Sýnir 10349 niðurstöður

Nafnspjald

Björn Björnestjene Björnsson (1832-1910)

  • HAH02781
  • Einstaklingur
  • 8.12.1832 - 26.4.1910

Bjørnstjerne Martinus Bjørnson 8. desember 1832 – 26. apríl 1910, norskur rithöfundur og skáld. Bjørnstjerne er t.d. höfundur ljóðsins að norska þjóðlaginu: Ja, vi elsker dette landet. Bjørnstjerne hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1903 og er í Noregi talinn einn af hinum fjóru stóru (De fire store) ásamt Henrik Ibsen, Jonas Lie og Alexander Kielland.
Björnstjerne fæddist Bjørgan in Kvikne, litlu þorpi í Østerdalen um 100 km suuður af Þránheimi

Björn Björnsson (1849-1915) Sporði í Víðidal

  • HAH02784
  • Einstaklingur
  • 6.2.1849 - 6.7.1915

Björn Björnsson 6. febrúar 1849 - 6. júlí 1915. Bóndi á Sporði í Víðidal, Hún. Var á Bakka, Tjarnarsókn, Eyj. 1860. Síðast bóndi á Sporði.

Björn Eysteinsson (1920-2014) frá Hafurstöðum

  • HAH02804
  • Einstaklingur
  • 26.8.1920 - 5.5.2014

Björn Eysteinsson fæddist 26. ágúst 1920 í Meðalheimi á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu og ólst þar upp fyrstu átta árin. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 5. maí 2014. Var á Hafurstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Aðalbókari, skrifstofustjóri og deildarstjóri á Reyðarfirði og gegndi þar margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum, síðar endurskoðandi í Hafnarfirði.

Björn Gíslason (1946) Rakari Selfossi

  • HAH02812
  • Einstaklingur
  • 2.9.1946 -

Rakari og knattspyrnuáhugamaður á Selfossi, um tíma bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Mikill félagsmálamaður.

Björn Hermann Jónsson (1888-1962) skólastjóri í Vestmannaeyjum ov

  • HAH02831
  • Einstaklingur
  • 25.6.1888 - 4.6.1962

Björn Hermann Jónsson 25. júní 1888 - 4. júní 1962 Skólastjóri í Vestmannaeyjum, í Dölum og á Ísafirði. Bjó síðast í Ásgarði í Garðahreppi, Gullbr. [Íslendingabók]
Í legstaðaskrá Fossvogskirkjugarðs er hann sagður f. 24.6.1888 og d. 5.6.1962. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum þar til hann var 19 ára.

Ingibjörg Hillers (1918-2005) Selfossi

  • HAH01481
  • Einstaklingur
  • 14.5.1918 - 7.5.2005

Ingibjörg Þorvaldsdóttir Hillers fæddist á Sauðárkróki 14. maí 1918. Hún lést í Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi 7. maí síðastliðinn. Ingibjörg fæddist á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki, flutti með foreldrum sínum að Brennigerði í Skarðshreppi 1920, þar sem þau bjuggu í tíu ár, en fluttu að þeim liðnum aftur til Sauðárkróks. Hún var gædd listrænum hæfileikum, söng í Kirkjukór Sauðárkróks og lék m.a. annað aðalhlutverkið í Pilti og stúlku eftir Jón Thoroddsen. Hún flutti á Selfoss 1941 og átti þar heima síðan. Hún stundaði þar ýmis tilfallandi störf. Hún hafði yndi af heimilishaldi og hlutu þau Börge verðlaun fyrir fallegan blómagarð við heimili þeirra í Heiðmörk 3 á Selfossi.

Útför Ingibjargar Þorvaldsdóttur Hillers fór fram frá Selfosskirkju laugardaginn 21. maí, í kyrrþey, að ósk hinnar látnu.

Ingibjörg Jakobsdóttir (1924-1997)

  • HAH01484
  • Einstaklingur
  • 13.8.1924 - 6.4.1997

Ingibjörg Jakobsdóttir fæddist 13. ágúst 1924. Hún lést á Landakotsspítala 6. apríl síðastliðinn. Var á Rauðhólum, Hofssókn, N-Múl. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
Útför Ingibjargar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Ingibjörg Kristín Lárusdóttir (1923-1989)

  • HAH01494
  • Einstaklingur
  • 17.2.1923 - 26.6.1989

Ingibjörg fæddist 17. febrúar 1923, dóttir hjónanna Sigurbjargar Sigurvaldadóttur og Lárusar F. Björnssonar kaupmanns á Fjölnisvegi 20. Ólst hún upp ásamt þremur systrum sínum, þeim Sigurrósu og Valdísi, sem báðar eru búsettar í Reykjavík, og Birnu, sem síðar fluttist til Bandaríkjanna ásamt fjölskyldu sinni og hefur verið bú sett þar í mörg ár. Sigurbjörg og Lárus bjuggu fyrstu árin á heimaslóðum, fyrir norðan, en fluttust þá til Reykjavíkur og eftir fá ár byggðu þau myndarlegt hús á Fjölnisvegi 20 og bjuggu þar síðan meðan heilsa entist og þar ólust dæturnar upp.
Bergur var ekki heilsusterkur maður og átti á síðustu árum sínum við alvarleg veikindi að stríða. Þá komu ekki hvað síst í ljós eðlisþættir Ingu, sem mestu varða er á reynir, kærleikur og fórnfýsi. Þótt sjálf væri hún ekki hraust, átti hún þrek til að létta manni sínum erfiðar veikindastundir og hlú að honum svo vel, sem framast mátti verða, uns yfir lauk.

Snemma á búskaparárunum byggðu þau hjónin sér sumarbústað og fékk Bergur til þess land í heimahögum sínum. Hann var hagleiksmaður og notaði frístundirnar vel. Og áður en langir tímar liðu var risið upp snoturt hús með vaxandi trjám í kring. Þarna átti fjölskyldan ótal ánægjustundir, í friði og ró, með fagurt útsýni fyrir augum.

Ingibjörg Gísladóttir (1926-1994) Reykjavík

  • HAH01500
  • Einstaklingur
  • 7.3.1926 - 11.6.1994

Ingibjörg Petrea Gísladóttir andaðist á gjörgæsludeild Borgarspítalans 11. júní 1994. Ingibjörg Petrea Gísladóttir var fædd í Litlu-Tungu í Miðfirði, í V-Húnavatnssýslu 7. mars 1926.
Útför Ingibjargar fer fram frá Bústaðakirkju í dag.

Ingibjörg Sigurðardóttir (1898-1995) Hausthúsum

  • HAH01503
  • Einstaklingur
  • 20.4.1898 - 8.1.1995

Ingibjörg Sigurðardóttir fæddist í Garðinum 20. apríl 1898 og ólst upp í Hausthúsum. Hún lést á Garðvangi, dvalarheimili aldraðra í Garði, 8. janúar síðastliðinn. Inga var trúuð og sótti ævinlega kirkju meðan heilsan leyfði. Hún var traustur félagi í kvenfélaginu Gefn og slysavarnadeild kvenna hér í Garðinum. Var hún heiðursfélagi beggja þessara félaga.
Barngóð var Inga svo eftir var tekið, og voru oft börn yfir sumartíma í Hausthúsum. Inga og Bjarni bróðir hennar tóku einnig lítinn móðurlausan dreng í fóstur, Reyni Gíslason. Veit ég að Inga bar mikla umhyggju fyrir þessum dreng.
Í mörg ár var Inga með börn í stafaskóla. Mín yngri börn fengu að njóta kennslu hjá henni. Minnast þau enn hvað gott var að læra hjá Ingu og oft stakk hún að þeim kandísmola eða öðru góðgæti.
Sigurður faðir Ingu dó af slysförum, þá á góðum aldri, og var hans sárt saknað. Jórunn móðir hennar lifði í hárri elli í skjóli Ingu og Bjarna. Kom það í hlut Ingu að hjúkra henni þar til yfir lauk. Var það gert af mikilli umhyggju. Þá naut Inga ekki þeirra þæginda sem þykja sjálfsögð í dag. Trúlega hefur það verið erfitt, en aldrei kvartaði hún, heldur vann sín verk af trúmennsku.
Útför hennar fór fram frá Útskálakirkju 13. janúar.

Ingólfur Árni Sveinsson (1947-2002) Syðri-Kárastöðu,

  • HAH01519
  • Einstaklingur
  • 9.4.1947 - 16.6.2002

Ingólfur Árni Sveinsson fæddist í Reykjavík 9. apríl 1947. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 16. júní síðastliðinn. Ingólfur starfaði lengi sem sjómaður og sendibílstjóri en árið 1978 fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni að Syðri-Kárastöðum í Vestur-Húnavatnssýslu og hófu hann og kona hans búskap þar. Jafnhliða bændastörfunum vann Ingólfur ýmis störf, m.a. var hann skólabílstjóri í tólf ár.
Útför Ingólfs verður gerð frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Ingvar Jónsson (1917-2003)

  • HAH01524
  • Einstaklingur
  • 8.1.1917 - 18.1.2003

Ingvar Jónsson fæddist í Steinholti í Staðarhreppi í Skagafirði 8. janúar 1917. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss 18. janúar síðastliðinn. Ingvar ólst upp á Sauðarkróki. Hann stundaði nám í Íþróttaskólanum í Haukadal 1937-38.
Útför Ingvars verður gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Jófríður Kristjánsdóttir (1920-1995) Haga

  • HAH01538
  • Einstaklingur
  • 1.6.1920 - 22.5.1995

Jófríður Kristjánsdóttir var fædd í Innri-Hjarðardal í Önundarfirði 1. júní 1920. Hún lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 22. maí síðastliðinn.

