN yfir Blöndu hjá Löngumýri var vígð á sunnudaginn að viðstöddu miklu fjölmenni. Munu 800-1000 manns hafa verið viðstödd brúarvíglsuna, þar af margir utan héraðs menn. Ræður fluttu Hermann Jónasson samgöngumálaráðherra, Geir G. Zoëga vegamálastjóri, Jón Pálmason alþingismaður og Guðbrandur Ísberg sýslumaður, en Gísli Ólafsson skáld frá Eiríksstöðum flutti kvæði. Þá sungu Karlakórinn Húnar á Blönduósi og Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Dansað var á brúnni um kvöldið.

(Alþýðublaðið 140. Tölublað 26.06.1951)

Ný Blöndubrú vígð.

Blöndubrúin nýja hjá Löngumýri var vígð í gær að viðstöddu miklu fjölmenni, ekki aðeins úr Húnavatnssýslum, heldur og úr ýmsum nærliggjandi byggðarlögum og sýslum.

Hófst athöfnin með því að vegamálastjóri, Geir G. Zoëga bauð gesti velkomna. Þá sungu tveir karlakórar, Húnar frá Blönduósi og Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, en að því loknu hélt Hermann Jónasson samgöngumálaráðherra vígsluræðuna, Geir G. Zoëga vegamálastjóri lýsti brúarsmíðinni, en aðrar ræður héldu þingmaður Austur-Húnavatnssýslu, Jón Pálmason, og Guðbrandur Ísberg sýslumaður. Gísli Ólafsson skáld flutti brúardrápu. Sungið var milli ræðuhalda og eins á eftir.

Um kvöldið var dansað á brúnni, en hjlómsveit frá Sauðárkróki lék fyrir dansinum.

Nærri lætur, að 800-1000 manns hafi verið viðstatt brúarvígsluna. Veður var eins fagurt og frekast var unnt að kjósa sér.

Brúin er 112 metra löng og er að henni hin mesta samgöngubót, því áður var aðeins ein brú á Blöndu, niður við ósa hennar.

(Vísir 142. Tölublað 25.06.1951)

Blöndudalshólar

  • HAH00074
  • Corporate body
  • [1200]

Blöndudalshólar voru einnig kallaðir Hólar í Blöndudal. Þar var um margra alda skeið prestssetur.
Í Blöndudalshólum var kirkja, sem helguð var með Guði hinum heilaga Jóhannesi babtista (skírara). Í máldaga segir svo, að þar skuli prestur vera.

Prestsetur og kirkjustaður [til 1880]. Bærinn stendur á árbakkanum, neðan vegar, en að ofan rís bæjarhóllinn, hár og brattur, græddur trjám í uppvexti. Fyrrum stóðu bær og kirkja í krika sunnan hólanna. Ofar í brekkunum eru sékennilegar skeifumyndaðar kvosir, nefndar Katlar. Tún er stórt að mestu neðan vegará framræstum mýrum. Beitiland allvíðlent, bæði neðan brúna og á hálsinum. Íbúðarhús byggt árið 1932 úr við Höphnerverslunarhúss á Blönduósi 525 m3. Fjós fyrir 40 gripi. Hlöður 2150 m3. Tún 35 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Norðan við Hemmertshús var verslunarhús Höephnerverslunar, reist 1881, síðar rifið og viðurinn notaður í íbúðarhús á Blöndudalshólum.

Blönduós / Blönduóssbær / Húnabyggð

  • HAH00080
  • Corporate body
  • 1.1.1876 -

Sjá umfjöllun um Blönduós - gamlabæinn.
Skömmu fyrir aldamót (1897) var fyrstu bæirnir reistir á eystribakkanum í landi Ennis og nefndist Litla-Enni og sama ár Grund (Klaufin), en þar átti síðar eftir að fjölga um mun með til komu kaupfélagsins 1906. Einnig hafði Ole Möller reist þar vörugeymslur þar sem Sláturhúsið stendur. Elfan mikla sem fyrir stuttu hafði verið brúuð var ekki lengur sá faratálmi sem hún lengst af hafði verið og skipti samfélaginu við ósinn í tvær sóknir.

Blönduóss er fyrst getið sem lendingarstaðar í Landnámabók og víða í Íslendingasögum er talað um skipakomur þangað en á síðari öldum virðist ekki hafa verið siglt þangað fyrr en á 19. öld. Eini verslunarstaðurinn í Húnaþingi var þá Höfðakaupstaður (Skagaströnd). Mörgum Húnvetningum þótti þó langt að sækja verslun þangað og þann 1. janúar 1876 var Blönduós löggiltur sem verslunarstaður. Sumarið eftir voru útmældar nokkrar verslunarlóðir og tveir verslunarskúrar reistir. Kaupfélag Austur-Húnvetninga fékk útmælda lóð 1896 og árið 1909 var reist steinsteypt verslunarhús sem enn stendur.

Íbúðarhús risu einnig kringum verslanirnar. Árið 1890 voru 52 íbúar á Blönduósi og um aldamótin voru þeir orðnir 106. Árið 1920 voru á Blönduósi 11 steinhús, 15 timburhús og 31 torfbær. Lögferja kom á ósa Blöndu um það bil sem byggð hófst þar og brú var svo reist á árunum 1896-1897 og var mjög mikil samgöngubót og tengdi líka þorpið, sem var að byggjast upp báðum megin árinnar. Núverandi brú var reist 1962-1963. Á árunum 1894-1895 var gerð bryggja utan við ána og varð Blönduós þá fastur viðkomustaður strandferðaskipa.
Kvennaskóli Húnvetninga var fluttur á Blönduós 1901 og var núverandi skólahús reist 1912. Skólinn starfaði allt til 1978 en var þá lagður niður og eru Textílsetur Íslands og Heimilisiðnaðarsafnið nú í húsakynnum skólans. Á Blönduósi er einnig Hafíssetrið í Hillebrandtshúsi og verið er að koma upp Laxasetri Íslands í bænum.
Gamla kirkjan á Blönduósi var flutt þangað frá Hjaltabakka 1894 og reist sunnan ár. Hún er nú friðuð en ný kirkja var reist norðan ár 1993. Prestssetur hefur verið á Blönduósi frá 1968. Sýslumaður Húnvetninga hefur haft aðsetur á Blönduósi frá 1897 og sama ár varð þar læknissetur. Sjúkrahúsið, Héraðshæli Austur-Húnvetninga, var tekið í notkun 1956.
Atvinnulíf Blönduóss byggist á margs konar matvælaiðnaði og öðrum léttum iðnaði, svo og verslun og þjónustu við íbúa héraðsins og ferðamenn.
Á Blönduósi hefur verið sjálfvirk veðurathugunarstöð Veðurstofunnar síðan 1998.

Byggðin á Blönduósi stendur í kvos undir bröttum marbökkum, báðum megin Blöndu, og eru bakkarnir víðast um 40 m háir. Bærinn er byggður í landi jarðanna Hjaltabakka og Hnjúka, vestan ár (eða sunnan ár, eins og heimamenn segja) og Ennis austaan (norðan) ár. Þjóðvegur 1 liggur í gegnum Blönduós.
Bærinn var upphaflega í tveimur sveitarfélögum, byggðin sunnan ár tilheyrði Torfalækjarhreppi en norðan ár Engihlíðarhreppi, en árið 1914 var Torfalækjarhreppi skipt og byggðin sunnan ár varð að sérstökum hreppi, Blönduóshreppi. Þann 1. febrúar 1936 var byggðin norðan ár svo sameinuð afganginum af kauptúninu. Kaupstaðarréttindi fékk hann 4. júlí 1988 og kallaðist þá Blönduósbær og hélst það nafn áfram við sameiningu við Engihlíðarhrepp 9. júní 2002.

Blönduós- Gamlibærinn

  • HAH00082
  • Corporate body
  • 26.6.1876 -

Blönduós byggðist upp í kringum verslun og voru íbúar fyrstu árin allir tengdir verslunarstörfum.

„Verslun var gefin frjáls að fullu eða öllu 1854. Kröfum Jóns Sigurðssonar og liðsmanna hans var fullnægt“ eins og segir í sögu Samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi eftir Thorsten Odhe í þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Ystafelli.

„Fyrsta tilraunin um vöruútvegun í félagsskap var gjörð í Húnavatnssýslu. Verslunarstaður var eigi löggiltur að Borðeyri fyrr en 1846 og máttu Húnvetningar sækja að Höfðakaupsstað eða Stykkishólm“

Kaupmennirnir þar vildu ekki sigla til Borðeyrar, en þeir réðu öllu um aðflutning og kom fyrsta skipið ekki fyrr að 2 árum liðnum en þá tók Pétur Eggerz yfir kaupfélagið.

„Árið 1869 stofnuðu Húnvetningar fyrstu verslunarsamtökin, sem nokkuð kvað að á landinu og fljótlega voru stofnaðar deildir allt frá Skagafirði til Borgarfjarðar.“

Faðir Blönduós er tvímælalaust Thomas Jarowsky Tomsen þótt svo að frumvarp til laga um verslunarstaðinn hafi komið frá Ásgeiri á Þingeyrum og Páli í Dæli.

Það voru ekki allir sáttir við þéttbýlismyndun við ós Blöndu eins og kom fram hjá sr Eiríki Kúld sem sagði að fjölgun verslunarstaða hefði í för með sér „aukna eyðslu á tíma og peningum í snattferðir til kaupa á tóbaki og brennivíni“.

Sumarið 1876 var nokkuð gott miðað við það sem síðar átti eftir að verða. 26. júní höfðu verið miklir hitar á Blönduósi 12 daga í röð og „hitinn opt farið uppí +30°R (37,5°C) í sólunni og +10-14°R (13-17°C) á nóttunni“ [Þjóðólfur 6. júlí 1876].

Sama dag og skip Thomsen siglir inn á Ósa Blöndu féll Custer hershöfðingi í bardaga við Indjána við Little Big Horn undir stjórn Sitting Bull og Crazy Horse.
Blönduós hafði fengið kaupstaðarréttindi 1. Janúar sama dag og Helene Scharfenberg Adenauer tók léttasótt í Köln og fæddi þriðja barn sitt og fyrsta forseta Sambandslýðveldisins.

Nú stóðu menn í sandfjörunni vestan við ósin og horfðu út Húnaflóa en fréttir höfðu borist að Thomsen skipsstjóri væri að sigla fari sínu inn flóann. Þrátt fyrir að „Kláðamálið“ væri ofarlega í hugum bænda þá var samt að sjá eftirvæntingu á hverju andliti.

Fyrsti skráði heimilismaðurinn 1876 var Sigvaldi Bennediktsson Blöndal.

Bernhard August Steincke hefði fyrstur fengið útmælda lóð vestan Blöndu (þar sem Pétursborg stendur nú) auk Thomsen. Ekkert varð þó úr að Akureyrarkaupmaðurinn nýtti sér lóðina og því var það Thomsen sem fyrstur kaupmanna settist að við ósa Blöndu.

Fram til 1876 höfðu Húnvetningar um 3 kosti að velja til kaupa á nauðþurftum, og þeir misgóðir. Vestan Blöndu var það verslunin á Borðeyri sem hlaut kaupstaðarréttindi 1846, en austan hennar var það Skagaströnd/Hólanes með kaupstaðarréttindi frá 1777 og svo Sauðárkrókur sem fékk kaupstaðaréttindi 1858. Fyrir þann tíma var það svo Grafarós/Hofsós.

Höfðakaupmenn á Ströndinni þóttu jafnan erfiðir í viðskiptum og jafnvel óheiðarlegir svo Húnvetningar sóttu frekar í Hofsós með viðskipti þótt um langan veg væri að fara en að skipta við kaupmanninn á „Horninu“.

„... Þetta er kölluð fríhöndlun. Það skiljum vér svo, að eftir henni hafi hvör einn fríheit að setja prís á sínar eigin vörur, en þau fríheit eru oss aldeilis betekin, þar sjálfir þeir útlendu fríhandlarar setja fastan taxta, bæði á sínar og vorar vörur, og við þann sama verðum vér, nauðugir viljugir að blífa, hvörsu blóðugur sem hann vera kann.“

„Þessi almenna bænda og hreppstjóra í Bólstaðarhlíðarhreppi umkvörtun yfir höndlaninni hér á Skagastrandarkaupsstað er því síður ýkjuð, að hér eru ótaldir margir óhægðir, sem orsakast af þessari mikið bágu og lélegu höndlan....“ skrifuðu þeir prestarnir sr Björn Jónsson á Bergsstað og sr Auðun Jónsson á Blöndudalshólum sínum „veleðla og mjög vel vísa“ sýslumanni Ísleifi Einarssyni í september 1797 í einu af 9 umkvörtunarbréfum Húnvetninga.

„Um 1876 lá ósinn hinsvegar fram með bakkanum að norðan. Var þá breið sandfjara í beinu framhaldi af bakkanum. Að sunnan var breiður sandur, og frá honum langt rif út í ósinn, sem uppi var um fjöru.“ Segir Pétur Sæmundsen í drögum að sögu Blönduós.

Hillebrandt fékk í fyrstu útmælda lóð á sjávarbakkanum skammt innan við Skúlahorn en þar voru þá 3 útmældar verslunarlóðir, auk hans voru það Grafaróskaupmenn og Höephnersverslun á Skagaströnd sem reistu þar söluskúr sem síðar var fluttur inn fyrir á og reistur vestan Pétursborgar fyrstu sölubúð Höephners. Þessi skúr ásamt skúr Thomsen eru því fyrstu byggingarnar sem reistar voru á Blönduósi

Fyrsta eiginlega húsið reisti hinsvegar Thomsen innan ár þar sem gamla Samkomuhúsið stendur nú en sneri í austur og vestur. Húsið brann svo aðfararnótt 21. desember 1914. Húsgrindin kom tilhöggvin frá Noregi og var í fyrstu bæði verslunar og íbúðarhús Thomsen.

Thomsen deyr svo í endaðan júní 1877 og tekur þá mágur hans Jóhann Möller við og kaupir eignir dánabúsins. Jóhann Möller var giftur Alvildu Thomsen en hinn kaupmaðurinn, Hillebrandt hafði verið giftur yngstu systur þeirra Lucindu sem lést af barnsförum í janúar 1877. Nánar verður sagt frá samskiptum fjölskyldunnar í næsta pistli.

