Sýnir 1161 niðurstöður

Nafnspjald
Fyrirtæki/stofnun

Gautsdalur í Bólstaðarhlíðarhreppi

  • HAH00162
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Þar bjó Gautur, förunautur Ævars hins gamla og fóstbróðir Eyvindar sörkvis. Bærinn er á Laxárdal fremri að vestan, norðan við mynni Auðólfsstaðaskarðs, vegur liggur til bæja um brúá ánni neðst í túninu. Túnið liggur út með brattri fjallshlíð á bökkum Auðólfsstaðaár, að nokkru ræktað með framræslu. Vetrarríki er mikið á Laxárdal, en landgæði og landrými. Eyðijörðin Mörk, er eign bændanna í Gautsdal og á Æsustöðum. Íbúðarhús byggt 1948 steinsteypt 307 m3. Fjós yfir 9 gripi. Fjárhús yfir 300 fjár. Hesthús fyrir 33 hross. Hlöður 802 m3. Tún 18 ha. Veiðiréttur í Auðólfsstaðaá.

Hagi - Norðurhagi í Þingi

  • HAH00500
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Hagi. Gamalt býli. Bærinn stendur á lágum ási skammt austur frá Hópinu, við norðurjaðar núverandi landeignar, áður nálægt miðju hennar, tún eru til vesturs og suðurs frá bænum, beitiland til suðurs og austurs, svo til allt graslendi og að verulegu leyti vaxið mýrargróðri, ræktunar skilyrði eru mjög góð. Jörðin var fyrr meir klausturjörð, nú um alllangt skeið bændaeign. Íbúðarhús byggt 1927 og 1946, 329 m3. Fjós fyrir 15 gripi, mjólkurhús og haughús. Fjárhús yfir 200 fjár. Hlöður 520 m3. Vothey 50 m3. Geymslur 90 m3. Tún 30 ha. Veiðiréttur í Hópinu.

Norður-Hagi. Nýbýli úr Hagalandinu, stofnað 1972. Bærinn stendur í sama túni og Hagi, aðeins lítið lækjardrag milli húsa. Tún vestur og norður frá bænum og beitiland til norðurs og austurs að meiginhluta mýrlendim nú að verulegu leyti framræst, ræktunarskilyrði mjög góð. Íbúðarhús byggt 1972, 660 m3. Fjárhús yfir 500 fjár. Hlöður 100 m3. Tún 16,7 ha. Veiðiréttur í Hópinu.

Röðull á Ásum

  • HAH00562
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1952 -

Nýbýli stofnað 1952 af núverandi eiganda úr fjórða hluta Sauðaness. Bærinn stendur örskammt austan við þjóðveginn og ber nokkru hærra. Landið nær norður að hreppamörkum Blönduós. Er það beggja megin við þjóðveginn, en þó liggur stærri hluti þess vestan hans, er það að mestu mýrlendi, sem nær niður að Laxá í Ásum. stærð landsins er um 170 ha. og nær allt graslendi og ræktanlegt. Íbúðarhús byggt 1955, 356 m3. Fjós fyrir 21 gripi. Fjárhús yfir 400 fjár. Hlöður 1095 m3. Votheysturn 128 m3. Geymsla úr asbesti 134 m3. Vélageymsla 200 m3. Tún 24,6 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum og Laxárvatn.

Sviðningur á Skaga

  • HAH00431
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Bærinn stendur á vestanverðum Sviðningsrinda. Rindurinn er gamall sjávarkambur, nokkuð gróinn og nær frá Laxá í Nesjum langleið suður að Ytri-Björgum. Á Sviðningi er fremur landþröngt, þar er reki til hlunninda.
Íbúð úr blönduðu efni 150 m3. Fjós úr asbesti byggt 1950 yfir 5 gripi. Fjárhús með kjallara byggt 1935 úr torfi og grjóti yfir 120 fjár. Hlaða úr blönduðu efni 160 m3. Geymsla gerð 1955, 132 m3 úr asbesti. Votheysgeymsla 32 m3.
Tún 19 ha. Reki.

Slysavarnardeild Þorbjörns Kólka (1951)

  • HAH 10119
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1951

Félagið var stofnað 15. desember 1951 og var félagssvæði þess í Skagahreppi. Félagið dró nafn sitt af Þorbirni Kólka hinum nafnkunna sægarpi.
Í fyrstu stjórnina voru kosnir:
Pétur Sveinsson, formaður
Gunnar Lárusson,
Sigurður Pálsson,
Kristinn Lárusson,
Ólafur Pálsson.
Endurskoðendur:
Friðgeir Eiríksson,
Þorgeir Sveinsson.

Málfundafélag Nesjamanna (1905)

  • HAH 10120
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1905

Félagið var stofnað árið 1905 og höfðu frumkvæði að stofnun félagsins þeir Guðmundur Ólafsson kennari, er dvaldi einn vetur við kennslu á Nesjum og Benedikt Benediktsson seinna verslunarstjóri á Kálfshamarsvík. Þann 5. jan. 1913 samþykkti félagið tillögu formanns síns, B. B., að byggja fundarhús á Kálfshamarsnesi. 1 stjórn með Benedikt voru þá: Guðlaugur Eiríksson póstur og Sigurður Jónsson, bóndi, Ósi, síðar bóndi á Mánaskál. Þeir E. Hemmert verzlunarstjóri og Karl Berndsen kaupmaður, báðir á Skagaströnd, afhentu félaginu grunnlóð undir húsið endurgjaldslaust á landi, sem þeir áttu á Kálfshamarsnesi. Hófst stjórn félagsins þegar handa og réði yfirsmið að húsinu, Sigmund Benediktsson, nú bónda að Björgum. 1 september sama ár var húsið fullgert. Var það timburhús á hlöðnum grunni. Vígslufagnaður í Samkomuhúsi Nesjamanna var haldinn 19. sept. 1913. Næsta
vetur, 1913—14, var húsið lánað fyrir barnakennslu og mun barnaskólinn hafa verið þar síðan á hverjum vetri. Þetta litla félagsheimili Nesjamanna var hið fyrsta sinnar tegundar í AusturHúnavatnssýslu. Liðu meira en tveir áratugir, þar til tvö önnur æskulýðsfélög í héraðinu byggðu sín fundahús. Ber þetta framtak þeirra Nesjamanna fagurt vitni um framsýni, einhug og fórnarvilja. Samhliða bættum starfsskilyrðum fyrir félagið var barnaskólanum búinn góður samastaður. Fyrir tólf árum síðan var húsið endurbætt og stækkað verulega.
Málfundafélag Nesjamanna barðist fyrir ýmsum umbótamálum í byggðarlaginu, svo sem samgöngubótum og ræktunarframkvæmdum o. fl., sem til framfara horfði.
En hvað hamlaði því, að svona áhugaríkt og athafnasamt félag tæki þátt í heildarsamtökum æskulýðsfélaganna í héraðinu?
Einfaldlega mikil vegalengd og torsótt. Af félagssvæðinu til höfuðstöðva sambandsins á Blönduósi eru um 60 km, og leiðin ekki bílfær fyrr en á fimmta tugi aldarinnar.
Á síðari árum hafa þeir bræður Sigurður og Ólafur Pálssynir í Króksseli og Friðgeir Eiríksson bóndi, Sviðningi, skipað stjórn félagsins.
Friðgeir hefur verið í stjórninni yfir þrjátíu ár. Nú er félag Nesjamanna fámennt, því að byggðin þarna hefur eyðst mjög á síðari árum.

Kjörstjórn Blönduóss- og Engihlíðarhrepps (2002)

  • HAH10121
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 2002

Yfirkjörstjórn Blönduóss- og Engihlíðarhrepps eftir sameiningu árið 2002, tók til starfa og undirbjó sveitarstjórnarkosningar er fram fóru 25. maí 2002.
Kjörstjórn skipa:
Ragnar Ingi Tómasson
Haukur Ásgeirsson
Gunnar Sig. Sigurðsson

Ungmennafélagið Vísir Bólstaðarhlíðarhrepps (1911)

  • HAH 10123
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1911

Árið 1911 er Málfundafélagið Vísir starfandi í Bólstaðarhlíðarhreppi og er Hafsteinn Pétursson ritari í stjórn þess.
Ekki er meira vitað um þetta félag annað en reynt var að endurvekja það sem Ungmennafélagið Vísir Bólstaðarhlíðarhrepps árið 1927, síðan er ekki ljóst hvað varð um félagið.

Sauðárkrókur

  • HAH00407
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Sauðárkrókur (oft kallaður Krókurinn í daglegu tali) er bær í Sveitarfélaginu Skagafirði og eini kaupstaður Skagafjarðarsýslu. Íbúar voru 2535 árið 2015.

Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina.
Gönguskarðsá hefur einnig myndað allnokkra eyri við ósinn og þar er höfnin, frystihús, sláturhús og steinullarverksmiðja. Fimm klaufir eða skorningar ganga inn í Nafirnar upp af bænum og nefnast þær Kristjánsklauf, Gránuklauf eða Bakarísklauf, Kirkjuklauf, Grænaklauf og Grjótklauf. Framan af var byggðin öll á eyrinni og flötunum neðan Nafanna en þegar það svæði var nær fullbyggt um 1970 hófst uppbygging nýs hverfis á Sauðárhæðum, sunnan Sauðárgils, og hefur það verið aðalbyggingasvæði bæjarins síðan.

Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Héraðslæknir settist að á Króknum árið 1896 og sýslumaður flutti þangað árið 1890. Sjúkrahús reis 1906 og barnaskóli var byggður árið 1908 gegn kirkjunni.
Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Sauðárkrókur breyttist í landbúnaðarþorp og var þjónustumiðstöð fyrir skagfiskar byggðir í vestanverðum Skagafirði. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Útgerðarfélag Sauðárkróks var stofnað árið 1944 og Útgerðarfélag Skagfirðinga árið 1967. Fyrsti skuttogarinn kom árið 1971. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Bærinn var upphaflega í Sauðárhreppi, en varð að sérstökum hreppi, Sauðárkrókshreppi, árið 1907, sem varð svo Sauðárkrókskaupstaður 1947. Hinn hluti Sauðárhrepps varð að Skarðshreppi.

Árbakki í Vindhælishreppi

  • HAH00610
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Bærinn stendur á syðri bakka Hrafnár, norðavestan undir Skógaröxl. Í austur opnast Hrafndalur. Árbakkaland er víðlent og grösugt - ræktunarmöguleikar eru miklir, en þó er sumsstaðar þörf framræslu. Þar er útbeit góð en þó veðrasamt. Hrognkelsaveiði telst þar til hlunninda.
Íbúðarhús byggt 1952 364 m3. Fjós yfir 12 kýr, fjárhús yfir 120 fjár. Hlöður 1691 m3. Vélageymsla 65 m3. Tún 25 ha.

Kornsá í Vatnsdal

  • HAH00051
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Gamalt höfuðból og sýslumannssetur um skeið. Bærinn stendur á sléttri túngrund nokkuð neðan við Kornsána og dregur nafn af henni. Áin á upptök sín í Kornsárvatni suður af Víðidalsfjalli. Undirlendi jarðarinnar er mikið, sumt mjög votlent, en árbakkar þurrir, sléttir og grasgefnir. Hér bjó lengi Lárus Blöndal sýslumaður og seinna Björn Sigfússon alþingismaður um skeið. Íbúðarhús byggt 1885, 572 m3. Fjós fyrir 4 gripi. Fjárhús yfir 630 fjár. Hlöður 1608 m3. Tún 42,6 ha. Vélaskúr. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Kornsá.
Kornsá II. Nýbýli 3/10 úr jörðinni Kornsá. Húsið stendur í túninu spöl frá gamla húsinu. Fyrrum áttur jarðirnar svokallaðar Kornsárkvíslar, þe. land það, er liggur á milli Kornsár og Gljúfurár og náði fram og vestur í Bergárvatn. Nú liggur þetta land undir Þingeyrar. Oft flæða árnar, Vatnsdalsá og Kornsáin yfir undirlendið og bera frjóefni, en líka stundum leir og möl til skemmda. Merkileg vatnsuppspretta er rétt norðan við túnið og heitir Kattarauga, nú friðlýst. Íbúðarhús byggt 1958, 350 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 335 fjár. Hlöður 739 m3. Votheysgryfja 40 m3. Tún 21,1 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Kornsá.

Ytri-Hóll á Skagaströnd

  • HAH00108
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Bæjarhús standa nú neðst í túninu rétt ofan vegar, áður var bærinn á hól ofarlega í túninu niður undan háum melhrygg, sem heitir Hólskjölur. Þar austur af gnæfa stuðlabergsbrúnir Ytri-Hólanúpanna. Ræktunarskilyrði ágæt, útbeit sæamileg og jarðsælt. Íbúðarhús byggt 1946, 291 m3. Fjós yfir 6 kýr. Fjárhús yfir 330 fjár. Hlöður 550 m3. Votheysgeymsla 40 m3. Vélageymsla 120 m3. Tún 29,4 ha. Hrognkelsaveiði.

Kaldakinn Torfalækjarhreppi

  • HAH00556
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1250)

Kaldakinn 1. Land jarðarinnar liggur milli Blöndu og Laxárvatns. Bærinn stendur austan í hálsinum um 1 km frá þjóðveginum. Ræktun gengur til norðurs meðfram Blöndu og í Köldukinnarkatla, sem eru athyglisverð náttúruminja fyrirbæri, stórir grashvammar með melhryggjum umhverfis. Ævafornt eyðibýli, Skildibrandsstaðir var þarna fyrir ofan Katlana. Jarðsælt er og ræktunarmöguleikar góðir. Mikið berjaland er í Kötlunum og einnig vestan í hálsinum. Íbúðarhús byggt 1948, 426 m3. Fjós fyrir 18 gripi. Fjárhús yfir 160 fjár. Hlöður 635 m3. Geymsla 430 m3. Votheysturn 40 m3. Tún 40,2 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Laxárvatni.


