Stóra-Giljá Torfalækjarhreppi

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Stóra-Giljá Torfalækjarhreppi

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(950)

History

Norðurmörk Stóru-Giljár eru við Þúfnalæk og síðan eftir krókaleiðum í Torfavatn og Reykjanibbu. Sauðadal er ekki skipt, en Giljá á 7/16, Öxl 1/16 og Hnausar 8/16 hans. Merkin eru fram Svínadalsfjall sem vötnin ráða í Gaflstjörn, út Vatnsdalsfjall að Hjálpargili. Þaðan ræður Giljá niður fyrir bæinn sem stendur örskammt neðan við þjóðveginn, þaðan er bein lína í Kænuvik í Vatnsdalsárkvísl. Neðantil er landið votlent, en hið efra eru ásar og lyngivaxnir móar. Íbúðarhús byggt 1926, endurbætt og stækkað 1973, 1022 m3. Rafstöð byggð 1930. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 1100 fjár. Hesthús yfir 13 hross. Hlöður 3687 m3. Geymsla 169 m3. Tún 46,6 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá

Places

Torfalækjarhreppur; Þúfnalækur; Torfavatn; Reykjanibba; Sauðadalur; Öxl; Hnausar; Svínadalsfjall; Gaflstjörn; Vatnsdalsfjall; Kötlunúpagil [Hjálpargil]; Kænuvik; Vatnsdalsá; Kænuvik; Vatnsdalsárkvísl; Akurssýki; Beinakelda; Lestavað yfir lækinn norður undan Stórugiljá; Lækjargil; Húnavatn; Þúfnalækjarfoss; Helluvarða; Egilsholt; Grásteinn austan á Stóramó; Reykir; Vatnsgata á Reykjabraut; Langhólar; Skertlufjall; Hrafnabjargakvísl; Vesturdalsfjall; Giljárhlíð [Marðarnúpshlíð]; Hallstópt; Þingeyraklaustur; Brandanes; Langhylur; Torfalækjarós; Húnaós; Geirastaðabúnga fyrir vestan Húnaós; Hjaltabakkafjara;