Jóhann Möller reisir svo fyrsta eiginlega íbúðarhúsið á staðnum, þar sem Sæmundenhúsið/Kiljan eru nú. Húsið var byggt með norsku lagi og þótti mjög veglegt, það hús brann svo 1913. Þegar verið var að byggja hús Möllers komu mannabein upp úr grunninum. Sr Páll Sigurðsson á Hjaltastað ákvað að gera mönnum grikk og sendi um kvöldið vinnumann sinn niður að ós og kom hann þar að er verkamenn höfðu gert sér náttstað, hann gekk að glugganum og kvað þessa vísu digrum rómi:
„Auðri gýt jeg augnatópt,
augun eru ei nein.
Tennur skrölta og skrapa,
í skrokknum hringla bein.
Raustin há, rám og dimm,
rymur í hálsi mér.
Tungubleðillinn týndur,
fyrir tvöhundruð árum er.“

Höphnersverslun lét svo um vorið 1878 byggja stórt hús til verslunar og vörugeymslu (Pétursborg) og jafnframt að endurbyggja pakkhús af Hólanesi sem í dag nefnist Hillebrandtshús, þessi tvö hús standa enn og eru því elstu hús bæjarins.

Eins og vill verða í kaupstöðum þá bar fólk víða að og sinna þurfti því grunnþörfum ferðlanga. 1877 reisir Jóhannes Jasonarson vertshús þar sem gamla kaupfélagsútibúið var síðar, Jóhannes rak það til 1881 er hann flutti vestur um haf. Vertshúsið brann svo 1918.

Ári síðar reisir Sigurður snikkari Helgason „Ólafshús“ en hann lést 1879. 1889 eignast svo Ólafur Ólafsson húsið og er það enn í eigu afkomenda hans, þó mikið breytt, sem verða því að teljast elsta „klanið“ á Blönduósi.

Eins og áður hefur verið vikið að eru elstu uppistandandi húsin hér Pétursborg og Hillebrandtshús, en bæði voru upprunalega reist sem pakkhús.

Í Árbók fornleifafélagsins 1992 telur Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur að Hillebrandtshúsið sé að stofni til sama húsið og fyrsta krambúð Félags lausakaupmanna á Skagaströnd, byggð árið 1733.

"Þá var það eina timburhús þeirra á verslunarstaðnum. Tuttugu árum síðar var því breytt í "kokkhús", þegar ný krambúð var reist. Það var ekki fyrr en kom fram um miðja 18. öld, að veturseta einokunarkaupmanna fór að tíðkast, og var hún ekki gerð að skyldu fyrr en 1777. Varla er því hægt að búast við að til séu eldri hús úr timbri á Íslandi en frá fyrri hluta 18. aldar."

Friðrik Hillebrandt kaupmaður var giftur Lucindu Thomsen (lést sumarið 1877 af barnsburði) systur Thomsen kaupmanns og Jóhann G Möller var giftur eldri systur hennar Alvildu.

Ekki var samkomulagið gott á milli þeirra mága og Thomsen ekki par sáttur við alla þá kaupmenn sem ætluðu að bítast um verslunina niður við Ósinn, en auk hans var þar komin Höpfhnersverslun og Hólanesverslun af Ströndinni.

Yfirsmiður við Hillebrandtshúsið var Sverrir Runólfsson steinsmiður þá hafði hann nýlokið við að hlaða Þingeyrarkirkju, síðar fékk hann útmælda lóð á „Sverrishorni“ (Einarsnesi). Ekki entist honum þó ævin til að reisa sér hús þar. Héðan sigldi hann áleiðis til Borðeyrar með hund sinn, sem hann kallaði Magnús berfætta, en ekkert spurðist til þeirra eftir það. Sagt er, að menn hafi tekið til þess, hvað hundurinn var tregur að fara í bátinn.

Fyrstu ár hins unga kaupstaðar einkenndust af stórhug og framtíðardraumum. Ekki var þó veðráttan þeim hliðholl, 1878 gerði hvað eftir annað hafþök af ís og fór hann ekki fyrr en í júní. Ekki tók betra við á næsta ári en þá voru frosthörkur miklar í byrjun árs, Eyjafjörð lagði út undir Hrísey og gengið var á ís í Málmey í Skagafirði. Eldgos í Dyngjufjöllum og og almennt harðræði gekk nærri þjóðinni og í kaupstöðum var allt fullt af „Vesturheimsku“ fólki, sem kúrði hvar sem hægt var að koma því við, „Börn og gamalmenni, konur og ónytjungar liggja í hrönnum á götum og krám, horfandi vonaraugum eftir hinu langþráða skipi sem átti að flytja það vestur um haf“.

Í ársbyrjun 1880 virtist ætla að bregða til betri tíða, einstakt blíðskaparveður og vetrar varð vart við, hagar grónir um sumarmál. Þetta ár var tekið fyrsta manntalið á Blönduósi og voru skráðir íbúar samtal 107, 66 karlar og 41 kona. Nokkrir af máttarsólpum kaupsstaðarins voru fallnir frá, svo sem Thomsen og systir hans Lucinda kona Hillebrandts eins og áður var getið.

Ný íbúðarhús voru risin, Guðrún Jónsdóttir í „Ólafshúsi eins og það nefndist síðar“ var ný orðin ekkja og lét hún reisa sér hús handan „götunnar“ þar sem Jón Sumarliðason bjó síðar. Annar framkvæmdamaður Jón Jónsson Skagfjörð reisti sér hús 1879 sem nefndist Skagfjörðshús/Solveigarhús og stóð nánast þar sem Bjarg er núna sem reist var 1911, en aðeins ofar.

„Hillebrandt var maður hár vexti en grannur, lotinn nokkuð í herðurm, útlimalangur og handstór og hrikalegur allur. Skolhærður og bjart skeggjaður, stórskorinn í andliti, langleitur og grannholda, hvasseygur og harðlegur á brún, drembilegur á svip og ómjúkur í framkomu. Snöggur og harðmæltur og talaði í skipunartón. Hann bar sig hermannlega og gekk einatt í einkennisbúningi með korða við hlið eða sliðrahníf í belti“

„Hann var ekki óliðlegur í verzlun, en oft var það að drykkfeldni hans, hroki og hrottaskapur spilltu fyrir honum. Hann var fljótt uppi, ef honum var mælt í móti eða sýnd andstaða. Stóð þá ekki á hótunum og var fljótur að knefa hnífa sína til frekari áherzlu. En þrátt fyrir dramb og hrottaskap, hafði Hillebrandt það til að vera góðsamur og greiðvikinn og aldrei var hann sinkur á fé. Íslensku skildi hann, en talaði ekki nema dönsku.“

„Hillebrandt þótti einráður og uppivöðslumikill á yngri árum og sendi faðir hans hann til Íslands til að koma honum úr sukkinu í Höfn um 1760 til Skagastrandar þar sem hann átti verslun, ásamt yngri bróður hans Konráði. Það orð fór af Hillebrandt að hann væri kvenhollur maður á yngri árum. Honum var dreift við kvennafar í Kaupmannahöfn, en hver hæfa sem í því hefur verið þar, kvað lítt að að því hér. Eftir lát konu sinnar 1876, sem hann tregaði mjög og var ekki mönnum sinnandi og tók að drekka á ný en hann hafði alveg látið það vera meðan á sambandi þeirra stóð“

Seinna giftist hann aldraðri ekkju, Þórdísi Ebenezerdóttur á Vindhæli

„Fannkoma og nístingskuldi um hásumar“
„Fjárfellir og harðindi valda slíkum bjargræðisvandræðum, að hallæri ríkir um land allt“
„Tíu sinnum alsnjóa um há sumar“
„27 daga hríð“
„Gríðarlegur skepnufellir“
„Fjöldi bænda allslaus“

Þannig hljóðuðu fyrirsagnir blaða árið 1882. Það þarf því engan að undra að fjörkippur hafi aftur orðið í vesturferðum landans.

Fyrsti Blönduósingurinn sem fluttist vestur var Ingibjörg Sigfúsdóttir (1818-1890) sem þá (1883) var nýorðin ekkja eftir Guðmund Hermannsson í Finnstungu, ásamt 3 börnum þeirra, en þau fóru vestur frá Blönduósi og settust að í Nýja Íslandi. Með sama skipi fór Jón Ágústsson Blöndal frá Flögu, sem 2 árum síðar tekur þátt í bardögum stjórnarsinna við uppreisnarmenn kynblendinga í Manitoba ásamt öðrum íslendingum, einnig fór með skipinu Friðrika Anna Hansen frá Höfðahólum. Nafn skipsins er ekki skráð og er því líklegra að þau hafi farið með kaupskipi til Skotlands eða Danmerkur og þaðan vestur.

Þetta sama ár fór Jón Gíslason veitingamaður og barnakennari á Blönduósi ásamt konu sinni og nýfæddum syni. Þau fóru með gufuskipinu Craik(g)forth frá Akureyri til Quebec. Vestanhafs tók fjölskyldan upp ættarnafnið Gillies, Jóhannes bróðir hans hafði flutt vestur 1876.

SS Craigforth hafði áður verið í Austur Indía ferðum og smíðað fyrir „Cargo“ flutninga en ekki sem farþegaskip og hefur því vantað mikið uppá að aðbúnaður farþega hafi verið þægilegur heldur hefur lestin verið afþiljuð. Skipið var 862 brl að stærð byggt 1869.

Fyrstu Húnvetningarnir flytjast vestur 1873, en frá 1877 verður hlé á vesturferðum héðan en hefjast svo aftur 1883 en það ár fluttu 177 vestur um haf, sprengja verður svo 1887 þegar 356 íbúar sýslunnar taka sig upp og leita nýrra slóða.

Samtals fluttu 1361 Húnvetningar vestur og þar af 39 frá Blönduósi.

Vesturferðir íslendinga voru að mörguleiti frábrugðnar vesturferðum annarra þjóða. Á þessum árum dundi yfir hvert hallærisárið á eftir öðru, með hörðum og löngum vetrum og heyleysissumrum, einnig spilaði inní vistabönd og skortur á borgum. Ísland var á þessum árum bændasamfélag og stærstu þéttbýlisstaðirnir töldu ekki nema örfá hundruð. Í Vesturheimi skorti vinnuafl og þar stóð ódýrt landrými innflytjendum til boða.

Vesturferðir tóku drjúgan toll af vinnufæru fólki. Margt af þeim sem fóru héðan stóðu sig vel í framandi umhverfi. Íslendingurinn í sálinni var þó aldrei langt undan og þjóðernisfélög stofnuð og tungunni viðhaldið svo lengi sem hægt var.

Talið er að 15 fellisár hafi gengið yfir landið á 19. öld. En það voru ekki aðeins veðurharðindi sem herjuðu á íslenskabændur heldur einnig allskonar fjárpestir. Talið er að 45% fjárstofns Húnvetninga hafi fallið eða verið skorinn niður í seinni fjákláðafaraldrinum. Allskyns pestir gengu yfir og hefur þar líklega spilað inní heyleysis sumur og harðinda vetur.

1884 eru „Horfellislögin“ samþykkt á Alþingi, lög um ásetning og fénaðarhirðingu en þar til höfðu bændur oft teflt djarft um ásetning sem gat brugðist til beggja vona enda aðstæður til heyöflunnar víða næsta erfiðar og því teflt á tæpasta vaðið. Gömul landsvenja að treysta næsta mikið á útiganginn, enda voru þá landgæðin, beitin, höfuðkostir margra býla. Þó höfðu Svínvetningar 10 árum fyrr komið á eftirliti um ásetning.

Versti harðindakafli aldarinnar voru árin 1881-1887.
Verslunarárferði var einnig hið versta þessi ár.
Það voru ekki bara skepnur sem féllu í pestum, mislingafaraldur sem gekk hér 1882 felldi 208 Húnvetninga og alls um 1580 manns á landinu öllu en það er samanlagt fleiri en létust samtals árin 1884-1885.

1885 komu bændur víða að af landinu auk 32 kjörinna fulltrúa til að ræða stjórnarskrármálið. Á fundinum voru samþykktar 6 breytingar á stjórnarskránni ma um að Jarl verði settur yfir landið og íslendingar eignist sinn eigin verslunarfána. Tillögunar eru sendar konungi til staðfestingar en hans hátign synjaði fyrir. Líklega hefur ráðamönnum þá fundist það mál mest aðkallandi á tímum skepnufellis og uppflosnunar heimila.

1887 er bjargleysi og vaxandi örbyrgð af völdum skepnufalls farið að að segja til sín. „Í marsmánuði eru spurnir af því að heimili á Laxárdal eru að flosna upp. Í vor hefur borið á vergangsfólki, venju fremur í Húnavatnssýslu og víðar. Víða norðanlands mun fátækt fólk hafa lítið annað en horkjötið af skepnunum, sem voru að horfalla.

Þegar flest virðist ganga gegn Íslendingum kemur þó sjávarfangið til bjargar. Reglubundnar hvalveiðar hefjast hér en almennar fiskveiðar eru heldur stopular þó met aflabrögð eru við suðurströndina.

Á þessum árum hefst umræða um auknar samgöngubætur á landi og þrátt fyrir mikla andstöðu er ákveðið að brúa helstu stórfljót landsins og er fyrsta brúin smíðuð 1891 yfir Ölfusá og ekki líður á löngu að Blanda er einnig brúuð eins og getið verður um í næsta pistli.

Fyrsti læknir sem sat á Blönduósi var Sigurður Pálsson (1869-1910) en hann var skipaður 12. júní 1897 sem héraðslæknir í 15. aukahéraðslæknisembættinu og bjó í húsi sem Jóhann Möller kaupmaður hafði reist árið áður og nefnist nú Friðfinnshús kennt við Friðfinn Jónsson.

Þetta nýja Héraðslæknis embætti náði yfir Torfalækjar-, Svínavatns-, Bólstaðarhlíðar-, Engihlíðar- og Vindhælishrepp (sem náði þá út á Skaga) og var það svo til 1906 þegar gerð var nýbreyting á umdæminu.

Í Friðfinnshúsi bjó áður Jón Árnason Egilson (1865-1931) sem var bókari hjá Möller síðar kaupmaður í Reykjavík.

Þegar Sigurður Pálsson flyst sem héraðslæknir á Sauðárkrók er skipaður nýr héraðslæknir Björn Gunnlaugsson Blöndal (1865-1927), faðir Gunnlaugs Blöndal (1893-1962) listmálara (eitt þekktasta málverk hans er líklega af þjóðfundinum 1851), Björn er síðan skipaður héraðslæknir á Hvammstangs og er þá skipaður nýr héraðslæknir, Júlíus Halldórsson (1850-1924) og býr hann þar, þar til nýja Læknishúsið er er reist 1902.

Anna Þorsteinsdóttir (1860-1944) er svo fyrsta ljósmóðirin sem búsett var á Blönduósi en hún og maður hennar Hjálmar Egilsson fluttu á Blönduós 1900 og bjuggu fyrst í bæ þeim sem stóð þar sem hann reisti síðar fyrsta steinhúsið á Blönduósi (Jónasarhús) og stendur það enn og nefndist þá Hjálmarshús.