Ingibjörg Karlsdóttir (1919-2014) Blönduósi

  • HAH01542
  • Einstaklingur
  • 16.4.1919 - 3.9.2014

Ingibjörg Karlsdóttir fæddist á Gunnfríðarstöðum, Svínavatnshreppi, A-Hún.,16. apríl 1919. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 3. september 2014.
Ingibjörg ólst upp frá þriggja ára aldri í Vatnahverfi, Engihlíðarhr., A-Hún., hjá systkinunum Ingibjörgu, Guðbjörgu og Þorsteini Eggertsbörnum. Ingibjörg og Guðmundur byrjuðu sinn búskap í Vatnahverfi, síðan bjuggu þau í Neðri-Lækjardal uns þau fluttu á Blönduós 1964.
Útför hennar fer fram frá Blönduóskirkju í dag, 13. september, kl. 14.

Birna Helgadóttir (1911-1990) Fremstagili

  • HAH01545
  • Einstaklingur
  • 6.7.1911 - 21.12.1990

Jóhanna Birna Helgadóttir, Fremstagili Fædd 6. júlí 1911 Dáin 21. desember 1990
Hinn 21. desember sl. andaðist á heimili sínu, Fremstagili í Engi hlíðarhreppi, Birna Helgadóttir fyrrum húsfreyja þar.
Birna var fædd 6. júlí 1911 á Kirkjubóli, býli er var skammt frá Víðimýri í Skagafirði. Sem af líkum má ráða var ekki um skólagöngu hjá Birnu að ræða utan hins hefðbundna barnaskóla náms.
Á Akureyri dvaldist hún hjá frændfólki sínu og átti þar gott atlæti og góð ár, en að sjálfsögðu varð hún að fara að vinna strax og hún gat sér til framfæris, því snemma mun það hafa orðið hennar takmark að sjá fyrir sér sjálf, halda sérstaklega vel á því sem aflaðist og gjarnan frekar miðla öðrum en þiggja, þótt efni væru ekki mikil.
Þetta lífsviðhorf var leiðarljós Birnu alla tíð og nutu margir góðs af hennar umhyggju.
Vorið 1935 gerist Birna kaupa kona hjá Hilmari Arngrími Frímannssyni, bónda á Fremstagili, sem áður segir. Hilmar var þá bú inn að búa þar nokkur ár, harðfrísk ur bóndi, bráðmyndarlegur og mað ur hinn gjörvilegasti.
Svo er að sjá að Birnu hafi líkað vistin vel því hún fór ekki aftur frá Fremstagili og árið eftir gifta þau sig, Birna og Hilmar.
Birna gerist húsmóðir og skapar með manni sínum myndarlegt og hlýlegt heimili og lagði allt sitt fram, svo það gæti orðið þeim sem hjá þeim dvöldu sem best. Búskaparsögu þeirra hjóna á Fremstagili í rúma fjóra áratugi ætla ég ekki að rekja nema að litlu leyti. Þau bættu jörð sína, byggðu útihús, endurbyggðu og stækkuðu íbúðarhús. Túnið var sléttað og aukið og búið stækkað. Allt var þetta gert með hagsýni og dugn aði. Hilmari bónda voru og falin ýmis störf fyrir félög og félagasam tök hér í sýslu, sem tóku tíma hans frá bustörfum, það kom ekki að sök því husmóðirin Birna vakti yfir vel ferð búsins og vann jafnt sem þörf krafði úti sem inni.
Þau Hilmar og Birna bjuggu á Fremstagili í fulla fjóra áratugi, síðustu árin í samvinnu við son þeirra, Valgarð, og Vilborgu eigin konu hans

Cora Sofie Baldvinsen (1904-1986) Höfðatún Skagaströnd

  • HAH01546b
  • Einstaklingur
  • 20.9.1904 - 31.8.1986

Hún lést að morgni sunnudags, 31. ágúst, og hafði þá átt við heilsuleysi að stríða um árabil. Cora Sofie fæddist í Gibostad í Senja í Noregi 20. september 1904 og hefði því orðið 82 ára í þessum mánuði. Foreldrar hennar voru Paul Pettersen útvegsbóndi og fyrri kona hans, Cecelie Martinsen, en hún lést 1908 þegar Cora var fjögurra ára. Þau systkinin voru þrjú, tvö eldri en Cora, Peder, sem lést 1985, en elsta systirin, Borghild, býr í Fauske í Noregi. Faðirinn kvæntist síðar Jensine Andreasen og með henni átti hann fimm börn. Kåre, hálfbróðir Coru, býr nú á bernskuheimili þeirra. Cora ólst upp hjá föður sínum og stjúpmóður. Er hún var um tvítugt fór hún til heimilisstarfa hjá ljósmóður í Kvefjord. Þar kynntist hún ungum Íslendingi og þar með voru örlög hennar ráðin. Eiginmaður hennar, Jóhann Daníel Baldvinsson vélstjóri, hafði þá átt heima í Noregi í nokkur ár. Þegar hann sá hina ungu stúlku í fyrsta sinn var hún að hengja út þvott til þerris. Hreifst hann svo mjög af léttleika hennar og þokka að ekki var um annað að ræða en stofna til kunningsskapar við hana. En það var ekki auðhlaupið að því, því að ljósmóðirin vakti yfir hverju spori ungu stúlkunnar og leist ekki meira en svo á útlendinginn.
Í stríðsbyrjun flutti fjölskyldan til Svalbarðseyrar. Jóhann var hræddur um að svo kynni að fara að loftárás yrði gerð á Akureyri og taldi hann að öryggi fjölskyldunnar væri betur borgið með því. Á þessum árum, og reyndar öll stríðsárin, sigldi Jóhann á togurum til Englands. Cora sagði mér eitt sinn að árin á Akureyri hefðu verið með bestu árum ævi sinnar. Hún eignaðist trygga og góða vini í Heimilissambandi Hjálpræðishersins. Þar var hún virkur starfsmaður meðan hún bjó á Akureyri. Hún var ákaflega söngelsk og söng oft og raulaði. Einnig var hún mikil handavinnukona og nutu þessir hæfileikar sín ekki hvað síst í Heimilissambandinu. Geta má nærri að mikið hefur hvílt á herðum hinnar ungu konu á þessum árum. Eiginmaðurinn langtímum saman að heiman á hafinu þar sem úði og grúði af kafbátum og tundurduflum. Hún útlendingur og börnunum fjölgaði. En Drottinn var henni hæli og styrkur og örugg hjálp í nauðum. Samfélagið í Heimilissambandinu veitti henni gleði og sál hennar næringu. Skömmu eftir að stríðinu lauk ákvað Jóhann að fara í land. Líklega er að Cora hafi haft þar áhrif á, búin að fá nóg af ótta, hræðslu og einmanaleika öll stríðsárin, þá á Svalbarðseyri. Fluttu þau þá til Skagastrandar, þar sem Jóhann tók að sér vélstjórn frystihúss þar.

Jóhann Frímann Hannesson (1924-1997) Blönduósi og Reykjavík

  • HAH01548
  • Einstaklingur
  • 18.5.1924 - 19.12.1997

Jóhann Frímann Hannesson fæddist á Eiríksstöðum í Svartárdal, Austur-Húnavatnssýslu 18. maí 1924. Hann lést á Landspítalanum 19. desember síðastliðinn. Útför Jóhanns Frímanns fer fram frá Langholtskirkju á morgun, mánudag, og hefst athöfnin klukkan 15.

Jóhannes Haraldsson (1928-2011)

  • HAH01560
  • Einstaklingur
  • 28.5.1928 - 11.1.2011

Jóhannes Haraldsson fæddist á Völlum í Skagafirði 28. maí 1928. Hann lést á sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki 11. janúar 2011. Jóhannes nam við Héraðsskólann á Laugarvatni tvo vetur. Ungur að árum eignaðist hann vörubíl og stundaði vinnu í vegagerð á sumrin, en gerðist síðan starfsmaður Vegagerðar ríkisins og vann sem veghefilsstjóri í Skagafirði í 41 ár. Síðustu árin átti hann við veikindi að stríða og dvaldist á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki.
Jóhannes verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju í dag, 20. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 11.

Jóhannes Haraldur Jónsson (1923-1995)

  • HAH01561
  • Einstaklingur
  • 30.11.1923 - 12.5.1995

Jóhannes Haraldur Jónsson fæddist á Gili í Dýrafirði 30. nóvember 1923. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 12. maí síðastliðinn. Jói var lærður vélstjóri, hann starfaði á olíuskipinu Skeljungi, síðan á Kyndli, lengst var hann á dráttarskipinu Goðanum, á Akraborgu og síðast á Helgey. Eftir að hann kom í land vann hann á bensínsölu Skeljungs á Miklubraut. Allstaðar þar sem hann vann var hann góður félagi og samviskusamur starfsmaður. Útför Jóhannesar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Jón Húnfjörð Jónasson (1914-1995) Múla í Línakradal

  • HAH01575
  • Einstaklingur
  • 21.1.1914 - 3.11.1995

Jón Húnfjörð Jónasson fæddist 21. janúar 1914 á Sauðadalsá, V-Hún. Hann lést í Reykjavík 3. nóvember 1995.
Jón og Helga bjuggu á Hvammstanga til 1985 og fluttu þá til Reykjavíkur. Útför Jóns verður gerð frá Háteigskirkju 10.11.1995 og hófst athöfnin klukkan 15.