Kaldakinn 2. Land jarðarinnar liggur milli Blöndu og Laxárvatns. Bærinn stendur austan í hálsinum og hallar túninu niður að Blöndu. Ræktun er einnig beggja vegna þjóðvegar við Ásamótin og útundanir Vatnskot [fornt eyðibýli] vestan í hálsinum Syðst í landinu eru Köldukinnarhólar og ná þeir nokkuð suður í land Grænuhlíðar. Ræktunarmöguleikar eru miklir og jarðsælt. Íbúðarhús byggt 1959, 455 m3. Fjós fyrir 38 gripi. Hlöður 2236 m3. 2 votheysturnar 80 m3. Geymsla 360 m3. Tún 54,5 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Laxárvatni.

Laufáskirkja Grýtubakkahrepp Þing

  • HAH00857
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1865 -

Laufáskirkja er í Laufásprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi. Staðurinn Laufás kemur fljótt við sögu eftir að land byggðist. Kirkjur hafa staðið þar frá fyrstu kristni og voru helgaðar Pétri postula í katólskum sið.

Núverandi kirkja var byggð 1865, 62 m², og rúmar 110 manns í sæti. Yfirsmiður var Tryggi Gunnarsson (Hallgilsstaðir, S.-Þing.) og verkstjóri og aðalsmiður Jóhann Bessason, bóndi að Skarði í Dalsmynni.

Meðal merkra gripa kirkjunnar er prédikunarstóllinn, sem ber ártalið 1698. Á honum eru útskornar myndir guðspjallamannanna fjögurra og Kristur konungur fyrir miðju með ríkiseplið í vinstri hendi. Fangamark sera Geirs Markússonar, sem var prestur í Laufási á þessum tíma, er efst á stólnum.

Tryggvi Gunnarsson gróðursetti reynivið, sem stendur við austurgafl kirkjunnar á leiði foreldra sinna. Séra Björn Halldórsson var aðalhvatamaður byggingar kirkjunnar 1865. Hann lét einnig byggja upp bæinn á árunum 1866-1870.

Sæunnarstaðir í Hallárdal

  • HAH00683
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1930)

Eyðibýli eigendur 1975 Guðmann Magnússon, Vindhælishreppur; Skagahreppur og Höfðahreppur. Á Sæunnarstöðum bjó maður á 18. öld er hét Jón Sigurðsson. Hann hafði á sínum snærum 7 drauga og hýsti þá í sérstökum kofa, en þeir þóttu aðsúgsmiklir.

Miðgil í Engihlíðarhreppi.

  • HAH00267
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Býlið fór í eyði 1962 og ekki önnur hús uppistandandi en íbúðarhús hrörlegt úr timbri og torfi, er stendur ofarlega í túni við brekkurætur.
Jörðin er landlítil, en mestur þess gróinn og frjór. Á þessum stað er merkjanleg breyting á gróðurfari Langadals. Fyrir sunnan er fjallshlíðin nokkru þurrlendari og ber þar meira á vallendisgróðri, en utar verður landið rakara og hálfdeigjugróður meira ríkjandi. Jörðin er í eigu og nytjuð af Frímanni Hilmarssyni á Breiðavaði og Rögnvaldi Ámundasyni fyrrum bómda í Vatnahverfi. Tún 10,5 ha, veiðiréttur í Blöndu.

Friðfinnshús Blönduósi / Læknahús 1897-1901

  • HAH00100
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1896 -

Byggt í upphafi fyrir starfsmenn Möllersverslunar, síðar bjuggu þar læknar þar til læknabústaðurinn var byggður.
Byggt 1896 af Jóhanni Möller kaupmanni. Þar bjó fyrst Jón Egilsson bókari hans, en 1897 er einnig kominn í húsið Sigurður Pálsson læknir. Læknar bjuggu svo í húsinu næstu árin.
Björn Blöndal 1899-1901 og Júlíus Halldórsson 1901-1903, en þá hafði hann byggt hús yfir sig, sem eftir það var bústaður lækna í meira en hálfa öld.
Eftir að Jóhann Möller dó keypti Friðfinnur húsið af ekkju Möllers.

Læknabústaðurinn Aðalgata 5 Blönduósi

  • HAH00081
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1903 -

Húsið var byggt sem læknisbústaður af Júlíusi Halldórssyni héraðslækni árið 1903. En 1906 tekur við af honum Jón Jónsson (Jón pína). Hann lét af störfum 1922 og kaupir sýslunefnd AusturHúnavatnssýslu húseignir hans við Aðalgötu og fleiri eignir, eins og sagt er frá í inngangi, í því skyni að hýsa þar læknisbústað héraðsins með hæfilegum viðbyggingum og sjúkrahús. Gegndi húsið því hlutverki fyrir Blönduóshérað til 1955, þegar starfsemin var flutt í Héraðsheimilið. Lyfjabúð var um árabil í kjallara hússins. Á tímabili eftir 1955 var það nýtt sem skrifstofuhúsnæði á vegum Húnfjörðs hf. Skáksamband Íslands var stofnað í því 1925. Húsið er nú nýtt til íbúðar, og skilgreint sem parhús í fasteignamati.

Hinn hluti parhússins er Aðalgata 7 (gamli spítalinn). En húsin standa á sameiginlegri lóð.

Fitjar í Víðidal [efri og neðri]

  • HAH00898
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1500)

Jörðin Efri-Fitjar er gamalt býli og landmikið. Land jarðarinnar liggur meðfram Fitjá og er nú fremsta býli í byggð austan megin Fitjár.
Beitiland er ágætt og slægjur einnig allgóðar meðfram ánni.
Jörðinni var skipt við sölu árið 1935 í tvo jafna hluta og hélt hinn helmingur jarðarinnar gamla heitinu Neðri-Fitjar en sá hluti er nú í eyði.
Á Efri-Fitjum hófu þá búskap Kristín Ásmundsdóttir og Jóhannes Árnason og eru byggingar á jörðinni allar frá þeirra búskapartíð.

Veiðiréttur í Fitjará

Haugur í Miðfirði V-Hvs

  • HAH00836
  • Fyrirtæki/stofnun

Er vestan Núpsár, gegnt Núpsdalstungu. Bærinn stendur á túni ofan vegar. Landið nær vestur á háls gegnt Skeggjastöðum. Sæmilegt til beitar en ræktunarskilyrði takmörkuð.
Ábúendur og eigendur (1978): Stefán Davíðsson og k.h. Guðný Gísladóttir. Einnig Haukur Stefánsson.

Tannstaðabakki

  • HAH00584
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Gamalt býli, alltaf í byggð. Byggt úr landi Tannastaða, selt sem sjálfstæð jörð 1409 og aftur 1531, þá seld Ara Jónssyni lögmanni. Bærinn stendur niður við sjó, sunnan við svonefndan Bakkalæk. Landstærð 300 ha. ræktunarskilyrði góð, landið að mestu afgirt. Sama ætt hefur búið á jörðinni síðan 1831. Íbúðarhús byggt 1955, 539 m3. Fjós fyrir 14 gripi. Fjárhús yfir 318 fjár. Hlöður 1026 m3. Votheyshlöður 75 m3. Vélageymsla 90 m3. Tún 29,63 ha.

Stóra-Borg í Víðidal

  • HAH00480
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (900)

Stóra-Borg var um langan aldur aðeins eitt býli, en ern nú skipt á milli 3ja bænda, Stóraborg syðri er hálflenda jarðarinnar. Bærinn er landfræðilega nyrst í Víðidal og á engjalönd á bökkum Víðidalsár. Jörðin er bændaeign. Íbúðarhús byggt 1945, 235 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 240 fjár. Hesthús yfir 6 hross. Hlöður 845 m3. Tún 28,7 ha. Veiðiréttur í Víðidalsá og Vesturhópsvatni.

Ytri-Stóra-Borg I. Bærinn stendur austan við húsið að Ytri-Stóra-Borg II. Er það gamalt hús byggt fyrir aldamótin 1900, upphaflega sem dvalastaður enskra veiðimanna við Víðidalsá. Hefur þar verið þingstaður hreppsins um fjölda ára. Jarðarafnot hefur jörðin sem næst ¼ af allri Stóru-Borg og er það aðallega í suður og austur frá bæjunum. Íbúðarhús, 166 m3. Fjós fyrir 16 gripi. Fjárhús yfir 210 fjár. Hlöður 839 m3. Tún 21,8 ha. Veiðiréttur í Víðidalsá og Vesturhópsvatni.

Ytri-Stóra-Borg II
Bærinn stendur í sama túni og Syðri Stóra-Borg og er örskammt á milli húsa. Jarðarafnot hefur jörðin sem næst ¼ af allri Stóru-Borg og er það aðallega norðan bæjanna. Frá Stóru-Borgarbæjunum er útsýni fagurt austur yfir Víðidalinn og út á Hópið. Skammt í suður frá bæjunum gnæfir Borgarvirki. Íbúðarhús byggt 1963, 670 m3. Fjós fyrir 16 gripi. Fjárhús yfir 357 fjár. Hlöður 1075 m3. Votheysgeymsla 112 m3. Tún 39,2 ha. Veiðiréttur í Víðidalsá og Vesturhópsvatni.

Gnýstaðir á Vatnsnesi

  • HAH00273
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Landamerkjaskrá fyrir þjóðjörðinni Gnýstöðum í Kirkjuhvammshreppi.

Að sunnan frá sjó úr Krosshól til landsuðurs upp í Ausugeir, og þaðan sömu stefnu fyrir norðan Sjónarhól í Gildru sem einkennd er með vörðu, og frá Gildru beina línu í grjótvörðu, og stendur á háholtinu nálægt ánni fyrir norðan Svartbakka og Tungubæ, og úr þeirri vörðu sömu stefnu til árinnar, ræður þá Tungu og Tjarnará til sjáfar. – Þess skal getið, að Tjörn á, sem í tak, trjáreka í Árvík.

Hvammi, 19. maí 1885
B.G. Blöndal umboðsmaður Þingeyrakl.jarða.

Jón Þorláksson prestur að Tjörn

Skúfur í Norðurárdal

  • HAH00681
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1930)

Tún 5 ha. Eyðijörð.
Eigandi 1975;
Baldur Þórarinsson 3. okt. 1921 - 14. sept. 1988. Var á Vatnsdalshólum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Neðstabæ, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Verkamaður á Blönduósi. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Kona hans; Guðrún Erlendsdóttir 26. okt. 1922 - 6. mars 2011. Var á Gauksstöðum, Hvammssókn, Skag. 1930. Var á Neðstabæ, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Húsfreyja á Blönduósi og fékkst við ýmis störf.

Auðunnarstaðir I og II í Víðidal

  • HAH00899
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um 880

Hjer hefur að fornu hálfkirkja verið og stóð húsið í voru minni. Enginn minnist hjer hafi tíðir veittar verið. Jarðardýrleiki lx € .
Eigandinn að xxx € er Björn þorláksson lögrjettumaður hjer heima búandi. Landskuld þar af er nú engin; var á meðan leiguliðar hjeldu ýmist ij € eður i € xxx álnir, eftir því sem landsdrotnar komu kaupi sínu. Leigukúgildi minnir menn v hafi verið og leigur goldist í smjöri eður peníngum. Kvaðir voru öngvar.
Kvikfjenaður Björns iiii kýr, i kvíga tvævetur mylk, i kvíga veturgömul, b ær, xi sauðir tvævetrir og eldri, xxi veturgamall, xv lömb, iii hestar, ii hross, iii únghryssur, i foli veturgamall.
Fóðrast kann á þessum helmíngi vi kýr, i úngneyti, xxx lömb, lx ær, vi hestar. Eigandinn að öðrum helmíngi jarðarinnar, xxx € , er Marckús Pálsson að Syðrivöllum við Miðfjörð.
Ábúandinn á xv € er Sveinn Ingimundarson. Annar ábúandi á xv € , sem er afdeildur bær uppgjör fyrir fáum árum og kallaður Audunarstadakot, er Ólafur Arngrímsson.
Landskuld af þessum xxx € er ij € . Geldur helming hver ábúenda. Betalast með xl álna fóðri eftir proportion; en hitt sem meira er í ullarvöru og öllum gildum landaurum.
Leigukúgildi vi, leigir helming hver. Leigur betalast í smjöri heim til landsdrottins. Kvaðir öngvar.
Kvikfje hjá Sveini ii kýr, ii kvígur veturgamlar, xliii ær, xx sauðir tvævetrir og eldri, xxi veturgamlir, xiiii lömb, iii hestar, i hross með fyli, i únghryssa, i foli veturgamall. Kvikfje hjá Ólafi iiii kýr, Ixx ær, x sauðir tvævetrir, xviii veturgamlir, xii lömb, iiii hestar, i hross. Fóðrast kann á þessum helmíngi jarðarinnar alt slíkt sem áður er talið á þann helming, sem Björn heldur.
Torfrista og stúnga næg. Reiðíngsrista lök. Móskurður til eldiviðar hefur verið, meinast enn vera mega en brúkast ei. Rifhrís hefur verið af nægð, tekur að þverra og brúkast þó enn til kola.
Lax og silúngsveiðivon góð í Víðidalsá, líka nokkur í Fitjá. Selstöðu á jörðin í eigin landi góða, en þó erfiða mjög yfir foröð, sem brúa þarf. Lambaupprekstur á Víðidalstúnguafrjett ut supra.
Túninu grandar vatnságángur, sem grefur og gjörir jarðföll. Enginu spillir Víðidalsá með sandi og leiri. Ekki er kvikfje óhætt fyrir foruðum. Vatnsból er ilt og þrýtur oft um vetur til stórmeina.

