Showing 1161 results

Authority record
Corporate body

Kjötpottur landsins skopteikning 1911

  • Corporate body
  • 1911

Árið 1911 létu fjandmenn Björns teikna skopmynd af honum og hans félögum og var myndinni dreift um allt land. Enginn var skráður fyrir myndinni en hún hefur fengið heitið „Kjötpottur landsins“ enda stendur það á henni miðri.

Myndin er mjög ítarleg og augljóslega mikið lagt í hana. Víða er myndmál og ýmsar tölur sem hægt er að rýna í og túlka. Við kjötpott landsins stendur ráðherrann Björn í líki skepnu og ofan í hann hella landsmenn sínum sköttum. Úr pottinum útdeilir Björn gæðunum til vina sinna sem einnig eru í dýrslíki. Má þarna sjá þingmennina Bjarna Jónsson frá Vogi sem gölt og Björn Kristjánsson sem hrút. Einnig skáldið Einar Hjörleifsson Kvaran sem kött. Fjöldi annarra skepna og tákna eru á myndinni og fyrirtaks gáta til að spreyta sig á.

Kleifar Blönduósi

  • HAH00112
  • Corporate body
  • 1952 -

Kleifar standa á vesturbakka Blöndu gengt Hrútey. Kristinn Magnússon byggði þar upp 1952, en áður var þar Klifakot. Íbúðarhús 1952 492 m3, fjós fyrir 12 gripi, fjárhús fyrir 220 fjár. Tún 15,5 ha.

Kleifarbúinn á Kleifaheiði (1947)

  • Corporate body
  • 1947

Sumarið 1947 reistu vegavinnumenn minnisvarðann á Kleifaheiði milli Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps hinna fornu. Varðan sem er hlaðin úr grjóti hefur gengið undirnafninu Kleifabúi eða Kleifakall.

Þetta er ein stærsta varða sem reist hefur verið hérlendis. Hún hefur staðið óhögguð öll þessi ár en lítillega þurfti að laga höfuðið fyrir nokkrum árum.

Það var vinnuflokkur undir stjórn Kristleifs Jónssonar frá Höfða í Þverárhlíð sem vann við vegalagningu yfir heiðina. Þegar þeir nálguðust háheiðina þótti þeim viðeigandi að reisa myndarlega vörðu. Einar Einarsson og Guðjón Jóhannesson hlóðu vörðuna og Kristján Jóhannesson gerði höfuðið. Vinnuflokkurinn sá svo um efnisöflun en gnægð er af grjóti á þessum slóðum.

Eiður Thoroddsen hjá Vegagerðinni á Patreksfirði segir að fjöldi fólks stoppi við Kleifabúann á hverju sumri og langflestir sem þar fari um í fyrsta skipti stansi og skoði hana. Við vörðuna er rúmgott plan og þaðan er víðsýnt.

Kleppsspítali

  • HAH00354
  • Corporate body
  • 1907 -

Kleppur eða Kleppsspítali, er geðspítali sem tilheyrir geðsviði Landspítalans. Kleppur er einnig örnefni í Reykjavík

Fyrstu lög um Kleppsspítala voru nr. 33/1905, samþykkt af konungi þann 20. október 1905 (frumvarp um stofnun Kleppsspítala var þó innlent fyrirbæri) og var spítalinn opnaður árið 1907. Kleppsspítali var fyrsta sjúkrastofnunin sem var reist og rekin alfarið af landsjóði. Markmið stofnunarinnar var að létta miklum vanda af heimilum geðsjúkra og búa geðsjúkum mannsæmandi aðbúnað og gæslu, frekar en að stunda eiginlegar lækningar. Upprunalega var pláss fyrir 50 sjúklinga, og þurftu aðstandendur að borga með sjúklingum, ýmist 50 aura eða 1 krónu á dag, eftir aðstæðum. Yfirstjórn spítalans samanstóð af landlækni og aðila sem stjórnarráðið skipað

Sem fyrr segir var vandi geðsjúkra og aðstandaenda þeirra mikill á þeim tíma er Kleppsspítali var stofnaður. Einnig var farið illa með geðsjúka og lífsskilyrði þeirra voru engan veginn á við þau sem heilbrigðir höfðu. Árið 1901 var gerð úttekt á hversu margir væru geðsjúkir í landinu (samkvæmt þess tíma skilgreiningu) og reyndust þeir 133, þar af 124 sem voru á sveit. Árið 1880 reyndust geðsjúkir vera 81, var því um mikla fjölgun að ræða á þessum rúmu tveimur áratugum.
Spítalinn breytti miklu, þó að hann gæti ekki tekið alla inn sem þurftu, og lét Guðmundur Björnsson þau orð falla á Alþingi um þremur mánuðum eftir opnun spítalans, að sjúkrahúsið hefði „getið sjer þann orðstír, að það sje einhver gagnlegasta stofnun þessa lands“.
Starfsemin í dag er gerbreytt með breyttum áherslum og tilkomu nýrra og betri meðferðarúrræða. Í dag eru reknar nokkrar deildir á Kleppsspítala, starfsemi þeirra felst aðallega í endurhæfingu og að veita fólki margvíslega meðferð, sem er haldið geðröskunum eða talið vera að veikjast af þeim -- til dæmis geðklofa, geðhvarfasýki, þunglyndi, fíkn eða persónuleikaröskun. Á Kleppsspítala eru nú göngudeild, þrjár endurhæfingargeðdeildir, öryggisgeðdeild og réttargeðdeild.

Klettakot í Reykjavík (Vesturgata 12, baklóð)

  • HAH00827
  • Corporate body
  • um1850 - 1887

Klettakot var hjáleiga frá Merkisteini, byggt upp úr 1850 og rifið árið 1887. Tryggvagata 18, Á þessu svæði voru allnokkrir torfbæir um miðja 19. öld. Þeir voru auk Sjóbúðar, Hóll, Helluland, Merkisteinn, Klettakot og Jafetsbær.
Dúkskot og Gróubær voru á sömu slóðum við Garðastræti.

Klettur í Kálfshamarsvík

  • HAH00355
  • Corporate body
  • 1924 -

Klettur í Kálfshamarsvík. Um 22m norður af rústum Iðavalla eru tóftir býlisins Kletts. Í örnefnaskrá segir: „Á nesinu sjálfu voru mörg tómthúsbýli, m.a. Klöpp og Klettur.“ (ÖJB, 4). Lýsing Tóftin er margskipt, 5-7 hús eða herbergi. Húsið hefur staðið upp á svolitlum hól en aflíðandi brekku vestan við húsið eru leifar mannvirkis sem virðist geta verið eldra (nr. 109). Hugsanlega lítil rétt. Húsið uppá hólnum tekur yfir svæði sem er um 14x14m en mannvirkið í brekkunni vestan við um 15x9 (A-V). Svo virðist sem gengið hafi verið inní húsið að vestanverðu og þar verið göng og innangengt úr þeim í tvenn hús til og eitt til norðurs (1,8x3,5m N-S) og hugsanlegt afherbergi er fyrir enda gangsins að vestan og annar inngangur. Norðan við austurinnganginn er annað hús með sér inngangi um litla forstofu að austan. Veggir hússins eru á bilinu 50-170sm háir. Aðrar upplýsingar Á upplýsingaskilti við tóftirnar stendur: „Klettur var byggður 1924 af Sigurði Ferdinantssyni. Síðast bjó hér Þorsteinn Þorsteinsson póstur 1951.“ Býlið telst því ekki til fornleifa hvað aldur snertir en er skráð hér og gefið númer þar sem um byggingu úr torfi og grjóti er að ræða.

Klömbrur í Vesturhópi

  • HAH00828
  • Corporate body
  • um1880

Júlíus Halldórsson héraðslæknir lét byggja íbúðarhúsið að Klömbrum. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær húsið var byggt, né hver hinn snjalli steinsmiður var, en líklega hafa byggingarframkvæmdir hafist laust eftir 1880 og þeim lokið um 1885.

Húsið er einlyft með risi, á háum kjallara. Útveggir eru hlaðnir úr lítt tilhöggnu grjóti, sem flutt var úr Nesbjörgum. Veggir eru einfaldir og veggjaþykkt er um 50 cm. Þeir voru múrhúðaðir að utan með sementsblöndu, sem einnig var notuð sem bindiefni.

Íbúðarhús Júlíusar héraðslæknis þótti afar glæsilegt og húsakynni öll hin ríkmannlegustu. Í húsinu var bæði stássstofa og dagstofa sem þiljaðar voru innan með brjóstþili og strekktum striga á útveggjum en standandi þili á milliveggjum. Auk þess var apótek og sjúkrastofa í húsinu. Á rishæðinni var meðal annars korn- og mjölgeymsla og í kjallara var eldhús í miðju húsi, þar sem var stór eldavél, og búr með bekkjum og skápum.

Þegar hafist var handa við endurbætur á húsinu í lok síðustu aldar hafði ekki verið búið í húsinu í um hálfa öld en þykkir steinveggir, auðar gluggatóttir og fúið tréverk báru vitni um stórhug og vandvirkni.

Kolkuflói - Blöndulón

  • HAH00502
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Kolkuflói er á Auðkúluheiði, nú á botni Blöndulóns. í upphafi 20 aldar og framyfir miðja öld voru töluverður fjöldi rústa í Kolkuflóa en þeim fækkaði á síðari hluta aldarinnar. sérstaklega vegna áfoks.

Kollafjarðarnes á Ströndum

  • HAH00356
  • Corporate body
  • (1950)

Kollafjörður er stuttur fjörður á Ströndum. Bændur þar lifa á sauðfjárrækt. Grunnskóli var rekinn á Broddanesi frá 1978 fram til ársins 2004, en hætti þá um haustið og skólabörnum er nú ekið til Hólmavíkur. Skólabyggingin er nú notuð í ferðaþjónustu, en þar er farfuglaheimili. Hún er teiknuð af dr. Magga Jónssyni arkitekt.
Næsti fjörður norðan við Kollafjörð er Steingrímsfjörður og næsti fjörður sunnan við er Bitrufjörður. Úr botni Kollafjarðar liggur vegur nr. 69 yfir í Gilsfjörð um Steinadalsheiði.
Utarlega í Kollafirði norðanverðum standa tveir steindrangar í fjöruborðinu, í Drangavík. Sagan segir að þeir séu tröll sem dagaði þar uppi eftir að hafa gert tilraun til að skilja Vestfirði frá meginlandinu. Kjálkann ætluðu þau að hafa fyrir tröllaríki. Stærri drangurinn er kerlingin og sá minni er karlinn. Þriðja tröllið sem tók þátt í þessari vinnu er drangurinn sem Drangsnes er kennt við.
Á Kollafjarðarnesi er kirkja, byggð úr steinsteypu árið 1909. Það er elsta steinsteypta hús á Ströndum. Kollafjarðarnes er nú í eyði. Á sveitabænum Felli var um tíma rekin sumardvöl fyrir fatlaða einstaklinga.
Erfið siglingaleið er inn á fjörðinn vegna skerja. Þjóðsagan segir að kerlingin Hnyðja hafi lagt á fjörðinn að þar myndi aldrei drukkna maður og heldur aldrei fást þar bein úr sjó, eftir að synir hennar tveir drukknuðu í fiskiróðri.

