Kristján Jónsson (1915-1993) Hólmavík

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Kristján Jónsson (1915-1993) Hólmavík

Parallel form(s) of name

  • Kristján Jónsson Hólmavík

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

6.3.1915 - 2.2.1992

History

Bóksali og Póst- og símstöðvarstjóri á Hólmavík. Kjörforeldrar: Jón Finnsson, f. 12.7.1870 og k.h. Guðný Oddsdóttir, f. 17.11.1874.

Places

Hólmavík:

Legal status

Kristján brautskráðist úr Verslunarskóla Íslands vorið 1934.

Functions, occupations and activities

Ekki liðu svo mörg ár áður en hann gerðist sjálfstæður kaupmaður á Hólmavík, eða árið 1940. Rak hann verslunina til 1952. Vann hann síðan hjá Síldarmati ríkisins, 1953¬1959. Hann gerðist svo kennari við Barna- og unglingaskólann á Hólmavík, árið 1960 og kenndi þar til ársins 1968, að hann tók við starfi stöðvarstjóra Pósts og síma á staðnum. Þar lét hann af störfum sökum aldurs árið 1985. Kristján hafði einnig rekið bókaverslun á Hólmavík frá árinu 1962 og rak hana allt til 1991. Var hann þá jafnframt með umboð fyrir ýmsa aðila, fyrirtæki og félög, eins og Bóksalafélag Íslands.
Á stjórnmálasviðinu var Kristján einlægur sjálfstæðismaður. Hann sat sem slíkur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps frá 1950-1974. Á þeim tíma var hann oddviti hreppsnefndar frá 1950-1953. Auk þess átti hann sæti í fjölda nefnda og stjórna á vegum hreppsins. Tók hann einnig mjög virkan þátt í bæði félagi sjálfstæðismanna í Strandasýslu, var þar bæði formaður og í stjórn í mörg ár, einnig í fjölda annarra félaga. Þá sat hann í fulltrúaráði sjálfstæðisflokksfélaganna í kjördæmisráði og á landsfundum Sjálfstæðisflokksins í áratugi. Þá var Kristján varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi kjörtímabilið 1963-1967 og sat hann þá á þingi um skeið.
Auk þess var Kristján virkur í mörgum fleiri félögum og sat í stjórnum þeirra. Má þar telja verkalýðsfélagið, Slysavarnafélagið, ungmennafélagið og einnig var hann heiðursfélagi í Leikfélagi Hólmavíkur. Þá söng hann einnig í karlakór á Hólmavík og í kirkjukórnum í fjölda ára. Auk þessa sat hann í sóknarnefnd og byggingarnefnd Hólmavíkurkirkju, sem verður 25 ára á þessu ári.
Kristján var einn af stofnendum Lionsklúbbs Hólmavíkur. Hann var starfandi í klúbbnum allt til dauðadags.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Kristján var sonur Bergsveins Sveinssonar og Sigríðar Friðriksdóttur konu hans, en þau bjuggu á Aratungu í Hrófbergshreppi. Kjörforeldrar hans urðu svo Jón Finnsson verslunarstjóri á Hólmavík og kona hans Guðný Oddsdóttir.
Kristján varð þeirrar gæfu aðnjótandi, að kvænast Önnu J. Jónsdóttur, frá Skriðnesenni þann 20. júní 1944. Hefir hún alla tíð staðið við hlið manns síns af miklum kærleik og dugnaði. Hafa þau átt sjö börn, sem eru
1) Jón Guðni og
2) Steinunn Jóney, sem eru tvíburar,
3) Anna Kristín,
4) Svanhildur,
5) Helga Ólöf,
6) Valborg Huld og
7) Reynir.
Búa fimm í Reykjavík, ein dóttir í Noregi og sonur á Ísafirði, öll búin að stofna sín heimili og eru barnabörnin fjórtán að tölu.

General context

Relationships area

Related entity

Hólmavík við Steingrímsfjörð (3.6.1890 -)

Identifier of related entity

HAH00298

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Steinunn Guðmundsdóttir (1889-1991) (4.11.1889 - 19.6.1991)

Identifier of related entity

HAH02043

Category of relationship

family

Dates of relationship

20.6.1944

Description of relationship

Steinunn var móðir Önnu konu Kristjáns.

Related entity

Guðný Oddsdóttir (1873-1947) Hólmavík (17.11.1873 - 24.9.1947)

Identifier of related entity

HAH04165

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðný Oddsdóttir (1873-1947) Hólmavík

is the parent of

Kristján Jónsson (1915-1993) Hólmavík

Dates of relationship

Description of relationship

Kristján var kjörsonur þeirra hjóna.

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01686

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 2.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places