Jón Jónsson (1921-1991) Asparlundi á Skagaströnd

  • HAH01576
  • Einstaklingur
  • 21.5.1921 - 9.7.1991

Var í Asparvík, Kaldrananesssókn, Strand. 1930. Framkvæmdarstjóri á Skagaströnd. Var í Asparlundi, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Höfðahreppi.

Jón Levý Guðmundsson (1936-2004)

  • HAH01582
  • Einstaklingur
  • 13.6.1936 - 20.6.2004

Jón Levý Guðmundsson vélvirkjameistari fæddist á Akureyri 13. júní 1936. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 20. júní síðastliðinn. Jón Levý ólst upp á Akureyri. Hann hóf nám í vélvirkjun við Iðnskólann í Reykjavík 1960 og lauk sveinsprófi þar 1964. Hann fór ungur til sjós, starfaði á Keflavíkurflugvelli um árabil og stundaði ýmis störf með náminu. Hann hóf störf hjá þýska sendiráðinu við Túngötu í Reykjavík 1965 og hafði þar jafnframt búsetu með fjölskyldu sína. Jón Levý starfaði hjá þýska sendiráðinu til 1981 er hann lét af störfum vegna veikinda. Frá þeim tíma hefur hann sinnt ýmsum áhugamálum sínum, þar á meðal smíðum á skipalíkönum.
Útför Jóns Levý fer fram í Grensáskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Jóna Anna Sigurðardóttir (1940-2013)

  • HAH01598
  • Einstaklingur
  • 18.4.1940 - 13.2.2013

Jóna Anna Sigurðardóttir fæddist í Köldukinn í Dalasýslu 18. apríl 1940. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 13. febrúar síðastliðinn. Anna ólst upp í Köldukinn, en flutti að heiman á unglingsárum til Reykjavíkur og vann þar ýmis störf. Hún lauk prófi frá Húsmæðraskólanum á Blönduósi og útskrifaðist sem sjúkraliði árið 1966. Anna starfaði stærstan hluta starfsævinnar á Landspítalanum, lengst af á gjörgæsludeild, en lauk starfsferlinum á barnadeildinni. Anna og Einar bjuggu við Hrísateig í Reykjavík í tæp 40 ár en fluttu að Suðurlandsbraut 62 árið 2010.
Útför Önnu fer fram frá Langholtskirkju í dag, 28. febrúar 2013, og hefst athöfnin kl. 13.

Jónas Benedikt Hafsteinsson (1933-1995) Njálsstöðum

  • HAH01603
  • Einstaklingur
  • 16.8.1933 - 22.11.1995

Jónas Benedikt Hafsteinsson fæddist á Hnausum í Þingi í Austur-Húnavatnssýslu 16. ágúst 1933. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 22. nóvember. Jónas stundaði nám við Bændaskólann á Hólum í tvo vetur og var síðan bóndi á Njálsstöðum. Hann bjó þar fyrst ásamt foreldrum sínum, en 1962 tók hann við búinu er foreldrar hans fluttu til Skagastrandar. Útför Jónasar fer fram frá Höskuldsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Jónas Jónsson (1930-2007)

  • HAH01607
  • Einstaklingur
  • 9.3.1930 - 24.7.2007

Jónas Jónsson fæddist í Yztafelli í Köldukinn 9. mars 1930. Hann lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi 24. júlí síðastliðinn. Á sumrin árin 1960-1963 vann Jónas hjá fyrirtækinu Fóður og fræ í Gunnarsholti, kenndi við Bændaskólann á Hvanneyri 1957-1963, starfaði sem sérfræðingur við Rannsóknastofnun landbúnaðarins í Reykjavík 1963-1966 og jarðræktarráðunautur Búnaðarfélags Íslands 1966-1971. Jónas var aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra 1971-1974, starfsmaður Búnaðarfélags Íslands 1974-1980 og búnaðarmálastjóri 1980-1995. Eftir það vann hann að sérverkefnum fyrir Bændasamtök Íslands og stundaði ritstörf. Jónas Jónsson sat í, og leiddi störf fjölda nefnda og sjóða innan landbúnaðarins og tók þátt í samningu þingfrumvarpa um málefni landbúnaðarins á 7., 8. og 9. áratug aldarinnar sem leið, m.a. landnámsstjórnar, Landgræðslusjóðs, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Framleiðnisjóðs og Skógræktar ríkisins.
Náttúruvernd og umhverfismál stóðu Jónasi ætíð nærri. Hann sat í stjórn Skógræktarfélags Íslands frá 1969 og var formaður félagsins 1972-1981. Þá var hann formaður samstarfsnefndar um landgræðslu, landnýtingu og gróðurvernd 1974-1981, varaformaður náttúruverndarráðs 1978-1984, sat í dýraverndarnefnd og dýraverndarráði, auk örnefnanefndar.
Þá starfaði Jónas einnig ötullega að ritstörfum alla tíð. Hann var m.a. ritstjóri: Freys 1974–1980, Handbókar bænda 1975–1980 og Búnaðarritsins 1981–1990. Hann ritstýrði og var aðalhöfundur sögu æðarræktar á Íslandi og hefur síðustu ár haft forgöngu um og unnið ásamt fleirum að samningu heildarrits um sögu íslensks landbúnaðar frá öndverðu til okkar tíma. Stefnt er að útgáfu ritsins innan nokkurra missera.
Jónas Jónsson sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn í Norð-austurlandskjördæmi 1973-1974 og var varaþingmaður frá 1969.
Útför Jónasar verður gerð frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Jósafat Arngrímsson (1933-2008)

  • HAH01619
  • Einstaklingur
  • 12.5.1933 - 13.7.2008

Jósafat Arngrímsson fæddist á Mýrum í Dýrafirði 12. maí, 1933. Hann var bráðkvaddur á heimili sínu í Dublin á Írlandi sunnudaginn 13. júlí síðastliðinn. Jósafat lauk prófi frá Samvinnuskóla Íslands. Útför Jósafats fer fram frá St. Canices Church í Dublin í dag og hefst athöfnin klukkan 11.

Jósafat J Líndal (1912-2003) sparisjóðsstjóri Kópavogi

  • HAH01620
  • Einstaklingur
  • 21.6.1912 - 6.9.2003

Jósafat J. Líndal fæddist á Holtastöðum í Langadal, Engihlíðarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu 21. júní 1912. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugardaginn 6. september 2003. Á námsárunum í Kaupmannahöfn starfaði Jósafat hjá Centralanstalten for Revision. Eftir heimkomuna 1938 hóf hann störf hjá Shell hf. á Íslandi. Þar starfaði hann sem aðalbókari og skrifstofustjóri til 1967 en var sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Kópavogs 1967-1984.

Jósafat var forstöðumaður Sjúkrasamlags Kópavogs um langt skeið; einn af stofnendum Sparisjóðs Kópavogs 1954, löngum stjórnarformaður og sat í stjórn SPK fram á tíunda áratug nýliðinnar aldar. Hann sat í verslunardómi í Kópavogi í mörg ár og hafði umsjón með eftirlaunasjóði Skeljungs í áratugi.

Útför Jósafats fer fram frá Kópavogskirkju í dag 17. sept 2003 og hefst athöfnin klukkan 15.

Jósef Halldórsson (1917-2008)

  • HAH01621
  • Einstaklingur
  • 12.10.1917 - 28.4.2008

Jósef Halldórsson var fæddur að Garðakoti í Hjaltadal 12. október 1917. Hann lést 28. apríl 2008 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Jósef ólst upp í Garðakoti og einnig Hofsstöðum þar til að hann fluttist til Reykjavíkur 1933 og hóf þar nám í húsasmíði hjá frænda sínum, Birni Rögnvaldssyni, sem starfaði um árabil sem eftirlitsmaður ríkisbygginga á vegum Húsameistara ríkisins. Jósef lauk sveinsprófi 1937 og vann síðan við byggingar og eigið verkstæði þar til hann réðist til Meistarafélags húsasmiða 1966. Hann var einn af stofnendum Meistarafélags húsasmiða og starfaði þar allt til þess að hann veiktist 1987. Jósef var einnig einn af stofnendum Harmonikufélagsins í Reykjavík. Síðastliðna tvo áratugi hefur hann búið á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi og notið þar frábærrar umönnunar starfsfólks heimilisins.
Jósef verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15.