Kollslækur í Hálsasveit Borgarfirði

  • Corporate body

Rauður hét maður, er nam land (hið syðra) upp frá Rauðsgili til Gilja og bjó að Rauðsgili; hans synir voru þeir Úlfur á Úlfsstöðum og Auður á Auðsstöðum fyrir norðan á, er Hörður vó. Þar hefst (af) saga Harðar Grímkelssonar og Geirs.

Grímur hét maður, er nam land hið syðra upp frá Giljum til Grímsgils og bjó við Grímsgil; hans synir voru þeir Þorgils auga á Augastöðum og Hrani á Hranastöðum, faðir Gríms, er kallaður var Stafngrímur. Hann bjó á Stafngrímsstöðum; þar heitir nú á Sigmundarstöðum. Þar gagnvart fyrir norðan Hvítá við sjálfa ána er haugur hans; þar var hann veginn.

Þorkell kornamúli nam Ás hinn syðra upp frá Kollslæk til Deildargils og bjó í Ási. Hans son var Þorbergur kornamúli, er átti Álöfu elliðaskjöld, dóttur Ófeigs og Ásgerðar, systur Þorgeirs gollnis. Börn þeirra voru þau Eysteinn og Hafþóra, er átti Eiður Skeggjason, er síðan bjó í Ási. Þar dó Miðfjarðar-Skeggi, og er þar haugur hans fyrir neðan garð. Annar son Skeggja var Kollur, er bjó að Kollslæk. Synir Eiðs (voru) Eysteinn og Illugi.

Úlfur, son Gríms hins háleyska og Svanlaugar, dóttur Þormóðar af Akranesi, systur Bersa, hann nam land milli Hvítár og suðurjökla og bjó í Geitlandi.

Hans synir voru þeir Hrólfur hinn auðgi, faðir Halldóru, er átti Gissur hvíti, þeirra dóttir Vilborg, er átti Hjalti Skeggjason.

Annar son hans var Hróaldur, faðir Hrólfs hins yngra, er átti Þuríði Valþjófsdóttur, Örlygssonar hins gamla; þeirra börn voru þau Kjallakur að Lundi í Syðradal, faðir Kolls, föður Bergþórs. Annar var Sölvi í Geitlandi, faðir Þórðar í Reykjaholti, föður Sölva, föður Þórðar, föður Magnúss, föður Þórðar, föður Helgu, móður Guðnýjar, móður Sturlusona.

Þriðji son Hrólfs var Illugi hinn rauði, er fyrst bjó í Hraunsási; hann átti þá Sigríði, dóttur Þórarins hins illa, systur Músa-Bölverks. Þann bústað gaf Illugi Bölverki, en Illugi fór þá að búa á Hofstöðum í Reykjadal, því að Geitlendingar áttu að halda upp hofi því að helmingi við Tungu-Odd. Síðarst bjó Illugi að Hólmi innra á Akranesi, því að hann keypti við Hólm-Starra bæði löndum og konum og fé öllu. Þá fékk Illugi Jórunnar, dóttur Þormóðar Þjóstarssonar af Álftanesi, en Sigríður hengdi sig í hofinu, því að hún vildi eigi mannakaupið.

Hrólfur hinn yngri gaf Þorlaugu gyðju dóttur sína Oddi Ýrarsyni. Því réðst Hrólfur vestur til Ballarár og bjó þar lengi síðan og var kallaður Hrólfur að Ballará.

Kolufossar í Víðidal

  • HAH00795
  • Corporate body
  • 874-

Neðan við bæinn Kolugil rennur Víðidalsá niður í stórbrotið gljúfur sem er á annan kílómeter að lengd og allt að 40-50 metra djúpt. Áin fellur í Kolugljúfur í tveimur tilkomumiklum fossum er nefnast Kolufossar og eru kenndir við tröllkonuna Kolu. Laut í vestanverðu gljúfrinu, rétt við brúna var svefnstaður skessunnar og kallast Kolurúm. Góðar gönguleiðir eru meðfram gilinu sitthvoru megin, fara verður þó með varúð og hætta sér ekki of nærri gilinu. Þvergil lokar leið að vestanverðu svo ekki er hægt að ganga hringleið niður á Víðidalsbrúna.

Kolugil í Víðidal

  • HAH00809
  • Corporate body
  • 1394 -

Kolugils er fyrst getið í máldögum Pétur Nikulássonar biskups á Hólum frá 1394 og er jörðin þá komin í eigu Víðidalstungukirkju. Í máldaga kirkjunnar segir að kirkjubóndi eigi að taka
lýsis-, heytolla og tíund af Kolugili eins og öðrum kirkjujörðum.

Í máldaga kirkjunnar frá 1461 stendur að húsfrú Sólveig Þorleifsdóttir gefið kirkjunni jarðirnar Kolugil, Hávarðsstaði og Hrafnsstaði til fullrar eignar.
Sólveig er enn að sýsla með jörðina 1479 en þá gefur hún syni sínum Jóni Sigmundssyni Víðidalstungu í Víðidal með kirkjujörðum þar í dalnum, þar á meðal Kolugil. Fær hún í staðinn frá Jóni jörðina Flatatungu í Skagafirði.

Kolugil var að fornu 16 hundruð en með nýju jarðamati 1861 var það hækkað í 19,3 hundruð.
Í jarðabók frá 1706 segir „Munnmæli eru að í þessarar jarðar landi hafi til forna gerði verið, kallað Njálsstaðir. Enginn veit rök til þess og engin sjást til þess líkindi.“

Í þætti um eyðibýli í Húnaþingi segir að Njálsstaðir muni hafa verið nyrst í túninu á Hrappstöðum (Hrafnsstöðum) þar sem síðar stóðu fjárhús Hrappsstaðabænda (bls. 320).
Bærinn dregur nafn sitt af Kolugljúfri eða Kolugili sem er nokkuð niður frá bænum. Eftir því rennur Víðidalsá.

Kolugljúfur í Víðidal

  • HAH00624
  • Corporate body
  • (874)

Þegar ekið er fram Víðidal kemur maður að Kolugili sem stendur við Víðidalsá. Rétt neðan við bæinn rennur áin friðsæl niður í stórbrotið gljúfur sem heitir Kolugljúfur og þar eru fossar sem kenndir eru við tröllkonuna Kolu og heita Kolufossar.

Kolugljúfur er gljúfur Víðidalsár í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu, 1-2 km að lengd og nokkrir tugir metra á dýpt. Þar sem áin fellur niður í gljúfrið eru fossar sem heita Kolufossar.

Gljúfrin eru víðast hvar ógeng en þykja falleg og stórbrotin. Þau eru sögð kennd við tröllskessuna Kolu, sem sagt er að hafi grafið þau og átt þar síðan bústað. Bærinn Kolugil stendur við ána, rétt ofan við þar sem hún rennur ofan í gljúfrin, og ýmis örnefni tengd Kolu tröllkonu eru þar og í gljúfrunum.

Það er afar áhrifamikið að aka út á brúna yfir gljúfrið og sjá hina friðsælu á steypast fram í svo mikilfenglegum fossum. Sýn sem lætur engan ósnortinn.

Kór Blönduósskirkju (1945)

  • HAH10112
  • Corporate body
  • 26.06.1945

Sigurður Birkis söngmálastjóri boðaði til fundar þirðjudaginn 26. júní 1945, með söngfólki Blönduósskirkju, í þeim tilgangi að stofna félagsbundinn kirkjukór.
Var það samþykkt samhljóða og fyrsta stjórn kórsins er:
Kristinn Magnússon, gjaldkeri
Þuríður Sæmundsen, ritari
Margrét Jónsdóttir
Sigurgeir Magnússon
Karl Helgason, formaður
Stofnendur félagsins voru 18, þar af 16 virkir söngmenn. En organisti og söngstjóri var nýráðinn Þorsteinn Jónsson í stað Karls Helgasonar, er hafði verið með reglulegar æfingar síðastliðin 10 ár.

Kornsá í Vatnsdal

  • HAH00051
  • Corporate body
  • (1950)

Gamalt höfuðból og sýslumannssetur um skeið. Bærinn stendur á sléttri túngrund nokkuð neðan við Kornsána og dregur nafn af henni. Áin á upptök sín í Kornsárvatni suður af Víðidalsfjalli. Undirlendi jarðarinnar er mikið, sumt mjög votlent, en árbakkar þurrir, sléttir og grasgefnir. Hér bjó lengi Lárus Blöndal sýslumaður og seinna Björn Sigfússon alþingismaður um skeið. Íbúðarhús byggt 1885, 572 m3. Fjós fyrir 4 gripi. Fjárhús yfir 630 fjár. Hlöður 1608 m3. Tún 42,6 ha. Vélaskúr. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Kornsá.
Kornsá II. Nýbýli 3/10 úr jörðinni Kornsá. Húsið stendur í túninu spöl frá gamla húsinu. Fyrrum áttur jarðirnar svokallaðar Kornsárkvíslar, þe. land það, er liggur á milli Kornsár og Gljúfurár og náði fram og vestur í Bergárvatn. Nú liggur þetta land undir Þingeyrar. Oft flæða árnar, Vatnsdalsá og Kornsáin yfir undirlendið og bera frjóefni, en líka stundum leir og möl til skemmda. Merkileg vatnsuppspretta er rétt norðan við túnið og heitir Kattarauga, nú friðlýst. Íbúðarhús byggt 1958, 350 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 335 fjár. Hlöður 739 m3. Votheysgryfja 40 m3. Tún 21,1 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Kornsá.

Kotagil í Norðurárdal Skagafirði

  • HAH00231
  • Corporate body
  • (1950)

Kotá hefur smám saman sorfið út mikið gljúfur sem sker í sundur þykkan hraunlagastaflann. Hraunlög og millilög eru áberandi. Gljúfrið er hrikalegt og djúpt og innst í því er hár foss.
Sérstaklega er áhugavert að sjá í neðstu hraunlögunum (og jafnframt þeim elstu) holrúm eftir mikla trjáboli úr fornaldarskógi. Veðurfar á Íslandi var töluvert hlýrra þegar þessi tré uxu fyrir um 5 milljónum ára.

Á grasi grónum höfða niðri við Norðurá alllangt vestan við gilið er steinn sem álitin er úr sama lagi og þar sem holrúmin eru eftir trjábolina. Í gegnum stein þennan eru tvær fremur grannar rásir sem gætu verið eftir trjágreinar. Steinninn er píramídalaga og er um einn metri á hæð. Hann hefur fengið nafnið Skeljungssteinn og kemur hann fyrir í þjóðsögu. Lesa þjóðsögu.

För eftir trjáboli, svonefndar trjáholur, eru allvíða þekktar í tertíera basaltstaflanum, en hafa ekki verið kortlagðar kerfisbundið. Þegar hraun rann frá eldstöð yfir skógi vaxið land féllu trén um koll en stundum stóðu þau keik eftir. Hraunkvikan umlukti trjábolinn sem brann oftast upp til agna og skildi eftir sig trjáholu. Seinna hafa sumar slíkar holur fyllst þegar eldumbrot endurtóku sig nærri holunni og bergkvika náði að þrengja sér inn í farið eftir trjábolinn.
Einna þekktastur fundarstaður trjáhola er í Norðurárdal, þar sem heitir Kotagil og er vinsæll viðkomustaður ferðamanna á leið um Norðurland. Þegar staðið er á gömlu brúnni yfir gilið, má sjá ef vel er að gáð, nokkrar holur neðst í hraunlögum tertíera basaltstaflans.