Blönduósbær (1988-2022)

  • HAH10102
  • Corporate body
  • 1988

Blönduós er bæjarfélag á Norðvesturlandi, við ósa Blöndu, eins og nafnið bendir til. Byggðin á Blönduósi stendur í kvos undir bröttum marbökkum, báðum megin Blöndu, og eru bakkarnir víðast um 40 m háir. Bærinn er byggður í landi jarðanna Hjaltabakka og Hnjúka, vestan ár (eða sunnan ár, eins og heimamenn segja) og Ennis austan (norðan) ár. Þjóðvegur 1 liggur í gegnum Blönduós.
Bærinn var upphaflega í tveimur sveitarfélögum, byggðin sunnan ár tilheyrði Torfalækjarhreppi en norðan ár Engihlíðarhreppi, en árið 1914 var Torfalækjarhreppi skipt og byggðin sunnan ár varð að sérstökum hreppi, Blönduóshreppi. Þann 1. febrúar 1936 var byggðin norðan ár svo sameinuð afganginum af kauptúninu. Kaupstaðarréttindi fékk hann 4. júlí 1988 og kallaðist þá Blönduósbær og hélst það nafn áfram við sameiningu við Engihlíðarhrepp 9. júní 2002. Nafnið breyttist í Húnabyggð við sameiningu við Húnavatnshrepp 2022.

Blönduósbryggja

  • HAH00099
  • Corporate body
  • 1898 -

Með lögum nr. 21/1875 var svo löggilt verslunarhöfn við ós Blöndu (Guðrún Jónsdóttir, 1996, bls. 9), og strax þá um sumarið hófst verslun á staðnum um borð í „Hana“, skipi Thomasar Jedrovskys Thomsen (Th. Thomsen) sem flutt hafði verslunarvöru ýmiss konar frá Bergen í Noregi (Kristján Sveinsson, 2009, bls. 304). Verslunin um borð mun þó hafa fengið nokkuð skjótan endi þar sem vist á skipsfjöl hentaði viðskiptavinum Thomsens illa og segir Kristján (Kristján Sveinsson, 2009, bls. 306) að „kaupgleði hafi vikið fyrir sjósótt þegar áleitnar öldur Húnaflóans vögguðu Hana í norðankælunni“.

Thomsen kaupmaður flutti sig í framhaldinu á land og reisti þar skúr til þess að stunda viðskipti sín.

Þótt hafnleysið hafi löngum verið Blönduósbúum til baga, þá eru víða skráðar heimildir, er greina frá komu kaupskipa í Blönduós. I Vatnsdæla sögu segir frá því er Eyvindur sörkvir fékk léðan Stíganda, skip Ingimundar gamla. „Þeir kómu út annat sumar í Blönduárósi." Farmenn, sem komu skipum sínum í ósinn, urðu að athuga hann, áður en þeir héldu skipi sínu þar inn, því óhemjan Blanda breytti ósnum í hvert sinn, er hún ruddi sig. Enn eru hafnarmál vandamál staðarins. Þó er nú alllöng bryggja utan við ána, undir Skúlahorni. Hún var síðast lengd sumurin 1968 og 1969. Þangað koma minni vöruskip og geta athafnað sig í öllu sæmilegu veðri.

Blönduóshreppur (1914-1988)

  • HAH10076
  • Corporate body
  • 1914-1988

Blönduós er bæjarfélag á Norðvesturlandi, við ósa Blöndu, eins og nafnið bendir til. Byggðin á Blönduósi stendur í kvos undir bröttum marbökkum, báðum megin Blöndu, og eru bakkarnir víðast um 40 m háir. Bærinn er byggður í landi jarðanna Hjaltabakka og Hnjúka, vestan ár (eða sunnan ár, eins og heimamenn segja) og Ennis austan (norðan) ár. Þjóðvegur 1 liggur í gegnum Blönduós.
Bærinn var upphaflega í tveimur sveitarfélögum, byggðin sunnan ár tilheyrði Torfalækjarhreppi en norðan ár Engihlíðarhreppi, en árið 1914 var Torfalækjarhreppi skipt og byggðin sunnan ár varð að sérstökum hreppi, Blönduóshreppi. Þann 1. febrúar 1936 var byggðin norðan ár svo sameinuð afganginum af kauptúninu. Kaupstaðarréttindi fékk hann 4. júlí 1988 og kallaðist þá Blönduósbær og hélst það nafn áfram við sameiningu við Engihlíðarhrepp 9. júní 2002.

Blönduóskirkja / gamla Kirkjan (1895-1993)

  • HAH00086
  • Corporate body
  • 13.1.1895 - 1993

Hjaltabakki var í upphafi sóknarkirkja nýja þorpsins og prestur þar Páll Sigurðsson (1839-1887) til 1880 síðar prestur í Gaulverjabæ í Flóa. 1881 var prestakallið sameinað Þingeyrarklaustursprestakalli og Þorvaldur Ásgeirsson (1836-1887) flutti þá á Þingeyrar, en hann hafði áður verið prestur í Hofteigi á Jökuldal, Þorvaldur er ættfaðir fjölda núverandi og brottfluttra Blönduósinga.

Kirkjan var reist að mestu haustið 1894 og vígð 13. janúar 1895. Kirkjan hafði áður staðið á Hjaltabakka sem var prestssetur frá fornu fari. En um þessar mundir bjó um þriðjungur sóknarbarnanna á Blöndósi og þar fjölgaði íbúum jafnt þétt. Því var talið eðlilegt að færa kirkjuna þangað.

Um þetta leyti var prestur í sókninni séra Bjarni Pálsson og sat hann í Steinnesi. Hann varð síðan fyrstur presta til að þjóna í Blönduóskirkju, allt til ársins 1922.

Framkvæmdir við kirkjusmíðina hófust sumarið 1894 með því að grafið var niður á fasta möl og hlaðinn grundvöllur undir húsið. Kaupmennirnir á Blönduósi, þeir Pétur Sæmundsen og Jóhann Möller, sáu um aðdrætti efnis til kirkjusmíðinnar að mestu.

Þá mætti á staðinn Þorsteinn Sigurðsson (1859) frá Sauðárkróki með sína menn og tók til við smíðina. Þorsteinn var Skagfirðingur í ættir fram, nam smíðar í Kaupmannahöfn og bjó á Sauðárkróki um aldarfjórðungs skeið. Smíðin við bol kirkjunnar hófst á laugardegi, þann 8. september 1894. Var unnið alla daga nema sunnudaga enda tíðin góð. Unnið var alveg fram á aðfangadag jóla. Af vinnuskýrslum smiðanna má ráða að til að koma húsinu upp hafi farið tæplega 500 vinnudagar. Er þá ekki reiknað með járnsmíðavinnu, málningu og grunnmúrshleðslu.
Byggingin var að mestu leyti sniðin eftir Sauðárkrókskirkju, sem Þorsteinn hafði smíðað á sínum tíma, og Undirfellskirkju sem reist var árið áður en hún brann 1913. Kaupmennirnir á Blönduósi gáfu ofna í kirkjuna og varð Blönduóskirkja þar með fyrsta kirkjan í Húnaþingi sem var búin ofni.

Kirkjugarðurinn á Hjaltabakka var notaður til aldamóta en þá var komið upp nýjum garði á Blönduósi. Hann var tilbúinn haustið 1900 og vígður þann 30. nóvember í viðurvist fjölda sóknarbúa.

Af munum, sem tilheyrðu kirkjunni, má nefna fornan kaleik og patínu af silfri og kirkjuklukku frá árinu 1833. Ljósakrónan var fengin úr Dómkirkjunni í Reykjavík árið 1910. Þá er að nefna altaristöflu, með mynd af Emmausgöngunni, eftir Jóhannes Kjarval listmálara og skírnarfont með silfurskál útskorinn af Ríkharði Jónssyni myndskera árið 1941.

Aðeins þrír prestar þjónuðu í gömlu Blönduóskirkju frá upphafi. Það eru séra Bjarni Pálsson 1887-1922 eins og áður er nefnt, séra Þorsteinn B. Gíslason 1922 til 1968 og séra Árni Sigurðsson 1968 til 1997.

Kirkjan var friðuð 1990, en hefur nú verið afhelguð og gefin Sveini M Sveinssyni og Atla Arasyni. „Kirkjuna má nýta til verkefna, sem hæfa fyrrverandi guðshúsi.“


Nýja kirkjan var vígð 1. maí 1993. Dr. Maggi Jónsson teiknaði og hannaði hana og sótti hugmyndir að útlitinu í fjöllin og landslagið í umhverfinu. Kirkjan tekur 250 manns í sæti. Byggingarframkvæmdir hófust 1982. Í kjallaranum er aðstaða fyrir safnaðarstarf. Munir gömlu kirkjunnar prýða hina nýju, s.s. altaristaflan (Emmausgangan eftir Jóhannes Kjarval) og skírnarfonturinn (Ríkharður Jónsson skar út; gjöf frá Guðbrandi Ísberg, fyrrum sýslum. til minningar um konu hans). Orgelið var vígt um leið og kirkjan (4 radda; Marcusen og søn D.)

Blönduóskirkja yngri 1993

  • Corporate body
  • 1.5.1993 -

Nýja kirkjan var vígð 1. maí 1993. Dr. Maggi Jónsson teiknaði og hannaði hana og sótti hugmyndir að útlitinu í fjöllin og landslagið í umhverfinu. Kirkjan tekur 250 manns í sæti. Byggingarframkvæmdir hófust 1982. Í kjallaranum er aðstaða fyrir safnaðarstarf.

Munir gömlu kirkjunnar prýða hina nýju, s.s. altaristaflan (Emmausgangan eftir Jóhannes Kjarval) og skírnarfonturinn (Ríkharður Jónsson skar út; gjöf frá Guðbrandi Ísberg, fyrrum sýslum. til minningar um konu hans). Orgelið var vígt um leið og kirkjan (4 radda; Marcusen og søn D.)

Blönduóskirkjugarður (1900)

  • HAH-10117
  • Corporate body
  • 1900

Kirkjugarðinum var valinn staður ofan brekkunnar sem gamla kirkjan stendur undir. Fyrst í stað var hann einungis girtur af með vírneti á tréstólpum en þá þegar var gert ráð fyrir steingirðingu. Garðurinn var um 24 metrar á hvorn veg og tilbúinn til notkunar haustið 1900, fyrst var jarðað í honum 22. nóvember það ár. Garðurinn hefur verið stækkaður nokkrum sinnum í tímans rás og er nú girðing úr steinsteypu umhverfis hann með skrautflúri mótuðu í vegginn. Við sáluhliðið er steyptur rammi eða gluggi þar sem í hangir lítil klukka. Er sú klukka fengin frá Þjóðminjasafni Íslands árið 1939 í stað fornrar klukku, sem fyrr hékk í sáluhliði garðsins en kom þá til safnsins. Vafalítið er hún fengin notuð frá kirkju, en ekki verður séð hvaðan.

Böðvarsholt í Staðarsveit á Snæfellsnesi

  • HAH00265a
  • Corporate body
  • (1000)

Böðvarsholt (th) 16 hundruð að dýrleika 1850. Jörðin var eign Helgafellsklausturs gegn próventu en seldi hana strax aftur en hélt reka. Bréfahirðingar voru þar og jafnframt gististaður
Nýbýli úr jörðinni er Hlíðarholt.

Böðvarsholtshyrna (571) og Stakkfell (817) Snæfellsnesi

  • HAH00885a
  • Corporate body
  • 874 -

Böðvarsholtshyrna 571 mys. Milli Lýsu- og Böðvarsholtshyrna er Bláfeldarskarð, öðru nafni Arnarskarð, með góðu graslendi. Milli Böðvarsholtshyrnu og Mælisfells liggur lítilfjörlegur dalur með bezta haglendi. Hann kallast Bjarnarfossdalur

Böðvarshús Blönduósi 1927

  • HAH00094
  • Corporate body
  • 1898 -

Böðvarshús 1927 - Bjarnahús 1898 útmæld lóð 6.10.1899. Pósthús um 1930. Nefnist gamla pósthús 1940. Böðvar fær lóðarsamning 11.7.1903 sem umkringir fyrri lóð samtals 1452 ferálnir. Lóðin reyndist stærri en við fyrstu mælingu og var því viðbót sett inn í samning, nýting nær allt suður að skurði og pakkhúsi Þorsteins kaupmanns sem stendur norðast á lóð hans með sömu réttindum og tekin eru fram í nefndri útmælingagjörð.

Bókasafn Blönduósi

  • HAH00088
  • Corporate body
  • (1920)

Framan af var bókasafnið á heimili bókavarðar Ragnars Jónssonar. 1974 var reist bygging sem nefndist bókhlaðan og var Bókasafnið þar frá 1974 til aldamóta að það slutti yfir götuna þar sem það er nú ásamt Héraðsskjalasafni A-Hún.

Bókhlaðan “Pittsburg” Blönduósi

  • HAH00089
  • Corporate body
  • 1971-

Rétt við brúna innan Blöndu er stór steinsteypubygging, byggð á árunum 1971—75 og er enn ekki að fullu lokið. Þetta er bókhlaðan. Þar er héraðsbókasafnið til húsa og einnig sýsluskjalasafnið. Á 1. hæð eru sýsluskrifstofurnar, fluttu þangað 1. júlí 1975, eftir að hafa verið lengi í sýslumannsbústöðunum inni á brekku (nú Brekkubyggð). Sýslumaður er Jón Ísberg. Í kjallara bókhlöðunnar er lögreglustöðin, ásamt þremur fangaklefum. Tekin í notkun í sept. 1974.

Í dag er Sýsluskrifstofan einni hæð ofar þar sem bókasafnið var og bæjarskrifstofurnar á fyrstu hæð

Bolanöf - Bolabás

  • HAH00087
  • Corporate body
  • (1880)

Bolanöf er klettur mikill niður undan Blöndubakka. Bolabás utar. Þar eru fjöldi sjókletta og skerja. Selur kæpir þar.
Bryggjunni var valinn staður spölkorn norðan óssins undir brattri brekku, Mógilsbrekku,

Bollastaðir í Blöndudal

  • HAH00075
  • Corporate body
  • [1200]

Bollastaðir er fremstibær í Blöndudal að austan gengt Eiðsstöðum. Bærinn stendur hátt við hálsbrúnina með útsýn norður Blöndudal. Í suðri eru Borgirnar norðan Rugludals, en Þrælsfell út og upp í hálsi. Blanda freyðir við túnfótinn í djúpu gljúfragili. Eldra túnið er mjög brattlent, en nýræktir eru á framræstum mýrum sunnan þess, meðfram ruddum vegi sem liggur til heiðar. Ræktunarskilyrði er góð og kostaland til beitar ásamt víðáttu. Íbúðarhús byggt 1955, vikursteypa 440 m3, Fjós fyrir 5 gripi. Fjárhús yfir 420 fjár, hesthús yfir 15 hross. Hlöður 1180 m3. Verkfærageymsla 323 m3. Tún 27 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Bollow´s Forsthaus Friedrichsruhe

  • Corporate body

Skógarvarðarhúsið í Friedrichsruh í Sachsenwald
Kaffihús/veitingahús og hótel, 5 stjörnu lúxushótel skammt frá Hamborg [klukkutíma akstur frá flugvellinum]

Einu sinni rómantískt veiðihús - í dag sælkeravígi og eitt besta þýska heilsuhótelið. Lúxuseignin, fallega staðsett í hinu friðsæla Hohenloher landi og umkringd vel hirtu 44.000 m² garði, er einn fallegasti felustaður Þýskalands. Á hótelinu er val um alls 66 glæsilega innréttuð herbergi og svíta í hinu sögulega veiðihúsi, aðalbyggingunni, heilsulindarhúsinu, hliðhúsinu eða garðhúsinu.