Jósef Sigurvaldason (1916-2000) Rútsstöðum

  • HAH01622
  • Einstaklingur
  • 13.4.1916 - 25.10.2000

Jósef Sigurvaldason fæddist á Rútsstöðum í Svínadal 13. apríl 1916. Hann lést á Héraðshælinu á Blönduósi 25. október síðastliðinn.Jósef Sigurvaldason var fæddur á Rútsstöðum í Svínadal 13. apríl 1916 en þar voru foreldrar hans í húsmennsku. Hann var sonur hjónanna Guðlaugar Hallgrímsdóttur af Reykjahlíðarætt og Sigurvalda Jósefssonar Vestur-Húnvetnings, hálfbróður Sr. Valdimars Björnssonar sem var kunnur forystumaður meðal Vestur-Íslendinga.
Guðlaug var vel að sér, falleg stúlka og eftirsótt, Sigurvaldi glæsimenni og afrenndur að afli. Sú þjóðsaga gekk að Sigurvaldi hefði barist við annan garp um þennan mikla kvenkost og haft betur. Síðar á ævinni þurfti sá er barðist við Sigurvalda að gangast undir uppskurð. Kom þá í ljós að botnlanginn lá öfugum megin. Alþýða manna var ekki í vafa að þetta væru eftirstöðvar af meðferðinni hjá Sigurvalda. Sveitarhöfðingjum þótti nóg um hvað ómegðin óx í Gafli og ákveðið var að þeim hjónum forspurðum að fá Guðrúnu fóstur á öðrum bæ. Bóndinn þar kom að Gafli að sækja barnið en Sigurvaldi varði bæ sinn og fjölskyldu.
Það einkenndi þetta fólk artarskapur og trygglyndi.
Síðar fengu þau betra jarðnæði, Eldjárnsstaði í Blöndudal. Sú jörð er fremst í byggð í dalnum að vestan. Síðar keyptu þau jörðina og komu sínum stóra barnahópi til manns. Eldjárnsstaðir eru erfið jörð, brattlend og slægjulítil nema í Eldjárnsstaðaflá sem nú hefur verið sökkt undir inntakslón Blönduvirkjunar, en þar var engi Eldjárnsstaða. Jörðin lá að Auðkúluheiði og geysilegur ágangur var af afréttarpeningi enda jörðin framan við afréttargirðingu hreppsins. Þeir feðgar girtu land jarðarinnar upp úr stríði og batnaði þá mjög búskaparaðstaða.
Bílvegur kom ekki í Eldjárnsstaði fyrr en um 1960, þannig að aðdrættir allir voru óhægir en Eldjárnsstaðamenn voru dugnaðarforkar og óx ekkert í augum.
Jósef og Hallgrímur bróðir hans keyptu hálfa næstu jörð Eiðsstaði og síðar jörðina alla. Byggðu þeir íbúðarhús og bættu með ræktun og útihúsum.
Lengst af bjuggu þeir bræður einir, þar til Hallgrímur andaðist fyrir nokkrum árum. Eftir það bjó Jósef einsetumaður nokkur ár. Samstarf þeirra bræðra og samvinna var einstæð. Hallgrímur var skapríkur, heljarmenni að burðum og mikill garpur. Jósef jafnlyndur, hógvær, hvers manns hugljúfi í umgengni og þrátt fyrir einangrun og uppvöxt við þröng kjör var hann svo vel að sér og fróður að hvarvetna vakti athygli. Jósef var listaskrifari og svo háttvís að eðlisfari að vel hefði sómt sér hjá hvaða þjóðhöfðingja sem væri. Jósef var ekki þjóðhöfðingi en hann varð ættarhöfðingi og í hávegum hafður bæði af skyldmennum sínum svo og nágrönnum. Jósef var einstaklega góður granni.
Búskapur þeirra bræðra Hallgríms og Jósefs var með þeim hætti að þeir settu metnað sinn í að eiga vel fóðraða og fallega gripi. Þeir bjuggu ekki til þess að græða heldur til þess að eiga fallegt búfé þar sem hver skepna var persónulegur vinur þeirra.
Jósef hélt sér ekki fram til mannaforráða í sveit sinni eða héraði enda nógir til þess. Hann var gangnastjóri á Auðkúluheiði um fjölda ára. Fórst honum það ævinlega vel úr hendi og hafði góða stjórn á liði sínu án þess að við yrðum verulega varir við að okkur væri stjórnað. Eitt haustið tókst okkur undir stjórn Jósefs að smala Auðkúluheiði gjörsamlega í fyrri göngum þannig að ekkert fannst í seinni göngum eða eftirleit.
Útför Jósefs fer fram frá Svínavatnskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Jósef Stefánsson (1922-2001) Reykholti Skagaströnd

  • HAH01624
  • Einstaklingur
  • 25.6.1922 - 9.12.2001

Jósef Stefánsson fæddist í Hafursstaðakoti í Vindhælishreppi 25. júní 1922. Hann lést á heimili sínu á Skagaströnd 9. desember 2001. Jósef starfaði mest við sjómennsku, ýmist á vertíðum fyrir sunnan eða á bátum frá Skagaströnd og var einnig í útgerð til margra ára.
Útför Jósefs fór fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd 17. desember 2001

Jörgen Berndsen (1922-2012) Stóra-Bergi á Skagaströnd

  • HAH01629
  • Einstaklingur
  • 4.12.1922 - 25.11.2012

Jörgen F. útför Jörgens fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 3. desember 2012 og hefst athöfnin kl. 13. Berndsen fæddist á Stóra-Bergi á Skagaströnd 4. desember 1922. Hann lést 25. nóvember 2012.

Jörundur Brynjólfsson (1884-1979)

  • HAH01630
  • Einstaklingur
  • 21.2.1884 - 3.12.1979

Fósturbarn á Geithellnum, Hofssókn, S-Múl. 1890. Vinnumaður í Krossbæjargerði, Bjarnanessókn, A-Skaft. 1901. Var í Reykjavík 1910. Bóndi og alþingismaður í Skálholti, Skálholtssókn, Árn. 1930. Bóndi og alþingismaður í Múla í Biskupstungum, í Skálholti og Kaldaðarnesi í Flóa. Skírður Jörgen.
Á æskuárum naut hann eigi skólakennslu, heldur heimilisfræðslu að hætti þeirra tíma. Fram til tvítugs dvaldist hann eystra og stundaði almenn sveitastörf og róðra.
Á því tímabili, sem Jörundur Brynjólfsson var kennari í Reykjavík, voru umbrot í þjóðmálabaráttu Íslendinga. Í frelsismálum þjóðarinnar fylgdi hann Sjálfstfl., sem þá var. En nýir straumar komu til. Árið 1916 ákváðu samtök verkamanna í Reykjavík framboð við bæjarstjórnarkosningar. Jörundur Brynjólfsson fylgdi þeim samtökum að málum, var í kjöri af þeirra hálfu og hlaut sæti í bæjarstjórn. Sama haust var kosið til Alþingis.

Kamilla Jóhannsdóttir Briem (1916-2005) Melsstað í Miðfirði

  • HAH01631
  • Einstaklingur
  • 5.11.1916 - 1.10.2005

Kamilla Briem fæddist á Melstað í Miðfirði 5. nóvember 1916. Hún lést á elliheimilinu Grund 1. október síðastliðinn. Kamilla bjó hjá foreldrum sínum á Melstað til 1954 en þá fluttu þau til Reykjavíkur. Kamilla vann lengst af við saumaskap í Reykjavík og síðan við umönnun aldraðra. Hún tók þátt í kirkjustarfi Hallgrímskirkju. Kamilla var ógift og barnlaus.
Útför Kamillu verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11.

Kristinn Magnússon (1897-1979) Kleifum

  • HAH01655
  • Einstaklingur
  • 13.3.1897 - 26.11.1979

Kristinn var fæddur að Ægissíðu á Vatnsnesi 13. marz árið 1897, bóndi að Kleifum við Blönduós Fœddur 13. marz 1897-dáinn 26.nóv.1979 andaðist á sjúkrahúsinu á Blönduósi Kristinn Magnússon bóndi að Kleifum við Blönduós og var hann jarðsunginn frá Blönduóskirkju 1. des. að viðstöddu miklu fjölmenni, er sýndi ótvírætt þau ítök sem hinn látni átti í samferðamönnunum. Flest af fólkinu kom heim að Kleifum að athöfninni lokinni og naut veitinga og heimilishlýju fjölskyldunnar fram eftir kvöldi. Gott var þar að vera, sem jafnan á því ágæta heimili. Andlát Kristins bar ekki óvænt að.
Kristinn Magnússon var bóndi í eðli sínu þótt ekki yrði það hlutskipti hans að reka búskap, fyrr en hann var nokkuð kominn yfir miðjan aldur. Hann fékk 10 ha. lands úr Blönduóslandi árið 1952 og síðar 5 ha. í viðbót. Reistu þau hjónin býlið Kleifar á landinu með hjálp barna sinna. Þarf raunar ekki annað en að líta heim að Kleifum til þess að sjá að þar hefir verið af mikilli alúð og smekkvísi að unnið. Fallegt tún og byggingar blasa við augum vegfarandans og skógarteigar með bæjarlæknum. Býlið hlaut líka 1. verðlaun fyrir snyrtimennsku og umgengni bújarða í fyrsta sinn er slík viðurkenning var veitt í Austur-Húnavatnssýslu, en það var árið 1972 á 20 ára afmæli landnáms á Kleifum.

Kristján Björn Þorvaldsson (1921-2003) Hafnarfirði

  • HAH01685
  • Einstaklingur
  • 30.5.1921 - 11.8.2003

Kristján Björn Þorvaldsson fæddist í Hafnarfirði 30. maí 1921. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 11. ágúst síðastliðinn. Útför Kristjáns fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Kristján Jónsson (1915-1993) Hólmavík

  • HAH01686
  • Einstaklingur
  • 6.3.1915 - 2.2.1992

Bóksali og Póst- og símstöðvarstjóri á Hólmavík. Kjörforeldrar: Jón Finnsson, f. 12.7.1870 og k.h. Guðný Oddsdóttir, f. 17.11.1874.