Kotstrandarkirkja í Ölfusi

  • HAH00357
  • Corporate body
  • 14.11.1909 -

Kotstrandarkirkja er kirkja að Kotströnd í Ölfusi. Hún var byggð 1909 og vígð þann 14. nóvember eftir að ákveðið var að leggja niður kirkjurnar að Reykjum og Arnarbæli. Kotstrandarkirkja hefur verið útkirkja frá Hveragerði frá 1940 en þangað til sat presturinn að Arnarbæli og þjónaði Hjalla-, Selvogs- og Kotstrandarkirkju. Hvergerðingar sóttu kirkju að Kotströnd þar til þeirra kirkja var fullbúin.
Hún er úr járnklæddu timbri, um 85 m² og tekur 200 manns í sæti. Samúel Jónsson frá Hunkubökkum á Síðu var yfirsmiður. Gamla altaristaflan er úr Reykjakirkju og Örlygur Sigurðsson málaði málverkið af séra Ólafi Magnússyni.
Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Krabbameinsfélag Austur Húnavatnssýslu (1968)

  • HAH10125
  • Corporate body
  • 1968

Krabbameinsfélag Austur-Húnavatnssýslu var stofnað 2. nóvember 1968 og eru félagsmenn 200 talsins. Á hverju ári veitir félagið styrki til að létta undir með þeim sem greinst hafa með krabbamein. Formaður stjórnar félagsins er Sveinfríður Sigurpálsdóttir.
Stjórn kosin á aðalfundi 2. maí 2018

Formaður: Sveinfríður Sigurpálsdóttir, Brekkubyggð 11, 540 Blönduósi, S: 452 4528 og 862 4528, sveinfridur@simnet.is
Ritari: Kristín Rós Sigurðardóttir, Tindum, 541 Blönduósi
Gjaldkeri: Péturína L. Jakobsdóttir, Hólabraut 9, 545 Skagaströnd
Meðstjórnandi: Viktoría Erlendsdóttir, Árbraut 18, 540 Blönduósi
Meðstjórnandi: Margrét Einarsdóttir, Árbraut 12, 540 Blönduósi

Krákur á Sandi

  • HAH00358
  • Corporate body
  • (1950)

Krákur á Sandi (1167m; móberg), rétt sunnan Stórasands, er stór og fagur. Af honum er mikið útsýni á góðum degi, enda sést hann víða að. Krákshali með gígaröð gengur til norðurs frá honum. Þaðan er Krákshraun, fornt helluhraun, líklegast runnið.

Stórisandur er hæðótt og lítt gróið svæði í 700-800 m hæð yfir sjó norðan Langjökuls í Vestur-Húnavatnssýslu. Nánar tiltekið er hann milli Arnarvatnsheiðar og Kjalvegar norðan Seyðisár. Þarna eru jökulsorfin og víða stórgrýtt grágrýtishraun, sem eru þó víða greiðfær, enda liggur hinn forni Skagfirðingavegur um þau. Fjallvegafélagið lét ryðja þar braut og varða á árunum 1831-34. Grettishæð er áberandi strýta á Sandinum. Hún er e.t.v. Grettisþúfa, sem kunn er úr Grettissögu, þar sem Þorbjörn öngull er sagður hafa grafið höfuð Grettis. Einnig er til sögn um að Grettir hafi barizt þar við óvini sína.

Víða eru uppsprettur meðfram Stórasandi og vatnið fellu til norðurs til Vatnsdals- og Víðidalsár og einngi til suðurs í Fljótsdrög (Norðlingafljót). Krákur (1167m), norðan Langjökuls, er mesta fjallið við Stórasand.
Skagfirðingar stunduðu skreiðarferðir um Sand til 1890. Þeir litu til Mælifellshnjúks til að átta sig á færðinni um Sandinn. Þar má sjá stóra fönn, sem líkist hesti í lögun. Þegar hún var gengin í sundur um bógana var Sandurinn orðinn fær.

Kringla Torfalækjarhreppi

  • HAH00557
  • Corporate body
  • (1300)

Bærinn stendur skammt ofan við þjóðveginn undir víðáttumikilli bungu. Túnið er að mestu ræktað á mel og lyngmóum, en hið efra er landið mýrlendara og grasi vafið. Land Kringlu og Skinnastaða mætist á melunum miðja vegu á milli bæjanna, en suðurmörk eru við Þúfnalæk, sem er vinsæll tjaldstaður. Íbúðarhús byggt 1954, 403 m3. Fjós fyrir 8 gripi. Fjárhús yfir 460 fjár. Hlöður 925 m3. Tún 26,4 ha.

Kristófershús Blönduósi

  • HAH00113
  • Corporate body
  • 1907 -

Hús Karls Sæmundsen 1920. Kristófershús 1927 - Helgahús 1907 - Sumarliðahús.

Kristskirkja í Landakoti

  • HAH00397
  • Corporate body
  • 23.7.1929 -

Landakotskirkja, Basilíka Krists konungs eða Kristskirkja er dómkirkja, það er embættiskirkja biskups kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Kirkjan er í vesturbæ Reykjavíkur í Landakoti.

Nafn kirkjunnar, Dómkirkja Krists konungs, Landakoti, er til heiðurs Drottni allsherjar, Guð og manni, en sérstök hátíð Krists konungs var sett á stofn árið 1925 af Píusi XI. Kirkjuklukkurnar þrjár eru tileinkaðar Kristi konungi, heilagri Maríu og heilögum Jósef.

Fyrstu kaþólsku prestarnir sem komu til Íslands eftir siðaskiptin voru Frakkarnir Bernard Bernard og Jean-Baptiste Baudoin. Þeir keyptu jörðina Landakot í Reykjavík og bjuggu í bóndabænum. Þeir byggðu litla kapellu við bæinn árið 1864. Nokkrum árum seinna var lítil timburkirkja reist við Túngötu, nálægt prestsetrinu í Landakoti. Kirkja þessi var helguð heilögu hjarta Jesú.

Eftir fyrri heimstyrjöldina fóru kaþólskir á Íslandi að ræða um nauðsyn þess að byggja nýja og stærri kirkju fyrir hinn vaxandi söfnuð. Ákveðið var að reisa kirkju í nýgotneskum stíl og var arkitektinum Guðjóni Samúelssyni falið að teikna hana. Kirkjan var vígð 23. júlí 1929 og var þá stærsta kirkja landsins.

Landakotskirkja var byggð í gotneskum stíl og vígð 23. júlí 1929. Turn kirkjunnar var aldrei fullgerður. Vilhjálmur van Rossum, kardínáli og sérlegur sendimaður Píusar páfa XI, vígði hana og Guðjón Samúelsson teiknaði hana. Hún þykir brautryðjendaverk, því hún var byggð úr steinsteypu, sem var nýung í byggingu gotneskra mannvirkja.

Kirkjan er helguð og eignuð Jesú Kristi, eilífum Guði og konungi, undir vernd alsællar Guðsmóður Maríu meyjar, hins helga Jósefs, hins heilaga Jóns Holabiskups Ögmundssonar og Þorláks helga Skálholtsbiskups.

Píus páfi gaf til kirkjunnar nokkra fágæta muni og er tvo þeirra að sjá í kirkjunni. Yfir háaltarinu er stytta af Kristi, þar sem hann stendur á jarðarkringlunni. Þetta er frummyndin og er hún skorin út í sedrusvið. Ekki eru fleiri eintök til í heiminum, því listamaðurinn, Gampanya frá Barcelona, bannaði að afsteypa yrði gerð af henni. Þá er fremst í kirkjunni útskorin tafla, sem Píus páfi gaf kirkjunni árið 1936. Hún sýnir kaþólsku kirkjuna, hina almennu kirkju, kalla þjóðir heims saman og leiða þær, þar sem María mey heldur á syni sínum, Jesú, yfir hvolfþaki Péturskirkjunnar. Listaverkið var gert í borginni Bozen í Tíról og var sérstök gjöf til páfa, en í tíð hans efldist trúboðsstarf kirkjunnar.

Króksbjarg á Skaga

  • HAH00258
  • Corporate body
  • (1950)

Nokkru norðan við bæinn Hof á Skagaströnd hefjast 40-50 m há björg við sjóinn og ná þau út undir Kálfshamarsvík, um 10 km leið. Syðst heitir þar Króksbjarg, Skriðbjarg, Bjargabjörg og Bakkar nyrst. Nokkuð er af sjófugli í björgunum þó aðallega fýl.

Í nyrsta hluta Króksbjargs fellur Fossárfoss til sjávar.

Krókssel á Skaga

  • HAH00360
  • Corporate body
  • (1920)

Bærinn stendur við Heylæk skammt sunnan Fossár, en drjúgan spöl frá sjó, Þar er beitarland nærtækt og dágott.
Íbúðarhús byggt 1941 úr blönduðu efni 187 m3. Hlaða byggð 1948 úr asbesti 100 m3. Fjós byggt 1964 yfir 6 gripi úr asbesti. Fjárhús byggt 1950 úr asbesti fyrir 250 fjár. Votheysgeymsla byggð 1952 32 m3. Geymsla byggð 1958 úr asbesti 160 m3. Hlaða með súgþurrkun járnklædd 200 m3. Tún 16,6 ha.

Kúfustaðir í Svartárdal

  • HAH00695
  • Corporate body
  • [1500]

Kúfustaðir í Svartárdal eru vænni bæjarleið norðan Stafns. Þar er ekki íbúðarhús og bóndinn heimili sitt í Stafni. Nokkuð er þar harðlent og aðkreppt af Svartárdalsfjalli. Túnið ræktað á vallendisgrund og að nokkru uppgróinni skriðu. Flálendi gott er til fjalls. Fjárhús 270 fjár. Hlaða 458 m3. Tún 7 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Kúskerpi á Refasveit

  • HAH00214
  • Corporate body
  • 1935

Byggingar standa allhátt, kippkorn frá vegi á hólahjalla ofarlega í hallandi túni. Í landi Kúskerpis eru örnefni sem til þess bendir að þar hafi fyrrum verið skógur, Skógargötur, en örnefni kennd til skóga eru fátíð í hreppnum og raunar héraðinu öllu.
Íbúðarhús byggt 1935, viðbygging 1969 182 m3. Fjós fyrir 7 gripi, fjárhús fyrir 280 fjár, hesthús fyrir 12 hross. Vorheysgeymsla 80 m3. Tún 18,6 m3.

Kvenfélag Engihlíðarhrepps (1941-2001)

  • HAH10016
  • Corporate body
  • 1941-2001

Kvenfélag Engihlíðarhrepps var stofnað 10. desember 1941 og hét þá Heimilisiðnaðarfélag Engihlíðarhrepps. Það var þó ekki fyrsta félag sinnar gerðar í sveitarfélaginu. Arið 1913 eða 1914 var stofnað Iðnfélag Engihlíðarhrepps sem síðar nefndist Heimilisiðnaðarfélag Engihlíðarhrepps og starfaði til 1932. Iðnfélag Engihlíðarhrepps var merkilegt félag á sinni tíð. Stofnandi þess og formaður alla tíð, var Guðríður Líndal á Holtastöðum. Alltof lítið er reyndar vitað um starfsemi þess þar sem gjörðabækur félagsins glötuðust í eldi árið 1947, þegar gamli bærinn í Vatnahverfi brann. Heimilisiðnaðarfélag Engihlíðarhrepps var í nokkur ár eina kvenfélagið í sýslunni. Af þeim fáu heimildum sem til eru um félagið sést að það hélt uppi töluverðri starfsemi, og var þar mest áhersla lögð á fjölbreyttan heimilisiðnað og þá aðallega tóvinnu. I Hlín 1920 segir að 4. júli 1920 hafi verið haldin héraðssýning á Blönduósi, fyrir áeggjan Iðnfélags Engihlíðarhrepps, sem hefur lifandi áhuga á iðnaðarmálum og hefur haldið tvær smásýningar árin áður.