Kárdalstunga í Vatnsdal

  • HAH00050
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (950)

Kárdalstunga stendur neðst í tungunni milli Vaglakvíslar og Hólkotskvíslar nokkru neðar en Vaglar. Kvíslar þessar eiga upptök sín á ýmsum stöðum fram á hálsum og eru vatnslitlar. Heita svo Tunguá eftir að saman falla rétt fyrir neðan Kárdalstungu. Landið, sem hallar til norðurs og vesturs, er lítið og hrjóstrugt og erfitt til ræktunar. Til forna var hjáleiga eða býli suður í Kárdalstunguhólum. Einnig var sel er Árnasel hét við Selbrekkur. Tungusel var austan við Hólkotskvísl allmiklu sunnar. Íbúðarhús byggt 1960, 410 m3. Fjós fyrir 16 gripi. Fjárhús yfir 186 fjár. Hlaða 490 m3. Votheysgryfjur 80 m3. Geymsla, bílskúr og verkstæðishús 291 m3. Tún 44,5 ha. Veiðiréttur í Tunguá. Kirkjujörð:

Másstaðir í Þingi

  • HAH00504
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1930)

Másstaðir / Márstaðir. Bærinn stendur vestur frá Nautaþúfu á Vatnsdalsfjalli, neðarlega í undirhlíðum þess sem ná þar ofan undir Flóð. Tún er ræktað á skriðu og ræktunarskilyrði erfið. Engjar eru í óshólmum Vatnsdalsár og stækka stöðugt af framburði árinnar, beitiland er til fjallsins. Másstaðir eru fornbýli frá söguöld, stórbýli til 1720 að skriðan féll, metin þá með hjáleigum 100 hdr. Kirkjustaður öldum saman uns kirkju tók af í snjóflóði 1811. Kristfjárjörð um tíma, komst í einkaeign 1926. Íbúðarhús byggt 1895 og 1928, Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 100 fjár. Hlöður 100 m3. Vothey 80 m3. Tún 8,8 ha. Veiðiréttur í Flóðið
Í eyði um 1975 en nýtt frá Hjallalandi.

Stóridalur Svínavatnshreppi

  • HAH00483
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [900]

Stóridalur er ættarjörð. Guðmundur Jónsson frá Skeggjastöðum seinna nefndur ríki, eignaðist jörðina og flutti á hana 1792. Eftir hann hafa hafa niðjar hans jafnan átt og setið jörðina að mestu leyti. Beitilandið er kjarngott og víðáttumikið og einnig nægilegt ræktunarland. Íbúðarhús byggt 1962, 827 m3. Fjós fyrir 8 gripi. Fjárhús yfir 250 fjár annað yfir 180 og torfhús yfir 100 fjár. Hesthús yfir 12 hross. Hlöður 1200 m3. Tún 42 ha. Veiðiréttur í Svínavatni.

A. Sölvason / Ásgeir Sölvason (1866-1948) ljósmyndari, Cavalier Pembina. N. Dak.

  • HAH09533
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 31.1.1866 - 29.9.1948

Ásgeir Sölvason 31. jan. 1866 - 29. sept. 1948. Sennilega sá sem fór til Vesturheims 1876 frá Stóradal, Svínavatnshreppi, Hún. Ljósmyndari í Cavalier, Pembina, N-Dakota, Bandaríkjunum 1900. Ljósmyndari í Seattle, King, Washington, Bandaríkjunum 1930. Var í Seattle, King, Washington, Bandaríkjunum 1940.
Tökubarn Másstöðum 1870.

J. A. Brock (1858-1950) & Co

  • HAH09539
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1869-1950

Ljósmyndari Belleville Ontario 1882,
Brandon Manitoba 1883 og aftur 1889 eftir að uppúr samstarfinu við Devine slitnaði. 1893 flytur hann til Californíu og stofnar ljósmyndastofu í Port Hope Los Angeles þar sem hann snýr sér að Kvikmyndatöku (stereós)
Skv Luminous-Lint, stofnaði hann ljósmyndastofu ásamt Jospeh H Brown 1869,
Stofnaði ásamt H T Devine (Harry Devine ljósmyndastofu í Cordova and Abbott Sts. Vancouver, BC Canada 13.6.1886 [24.3.1887] - 1889, en þá hætti Devin
John Harry Torkington Devine was born on July 28, 1865 in Manchester, England. He immigrated to Manitoba with his family in 1884.

Ljósmyndstofan og síðar „Stereo stúdíoið“ var rekið til 1950 einnig undir nafni konu hans Higgins.
Stofnaði ásamt H T Devine (Harry Devine ljósmyndastofu í Cordova and Abbott Sts. Vancouver, BC Canada 13.6.1886 [24.3.1887] - 1889, en þá hætti Devin
John Harry Torkington Devine was born on July 28, 1865 in Manchester, England. He immigrated to Manitoba with his family in 1884.

Hvammstangi

  • HAH00318
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 13.12.1895 -

Hvammstangi er kauptún í Húnaþingi vestra. Hann var upphaflega í Kirkjuhvammshreppi en var gerður að sérstökum hreppi, Hvammstangahreppi, hinn 1. júlí 1938. Íbúar voru 543 árið 2015.
Hrepparnir tveir sameinuðust á ný 7. júní 1998 ásamt hinum 5 hreppunum í Vestur-Húnavatnssýslu: Staðarhreppi, Fremri-Torfustaðahreppi, Ytri-Torfustaðahreppi, Þverárhreppi og Þorkelshólshreppi undir nafninu Húnaþing vestra.
Hvammstangi var gerður að viðurkenndum verslunarstað árið 1895 en þá voru engin íbúðarhús á staðnum. Hið fyrsta slíka var byggt árið 1900. Þá hófust einnig fiskveiðar þar á tanganum og eru hafnarskilyrði þar nú góð. Mest er veitt af rækju og grásleppu.
Á Hvammstanga er margvísleg þjónusta fyrir sveitirnar í Húnaþingi vestra. Hitaveita Húnaþings vestra á Laugarbakka sér Hvammstanga fyrir heitu vatni en þangað var lögð hitaveituæð 1972. Vatnsveita kom í plássið 1952 en áður hafði hvert hús haft eigin brunn.
Læknir hefur haft aðsetur sitt á Hvammstanga allt frá 1905 en hann þjónaði jafnframt héraðinu. Á árunum 1979 til '81 var heilsugæsla byggð á staðnum.

  1. janúar 2007 opnaði Fæðingarorlofssjóður starfsemi sína á Hvammstanga.
  2. júní 2006 var opnað Selasetur á Hvammstanga. Hús Verslunar Sigurðar Pálmasonar, sem reist var 1926, hýsir Selasetrið. Í Selasetrinu má nálgast fróðleik í máli og myndum um seli og ýmsa hjátrú tengda þeim. Eitt aðgengilegasta selalátur landsins er á Vatnsnesi, norður af Hvammstanga.
    Hvammstangakirkja var vígð 21. júlí 1957. Er hún steinsteypt og tekur 160 manns í sæti. Í Kirkjuhvammi, rétt ofan Hvammstanga, er eldri kirkja - frá árinu 1882. Hún er friðlýst og í umsjón Þjóðminjasafns Íslands. Gripir úr henni eru í Hvammstangakirkju og ber þar að nefna messingskírnarfat frá árinu 1753 og silfurkaleik frá 1821.
    Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta er fæddur á Hvammstanga árið 1985.

Steinnes í Þingi

  • HAH00508
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1200)

Fornt býli, gæti verið Steinsstaðir þeir sem getið er um í Þorvaldsþætti víðförla. Bærinn stendur á allháu barði skammt vestur frá Vatnsdalsá, Steinneskvísl. Tún út frá bænum aðallega til suðurs, beitiland til norðurs og vesturs nálega allt graslendi mest vaxið mýrargróðri, en númikið framræst, ræktunarskilyrði mjög góð. Flæðiengi er stórt austan ár. Aðsetur presta í Þingeyraklaustursprestakalli hefir jörðin verið aftan úr öldum til ársins 1968. Íbúðarhús byggt 1928 endurbætt 1974, 533 m3. Fjós fyrir 22 gripi með mjaltarbás, mjólkurhúsi og haughúsi. Fjárhús yfir 500 fjár. Vothey 760 m3. Hlöður 1000 m3. Geymsla. Tún 14,9 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá

Siglufjörður

  • HAH00917
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1614 -

Hinn forni Sigluneshreppur náði yfir bæði Siglufjörð og Héðinsfjörð og samsvaraði landnámi Þormóðs ramma. Var hann kenndur við bæinn Siglunes, sem framan af var höfuðból sveitarinnar og síðar kirkjustaður og mikil verstöð. Árið 1614 var ný kirkja reist á Hvanneyri við Siglufjörð, en nafnið Hvanneyrarhreppur mun ekki hafa verið tekið upp fyrr en á 18. öld. Verslun hófst í hreppnum 1788 og Siglufjörður varð að löggiltum verslunarstað árið 1818. Þá var 161 íbúi í hreppnum, þar af 8 í kaupstaðnum. Einni öld síðar, árið 1918, fékk Hvanneyrarhreppur kaupstaðarréttindi og hét eftir það Siglufjarðarkaupstaður.

Fjörðurinn er lítill og þröngur, umlukinn háum og bröttum fjöllum. Þar er mjög góð höfn frá náttúrunnar hendi en undirlendi lítið, nema inn af botni fjarðarins og á Hvanneyrinni vestan hans, og þrengdist því fljótt að byggðinni þegar fólki fjölgaði. Snjóflóðahætta er víða mikil í firðinum og 12. apríl 1919 fórust 9 manns í snjóflóði í ofurlitlu þorpi sem þá var risið austan fjarðarins og um sama leyti 7 í Engidal, sem er vestan Siglufjarðar en í Hvanneyrarhreppi, og 2 í Héðinsfirði, auk þess sem mörg mannvirki eyðilögðust, þar á meðal fyrsta stóra fiskimjölsverksmiðja á Íslandi. Alls fórust því 18 manns í hreppnum í þessari snjóflóðahrinu.

Í bænum bjuggu 1219 manns árið 2015, sem er mikil fækkun frá blómaskeiði bæjarins á fjórða og fimmta áratugnum. Árið 1950 bjuggu 3100 manns á Siglufirði og var það þá fimmti stærsti kaupstaður landsins, auk þess sem fjöldi aðkomumanna kom þangað til vinnu um stundarsakir og í brælum þegar ekki gaf til veiða lágu tugir eða jafnvel hundruð skipa á firðinum. Þetta blómaskeið Siglufjarðar var afleiðing mikilla síldveiða fyrir Norðurlandi sem hófust árið 1903. Það voru Norðmenn sem hófu veiðarnar en fljótlega fóru Íslendingar sjálfir að veiða síldina og þá varð Siglufjörður helsti síldarbærinn vegna góðrar hafnaraðstöðu og nálægðar við miðin. Þar voru nokkrar síldarbræðslur, þar á meðal sú stærsta á landinu, og yfir 20 söltunarstöðvar þegar best lét.

Herring2.jpg

Á síldarárunum, eins og þau urðu síðar kölluð, var mikið um að vera á Siglufirði og oft mikið um farandverkafólk sem vann í törnum og fékk vel greitt fyrir miðað við það sem annars staðar fékkst, sem varð til þess að Siglufjörður var stundum kallaður Klondike Íslands. Sum árin var verðmæti síldarútflutnings frá Siglufirði yfir 20% af öllum útflutningi Íslendinga. Siglfirðingar minnast þessa tímabils enn í dag, því í bænum er starfandi Síldarminjasafn og árlega er haldin „Síldarævintýrið á Sigló“ um verslunarmannahelgi. Áður en síldin kom til sögunnar hafði Siglufjörður einkum verið þekktur fyrir hákarlaveiðar en þar var mikil hákarlaútgerð.

Halla fór undan fæti á sjötta áratugnum, þegar síldin brást mörg ár í röð og íbúum fækkaði. Afli jókst aftur en árið 1964 hvarf síldin af norðlenskum miðum og 1968 alveg af Íslandsmiðum. Allöflug togaraútgerð hófst frá Siglufirði upp úr 1970, auk þess sem loðnubræðsla var stunduð í gömlu síldarbræðslunni og seinna kom rækjuvinnsla til sögunnar. Þó hefur íbúum fækkað jafnt og þétt en heldur hefur hægt á fækkuninni á síðustu árum.

Í janúar 2006 samþykktu Siglfirðingar og Ólafsfirðingar í kosningum að sameina bæjarfélögin tvö. Sameiningin gekk í gildi 11. júní 2006 að afloknum sveitarstjórnarkosningum 27. maí. Í kosningu um nafn á sameinað sveitarfélag varð tillagan „Fjallabyggð“ ofan á.

Stóra-Giljá Torfalækjarhreppi

  • HAH00479
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (950)

Norðurmörk Stóru-Giljár eru við Þúfnalæk og síðan eftir krókaleiðum í Torfavatn og Reykjanibbu. Sauðadal er ekki skipt, en Giljá á 7/16, Öxl 1/16 og Hnausar 8/16 hans. Merkin eru fram Svínadalsfjall sem vötnin ráða í Gaflstjörn, út Vatnsdalsfjall að Hjálpargili. Þaðan ræður Giljá niður fyrir bæinn sem stendur örskammt neðan við þjóðveginn, þaðan er bein lína í Kænuvik í Vatnsdalsárkvísl. Neðantil er landið votlent, en hið efra eru ásar og lyngivaxnir móar. Íbúðarhús byggt 1926, endurbætt og stækkað 1973, 1022 m3. Rafstöð byggð 1930. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 1100 fjár. Hesthús yfir 13 hross. Hlöður 3687 m3. Geymsla 169 m3. Tún 46,6 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá

Eskifjörður

  • HAH00222
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Eskifjörður er bær á norðurströnd samnefnds fjarðar sem liggur út frá Reyðarfirði norðanverðum. Íbúar Eskifjarðar voru 1026 þann 1. janúar 2015 og hefur íbúatalan haldist nokkuð stöðug síðustu árin.

Eskifjörður var verslunarstaður fyrr á öldum og var einn hinna sex staða á Íslandi, sem fengu kaupstaðarréttindi árið 1786 við afnám einokunarverslunarinnar, en missti þau aftur síðar.

Árið 1798 reisti danska verslunarfyrirtækið Örum og Wulff verslunarhús í Útkaupstað, sem svo er kallaður, og hóf þar verslun. Það var þó ekki fyrr en Norðmenn hófu síldveiðar við Ísland á síðari hluta 19. aldar sem íbúum tók að fjölga verulega og árið 1902 voru íbúarnir orðnir 228.