Sem sagt, við erum mjög stolt af þessu: Sælkeraveitingastaðurinn okkar Le Cerf með kokknum okkar Boris Rommel hefur hlotið 2 stjörnur í Michelin Guide í fimmta skiptið í röð og Wald & Schlosshotel Friedrichsruhe hefur verið í hinum virta Relax Guide 2022 í 12. Sinn.
Í júní 2017 hlaut það einnig hin eftirsóttu evrópsku heilsu- og heilsulindarverðlaun sem „besti áfangastaður í Þýskalandi“ eða „2. sæti í Evrópu“. Á „World Luxury Spa Awards 2019“ fékk dvalarstaðurinn verðlaun í tveimur flokkum: „Best Luxury Resort Spa“ í Þýskalandi og „Best Luxury Spa Retreat“ í Þýskalandi. Hið virta ferðatímarit GEO SAISON skráir Wald & Schlosshotel Friedrichsruhe í „100 fallegustu hótelin í Evrópu 2018“ í flokknum „Vellíðan“.

Bólstaðarhlíð

  • HAH00148
  • Corporate body
  • [900]

Bólstaðarhlíð I.
Kirkjustaður og löngum stórbýli í Ævarsskarði hinu forna. Bærinn er byggður á sléttri grund norðan við kirkjuna með útsýn vestur skarðið allt til Svínadalsfjalls. Hlíðarfjall rís upp frá túninu með stílhreinum hnjúkum. Túnið er ræktað af valllendisgrundum og er harðlent. Í Hlíðarfjalli grær snemma ef vel vorar og landrými er til fjalls. Bólstaðarhlíðareigninni tilheyra gömul eyðibýli á Laxárdal og Skörðum. Eigandi og ábúandi stundar kennslu og símavörslu, en lánar nytjar af jörðinni.
Íbúðarhús byggt 1950, steinsteypt 355 m3. Tvíbýlishús með Bólstaðarhlíð III sem er í eyði. Tún 7 ha. Veiðiréttur í Svartá og Hlíðará.

Bólstaðarhlíð II.
Nýbýli stofnað 1954. Bærinn er við gamla þjóðveginn, nokkru ofar en Bólstaðarhlíð I. Ábúandi jarðarinnar og eigandi að hálfu fær lánaðar nytjar af hinum Bólstaðarhlíðarbýlunum, þar sem ekki er áhöfn. Bak Hlíðarfjalls er eyðibýlið Skyttudalur á Laxárdal fremri og fylgir það eigninni. Einnig er svokallaður Hlíðarpartur í Svartárdal, milli Botnastaða og Gils. Þar er nokkurt tún.
Íbúðarhús byggt 1954 steinsteypt 312 m3. Fjós yfir 12 gripi. Fjárhús yfir 150 fjár. Hlöður 400 n3. Tún 12 ha. Veiðiréttur í Svartá og Hlíðará.

Bólstaðarhlíð III.
Skipt út úr Bólstaðarhlíðareigninni, jafnt að dýrleika og Bólstaðarhlíð I. Landi utan túns óskipt. Þar hefur ekki verið búið frá 1967, en nytjar lánaðar, Helmingur Hlíðarpartsins fylgir Bólstaðarhlíð III.
Íbúðarhús byggt 1950 355 m3 [Tvíbýlishús með Bólstaðarhlíð I] Fjós fyrir 22 gripi. Fjárhús fyrir 170 fjár. Hlöður 475 m3. Tún 10 ha. Veiðiréttur á Svartá og Hlíðará.

Bólstaðarhlíðarhreppur

  • HAH00427
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Hreppnum tilheyrir allur Svartárdalur, Blöndudalur austan ár, framhluti Langadals og Laxárdals fremri og hluti hinna svonefndu Skarða sunnan Laxárdals.

Vestan Blöndu er Svínavatnshreppur en Engihlíðarhreppur tekur við að norðan þar sem Bólstaðrhlíðarhreppur endar. Að austan liggja lönd 3ja skagfirskrar hreppa; Staðarhreppur, Seyluhreppur og Lýtingsstaðahreppur. Í Suðri breiðir sig Eyvindarstaðaheiði allt til Hofsjökuls sameign Bólhlíðinga og tveggja síðastnefndu skagfirsku hreppanna.

Hreppamörk að norðanskilja tún Móbergs og Strjúgsstaða í Langadal og liggja upp Strjúgsskarð til Laxárdals. Þar eru yst eyðibýlin Kárahlíð að vestan og Mörk að austan, sunnan Litla-Vatnsskarðs.

Laxárdalsfjöll nefnist fjallaklasinn milli Laxárdals og Víðidals. Vestan Laxárdals rís Langadalsfjall klofið af tveimur skörðum kenndum við Strjúgsstaði og Auðólfsstaði, um þau falla til Blöndu Strjúgsá og Auðólfsstaðaá. Gegnt Auðólfsstaðaskarði gengur svo Mjóadalsskarð austur fjöllin til Víðidals.

Víðidalur liggur austan Laxárdalsfjalla fram til Þröngadals, þar eru vatnaskil. Hlíðará fellur vestur Þröngadal niður Hreppa og í Svartá. Sunnan Þröngadals taka við hin eiginlegu Skörð allt fram á Stóra-Vatnsskarð.

Þverfell heitir fellið vestan Valbrandsdals, en Flosaskarð skilur það og Kálfafell. Í skarðinu eru eyðibýlin Meingrund og Hlíðarsel. Kálfárdalur liggur milli Kálfafells og og Botnastaðafjalls. Út um hann fellur allstór lækur sem sameinast Hlíðará við austurenda Ógangnanna, snarbrattrar klettahlíðar í norðanverðu Botnastaðafjalli móti Þverádral. Á Kálfárdal er samnefnt eyðibýli yst á dalnum og annað fremst sem heitir Selhagi.

Bólstaðarhlíðarkirkja

  • HAH00147
  • Corporate body
  • 1889 -

Kirkjan er í Bólstaðarhlíðarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Bólstaðarhlíð er gamalt höfuðból og kirkjustaður í Avarsskarði, ysta hluta Svartárdals. Þar var fyrrum útkirkja frá Bergsstöðum.

Kaþólskar kirkjur voru helgaðar Mikael erkiengli. Prestakallið var stofnað 1970 og undir það heyra kirkjur í Bólstaðahlíð, á Bergsstöðum, í Auðkúlu, á Svínavatni og Holtastöðum.

Bólstaðarhlíðarkirkja er timburhús, 7,62 m að lengd og 6,37 m á breidd, með kór, 3,09 m að lengd og 3,31 m á breidd, og tvískiptan turn við vesturstafn, 2,22 m að lengd og 2,30 m á breidd. Þök eru krossreist og klædd bárujárni. Kirkjan er klædd listaþili og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru tveir gluggar, einn á hvorri kórhlið og einn heldur minni á framhlið stöpuls. Í þeim er krosspóstur og fjórar rúður. Stöpull nær upp yfir mæni kirkju og á honum er áttstrent þak og á því áttstrendur turn með lágt áttstrent þak. Hljómop með hlera fyrir er á fjórum turnhliðum. Turnþök eru klædd sléttu járni Efst á þremur hliðum stöpuls er lítill gluggi. Fyrir forkirkju eru spjaldsettar vængjahurðir og þvergluggi yfir.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Bólstaður

  • HAH00154
  • Corporate body
  • 1964-

Prestseturshús byggt á lóð úr landi Botnastaða árið 1964. Húsið stendur á hólbarði í miðju túninu skammt ofan Svartárdalsvegar. Á neðri hæðinni var starfræktur unglingaskóli sem um skeið var í Húnaveri. Íbúðarhús 397 m3.

Bóndaklettur við Sölvabakka

  • HAH00393
  • Corporate body
  • (1880)

Bóndaklettur er stór klettur í fjörunni, vestan við bæ. Rekamark milli Sölvabakka og Svansgrundar er lækur fyrir sunnan Bóndaklett í fjörunni, en að öðru leyti er útjörð óskipt

Saga um foreldra Rakelar Bessadóttur á Þverá [þau bjuggu á Sölvabakka}. Klettur er fyrir neðan að nafni Bóndaklettur. Um háfjöru er þurrt fyrir framan hann. Heimildarmaður fór niður í fjöru ásamt fleirum og þeir senda steina í Bóndaklettinn. Þá kom Guðrún og skipaði þeim að hætta. Krakkarnir hennar höfðu gert þetta áður, en þá kom til hennar kona í draumi sem bað hana að láta krakkana sína hætta þessu. Heimildarmaður hafði kastað fimm steinum og seinna meir þegar hann var að reka kindur vantaði hann fimm ær. En þær fundust seinna. https://www.ismus.is/i/audio/id-1005061 hægt að hlusta á frásögnina.

Handgerðar sápur eru framleiddar undir nafni Bóndakletts.

Borðeyri

  • HAH00144
  • Corporate body
  • 23.12.1846 -

Borðeyri er fyrrum kauptún sem stendur við Hrútafjörð á Ströndum og er eitt fámennasta þorp landsins með 16 íbúa 15. júlí 2018. Fyrr á öldum var Borðeyri í tölu meiriháttar siglinga- og kauphafna. Nafn eyrarinnar er dregið af því að þegar Ingimundur gamli fór í landaleit, sumarið eftir að hann kom til Íslands, fann hann þar nýrekið viðarborð og nefndi eyrina Borðeyri eftir því. Frá þeim atburðum segir í Vatnsdælasögu:

„Hann fór norður um sumarið í landaleitun og fór upp Norðurárdal og kom ofan í eyðifjörð einn. Og um daginn er þeir fóru með þeim firði þá hlupu úr fjalli að þeim tveir sauðir. Það voru hrútar. Þá mælti Ingimundur: „Það mun vel fallið að þessi fjörður heiti Hrútafjörður.“ Síðan komu þeir í fjörðinn og gerði þá þoku mikla. Þeir komu á eyri eina. Fundu þeir þar borð stórt nýrekið. Þá mælti Ingimundur: „Það mun ætlað að vér skulum hér örnefni gefa og mun það haldast og köllum eyrina Borðeyri“.
— Vatnsdæla saga

Borðeyri varð löggiltur verslunarstaður 23. desember 1846. Með fyrstu kaupmönnum sem ráku verslun þar var Richard P. Riis sem reisti þar verslunarhús. 7. maí 1934 kom þar upp Borðeyrardeilan sem snerist um samningsrétt félaga í verkalýðsfélagi í Hrútafirði.
Á Borðeyri var lengi starfrækt Kaupfélag Hrútfirðinga en síðar var þar útibú frá Kaupfélaginu á Hvammstanga. Seinast var þar verslunin Lækjargarður sem ekki er starfrækt lengur. Í dag er bifreiðaverkstæði, gistiheimili og tjaldsvæði. Verið er að vinna að endurbótum á elsta húsi staðarins, Riis-húsi, en það eitt elsta hús við Húnaflóa.

Borg utan ár

  • HAH00645
  • Corporate body
  • um 1940 - 1962

Bærinn brann 1962. Hann var undir Skúlahorni austanverðu [Betlehem / Borg Davíðs / Dabbakosi].
Davíð átti bát sem hann naustaði í gömlu nausti aðeins norðar en bílavigtin er nú.. Land þetta var ásamt stærrasvæði mælt út fyrir Friðrik Hillebrandt 8.8.1876

Borgarfjörður eystra

  • HAH00840
  • Corporate body
  • um 890

Borgarfjörður eystri eða Borgarfjörður eystra er fjörður og byggðalag á norðanverðum Austfjörðum. Þar er þorpið Bakkagerði, sem oftast er kallað Borgarfjörður eystri í daglegu tali, með 88 íbúa (2015). Borgarfjörður er í Borgarfjarðarhreppi, sem einnig nær yfir nálægar víkur og eyðifjörðinn Loðmundarfjörð.

Inn af firðinum er vel gróinn dalur sem nær um 10 kílómetra inn í Austfjarðafjallgarðinn. Eftir honum rennur Fjarðará.
Nokkrir bæir eru í byggð í sveitinni og er þar aðallega stundaður sauðfjárbúskapur. Á Bakkagerði er nokkur smábátaútgerð.

Á Borgarfirði eystra er falleg fjallasjón. Helstu fjöllin eru Dyrfjöll, Staðarfjall, Geitfell og Svartfell. Fjöllin eru úr ljósu líparíti sunnan fjarðar en Borgarfjörður er á mótum líparít- og blágrýtissvæðis og fyrir botni fjarðarins og þó einkum norðan hans er blágrýti mest áberandi. Í firðinum þar má finna mikið af fallegum steinum. Steinasöfnun er þó bönnuð almenningi.

Á meðal þekktra einstaklinga sem tengjast Borgarfirði eystra má nefna Jóhannes Kjarval, listmálara, sem ólst upp í Geitavík. Til minningar um hann er Kjarvalsstofa í félagsheimilinu Fjarðarborg. Hann málaði altaristöflu sem er í Bakkagerðiskirkju.

Magni Ásgeirsson, tónlistarmaður, sem tók þátt í raunveruleikaþættinum Rockstar: Supernova árið 2006, er frá Borgarfirði eystra. Emilíana Torrini tónlistarkona er líka ættuð þaðan.

Borgarfjörður vestra

  • HAH00146
  • Corporate body
  • (1880)

Borgarfjörður er fjörður sem gengur inn úr Faxaflóa sunnan við Mýrar og norðan við Hvalfjörð. Við fjörðinn stendur bærinn Borgarnes. Fjörðurinn dregur nafn sitt af bæ Skalla-Gríms Kveld-Úlfssonar, Borg. Yfir fjörðinn liggur hringvegurinn um Borgarfjarðarbrúna sem var tekin í notkun 1980. Í fjörðinn rennur Hvítá en í henni verka áhrif flóðs og fjöru.
Út í fjörðinn að sunnanverðu gengur Kistuhöfði í landi Hvanneyrar.