Kvenfélag Vatnsdæla (1927-)

  • HAH10052
  • Corporate body
  • 1927-

Kvenfélagið var stofnað 21.september 1927 að Hofi í Vatnsdal og voru félagar um 25 talsins. Fyrsta stjórn félagsins var skipuð þannig: Rannveig Stefánsdóttir Flögu, formaður, Theódóra Hallgrímsdóttir Hvammi, gjaldkeri og Kristín Vilhjálmsdóttir Blöndal Kötlustöðum, ritari. Hlaut félagið nafnið Kvenfélag Vatnsdæla og hét um nokkurra ára bil. Seinna var það skírt upp og hét þá Kvenfélagið Björk fram til ársins 1962 að aftur var skipt yfir í upprunalega nafnið, það er Kvenfélag Vatnsdæla og heitir svo enn í dag. Ekki hefur félagið verið formlega lagt niður en engin starfsemi hefur verið síðan árið 1998. Formenn hafa verið:
Rannveig Stefánsdóttir, Flögu
Helga Helgadóttir, Flögu
Theódóra Hallgrímsdóttir, Hvammi
Ágústína Grímsdóttir, Haukagili
Lilja Halldórsdóttir, Haukagili
Sesselja Svavarsdóttir, Saurbæ
Elín Sigurtryggvadóttir, Kornsá
Guðlaug Ólafsdóttir, Snæringsstöðum
Sóley Jónsdóttir, Haukagili
Sigrún Grímsdóttir, Saurbæ
Harpa Eggertsdóttir, Haukagili
Heiðursfélagar:
Péturína Jóhannssdóttir, Grímstungu
Margrét Björnsdóttir, Brúsastöðum
Sigurlaug Jónasdóttir, Ási
Rósa Ívarsdóttir, Marðarnúpi
Jakobína Þorsteinsdóttir, Vöglum
Ágústína Grímsdóttir, Haukagili

Kvenfélagið Hekla Skagabyggð (1927 - )

  • HAH10043
  • Corporate body
  • 1927 -

Kvenfélagið Hekla í Skagabyggð var stofnað 28. ágúst 1927 af 14 konum yst í gamla Vindhælishreppi. Það hefur í 90 ár starfað að ýmsum framfaramálum og lagt mörgum góðum málum lið. Félagið stóð m.a. fyrir kaupum á vefstólum, prjónavél og spunavél á fyrstu árum félagsins. Þá stóðu kvenfélagskonur fyrir merku átaki í vegagerð á Skaga á 4. áratug síðustu aldar og var því átaki reistur minnisvarði sem vígður var 2. júlí 1989. Líkt og önnur kvenfélög landsins voru helstu mál kvenfélagskvenna þá og eru enn, að styðja við þá sem minna mega sín, stuðla að ýmsum framfaramálum er snerta heimili og íbúa svæðisins sem og fjölbreyttar fjáraflanir og samkomur. Má þar nefna réttarkaffisölu, basara, jólaböll og jólahlaðborð.
Í ársbyrjun 2018 eru kvenfélagskonur 12 talsins. Félagsfundir eru haldnir nokkrum sinnum á ári. Starfsstöð kvenfélagsins er í félagsheimilinu Skagabúð. Helstu viðburðir í starfsemi félagsins eru hátíðarkaffi á þjóðhátíðardaginn, réttarkaffisala við Fossárrétt, jólabasar, jólahlaðborð og jólaball. Þá sjá félagskonur um ýmsa veitingasölu, s.s. erfidrykkjur, fundakaffi og matarveislur.

Kvenfélagið Vaka Blönduósi (1928)

  • HAH10053
  • Corporate body
  • 1928

Kvenfélagið Vaka var stofnað þann 8. janúar 1928 og voru stofnendur 12 talsins. Í fyrstu stjórn félagsins sátu þær Jóhanna Hemmert, formaður, Guðrún Jónsdóttir, gjaldkeri og Láretta Stefánsdóttir, ritari. Allt frá stofnun félagsins hefur það jafnan reynt að fylgja 1. lagagrein félagsins í því að vinna að líknar- og menningarmálum. Á fyrstu starfsárunum, kreppuárunum, voru ýmsir hjálpaþurfi og reyndi félagið að bæta hag þeirra eftir mætti. Þá var einnig reynt að styðja þá, sem urðu yfir sérstökum áföllum. Þá gerðist félagið einnig þátttakandi í framkvæmdum í byggðarlaginu, s.s. byggingu Héraðshælisins og síðar Félagsheimilisins. Snemma var hugað að fegrun og ræktun í þorpinu og hvamminum þar sem vinnu við ræktun var fyrst getið í gerðabókum 1936. Hvammurinn fékk snemma nafnið Kvenfélagsgarðurinn en á seinni árum var honum gefið nafnið Fagrihvammur. Það var von kvenfélagskvenna að hreppsbúar létu sér annt um garðinn og nytu þess næðis og gróðursældar sem þar var.

Kvennaskólinn á Blönduósi 1901-1974. Árbraut 31

  • HAH00115
  • Corporate body
  • 1901 - 1974

Byggður fyrst 1901 (eldra húsið). Vísast í afmælisrit skólans um byggingasögu þess. Yngra húsið er teiknað af Einar Ingiberg Erlendssyni 15. okt. 1883 - 24. maí 1968. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Byggingameistari í Skólastræti 5 b, Reykjavík 1930. Fyrsta steinsteypta húsið sem hann teiknar.

Kvennaskólinn á Hverabökkum

  • HAH0990
  • Corporate body
  • 1936-1956

Árný Filippusdóttir byggði húsið Hverabakka og rak þar kvennaskóla 1936-56.

Kvennaskólinn á Ytri-Ey

  • HAH00614
  • Corporate body
  • 1879 -1901

Kvennaskóli Húnvetninga, stofnaður árið 1879 á Ytri-Ey í Austur-Húnavatnssýslu. 1883 voru kvennaskólar Húnvetninga og Skagfirðinga sameinaðir og skóli settur á Ytriey, og var Elín Briem fyrir honum í tólf ár, eða til 1895.
Hinn nýi skóli var nefndur Kvennaskóli Húnvetninga og Skagfirðinga að Ytriey, en í daglegu tali Ytrieyjarskólinn eða Kvennaskólinn á Ytriey. Skólinn var að vísu sameign beggja sýslnanna, Skagfirðingar lögðu honum fé að jöfnu við Húnvetninga og skipuðu stjórn hans að hálfu. Þykir því hlýða að rekja sögu hans í fáum dráttum, unz að fullu og öllu slitnaði upp úr samkomulaginu með þykkju á báða bóga.

Kverkfjöll

  • HAH00690
  • Corporate body
  • (1950-)

Ástæða er til að vara ferðamenn við snöggum veðrabrigðum við Kverkfjöll og í grennd, þar sem þoka, stórviðri og sandbyljir geta skollið á fyrirvaralítið. Því er góður búnaður nauðsynlegur og ítrasta varúð á leið að íshelli og á jökul vegna hruns, jökulsprungna og dimmviðris. Brýnt er að hafa öll nauðsynleg hjálpartæki með á jökul, svo sem áttavita eða GPS-tæki, línur, brodda og sólgleraugu.

L Szacinski Ljósmyndastofa Carl Johansgade 20 Christiania (Osló)

  • HAH09279
  • Corporate body
  • 1867 - 1916

Hann fæddist í Suwalki í Pólandi 16.4.1844 - 8.7.1894
Hún fæddist í Christiania Noregi 16.9.1845 - 4.2.1922
Hulda Szaciński øket firmaets samling av medaljer og utmerkelser. Da hun deltok på Bergensutstillingen i 1898 averterte hun: «Grundlagt 1867. Medaljer i Wien 1873, Drammen 1873, Paris 1874, Filadelfia 1876, Kristiania 1883, Stockholm 1898». Hun fikk også medaljer i Bergen i 1898, i Paris i 1900 og i Christiania i 1905.

Lækjardalur á Refasveit [Efri og Neðri]

  • HAH00216
  • Corporate body
  • (1950)

Nyrstur bæja í Efribyggð. Bæjarhús stands sem næst í miðju láréttu túni. Bærinn er gamall úr timbri og torfi, með járnþaki. Peningahús úr sama efni. Jörðin er landlítil og nokkuð stór hluti hennar uppblásnir melar, sem ná til sjávar í vestri, en við Laxá í norðri. Á melasvæði þessu alllangur og djúpur dalur sem ekki sést fyrr en að er komið og er hann allgróinn, skjólsæll og haggóður. Af dal þessum munu lækjardalsbæirnir draga nöfn sín. Býlið fór í eyði 1974. Íbúðarhús úr blönduðu efni. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús fyrir 150 fjár. Hesthús fyrir 12 hross. Hlöður 150 m3. Votheysgeymsla 25 m3. Tún 10 ha. Veiðiréttur í Ytri-Laxá.

Jörðin var í eigu Árna Jónssonar á Sölvabakka og Friðgeirs Kemp í Efri-Lækjardal 1975, að jöfnu.

Lækjarhlíð í Svartárdal

  • HAH00376
  • Corporate body
  • 1979-

Áður en girt var utanum safnið í Lækjarhlíð 1979 var féð passað af nokkrum mönnum. Sáu Lýtingar aðallega um það. Voru það fremur erilsöm og illa þökkuð skil. Allir þeir sem í göngum höfðu verið voru skyldugir að hjálpa til við yfirreksturinn. Var oftast farið að reka féð úr hlíðinni um klukkan sex að kvöldi. Á þeim tíma sem féð var flest tók yfirreksturinn langan tíma.

Sama haustið og slysið varð við Stafnsrétt 1976 var sett upp færanleg brú á hjólum. Síðan hún kom er yfirrekstur fjárins allur annar og auðveldari. Þegar safnið var komið í nátthagann var það á ábyrgð vökumanns þar til dráttur hófst að morgni.

Var svo lengi mælt fyrir í fjallskilaseðlum að dráttur skyldi hefjast er markljóst var orðið. Hinn fyrri Stafnsréttardagur er nú að kvöldi kominn. Við höfum séð safnið steypast ofanaf dalbrúninni við Fossa, séð alla fjárbreiðuna í Lækjarhlíðinni og fylgst með stóðdrætti. Allt stórkostlegt sjónarspil.

Læknabústaðurinn Aðalgata 5 Blönduósi

  • HAH00081
  • Corporate body
  • 1903 -

Húsið var byggt sem læknisbústaður af Júlíusi Halldórssyni héraðslækni árið 1903. En 1906 tekur við af honum Jón Jónsson (Jón pína). Hann lét af störfum 1922 og kaupir sýslunefnd AusturHúnavatnssýslu húseignir hans við Aðalgötu og fleiri eignir, eins og sagt er frá í inngangi, í því skyni að hýsa þar læknisbústað héraðsins með hæfilegum viðbyggingum og sjúkrahús. Gegndi húsið því hlutverki fyrir Blönduóshérað til 1955, þegar starfsemin var flutt í Héraðsheimilið. Lyfjabúð var um árabil í kjallara hússins. Á tímabili eftir 1955 var það nýtt sem skrifstofuhúsnæði á vegum Húnfjörðs hf. Skáksamband Íslands var stofnað í því 1925. Húsið er nú nýtt til íbúðar, og skilgreint sem parhús í fasteignamati.