Aðalatvinnuvegur íbúa Eskifjarðar er sjávarútvegur og fiskvinnsla en verslun og þjónusta eru einnig mikilvægar atvinnugreinar. Á Eskifirði er Sjóminjasafn Austurlands í gömlu húsi sem Örum og Wulff byggðu um 1816 og þar má sjá minjar um sjósókn á Austfjörðum og byggðasögu og atvinnulíf á Eskifirði. Aðsetur sýslumannsembættis Suður-Múlasýslu var flutt til Eskifjarðar 1853 og þar er miðstöð löggæslu á Austurlandi.

Byggðin var gerð að sérstökum hreppi, Eskifjarðarhreppi, árið 1907 en hafði fram að því tilheyrt Reyðarfjarðarhreppi. Hreppurinn fékk kaupstaðarréttindi á ný 22. apríl 1974. Hinn 1. janúar 1988 sameinaðist Helgustaðahreppur Eskifirði. Hinn 7. júní 1998 sameinaðist Eskifjarðarkaupstaður Reyðarfjarðarhreppi á ný og Neskaupstað að auki undir nafninu Fjarðabyggð.
Á Eskifirði er Steinasafn Sigurborgar og Sörens.

Samkomuhúsið Aðalgötu 1 Blönduósi

  • HAH00403
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1927 -

Samkomuhúsið (nú Aðalgata 1), sem byggt var á árunum 1925— '27, var lengi helzta funda- og samkomuhús sýslunnar.
Þar stóð áður verslunarhús Möllers og Thomasar Jerovsky

Kvenfélag Vatnsdæla (1927-)

  • HAH10052
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1927-

Kvenfélagið var stofnað 21.september 1927 að Hofi í Vatnsdal og voru félagar um 25 talsins. Fyrsta stjórn félagsins var skipuð þannig: Rannveig Stefánsdóttir Flögu, formaður, Theódóra Hallgrímsdóttir Hvammi, gjaldkeri og Kristín Vilhjálmsdóttir Blöndal Kötlustöðum, ritari. Hlaut félagið nafnið Kvenfélag Vatnsdæla og hét um nokkurra ára bil. Seinna var það skírt upp og hét þá Kvenfélagið Björk fram til ársins 1962 að aftur var skipt yfir í upprunalega nafnið, það er Kvenfélag Vatnsdæla og heitir svo enn í dag. Ekki hefur félagið verið formlega lagt niður en engin starfsemi hefur verið síðan árið 1998. Formenn hafa verið:
Rannveig Stefánsdóttir, Flögu
Helga Helgadóttir, Flögu
Theódóra Hallgrímsdóttir, Hvammi
Ágústína Grímsdóttir, Haukagili
Lilja Halldórsdóttir, Haukagili
Sesselja Svavarsdóttir, Saurbæ
Elín Sigurtryggvadóttir, Kornsá
Guðlaug Ólafsdóttir, Snæringsstöðum
Sóley Jónsdóttir, Haukagili
Sigrún Grímsdóttir, Saurbæ
Harpa Eggertsdóttir, Haukagili
Heiðursfélagar:
Péturína Jóhannssdóttir, Grímstungu
Margrét Björnsdóttir, Brúsastöðum
Sigurlaug Jónasdóttir, Ási
Rósa Ívarsdóttir, Marðarnúpi
Jakobína Þorsteinsdóttir, Vöglum
Ágústína Grímsdóttir, Haukagili

Kambakot

  • HAH00340
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Kambakotsbærinn stendur í lægð milli Hafursstaðakjöls og Kamba. Hann er í hvarfi frá þjóðvegi að mestu. Þröngt er um ræktanlegt land. Sumarhagar eru góðir á Brunnársal, sem er austur frá bænum. 2 eyðijarðir Kjalarland og Kirkjubær eru nytjaðar með Kambakoti.
Íbúðarhús byggt 1952 434 m3. Fjós yfir 14 kýr, fjárhús yfir 250 fjár. Hlöður 894 m3. geymsla 144 m3. Tún 16,2 ha.

Litla-Giljá í Þingi

  • HAH00503
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Bærinn stendur undir brattri brekku vestan þjóðvegar, skammt suður frá Giljánni. Vestur frá bænum var áður engið, mest votlendi, en nú nálega allt orðið að túni. Til austurs með ánni er beitilandið, það er að stofni til melöldur meða flóasundum og móum á milli og hvammar að ánni, nokkuð ræst síðustu árin. Jörðin hefir lengi verið bænsaeign, þar hefur jafnan verið töluverð garðrækt. Íbúðarhús byggt 1952, 539 m3. Fjós fyrir 18 gripi. Fjárhús yfir 300 fjár. Hesthús yfir 9 hross. Hlöður 1100 m3. Gömul fjárhús. Geymsla.Tún 42,3 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Giljá.

Glaumbær í Skagafirði

  • HAH00415
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Bærinn í Glaumbæ er samstæða þrettán húsa. Níu þeirra opnast inn í göng sem svo eru kölluð og eru mjór gangur, sem liggur frá bæjardyrum til baðstofu, sem er aftasta húsið í húsaþyrpingunni. Sex húsanna snúa gafli/burstum að hlaði og hægt að ganga inn um þau þaðan. Þetta eru kölluð framhúsin. Inn í eitt bakhúsanna, sem svo eru kölluð, er hægt aða ganga og eru það bakdyr bæjarins þar sem heimilsifólk gekk vanalega um.
Fyrsta sýning safnsins var opnuð þar þann 15. júní árið 1952 og fjallaði hún, þá sem nú, um mannlíf í torfbæjum. Glaumbær er í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Starfssvæði Byggðasafns Skagfirðinga, sem er elsta byggðasafn landsins, er allur Skagafjörður og í dag er safnið með bækisstöðvar á nokkrum öðrum stöðum í héraðinu.

Á bæjarhólnum, þar sem bærinn stendur, hafa hús staðið í mörg hundruð ár. Bæjarhúsin hafa breyst að stærð og gerð og færst til á hólnum, eftir efnum og ástæðum húsbænda á hverjum tíma. Árið 2002 fundust leifar húsa frá 11. öld, í túninu austur af bæjarhólnum og virðist sem bæjarhúsin hafi verið flutt um set um eða fyrir 1100, um mannsaldri eftir að sagnir herma að Snorri Þorfinnsson, sonur Þorfinns karlsefnis og Guðríðar Þorbjarnardóttur, hafi byggt fyrstu kirkjuna í Glaumbæ. Snorri var fyrsta evrópska barnið, sem sögur fara af, fætt á meginlandi Ameríku.

Glaumbær er torfríkasti bær landsins. Skýringin er sú að grjót í veggjahleðslu er vart að finna í Glaumbæjarlandi, en torfrista er góð. Það má sennilega fullyrða að hvergi í veröldinni sé torf notað í jafnmiklum mæli í jafn stóra byggingu eins og í Glaumbæ. Veggirnir eru hlaðnir úr klömbrum, sniddu og streng. Rekaviður og innfluttur viður eru í grindum og þiljum. Bæjarhúsin eru misgömul að efni og gerð því menn byggðu húsin eftir því hvort þörf var á stærri eða minni húsum er kom að endurnýjun.
Það sem skipti sköpum um varðveislu Glaumbæjar að breski Íslandsvinurinn Mark Watson (1906-1979) gaf 200 sterlingspund til varðveislu bæjarins árið 1938.
Bærinn var friðlýstur árið 1947. Sama ár fluttu síðustu íbúarnir burtu úr bænum. Árið 1948 er Byggðasafn Skagfirðinga var stofnað og fékk safnið bæinn fyrir starfsemi sína, samkvæmt samningi við Þjóðminjasafn Íslands. Sá samningur var síðast endurnýjaður árið 2002.
Ýmsar getgátur eru um bæjarnafnið Glaumbær. Hvort það hafi verið dregið af hávaða eins og fossheitið Glaumur, hávaða af gleðskap, glymjanda í járnsmiðju eða klukknahljómi. Hvort hér hafi einhvern tíma heitið Gamlibær og við brottfall og hljóðvíxl hafi nafnið breyst í Glaumbær. Kenningin er þá sú að bærinn hafi flust til, jafnvel farið í eyði um tíma og byggst aftur í þá tíð er menn voru að þreifa fyrir sér með heppilegt bæjarstæði.28 Hugmynd er einnig um að nafnið geti verið dregið af orðinu glám, sem getur þýtt að vera áberandi, glóa29, glámbær, sem hafi í tímans rás breyst í Glaumbær. Þá hefur sú tilgáta verið orðuð að nafnið gæti verið dregið af járnvinnslu. Í Glaumbæ hafa löngum verið góðir járnsmiðir og jörðin er rauðarík. Kenningin byggir á því að rauðinn hafi verið kallaður gláma. Höfund brestur heimildir um þá orðnotkun. Hæglega gæti gjallandinn frá járnvinnslunni verið glaumurinn sem nafnið var dregið af, alveg eins og efnið sjálft, en allt eru þetta athygliverðar tilgátur.

Glaumbæjarkirkja var vígð 1926. Henni hafa þjónað 7 prestar, sem er merkilegt ef horft er til þess að frá siðbreytingu 1550 til 1925 höfðu samtals, á því tímabili, 14 prestar þjónað kirkjum Glaumbæjar.

Ísafjörður

  • HAH00332
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Ísafjörður er þéttbýlisstaður á Eyri við Skutulsfjörð í Ísafjarðardjúpi. Hann er þjónustumiðstöð sveitarfélagsins Ísafjarðarbæjar og er stærsti byggðakjarninn innan þess. Íbúar voru 2.525 árið 2015.
Ísafjörður var einn þeirra 6 verslunarstaða á Íslandi sem fengu kaupstaðarréttindi árið 1786 (hinir voru Reykjavík, Akureyri, Eskifjörður, Grundarfjörður og Vestmannaeyjar) en missti þau árið 1816 til Grundarfjarðar (sem hafði verið sviptur þeim árið 1807). Bærinn endurheimti kaupstaðarréttindin árið 1866. Þá náði land kaupstaðarins yfir Eyrina og stóran hluta Eyrarhlíðar. Áður hafði það heyrt undir Eyrarhrepp. Kaupstaðurinn og hreppurinn sameinuðust aftur 3. október 1971, þá undir nafni Ísafjarðarkaupstaðar.
Árið 1994 bættist Snæfjallahreppur við sveitarfélagið og Sléttuhreppur árið eftir en hann hafði þá verið í eyði í meira en fjóra áratugi.
Hinn 1. júní 1996 sameinaðist Ísafjarðarkaupstaður 5 öðrum sveitarfélögum á Vestfjörðum: Flateyrarhreppi, Mosvallahreppi, Mýrahreppi, Suðureyrarhreppi og Þingeyrarhreppi, undir nafninu Ísafjarðarbær.

Nafnið Ísafjörður átti forðum við um allt Ísafjarðardjúpið en festist síðan við eyrina í Skutulsfirði sem var helsti verslunarstaðurinn á þessu svæði. Innst í Ísafjarðardjúpi er hins vegar fjörður sem ber nafnið Ísafjörður og veldur þetta gjarnan nokkrum heilabrotum hjá erlendu ferðafólki.
Eyri í Skutulsfirði - Ísafjörður - er forn verslunarstaður, höfuðstaður Vestfjarða og tilheyrir nú hinu sameinaða sveitarfélagi Ísafjarðarbæ. Þar hefur verið stunduð verslun öldum saman en strax á 16. öld komu kaupmenn frá Hamborg sér upp aðstöðu á eyrinni. Með tilkomu dönsku einokunarverslunarinnar var eyrin svo fest enn frekar í sessi sem miðstöð fiskveiða og verslunar.
Eftir að einokuninni var aflétt störfuðu mörg gróskumikil útgerðar- og verslunarfélög á Ísafirði. Þeirra þekktast er án efa Ásgeirsverslunsem var lang öflugasta einkafyrirtæki landsins á sínum tíma. Fyrirtækið var með umsvifamikla útgerð, keypti fyrstu gufuskip sem Íslendingar eignuðust, hélt uppi farþega- og vörusiglingum um Ísafjarðardjúp og sigldi með afurðir sínar beint frá Ísafirði til markaðslandanna við Miðjarðarhaf. Ásgeirsverslun stóð fyrir ýmsum öðrum nýjungum svo sem fyrsta talsíma á milli húsa á Íslandi.
Saltfiskur varð verðmætasta útflutningsafurð Íslendinga á 19. öld og vinnsla hans varð undistaða atvinnulífs á Ísafirði. Um aldamótin 1900 var Ísafjörður næst stærsti bær landsins og í fararbroddi í mörgu er sneri að útgerð og sjávarútvegi. Til Ísafjarðar má m.a. rekja upphaf vélvæðingar fiskiskipaflotans sem og upphaf rækjuveiða við Ísland.
Samhliða atvinnulífinu blómstraði einnig menningin í bænum. Tónlistin á sér þar ríka hefð og var Tónlistarskóli Ísafjarðar fyrsti tónlistarskóli landsins. Bókasafn var stofnað þegar árið 1889 og um tíma áttu Ísfirðingar eitt allra glæsilegasta leikhús landsins, Templarahúsið, sem brann árið 1930.
Ísafjörður hefur ótal margt að bjóða ferðafólki. Sjóminjasafnið í Neðstakaupstað, í húsum einokunarverslunarinnar frá 18. öld, þykir eitt af skemmtilegustu söfnum landsins en þar er einnig til húsa Harmonikusafn Ásgeirs Sigurðssonar. Í Gamla sjúkrahúsinu á Eyrartúni er bókasafn, skjalasafn, ljósmyndasafn og metnaðarfullt listasafn. Ganga um gamla bæinn er líka á við bestu heimsókn á safn ekki síst ef hið ágæta húsakort er með í för.
Náttúran í kringum Ísafjörð er einstök og býður upp á fjölmargar frábærar gönguleiðir við allra hæfi og ekki er verra að líða um kyrran hafflötinn á kajak. Í Tungudal er golfvöllur og fyrir þá sem leggja leið sína til Ísafjarðar að vetri er rétt að benda á skíðasvæðin í Tungudal og á Seljalandsdal. Sundhöllin á Ísafirði er gömul en vinaleg innilaug með heitum potti og gufubaði. Frá Ísafirði eru reglulegar áætlunarferðir báta yfir í Hornstrandafriðlandið, til eyjarinnar Vigur og víðar. Snæfjallaströnd tilheyrir einnig Ísafjarðarbæ en þar er rekin eina ferðaþjónustan við norðanvert Djúp, í Dalbæ og þar er Snjáfjallasetur með sögusýningar.
Á hverju ári fara fram metnaðarfullar menningarhátíðir á Ísafirði. Þar ber hæst klassísku tónlistarhátíðina Við Djúpið, leiklistarhátíðina Act Alone og sjálfa rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður. Unnendur íþrótta og útivistar fá líka sitt á Skíðavikunni, Fossavatnsgöngunni og Mýrarboltanum ásamt Hlaupahátíð á Vestfjörðum sem fram fer á Ísafirði, Bolungarvík og í Dýrafirði.