Legal status

Hjer hefur til forna bænhús verið og stóð húsið í voru minni. Enginn minnist hjer hafi tíðir fluttar verið. Jarðardýrleiki xxx € , að frátalinni Beinakeldu, sem áður er um skrifað telst fyrir x € , so að samantalinni Beinakeldu og Stóru Giljaá er Stóra Giljaá xl € , og svo tíundast fjórum tíundum.
Eigandinn að allri jörðunni, að meðtalinni Beinakeldu, er lögmaðurinn Lauritz Christiansson Gottrup. Abúandinn Sigurður Einarsson. Landskuld af xxx € sem Sigurður Einarsson heldur ii € . Betalast með öllum gildum landaurum. Leigukúgildi v, voru inn til næsta árs vi, en því einu af ljett að ábúandi óskaði. Leigur betalast í smjöri, eður því sem landsdrotni semur við ábúanda heim til landsdrottins. Kvaðir eru nú öngvar áskildar, en fyrir nokkrum árum voru þessarar jarðar ábúendur kvaddir til að fylgja klausturlandsetunum til veiða í Lánghyl einn dag um sumur, jafnvel síðan lögmaðurinn Lauritz Gottrup varð eigandi að Stóru Giljaá. Önnur kvöð, ii hríshestar heim til klaustursins, sem að fornu var, hefur ekki kallað verið í næstu 2 ár, og óvíst hvort kallaðir verið hafi síðan lögmaðurinn Lauritz Gottrup varð eigandi að Stóru Giljaá.
Kvikfjenaður viii kýr, i tarfur veturgamall, iii kálfar, lxxvi ær, xii sauðir tvævetrir og eldri, xxiiii veturgamlir, lxv lömb, xii hestar, ii hross, ii folar tvævetrir, i veturgamall, ii únghryssur.
Fóðrast kann áðurtalinn kvikfjenaður. Afrjett eigna eigendur jörðunni á Sauðadal, en margar jarðir kalla það selstöður sínar; það er ekki reynt með lögum hvörjir rjettast hafi, og er þeim unt sem til kalla að reyna sinn rjett. Selstöðu fyrir sjálfa sig, geldfjárgáng allan um sumur og hrossa og nauta beit hefur jörðin átölulaust á Sauðadal. Um tilkall annara manna, hvort sem það áhrærir selstöður eður önnur ítök, lambaupprekstur eður þvílíkt annað, kveðst ábúandi afsaka sig til að svara og vísar því til landsdrottins, so hann megi þetta alt að lögum reyna, en lambatolla fyrir brúkan þeirra, sem á Sauðadal hafa rekið í næstu 2 ár, kveðst Sigurður Einarsson af fleiri þeim uppborið hafa. Hrístöku til upphöggvins hríss eigna menn Stóru Giljaá í Búrfellslandi í Svinadal á vi hesta um árið. Torfrista og stúnga og reiðingsrista bjargleg. Móskurður til eldiviðar ætla menn verið hafi, óvíst hvort vera megi en brúkast ekki. Hrísrif er enn brúkað til eldiviðarstyrks en þver mjög. Silúngsveiði eignar landsdrottinn Giljaá alt inn undir Brandanes alla hálfa, en Hjaltabakkamenn eigna sjer alla fyrir utan ítak Akursmanna, millum Brandaness og Torfalækjaróss; hjer um er misgreinínga von og óreynt hvor rjettara hafi. Eggver eignar sjer jörðin Giljaá í vatnshólma nokkrum, sem liggi nær Húnaósi. En hvort það sje Giljaár eign er ekki reynt að lögum, og veldur það miklu hvað rjettast reynist um aðfall vatnsins fornt eður nýtt, og hvað að því prófuðu geta eigendur satt gjört tilkall sitt á aðrahvörja síðu. Grasatekju hefur og á jörðin á Sauðadal. Berjalestur má teljast þrotinn. Reki er jörðunni eignaður, frá því er endar Hjaltabakkareka og til þess rjettsýni er norður af Geirastaðabúngu fyrir vestan Húnaós. Selveiði hálf er eignuð Giljaá í Húnaósi, á móts við Hjaltabakkamenn, en þar um er misgreiníngavon af Hjaltabakkamönnum. Rekavon fyrir landi því, sem Giljaár menn eigna sjer fyrir austan og vestan Húnavatnsós, millum Þíngeyraklausturs og Hjaltahakka.
Sölvatekja er eignuð Giljaá í Hjaltabakkafjöru fyrir tvo kvennmenn, en ekki ákveðið hvort um einn dag eður sjáfarfall. Mánaðarbeit eigna menn jörðunni í Kríngluland fyrir sauðfje alt frá Stóru Giljaá um vetur. Sandfjúk af melum spilla túninu, og hið sama gjörir áin, um þann reit, sem hún fellur við. Ekki er enginu óhætt fyrir áhlaupum.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Ábúendur;
<1901> Guðrún Jónsdóttir 1836. Var á Stórugilá, Þingeyrasókn, Hún. 1845.
<1901> Jakob Jón Árnason 27. apríl 1842 - 1917. Var fósturbarn á Stóru-Giljá, Þingeyrasókn, Hún. 1845. Vinnumaður í Mjóadal á Laxárdal fremri, á Kárastöðum á Ásum og víðar í Húnaþingi. Kona hans Þuríður Árnadóttir 21. okt. 1848 - 1914. Húskona á Kárastöðum á Ásum, á Vigdísarstöðum í Miðfirði og víðar í Húnaþingi.
<1901> Guðmundur Jónsson 2. júlí 1863 - 4. nóv. 1926. Var í Hnausum, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Bóndi á Stóru-Giljá í Þingi. Kona hans Ingiríður Solveig Björnsdóttir 1859 - 20. des. 1928. Var í Stórabúrfelli, Svínavatnssókn, Hún. 1860. Tökubarn í Hólabæ, Holtastaðasókn, Hún. 1870. Vinnukona á Útibleiksstöðum, Melstaðarsókn, Hún. 1880. Vinnukona á Beinakeldu, Þingeyrasókn, Hún. 1890. Húsfreyja á Stóru-Giljá í Þingi.
<1901> Jón Pálsson 26. ágúst 1843 - 9. maí 1922. Tökubarn á Mosfelli í Auðkúlusókn, Hún. 1845. Ókvæntur vinnumaður í Köldukinn á Ásum 1870. Vinnumaður víða, lengi á Stóru-Giljá. Kallaður „handarvana“, hafði visinn handlegg frá barnæsku. Sennilega sá sem var húsmaður á Stórugiljá í Þingeyrasókn, Hún. 1901. Jón var skrifaður Semingsson framan af ævi, en Pálsson frá því um miðjan aldur. Bústýra; Halla Jónasdóttir 2. mars 1844 - 17. feb. 1929. Fósturbarn á Blöndubakka, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1845. Var á Orrastöðum, Þingeyrarsókn, Hún. 1860. Vinnukona á Tindum, Svínavatnssókn, Hún. 1890.