Hinn hluti parhússins er Aðalgata 7 (gamli spítalinn). En húsin standa á sameiginlegri lóð.

Lágafell Blönduósi

  • HAH00116
  • Corporate body
  • 1878

Lágafell - Bræðslubúð 1878 - Kristjanía 1916. Konkordíuhús 1933. Lágafell var byggt á grunni Kristjaníu.
Upphaflega var Bræðslubúð í eigu Hólanesverslunar líkt og Hillebrantshúsið. Jóhann Möller kaupir svo bæði húsin 1882 þegar Hólanesverslun hætti starfsem hér.
Húsin standa/stóðu á lóð þeirri sem Bryde fékk útmælda 1876 30 x 30 faðmar [2511 m2].

Lagarfljót - Lögurinn

  • HAH00361
  • Corporate body
  • (1950)

Lagarfljót er jökulá sem fellur um Fljótsdalshérað. Frá upptökum þess undan Eyjabakkajökli og niður í Fljótsdal nefnist fljótið Jökulsá í Fljótsdal en þar tekur við stöðuvatn sem stundum er nefnt Lögurinn. Vatnið er 35 km langt, þekur 53 km², og er dýpi þess allt að 112 metrar. Vatnið telst þriðja stærsta og sjötta dýpsta stöðuvatn Íslands. Ósar Lagarfljóts eru við Héraðsflóa og hefur fljótið þar fallið um 140 km langa leið frá upptökum sínum. Lagarfljót er sjötta lengsta á Íslands. Helstu þverár Lagarfljóts eru Kelduá, Grímsá og Eyvindará. Samkvæmt þjóðsögum lifir vatnaskrímslið Lagarfljótsormurinn í fljótinu.
Við Lagarfljót standa meðal annars Egilsstaðir, Fellabær, Hallormsstaður og Eiðar. Hringvegurinn liggur yfir Lagarfljót við Egilsstaði um 301 metra langa brú. Var þessi brú sú lengsta á Íslandi frá því hún var byggð[1] árið 1958 og fram til ársins 1973.
Fljótið er stíflað á tveimur stöðum til raforkuframleiðslu. Fyrst neðan Eyjabakkafoss með 38 metra hárri stíflu sem nefnist Ufsarstífla og er hluti Kárahnjúkavirkjunar og einnig neðar við Lagarfossvirkjun. Með Kárahnjúkavirkjun var rennsli Jökulsár á Brú einnig að mestu veitt yfir í Jökulsá í Fljótsdal sem hefur haft mikil áhrif á rennsli, grugg og hitastig í Lagarfljóti.

Árni Böðvarsson, íslenskufræðingur, skrifaði í handbók sinni, Íslenskt málfar, um heitið Löginn, sem sumir nota yfir Lagarfljót. Í bókinni telur hann styttingu þessa vera verk aðkomufólks og einkum hafða um þann hluta þess sem mest líkist stöðuvatni. Hann vitnar þar í bréf Jóns Þórarinssonar tónskálds sem hann skrifar 23. júní 1987. Jón bætti við í bréfinu:
Þessi nafngift er alveg úr lausu lofti gripin og á sér að ég ætla enga stoð í rituðu máli fornu né í málvenju heimamanna.

Landakirkja Vestmannaeyjum (1774)

  • Corporate body
  • 1774 -

Smíði kirkjunnar hófst árið 1774 en talið er að henni hafi ekki lokið að fullu fyrr en 1780. Þá voru íbúar í Eyjum um 200. Þjónaði hún báðum kirkjusóknunum uns sameinaðar voru árið 1837 í prestskapartíð séra Jóns Austmanns að Ofanleiti en hann þjónaði Vestmannaeyjum 1827 til 1858.
Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á Landakirkju í aldanna rás. Upphaflega var hún turnlaus, sneitt af burstum og engin forkirkja, látlaus og einföld í sniðum, laus við tískuprjál rokokkó-stílsins sem þá var ríkjandi byggingarstíll. Fyrir vesturgafli var sett upp klukknaport en þar voru höfuðdyr. Auk þeirra voru dyr á norðurhlið í kór.

Þrennar breytingar eru veigamestar, einkum þær, sem gerðar voru á dögum Kohls sýslumanns (1853-1860). Var þá reistur turn á kirkjuna og klukkurnar fluttar þangað. Predikunarstóll stóð hægra megin í kórdyrum en var fluttur yfir altarið og er það fátítt hérlendis. Skilrúm með útskornum myndum af postulunum tólf, sem var milli kórs og kirkju, var fjarlægt og svalir settar fyrir vesturenda og fram með langveggjum og ýmsar aðrar breytingar gerðar. Nokkru áður, um 1820, hafði farið fram umfangsmikil og dýr viðgerð á timburverki kirkjunnar.

Árið 1903 stóð Magnús Ísleifsson trésmíðameistari fyrir allmikilli viðgerð á kirkjunni. Voru gluggar stækkaðir niður, dyr á norðurhlið í kór voru teknar af og reist forkirkja úr timbri. Hvelfingu, blámálaðri með gylltum stjörnum, var breytt, svalir breikkaðar um helming og söngpallur stækkaður að mun.

Þriðja veigamesta breytingin var gerð á árunum 1955-1959. Reist var ný forkirkja og turn og jafnframt sæti og gólf endurnýjað. Var kirkjan endurvígð eftir þá breytingu 4. október 1959. Teikningar gerði Ólafur Á. Kristjánsson bæjarstjóri.

Árið 1978 var sett eirþak á Landakirkju. Þá voru pottgluggar frá því um aldamót teknir úr kirkjunni og nýir harðviðargluggar með tvöföldu gleri settir í staðinn. Á aðalsafnaðarfundi 6. september 1987 var samþykkt að hafist yrði handa við að koma upp safnaðarheimili á kirkjulóðinni. Fyrsta skóflustunga að byggingunni var tekin 1. maí 1988 og safnaðarheimilið vígt 17. júní 1990 í tengslum við 210 ára afmæli Landakirkju. Páll Zóphóníasson teiknaði safnaðarheimilið. Frá siðaskiptum hafa 38 prestar gegnt prestsþjónustu í Vestmannaeyjum. Árið 1924 fannst skammt frá Kirkjubæ legsteinn sr. Jóns Þorsteinssonar píslarvotts sem Tyrkir vógu 1627. Er steinninn varðveittur í Þjóðminjasafni. Eftirlíkingu steinsins, sem var yfir moldum sr. Jóns, varð naumlega bjargað undan jarðeldunum 1973. Árið 1977, á 350. ártíð sr. Jóns, var steinninn reistur aftur í Eldfellshrauni á þeim stað þar sem áður var Kirkjubær. Landakirkja er þriðja elsta steinkirkja landsins, næst á eftir Hóladómkirkju í Hjaltadal, sem fullgerð var 1763, og Viðeyjarkirkju frá 1774.

Landakotskirkja Reykjavík (1929)

  • Corporate body
  • 23.6.1929 -

Árið 1859 komu fyrstu kaþólsku prestarnir hingað til lands eftir siðaskiptin. Það voru þeir Bernard Bernard og Jean-Baptiste Baudoin og keyptu þeir jörðina Landakot við Reykjavík og settust þar að. Faðir Baudoin reisti litla kapellu við þetta hús 1864. Hún var síðar leyst af hólmi af timburkirkju við Túngötu, nálægt prestsetrinu. Þessi kirkja var helguð heilögu hjarta Jesú.

Eftir fyrri heimsstyrjöldina hófu Montfortprestar, sem höfðu tekið við trúboðinu í Íslandi árið 1903, að leggja drög að byggingu nýrrar kirkju. Ýmsar teikningar voru gerðar en loks var ákveðið að smíða kirkju í nýgotneskum stíl. Hornsteinninn var lagður 1927. Árið 1929 var kirkjan fullreist.

Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, var falið að teikna kirkjuna. Sameinaði hann í teikningum sínum gotneskan stíl við séríslensk einkenni, og má einkum greina það í ytri burðarsúlum kirkjunnar, sem minna á stuðlaberg í fjallshlíð. „Landakotskirkja sýnir að enn má yrkja í stein, og að Íslendingar hafa nokkuð fram að leggja í þeirri grein hinna fögru lista,“ sagði Jónas Jónsson frá Hriflu í grein í jólablaði Tímans árið 1927. Jens Eyjólfsson, byggingameistari bæjarins, sá um að reisa kirkjuna. Breyttist hún nokkuð í meðförum hans, og var til dæmis hætt við að reisa turnspíru ofan á turn kirkjunnar.

Lengi var hún stærsta kirkja landsins. Kirkjan var vígð þann 23. júlí 1929. Það gerði sérstakur sendimaður Píusar XI, William kardínáli van Rossum CssR, yfirmaður stjórnardeildar Páfagarðs "De Propaganda Fide". Kardínálinn kom til Íslands til að lýsa yfir stofnun postullegrar trúboðskirkju á Íslandi og til að vígja til biskups postullegan stjórnanda hennar, Martein Meulenberg.

Athöfnin hófst klukkan hálfníu um morguninn á því að Willem van Rossum kardínáli, og einn helsti hvatamaður að hinni nýju kirkju, gekk til gömlu kirkjunnar, og var þar haldin stutt messa. Að því loknu voru helgir dómar kirkjunnar bornir úr gömlu kirkjunni og yfir í þá nýju. Meulenberg, sem nú var prefekt kirkjunnar, gekk með helgidómana einn hring í kringum kirkjuna og fylgdi skrúðfylking á eftir. Þegar inn í hina nýju kirkju var komið var altarið vígt.

Í kjölfarið fylgdu ýmsar helgiathafnir sem kardínálinn v. Rossum framkvæmdi, ásamt prestum kirkjunnar og fylgdarliði sínu. Að vígslu lokinni var haldin messa. Messugerðinni lauk á því að kardínálinn söng Te Deum úr hásæti sínu, en söfnuður og aðkomufólk stóð upp. „Gengu klerkar síðan með kórdrengjum fyrir í skrúðgöngu úr kirkjunni.“

Dómkirkjan ber nafn Krists konungs í heiðursskyni við Krist, Drottin alheimsins. Kirkjan er undir verndarvæng hinnar sælu Maríu meyjar Guðsmóður, sankti Jósefs og tveggja helgra, íslenskra manna, Jóns Ögmundarsonar og Þorláks Þórhallssonar. Kirkjuklukkurnar þrjár eru tileinkaðar Kristi konungi, Maríu mey og heilögum Jósef.

Árið 1956 var sett upp orgel í kirkjunni sem smíðað var hjá Fröbenius-smiðjunni í Kaupmannahöfn. Kirkjan og orgelið hafa verið endurnýjuð nokkrum sinnum, síðast 1999-2000.

Á hægri hlið við innganginn í kirkjuna stendur tréstytta frá miðöldum af Maríu mey með barninu. Talið er að hún sé frá 14. öld. Líklega var hún í sveitakirkju á árum áður en eftir siðaskiptin tók bóndinn á Reykhólum hana í hús sitt. Hún var gefin Landakotskirkju árið 1926 og þar er hún tignuð sem „Reykhóla-María“. Jóhannes Páll páfi II krýndi styttuna þegar hann heimsótti Ísland í júní 1989.