Laugar í Reykjadal

  • HAH00367
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Laugar í Reykjadal er þéttbýliskjarni í Þingeyjarsveit á Norðurlandi eystra. Þar er stjórnsýsla Þingeyjarsveitar og þar er aðalútibú Sparisjóður Suður-Þingeyinga. Á Laugum starfar fiskvinnslufyrirtækið Laugafiskur og hefur lengi verið rekin verslun. Íbúar voru 128 árið 2015.

Á Laugum starfa 4 skólar, leikskólinn Krílabær, Litlulaugaskóli sem er grunnskóli, Framhaldsskólinn á Laugum og Tónlistarskólinn á Laugum.

Á Laugum er glæsileg 25 m laug með tveimur rúmgóðum heitum pottum og vaðlaug. Sundlaugin er í sama húsnæði og íþróttahöllin.

Frá upphafi skólahalds á Laugum árið 1925 hafa um 7000 manns stundað nám, fyrst í lýðsskóla, síðan alþýðuskóla, þá héraðsskóla og loks í Framhaldsskólanum á Laugum eins og hann heitir nú. Framhaldsskólinn á Laugum er heimavistarskóli og þangað koma nemendur alls staðar að af landinu.
Tildrög stofnunar Laugaskóla má rekja til hinnar svokölluðu Þingeysku menningarbyltingar sem stóð frá sjöunda áratug 19. aldar til þriðja áratugs 20. aldar, en þá var skólinn stofnaður. Segja má að forverar skólans hafi verið fjórir. Fyrstur var stofnaður Hléskógaskóli en hann starfaði ekki lengi og kenndu margir slæmri staðsetningu um. Seinna var skólahúsið fært að Ljósavatni og var þá stofnaður Ljósavatnsskóli og starfaði hann í 11 ár. Unglingaskólinn á Breiðumýri var svo stofnaður árið 1918 og Lýðsskólinn á Laugum var arftaki hans.
Á fundi hjá Sambandi Þingeyskra ungmennafélaga (síðar HSÞ), 24. apríl 1915, var samþykkt tillaga þess efnis að allar deildir sambandsins innu að stofnun héraðsskóla. Í framhaldi af því var farið að huga að stað fyrir skólann. Upphaflega var horft til Grenjaðarstaðar, en á endanum var ákveðið að hinn nýi skóli skyldi rísa á Laugum í Reykjadal. Á Laugum var nægilegt heitt vatn og Sigurjón Friðjónsson á Litlu-Laugum gaf land undir skólann. Var Arnór Friðjónsson, sonur Sigurjóns, fyrsti skólastjóri þess skóla.
Skólinn er nú með heimavistir fyrir 150 nemendur.

Gagnfræðaskólinn á Akureyri

  • HAH00008
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1902 -

Menntaskólinn á Akureyri (latína Schola Akureyrensis) er íslenskur framhaldsskóli sem er á Brekkunni á Akureyri. Skólinn á sér langa sögu og hafa margir frægir Íslendingar haft viðkomu þar í gegnum tíðina. Í dag er skólinn bóknámsskóli sem býður upp á fjögurra ára nám til stúdentsprófs.

Upphaf Menntaskólans á Akureyri er yfirleitt rakið til stofnunar Möðruvallaskóla á Möðruvöllum í Hörgárdal 1880. Þó má líta á skólann sem beint framhald af því skólahaldi sem fór fram á Hólum í Hjaltadal allt frá biskupstíð Jóns Ögmundssonar um 1106 og stóð til 1802 þegar Hólaskóli var lagður niður með konungsbréfi. Um leið og Hólaskóli hafði verið lagður niður hófst barátta norðlendinga fyrir því að „norðlenski skólinn“ yrði endurreistur. Stofnun Gagnfræðaskólans á Möðruvöllum 1880 var sigur í þeirri baráttu.

1902 brann skólahúsið á Möðruvöllum og var skólinn þá fluttur um set til Akureyrar og var þá kallaður Gagnfræðaskólinn á Akureyri. Fyrstu tvö árin á Akureyri hafði hann aðsetur í Hafnarstræti 53 en fluttist svo inn í hið nýja Gagnfræðaskólahús við Eyrarlandsveg haustið 1904 þegar bygging þess var langt komin, húsið er enn í notkun og kallast nú Gamli skóli. 1905 var skólinn tengdur Menntaskólanum í Reykjavík þannig að nemendur gátu tekið fyrstu þrjú ár hans á Akureyri og sest svo beint í fjórða bekk í Reykjavík.
Gamli skóli er elsta hús skólans, hann var byggður sumarið 1904. Framkvæmdir hófust í maí og hófst kennsla í húsinu í október sama ár en þá var húsið að mestu tilbúið. Á efri hæð hússins er að finna sal sem var samkomusalur skólans allt fram til 1968. Í dag hýsir gamli skóli kennarastofu og skrifstofur stjórnenda skólans auk þess sem kennsla í erlendum tungumálum fer að mestu fram þar.

Á árunum 1924-1927 fór svo fram menntaskólakennsla í fyrsta sinn í skólanum þ.e. seinni þrjú árin til viðbótar við þau þrjú sem áður hafði verið boðið uppá. Þeir nemendur sem luku því námi fengu svo utanskóla stúdentspróf frá MR vorið 1927. Á árunum 1927-1930 var mikil togstreita um það á alþingi og í ráðuneytum hvort leyfa ætti skólanum að braustskrá stúdenta. Þeirri baráttu lauk ekki fyrr en 1930 þegar skólinn var gerður að fullkomnum menntaskóla og tók sér núverandi nafn. Síðan 1930 hefur skólinn stækkað mjög við sig í nemendafjölda og húsakosti og nú stunda þar um 750 manns nám og skólinn útskrifar rúmlega 150 stúdenta á ári hverju.

Hvammur í Svartárdal

  • HAH00168
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Bærinn Hvammur stendur skammt neðan vegar, norðan Hvammsár. Fellur hún austan Hvammsdal um stórgrýtta skriðu í Svartá við tún í Hvammi. Jörðin á land beggjamegin Svartár og er að vestan gamalt eyðibýli, Teigakot. Ræktun er bæði austan og vestan ár, sum í brattlendi við erfiðar aðstæður. Landrými er í Hvammi og landgott til fjalls. Íbúðarhús byggt 1954, 200 m3. Fjós fyrir 4 gripi. Fjárhús yfir 200 fjár. Hesthús yfir 30 hross. Hlaða 150 m3. Tún 15 ha. Veiðiréttur í Svartá, Hvammsá og Hvammstjörn.

Skuld Blönduósi 1916, Hafnarbraut 1-3 Blönduósi

  • HAH00667
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1917 - 1954

Skuld 1916. Timburhús byggt 1939, rifið 1980, gamli torfbærinn rifinn 1954.
Byggt 1916 af Jóni Helgasyni. Jón hafði búið á Svangrund árið áður. Þar voru hús hin lélegustu um þær mundir og leist Jóni ekki á að búa þar lengur. Hann fékk leyfi hjá tengdamóður sinni að byggja í landi Ennis yfir sig og sína. Björn Einarsson frá Bólu var ráðinn til að sjá um hleðslu hússins, sem var úr torfi. Á meðan hafðist Jón við í gömlu nausti norðan við lóðina og tjaldaði þar yfir.

Grund / Syðri-Grund í Svínavatnshreppi

  • HAH00525
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Grund er ættarjörð, Þorteinn Helgason og Sigurbjörg Helgadóttir kona hans fluttu þangað 1846 við skiptin 1950 þegar nýbýlið Syðri-Grund var stofnað, hélt gamla jörðin efti flatlendinu norðan þjóðvegarins, allt norður að Svínavatni. Mikill hluti þess er ákjósanlegt ræktunarland. Gamlatúnið og og byggingarnar eru uppvið fjallsræturnar. Svínadalsfjallið er þarna hátt og bratt, en gott til beitar neðan til. Miðhlíðis er stallur eða skálar. Þar eru tvær tjarnir [Grundartjarnir] og í þeim talsverð silungaveiði. Úr norðari tjörninni fellur lækur niður hlíðina og við hann reist heimilisrafstöð fyrir grundarbæina 1953. Hún framleiðir enn rafmagn til húshitunnar. Íbúðarhús byggt 1937 og 1959, 485 m3. Fjós fyrir 16 gripi með mjólkurhúsi og og áburðargeymslu. Fjárhús yfir 240 fjár. Hesthús yfir 16 hross. Hlöður 2020 m3. Tún 23 ha. Veiðiréttur í Svínavatni, Grundartjörnum og Svínadalsá.

Syðri-Grund var skipt út úr Grund 1950. Nýbýlið hlaut land sunnan þjóðvegarins sem liggur þvert yfir dalinn. Þetta land er jafnlent mýrlendi, með góðum halla til uppþurrkunar. Auk þess er notagott beitiland í fjallinu. Íbúðarhús byggt 1950, 469 m3. Fjós fyrir 12 gripi með áburðargeymslu og mjólkurhúsi. Fjárhús yfir 200 fjár og önnur yfir 200 fjár. Gömul torfhús yfir 20 hross. Hlöður 800 m3. Tún 27 ha. Veiðiréttur í Svínavatni, Grundartjörnum og Svínadalsá..

Svertingsstaðir í Miðfirði, Efri og Neðri

  • HAH00988
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (880)

Efri-Svertingsstaðir, sem nú eru sérstakt býli, voru áður Svertingsstaðasel og hétu Hakastaðir.
Selkeldan fellur sunnan og austan við gamla túngarðinn kringum Svertingsstaðaselið. Selsrústir held ég séu ekki sjáanlegar nú og ekki veit ég heldur nákvæmlega hvar selið var, en tel líklegt að það hafi verið þar sem útihús standa nú, eða hafa staðið, eða á sama grunni og bæjarhúsin á Efri-Svertingsstöðum eru byggð á.

Aðfararnótt 30.12.1882; Bærinn Svertingsstaðir í Miðfirði er sagt að hafi brunniö til kaldra kola. Mönnum öllum varð bjargað, en nokkuð af skepnum btann inni.

"Jeg get ekki skilið svo við æskustöðvar mínar í Miðfirði, að jeg ekki minnist hjer á tvö forn eyðibýli, er voru í Svertingsstaðalandi. Þau hjetu á Hakastöðum og Hankastöðum. Á Hankastöðum voru beitarhús þegar jeg var í æsku; var þó í daglegu tali kallað »uppi á selinu«, því að áður fyr var þar höfð selstöð. Þar var stórt og fallegt tún, sljettir hólar. Varið var það og slegið árlega að miklu leyti; sáust þar fornar túngarðsleifar. Fornar rústir voru þar ekki; mun selið og svo fjárhúsin hafa verið bygð ofan í þær. Hakastaðir voru vestar
og fjær uppi á hálsinum, á hól einum. Var þar minna túnstæði. Sást þar líka fyrir túngarðsleifum og húsarústum uppi á hólnum, sem allur var grasi gróinn.
Þessum fornbýlum, ásamt Svertingsstöðum, fylgdi sú munnmælasaga, að þeir hefðu allir þrír verið bræður: Haki, Hanki og Svertingur, verið landnámsmenn og búið á þessum stöðum, eins og bæjanöfnin benda til. Mætti geta þess til, að þeir hafi verið skipverjar Skinna-Bjarnar og hann hafi gefið þeim land þar út frá sjer, fyrir ofan Svertingsstaðaá og vestur á hálsinn (Hrútafjarðarháls). Hins sama get jeg til um Stein, er bygt hefur Steinsstaði hjá Hofi. Eftir öllum þessum fornu eyðibýlum man jeg glögt, því að jeg hafði
þá — þótt ungur væri — eins konar ánægju af að skoða þau. En nú eru liðnir 50 vetur síðan jeg fluttist frá Svertingsstöðum; en þá var jeg 15 vetra.
Stykkishólmi, á síðasta vetrardag 1926. Jósafat S. Hjaltalin. "

Brandsstaðir í Blöndudal

  • HAH00076
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Brandsstaðir eru við Brekkurætur stutta bæjarleið norðan Austurhlíðar og liggur vegurinn um hlaðið. Sniðskornar reiðgötur liggja þar uppá hálsinn til Brúnarskarðs, með Járnhrygg að sunnan og Skeggjastaðafell að norðan. Jörðin er ekki víðlend en ræktunarskilyrði ágæt, einkum á samfelldu framræstu mýrlendi neðan vegar. Íbúðarhús byggt 1959, 680 m3. Fjós fyrir 12 gripi. Fjárhús yfir 570 fjár. Hlöður 1460 m3. Tún 29 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Kúfustaðir í Svartárdal

  • HAH00695
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1500]

Kúfustaðir í Svartárdal eru vænni bæjarleið norðan Stafns. Þar er ekki íbúðarhús og bóndinn heimili sitt í Stafni. Nokkuð er þar harðlent og aðkreppt af Svartárdalsfjalli. Túnið ræktað á vallendisgrund og að nokkru uppgróinni skriðu. Flálendi gott er til fjalls. Fjárhús 270 fjár. Hlaða 458 m3. Tún 7 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Bólstaðarhlíð

  • HAH00148
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [900]

Bólstaðarhlíð I.
Kirkjustaður og löngum stórbýli í Ævarsskarði hinu forna. Bærinn er byggður á sléttri grund norðan við kirkjuna með útsýn vestur skarðið allt til Svínadalsfjalls. Hlíðarfjall rís upp frá túninu með stílhreinum hnjúkum. Túnið er ræktað af valllendisgrundum og er harðlent. Í Hlíðarfjalli grær snemma ef vel vorar og landrými er til fjalls. Bólstaðarhlíðareigninni tilheyra gömul eyðibýli á Laxárdal og Skörðum. Eigandi og ábúandi stundar kennslu og símavörslu, en lánar nytjar af jörðinni.
Íbúðarhús byggt 1950, steinsteypt 355 m3. Tvíbýlishús með Bólstaðarhlíð III sem er í eyði. Tún 7 ha. Veiðiréttur í Svartá og Hlíðará.

