Arnór Egilsson (1856-1900) ljósmyndari

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Arnór Egilsson (1856-1900) ljósmyndari

Parallel form(s) of name

  • Arnór Egilsson ljósmyndari

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

17.8.1856 - 5.5.1900

History

Arnór Egilsson 17. ágúst 1856 - 5. maí 1900 Var í Hringveri, Húsavíkursókn, S-Þing. 1860. Verzlunarþjónn og ljósmyndari á Blönduósi 1880 og Vertshúsi 1882-1885. Ljósmyndasmiður á Hæl, Þingeyrasókn, Hún. 1890. Bóndi og ljósmyndari á Bjarnastöðum í Vatnsdal 1893-1899. Ljósmyndasmiður á Akureyri 1900. Arnór Egilsson fæddist á Holtastöðum í Langadal í Húnavatnssýslu 4. ágúst 1856. Faðir hans var Egill Halldórsson (1819-1894) bóndi og smiður á Reykjum á Reykjabraut og móðir Sigurveig Jóhannesdóttir (1832-1899) húsfreyja frá Laxamýri. Sigurveig var fyrri kona Egils. Þau skildu en hún giftist síðar Þorsteini Snorrasyni bónda síðast í Brekknakoti í Reykjahverfi S-Þing. Síðustu ár sín bjó hún í Argyle byggð í Kanada og lést þar.

Places

Hringver Húsavík; Blönduós 1878-1885; Hæll 1885-1891; Stóra-Giljá 1891, Bjarnastaðir 1893-1899; Akureyri 1899-1900:

Legal status

Lærði ljósmyndun í Kaupmannahöfn

Functions, occupations and activities

Um tvítugsaldur vann hann við verslunarstörf á Blönduósi en sigldi síðan til Kaupmannahafnar að læra ljósmyndun. Árið 1882 kvæntist hann Valgerði Ólafsdóttur frá Leysingjastöðum og hófu þau búskap á Blönduósi. Þar stundaði Arnór veitingasölu í Vertshúsinu en rak með ljósmyndastofu. Byggði hann viðbyggingu við Vertshúsið árið 1884 sérstakt hús til myndatökunnar og starfaði þar til ársins 1885.

Mandates/sources of authority

Þrátt fyrir að glerplötur Arnórs hafi nær allar eyðilagst er varðveitt talsvert magn af pappírseftirtökum í ýmsum söfnum og gefa þær nokkra yfirsýn yfir starf hans. Arnór virðist, eins og flestir ljósmyndarar, hafa gætt þess lengst af að merkja sér myndirnar. Þó er ólíklegt að svo hafi verið í fyrstu. Áletrunin Arnór Egilsson Blönduósi er sýnileg á allmörgum ljósmyndum, sem og áletrunin Arnór Egilsson Ísland, en báðar eru þær frá fyrstu árum Arnórs sem ljósmyndara, en eins og áður sagði eru elstu myndirnar líklega ekki áritaðar. Áritanir frá Hæli og Bjarnastöðum er mun fleiri. Þá má geta þess að örfáar myndir eru til með áletruninni Arnór Árnason Gilá, þar sem hann var í eitt ár eins og að framan sagði. Flestar ljósmyndir Arnórs voru svokallaðar visit myndir. Hétu þær þessu nafni þar sem þær voru svipaðar á stærð og heimsóknarspjöld, visitcards, sem velþekkt voru á betri heimilum víða um heim.

Myndir í cabinet stærð voru mun fátíðari. Eins og flestir ljósmyndarar var starfsemi þeirra að mestu leyti bundin við ljósmyndastofur, þar sem hægt var að koma við þokkalegri lýsingu. Á þeirri myndatöku höfðu ljósmyndararnir lifibrauð sitt. Hins vegar áttu þeir einnig til að taka útimyndir og mannlífsmyndir, þótt slíkt væri fremur til gamans en til gróða. Þó munu einhverjir hafa keypt slíkar myndir til að hafa uppi við á heimilum sínum. Arnór stundaði slíka myndatöku í nokkru mæli. Varðveist hafa allmargar myndir frá Blönduósi, teknar af Arnóri við upphaf byggðar þar.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans: Sigurveig Jóhannesdóttir 13. maí 1832 - 9. nóvember 1899. Tökubarn að Skógum í Skinnastaðarsókn, Þing., 1845. Húsfreyja á Héðinshöfða á Tjörnesi 1853 og Hringveri á Tjörnesi 1859. Húsfreyja á Langavatni, Aðaldælahreppi, S-Þing. 1874, Brekknakoti, Reykjahverfi 1876-78. Í vistum í S-Þing. Fluttist vestur að Kagaðarhóli í Húnaþingi 1879 til sonar síns og var þar eitthvað. Fluttist til Vesturheims 1896 frá Árnesi, Húsavíkurhreppi, S-Þing.