1908-1972- Jóhannes Erlendsson 21. maí 1891 - 23. október 1977 Bóndi á Stóru-Giljá, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Stóru-Giljá í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Bóndi þar, ókvæntur og barnlaus.

1916-1972- Sigurður Erlendsson 28. apríl 1887 - 28. sept. 1981. Bóndi á Stóru-Giljá, Þingeyrasókn. Ókvæntur og barnlaus.

1972- Erlendur Guðlaugur Eysteinsson 10. jan. 1932. Var á Beinakeldu í Torfalækjahreppi. Kona hans; Helga Búadóttir 16. maí 1938. Var á Beinakeldu í Torfalækjahr., A-Hún. 1957.

Sigurður Erlendsson 6. janúar 1966 Bóndi Stóru-Giljá, kona hans; Þóra Sverrisdóttir 9. apríl 1970 frá Selfossi.

General context

Landamerkjaskrá fyrir Stórugiljá og Beinakeldu.

Norður frá Beinakeldu er svo kallaður Þúfnalækur, sem landi skiptir að norðan frá fossi norður undan Beinakeldu og það vestur á Lestavað yfir lækinn norður undan Stórugiljá gagnvart miðju Lækjargili, þaðan í vestur beina línu í mitt Akurssýki, sem vísar á stein vestan undir sýkinu, og svo sem merkjavörður ráða eptir sömu línu til Húnavatns miðju, í austur frá Þúfnalækjarfossi beina línu til Helluvörðu, svo frá Helluvörðu í vörðu á Egilsholti, þaðan í Grástein austan á Stóramó, svo úr Grásteini í steina tvo í Vatnsgötu á Reykjabrautar vegi suður undan Langhóla enda, síðan beina línu norðaustan í há Skertlufjall, þaðan fram og ausur á Svínadalsfjall, allt sem vötn að draga af fjallsengjum til vesturs, móts við klett, er stendur við Hrafnabjargakvísl, við Marðarnúps land, þaðan rjettsýni vestur á Vesturdalsfjall, móti merkisteini þeim, sem stendur á Giljár- eða Marðarnúps- hlíð, svo það vötnum veitir til austurs norður eptir öllu fjallinu út að Kötlunúpagili eða Hjálpargili, svo sem gil ræður í Sauðadalsá, ræður svo áin alla leið að merki því, er stendur á Giljár eyrum, vestan til við ána, suðvestur frá Stórugiljá, frá því merki svo beina línu eptir vörðum norðan við Hallstópt í mitt Kænuvik, og það svo gagnvart miðju Húnavatni, ræður svo lína eptir miðju vatni, móts við norður merkjalínu Stórugiljár og Beinakeldu. Norðurmerki Sauðdals er úr Skertlufjalli í Hjálpargili. Ofanskrifaðar jarðir eiga frían upprekstur á Auðkúluheiði.

Beinakeldu 12. maí 1890.
Erlendur Eysteinsson
Magnús Steindórsson eigandi að ½ Sauðadal
Kristján Sigurðsson meðeigandi Sauðdals
B.G.Blöndal umboðsmaður Þingeyrakl.jarða
Þorsteinn Jónsson eigandi Litlugiljá
Egill Halldórsson eigandi Reykja
Gísli Jónsson eigandi Litlugiljár
Jón Jónsson
Guðrún Jónsdóttir

Lesið upp á manntalsþingi að Blönduósi, hinn 26. maí 1891, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 230, fol. 119b.