Árholt á Ásum

  • HAH00549
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1966 -

Nýbýli úr landi Holts, stofnað 1966. Túnin liggja saman, en Árholtstúnin eru neðar, nær þjóðveginum. Beitiland er óskipt. Byggingar standa á bakkanum skammt upp frá Laxá. Íbúðarhús byggt 1969, 345 m3. Fjós 1974 fyrir 26 kýr og 20 geldneyti með mjólkurhúsi, kjarnfóðursgeymslu og áburðarkjallara. Hlaða 846 m3. Tún 18,5 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum

Engihlíð í Langadal

  • HAH00207
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1000]

Gamalt býli. Búsetu þar er getið í landnámu. Bærinn stendur undir hárri brekku, vestan þjóðvegar, örskotslengd frá bökkum Blöndu. Er bæjarstæðið sérkennilegt og skýlt. Hér er þingstaður sveitarinnar og er hreppurinn við hann kenndur. Jörðin er landþröng, en mestur hluti þess gróðurlendi og mjög grösugt. Jörðin er í eyði, en nytjuð af eiganda hennar Guðsteini Kristinssyni á Skriðulandi.
Engar byggingar eru uppistandandi lengur, utan hvað þinghús hreppsins stendur í túni Engihlíðar. Tún 5,5 ha. Veiðiréttur í Blöndu.
Í Engihlíð í Langadal var hálfkirkja fyrir 1360 og lá til Holtastaða. Hún var enn 1394.

Grænahlíð í Torfalækjarhreppi

  • HAH00551
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1948 -

Nýbýli stofnað 1948 úr hálfu Smyrlabergslandi. Bærinn stendur skammt vestan Svínvetningabrautar suðaustan í Smyrlabergsbungunni. Túninu hallar að þjóðveginum. Landið nær frá Laxárvatni austur að Blöndu. Við Blöndu eru grónar valllendiseyrar, svo tekur við votlendisræma, þá brekkurnar, hólarnir og loks mýrar meðfram þjóðveginum, nú framræstar og að hluta ræktað tún. Beitilandi óskipt við Smyrlaberg. Íbúðarhús byggt 1948, 342 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 200 fjár. Hesthús yfir 12 hross. Hlöður 528 m3. Geymsla 187 m2. Tún 25 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum og Laxárvatni.

Klettur í Kálfshamarsvík

  • HAH00355
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1924 -

Klettur í Kálfshamarsvík. Um 22m norður af rústum Iðavalla eru tóftir býlisins Kletts. Í örnefnaskrá segir: „Á nesinu sjálfu voru mörg tómthúsbýli, m.a. Klöpp og Klettur.“ (ÖJB, 4). Lýsing Tóftin er margskipt, 5-7 hús eða herbergi. Húsið hefur staðið upp á svolitlum hól en aflíðandi brekku vestan við húsið eru leifar mannvirkis sem virðist geta verið eldra (nr. 109). Hugsanlega lítil rétt. Húsið uppá hólnum tekur yfir svæði sem er um 14x14m en mannvirkið í brekkunni vestan við um 15x9 (A-V). Svo virðist sem gengið hafi verið inní húsið að vestanverðu og þar verið göng og innangengt úr þeim í tvenn hús til og eitt til norðurs (1,8x3,5m N-S) og hugsanlegt afherbergi er fyrir enda gangsins að vestan og annar inngangur. Norðan við austurinnganginn er annað hús með sér inngangi um litla forstofu að austan. Veggir hússins eru á bilinu 50-170sm háir. Aðrar upplýsingar Á upplýsingaskilti við tóftirnar stendur: „Klettur var byggður 1924 af Sigurði Ferdinantssyni. Síðast bjó hér Þorsteinn Þorsteinsson póstur 1951.“ Býlið telst því ekki til fornleifa hvað aldur snertir en er skráð hér og gefið númer þar sem um byggingu úr torfi og grjóti er að ræða.

Laxholt á Ásum

  • HAH00701
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1973 -

Nýbýli byggt úr landi Efra-Holts sunnan Laxár í svokölluðu Holtsnesi. Landið er um 120 ha. og nær allt graslendi og liggur beggja vegna Laxár. Eigandi er Jón Ísberg sýslumaður á Blönduósi og nytjar hann býlið. Ekki er föst búseta þar, en fjárhúsin notuð að vetrinum. Íbúðarhús byggt 1973, 99 m3. Fjárhús yfir 40 fjár. Hlöður 553 m3. Geymsla 75 m3. Tún 9,8 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum

Apótek á Blönduósi

  • HAH00011
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1904-

Guðmundur Jónsson borgari var fyrstur til að stunda hér lyfsölu í bæ sínum en það stóð stutt yfir um 1880-1884.
Apótekið var fyrst í skúr við suðurenda læknabústaðarins þar sem seinna reis sjúkraskýli, skúrinn var rifinn 1922 og apótekið flutt í kjallara Læknabústaðarins
Helgi Helgason í Helgafelli rak apótek hér í samstarfi við héraðslækni í 32 ár frá 1942-1974, lengst af á jarðhæð hússins.

Áður höfðu starfað hér, Ari Lyngdal (1910-1986), Helgi Þorvarðarson (1906-1978) og Hjalti bróðir hans (1915-1967)

Laxárgil á Refasveit

  • HAH00411
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1930)

Laxá í Refasveit er dragá í Austur-Húnavatnssýslu. Hún á upptök á Laxárdal fremri, löngum, grösugum dal sem liggur samhliða Langadal, austan Langadalsfjalls. Þar voru áður um tuttugu bæir en nú er dalurinn nær allur kominn í eyði.
Við Skrapatungurétt rennur Norðurá í Laxá ofan úr Norðurárdal og þar sveigir Laxá til vesturs og rennur út í Húnaflóa í Laxárvík í Refasveit. Vegurinn yfir Þverárfjall til Sauðárkróks liggur meðfram Laxá að ármótunum en síðan með Norðurá. Neðan við þjóðveginn sem liggur út á Skagaströnd rennur Laxá í gljúfri og þar var áður brú þar sem þrengst er. Heitir það Ámundahlaup. Þar er nú laxastigi.
Wikipedia

Laxá er dragá að uppruna og er vatnasvið hennar um 167km2. Medalrennsli er 4-6 m/s. (Sigurj6n Rist 1969). Laxá er um 22km. að lengd en þverá hennar Nordurá er 13 km að lengd.
Áin er fiskgeng að fossi um 1,5km frá ósi. Annar foss er um, 0, 5 km ofar Nýir laxastigar hafa verið reistir i stað eldri stiga sem reyndust ekki koma að tilætluðum notum. Var framkvæmdum við þessa nýju fiskvegi að fullu lokið siðla sumars 1982.
Ekki er ástæda til annars að ætla en að stigar þessir komi að tilætluðum notum og má þvi segja að áin sé nú öll fiskgeng.

Svæði sem til hafa að bera góð uppeldisskilyrði eru fyrir neðan fossa (um 3ha.) en ofar fossa má ætla svæði séu um 2Oha. gróflega áætlað. Um staðsetningu
Þar sem mjög fáir laxar fóru upp gömlu stigana nýttust uppeldissvæðin ofan fossa lítið. Þvi hefur sumaröldum seiðum verið dreift í ánna frá árinu 1975. Árið 1981 var sleppt 30.000 sumaröldum seiðum og 1982 var sleppt 20.000 seiðum. Í ár var aðeins sleppt, gönguseiðum á vegum Veiðimálastofnunarinnar var ástand seiða og áranqur seiðasleppinga athugaður dagana 17-19 júlí 1983.

Mosfell Svínavatnshreppi

  • HAH00520
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Mosfell er nyrsta jörðin í Svínadal og liggur við norðvestur enda Svínavatns. Reykjanibban gnæfir þar á fjallöxlinni nokkru norðan og ofan við bæinn. Þar neðar er Grettisskyrta hinn þekkti líbarít fláki sem sést víða að. Byggingarnar eru þar við fjallsræturnar eins og á öðrum bæjum að vestanverðum dalnum. Frá fjallsrótunum niður að vatninu er gottræktunarland með hæfilegum halla, og þar hefur verið ræktað stórt tún. Þetta er ekki stór jörð en má teljast hæg til búskapar. Íbúðarhús byggt 1939, 238 m3, viðbygging 1967 250 m3. . Fjós fyrir 12 gripi. Fjárhús yfir 260 fjár. Hesthús yfir 11 hross. Hlöður 790 og 974 m3. Geymsluhús 160 m3. Tún 35 ha. Veiðiréttur í Svínavatn.

Smyrlaberg í Torfulækjarhreppi

  • HAH00153
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1430)

Jörðin dregur nafn sitt af frekar lágu bergi, Smyrlabergi, sem bærinn stóð rétt sunnan við. Eigandi Smyrlabergs er Kristmundur Stefánsson í Grænuhlíð sem hann byggði á Grænunum í landinu þar sem áður hafði verið ræktun. Þar hefur Einar sonur hans byggt fjárhús yfir 80 fjár og hlöðu 220 m3, hann er eigandi þessara hús og hluta túns, Eigandi jarðarinnar að öðruleyti er Páll Stefánsson Blönduósi. Tún 12 ha. Veiðiréttur í Laxárvatni og Blöndu.