Maki 21. sept. 1882; Valgerður Ósk Ólafsdóttir, f. 28. okt. 1857 frá Leysingjastöðum, d. 4. maí 1933. Hæli og Bjarnastöðum.
Börn þeirra;
1) Ólafur Ingimar Arnórsson 5. júlí 1883 - 26. nóvember 1964 Kaupmaður í Reykjavík.
2) Egill Halldór Arnórsson 13. júní 1889 - 20. september 1951 Ljósmyndari á Laugavegi 3 b, Reykjavík 1930. Ljósmyndari í Reykjavík 1945. Nefndur Halldór Egill skv. Laxam.
3) Björn Magnús Arnórsson f. 7. október 1891 - 20. júlí 1962 Heildsali og stórkaupmaður í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Heildsali á Reyki við Sundlaugaveg, Reykjavík 1930.

General context

Tengdafaðir Arnórs bjó á Hæli í Torfalækjarhreppi síðustu búskapar ár sín, en árið 1885 lést hann og Arnór flutti sig um set ásamt Valgerði konu sinni og tók við búi að Hæli. Mun nær útilokað að hafa lifibrauð af ljósmyndatökum, þó veitingasala bættist þar við. Það áttu margir frumkvöðlar ljósmyndunar á Íslandi eftir að reyna og því í raun einsýnt fyrir Arnór að hefja hefðbundin búskap. Á Hæli bjó Arnór til 1890. Árið 1891 var hann á Stóru-Giljá í Þingi, en keypti síðan Bjarnastaði í Vatnsdal og bjó þar ásamt fjölskyldu sinni frá 1892-1899. Allan þann tíma hélt Arnór áfram að taka ljósmyndir af miklum krafti. Vorið 1899 vatt hann sínu kvæði í kross og ákvað að reyna enn á ný að hafa atvinnu af ljósmyndun. Keypti hann þá ljósmyndastofu Önnu Schiöth á Akureyri ásamt öllum tækjum og myndplötusafni. Í auglýsingu í blaðinu Stefni í júnímánuði tilkynnti Arnór að hann hefði nú tekið yfir rekstur Önnu og bauð bæjarbúum að láta taka af sér góðar og vandaðar ljósmyndir, svo notuð séu hans orð. Arnór fullyrti einnig að almennt væri viðurkennt að hans myndir tækju öðrum íslenskum ljósmyndum fram.

Akureyringar nutu hæfileika Arnórs þó í stuttan tíma. Þrátt fyrir ungan aldur veiktist hann af krabbameini og var mjög veikur veturinn 1899-1900. Hann lést á vordögum, 4. maí 1900 frá konu og þremur ungum börnum aðeins 44 ára gamall.

Leiða má líkum að því að Arnór hafi farið í ljósmyndaferð til Skagafjarðar árið 1888, hugsanlega í boði Ludvigs Popp kaupmanns og fleiri ríkismanna í Skagafirði. Í þeirri ferð tók að þvi er virðist allmargar þekktar ljósmyndir, þar á meðal elstu yfirlitsmyndina, sem er þekkt af Sauðárkróki.

Relationships area

Related entity

Ingibjörg Jónsdóttir (1831-1894) Umsvölum (5.1.1831 - 28.12.1894)

Identifier of related entity

HAH06694

Category of relationship

family

Dates of relationship

21.9.1882

Description of relationship

Tengdasonur, kona hans Valgerður Ósk dóttir Ingibjargar

Related entity

Jón Ólafsson (1865-1941) Másstöðum (29.7.1865 - 16.12.1941)

Identifier of related entity

HAH05676

Category of relationship

family

Dates of relationship

21.9.1882

Description of relationship

Mágar, giftur Valgerði systur Jóns

Related entity

Ástríður Sigurðardóttir (1832-1902) Víðimýri í Skagafirði, frá Reykjum (20.1.1832 - 23.4.1902)

Identifier of related entity

HAH03699

Category of relationship

family

Dates of relationship

1856

Description of relationship

Arnór var sonur Egils seinni manns Þorbjargar Árnadóttur (1823-1895) seinni konu Sigurðar föður Ástríðar.

Related entity

Arnór Egilsson ljósmyndastofa Bjarnastöðum 1891-1899 (1891-1899)

Identifier of related entity

HAH02504

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1891-1899

Description of relationship

Related entity

Arnór Egilsson ljósmyndastofa Blönduósi 1880-1885 (1880-1885)

Identifier of related entity

HAH02504

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1878-1885

Description of relationship

Related entity

Möllershús Blönduósi 1877-1918 (1877 - 1913)

Identifier of related entity

HAH00138

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

leigjandi þar 1880

Related entity

Arnór Egilsson ljósmyndastofa Hæli 1885-1891 (1885-1891)

Identifier of related entity

HAH02504

Category of relationship

associative

Type of relationship

Arnór Egilsson ljósmyndastofa Hæli 1885-1891

is the associate of

Arnór Egilsson (1856-1900) ljósmyndari

Dates of relationship

1885-1891

Description of relationship

Related entity

Egill Halldór Arnórsson (1889-1951) ljósmyndari Akureyri (13.6.1889 - 20.9.1951)