Bólstaðarhlíð II.
Nýbýli stofnað 1954. Bærinn er við gamla þjóðveginn, nokkru ofar en Bólstaðarhlíð I. Ábúandi jarðarinnar og eigandi að hálfu fær lánaðar nytjar af hinum Bólstaðarhlíðarbýlunum, þar sem ekki er áhöfn. Bak Hlíðarfjalls er eyðibýlið Skyttudalur á Laxárdal fremri og fylgir það eigninni. Einnig er svokallaður Hlíðarpartur í Svartárdal, milli Botnastaða og Gils. Þar er nokkurt tún.
Íbúðarhús byggt 1954 steinsteypt 312 m3. Fjós yfir 12 gripi. Fjárhús yfir 150 fjár. Hlöður 400 n3. Tún 12 ha. Veiðiréttur í Svartá og Hlíðará.

Bólstaðarhlíð III.
Skipt út úr Bólstaðarhlíðareigninni, jafnt að dýrleika og Bólstaðarhlíð I. Landi utan túns óskipt. Þar hefur ekki verið búið frá 1967, en nytjar lánaðar, Helmingur Hlíðarpartsins fylgir Bólstaðarhlíð III.
Íbúðarhús byggt 1950 355 m3 [Tvíbýlishús með Bólstaðarhlíð I] Fjós fyrir 22 gripi. Fjárhús fyrir 170 fjár. Hlöður 475 m3. Tún 10 ha. Veiðiréttur á Svartá og Hlíðará.

Hvammur í Vatnsdal

  • HAH00049
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Hvammur 1. Fornt höfuðból. Sýslumannssetur í tíð Björns Blöndals, ættföðurs Blöndalsættarinnar. [Björn Auðunsson Blöndal (1787-1846)]. Bærinn stendur á bungulagaðri hæð í rótum Vatnsdalsfjalls sunnanundir Hvammshjalla [Deildarhjalla], en litlu norðar rís hæsti tindur fjallsins, Jörundarfell. Útsýni fagurt frá bænum, undirlendi mikið en votlent. utan bakkar Vatnsdalsár, sem eru eggsléttir og sem besta tún. Norðan túns eru Hvammsurðir og Hvammstjörn [Urðarvatn]. Hátt í syðri urðinni lifa enn nokkrar reyniviðarhríslur við harðan kost. Íbúðarhús byggt 1911, 443 m3. Fjárhús yfir 485 fjár. Hlöður 1461 m3. Verkfærageymsla 232 m3. Hesthús yfir 16 hross. Fóðurbætisgeymsla og fuglahús. Tún 32,6 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Hvammur 2; Hefur frá upphafi sagna verið stórbýli og fyrr á öldum kirkjustaður. Á Sturlungaöld bjó þar Þorsteinn Jónsson en synir hans voru Eyjólfur ofsi, sem féll á Þveráreyrum í orrustu við Þorgils skarða og Þorvarð Þórarinsson. Hans synir voru einnig Ásgrímur og Jón sem sóru Hákoni gamla skatt árið 1262. Nokkrar hjáleigur fylgdu jörðinni svo sem; Hvammkot; Syðra-Hvammkot; Eilífsstaðir og Fosskot. Jörðinni var skipt í 2 býli 1926. Íbúðarhús byggt 1911 og 1952, 545 m3. Fjós fyrir 40 gripi. Fjárhús yfir 520 fjár. Hlöður 1534 m3. Haughús 520 m3; Mjólkurhús og vélageymsla. Tún 38,7 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Kúskerpi á Refasveit

  • HAH00214
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1935

Byggingar standa allhátt, kippkorn frá vegi á hólahjalla ofarlega í hallandi túni. Í landi Kúskerpis eru örnefni sem til þess bendir að þar hafi fyrrum verið skógur, Skógargötur, en örnefni kennd til skóga eru fátíð í hreppnum og raunar héraðinu öllu.
Íbúðarhús byggt 1935, viðbygging 1969 182 m3. Fjós fyrir 7 gripi, fjárhús fyrir 280 fjár, hesthús fyrir 12 hross. Vorheysgeymsla 80 m3. Tún 18,6 m3.

Þverárdalur á Laxárdal fremri

  • HAH00179
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Fremsti bær á Laxárdal, byggður á háum bröttum hól. Blasir hann við af Norðurlandsvegi ofan Húnavers. Þröngidalur gengur norðaustur í fjallgarðinn sunnan túns í Þverárdal og er brú á Hlíðará neðan við bæjarhólinn. Sunnan ár gnæfa Ógöngin, syðstihluti Laxárdalsfjalla ofan túnsins. Túnið er grasgefið, en sumt af því mjög brattir hólar. Norðan túns er víðáttu mikið flólendi óframræst. Íbúðarhús byggt 1948 358 m3. Fjós yfir 9 gripi. Fjárhús fyrir 280 fjár. Hesthús fyrir 15 hross. Tún 10 ha. Veiðiréttur í Hlíðará.

Kleppsspítali

  • HAH00354
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1907 -

Kleppur eða Kleppsspítali, er geðspítali sem tilheyrir geðsviði Landspítalans. Kleppur er einnig örnefni í Reykjavík

Fyrstu lög um Kleppsspítala voru nr. 33/1905, samþykkt af konungi þann 20. október 1905 (frumvarp um stofnun Kleppsspítala var þó innlent fyrirbæri) og var spítalinn opnaður árið 1907. Kleppsspítali var fyrsta sjúkrastofnunin sem var reist og rekin alfarið af landsjóði. Markmið stofnunarinnar var að létta miklum vanda af heimilum geðsjúkra og búa geðsjúkum mannsæmandi aðbúnað og gæslu, frekar en að stunda eiginlegar lækningar. Upprunalega var pláss fyrir 50 sjúklinga, og þurftu aðstandendur að borga með sjúklingum, ýmist 50 aura eða 1 krónu á dag, eftir aðstæðum. Yfirstjórn spítalans samanstóð af landlækni og aðila sem stjórnarráðið skipað

Sem fyrr segir var vandi geðsjúkra og aðstandaenda þeirra mikill á þeim tíma er Kleppsspítali var stofnaður. Einnig var farið illa með geðsjúka og lífsskilyrði þeirra voru engan veginn á við þau sem heilbrigðir höfðu. Árið 1901 var gerð úttekt á hversu margir væru geðsjúkir í landinu (samkvæmt þess tíma skilgreiningu) og reyndust þeir 133, þar af 124 sem voru á sveit. Árið 1880 reyndust geðsjúkir vera 81, var því um mikla fjölgun að ræða á þessum rúmu tveimur áratugum.
Spítalinn breytti miklu, þó að hann gæti ekki tekið alla inn sem þurftu, og lét Guðmundur Björnsson þau orð falla á Alþingi um þremur mánuðum eftir opnun spítalans, að sjúkrahúsið hefði „getið sjer þann orðstír, að það sje einhver gagnlegasta stofnun þessa lands“.
Starfsemin í dag er gerbreytt með breyttum áherslum og tilkomu nýrra og betri meðferðarúrræða. Í dag eru reknar nokkrar deildir á Kleppsspítala, starfsemi þeirra felst aðallega í endurhæfingu og að veita fólki margvíslega meðferð, sem er haldið geðröskunum eða talið vera að veikjast af þeim -- til dæmis geðklofa, geðhvarfasýki, þunglyndi, fíkn eða persónuleikaröskun. Á Kleppsspítala eru nú göngudeild, þrjár endurhæfingargeðdeildir, öryggisgeðdeild og réttargeðdeild.

Möðrudalur á Fjöllum

  • HAH00841
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (900)

Möðrudalur á Fjöllum er bær á Möðrudalsöræfum á Norðurlandi eystra. Jörðin er ein sú landmesta á Íslandi og sú sem stendur hæst (469 metra yfir sjávarmáli). Bærinn stóð við Hringveginn þar til Háreksstaðaleið var tekin í notkun.

Ferjufjall (547m) er vestan Jökulsár á Fjöllum, nokkru sunnar en Möðrudalur. Þar var fyrrum ferjustaður fyrir þá, sem fóru um Ódáðahraunsveg. Þaðan eru 55-60 km að Suðurárbotnum og 70 km að Skjálfandafljóti. Forn vörðubrot benda til mannaferða. Líklega fór Sámur á Leikskálum (Hrafnkelssaga) þessa leið.
Austan Möðrudals liggja vegir inn á Brúaröræfi og til Kverkfjalla.
Vegalengdin frá Reykjavík er 522 km um Hvalfjarðargöng.

Á Möðrudal hefur verið rekin veðurathugunarstöð um árabil, en þar og á Grímsstöðum á Fjöllum mældist mesti kuldi sem mælst hefur á Íslandi, -38°C, þann 21. janúar 1918.

Barnaskólinn á Blönduósi / Blönduskóli

  • HAH00062
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1908

Með lögum frá 1880 var gerð lagaskylda um kennslu barna í skrift og reikningi en fram til þess tíma þótti lítil þörf á að stúlkur kynnu að draga til stafs. Húnvetningar voru þó framar mörgum öðrum í kennslu stúlkna og var kvennaskóli settur að Undirfelli í Vatnsdal 1879 og var skólinn fullsettur þann vetur. Auk séra Hjörleifs var þar einnig kennslukona, Björg Schou, síðar prestmaddama í Landeyjum, skólinn var svo fluttur að Lækjarmóti næsta ár, að Hofi þarnæsta og að Ytri-Ey 1883.

Skólinn varð samstarfsverkefni Skagfirðinga og Húnvetninga sem kostuðu hann hvor um sig að hálfu, jafnframt var samningur gerður um Bændaskólann á Hólum á sömu kjörum.

Eftir nýsett lög var skipuð nefnd um hvar hentugast yrði að setja upp almennan barnaskóla og skilaði nefndin áliti sínu í febrúar 1880. Niðurstaðan var sú að Blönduós teldist hentugasti staðurinn.

Fáum sögum fer um skólastarfsemina fyrstu árin og fór kennsla víða fram, líklega hefur Sigríður Hjálmarsdóttir, dóttir Bólu-Hjálmars, verið með fyrstu kennslukonunum jafnframt ljósmóðurstörfum ásamt sr Þorvaldi Ásgeirssyni á Hjaltabakka og heimiliskennurum hjá Möller og Sæmundsen. Fyrsti nafngreindi kennarinn 1888, var Hannes G Blöndal skáld.

Ekki var hreyft aftur við barnakólamálum fyrr en 1889. „Messað á Hjaltabakka. Út á Blönduós um kveldið, hélt þar fund um barnaskólamálið. Ekkert fast afráðið. Nótt hjá Sæm.“ Skrifar Bjarni Pálsson í Steinnesi í dagbók sína, 7. apríl 1889. og þannig verður það næstu 10 árin.

Starfræksla barnaskóla hófst innan árinnar og hélst þar í hendur við uppbyggingu þorpsins þar. Blönduóskauptún var gert að sérstöku skólahéraði árið 1908 og keypti sveitarfélagið efri hæð húss sem kallað er „Tilraun“ árið 1908 fyrir barnaskólann. Hús þetta stendur enn við Aðalgötu númer 10.

Kennarar voru ma; Björn Magnússon (1887-1955) Rútsstöðum. Bjarni Jónasson (1891-1984) Blöndudalshólum.
1920- Kristófer Kristófersson (1885-1964) og Dómhildur Símonía Jóhannsdóttir (1886-1967) og Þuríður Sæmundsen.

Starfræksla barnaskóla hófst innan árinnar og hélst þar í hendur við uppbyggingu þorpsins þar. Blönduó sk auptún var gert að sérstöku skólahéraði árið 1908 og keypti sveitarfélagið efri hæð húss sem kallað er „Tilraun“ árið 1912 fyrir barnaskólann. Hús þetta stendur enn og kallast Aðalgata 10. Árið 1946 var hins vegar tekið í notkun nýtt og glæsilegt hús fyrir barnaskólann norðan árinnar (Guðrún Jónsdóttir, 1996, bls. 42), skammt frá brúnni yfir Blöndu.