Steinhöfuð (Bárður) við Gnýstaði

  • HAH00476
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Fyrir landi Gnýstaða eru klettadrangar, sá merkasti, Bárður hrundi í stórsjó fyrir nokkrum árum. Í Þjóðsögum er hann sagður sonur Hvítserks, þeir feðgar ætluðu að þagga niður í bjöllum Þingeyraklausturs, vegna deilna þeirra feðga tafðist för þeirra það mikið að þeir misreiknuðu tímann og steinrunnu þegar sól kom upp.

Strokkur í Haukadal

  • HAH00484
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Einn virkasti goshver á Geysissvæðinu í Haukadal.

Hitastig á yfirborði Strokks er mjög breytilegt og skiptir þá vindur og hitastig umhverfisins miklu. Á 1 m dýpi er hitastig um 90-95°C og hitnar hverinn niður pípuna. Við mælingu í Strokki 9. júní 2000 var unnt að mæla niður á 23 m dýpi. Þegar vatnið í hvernum kólnar verður það eðlisþyngra og sekkur, við þetta myndast iðustraumar efst í hvernum. Hiti hækkar þó stöðugt niður rás hversins og er um 112°C á 10 m dýpi og við botn á 23 m dýpi er hitastig vatnsins um 130°C. Innrennsli er í botn hversins og streymir vatnið upp hann, köld æð kemur inn á um 13 m dýpi og kólnar vatnið þar um 10°C.

Suða er ofarlega í hvernum sem má sjá rétt fyrir gos þegar stór loftbóla myndast við yfirborð og síðan má stundum sjá vatnsgos fara upp í gegnum þessa loftbólu. Gosið verður þegar vatn rétt neðan við loftbóluna hvellsýður við sífellt innstreymi heitara vatns rétt við suðumark og þrýstilétti. Ef suða myndaðist neðar í pípunni yrði gosið kraftmeira og það myndi breytast í gufugos eins og gerist í Geysi. Það gerist ekki í Strokki heldur fyllist hann fljótt á ný, Geysir getur hins vegar verið um 12 tíma að fyllast af vatni eftir gos (sem er þó breytilegt).

Meðalrennsli í Strokki er, eins og annað á svæðinu, ansi breytilegt en var til dæmis um 2 l/s (lítrar á sekúndu) fyrir jarðskjálftana 17. júní árið 2000 en jókst þá í um 2,6 l/s. Rennsli frá goshverum er erfitt að mæla þar sem talsvert af vatni tapast sem gufa auk þess vatns sem fellur í kring um hverinn og hverfur í jörð. Það vatnsmagn sem kemur upp í gosum er einnig mismikið, fer eftir veðri og sennilega stöðu grunnvatns sem er breytilegt eftir árstímum.

Mæling á vatnsmagni í tveimur gosum frá Strokki 8. júní árið 2000 var um 270 lítrar (það er meðaltal tveggja gosa) en auk þess tapast eitthvað í gufu. Heildarvatnsmagnið var sennilega 300-350 lítrar. Þann 3. júlí sama ár mældist vatnsmagn í gosi um 425 l (meðaltal af tveimur gosum), en sennilega var heildarvatnsmagn í gosi milli 450-500 l (hálfur rúmmetri), þegar gufa og það sem sígur í jörð er tekið með. Þessar tölur gefa stærðargráðu þess vatns sem kemur upp í gosum, en gosin eru mishá, mislöng og koma misþétt þannig að erfitt getur verið að gefa upp nákvæma tölu.

Surtsey

  • HAH00488
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 14.11.1963

Surtsey er syðsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum, en miðpunktur hennar er 63°18'N, 20°36'V. Hún er jafnframt sú eina þeirra sem hefur myndast á sögulegum tíma, eða í mesta neðansjávareldgosi á sögulegum tíma. Menn urðu gossins varir klukkan 7:15 að morgni þess 14. nóvember 1963, þegar það braust upp úr yfirborði sjávar skammt frá fiskibátnum Ísleifi II frá Vestmannaeyjum. Skipverjar mældu sjávarhita í hálfrar mílu (rúmlega 900m) fjarlægð og reyndist hitastigið vera nálægt 10 °C. Gosið magnaðist hratt og varð hár gosmökkur. Næsta morgun sást í gosmekkinum að eyja hafði myndast. Er því ljóst að gosið hefur hafist einhverjum dögum áður en þess varð vart. Þann 12. nóvember fannst brennisteinslykt í lofti í suðvestanátt í Vík í Mýrdal, en engra jarðhræringa hafði orðið vart dagana fyrir uppkomu gossins. Gosið stóð fram til 5. júní 1967 eða í um það bil þrjú og hálft ár. Síðan hefur flatarmál eyjunnar minnkað úr 2,7 km2 í 1,4 km2 sökum rofs sjávar og vinda.[1] Eyjan er um 20 km suðvestur af Heimaey, eða um 30 km suðvestur af Landeyjasandi á meginlandi Íslands.

Kolkuflói - Blöndulón

  • HAH00502
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Kolkuflói er á Auðkúluheiði, nú á botni Blöndulóns. í upphafi 20 aldar og framyfir miðja öld voru töluverður fjöldi rústa í Kolkuflóa en þeim fækkaði á síðari hluta aldarinnar. sérstaklega vegna áfoks.

Skrúður í Dýrafirði

  • HAH00600
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 7.8.1909 -

Séra Sigtryggur Guðlaugsson (1862-1959) prófastur og skólastjóri á Núpi, ræktaði garðinn Skrúð í skjólsælum hvammi um 1 km austan við bæinn Núp í Dýrafirði.
Upphafsár framkvæmda við Skrúð er árið 1905 en formlegur vígsludagur er 7. ágúst 1909.

100 ára afmælis garðsins var minnst með hátíð í garðinum 8. ágúst 2009.
Frá upphafi til 1960 gegndi garðurinn kennslu- og tilraunahlutverki þar sem nemendum Núpsskóla var kennd ræktun og notkun matjurta í garði skýldum trjám og skrýddum blómum. Brautryðjandahlutverk sr. Sigtryggs og konu hans Hjaltlínu Guðjónsdóttur í Skrúð er skýrt enda voru Íslendingum lítt kunn önnur ræktuð matvæli en jarðepli og tröllasúra (rabarbari) í upphafi 20. aldar.

Skrúður er ein merkilegasta varðan í garðyrkjusögu Íslendinga og af nafni hans má rekja orðið „skrúðgarður“. Á sjötta til áttunda áratug síðustu aldar varð garðurinn í góðri rækt og þá vel þekktur grasagarður í góðum tengslum við erlenda grasagarða fremur en matjurtagarður, undir umsjón Þorsteins Gunnarssonar og Ingunnar Guðbrandsdóttur.
Undir forustu Garðyrkjuskóla ríkisins var árið 1991 hafist handa við að gera Skrúð upp og síðan 1996 hefur hann þjónað því hlutverki að vera minnismerki um sjálfan sig, upphafsfólkið og ræktunarsögu Íslendinga. Skrúður er rekinn sameiginlega af bæjarfélaginu og sérstökum framkvæmdasjóði og er ætlunin að þar geti gestir fræðst um margt sem snýr að útiræktun matjurta, trjáa og skrautjurta á Íslandi.

Hið fræga hvalbeinshlið sem stóð í Skrúð til haustsins 2009 hefur nú verið tekið niður og verður
varðveitt innanhúss í framtíðinni, enda liðin 118 ár frá því sú stóra skepna (steypireyður) var að velli lögð af einu skipi Kapt. Berg á Framnesi. Kjálkabein úr langreyði verða sett upp í garðinum í stað gömlu beinanna.

Aðkoma að Skrúð hefur verið bætt nokkuð og fyrirhugað er að reisa þar í framtíðinni þjónustuhús fyrir starfsmann garðsins og gesti.

Víkursandur í Ódáðahrauni frá gosinu 1875

  • HAH00629
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 29.3.1875 -

Dyngjufjallagosið virðist hafa átt sér nokkurn aðdraganda. Árið 1874 í febrúar og svo aftur í desember finnast jarðskjálftar á Norðausturlandi. Gos hefst svo 3. janúar 1875. Til að byrja með verða nokkur blandgos , líkast til meinlaus enda langt frá byggð. Kvöldið 28. mars verður svo fjandinn laus ef svo má segja. Þá verður svokallað plínískt sprengigos í Öskju. Gengur það yfir í tveimur stuttum en gífurlega kröftugum lotum, sú fyrri stóð í 1-2 klukkustundir og sú seinni, morguninn eftir, stóð í nokkra tíma og var mun öflugri.

Ógnvænlegur gosmökkur lagðist yfir Austurland frá Héraði og til Berufjarðar. Á Jökuldal mældist vikurlagið allt að 20 cm þykkt eftir lætin. Gekk á með þrumum og eldingum og menn sáu vart handa sinna skil. Vikurmolar á stærð við tennisbolta voru enn heitir þegar þeir féllu, tugum kílómetra frá eldstöðinni. Askja

Menn hafa skírt þessar hamfarir með því að basaltgangur hafi komist í snertingu við svokallaðan súran gúl undir eldstöðinni og það valdið sprengivirkninni. Í nokkrum eldstöðvum hér á landi eru þessar aðstæður taldar vera fyrir hendi, t.d. í Kötlu.

Gosin héldu áfram fram eftir árinu á svæðinu en ollu ekki frekara tjóni en orðið var. Gosið olli miklum búsifjum á því svæði sem askan féll og í kjölfar þess fluttu margir Austfirðingar til Vesturheims.