Identifier of related entity

HAH03086

Category of relationship

family

Type of relationship

Egill Halldór Arnórsson (1889-1951) ljósmyndari Akureyri

is the child of

Arnór Egilsson (1856-1900) ljósmyndari

Dates of relationship

13.6.1889

Description of relationship

Related entity

Ólafur Arnórsson (1883-1964) Kaupmaður í Reykjavík (5.7.1883 - 26.11.1964)

Identifier of related entity

HAH09237

Category of relationship

family

Type of relationship

Ólafur Arnórsson (1883-1964) Kaupmaður í Reykjavík

is the child of

Arnór Egilsson (1856-1900) ljósmyndari

Dates of relationship

5.7.1883

Description of relationship

Related entity

Egill Halldórsson (1819-1894) Reykjum (25.6.1819 - 10.6.1894)

Identifier of related entity

HAH03087

Category of relationship

family

Type of relationship

Egill Halldórsson (1819-1894) Reykjum

is the child of

Arnór Egilsson (1856-1900) ljósmyndari

Dates of relationship

17.8.1856

Description of relationship

Related entity

Björn Arnórsson (1891-1962) Reykjavík (7.10.1891 - 20.7.1962)

Identifier of related entity

HAH02870

Category of relationship

family

Type of relationship

Björn Arnórsson (1891-1962) Reykjavík

is the child of

Arnór Egilsson (1856-1900) ljósmyndari

Dates of relationship

7.10.1891

Description of relationship

Related entity

Þorbjörg Árnadóttir (1823-1895) Reykjum við Reykjabraut (30.11.1823 - 12.5.1895)

Identifier of related entity

HAH07452

Category of relationship

family

Type of relationship

Þorbjörg Árnadóttir (1823-1895) Reykjum við Reykjabraut

is the parent of

Arnór Egilsson (1856-1900) ljósmyndari

Dates of relationship

2.1.1869

Description of relationship

stjúpsonur

Related entity

Sigurveig Jóhannesdóttir (1832-1899) Vesturheimi frá Laxamýri, Kagaðarhóli 1880 (13.5.1832 - 9.11.1899)

Identifier of related entity

HAH07233

Category of relationship

family

Type of relationship

Sigurveig Jóhannesdóttir (1832-1899) Vesturheimi frá Laxamýri, Kagaðarhóli 1880

is the parent of

Arnór Egilsson (1856-1900) ljósmyndari

Dates of relationship

17.8.1856

Description of relationship

Related entity

Hjálmar Egilsson (1869-1932) trésmiður Blönduósi (6.2.1869 - 2.4.1932)

Identifier of related entity

HAH07585

Category of relationship

family

Type of relationship

Hjálmar Egilsson (1869-1932) trésmiður Blönduósi

is the sibling of

Arnór Egilsson (1856-1900) ljósmyndari

Dates of relationship

6.2.1869

Description of relationship

samfeðra

Related entity

Ingibjörg Guðrún Sigurðardóttir (1848-1922) Mjóadal (11.7.1848 - 6.3.1922)

Identifier of related entity

HAH07240

Category of relationship

family

Type of relationship

Ingibjörg Guðrún Sigurðardóttir (1848-1922) Mjóadal

is the sibling of

Arnór Egilsson (1856-1900) ljósmyndari

Dates of relationship

1856

Description of relationship

sammæðra

Related entity

Halldór Egilsson (1850-1937) Kagaðarhóli (28.10.1850 - 13.3.1937)

Identifier of related entity

HAH04662

Category of relationship

family

Type of relationship

Halldór Egilsson (1850-1937) Kagaðarhóli

is the sibling of

Arnór Egilsson (1856-1900) ljósmyndari

Dates of relationship

17.8.1850

Description of relationship

Related entity

Valgerður Ólafsdóttir (1857-1933) Hæli, Bjarnastöðum og Blönduósi (28.10.1857 - 4.5.1933)

Identifier of related entity

HAH07099

Category of relationship

family

Type of relationship

Valgerður Ólafsdóttir (1857-1933) Hæli, Bjarnastöðum og Blönduósi

is the spouse of

Arnór Egilsson (1856-1900) ljósmyndari

Dates of relationship

21.9.1882

Description of relationship

Börn þeirra; 1) Ólafur Ingimar Arnórsson 5. júlí 1883 - 26. nóvember 1964. Kaupmaður í Reykjavík. 2) Egill Halldór Arnórsson 13. júní 1889 - 20. september 1951. Ljósmyndari á Laugavegi 3 b, Reykjavík 1930. Ljósmyndari í Reykjavík 1945. Nefndur Halldór Egill skv. Laxam. 3) Björn Magnús Arnórsson f. 7. október 1891 - 20. júlí 1962. Heildsali og stórkaupmaður í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Heildsali á Reyki við Sundlaugaveg, Reykjavík 1930.

Related entity

Vertshús Blönduósi (1877 - 1918)

Identifier of related entity

HAH00492

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Vertshús Blönduósi

is controlled by

Arnór Egilsson (1856-1900) ljósmyndari

Dates of relationship

1882

Description of relationship

1882-1885

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02504

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 6.11.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði
íslendingabók

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places