Relationships area

Related entity

Oddný Ólafsdóttir (1811-1893) Sveinsstöðum Þingi (5.6.1811 - 8.1.1893)

Identifier of related entity

HAH07176

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

´Var þar 135, húsfreyja 1840

Related entity

Guðmundur Frímannsson (1892-1918) Hvammi og Stóru-Giljá (28.5.1892 - 30.11.1918)

Identifier of related entity

HAH04012

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

Kennari þar

Related entity

Þorsteinn Sigurðsson (1937-2022) Blönduósi (15.7.1937 - 1.5.2022)

Identifier of related entity

HAH06279

Category of relationship

associative

Dates of relationship

15.7.1937

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Gestur Bjarnason (1842-1919) vm Stóru-Giljá og Beinakeldu (2.9.1842 - 2.2.1919)

Identifier of related entity

HAH03737

Category of relationship

associative

Dates of relationship

2.2.1919

Description of relationship

lést þar

Related entity

Margrét Hannesdóttir (1861-1948) Kolviðarnesi Hnapp (25.8.1861 - 29.6.1948)

Identifier of related entity

HAH07382

Category of relationship

associative

Dates of relationship

25.8.1861

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Jón Jónsson (1829) Litlugiljá, Þingeyrasókn, Hún. 1880 (18.7.1829 -)

Identifier of related entity

HAH05606

Category of relationship

associative

Dates of relationship

18.7.1829

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Hnausar í Vatnsdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00294

Category of relationship

associative

Dates of relationship

26.5.1891

Description of relationship

Hnausar eiga 8/16 af Sauðadal á móti Stórugiljá sem á 7/16 og Öxl sem á 1/16

Related entity

Litla-Giljá í Þingi ((1950))

Identifier of related entity

HAH00503

Category of relationship

associative

Dates of relationship

26.5.1891

Description of relationship

Sameiginleg landamörk.

Related entity

Jósefína Erlendsdóttir Hansen (1894-1937) frá Stóru Giljá (2.11.1894 - 19.11.1937)

Identifier of related entity

HAH02513

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Jónas Hannes Jónsson (1875-1941) Bakkakoti 1880 (26.2.1875 - 12.12.1941)

Identifier of related entity

HAH05808

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

gæti verið fæddur þar

Related entity

Ásgerður Guðmundsdóttir (1914-1991) Akureyri (11.5.1914 - 23.12.1991)

Identifier of related entity

HAH07430

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Barn þar um 1930

Related entity

Beinakelda Torfalækjarhreppi ((1300))

Identifier of related entity

HAH00550

Category of relationship

associative

Dates of relationship

26.5.1891

Description of relationship

Sameiginleg landamörk.

Related entity

Oktavía Bergmann Jónasdóttir (1912-1989) Leysingjastöðum (14.6.1912 - 2.8.1989)

Identifier of related entity

HAH06942

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Barn þar

Related entity

Þingeyrakirkja (1864 -)

Identifier of related entity

HAH00633

Category of relationship

associative

Dates of relationship

26.5.1891

Description of relationship

Sameiginleg landamörk. við klausturjarðir

Related entity

Jakob Árnason (1842-1917) Stóru-Giljá (27.4.1842 - 1917)

Identifier of related entity

HAH05227

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

fósturbarn þar 1845

Related entity

Hávarður Sigurjónsson (1948) Blönduósi (17.7.1948 -)

Identifier of related entity

HAH04854

Category of relationship

associative

Dates of relationship

17.7.1948

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Akur í Torfalækjarhrepp ((1350))

Identifier of related entity

HAH00548

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Torfalækjarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00566

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Ástríður Erlendsdóttir (1959) Hvammi (26.10.1959 -)

Identifier of related entity

HAH05185

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Barn þar

Related entity

Reykir við Reykjabraut ([1300])

Identifier of related entity

HAH00561

Category of relationship

associative

Dates of relationship

26.5.1891

Description of relationship

Sameiginleg landamörk.