Hafnarfjall er gömul megineldstöð, um fjögurra milljón ára. Eitt stærsta djúpbergsinnskot Íslands úr gabbrói er í Hafnarfjalli. Einnig hefur fundist dálítið af granófýr sem er kornótt djúpberg, mjög líkt graníti og með sömu samsetningu. Margar sjaldgæfar steindir hafa fundist við Borgarfjörð, eins og sítrín (gult litaafbrigði af bergkristal) og háhitasteindir. Hestfjall er gamalt og mjög veðrað fjall ekki langt frá Hafnarfjalli og eru tveir stórir berggangar í norðurhlíð fjallsins, um 20 metrar að þykkt. Mikið er um jaspis í Hestfjalli og hafa fundist 50-100 kílóa kristallar úr jaspis í fjallinu. Mikið er um holufyllingar á svæðinu umhverfis Borgarfjörð eins og annars staðar á landinu hjá gömlum eldstöðvum og megineldstöðvum.
Bærinn Borgarnes stendur á gömlum berggrunni, líklega úr hraunum úr Hafnarfjalli og að mestu með holufyllingum úr zeólítum og kvarssteinum.

Borgarvirki

  • HAH00574
  • Corporate body
  • (1880)

Borgarvirki er klettaborg á ásunum milli Vesturhóps og Víðidals, og er 177 metra yfir sjávarmáli. Borgarvirki er gosstapi með 10–15 metra háu stuðlabergslagi efst. Það myndaðist við eldgos á hlýskeiði ísaldar en þá rann grágrýtislag út Víðidal.

Efst í virkinu er skeifulaga dæld, um 5–6 metra djúp og er eitt skarð út úr því að austanverðu. Þar er grjótveggur mikill en víðar á virkinu eru hlaðnir grjótveggir sem margir voru fallnir. Á árunum 1940–1950 voru þessar hleðslur lagaðar.

Inni í virkinu eru rústir af tveimur skálum og skammt frá þeim samanhruninn brunnur sem í eina tíð hefur verið nothæfur.

Ekki er vitað hver byggði í Borgarvirki en hugsanlega hefur það verið Barði Guðmundsson frá Ásbjarnarnesi sem átti í deilum við Borgfirðinga og frá er sagt í Heiðarvíga sögu. Önnur tilgáta er sú að virkið hafi verið héraðsvígi á landnámsöld og að það hafi verið notað sem slíkt eitthvað fram eftir.

Borgarvirki er klettaborg á ásunum milli Vesturhóps og Víðidals, og er 177 metra yfir sjávarmáli. Borgarvirki er gosstapi með 10–15 metra háu stuðlabergslagi efst. Það myndaðist við eldgos á hlýskeiði ísaldar en þá rann grágrýtislag út Víðidal.

Efst í virkinu er skeifulaga dæld, um 5–6 metra djúp og er eitt skarð út úr því að austanverðu. Þar er grjótveggur mikill en víðar á virkinu eru hlaðnir grjótveggir sem margir voru fallnir. Á árunum 1940–1950 voru þessar hleðslur lagaðar.

Inni í virkinu eru rústir af tveimur skálum og skammt frá þeim samanhruninn brunnur sem í eina tíð hefur verið nothæfur.

Ekki er vitað hver byggði í Borgarvirki en hugsanlega hefur það verið Barði Guðmundsson frá Ásbjarnarnesi sem átti í deilum við Borgfirðinga og frá er sagt í Heiðarvíga sögu. Önnur tilgáta er sú að virkið hafi verið héraðsvígi á landnámsöld og að það hafi verið notað sem slíkt eitthvað fram eftir.

Borgarvirki er klettaborg er stendur á ásnum milli Vesturhóps og Víðidals og er um 177 metra yfir sjávarmáli. Talið er að Borgarvirki sé gosstapi sem myndaðist við eldgos á hlýskeiði ísaldar. Efst í virkinu er 5-6 metra djúp skeifulaga dæld með skarð er snýr til austurs. Þar er hlaðinni grjótveggur frá fornu en hann var endurhlaðinn á árunum 1940-50 og víðar á Borgavirki má sjá hleðslur. Borgarvirki er friðað vegna minja, en inn í virkinu eru rústir af tveimur skálum og skammt frá þeim hruninn brunnur.

Samkvæmt sögnum var Borgarvirki nýtt sem virki á þjóðveldisöld. Og segir sagan að þar hafi Víga-Barði Guðmundsson í Ásbjarnarnesi verið á ferð. Hann deildi við Borgfirðinga eins og segir frá í Heiðarvíga sögu. Sagt er að óvinir hans hafi komið að sunnan með óvígan her. En Barði barst af því njósnir og kom sér og sínum mönnum fyrir í Borgarvirki, þar sem ómögulegt reyndist að sækja að honum. Tóku Borgfirðingar á það ráð að ætla að svelta Barða og hans menn inni. Þegar matinn þraut tóku virkisbúar sig til og hentu síðasta mörsiðrinu (sláturkeppnum) út úr virkinu. Voru þá Borgfirðingar vissir um að Barði hefði nægar vistir og héldu heim á leið. Frábært útsýni er úr Borgarvirki og þar hefur verið sett upp útsýnisskífa. Í tengslum við unglistahátíðina Eldur í Húnaþingi er haldnir einstakir tónleikar í Borgarvirki í júlí hvert ár.

Bótarfell (575 m) í Vatnsdal

  • HAH00601
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Bótarfell sunnanvert við Vatnsdalinn 575 mys.

Vestan undir Réttarhól beygir Vatnsdalsá í mörgum hlykkjum til vesturs fyrir Bótarfell, en beygir þá beint i norðvestur og heldur þeirri stefnu út i miðjan Vatnsdal. Vestan undir Bótarfelli dýpkar farvegurinn skyndilega, og litlu sunnar steypist áin i fögrurn fossi niður i stórfenglegt gljúfur, og eftir þvi fellur hún fimm til sex kilómetra niður i Forsæludal. Efsti fossinn heitir Skínandi og litlu neðar eru Kerafoss og Rjúkandi, Neðarlega í gljúfrinu er Skessufoss hjá Glámsþúfu og loks Dalfoss og Stekkjarfoss skammt fyrir ofan Forsæludal

Botnastaðir í Blöndudal

  • HAH00693
  • Corporate body
  • (1950)

Á jörðinni hefur ekki verið búið síðan 1956, en eigandi lánað nytjar oftast húsverðinum í Húnaveri. Landið liggurað Hlíðará að sunnan um Hreppa og Ógöng og framan Flatafjall, nyrstahluta Svartárfjalls. Austan Ógangna er eyðibýlið Kálfárdalur sem var í byggð til 1935. Hafa jarðir þessar löngum verið hjáleigur frá Bólstaðarhlíð. Ofans túns á Botnastöðum hefur Hestammannafélagið Óðinn hólf á leigu. Hlíðarrétt, skilarétt úthluta Bólstaðahlíðarhrepps, stendur á syðribakka Hlíðarár í krika norðan þjóðvegarins. Fjós fyrir 10 gripi Fjárhús fyrir 140 fjár, Veiðirétur í Svartá og Hlíðará.

Eigandi 1916-1986- Klemenz Guðmundsson 14. mars 1892 - 8. júní 1986. Bóndi í Bólstaðarhlíð, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi, póstafgreiðslumaður, símstöðvarstjóri og kennari í Bólstaðarhlíð. Var á Botnastöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.

Brandaskarð á Skaga

  • HAH00419
  • Corporate body
  • (1950)

Bærinn stendur við fjallsrætur norðan við samnefnt skarð. Þar er bæjarstæði fagurt og allgott til ræktunar. Íbúðarhús byggt 1947, sreinsteypt 258 m3. Fjós steypt 1947 yfir 10 gripi. Fjárhús byggð 1964 úr torfi og grjóti yfir 140 fjár. Hesthús byggt 1964 úr torfi og grjóti yfir 8 hross. Hlaðasteypt 1948 og 1974 úr timbri 572 m3. Votheysgeymsla steypt 1947 38 m3. Geymsla byggð 1960, steypt 312 m3. Tún 17,1 ha.

Brandon í Manitoba Kanada

  • Corporate body
  • maí 1881 -

In May of 1881, General Thomas Rosser chose a location for a major divisional point of the Canadian Pacific Railway and named this new townsite "Brandon". The name "Brandon" is derived from the Blue Hills of Brandon and they, in turn, had received the name second hand from a Hudson's Bay trading post known as Brandon House - which in turn had been named after a hill on an island in James Bay where Capt. James had moored his ship in the winter of 1631. With that, hundreds flocked to Brandon to gain a foothold in the new development and reap the benefits of the rich and abundant farmland. They came quickly and before they could put up permanent structures, new habitants arrived and pitched their tents, sure to be charter participants in the new West. Brandon grew so rapidly that it never attained the status of village nor a town, but became a city overnight. Brandon was officially incorporated as a city on May 30th, 1882.

City Hall

On July 3rd, 1882 the first council of the City of Brandon held its historic meeting. The first mayor of Brandon was the Honourable Thomas Mayne Daly.

Brandon has been nicknamed the "Wheat City" in honor of its rich agricultural heritage and reputation as a prosperous farming community. It is situated in the southwest corner of the province of Manitoba and is the second-largest city in Manitoba. Brandon covers an area of 43 square kilometers (26 square miles) and its official population according to the 2016 Census is 48,859. However, its trading area population is estimated at 180,000.

Brandon is the little city with the big heart, and is a progressive community with a quality of life that must be experienced to be appreciated.

Brandsstaðir í Blöndudal

  • HAH00076
  • Corporate body
  • [1300]

Brandsstaðir eru við Brekkurætur stutta bæjarleið norðan Austurhlíðar og liggur vegurinn um hlaðið. Sniðskornar reiðgötur liggja þar uppá hálsinn til Brúnarskarðs, með Járnhrygg að sunnan og Skeggjastaðafell að norðan. Jörðin er ekki víðlend en ræktunarskilyrði ágæt, einkum á samfelldu framræstu mýrlendi neðan vegar. Íbúðarhús byggt 1959, 680 m3. Fjós fyrir 12 gripi. Fjárhús yfir 570 fjár. Hlöður 1460 m3. Tún 29 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Brattahlíð í Svartárdal

  • HAH00155
  • Corporate body
  • 1900 -

Bærinn stendur við þjóðveginn á bakka Svartár skammt norðan Eiríksstaða. Tún er ræktað af grýttum mó við erfiðar aðstæður. Svartárdalsfjall rís að baki túnsins afar hlíðabratt með all stóra og mjög djúpa tjörn við brekkuræturnar yst í Brattahlíðarlandi. Þar utar er sérkennileg kvos, kölluð Gróf sem skiptist á mill Brattahlíðar og Fjósa. Jörðin hét áður Eiríksstaðakot. Íbúðarhús byggt 1900 timbur og torf, fjós yfir 6 gripi, fjárhús yfir 120 fjár. Hesthús fyrir 10 hross. Hlöðuður 20 m3. Tún 10 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Brautarholt Blönduósi

  • HAH00090
  • Corporate body
  • 1917-

Byggt 1917 af Jóni Lárussyni er bjó þar 1919, Þá kaupir Sveinn Guðmundsson áður bóndi Kárastöðum. Sveinn bjó í húsinu eitt ár, en selur Steingrími Davíðssyni, hann býr þar til 1930 er hann selur Einari Péturssyni.
Eftir lát Einars 1937 bjó ekkja hans, Guðný Pálína Frímannsdóttir í Brautarholti.
Þar bjuggu um hríð Þorsteinn Pétursson og Anna Jóhannsdóttir kona hans ásamt Jóhönnu dóttur þeirra. Einnig Pétur sonur Guðnýjar og Ingibjörg Jósefsdóttir.
Bjarni Halldórsson bjó í Brautarholti 1953-1981.
Kristján Snorrason keypti húsið og bjó þar til æviloka og ekkja hans Anna Tryggvadóttir þar síðar ásamt sambýlismanni sínum Ragnar A Þórarinssyni.

Brautarland í Víðidal

  • HAH00623
  • Corporate body
  • 1936-

Nýbýli byggt úr landi Galtarness árið 1936. Land er fremur lítið en nær frá Víðidalsá og vestur á Bjargabrún. Ræktunarland er gott. Íbúðarhús byggt 1936, 214 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 170 fjár. Hlöður 400 m3. Votheysgryfja 56 m3. Tún 15 ha. Veiðiréttur í Víðidalsá.

Eigendur; Benedikt Steindórsson 18. júlí 1939. Var í Brautarlandi, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957 og Ingólfur Arnar Steindórsson 9. ágúst 1942. Var í Brautarlandi, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957.

Breiðabólsstaðarkirkja

  • HAH00575
  • Corporate body
  • 1893 -

Breiðabólsstaðarkirkja er kirkja að Breiðabólsstað í Vesturhópi. Núverandi kirkja þar var reist árið 1893 úr timbri. Í henni er altaristafla eftir Anker Lund frá árinu 1920 en hún sýnir Jesú blessa börnin.

Um 1100 bjó á Breiðabólsstað Hafliði Másson sem sá um að íslensk landslög yrðu færð í letur árið 1117. Um hann var reistur minnisvarði árið 1974 af Lögmannafélagi Íslands. Þá var þar starfrækt prentsmiðja frá 1535 til 1572. Það var Jón Arason Hólabiskup sem lét flytja prentsmiðjuna inn. Með henni kom séra Jón Matthíasson (d. 1567) og fékk hann Breiðabólsstað árið 1535. Vitað er um 3 bækur sem prentaðar voru á staðnum en ein þeirra er með öllu glötuð.

Breiðabólsstaður er mikill sögustaður og nægir í því sambandi að geta fyrstu lagaritunar í tíð Hafliða Mássonar veturinn 1117­18 og þátt hans að því er Hólar í Hjaltadal urðu staðurinn undir biskupsstóli á Norðurlandi. Merkilegasti kafli í sögu Breiðabólsstaðar er þó án efa saga prentverksins í tíð Jóns sænska Matthíassonar en þar var prentuð elsta bók sem enn er til, á íslensku, Passio, eftir A. Corvinus árið 1559.

Breiðabólstaður er kirkjustaður og prestsetur í Vesturhópi. Katólskarkirkjur voru helgaðar Ólafi helga, Noregskonungi. Kirkjurnar aðVesturhópshólum, Tjörn og Víðidalstungu voru útkirkjur. Kirkjan, sem nústendur, var vígð árið 1893.

Hafliði Másson deildi við Þorgisl Oddason á Staðarhóli í Saurbæ. Þessar deilurleiddu til þess, að Þorgils hjó þrjá fingur af Hafliða, þar sem þeir voru staddir á Alþingi, og Hafliði krafðist mjög hárra bóta. Þá hafði Skafti Þórarinsson, prestur að Mosfelli, á orði að: Dýr mundi Hafliði allur, ef svo skyldi hver limur.

Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Breiðabólstað, í Þverárhreppi, sem er eign Breiðabólstaðarkirkju, ásamt hjáleigum hennar:
Fossi og Bjarghúsum.