Í tilefni af hátíðinni „Kristni í 1000 ára á Íslandi“ var dómkirkjan heiðruð og fengin nafnbótin „basilika“, hin eina í löndum Norður-Evrópu. Hinn 1. júlí 2000 lýsti Edward Idris Cassidy kardínáli þessari nafngjöf yfir við hátíðlega messu í dómkirkjunni.

Til hægri fyrir dyrum úti er brjóstmynd af Marteini Meulenberg biskupi (1872-1941) en hann stóð fyrir byggingu kirkjunnar. Hann var fyrsti kaþólski biskupinn á Íslandi eftir siðaskiptin.

Til vinstri við kirkjuna var þann 17. september 2000 afhjúpuð stytta af konu og nefndist hún „Köllun“. Hana gerði listakonan Steinunn Þórarinsdóttir til minningar um mannúðarstörf Jósefssystra sem störfuðu á Íslandi í meira en eina öld.

Landmannalaugar

  • HAH00362
  • Corporate body
  • (1950)

Landmannalaugar er íslensk laug og vinsæll ferðamannastaður á Fjallabaksleið nyrðri austur af Heklu. Vegur þangað er aðeins fær að sumarlagi. Mikill jarðhiti er í Landmannalaugum og vinsæl náttúruböð. Jarðhitinn tengist einu mesta háhitasvæði landsins, Torfajökulssvæðinu. Landmannalaugar eru rómaðar fyrir náttúrufegurð og litríkt berg, þar er mikið um líparít og líparíthraun, hrafntinnu o. fl. Vinsæl gönguleið Laugavegurinn liggur milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Vanalegt er að ganga þá leið á fjórum dögum en stundum er bætt við ferð allt til Skóga yfir Fimmvörðuháls milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls.

Úfið hraun í Landmannalaugum
Ferðafélag Íslands rekur skála í Landmannalaugum og þar er skálavörður að sumri. Ferðafélagið reisti fyrst sæluhús í Landmannalaugum árið 1951 en núverandi hús er að stofni til frá 1969. Það stendur í um 600 metra hæð við jaðar Laugahrauns og þar nálægt eru heitar uppsprettur sem vinsælar eru til baða.
Skálar eru á þessum stöðum leiðinni milli Landmannalauga og Skóga:
Álftavatn
Botnar í Emstrum
Fimmvörðuháls
Hrafntinnusker
Hvanngil
Þórsmörk

Landsendahvammur

  • HAH00363
  • Corporate body
  • (1950)

Blöndugil
Best er að ganga gilið frá suðri til norðurs. Farið er að gilinu við haug þann er Þramarhaugur er nefndur. Fyrst er komið að Landsenda og Landsendahvammi, en þar eru tölverðar leifar af birkiskógi. Síðan er gengið með Gilinu til norðurs.

Landsvirkjun (1965)

  • HAH10069
  • Corporate body
  • 1965

Stofnun Landsvirkjunar þann 1. júlí árið 1965 má rekja til þess að íslensk stjórnvöld höfðu hug á að nýta orkulindir landsins betur með því að draga að erlenda fjárfesta í orkufrekan iðnað innanlands. Snemma á sjöunda áratug 20. aldar kom fram áhugi hjá svissneska álframleiðandanum Alusuisse á að byggja álver á Íslandi. Landsvirkjun var þá stofnuð í þeim tilgangi að byggja og reka raforkuver sem gætu selt raforku til stóriðju og séð almennum markaði fyrir raforku á hagkvæmu verði.
Fram að þeim tíma hafði rafvæðing á Íslandi verið rekin af ríki og sveitarfélögum og stóð rekstur veitufyrirtækja ekki undir nýframkvæmdum í orkumálum.

Langadalsfjall

  • HAH00782
  • Corporate body
  • 874 -

Langadalsfjall er fjall í Austur-Húnavatnssýslu og liggur austan við endilangan Langadal, en austan við fjallið er svo eyðidalurinn Laxárdalur fremri.

Fjallið nær frá mynni Laxárdals í norðri suður að mynni Svartárdals við Bólstaðarhlíð og er um 25 km á lengd og 700-800 m hátt víðast hvar, en í það eru þrjú djúp skörð á milli dalanna. Ýmsir hlutar fjallsins heita svo sérstökum nöfnum eftir bæjum sem undir því standa, svo sem Bólstaðarhlíðarfjall og Holtastaðafjall upp af Holtastöðum.

Langidalur

  • HAH00364
  • Corporate body
  • (1950)

Langidalur er dalur í Austur-Húnavatnssýslu og liggur frá Refasveit við Blönduós til suðausturs inn að mótum Blöndudals og Svartárdals. Raunar er það aðeins austurhluti dalsins, austan við Blöndu, sem kallast Langidalur, nafnið er ekki notað um svæðið vestan árinnar, að minnsta kosti ekki af heimamönnum.
Meðfram dalnum endilöngum er Langadalsfjall, um 25 km á lengd og 700-800 m hátt víðast hvar, en í það eru þrjú djúp skörð yfir í Laxárdal fremri, eyðidal austan fjallsins. Langidalur er grösugur og búsældarlegur og þar er fjöldi bæja. Kirkja sveitarinnar er á landnámsjörðinni Holtastöðum en af öðrum höfuðbólum má nefna Geitaskarð og Móberg.

Langiskúr 1891 - íbúðarhús 1911

  • HAH00662
  • Corporate body
  • 1891 -

Skúrinn lét Jóhann Möller byggja 1891, til suðurs frá austurenda Möllerspakkhúss (Hillebrantshúss). Þar var upphaflega fiskverkun og saltgeymsla. Skúrinn komst í eigu Jóns Benediktssonar á Húnsstöðum og Guðmundar Guðmundssonar á Torfalæk en síðar Jóns sonar hans. Þeir eignuðust skúrinn þegar Óli Möller fór á hausinn, höfðu gengið í ábyrgð fyrir hann. Íbúðarhús 1910.

Langjökull

  • HAH00879
  • Corporate body
  • 874 -

Langjökull er annar stærsti jökull Íslands, um 950 km² að stærð og hæsti punktur hans í 1.355 m hæð.

Jökullinn er vestan við Hofsjökul á miðhálendi Íslands. Er hann talinn þekja tvær eldstöðvar. Hallmundarhraun rann um árið 900 frá eldvörpum við norðvesturbrún Langjökuls og alla leið til byggða í Hvítársíðu eða um 50 kílómetra leið.

Austan undir jöklinum er jökullónið Hvítárvatn en það er upphaf Hvítár.

Laufás Grýtubakkahreppi í Eyjafirði

  • HAH00843
  • Corporate body
  • um1860

Laufás kemur við sögu skömmu eftir að Ísland byggðist og þar hefur staðið kirkja frá fyrstu kristni. Í katólskum sið var hún helguð Pétri postula. Prestssetur hefur verið í Laufási frá fyrstu kristni og er enn. Síðasti presturinn sem bjó í gamla bænum, séra Þorvaður Þormar, flutti árið 1936 í nýtt prestssetur og þar bjuggu Laufássprestar fram til ársins 2000.
Sú kirkja sem nú stendur í Laufási var byggð 1865. Meðal merkra gripa í eigu kirkjunnar er predikunarstóll sem ber ártalið 1698. Við austurgafl kirkjunnar stendur eitt elsta reynitré landsins frá 1855.

Torfbærinn í Laufási er gott dæmi um húsakynni á auðugu prestssetri á síðari hluta 19. aldar, en hann á sér óslitna byggingasögu allt aftur á miðaldir. Munirnir sem eru í bænum nú eru flestir frá nágrannabæjunum en nokkrir eru þó frá Laufási. Minjasafnið á Akureyri sér um starfsemina í bænum.

Búsetu í Laufási má rekja allt aftur til heiðni en í elsta hluta gamla bæjarins sem nú stendur er talið að séu viðir allt frá 16. og 17. öld. Bærinn var endurbyggður af mikilli reisn í tíð séra Björns Halldórssonar sem sat staðinn árin 1853-1882. Laufásbærinn er stílhreinn burstabær, dæmigerður fyrir íslenska bæjagerð þess tíma, en þó allmiklu stærri. Algengt var að tuttugu til þrjátíu manns væru til heimilis í Laufási, því margt vinnufólk þurfti til að nytja þessa gróðursælu kostajörð en henni fylgdu mikil hlunnindi.

Laufásbærinn er í dag búinn húsmunum og áhöldum líkast því sem tíðkaðist í kringum aldamótin 1900.

Laufáskirkja Grýtubakkahrepp Þing

  • HAH00857
  • Corporate body
  • 1865 -

Laufáskirkja er í Laufásprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi. Staðurinn Laufás kemur fljótt við sögu eftir að land byggðist. Kirkjur hafa staðið þar frá fyrstu kristni og voru helgaðar Pétri postula í katólskum sið.

Núverandi kirkja var byggð 1865, 62 m², og rúmar 110 manns í sæti. Yfirsmiður var Tryggi Gunnarsson (Hallgilsstaðir, S.-Þing.) og verkstjóri og aðalsmiður Jóhann Bessason, bóndi að Skarði í Dalsmynni.

Meðal merkra gripa kirkjunnar er prédikunarstóllinn, sem ber ártalið 1698. Á honum eru útskornar myndir guðspjallamannanna fjögurra og Kristur konungur fyrir miðju með ríkiseplið í vinstri hendi. Fangamark sera Geirs Markússonar, sem var prestur í Laufási á þessum tíma, er efst á stólnum.

Tryggvi Gunnarsson gróðursetti reynivið, sem stendur við austurgafl kirkjunnar á leiði foreldra sinna. Séra Björn Halldórsson var aðalhvatamaður byggingar kirkjunnar 1865. Hann lét einnig byggja upp bæinn á árunum 1866-1870.

Laugar í Reykjadal

  • HAH00367
  • Corporate body
  • (1950)

Laugar í Reykjadal er þéttbýliskjarni í Þingeyjarsveit á Norðurlandi eystra. Þar er stjórnsýsla Þingeyjarsveitar og þar er aðalútibú Sparisjóður Suður-Þingeyinga. Á Laugum starfar fiskvinnslufyrirtækið Laugafiskur og hefur lengi verið rekin verslun. Íbúar voru 128 árið 2015.

Á Laugum starfa 4 skólar, leikskólinn Krílabær, Litlulaugaskóli sem er grunnskóli, Framhaldsskólinn á Laugum og Tónlistarskólinn á Laugum.

Á Laugum er glæsileg 25 m laug með tveimur rúmgóðum heitum pottum og vaðlaug. Sundlaugin er í sama húsnæði og íþróttahöllin.