Víðihlíð

  • HAH00626
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Víðigerði og Víðihlíð eru við þjóðveginn í Víðidal vestanverðum. Dalurinn er á milli Línakradals og Vesturhóps að vestan og Vatnsdals að austan. Víðigerði veitir ferðamönnum margs konar þjónustuog í félagsheimilinu Víðihlíð er hægt að kaupa ullarvöru beint frá framleiðendum. Um Víðidal rennur ein af þekktustu laxveiðiám landsins og einmesta stórlaxaá Íslands. Upptök árinnar er á heiðum frammi. Þar tínast til lækir og lindir og síðan bætist Fitjá í aðalána. Sjóbleikjusvæðiðí Víðidalsá er eitt hið bezta á Norðurlandi.

Bókhlaðan “Pittsburg” Blönduósi

  • HAH00089
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1971-

Rétt við brúna innan Blöndu er stór steinsteypubygging, byggð á árunum 1971—75 og er enn ekki að fullu lokið. Þetta er bókhlaðan. Þar er héraðsbókasafnið til húsa og einnig sýsluskjalasafnið. Á 1. hæð eru sýsluskrifstofurnar, fluttu þangað 1. júlí 1975, eftir að hafa verið lengi í sýslumannsbústöðunum inni á brekku (nú Brekkubyggð). Sýslumaður er Jón Ísberg. Í kjallara bókhlöðunnar er lögreglustöðin, ásamt þremur fangaklefum. Tekin í notkun í sept. 1974.

Í dag er Sýsluskrifstofan einni hæð ofar þar sem bókasafnið var og bæjarskrifstofurnar á fyrstu hæð

Vík Höfðakaupsstað

  • HAH00722
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1930)

Vík er fyrir miðri víkinni. Það var ein hæð en mörgum árum síðar var byggð önnur hæð á húsið og þannig er það í dag.

Svartá - Svartárdalur

  • HAH00493
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Svartárdalur er dalur í Austur-Húnavatnssýslu og er hann austastur húnvetnsku dalanna, ásamt Laxárdal fremri, sem liggur norður af honum. Dalurinn er fremur grunnur en þröngur og þar er undirlendi lítið. Hann er veðursæll og grösugur og þar eru allnokkrir bæir.

Dalurinn dregur nafn af Svartá, sem rennur eftir honum. Nyrst í dalnum sveigir áin til vesturs og rennur í Blöndu gegnum skarð sem liggur milli Langadalsfjalls að norðan og Tunguhnjúks, sunnan við skarðið, en hann er nyrst á fremur lágum hálsi sem liggur milli Svartárdals og Blöndudals. Skarðið er nú oft talið norðurendi Svartárdals en hét áður Ævarsskarð og er sagt kennt við Ævar gamla Ketilsson landnámsmann. Þar er bærinn Bólstaðarhlíð, sem ýmist hefur verið talinn til Svartárdals eða Langadals. Þjóðvegur 1 liggur um skarðið og síðan um Bólstaðarhlíðarbrekku og upp á Vatnsskarð. Sést vel inn eftir dalnum af veginum.

Svartárdalur er um 25 km langur. Fremst (syðst) í dalnum er bærinn Stafn og þar er Stafnsrétt, ein þekktasta skilarétt landsins. Skammt þar fyrir framan klofnar Svartárdalur í tvo dali. Annar liggur til suðausturs, er nokkuð djúpur og svo þröngur að hann kallast Stafnsgil og endar í gljúfrum sem ná fram undir Buga. Svartá kemur upp í Bugum og rennur um Stafnsgil og liðast síðan um Svartárdal þar til hún fellur í Blöndu.

Hinn dalurinn, Fossárdalur eða Fossadalur, sem er í raun beint framhald af Svartárdal þótt nafnið breytist, gengur til suðsuðvesturs inn í Eyvindarstaðaheiði og endar í Fossadalsdrögum. Hann er einnig djúpur og þröngur, þó ekki eins og Stafnsgil. Á milli dalanna kallast Háutungur. Neðst í dalnum vestanverðum er einn bær, Fossar. Bærinn á Fossum er í 320 m hæð yfir sjávarmáli og í um 60 kílómetra fjarlægð frá Blönduósi. Enn framar er eyðibýli, Kóngsgarður, sem var í byggð fram undir lok 19. aldar.

Kirkja er á Bergsstöðum í Svartárdal og þar var áður prestssetur en það fluttist svo að Æsustöðum í Langadal eftir að Gunnar Árnason varð þar prestur 1925. Síðar var reist prestsetur að Bólstað sunnan við Húnaver, í landi Botnastaða.

Þórsá á Vatnsnesi

  • HAH00639
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Þórsá er á Vatnsnesi.

Undirfellsrétt

  • HAH00571
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1853-

Elsta Undirfelhréttin var byggð 1853
Haustið 1948, fóru fjárskipti fram í Húnavatnssýslu í kjölfar mæðiveiki faraldurs, fé var keypt af Ströndum. Féð var flutt með skipa frá Hólmavík til Skagastrandar og þaðan með bílum til nýrra heimahaga.

Núveranfi rétt var byggð 1973, hönnuð af Ólafi í Kárdalstungu og Gísla Pálssyni, Unnar Jónsson hjá Teiknistofa Landbúnaðarins teiknaði síðan upp eftir þeirra hugmynd.

Sú hugmynd sem glímt var við var að reyna að létta dráttinn, því að mjög margt fé var í sveitinni þá og í réttina kom margt fé úr nágrannahreppunum. Gamla réttin var ákaflega erfið í umgengni. Dyrnar á dilkunum voru ekki manngengar og sérlega vont að vinna í henni. Fyrir kom að réttin tók þrjá daga. Þess vegna kom sú hugmynd að hafa þennan kjarna, það er hring í miðri réttinni. Kjarninn er til mikils hagræðis við dráttinn, því að fé leitar í hring eftir dyrum sínum, svo að maður þarf miklu minna að ferðast um réttina til að finna kindur. Hvergi hef ég komið í rétt sem betra hefur verið að vinna í.

Einnig var þess gætt að smíða almenninginn þannig að gott væri að opna dilksdyrnar, sem voru úr pípum og krossviði, og sérstaklega að hægt væri með annarri hendinni að opna og loka með góðu móti. Notaðar voru einfaldar smellur, sem sums staðar eru í garðhliðum, ákaflega grannar, fyrirferðarlitlar og ódýrar. Þetta hefur tekist það vel að engin hefur bilað enn á 14 árum. Dilksdyrnar voru látnar opnast inn í almenninginn. Það var reginmunur frá því sem áður var og minni hætta á að missa fé úr réttinni inn í dilkana.

Bali Blönduósi

  • HAH00084
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1901 -

Bali 1901. Siggubær. Sigurðarhús 1920. Hafsteinshús 1933. Viðbygging 1931.
Byggður 1901 af Þorláki Helgasyni. 20.4.1906 fær hann samning um 370 ferfaðma lóð (1312 m2) og ræktunarlóð, sem er þegar byggður bær á. Lóðin er að nokkru afmörkuð með skurðum 36,4 m á norðurhlið, 43,3 m suðurhlið, vesturhlið 25,1 m og austurhlið 46,45 m.

Brekkubær Blönduósi

  • HAH00091
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1920 -

Byggður 1920. Stefán Guðmundsson kaupir 1922 af Evalds Sæmundsen sem stóð 12 metra frá húsi sem hann seldi um sama leyti Kristóferi Kristóferssyni. Og fylgdi því áður. Húsið samanstóð af einu íbúðarherbergi og geymslu.

Hestur (1894) Blönduósi (Guðmundarbær 1901 / Jóhannshús/bær 1908)

  • HAH00731
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1894 -

Bæ þennan byggði Guðmundur Benediktsson 1894. Guðmundur bjó þar í húsinu til 1901 að hann flutti vestur um haf. Hjá honum var um tíma Guðbjörg móðir hans sem lést haustið 1900. Hún er ásamt Birni Erlendssyni, fyrsta manneskjan sem grafin er í kirkjugarðinum.
Eftir brottför Guðmundar eignast Halldór Halldórsson kennari húsið. Hann býr þar til 1908 og var verslunarstjóri fyrir kaupfélagið.
Verslaði hann hann í herbergi er tekið var á leigu í Vertshúsinu. 1908-1909 var Halldór til húsa hjá Þorsteini Bjarnasyni, en söludeildin hafði verið flutt út fyrir á, í skúr er kaupfélagið átti þar.
Halldór byggði sér eigið hús utan ár 1909, þar bæði bjó hann og verslaði til dauðadags.
Halldór seldi Jóhanni Jóhannssyni, Guðmundarbæ 1908.

Hillebrantshús Blönduósi 1877, Blöndubyggð 2

  • HAH00104
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1877 -

Hillebrandtshús 1877. Byggt úr viði úr gömlu verslunarhúsunum á Skagaströnd. Björnsbær 1940. Blönduósbær kaupir húsið 1992.
Yfirsmiður við Hillebrandtshúsið var Sverrir Runólfsson steinsmiður þá hafði hann nýlokið við að hlaða Þingeyrarkirkju, síðar fékk hann útmælda lóð á „Sverrishorni“ (Einarsnesi). Ekki entist honum þó ævin til að reisa sér hús þar. Héðan sigldi hann áleiðis til Borðeyrar með hund sinn, sem hann kallaði Magnús berfætta, en ekkert spurðist til þeirra eftir það. Sagt er, að menn hafi tekið til þess, hvað hundurinn var tregur að fara í bátinn.