Búnaðarsamband Austur Húnavatnssýslu (1928-2016)

  • HAH10001
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1928-2016

Félagið var stofnað árið 1928, þann 14. desember á fulltrúafundi búnaðafélaga Austur Húnavatnssýslu, sem haldinn var á Blönduósi. Kosnir voru í nefnd til að koma með lagafrumvarp:
Björn Guðmundsson, Þorsteinn Bjarnason, Jónatan Líndal, Hafsteinn Pétursson og Ágúst Jónsson.
Tilgangur félagsins er að styðja og efla umbætur og framfarir í búnaði í Húnavatnssýslu og sameina krafta hinna einstöku búnaðarfélaga til alls konar verklegra framkvæmda í landbúnaði.1
Samþykkt var á aðalfundi Búnaðarsambandsins í Ásbyrgi 19.apríl 2016 að leysa félagið upp og leggja það formlega niður. Var það samþykkt samhljóða.2

Húnabraut 24 Blönduósi

  • HAH00825/24
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1960)

Húnabraut 24 Jón Baldurs og Arndís Baldurs efri hæð
Bókabúð KH neðri hæð

Húnabraut 23 Blönduósi

  • HAH00825/23
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1960)

Húnabraut 23 Ragnar Jónsson, Ingibjörg Skarphéðinsdóttir
Bókasafn Blönduóss

Húnabraut 34 Blönduósi

  • HAH00825/34
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1960)

Húnabraut 34 Skúli Jakobsson og Gunnhildur Þórmundsdóttir

Húnabraut 32 Blönduósi

  • HAH00825/32
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1960)

Húnabraut 32 Sigurður Kr.Jónsson og Guðrún Ingimarsdóttir

Húnabraut 36 Blönduósi

  • HAH00825/36
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1960)

Húnabraut 36 Finnur Guðmundsson og Ingibjörg Jónsdóttir

Húnabraut 28 Blönduósi

  • HAH00825/28
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1960)

Húnabraut 28 Ari Guðmundsson og Guðmunda Guðmundsdóttir

Húnabraut 10 Blönduósi

  • HAH00825/10
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1960)

Húnabraut 10 Kristinn Pálsson og Guðný Pálsdóttir

Húnabraut 11 Blönduósi

  • HAH00825/11
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1960)

Byggt af Kára Snorrasyni og Kolbrúnu Ingjaldsdóttur

Tónlistarskóli Austur Húnvetninga (1971)

  • HAH10135
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1971

Tónlistarskóli Austur Húnavatnssýslu var stofnaður árið 1971 og kennsla hófst um haustið. Kennslustaðir urðu strax þrír, Blönduós, Húnavellir og Skagaströnd.
Í fyrstu var ráðinn einn kennari við skólann og stundarkennari. Nú starfa fimm kennarar í fullu starfi.
Í fyrstu var skólinn rekinn af sveitarfélögunum að 1/3, Tónlistarfélaginu að 1/3 og skólagjöldum að 1/3 en nú er skólinn rekinn af Byggðasamlagi um tónlistarskóla.

Kaupfélag Húnvetninga (1895-2002)

  • HAH10057
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1895-2002

Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi, var stofnað 16. desember 1895 í „vertshúsinu" á Blönduósi. Fyrsta stjórn: Þorleifur Jónsson, alþm., Syðri-Löngumýri, form., Benedikt G. Blöndal, umboðsm., Hvammi, Árni Á. Þorkelsson, hreppstjóri, Geitaskarði. Félagið gekk í Samb. 1917. Félagið rak umfangsmikla verzlun á Blönduósi, í aðalverzlun þess voru seldar matvörur, byggingavörur og vefnaðarvörur og auk þess rak það vörugeymslu, þar sem seld var sekkjavara, timbur o. fl. Líka rak félagið eitt verzlunarútibú á Blönduósi og einnig söluskála sem einkum þjónaði ferðamönnum og líka sá það um vöruflutninga innan héraðs og á leíðinni til Reykjavíkur. Þá var félagið aðaleigandi Vélsmiðju Húnvetninga, ásamt búnaðarsambandinu í héraðinu, en það fyrirtæki rak bílaverkstæði á Blönduósi. Á Skagaströnd rak félagið tvær verzlanir. Fastir starfsmenn voru 65, en félagsmenn 669.

Kaupfélag Húnvetninga stofnað 1896 [1895 skv auglýsingu í Sjómannadagsblaðinu 1 tbl 1941 og Auglýsing í Húnavöku 1971]. Haldið var uppá 50 ára afmælið 7.7.1946.
STARFRÆKJUM: Útibú innan Blöndu, Kornmyllu, Benzínsölu, Bifreiðaakstur, Samvinnutryggingar, Eggjasölusamlag, Skipaafgrreiðslu, Saumastofu, Innlánadeild,

Mjólkursamlag (þurrmjólkurvinsla) tekur væntanlega til starfa næsta sumar [1947] á vegum S. A. H. Væntir félagið þess, að Húnvetningar standi fast saman um þetta fyrirtæki, því aðeins mun það koma að fullum notum, og uppfylla þær vonir, sem við það eru tengdar.
SÍMI 10 (2 LÍNUR). SAMBAND FRÁ SKIPTIBORÐI VIÐ: Skrifstofu framkv.stjóra. Almenna skrifstofu. Sölubúðina. Vörugeymslu. Saumastofu. Sláturhús. Jón S. Baldurs heima. Tómas R. Jónsson heima Sími 2: a. Útibúið innan Blöndu b. Kristinn Magnússon heima [Auglýsing Tíminn 24.12.1946].

Trésmiðjan Fróði (1957-1982)

  • HAH10077
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1957-1982

Trésmiðjan Fróði var stofnuð 1957 og tilgangur félagsins var að starfrækja trésmiðju og versla með framreiðsluvörur hennar og ef til vill byggingarvörur. Starfaði félagið allt til ársins 1982 er það var lagt niður.
Fyrsta stjórn félagsins:
Einar Evensen formaður
Knútur Berndsen gjaldkeri
Sigurður Kr. Jónsson ritari

Borgarfjörður eystra

  • HAH00840
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um 890

Borgarfjörður eystri eða Borgarfjörður eystra er fjörður og byggðalag á norðanverðum Austfjörðum. Þar er þorpið Bakkagerði, sem oftast er kallað Borgarfjörður eystri í daglegu tali, með 88 íbúa (2015). Borgarfjörður er í Borgarfjarðarhreppi, sem einnig nær yfir nálægar víkur og eyðifjörðinn Loðmundarfjörð.

Inn af firðinum er vel gróinn dalur sem nær um 10 kílómetra inn í Austfjarðafjallgarðinn. Eftir honum rennur Fjarðará.
Nokkrir bæir eru í byggð í sveitinni og er þar aðallega stundaður sauðfjárbúskapur. Á Bakkagerði er nokkur smábátaútgerð.

Á Borgarfirði eystra er falleg fjallasjón. Helstu fjöllin eru Dyrfjöll, Staðarfjall, Geitfell og Svartfell. Fjöllin eru úr ljósu líparíti sunnan fjarðar en Borgarfjörður er á mótum líparít- og blágrýtissvæðis og fyrir botni fjarðarins og þó einkum norðan hans er blágrýti mest áberandi. Í firðinum þar má finna mikið af fallegum steinum. Steinasöfnun er þó bönnuð almenningi.

Á meðal þekktra einstaklinga sem tengjast Borgarfirði eystra má nefna Jóhannes Kjarval, listmálara, sem ólst upp í Geitavík. Til minningar um hann er Kjarvalsstofa í félagsheimilinu Fjarðarborg. Hann málaði altaristöflu sem er í Bakkagerðiskirkju.

Magni Ásgeirsson, tónlistarmaður, sem tók þátt í raunveruleikaþættinum Rockstar: Supernova árið 2006, er frá Borgarfirði eystra. Emilíana Torrini tónlistarkona er líka ættuð þaðan.

Gil í Svartárdal

  • HAH00163
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1500]

Þorkell Vignir, son Skíða ens gamla, hann nam Vatnsskarð allt ok Svartárdal. Þannig segir í Landnámu, bls. 230, útgáfu Hins íslenska fornritafélags, Reykjavík, 1968. "Landnám Þorkels er einkennilegt. Það er í tveimur sýslum. Bæir í Vatnsskarði eru í Skagafjarðarsýslu allir nema hinn vestasti, Vatnshlíð, og liggja sýslumörk þar um vatnið. Hinn hlutinn, Svartárdalur, er í Húnavatnssýslu. Það er mikil byggð." Svo ritar Haraldur Matthíasson í hinni merku bók sinni, Landið og Landnáma, I. bindi, Örn & Örlygur, 1982.

Fyrsti bær fyrir austan Bólstaðarhlíð er bærinn Gil, en litlu austar Fjós, jörð, sem þrír bræður, Einar, Guðmundur og Friðrik Björnssynir, gáfu til skógræktar. Einar Björnsson (1891-­1961) og Guðmundur M. Björnsson (1890­-1970) voru kenndir við Sportvöruhús Reykjavíkur, en Friðrik Björnsson var læknir (1896­-1970). Þeir bræður voru frá Gröf í Víðidal, systursynir Guðmundar Magnússonar prófessors frá Holti í Ásum Péturssonar. "Guðmundarnir", þrír prófessorar í læknisfræði við Háskóla Íslands, voru allir Húnvetningar (skipaðir í stöður sínar 17. júní 1911 við stofnun HÍ). Guðmundur Björnsson, Guðmundur Hannesson og sá er fyrr er nefndur, Guðmundur Magnússon. Má telja með ólíkindum, að ein sýsla skyldi geta af sér slíka afburðamenn, sem lögðu grunninn að íslenskri læknamenntun.

Bærinn stendur norðan Gilslækjar ofan við Svartárdalsveg. Vestan árinnar rís Skeggsstaðafjall veggbratt og skriðurunnið, en í norðri Húnaver og Bólsstaðarhlíð með Hlíðarfjall í baksýn. Djúpt klettagil gengur upp til Svartárdalsfjalls og eru þar fjárhús og tún ofan brúna. Túnrækt bæði framræst mýrlendi og valllendi. Jörðin landlítil en landgott er til fjallsins. Íbúðarhús byggt 1964 429 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 480 fjár. Hesthús fyrir 10 hross. Hlaða 300 m3. Tún 22 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Skeggsstaðir í Bólstaðarhlíðarhreppi

  • HAH00170
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1200]

Nyrsti bær í Svartárdal að vestan, stendur við brekkurætur efst í túni á syðribakka Skeggstaðalækjar. Skeggstaðafjall gnæfir í útvestri frá Skeggstaðaskarði að sunnan en lækkar til norðurs framan við Ártún í Blöndudal. Fjósaklif gín gengnt bænum að austan. Brú er á Svartá yst í Skeggjastaðatúni og vegur til bæjar. Tún er harðlent, áður vallendis móar og sandeyrar. Jörðin er landstór og tekur sjaldan fyrir vetrarbeit. Íbúðarhús byggt 1948 224 m3. Fjós fyrir 5 gripi. Fjárhús yfir 270 fjár. Hlöður 1100 m3. Tún 21 ha. Veiðréttur í Svartá.

Blöndudalshólar

  • HAH00074
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1200]

Blöndudalshólar voru einnig kallaðir Hólar í Blöndudal. Þar var um margra alda skeið prestssetur.
Í Blöndudalshólum var kirkja, sem helguð var með Guði hinum heilaga Jóhannesi babtista (skírara). Í máldaga segir svo, að þar skuli prestur vera.

Prestsetur og kirkjustaður [til 1880]. Bærinn stendur á árbakkanum, neðan vegar, en að ofan rís bæjarhóllinn, hár og brattur, græddur trjám í uppvexti. Fyrrum stóðu bær og kirkja í krika sunnan hólanna. Ofar í brekkunum eru sékennilegar skeifumyndaðar kvosir, nefndar Katlar. Tún er stórt að mestu neðan vegará framræstum mýrum. Beitiland allvíðlent, bæði neðan brúna og á hálsinum. Íbúðarhús byggt árið 1932 úr við Höphnerverslunarhúss á Blönduósi 525 m3. Fjós fyrir 40 gripi. Hlöður 2150 m3. Tún 35 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Norðan við Hemmertshús var verslunarhús Höephnerverslunar, reist 1881, síðar rifið og viðurinn notaður í íbúðarhús á Blöndudalshólum.

Staðarbakkakirkja - Staðarbakki í Miðfirði

  • HAH00581
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 16.11.1890 -

Staðarbakkakirkja kirkja að Staðarbakka í Miðfirði. Þar er bændakirkja (útkirkja) sem þjónað hefur verið frá næsta bæ, Melstað, frá árinu 1907. Núverandi kirkja þar var reist árið 1890 og tekur 120 manns í sæti. Hún er úr timbri en altaristöfluna gaf Björn Guðmundur Björnsson kenndur við Torfustahús þar sem hann átti heima á meðan hann stundaði búskap eða Hvammstanga þar sem hann bjó síðari hluta æfinnar, altaristöfluna gaf hann til minningar um son sinn er lést mjög ungur (heimild úr ljóðabókinni "Glæðum" eftir Björn). Altaristöfluna málaði Eyjólfur Eyfells árið 1931 og sýnir hún Krist.

Saga kirkjunnar

Staðarbakkakirkja Melstaðarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Staðarbakki er bær og kirkjustaður í Miðfirði, næsti bær við Melstað, sem er einnig kirkjustaður. Staðarbakki var áður prestssetur en nú er þar útkirkja frá Melstað síðan 1907.

Kaþólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Jóhannesi skírara. Timburkirkjan með turni og lofti og sætum fyrir 120 manns var byggð þar 1890 og vígð 16. nóvember sama ár.

Halldór Bjarnason frá Gröf í Borgarhreppi var kirkjusmiður. Altaristöfluna málaði Eyjólfur Eyfells árið 1931 og sýnir hún Krist.

Chicago Illinois USA

  • HAH00964
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 12.8.1833 -

Um miðja 18. öld var svæðið fyrst og fremst byggt af Potawatomi ættbálknum. Fyrsti landneminn í Chicago var Haítíbúinn Jean Baptiste Pointe du Sable en hann settist að um 1770 og giftist Potawatomi konu. Hann stofnaði þar fyrstu vöruskiptastöðina á svæðinu. Árið 1803 byggði Bandaríkjaher virkið Fort Dearborn, sem var lagt í rúst árið 1812 í Fort Dearborn fjöldamorðunum. Ottawa ættbálkurinn, Ojibwa ættbálkurinn og Potawatomi ættbálkurinn gáfu landið eftir til Bandaríkjanna með St. Louis samningnum árið 1816. Þann 12. ágúst 1833 var bærinn Chicago skipulagður með 350 íbúum og sjö árum síðar voru íbúar orðnir 4000 talsins.

Chicago fékk borgarréttindi þann 4. mars 1837.

Chicago var ein af mest ört vaxandi borgum heims á fyrstu öld sinni. Íbúafjöldin komst upp í eina milljón fyrir 1890.
Frá árinu 1848 hefur borgin verið mikilvægur tengihlekkur milli austur- og vesturhluta Bandaríkjanna, þá fyrst með opnun Galena & Chicago Union Railroad, fyrstu járnbraut Chicagoborgar, sem og Illinois og Michigan skipaskurðsins sem leyfði gufuskipum og seglskipum að fara af mikluvötnum að Mississippi í gegnum Chicago. Sístækkandi efnahagur laðaði að borginni marga nýja íbúa frá sveitahéröðum og írsk-amerískir, pólsk-amerískir, sænsk-amerískir og þýsk-amerískir innflytjendur fluttust til borgarinnar í hrönnum. Árið 1880 bjuggu um 299 þúsund manns í borginni en um aldamótin 1900 voru þeir orðnir 1,7 milljónir.