Frá upphafi skólahalds á Laugum árið 1925 hafa um 7000 manns stundað nám, fyrst í lýðsskóla, síðan alþýðuskóla, þá héraðsskóla og loks í Framhaldsskólanum á Laugum eins og hann heitir nú. Framhaldsskólinn á Laugum er heimavistarskóli og þangað koma nemendur alls staðar að af landinu.
Tildrög stofnunar Laugaskóla má rekja til hinnar svokölluðu Þingeysku menningarbyltingar sem stóð frá sjöunda áratug 19. aldar til þriðja áratugs 20. aldar, en þá var skólinn stofnaður. Segja má að forverar skólans hafi verið fjórir. Fyrstur var stofnaður Hléskógaskóli en hann starfaði ekki lengi og kenndu margir slæmri staðsetningu um. Seinna var skólahúsið fært að Ljósavatni og var þá stofnaður Ljósavatnsskóli og starfaði hann í 11 ár. Unglingaskólinn á Breiðumýri var svo stofnaður árið 1918 og Lýðsskólinn á Laugum var arftaki hans.
Á fundi hjá Sambandi Þingeyskra ungmennafélaga (síðar HSÞ), 24. apríl 1915, var samþykkt tillaga þess efnis að allar deildir sambandsins innu að stofnun héraðsskóla. Í framhaldi af því var farið að huga að stað fyrir skólann. Upphaflega var horft til Grenjaðarstaðar, en á endanum var ákveðið að hinn nýi skóli skyldi rísa á Laugum í Reykjadal. Á Laugum var nægilegt heitt vatn og Sigurjón Friðjónsson á Litlu-Laugum gaf land undir skólann. Var Arnór Friðjónsson, sonur Sigurjóns, fyrsti skólastjóri þess skóla.
Skólinn er nú með heimavistir fyrir 150 nemendur.

Laugarnes Reykjavík

  • HAH00398
  • Corporate body
  • (1950)

Laugarnes er landsvæði í Reykjavík sem telst til Laugardalsins. Fyrstu heimildir um Laugarnes koma fyrir í Njálu. Þórarinn ragabróðir, sem átti og bjó í Laugarnesi, var bróðir Glúms, annars manns Hallgerðar langbrókar, en eftir víg Glúms skiptu þau á jörðum og varð Hallgerður þá eigandi að Laugarnesi. Þar bjó hún síðustu æviár sín og segir Njála að hún sé grafin þar.

Laurits Olsen & Co Atelier ljósmyndastofa Östergade 13 Kjöbenhavn

  • HAH07075
  • Corporate body
  • 10.8.1872 - 9.5.1955

Ljósmyndari þar á einhverjum tíma Lauritz Olsen (10.8.1872 - 9.5.1955), leikari, kvikmyndaframleiðandi og bókbindari, gæti verið skyldmenni.
Laurits Olsen & Co Atelier Östergade 13 Kjöbenhavn. Authority record; Laurits Olsen & Co Atelier Östergade 13 Kjöbenhavn ...
Gæti verið bróðir Ludwig Olsen (1870) ljósmyndara á sama stað um1885

Laxá í Aðaldal

  • HAH00926
  • Corporate body
  • 874 -

Laxá í Aðaldal er klárlega ein þekktasta laxveiðiá landsins. Laxá skiptist í nokkur svæði en þekktasta svæðið, það vinsælasta og líklega það besta, hefur verið nefnd Nesveiðar einu nafni. Á hverju sumri veiðist fjöldinn allur af stórlöxum á svæðinu, löxum um og yfir 20 pundin. Síðasta sumar, sumarið 2013, veiddust 2 stærstu laxar ársins hér á landi, á Nessvæðinu. Veitt er á 8 stangir á svæðinu og leyfilegt agn er fluga.

Aðaldalurinn og umhverfið þar í kring, er eitt fallegast svæði landsins og er óhætt að fullyrða að upplifi veiðimaður það að glíma við stórlax í Laxá í Aðaldal, þá verður það upplifun sem aldrei mun gleymast.

Laxá í Kjós

  • Corporate body
  • 874 -

Laxá í Kjós er ein af þekktustu og gjöfulustu laxveiðiám Íslands. Hún á upptök sín í Stíflisdalsvatni, 178 m. yfir sjó, og rennur þaðan niður Kjósina um 20 km. veg, til sjávar í Laxárvogi. Laxgeng er hún að Þórufossi, skammt neðan Stíflisdalsvatns. Rúmlega 1 km. frá sjó fellur þveráin Bugða í Laxána frá suðri. Hún kemur úr Meðalfellsvatni og gengur lax upp í það í nokkrum mæli. Heildar vatnasvið Laxár er rétt tæpir 300 ferkm. Umhverfi árinnar er bæði fjölbreytt og fagurt. Eins er áin sjálf mjög breytileg ásýndum, rennur ýmist með stríðum straumi í djúpum gljúfrum eða liðast um grasigróið sléttlendi, lygn og rólyndisleg. Nokkuð er um fallega fossa. Gott aðgengi er að svo til öllum veiðistöðum, en þeir eru taldir vera yfir 90.
Meðalveiði í Laxánni árin 1974 til 2008 er 1269 laxar, mest 3422 árið 1988 en minnst 629 árið 1996. Auk laxins er oft nokkur sjóbirtingsveiði í ánni neðanverðri og er hún helst stunduð á vorin fyrir laxveiðitímann.

Laxaklak á Íslandi var reynt í Laxá árið 1884. Frumkvæði að þeirri tilraun átti Þorkell Bjarnason prestur á Reynivöllum en hann fékk hingað norræna fiskifræðinga og var kössum sem vatn gat runnið í gegnum komið fyrir í Laxá og í kassana settar 13 hrygnur og 18 hængar.

Laxá í Refasveit (Ytri Laxá)

  • HAH00368
  • Corporate body
  • 874 -

Á skaganum milli Skagafjarðar og Húnaflóa eru 3 ár, er allar heita Laxá: Laxá í Laxárdal ytri, Laxá í Nesjum og Laxá í Laxárdal fremri [Ytri-Laxá / Laxá í Refasveit]. Þær eru allar smáar, einkum Laxá í Nesjum.
Laxá á Refasveit á upptök sín í Kattaraugum sem er uppspretta á milli Refsstaða og Litla-Vatnsskarðs á Laxárdal fram. Hún rennur þaðan eftir endilöngum Laxárdal, fyrir mynni Norðurárdals, og á mörkum Refasveitar og Skagastrandar til sjávar milli Höskuldsstaða og Neðri-Lækjardals í Ósvík og hefur um tíma verið samósa Blöndu í upphafi áður en en vatnið sprengdi haftið við Breiðavað og myndaði nýjan farveg. Þá hefur árfarvegurinn legið um vötnin og í Ósvík og sjást þar merki ósa hennar þegar miklu gili sleppir. Hylir í ánni niður við ósa eru; Kistan og Hjónahylur / Bríkarhylur
“Sýsluvegur Engihlíðarlirepps liggur frá brúnni á Blöndu út Refasveitina, hjá Grund, Blöndubakka, Bakkakoti, fyrir vestan Svangrund, út hjá Sölvabakka, fyrir utan Langavatn, út hjá Neðri-Lækjardal og að brúnni á Ytri-Laxá.” [1913].
Brú á Ytri Laxá við Skrapatungu var byggð 1955.

Laxabrekka í Torfalækjarhreppi

  • HAH00699
  • Corporate body
  • 1965 -

Nýbýli stofnað við skiptingu Sauðaness í fjóra hluta. Lítið timburhús byggt 1965 77 m3, notað sem sumarhús. Stendur það nokkru ofar en bærinn Röðull. Veiðiréttur í Laxá á Ásum og Laxárvatni. Landi er nytjað af Hauki á Röðli.

Laxárbrúin á Refasveit

  • HAH00368
  • Corporate body
  • 1928 -

Laxárbrú.
Endurbyggingu hennar var lokið 1974.
Elsta brúin á Laxá, var á hlaupinu fyrir ofan gljúfrin í Laxá. Miðbrúin var ofar fyrir sunnan Syðra-Hól, var byggð 1928 og var 24 m löng, en hæð frá brúargólfi niður á botn 16 metrar. Kostaði hún 13 þúsund og 200 kr. Var mynd af henni í hinu svonefnda riti ríkisstjórnarinnar, „Verkin tala". Erfitt hefur oft verið beggja vegna við þessa brú. Hliðarhalli að sunnan, en var lagaður. Að norðan var snjóþung brekka og snjósækin og svellrunninn vegurinn því uppspretta virtist vera í jarðveginum. Auk þess var brúin brostin og verið sett á hana timburgólf ofan á steingólfið. Hin nýja brú er nokkru ofar, lengri og hærri en sú eldri og mikil uppfylling beggja megin brúarsproða svo lárétt er að aka að og frá brúnni

Laxárdalur fremri

  • HAH00694
  • Corporate body
  • 874 -

Laxárdalur er dalur í Austur-Húnavatnssýslu sem oft er kallaður Laxárdalur fremri til aðgreiningar frá Laxárdal í Skagafjarðarsýslu, sem er handan við fjallgarðinn milli Skagafjarðar og Húnavatnssýslu og er stundum kallaður Laxárdalur ytri.
Laxárdalur fremri liggur samsíða Langadal, frá Refasveit og næstum fram að Bólstaðarhlíð og Vatnsskarði. Þar var áður allmikil byggð, um tuttugu bæir, en nú er aðeins einn eftir í byggð. Dalurinn er grösugur og nokkuð búsældarlegur en mjög snjóþungur.

Norður eftir dalnum rennur Laxá á Laxárdal, sem kallast Laxá á Refasveit eftir að hún kemur fram úr dalnum og sameinast Norðurá. Vatnaskil eru nokkuð sunnan við miðjan dal, á móts við Litla-Vatnsskarð og rennur Auðólfsstaðaá þaðan til suðurs og síðan til vesturs um Auðólfsstaðaskarð í Blöndu.

Laxárgil á Refasveit

  • HAH00411
  • Corporate body
  • (1930)

Laxá í Refasveit er dragá í Austur-Húnavatnssýslu. Hún á upptök á Laxárdal fremri, löngum, grösugum dal sem liggur samhliða Langadal, austan Langadalsfjalls. Þar voru áður um tuttugu bæir en nú er dalurinn nær allur kominn í eyði.
Við Skrapatungurétt rennur Norðurá í Laxá ofan úr Norðurárdal og þar sveigir Laxá til vesturs og rennur út í Húnaflóa í Laxárvík í Refasveit. Vegurinn yfir Þverárfjall til Sauðárkróks liggur meðfram Laxá að ármótunum en síðan með Norðurá. Neðan við þjóðveginn sem liggur út á Skagaströnd rennur Laxá í gljúfri og þar var áður brú þar sem þrengst er. Heitir það Ámundahlaup. Þar er nú laxastigi.
Wikipedia

Laxá er dragá að uppruna og er vatnasvið hennar um 167km2. Medalrennsli er 4-6 m/s. (Sigurj6n Rist 1969). Laxá er um 22km. að lengd en þverá hennar Nordurá er 13 km að lengd.
Áin er fiskgeng að fossi um 1,5km frá ósi. Annar foss er um, 0, 5 km ofar Nýir laxastigar hafa verið reistir i stað eldri stiga sem reyndust ekki koma að tilætluðum notum. Var framkvæmdum við þessa nýju fiskvegi að fullu lokið siðla sumars 1982.
Ekki er ástæda til annars að ætla en að stigar þessir komi að tilætluðum notum og má þvi segja að áin sé nú öll fiskgeng.

Svæði sem til hafa að bera góð uppeldisskilyrði eru fyrir neðan fossa (um 3ha.) en ofar fossa má ætla svæði séu um 2Oha. gróflega áætlað. Um staðsetningu
Þar sem mjög fáir laxar fóru upp gömlu stigana nýttust uppeldissvæðin ofan fossa lítið. Þvi hefur sumaröldum seiðum verið dreift í ánna frá árinu 1975. Árið 1981 var sleppt 30.000 sumaröldum seiðum og 1982 var sleppt 20.000 seiðum. Í ár var aðeins sleppt, gönguseiðum á vegum Veiðimálastofnunarinnar var ástand seiða og áranqur seiðasleppinga athugaður dagana 17-19 júlí 1983.