Að sunnan ræður merkjum Grundará upp eptir Heydal, vestur á fjall, eins og vötn að draga og ofan í Reiðarlæk, þaðan (frá ármótunum) ræður Reiðarlækur suður eptir að syðra Mómelahorni, þaðan bein lína austur í Óspakshelli vesta í Bjarghúsabjörgum, að austan ræður merkjum norður eptir brún þessara bjarga og, er þeim sleppir, þá bein lína úr hæstum björgum norðaustur á mel þann á Síðutagli er Nýpukotsvegurinn liggur um, og þaðan hæst taglið út í Faxalækjarós. Að norðan ræður merkjum Vesturhópsvatn, og upp frá því neðri Kýrlág, en er henni sleppir, þá bein lína frá vörðu, er stendur efst í láginni upp í vörðu, er stendur sunnaní Lágabergi, úr þessari vörðu aftur bein lína í efri Kýrlág og upp úr henni bein lína í Sótafellskúlu norðanverða, frá kúlunni ræður há fellið vestur í Þröskuld milli Heydals og Ormsdals, og úr vestanverðum Þröskuldinum bein lína í vörðu vestanvert á Þrælfellshala. Að vestan ræður Þrælfellshali og hæst fjall.

Breiðabólstað, 30. maí 1892.
G.J. Halldórsson prestur Breiðabólstað.
P.J. Halldórsson eigandi að Klömbrum og ábúandi.
Bjarni Bjarnason eigandi og ábúandi.

Lesið upp á manntalsþingi að Stóruborg, hinn 31. maí 1892, og innfært í
landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 289, fol. 154.

Breiðabólsstaður í Vesturhópi

  • HAH00181
  • Corporate body
  • (890)

Gamalt býli, getið í Sturlungu og Víga-Glúmssögu. Bærinn stendur á lágum brekkustalli vestan Vatnsdalsvegar vestri upp við hálsræturnar, þar sem dalurinn er breiðastur norðan Hnjúksins. Tún er upp frá Flóðinu vestur í hálshallann, ræktunarskilyrði góð. Víðlent beitiland á hálsinum vestur til Gljúfurár, engjar á óshólmum Vatnsdalsár. Fyrrum sameiginlegur þingstaður Ás og Sveinsstaðahreppa. Íbúðarhús byggt 1938 og annað eldra úr torfi og timbri. Fjós fyrir 12 gripi. Fjárhús yfir 150 fjár. Tún 14,7 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Flóðinu.
Breiðabólsstaður II er skipt úr Breiðabólsstað fyrir aldamótin 1900, þá helmingur og síðan notað frá Hnjúki. Beitiland óskipt. Fjárhús fyrir 50 kindur. Tún 14,3 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Flóðinu.
Eigandi 1975; Stefanía Steinunn Jósefsdóttir 21. ágúst 1886 - 16. des. 1977. Húsfreyja á Hnjúki, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Sveinsstaðahreppi. Barnakennari.

Breiðavað í Langadal

  • HAH00204
  • Corporate body
  • (1950)

Nyrsti bærinn í Langadal. Bæjar og peningahús standa uppi undir brekkurótum, í fallegu láréttu túni. Vestan túns er lítt gróið melsvaæði, sem nær um þvert land jarðarinnar og nefnast Breiðavaðsmelar. Í melum þessum að kalla beint vestur af íbúðarhúsi er lítil tjörn í alldjúpri kvos, sem heiti Gullkista. Þar er sagt að fjársjóður sé falinn. Utan og neðan túns er önnur tjörn sem Grafarvatn nefnist og er þar silungur til nytja. Ekki er nú vitað hvar vað það var á Blöndu, er jörðin tók nafn sitt af, en tvö vöð ery fyrir landi jarðarinnar og heiti hið syðra Hrafnseyrarvað en hið nyrðra Strákavað. Íbúðarhús úr steini, gyggt 1940 kjallari og hæð 343 m3. Fjós fyrir 9 gripi. Fjárhús yfir 280 fjár. Hesthús fyrir 9 hross. Hlöður 623 m3. Votheysgeymsla 48 m3. Vélageymsla 129 m3. Tún 22 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Grafarvatni.

Á Breiðavaði í Langadal var hálfkirkja fyrir 1394 og lá til Holtastaða.

Breiðdalsvík

  • HAH00233
  • Corporate body
  • 1889 -

Breiðdalsvík er þorp í Fjarðabyggð og stendur það við samnefnda vík á Austfjörðum. Íbúar voru 128 árið 2015.

Víkin Breiðdalsvík er á milli Kambaness og Streitishvarfs og stendur þorpið við hana. Aðalatvinnugvegur þorpsbúa er sjávarútvegur, svo og þjónusta við og ferðamenn sem er vaxandi grein.

Byggðin á Breiðdalsvík er ekki gömul. Gránufélagið lét reisa þar vörugeymslu um 1889 og árið 1896 reisti Brynesverslun á Seyðisfirði hús efst á Selnesi. Það brann tíu árum síðar en nýtt verslunarhús var reist í staðinn og er það elsta hús þorpsins.

Í gamla Kaupfélaginu er nú jarðfræðisetur og þar er minningarstofa við Stefán Einarsson, prófessor við Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum, sem var úr Breiðdal. Í gömlu símstöðinni er Steinasafn Breiðdals. Í þorpinu er hótel sem er opið allan ársins hring og þar er einnig skóli og sundlaug, verslun og bílaverkstæði.

Breiðdalsvík er einn af fáum stöðum á Íslandi sem hefur orðið fyrir loftárás en að morgni 10. september 1942 réðist þýsk herflugvél á íbúðarhúsið Hamar og var skotið á það sprengikúlum úr vélbyssu. Níu götu komu á húsið en enginn slasaðist þótt fólk væri inni í húsinu.

Brekka í Þingi

  • HAH00498
  • Corporate body
  • (1950)

Fornt býli, þjóðjörð til 1915, fyrr meir klausturjörð. Bærinn stendur á lágum brekkuhjalla, vestan þjóðbegar norðvestur af Axlaröxl. Engjar að mestu ósléttar en grasgefnar, lágu vestur frá túni, nú að mestu ræktaðar. Dálitla aðild á Brekka að Áveitu Þingbúa. Beitiland er til austurs frá bænum meðfram norðurenda Vatnsdalsfjalls að mynni Sauðadals og í honum, það eru melöldur, flóar og fjallshlíðar. Beitarhús eru á Geitabóli og áður fyrr var þar stundum föst búseta. Íbúðarhús byggt 1923, 580 m3. Fjós fyrir 23 gripi. Fjárhús yfir 300 fjár. Hesthús yfir 13 hross. Hlöður 960 m3. Vothey 460 m3. Forn torfhús. Tún 37,7 ha.

Syðri-Brekka stendur á lágum hólkolli spölkorn vestan þjóðvegar, suðvestur frá Brekku. Tún og engjar liggja vestur frá bænum að Árfarinu og á býlið nokkurt land að áveitu. Beitiland er sameiginlegt með Brekku og vísast til þess. Jörðin er nýbýli úr Brekkulandi og byggt af þeim. Íbúðarhús byggt 1959, 533 m3. Fjárhús yfir 400 fjár. Hlöður 870 m3. Tún 40 ha.

Brekkubær Blönduósi

  • HAH00091
  • Corporate body
  • 1920 -

Byggður 1920. Stefán Guðmundsson kaupir 1922 af Evalds Sæmundsen sem stóð 12 metra frá húsi sem hann seldi um sama leyti Kristóferi Kristóferssyni. Og fylgdi því áður. Húsið samanstóð af einu íbúðarherbergi og geymslu.

Brekkukot í Þingi

  • HAH00499
  • Corporate body
  • (1950)

Bærinn stendur á brekkubarði austan þjóðvegar vestnorðvestur af Axlaröxl skammt frá hlíðarrótum en engi er vestan vegar og mela, áveita. Beitiland er nokkuð til fjalls, austur með því og í norðurhlíð þess, til skamms tíma sameiginlegt með Brekku. Brekkukot var þjóðjörð til 1915, áðurfyrr klaustusjörð. Íbúðarhús byggt 1934, 440 m3. Fjós fyrir 7 gripi. Fjárhús yfir 250 fjár. Tún 21,3 ha.

Brúará

  • Corporate body
  • 874 -

Brúará er næst-stærsta lindá Íslands, og rennur um mörk Biskupstungna og Grímsness. Upptök sín hefur áin í Laugardalsfjöllum, Úthlíðarhrauni og á hálendinu þar fyrir innan, í svokölluðum Brúarskörðum. Skörðin eru í raun gil þar sem vatnið seytlar úr berginu beggja megin og myndar litla fossa ofan í ána, sem þó telst bara lækur á þessum stað. Þann 20. júlí árið 1433 var Jón Gerreksson biskup settur í poka og drekkt í Brúará.

Brúará dregur nafn sitt af steinboga sem lá yfir hana. Fólk gat gengið yfir bogann, sem myndaði þannig eins konar náttúrulega brú. Sögusagnir segja þó að vinnumaður í Skálholti hafi brotið bogann niður svo umrenningar ættu ekki eins auðvelda leið að höfuðbólinu.

Ágætis fiskgegnd er í ánni og vinsælt er að veiða í henni rétt fyrir ofan Spóastaði.

Brúará rennur loks í Hvítá milli Skálholts og Sólheima, á móts við Vörðufell á Skeiðum.

Brúarhlíð í Blöndudal

  • HAH00156
  • Corporate body
  • (1900)

Jörðin hét áður Syðra-Tungukot. Bærinn stendur nokkuð hátt í hlíðinni norðan Blöndudalshóla. Blöndubrú fremri er í túnfætinum að sunnan og liggur vegur um hana til Bugs og Kjalvegar. Skammt er frá bænum upp í knappa brekku í Skeggstaðaskarð, en Tunguhnjúkur rís að norðan. Jörðin er landlítil en notagott býli. Íbúðarhús byggt 1952 396 m3. fjós fyrir 10 gripi, fjárhús yfir 270 fjár. Hesthús fyrir 10 hross. Hlaða 790 m3. Tún 16 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Brúarland 1936- Guðmundarbær 1911

  • HAH00646
  • Corporate body
  • 1911-

Brúarland. Líka kallað Efstibær og Vegamót, en önnur hús gengu síðar undir sömu nöfnum.
Bærinn er byggður 1911 af Guðmundi Hjálmarssyni á túnlóð Jóns Konráðssonar sem leigir Guðmundi 170 ferfaðma part af lóðinni 12.4.1912.

Brúarvellir á Svínadal

  • HAH00538
  • Corporate body
  • 1955 -

Brúarvellir er nýbýli samþykkt 1955. Það er 43 ha lands úr Grundarlandi næst Svínadalsárbrúar. Einnig beitarréttur í Svínadalsfjalli. 1/13 á móti Grundarbæjum. Ábúendur eru engir en tún og hús notuð af Holti og Geithömrum. Hlaða 1350 m3, hluti hlöðunnar notaður sem fjárhús. Tún 18 ha.

Eigandi; Jakob Björgvin Þorsteinsson 14. okt. 1920 - 23. jan. 2009. Leigubifreiðastjóri á BSR. Var á Geithömrum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930.

Brún í Svartárdal.

  • HAH00495
  • Corporate body
  • [1300]

Jörðin hefur verið í eyði frá 1947. Var nytjuða af Eiríksstöðum í rúmlega 20 ár. Eigandinn rekur þar nú hrossabú. Jörðin er vestan Svartár gegnt Eiríksstöðum. Stóð bærinn á háum hól á gilbarmi að sunnan og bar þar hátt. Túnið er töluvert bratt, en ræktunarskilyrði góð, bæði á mýrlendi í hálsinum og eyrum við Svartá. Landið er að mestu samfellt graslendi. Brúnarskarð liggur til Blöndudals í vestur frá flóanum ofan við túnið. Fjárhús fyrir 180 fjá. Haða 500 m3. Tún 11ha. Veiðiréttur í Svrtá.

Brunnárdalur í Vindhælishreppi

  • HAH00920
  • Corporate body
  • 874-

Brunnárdalur í Vindhælishreppi is a valley and is located in Northwest, Iceland. The estimate terrain elevation above seal level is 306 metres.

Brúsastaðir í Vatnsdal

  • HAH00038
  • Corporate body
  • (1500)

Bærinn stendur á sléttum balarétt neðan brekkna. Túninu hallar mót aaaustri. Víðáttumikið ræktunarland er neðan brekkna sumt mýrelent en þurrir valllendisbakkar meðfram ánni. Beitiland til hálsa stórt og gott. Í túninu sunnan og afan við bæinn er Brúsahóll. Þjóðsagan segir að fé sé fölgið í honum og hafa tilraunir verið gerðar að grafa eftir því, en þá hafi þeim, er að unnu ætíð sínst Þingeyrarkirkja standa í björtu báli og því hætt. Íbúðarhús byggt 1958, 423 m3. Fjárhús yfir 300 fjár og nautgripi í hluta. Hesthús yfir 10 hross. Hlöður 1116 m3. Votheysgryfja. Véla og verkfærageymsla 109 m3. Braggi til geymslu. Tún 44,2 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Búðardalur í Dalasýslu

  • HAH00820
  • Corporate body
  • 1899 -

Búðardalur er þorp í Dölum, við botn Hvammsfjarðar. Þorpið er nú hluti af sveitarfélaginu Dalabyggð og er stjórnsýslumiðstöð þess. Íbúar Búðardals voru 274 árið 2015.

Í Laxdælasögu er Búðardalur nefndur og sagt frá því að Höskuldur Dala-Kollsson lenti skipi sínu fyrir innan Laxárós þegar hann kom úr Noregsferð og hafði ambáttina Melkorku með sér: „Höskuldur lenti í Laxárósi, lætur þar bera farm af skipi sínu en setja upp skipið fyrir innan Laxá og gerir þar hróf að og sér þar tóftina sem hann lét gera hrófið. Þar tjaldaði hann búðir og er það kallaður Búðardalur. Síðan lét Höskuldur flytja heim viðinn og var það hægt því að eigi var löng leið.“

Verslun hófst í Búðardal árið 1899 er Bogi Sigurðsson, kaupmaður, byggði þar fyrsta húsið, sem var bæði íbúðar- og verslunarhús. Þetta hús var síðar flutt á Selfoss og stendur þar enn. Um aldamótin hóf Kaupfélag Hvammsfjarðar verslunarrekstur í Búðardal og var þar nær allsráðandi uns það varð gjaldþrota 1989.

Búðir á Snælfellsnesi

  • HAH00185
  • Corporate body
  • (1900)

Búðir á sunnan- og vestanverðu Snæfellsnesi er eftirsóttur ferðamannastaður. Einstök náttúrfegurð og nálægð við Snæfellsjökul hafa mikiðaðdráttarafl. Búðahraun er þekkt fyrir fagurt landslag og fjölda tegundahávaxinna burkna. Gönguleiðir liggja um hraunið og gíginn Búðaklett, þar sem ernir hafa orpið. Búðir voru einn stærsti verzlunarstaður vestanlands til forna. Hótelrekstur hófst 1947 en elzti hluti hússins er frá 1836. Hótelið brann til kaldra kola 1999. Hafist var handa við byggingu nýs hótels 2001.