State Street árið 1907
Eftir mikinn eldsvoða árið 1871 sem eyðilagði þriðjung borgarinnar, þar með talið viðskiptahverfið eins og það lagði sig, upphófst mikil uppsveifla tengd endurbyggingunni. Það var á þessum endurreisnarárum sem fyrsti skýjakljúfurinn var byggður með stálgrind (1885). Árið 1893 var haldin í borginni Word's Columbian Exposition hátíðina í mýrinni þar sem nú er Jackson Park. Hátíðin dró að sér 27,5 milljón gesti. Einu ári fyrr hafði Chicago Háskóli verið stofnaður á þessum stað.

Borgin var upphafsstaður verkalýðsdeilna á þessum árum, sem fól meðal annars í sér Haymarket óeirðirnar 4. maí 1886. Áhyggjur af félagslegum vandamálum meðal fátækari stétta borgarinnar leiddu til stofnunnar Hull House árið 1889.

Árið 1855 byrjaði Chicago að byggja fyrsta heildstæða skolpkerfi Bandaríkjanna, en til þess þurfti að hækka margar götur miðborgarinnar um allt að þremur metrum. Með þessu fór skolp og iðnaðarúrgangur beint út í Chicago á og þaðan í Michiganvatn og mengaði þar með vatnsbólið sem borgarbúar fengu drykkjarvatn sitt úr. Borgaryfirvöld brugðust við með því að leggja göng um þrjá kílómetra út í vatnið en rigningar á vorin báru skolpið út að inntaksrörunum. Loks var brugðið á það ráð að leysa vandann með því að snúa straumstefnu Illinois-ár við.

Á þriðja áratug 20. aldar varð borgin víðfræg fyrir skipulagða glæpastarfsemi. Glæpónar á borð við Al Capone börðust hver við annan á meðan að bjórbannið átti sér stað. En á sama tíma var mikil uppbygging í iðnaði ásamt því sem að þúsundir blökkumanna fluttust til Chicago og annarra norðlægra borga á þessum tíma.

Þann 2. desember 1942 var fyrsta stýrða kjarnahvarfið framkvæmt í háskólanum í Chicago, sem var einn af upphafspunktum Manhattan verkefnisins.

Á sjötta áratugnum fluttust margir efri- og millistéttaríbúar úr miðborginni í úthverfin og skildu eftir sig fjölmörg fátæk hverfi. Árið 1968 hýsti borgin Landsþing Bandaríska Demókrataflokksins og byrjaði byggingu á Sears turni (sem árið 1974 varð hæsta bygging heims) og O'Hare flugvellinum.

Árið 1983 varð Harold Washington fyrsti blökkumaðurinn til þess að gegna embætti borgarstjóra eftir einn krappasta kosningaslaginn í sögu borgarinnar. Frambjóðandi Repúblikanaflokksins, Bernard Epton, auglýsti framboð sitt með slagorðinu „áður en það er um seinan“, sem talið var skýrskotun til kynþáttafordóma.

Á síðasta hluta 20. aldar varð mikil breyting á borginni og mörg hverfi sem áður höfðu verið mestmegnis yfirgefin hafa tekið sér líf að nýju.

Árið 2019 var Lori Lightfoot fyrsta svarta konan til að vera kosin borgarstjóri og fyrsta samkynhneigða manneskjan til að gegna stöðu borgarstjóra í stórri bandarískri borg.

Syðri-Langamýri

  • HAH00539
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1000]

Ræktarland mikið og gott. Beitiland er ekki víðáttu mikið en notagott. Jörðin má teljast mjög auðunnið og gott býli. Blöndubrú fremri er niður unadan bænum og vegamót skammt frá. Íbúðarhús byggt 1957, 443 m3. Fjárhús yfir 340 fjár. Fjós yfir 24 kýr og 12 geldneyti með mjólkurhúsi, kjarnfóðurgeymslu og áburðarkjallara. Hesthús yfir 18 hross, torfhús. Hlaða 600 m3. Tún 27,7 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Eiðsstaðir í Blöndudal

  • HAH00077
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1200]

Bærinn stendur miðhlíðis gegnt Bollastöðum og er í 250 metra hæð ys. Landrými er þar mikið og gnægð ræktanlegs lands. Fyrir nokkrum árum var jörðinn skipt í 2 sérmetin býli en fullkomin samvinna hefur þó jafnan verið með bræðrunum sem þar búa. Aðeins eitt íbúðarhús er á jörðinni. Í þessari lýsingu teljast báðir jarðarhlutarnir í einu lagi. Oft var skipt um ábúendur öldina á undan. Íbúðarhús byggt 1956, 405 m3. Torffjós fyrir 5 gripi. Fjárhús yfir 260 fjár og torfhús yfir 380 fjár. Hesthús úr torfi yfir 14 hross. Hlaða 600 m3. Tún 25 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Gilsvatni.

Finnstunga í Bólstaðarhlíðarhreppi.

  • HAH00159
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Finnstunga er neðan Tunguhnjúks og stendur hátt í norðurausturhlíð Blöndudals. Útsýn er þar mikil og víð um Langadal og Ása. Bak Tunguhnjúks liggur Finnadalur fram til Skeggjastaðaskarðs. Land jarðarinnar liggur allt austur til Svartár. og eru víðlendar eyrar fram á móts við Bólstaðarhlíð. Ræktun er að mikluleyti valllendismóar og er mikill hluti túnsins í brattlendi. Íbúðarhús byggt 1942, 500 m3. Fjós fyri 14 gripi. Fjárhús yfir 300 fjár. Hlöður 920 m3. Tún 30 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Svartá.
Í Tungu (Finnstungu) í Blöndudal var hálfkirkja „vel standandi" 1486.

Bergstaðir Svartárdal

  • HAH00066
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1200]

Jörðin er kirkjustaður og var prestsetur þar fram yfir 1920. Jörðin var í eyði 1963-1974. Nýtt hús byggt 1974 var fært nær þjóðveginum. Norðan túns er Bergstaðaklif og Helghússhvammur. Núverandi íbúðarhús steinsteypt 395 m3, fjós fyrir 20 gripi og fjárhús yfir 150 fjár. Tún 25 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Undirfellskirkja (1893)

  • HAH10010
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1893-1990

Undirfellskirkja er í Þingeyrarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Nikulási biskupi í Myra. Útkirkja var að Másstöðum, þar til hún brotnaði í snjóflóði 1811, og í Grímstungu 1849-1881.
Víða voru hálfkirkjur og bænhús í sókninni. Kirkjan, sem nú stendur, er byggð úr steinsteypu 1915. Rögnvaldur Ólafsson, húsameistari, teiknaði hana.
Undirfell er eyðibýli, kirkjustaður og fram til 1906 prestssetur í vestanverðum Vatnsdal. Stendur staðurinn undir Felli (358m y.s.) og er kenndur við það. Fell þetta mun upphaflega hafa heitið Undornfell. Undorn (eða undrun) er eyktamark í fornu máli og merkti sama og nón (kl.3), spr. Völuspá, 6. vísu:
"morgin hétu
ok miðjan dag,
undorn og aftan,
árum at telja."
En fellið er í nónstað frá bænum. Í Landnámabók og Vatnsdæla sögu er bærinn Undirfell nefndur Undunfell. Einnig kemur fyrir rithátturinn Undinfell og Undurnfell og virðist bærinn þannig hafa verið samnefndur fellinu.
Kirkjan á Undirfelli var helguð Nikulási biskupi í Myra í kaþólskum sið. Útkirkja þaðan var á Másstöðum uns hana braut í snjóflóði árið 1811, og í Grímstungu 1849-1881. Hálfkirkjur og bænhús voru víða í sókninni að fornu. Núverandi kirkja á Undirfelli er allveglegt steypuhús sem byggt var sumarið 1915 eftir teikningu Rögnvalds Ólafssonar húsameistara, dálítið sérkennileg að því leyti að turninn er upp af nyðra framhorni hennar. Í henni er altaristafla eftir Ásgrím Jónsson er sýnir Jesúm blessa börnin og fleiri góðir gripir.
Fyrra kirkjuhús, sem var stór timburkirkja frá 1893, brann á annan í jólum 1913. Síðasti presturinn á Undirfelli, séra Hjörleifur Einarsson (1831-1910) sagði af sér embætti árið 1906 eftir 30 ára þjónustu á staðnum. Séra Hjörleifur lagði mikla stund á kennslu og hafði flesta vetur námssveina og á árunum 1879-1883 var haldinn kvennaskóli á Undirfelli fyrir hans forgöngu, með 6 nemendum og einum kennara auk hans sjálfs sem kenndi stúlkunum bóklegar greinar. Var það fyrsti vísir að kvennaskóla Húnvetninga. Sonur Hjörleifs var Einar H. Kvaran (1859-1938) rithöfundur. Einar var afkastamikill rithöfundur og vinsælt skáld á löngum og merkum rithöfundarferli. Hann var ritstjóri ýmissa blaða og tímarita, einnig í Winnipeg þar sem hann dvaldi í 10 ár fyrir aldamót, en á háskólaárum í Kaupmannahöfn var hann einn Verðandimanna. Lengstu skáldsögur hans eru Ofurefli (1908) og gull (1911) en kunnastur er hann  nú fyrir smásögur sínar. Heildarsafn verka Einars er ritsafn I-IV (1944 og síðar).
Einn fyrsti listmálari sem nokkuð kveður að á Íslandi, Þórarinn B. orláksson (1867-1924) var fæddur á Undirfelli og ólst þar upp fyrstu árin.

Turninn rís upp úr nyrðra framhorni hennar. Ásgrímur Jónsson málaði altaristöfluna (Jesús að blessa börnin). Nokkrir aðrir góðir gripir eru í kirkjunni. Timburkirkjan, sem þarna stóð frá 1893, brann annan í jólum 1913. Sonur síðasta prestsins, Hjörleifs Einarssonar, sem þjónaði að Undirfelli í 30 ár til 1906, var Einar H. Kvaran (1859-1938), rithöfundur. Fyrsti listmálarinn, sem kvað að á Íslandi, Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924), fæddist að Undirfelli.

Sveinsstaðahreppur 1000-2005

  • HAH10031
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1000-2005

Sveinsstaðahreppur var hreppur í Austur-Húnavatnssýslu fram til ársloka 2005. Hreppurinn var kenndur við Sveinsstaði í utanverðum Vatnsdal. Fólksfjöldi 1. desember 2005 var 92.

  1. nóvember 2004 samþykktu íbúar sveitarfélagsins sameiningu við Bólstaðarhlíðarhrepp, Svínavatnshrepps og Torfalækjarhrepp og gekk hún í gildi 1. janúar 2006. Nýja sveitarfélagið hlaut nafnið Húnavatnshreppur í fyrstu kosningunum í sameinuðu sveitarfélagi 10. desember 2005.

Selvíkurgarður (1936-)

  • HAH10042
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1936 -

Björn Einarsson, Blönduósi, eigandi Selvíkur og Bjarni Ó. Frímannsson Efri-Mýrum boðuðu til fundar 16. febrúar, varðandi að stofna félag um kartöflurækt í Selvík. Í stjórn voru kosnir Kristinn Magnússon, Bjarni Ó. Frímannsson og Páll Geirmundsson. Var Selvík keypt af Birni Einarssyni í apríl 1936 og hafin útleiga á blettum fyrir þá sem vildu rækta þar kartöflur. Árið 2006 tók Ungmennafélagið Hvöt við rekstri Selvíkurgarðsins og sér um alla jarðvinnslu og mælingar á blettum þeim sem beðið hefur verið um til ræktunar.

Veiðifélagið Skagaröst (1973-)

  • HAH10048
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1973-

Laxá í Nesjum er á Skagaheiði, en Skagaheiði er stórkostlegt land sem fáir þekkja, þar er töfrandi fegurð og heillandi möguleikar til útivistar. Landslagið er tiltölulega lágt, yfirleitt undir tvö hundruð metrum. Stórar klettaborgir breiða víða úr sér og í lægðum á milli þeirra eru veiðivötnin sem vart eiga sinn líka hér á landi.
Vegalengd frá Reykjavík er um 340 km +/- eftir því í hvaða vatn skal haldið.
Malarvegur er frá Skagaströnd og fyrir Skaga. Hann tengir saman bæi sem allflestir eru við ströndina. Upp að veiðivötnum liggja víða jeppaslóðar. Örfáir þeirra eru vel færir, jafnvel fyrir fólksbíla, en um aðra þarf að aka á fjórhjóladrifsbílum og svo eru sumir ekkert annað en troðningar sem auðveldlega geta spillst í rigningartíð.
Vart þarf að geta þess að allur akstur utan vega er með lögum óheimill á Skagaheiði eins og annars staðar í landinu.
Athugið að áður en farið er til veiða þarf að kaupa veiðileyfi hjá viðkomandi bónda/veiðiréttarhafa. Einnig þegar veiðivatnið er í afréttarlöndum.
Laxá í Nesjum er lítil og nett á sem á upptök sín ofan Laxárvatns á Skagaheiði á norð-vestanverðri Skagatánni og rennur hún til sjávar skammt norðan við bæinn Saurar. Þetta er ekki mikið vatnfall og getur því þornað töluvert upp á þurrkasumrum. Hinsvegar ef gott vatn er í ánni hefur nokkuð af laxi gengi í hana.

Upprekstrarfélag Eyvindarstaðaheiðar (1891-)

  • HAH10050
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1891-

Varð til við kaup þriggja sveitarfélaga á Eyvindarstaðaheiði í kringum 1891. Sveitarfélögin þrjú voru:
Bólstaðarhlíðarhreppur að 5/17, Seyluhreppur að 4/17 og Lýtingsstaðahreppur að 8/17. Eyvindarstaðaheiði er að dýrleika talin 26,4 hundruð eftir jarðabókinni 1861.

Niðurstöður 801 to 900 of 1161