Related entity

Sveinn Benjamínsson (1875-1947) Sveinshúsi (Vinaminni) (14.10.1875 - 27.11.1947)

Identifier of related entity

HAH04968

Category of relationship

associative

Dates of relationship

14.10.1875

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Halla Jónasdóttir (1844-1929) Tindum (2.3.1844 - 17.2.1929)

Identifier of related entity

HAH04624

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

var þar 1901 og 1920

Related entity

Marðarnúpur í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00052

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Öxl í Þingi ((1350))

Identifier of related entity

HAH00514

Category of relationship

associative

Type of relationship

Öxl í Þingi

is the business partner of

Stóra-Giljá Torfalækjarhreppi

Dates of relationship

Description of relationship

Öxl á 1/16 hluta af Sauðadal, Stóra Giljá 7/16 og Hnausar 8/16

Related entity

Þúfnalækur í landi Kringlu í Torfalækjarhreppi ((1000))

Identifier of related entity

HAH00844

Category of relationship

associative

Type of relationship

Þúfnalækur í landi Kringlu í Torfalækjarhreppi

is the associate of

Stóra-Giljá Torfalækjarhreppi

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Kristján Benediktsson (1849-1923) landnámsmaður Point Roberts á Kyrrahafsstönd frá Hrafnabjörgum (27.11.1849 - 26.9.1923)

Identifier of related entity

HAH06582

Category of relationship

associative

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

vinnumaður þar 1870

Related entity

Jónas Bergmann Björnsson (1876-1952) Marðarnúpi (26.10.1876 - 21.12.1952)

Identifier of related entity

HAH06705

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Jónas Bergmann Björnsson (1876-1952) Marðarnúpi

controls

Stóra-Giljá Torfalækjarhreppi

Dates of relationship

1930-1952

Description of relationship

Bóndi og trésmíðameistari þar

Related entity

Jóhannes Erlendsson (1891-1977) Stóru-Giljá (21.5.1891 - 23.10.1977)

Identifier of related entity

HAH05438

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Jóhannes Erlendsson (1891-1977) Stóru-Giljá

controls

Stóra-Giljá Torfalækjarhreppi

Dates of relationship

1916-1977

Description of relationship

Bóndi þar

Related entity

Helga Búadóttir (1938) Stóru-Giljá (16.5.1938 -)

Identifier of related entity

HAH04879

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Helga Búadóttir (1938) Stóru-Giljá

controls

Stóra-Giljá Torfalækjarhreppi

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar

Related entity

Margrét Gísladóttir (1865-1895)-Stóru-Giljá 1890 (29.6.1865 - 1895)

Identifier of related entity

HAH07473

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Margrét Gísladóttir (1865-1895)-Stóru-Giljá 1890

controls

Stóra-Giljá Torfalækjarhreppi

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar 1890 til dd

Related entity

Böðvar Þorláksson (1857-1929) Böðvarshúsi (10.8.1857 - 3.3.1929)

Identifier of related entity

HAH02973

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Böðvar Þorláksson (1857-1929) Böðvarshúsi

controls

Stóra-Giljá Torfalækjarhreppi

Dates of relationship

Description of relationship

Var bóndi þar

Related entity

Sigurður Oddleifsson (1860-1937) Stóru-Giljá og Blönduósi (11.9.1860 - 16.8.1937)

Identifier of related entity

HAH04953

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Sigurður Oddleifsson (1860-1937) Stóru-Giljá og Blönduósi

controls

Stóra-Giljá Torfalækjarhreppi

Dates of relationship

Description of relationship

Bóndi þar 1890

Related entity

Kristín Guðmundsdóttir Bergmann (1877-1943) St-Giljá (10.7.1877 - 24.11.1943)

Identifier of related entity

HAH04385

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Kristín Guðmundsdóttir Bergmann (1877-1943) St-Giljá

controls

Stóra-Giljá Torfalækjarhreppi

Dates of relationship

Description of relationship

húsfreyja þar

Related entity

Sigurður Erlendsson (1887-1981) Stóru Giljá (28.4.1887 - 28.9.1981)

Identifier of related entity

HAH01943

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Sigurður Erlendsson (1887-1981) Stóru Giljá

is the owner of

Stóra-Giljá Torfalækjarhreppi

Dates of relationship

Description of relationship

Bóndi þar

Related entity

Sauðadalur ((900))

Identifier of related entity

HAH00405

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Sauðadalur

is owned by

Stóra-Giljá Torfalækjarhreppi

Dates of relationship

26.5.1891

Description of relationship

Stóra-Giljá á 7/16 hluta Sauðadals

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00479

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 2.4.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðmundur Paul
Jarðabók Árna Magnússonar 1706. Bls 304
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 230, fol. 119b.
Húnþing II bls 268

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places