Jaðar - Árnabær - Landsendi

  • HAH00732
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1920 -

Jaðar 1920 - Árnabær 1930 - Landsendi 1940
Milli Veðramóta og Fornastaða skv mt 1933. Gæti verið sami bær og Hvassafell

Langiskúr 1891 - íbúðarhús 1911

  • HAH00662
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1891 -

Skúrinn lét Jóhann Möller byggja 1891, til suðurs frá austurenda Möllerspakkhúss (Hillebrantshúss). Þar var upphaflega fiskverkun og saltgeymsla. Skúrinn komst í eigu Jóns Benediktssonar á Húnsstöðum og Guðmundar Guðmundssonar á Torfalæk en síðar Jóns sonar hans. Þeir eignuðust skúrinn þegar Óli Möller fór á hausinn, höfðu gengið í ábyrgð fyrir hann. Íbúðarhús 1910.

Ós á Blönduósi

  • HAH00663
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1920 -

Byggt 1920 af Brynjólfi Vigfússyni. Húsið var upphaflega úr torfi, með hálfþilstafni. 1 hebergi, eldhús og forstofuhús, með áföstum geymslukofa. Fram kemur í skjölum að Friðfinnur hafi átt húsið áður. Því eru líkur á að húsið hafi upphaflega verið útihús, sem Brynjólfur hefur breytt.

Ósland á Blönduósi

  • HAH00664
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1946 -

1946 óskar Eiríkur Guðlaugsson eftir að fá leyfi til að hefja byggingu á lóð milli lóðar Jóns Benónýssonar og Sæmundar klæðskera. Eiríkur byggði annarsstaðar (Ósland) en bjó á meðan í einum hermannbragganum austan við Sæból.

Pétursborg Blönduósi 1878, íbúðarhús 1930

  • HAH00085
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1878 -

Pétursborg Blönduósi. Höepfnerpakkhús 1878. Austurpakkhús. Snorrabúð 1957; Snorrahús; Lárusarhús 1947. Péturshús 1936.

Byggt 1878 af Höepnfersverslun. Var í fyrstu notað bæði sem sölubúð og pakkhús.

Pálmalundur Blönduósi 1919 / Hrafnaflatir Blönduósi 1909

  • HAH00128
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1919 - 1991

Pálmalundur 1919 - Hrafnaflatir 1909 - Steingrímshús 1940.
Byggt 1909 af Hjálmari Lárussyni, sem kallaði bæ sinn Hrafnaflatir. Hjálmar var afar listfengur og góður smiður. Margir af útskurðargripum hans eru á Þjóðminjasafninu.
1919-1929 bjó í Pálmalundi Jón Pálmason [frá Æsustöðum] og eftir hann Steingrímur Davíðsson skólastjóri 1930-1939. Þeir höfðu báðir bóksölu í húsinu. Eftir að Steingrímur flytur út yfir á bjuggu ýmsir í húsinu. Fyrst Sveinberg Jónsson í eitt ár, síðan koma ma. Þorvaldur Þorláksson, Sigfús Valdemarsson ofl.
18.3.1942 kaupir Jónas Vermundsson húsið og býr þar til æviloka 1979. Torfhildur Þorsteinsdóttir, ekkja hans bjó áfram í Pálmalundi. Hún dó 1991. Stóð húsið autt um tíma, en svo var það rifið.

Sólvangur Blönduósi

  • HAH00670
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 20.7.1952 -

20.7.1952 fær Eyþór Guðmundsson 600 m2 lóð undir byggingu. Svínvetningabraut er norðan við lóðina, en á aðrar hliðar er ræktunarlóð Eyþórs. [Ragna Rögnvaldsdóttir ekkja Eyþórs bjó þar áfram þar til hún lést]

Templarahúsið á Blönduósi / Aðalgata 3

  • HAH00672
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1907 - 1918

Templarahús Framtíðarinnar 1907. Hús Jóns A Jónssonar 1910. Reist af IOGT Framtíðinni. Þar sem síðar reis Zophoníasarhús, Aðalgata 3. Rifið 1918

Blanda -Hús

  • HAH00072
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1908 -

Verslanir;
1908- Pétur Sæmundsen
1918-1922 Pétur Pétursson (1850-1922) og Sigurður Helgi Sigurðsson (1873-1948)
1922-1942- Einar Oddur Scheving Thorsteinsson (1898-1974)
1933- Albert Jónsson (1857-1946)
1942-1943- Guðmundur Pálsson Kolka (1917-1957).

Þorsteinshús Aðalgata 11 Blönduósi,

  • HAH00142
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1907 -

Þorsteinshús Blönduósi 1907. Margrétarhús 1940.
Lóðarsamningur dagsettur 31.10.1908 um 125 ferálna lóð. Lóðin er 25 álnir að lengd frá austri til vesturs og 5 álnir [3 metrar] frá norðri til suðurs.
Lóðin afmarkast að vestan af veginum niður í kauptúnið [Aðalgötu], eða skurðinum meðfram honum. Að norðan eru takmörkin, gatan heim að Böðvarshúsi 4 álnir að breidd meðfram girðingu þeirri er Zophonías Hjálmsson hefur gert um sína lóð [Jónasarhús]. að austan girðing um lóð Böðvars og að sunnan hin áður útmælda lóð Þorsteins.

Þórðarhús Blönduósi

  • HAH00143
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1898 -

Helgahús 1898 - Þórðarhús 1915. Lárusarhús 1946. Bíbíarhús.
Byggt 1898 af Helga Gíslasyni, sem bjó í húsinu til 1905. Hann bjó eitt ár úti í Refasveit, en kom aftur á Blönduós og byggði þá annað hús (Kristófershús).

Halldór Sæmundsson (1857-1941) Blaine Washington

  • HAH04884
  • Einstaklingur
  • 12.9.1857 - 10.6.1941

Halldór Sæmundsson 12. sept. 1857 - 10. júní 1941. Fór til Vesturheims 1900 frá Blönduósi, Torfalækjarhr., Hún. Var víða vestra, síðast í Blaine í Washingtonfylki. Niðursetningur Syðri-Löngumýri 1860. Léttadrengur Ásum 1870. Vinnumaður Litla-Búrfelli 1880. Bóndi Kúluseli Svínavatnshreppi 1890. Flutti frá Kanada í apríl 1908 og til Vermont 1924, þá sagður fæddur á Blönduósi, sem er augljóslega rangt

Hannes Guðlaugsson (1955-2002)

  • HAH04885
  • Einstaklingur
  • 6.12.1955 - 23.9.2002

Hannes Einar Guðlaugsson fæddist í Reykjavík 6. desember 1955. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 23. september 2002.

Hannes ólst upp í Reykjavík og lauk landsprófi í Vogaskóla. Hann brautskráðist vélvirki og 2. stigs vélstjóri, nam við Vélskóla Íslands og Iðnskólann í Reykjavík. Hannes var við störf hjá kaupfélaginu á Blönduósi á árunum 1974 til 1987. Hann fluttist aftur til Reykjavíkur 1990. Frá árinu 1987 til ágúst 2002 starfaði hann hjá Vélum og þjónustu í Reykjavík. Frá ágúst 2002 starfaði hann hjá RÁS, bifreiða- og vélaverkstæði í Hafnarfirði.

Hjálmfríð Kristófersdóttir (1901-1981) Mosfelli

  • HAH05000
  • Einstaklingur
  • 26.7.1901 - 26.11.1981

Hjálmfríð Anna Kristófersdóttir 26. júlí 1901 - 26. nóv. 1981. Tökubarn í Hjálmarshúsi [Mosfelli], Blönduóssókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Blönduósi 1930. Var á Mosfelli, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Nefnd Hjálmfríður í 1901 og 1930.
ATHS; Hér eins og alltaf er farið eftir skráningu í íslendingabók.

Jóhann Jóhannsson (1865-1961) Hlöðufelli

  • HAH04899
  • Einstaklingur
  • 14.9.1865 - 15.1.1961

Jóhann Jóhannsson 14. sept. 1865 - 15. jan. 1961. Var á Fremri-Fitjum, Staðarbakkasókn, Hún. 1870. Bóndi í Bakkakoti í Víðidal, V-Hún. 1897. Var á Hlöðufelli, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Póstþjónn á sama stað.

Jóhannes Jasonarson (1848) Vert

  • HAH04902
  • Einstaklingur
  • 10.10.1848 -

Jóhannes Jasonarson, f 10. okt. 1848. Fósturdrengur í Kistu, Vesturhópshólasókn, Hún. 1860. Vinnumaður í Ósum, Vesturhópshólasókn, Hún. 1870. Greiðasölumaður á Blönduósi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1877-1881.

Kristján Kristófersson (1890-1973) Köldukinn

  • HAH04999
  • Einstaklingur
  • 8.4.1890 - 30.3.1973

Kristján Kristófersson 8. apríl 1890 - 30. mars 1973 Bóndi á Köldukinn, Blönduósssókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Köldukinn á Ásum, A-Hún.

Margrét Kristjánsdóttir (1887-1964) Þorsteinshúsi

  • HAH04934
  • Einstaklingur
  • 6.10.1887 - 19.5.1964

Margrét Kristjánsdóttir 6. okt. 1887 - 19. maí 1964. Húsfreyja Þorsteinshúsi. Var í Margrétarhúsi [Þorsteinshúsi], Blönduóshr., A-Hún. 1957.

Niðurstöður 8501 to 8600 of 10349