Fyrsta kirkjan var reist á Búðum 1703 (Bendt Lauridsen). Hún var rifin og önnur reist. Árið 1816 var Búðakirkja lögð niður. Steinunn Lárusdóttir barðist fyrir eindurreisn Búðakirkju og fékk konungsleyfi til þess 1847 og árið eftir reis ný kirkja á gamla grunninum. Hún var endurreist 1987 í upprunalegri mynd og vígð 6. sept. 1987. Þar er klukka frá 1672, önnur án ártals, altaristafla frá 1750, gamall silfurkaleikur,tveir altarisstjakar úr messing frá 1767 og hurðarhringur frá 1703. Krossinn á altarinu gaf og smíðaði Jens Guðjónsson gullsmiður. Margt er einnig að skoða í nágrenninu og má þar helst nefna Arnarstapa og Hellna. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 170 km um Hvalfjarðargöng.

Búnaðarbanki, útibú Blönduósi (1963-2003)

  • HAH10115
  • Corporate body
  • 1963-2003

Útibú Búnaðarbankans á Blönduósi var stofnað árið 1963 og á vordögum 2003 varð sú breyting á rekstri Búnaðarbankans að hann sameinaðist Kaupþingi og heitir nú Kaupþing Búnaðarbanki hf. eða KB banki. Bankinn er þar með kominn í tölu 10 stærstu banka á Norðurlöndum og eru starfsstöðvar í níu löndum utan íslands.

Búnaðarfélag Áshrepps (1882)

  • HAH10066
  • Corporate body
  • 1882

Búnaðarfélag Áshrepps var stofnað 21. júní 1882, en þá var haldinn
fyrsti aðalfundur félagsins „sem stofnað var á manntalsþingi síðastliðið vor", eins og þetta er orðað í fundargerðinni. Virðist eftir þessu
orðalagi að félagið hafi raunverulega verið stofnað á manntalsþingi í
Áshreppi árið 1881, þótt ekki sjáist um það neinar heimildir.
Stofnendur félagsins voru 18 bændur i Ashreppi, allir tilgreindir
með nöfnum og heimilisfangi. Þeirra á meðal voru þeir sr. Hjörleifur
Einarsson á Undirfelli og sýslumaður Húnvetninga, Lárus Blöndal á
Kornsá, og undirrituðu þeir fyrstu fundargerðina. Lárus sýslumaður
var á fundinum kosinn fyrsti formaður félagsins, kallaður forseti, sr.
Hjörleifur skrifari og Hannes Þorvarðarson, bóndi á Haukagili féhirðir.
Félagslögin eru í 17 greinum og mjög ýtarleg. Tel ég rétt að tilfæra

  1. grein félagslaganna, sem speglar þau sjónarmið, sem bændur í
    Vatnsdal höfðu fyrir 100 árum, en hún er svohjóðandi:
    „ Það er tilgangur félags þessa að efla framfarir og velmegun búenda í
    hreppnum, einkum meðþvíað slétta tún, gjöra vörslugarða um rœktaðajörð,
    veita vatni á engjar, skera fram afvœtumýrar, plœgja og herfa til gras- og
    matjurtaræktar, byggja sáðgarða, taka upp móskurð, auka allan áburð og
    hagtéra hann vel, grafa brunna, fœra að grjót til bygginga og byggja
    heyhlöður, leggja stund á fjárrœkt og kynbœtur."
    Þá var gert að skyldu hverjum félagsmanni, að vinna vissa dagsverkatölu árlega, einyrkjum 6 dagsverk, en öðrum bændum 12 dagsverk, nema forföll bönnuðu. Var mjög fast eftir því gengið að þessi
    skylduvinna væri unnin.
    Arið 1902 voru lög félagsins endursamin og kemur þá fram að
    jarðabætur skulu metnar til dagsverka, samkvæmt gildandi reglum.
    HÚNAVAK A 71
    fyrir veitingu styrks úr Landssjóði „en þeim jarðabótum, sem ekki eru
    enn teknar upp í þær reglur skal leggja þannig í dagsverk:
    Aðgrafa brunna og hlaða úrgrjóti 2fet niðurjafnt og eitt dagsverk. Eigi
    skal þó taka til greina fyrstu 4 fetin niður.
    Aðfinna nýiilegt mótak skal metið til 5 dagsverka.
    Heyhlöðukjallari úr tómu grjóti 4 ferálnir ívegg teljist dagsverk. "
    Mönnum var greiddur styrkur á unnin dagsverk ef að þeir framkvæmdu skylduvinnu sína, af því fé, sem Amtsráð veitti til félagsins og
    var því veitt á dagsverkatöluna. Var sú upphæð árið 1883 krónur 284,
    en ekki nema 160 krónur árið 1894. Það ár skýrði forseti frá því að
    hann hefði ráðið Bjartmar nokkurn Kristjánsson til vinnu og skyldi
    hann fá 4 krónur á dag fyrir að plægja með tveim hestum, en 3 krónur
    ella. Af þessu kaupi Bjartmars áttu félagsmenn sjálfir að greiða 2
    krónur fyrir hvert dagsverk í plægingu, en 1 krónu ella.
    I fundargerð og reikningum ársins 1884 kemur fram að fært er til
    tekna af peningum hins forna búnaðarfélags krónur 50 og af peningum hins forna lestrarfélags krónur 25,79. Hvergi hef ég séð annað um
    þessi félög, eða heyrt hvenær þau störfuðu, en líklegt er að saga þeirra
    hafi verið stutt.

Búnaðarfélag Engihlíðarhrepps (1884)

  • HAH10138
  • Corporate body
  • 1884

Félagið var stofnað árið 1884 og voru stofnfélagar:
Árni Á. Þorkelsson, Frímann Björnsson, Jósafat Jónatansson, þeir mynduðu undirbúningsstjórn, Eggert Eggertsson, Halldór Konráðsson, Einar Þorkelsson, Árni Hannesson og Jón Stefánsson. Stofnfundurinn var haldinn í þinghúsi hreppsins, sem þá var í Engihlíð. Þeim Árna, Frímanni og Jósafat var falið að semja lög fyrir félagið, og var frumvarp þeirra samþykkt með litlum breytingum á næsta fundi félagsins, sem haldinn var 26. apríl sama ár. Á þeim fundi var jafnframt kosin formleg stjórn:
Forseti, Árni Á. Þorkelsson, skrifari, Jósafat Jónatansson, féhirðir, Frímann Björnsson, allir með 7 atkvæðum.
Formenn félagsins frá upphafi voru:
Árni Á. Þorkelsson 1884-1902. 1903-1906.
Stefán Eiríksson á Refsstöðum 1902-1903.
Jónatan Líndal 1906-1933.
Hilmar Frímannsson 1933-1960.
Sigurður Þorbjarnarson 1960-1962.
Jakob Sigurjónsson í Glaumbæ 1962-1969.
Valgarður Hilmarsson 1969-1973.
Árni Jónsson 1973-1983.
Ágúst Sigurðsson 1983-
Komið var á fót félagsræktun á Neðri-Lækjardalsmelum árið 1979. Starfsvettvangur félagsins hefur verið viðfeðmur og margbreytilegur. Ljóst er að Búnaðarfélag Engihlíðarhrepps hefur markað greinileg og varanleg spor í búnaðarsögu sveitarinnar.

Búnaðarfélag Húnavatnssýslu (1864-1870)

  • HAH10093
  • Corporate body
  • 1864-1870

Árið 1864 var stofnað Búnaðarfélag Húnavatnssýslu, er starfaði til 1870, og lét mjög til sín taka, styrkti ræktun og húsabætur, keypti búnaðaráhöld handa bændum og veitti Torfa Bjarnasyni styrk til búnaðarnáms erlendis, en hann stofnaði síðar fyrsta búnaðarskóla hér á landi.

Búnaðarfélag Vindhælishrepps (1886)

  • HAH10098
  • Corporate body
  • 1886

Fyrstu tildrög að stofnun Búnaðarfélags Vindhælishrepps voru þessi:
Árið 1847 lögðu 10 menn í Vindhælishreppi fram 20 ríkisdali til sjóðmyndunar og skyldi sjóður sá verða til gagns fyrir búendur í hreppnum. Hinn 5. maí 1848 voru svo eftirfarandi samþykktir gjörðar:

  1. Félagið heitir Vindhælishrepps vinafélag og eignir þess Vinafélagssjóður.
  2. Árgjöld voru ákveðin 2 ríkisdalir á félagsmann.
    Eftirtaldir menn skipuðu stjórn félagsins:
    Oddviti Arnór Árnason sýslumaður, Ytri-Ey
    Varaoddviti Sigurður Árnason bóndi, Höfnum
    Féhirðir Jósep Jóelsson bóndi, Spákonufelli
    Varaféhirðir Björn Þorláksson bóndi, Þverá
    Ritari sr. Jón Blöndal, Hofi
    Vararitari sr. Björn Þorláksson
    Félag þetta starfaði til ársins 1855, undir sama nafni.
    Árið 1855, 23. apríl, var nafni félagsins breytt og var þá kallað Vindhælingafélag, hélst svo til ársins 1886, en þá voru ný lög samin og nafni félagsins breytt í Búnaðarfélag Vindhælishrepps.
    Árið 1939 var hinum forna Vindhælishrepp skipt í þrjú sveitarfélög og þá einnig búnaðarfélaginu og urðu eignarhlutföll þessi: Vindhælishreppur 3/8, Skagahreppur 3/8 og Höfðahreppur 2/8. Gengið var að fullu frá skiptingu félagsins 8. febrúar 1941 og kom í hlut hins nýja Búnaðarfélags Vindhælishrepps kr. 3.454,95.
    Stofnfundur núverandi Búnaðarfélags Vindhælishrepps var haldinn 15. júní 1940 og lög þess samþykkt 24. nóv. sama ár. Í stjórn voru kjörnir:
    Magnús Björnsson, Syðra-Hóli
    Guðmundur Guðmundsson, Árbakka
    Björn Jónsson, Ytra-Hóli

Búnaðarsamband Austur Húnavatnssýslu (1928-2016)

  • HAH10001
  • Corporate body
  • 1928-2016

Félagið var stofnað árið 1928, þann 14. desember á fulltrúafundi búnaðafélaga Austur Húnavatnssýslu, sem haldinn var á Blönduósi. Kosnir voru í nefnd til að koma með lagafrumvarp:
Björn Guðmundsson, Þorsteinn Bjarnason, Jónatan Líndal, Hafsteinn Pétursson og Ágúst Jónsson.
Tilgangur félagsins er að styðja og efla umbætur og framfarir í búnaði í Húnavatnssýslu og sameina krafta hinna einstöku búnaðarfélaga til alls konar verklegra framkvæmda í landbúnaði.1
Samþykkt var á aðalfundi Búnaðarsambandsins í Ásbyrgi 19.apríl 2016 að leysa félagið upp og leggja það formlega niður. Var það samþykkt samhljóða.2

Burstarfell í Vopnafirði

  • HAH00184
  • Corporate body
  • (1880)

Bustarfell er bær undir samnefndu felli í Hofsárdal í Vopnafirði. Þjóðvegur # 85 liggur eftir klettabelti þess, sem er 6-7 km langt, endilöngu. Uppi á Bustarfelli er Þuríðarvatn. Jörðin er allstór, talsvert skógi vaxin og að hlutatil friðuð.

Sama ættin hefur setið jörðina síðan 1532. Þá keypti Árni Brandsson, prestsonur frá Hofi Bustarfell. Kona hans var Úlfheiður Þorsteinsdóttir. Legsteinn þeirra hjóna er varðveittur í Þjóðminjasafninu í Reykjavík.

Einhver fegursti og bezt varðveitti torfbær landsins er að Bustarfelli. Elztu hlutar hans munu vera frá 1770, þótt hann hafi breytzt mikið síðan. Fremristofan er frá 1851-52, miðbaðstofan og piltastofan eru frá1877. Það var búið í honum til 1966.

Frægasti ábúandi Burstafells var vafalítið Björn Pétursson (1661-1744), sýslumaður, sem var svo mikill fyrir sér í skapi, vexti og kröftum, að öllum stóð ógn af honum. Hann fór sínu fram, hvað sem tautaði og raulaði en var raungóður, þegar í nauðirnar rak hjá fólki. Hann lét taka hollenzka duggu, búta hana í sundur og áhöfnina húsa Bustarfellsbæ með viðunum.

Árið 1943 seldi Methúsalem Methúsalemssonríkinu gömlu bæjarhúsin með því skilyrði, að þeim yrði haldið við. Hann varðveitti og safnaði ýmsum nytjamunum í eigu fjölskyldunnar til safnins með mikilli fyrirhöfn. Suma þeirra keypti hann á uppboðum og aðra fékk hann gefins. Safnið var opnað opinberlega 1982 en hafði verið einkasafn fram að því. ÞjóðminjasafnÍslands hefur umsjá með því.

Byggðasafnið á Reykjum

  • HAH00186
  • Corporate body
  • 1955 -

Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna
Frumkvæði að stofnun Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna átti Húnvetningafélagið í Reykjavík, félag brottfluttra Húnvetninga sem búsettir voru í Reykjavík. Á aðalfundi félagsins þann 28. október 1955 var sett fram tillaga um að hefja söfnun menningarlegra muna sem tengingu höfðu við héraðið og var sett á fót nefnd til að sinna því máli með því lokatakmarki að stofnað yrði byggðasafn fyrir héraðið. Með stofnun byggðasafns vildi Húnvetningafélagið leggja sitt af mörkum við að sameina fólk héraðsins og reyna að skapa vitund um sameiginlega sögu og uppruna. Í nefndinni voru þau Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Jakob Þorsteinsson og Baldur Pálmason. Húnvetningafélagið sýndi heimahögunum mikinn áhuga og var í rauninni mjög ötult við að stuðla að menningar- og uppbyggingarstarfsemi í Húnaþingi. Ásamt því að standa fyrir stofnun Byggðasafns Húnvetninga og
Strandamanna stóð það meðal annars fyrir uppbyggingu Borgarvirkis, skógrækt í AusturHúnavatnssýslu og útgáfu tímarits þar sem saga og menning heimahaganna voru í brennidepli.
Félagsmenn höfðu mikinn áhuga á sögu þeirra heimahéraða og fékk Pál V.G. Kolka héraðslækni á Blönduósi til þess að skrifa sögu og ábúendatal héraðsins. Bók Páls, Föðurtún, kom út árið 1950 og er þar farið yfir sögu sýslnanna tveggja. Bókin kom út fyrir tilstuðlan Húnvetningafélagsins í Reykjavík og þakkar höfundur félaginu forgöngu þess við útgáfur bókarinnar. Eitthvað virðist þó hafa kastast í kekki á milli Páls og Húnvetningafélagsins. Páll ákvað að allur hagnaður bókarinnar skyldu ganga til nýbyggðs sjúkrahúss á Blönduósi. „Þess vegna hef ég ekki afhent Húnvetningafélaginu í Reykjavík handritið að þessari bók minni til eigna og umráða, þótt svo hafi lengst af verið ráð fyrir gert, og vona eg, að sá augnablikságreiningur, sem varð út af því milli stjórnar þess og mín, verði hjaðnaður áður en prentsvertan á bókinni er þornuð.

Héraðslæknirinn hefur haft mikinn áhuga á sögu héraðanna, bæði skrifaði hann fyrrnefnda bók en einnig átti hann sæti í fyrstu byggðasafnsnefnd Austur-Húnavatnssýslu ásamt því að veita Húnvetningafélagi Reykjavíkur tímabundna geymslu í Héraðshælinu á Blönduósi á meðan söfnun gripa stóð. Árið 1955, stuttu eftir aðalfund Húnvetningafélagsins, var kosið í byggðasafnsnefndir í Húnavatnssýslunum tveimur. Þær voru skipaðar vegna þess áhuga, frumkvæðis og stuðnings sem Húnvetningafélagið í Reykjavík sýndi safnamálum í heimahéraði sínu. Fengnar voru þrjár manneskjur úr hvorri sýslu til að sitja í nefndunum. Í byggðasafnsnefnd fyrir Austur-Húnavatnssýslu voru þau Páll Kolka, Hulda Á. Stefánsdóttir og Jón Ísberg. Þau þrjú voru áberandi máttarstólpar í sínu nærsamfélagi. Líkt og fyrr segir var Páll Kolka héraðslæknir Austur-Húnavatnssýslu, Hulda Á.
Stefánsdóttir var skólastjóri Kvennaskólans á Blönduósi á árunum 1953 til 1967 og Jón Ísberg var sýslumaður Húnvetninga frá 1960-1994. Fyrir Vestur-Húnavatnssýslu voru þau Jósefína Helgadóttir sem þá var formaður SKVH (Sambands kvenfélaga í Vestur-Húnavatnssýslu), Kristín Gunnarsdóttir og Gísli Kolbeins. Byggðasafnsnefndirnar þrjár, þ.e. fyrir Húnavatnssýslurnar tvær og Húnvetningafélagið í Reykjavík, birtu árið 1955 ávarp til Húnvetninga í dagblaðinu Tímanum.

Byggðatrygging hf. (1961-1972)

  • HAH10084
  • Corporate body
  • 1961-1972

Byggðatrygging var stofnuð í byrjun maí 1961 en starfar sem umboð fyrir Tryggingamiðstöðina hf. árið 1972 og starfar ekki sjálfstætt eftir það.

Byggingarfulltrúi Skagafjarðar og Austur Húnavatnssýslu (1959)

  • HAH10137
  • Corporate body
  • 1959

Starf byggingarfulltrúa fyrir Norðurland vestra hefst árið 1959 ráðinn er Ingvar Gígjar Jónsson og starfar hann til ársins 1986.
Aðstoðarmaður er ráðinn til embættisins á árunum 1973-1975, ekki alveg vitað hvaða ár og er það
Guðmundur Karlsson, húsasmíðameistari og bóndi á Mýrum í Hrútafirði.

Calgary, Alberta Kanada

  • HAH00831
  • Corporate body
  • 1873 -

The Calgary area was inhabited by pre-Clovis people whose presence has been traced back at least 11,000 years. The area has been inhabited by the Niitsitapi (Blackfoot Confederacy; Siksika, Kainai, Piikani), îyârhe Nakoda, the Tsuut'ina First Nations peoples and Métis Nation, Region 3.

As Mayor Naheed Nenshi (A'paistootsiipsii; Iitiya) describes, "There have always been people here. In Biblical times there were people here. For generations beyond number, people have come here to this land, drawn here by the water. They come here to hunt and fish; to trade; to live; to love; to have great victories; to taste bitter disappointment; but above all to engage in that very human act of building community."

In 1787, cartographer David Thompson spent the winter with a band of Peigan encamped along the Bow River. He was a Hudson's Bay Company trader and the first recorded European to visit the area. John Glenn was the first documented European settler in the Calgary area, in 1873.

In 1875, the site became a post of the North-West Mounted Police (now the Royal Canadian Mounted Police or RCMP). The NWMP detachment was assigned to protect the western plains from US whisky traders, and to protect the fur trade. Originally named Fort Brisebois, after NWMP officer Éphrem-A. Brisebois, it was renamed Fort Calgary in 1876 by Colonel James Macleod.

When the Canadian Pacific Railway reached the area in 1883, and a rail station was constructed, Calgary began to grow into an important commercial and agricultural centre. Over a century later, the Canadian Pacific Railway headquarters moved to Calgary from Montreal in 1996. Calgary was officially incorporated as a town in 1884, and elected its first mayor, George Murdoch. In 1894, it was incorporated as "The City of Calgary" in what was then the North-West Territories.[36] The Calgary Police Service was established in 1885 and assumed municipal, local duties from the NWMP.

The Calgary Fire of 1886 occurred on November 7, 1886. Fourteen buildings were destroyed with losses estimated at $103,200. Although no one was killed or injured,[38] city officials drafted a law requiring all large downtown buildings be built with Paskapoo sandstone, to prevent this from happening again.

After the arrival of the railway, the Dominion Government started leasing grazing land at minimal cost (up to 100,000 acres (400 km2) for one cent per acre per year). As a result of this policy, large ranching operations were established in the outlying country near Calgary. Already a transportation and distribution hub, Calgary quickly became the centre of Canada's cattle marketing and meatpacking industries.

By late 19th century, the Hudson's Bay Company (HBC) expanded into the interior and established posts along rivers that later developed into the modern cities of Winnipeg, Calgary and Edmonton. In 1884, the HBC established a sales shop in Calgary. HBC also built the first of the grand "original six" department stores in Calgary in 1913; others that followed are Edmonton, Vancouver, Victoria, Saskatoon, and Winnipeg

Charach Photo Studio 264 Portage Ave. Winnipeg

  • HAH09413
  • Corporate body
  • 1904-

David Samuel Charach júlí 1888 – 1969. Fæddur Dubna (útborg Moskvu) Rússlandi. Fluttist til Winnipeg í Kanada og starfaði þar sem ljósmyndari. Stofnaði Victory Photo Studio 1904, síðar Charach & Bernstein Winnipeg 576 Main Street árið 1910 og síðar undir eigin nafni. Starfaði við ljósmyndum í næstum 65 ár. Frumkvöðull að nýjum ljósmyndaaðferðum og stílum [pioneered new photographic methods and styles].

Victory Photo Studio 1904
Charach & Bernstein Winnipeg [576 Main Street] 1910
Undir eigin nafni frá um 1915
Charach Studios [Barney Charach] Winnipeg [264 Portage Avenue] 1947-
Barney Charach (1922-2013) Winnipeg 1947-2007

Chicago Illinois USA

  • HAH00964
  • Corporate body
  • 12.8.1833 -

Um miðja 18. öld var svæðið fyrst og fremst byggt af Potawatomi ættbálknum. Fyrsti landneminn í Chicago var Haítíbúinn Jean Baptiste Pointe du Sable en hann settist að um 1770 og giftist Potawatomi konu. Hann stofnaði þar fyrstu vöruskiptastöðina á svæðinu. Árið 1803 byggði Bandaríkjaher virkið Fort Dearborn, sem var lagt í rúst árið 1812 í Fort Dearborn fjöldamorðunum. Ottawa ættbálkurinn, Ojibwa ættbálkurinn og Potawatomi ættbálkurinn gáfu landið eftir til Bandaríkjanna með St. Louis samningnum árið 1816. Þann 12. ágúst 1833 var bærinn Chicago skipulagður með 350 íbúum og sjö árum síðar voru íbúar orðnir 4000 talsins.

Chicago fékk borgarréttindi þann 4. mars 1837.

Chicago var ein af mest ört vaxandi borgum heims á fyrstu öld sinni. Íbúafjöldin komst upp í eina milljón fyrir 1890.
Frá árinu 1848 hefur borgin verið mikilvægur tengihlekkur milli austur- og vesturhluta Bandaríkjanna, þá fyrst með opnun Galena & Chicago Union Railroad, fyrstu járnbraut Chicagoborgar, sem og Illinois og Michigan skipaskurðsins sem leyfði gufuskipum og seglskipum að fara af mikluvötnum að Mississippi í gegnum Chicago. Sístækkandi efnahagur laðaði að borginni marga nýja íbúa frá sveitahéröðum og írsk-amerískir, pólsk-amerískir, sænsk-amerískir og þýsk-amerískir innflytjendur fluttust til borgarinnar í hrönnum. Árið 1880 bjuggu um 299 þúsund manns í borginni en um aldamótin 1900 voru þeir orðnir 1,7 milljónir.

State Street árið 1907
Eftir mikinn eldsvoða árið 1871 sem eyðilagði þriðjung borgarinnar, þar með talið viðskiptahverfið eins og það lagði sig, upphófst mikil uppsveifla tengd endurbyggingunni. Það var á þessum endurreisnarárum sem fyrsti skýjakljúfurinn var byggður með stálgrind (1885). Árið 1893 var haldin í borginni Word's Columbian Exposition hátíðina í mýrinni þar sem nú er Jackson Park. Hátíðin dró að sér 27,5 milljón gesti. Einu ári fyrr hafði Chicago Háskóli verið stofnaður á þessum stað.

Borgin var upphafsstaður verkalýðsdeilna á þessum árum, sem fól meðal annars í sér Haymarket óeirðirnar 4. maí 1886. Áhyggjur af félagslegum vandamálum meðal fátækari stétta borgarinnar leiddu til stofnunnar Hull House árið 1889.

Árið 1855 byrjaði Chicago að byggja fyrsta heildstæða skolpkerfi Bandaríkjanna, en til þess þurfti að hækka margar götur miðborgarinnar um allt að þremur metrum. Með þessu fór skolp og iðnaðarúrgangur beint út í Chicago á og þaðan í Michiganvatn og mengaði þar með vatnsbólið sem borgarbúar fengu drykkjarvatn sitt úr. Borgaryfirvöld brugðust við með því að leggja göng um þrjá kílómetra út í vatnið en rigningar á vorin báru skolpið út að inntaksrörunum. Loks var brugðið á það ráð að leysa vandann með því að snúa straumstefnu Illinois-ár við.

Á þriðja áratug 20. aldar varð borgin víðfræg fyrir skipulagða glæpastarfsemi. Glæpónar á borð við Al Capone börðust hver við annan á meðan að bjórbannið átti sér stað. En á sama tíma var mikil uppbygging í iðnaði ásamt því sem að þúsundir blökkumanna fluttust til Chicago og annarra norðlægra borga á þessum tíma.

Þann 2. desember 1942 var fyrsta stýrða kjarnahvarfið framkvæmt í háskólanum í Chicago, sem var einn af upphafspunktum Manhattan verkefnisins.

Á sjötta áratugnum fluttust margir efri- og millistéttaríbúar úr miðborginni í úthverfin og skildu eftir sig fjölmörg fátæk hverfi. Árið 1968 hýsti borgin Landsþing Bandaríska Demókrataflokksins og byrjaði byggingu á Sears turni (sem árið 1974 varð hæsta bygging heims) og O'Hare flugvellinum.

Árið 1983 varð Harold Washington fyrsti blökkumaðurinn til þess að gegna embætti borgarstjóra eftir einn krappasta kosningaslaginn í sögu borgarinnar. Frambjóðandi Repúblikanaflokksins, Bernard Epton, auglýsti framboð sitt með slagorðinu „áður en það er um seinan“, sem talið var skýrskotun til kynþáttafordóma.

Á síðasta hluta 20. aldar varð mikil breyting á borginni og mörg hverfi sem áður höfðu verið mestmegnis yfirgefin hafa tekið sér líf að nýju.

Árið 2019 var Lori Lightfoot fyrsta svarta konan til að vera kosin borgarstjóri og fyrsta samkynhneigða manneskjan til að gegna stöðu borgarstjóra í stórri bandarískri borg.

Chr Neuhaus Amagetorv 19 Köbenhavn K, ljósmyndastofa / Christian Rasmus Neuhaus (1833-1907)

  • HAH09270
  • Corporate body
  • 1862 - 1894

Christian Neuhaus stod i glarmesterlære, men skiftede ca. 1858 til fotografien, idet han gik i lære hos og derpå arbejdede for Rudolph Striegler (HER) , der var ved at tjene en formue på sine visitkortfotos.
Foråret 1862 etablerede Christian Neuhaus sig i en åben gård i Nyboder med et halvtag af lærred til at beskytte kunderne og sit apparat. I slutningen af dette år flyttede han til Købmagergade 14 og virkede der til 1894, hvorpå hans mangeårige medhjælper Oluf W. Jørgensen videreførte firmaet i fem år som Christian Neuhaus' efterfølger.
Christian Neuhaus portrætoptagelser er sobert, men ret traditionelt arbejde; i første halvdel af 1860'erne mest helfigurs, stående, med en stol som støttemøbel og kanten af en portiere som dekoration, derpå overvejende brystbilleder, indtil begyndelsen af halvfjerdserne vignetterede, senere mest ovalt afmaskede.

Dalatangi

  • HAH00188
  • Corporate body
  • 1895 og 1908 -

Dalatangi er ysta nes á fjallgarðinum Flatafjalli milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar. Þar rétt hjá eru sýslumörk Norður- og Suður-Múlasýslu. Á Dalatanga var fyrst reistur viti árið 1899 og hefur þar verið mönnuð veðurathugunarstöð frá árinu 1938.
Á staðnum eru tveir fallegir vitar. Dalatangviti, skærgulur að lit, var byggður árið 1908 er enn í notkun. Í vitahúsinu er jafnframt gamall hljóðviti sem var gerður nýlega upp og fær að hljóma á sunnudögum á sumrin gestum til heiðurs.
Eldri vitinn, er ekki síður falleg bygging. Hann er frá árinu 1895 og var gerður upp fyrir nokkru. Athafnamaðurinn Otto Wathne hafði forgöngu um gerð þeirra beggja.
Þá er á Dalatanga samnefndur bær þar sem vitavörður býr og er þar einnig rekið gistiheimili á sumrin. Hér hafa einnig farið fram reglubundnar veðurmælingar frá árinu 1938.
Vegurinn út í Dalatanga er á köflum seinfarinn, en er ferðalagsins virði fyrir þennan einstaka stað, sem er bókstaflega á ystu nöf. Hér endar Mjóafjarðarvegur. Lengra austur verður ekki haldið. Útsýnið yfir nærliggjandi firði er að sama skapi stórbrotið, en við Dalatangavita opnast mikið útsýni til norðurs allt að Glettingi og inn í mynni Loðmundarfjarðar og Seyðisfjarðar.

Results 101 to 200 of 1161