Laxárvatnsvirkjun

  • HAH00374
  • Corporate body
  • 1953 -

Laxárvatnsvirkjun er vatnsaflsvirkjun sem var stofnuð árið 1953 og afl hennar er 480 kw. Eigandi virkjunarinnar er Rafmagnsveitur ríkisins.
Laxárvatn er 16.4 km á lengd, Laxá á Ásum rennur úr því.

Laxasetur Íslands (2011)

  • HAH10037
  • Corporate body
  • 2011

Laxasetur Íslands var opnað í júní árið 2012 en sýningunni þar er skipt í þrjú meginþemu: líffræði, þjóðfræði og veiðar.
Hugmynd að stofnun setursins kom fyrst upp árið 2008 þegar Alva Kristín Kristínardóttir vann að viðskiptaáætlun og fékk til þess styrk frá Atvinnumálum kvenna og Vaxtasamningi Norðurlands Vestra. Verkefnið fór þó ekki í vinnslu fyrr en árið 2011 þegar hvatamennirnir Valgarður Hilmarsson og Jón Aðalsteinn Snæbjörnsson tóku upp þráðinn. Þeir fóru og fengu til liðs við sig menningarmiðlarana Kristínu Arnþórsdóttur og Þuríði Helgu Jónsdóttur sem unnu tillögur að sýningum fyrir setrið. Einnig leituðu þeir eftir stuðningi frá veiðifélögum, laxveiðiáa og stofnunum tengdum starfseminni og í framhaldi af því sóttu þeir um styrki.
Þann 23. júní 2011 var stofnfundur Laxasetursins haldin þar sem 21 aðili, einstaklingar og fyrirtæki, skráðu sig fyrir hlutum í félaginu. Einnig var kosin stjórn fyrir félagið. Árið 2015 tilkynnti félagið að hætt yrði rekstri sýningar á Blönduósi þar sem fjármögnun hefði ekki gengið sem skyldi.

Laxfoss skip TFVA

  • HAH00014
  • Corporate body
  • 1935 - 10.1.1944

M. s. Laxfoss. TFVA.
Flóabáturinn Laxfoss var smíðaður hjá Aalborg Maskin & Skibsbyggeri A/S í Álaborg í Danmörku árið 1935 fyrir h/f Skallagrím í Borgarnesi. 280 brl. 720 ha. Mias díesel vél. Laxfoss var í póst, vöru og farþegaflutningum milli Reykjavíkur og Borgarness en fór eina ferð á mánuði til Breiðafjarðar að vetri til og á árunum 1941-42 fór hann eina ferð á viku til Vestmannaeyja á vetrum. Skipið strandaði á skerjum við Örfirisey, 10 janúar árið 1944. 13 manna áhöfn og 78 farþegar björguðust flestir á innrásarpramma til lands. Skipið stórskemmdist en náðist þó út og var endurbyggt og lengt, mældist þá 312 brl. Ný vél (1945) 730 ha. British Polar díesel vél. 19 janúar árið 1952 strandaði skipið aftur, nú við Kjalarnestanga. Björgunarsveit SVFÍ á Kjalarnesi bjargaði öllum sem um borð voru á land. Skipið náðist út en ekki þótti svara kostnaði að gera við það.

Í fyrrinótt renndi hið nýja skip Borgfirðinga, Laxfoss í fyrsta sinn að bryggju hér í Reykjavík. Þótt þetta væri að aflíðandi miðnætti, beið fjöldi manna á hafnarbakkanum að taka á móti skipinu, síðan má heita að hafi verið óslitinn straumur fólks til að skoða skipið, þegar það hefir legið við hafnarbakkann. Í gær bauð stjórn h.f. Skallagrímur blaðamönnum, borgarstjóra, ráðherra og allmörgum öðrum til miðdegisverðar í Laxfossi og var þá siglt inn á Kollafjörð og notið þar rausnarlegra veitinga í góðum og glöðum félagsskap. Magnús Jónsson, formaður stjórnar h.f. Skallagrímur, (aðrir í stjórn eru Hervald Björnsson skólastjóri og Davíð á Arnbjargarlæk), bauð gesti velkomna með ræðu, en Bjarni Ásgeirsson alþ.m. hafði orð fyrir gestunum, þakkaði boðið og bað alla að árna Laxfossi allra heilla sem allir viðstaddir gerðu með ferföldu húrrahrópi. Skipið er 125 fet á lengd, 22 fet á breidd og 13 fet á dýpt, 278 smál. brúttó og 144 smál. nettó. Burðarmagn þess er 300 smálestir og ristir skipið þá 12 fet, en með 125 smálesta farmi sem er mesta hleðsla sem ætlast er til að skipið hafi milli Reykjavíkur og Borgarness, ristir skipið 9 fet. Á skipinu er fyrsta farrými í tveim skálum, tvö einkaherbergi og einn sjúkraklefi. Á fyrsta farrými eru 33 hvílur og sæti fyrir 60 manns. Á skemmtiþilfari yfir 1. farrými er sæti fyrir 30 manns undir beru lofti. Þar fyrir framan er stjórnpallur með kortaklefa annarsvegar og talstöð hinsvegar.

Á neðra þilfari eru sæti fyrir 30 manns og aðrir 30 geta setið í göngunum. Fjórir snyrtiklefar eru til afnota fyrir farþega og einn fyrir skipverja. Fyrir framan fyrsta farrými er lestarrúm fyrir vörur og gripi og er þar á milli þilfar. Að aftan eru lestarrúm, að neðan fyrir vörur en að ofan fyrir vörur og farþega ef með þarf. Á framþilfari er rúm fyrir 4 bíla og fyrir einn bíl á afturþilfari. Skipið er smíðað í Álaborg hjá Aalborg Maskin & Skibsbyggeri og er smíðað samkvæm reglum flokkunarfélags Lloyds og er fylgt stranglega þeim reglum, sem gilda um skip, sem eru í förum um Atlantzhaf. Í skipinu eru 26 smál. botntankar og 25 smál. olíutankar. Skipið hefir 720 ha. Dieselvél 30 ha. fyrir vöru og akkersvindur og skríður 12 mílur. Enn fremur er í skipinu önnur vél Loks er 8 ha. ljósavél. Allar vélar skipsins eru af nýjustu gerð, smíðaðar hjá Möller & Jorkumsen í Horsens. Dælur allar eru knúnar með rafmagni. Skipið er útbúið nýjustu tegund straumlínustýris. Í eldhúsi er nýtízku AGAvél og skipið hefir miðstöðvarhitun. Skipið kostaðl 290 þús. kr. Allar frumteikningar, útboðslýsingar og samninga gerði Gísli Jónsson umsjónarmaður, fyrir hlutafélagið Skallagrím í Borgarnesi og hefir hann ráðið öllu um fyrirkomulag skipsins í samráði við eigendur þess.

Laxfossar í Norðurá í Borgarfirði

  • HAH00987
  • Corporate body
  • 874-

Laxfoss er foss í Norðurá í Borgarbyggð. Hann er 2,5 km sunnan við fossinn Glanna.
Þrír fossar eru helstir í Norðurá eins og áður er sagt, Laxfoss, Glanni og Krókfoss, hver öðrum fallegri. Af þeim er Laxfoss líklegast sá þekktasti, og hjálpar þar kannski til nafnið á einu sögufrægasta farþegaskipi Íslendinga frá fyrri tíð.

Laxholt á Ásum

  • HAH00701
  • Corporate body
  • 1973 -

Nýbýli byggt úr landi Efra-Holts sunnan Laxár í svokölluðu Holtsnesi. Landið er um 120 ha. og nær allt graslendi og liggur beggja vegna Laxár. Eigandi er Jón Ísberg sýslumaður á Blönduósi og nytjar hann býlið. Ekki er föst búseta þar, en fjárhúsin notuð að vetrinum. Íbúðarhús byggt 1973, 99 m3. Fjárhús yfir 40 fjár. Hlöður 553 m3. Geymsla 75 m3. Tún 9,8 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum

Leggjabrjótur á Kili

  • HAH00997
  • Corporate body
  • 874-

Milli Sólkötlu og Hrútafells er breiður dalur, sem Leggjabrjótur (443-586 mys] heitir. Er hann þakinn helluhraunum frá Sólkötlu. Fyrir botni dalsins er allhár hnjúkur uppi í jöklinum. Virðist hann vera leifar af eldfjalli. Beggja vegna við hnjúkinn ganga fram skriðjöklar. Annar nær suður að Sólkötlu, en hinn norður að fellum þeim, sem ganga frá Hrútafelli upp í Langjökul.
Suður af Leggjabrjót er Karlsdráttur (111); er hann vogur, sem gengur út úr Hvítárvatni.

Leifsstaðir í Svartárdal

  • HAH00169
  • Corporate body
  • [1300]

Leifsstaðir I. Bærinn er helmingur tvíbýlishúsa á móti Leifsstöðum II. Tún býlanna er að mestu vallendisræktun og nær sunnan frá brúninni á Svartá gegnt Steiná og samfellt norðan Leifsstaðaklifs allt til merkja við Bergsstaði. Jörðin er flálendi gott á Svartárdalsfjalli. Íbúðarhús byggt 1945 237 m3. Fjós yfir 6 gripi. Fjárhús fyrir 100 fjár. Hesthús yfir 7 hross. Hlöður 320 m3. Tún 14 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Leifsstaðir II. Bærinn stendur við þjóðveginn, sem liggur á bakka Svartár. Beint á móti vestan ár er eyðibýlið Steinárgerði, nytjað af eigendum beggja jarðanna. Er þar tún og fjárhús og göngubrú á Svartá. Túnið er bæði á eyri gegnt Leifsstöðum og á stalli ofar í brekkunum. Flálendi er á hálsinum ofan brúna. Á leifsstöðum er landi óskipt milli býlanna. Íbúðarhús byggt 1945 237 m3. Fjós yfir 6 gripi. Fjárhús fyrir 220 fjár. Hesthús yfir 14 hross. Hlöður 520 m3. Tún 18 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Leifur heppni Eiríksson (um965) landafundamaður

  • Corporate body
  • (960)

LEIFUR heppni stendur traustum fótum á Skólavörðuholtinu. Stöpullinn undir styttunni, sem er úr graníti, er settur saman af 18 steinbjörgum, og er heildarþyngd stöpulsins hátt í fimmtíu tonn. Sjálf myndin af Leifi vegur hins vegar um eitt tonn.

Styttan og stöpullinn mynda saman eina órofa heild. Stöpullinn er hugsaður sem skipsstafn og þykir hann ekki síður merkilegur frá listrænu sjónarmiði en styttan sjálf.

Gjöf Bandaríkjamanna

Bandaríkjamenn gáfu Íslendingum styttuna í tilefni Alþingishátíðarinnar 1930. Árið 1929 var haldin samkeppni í Bandaríkjunum um gerð styttu af Leifi heppna til að gefa Íslendingum. Samkeppnina vann bandaríski listamaðurinn Alexander Stirling Calder og hann mun hafa gert bæði styttuna og stöpulinn.

Árið 1931 kom stöpullinn til landsins. Eins og fyrr segir er stöpullinn settur saman úr 18 einingum og vegur hver um sig nokkur tonn.

Bandaríkjamenn höfðu af því nokkrar áhyggjur að í Reykjavík fyndist ekki nógu sterkt farartæki til að flytja verkið frá höfninni uppá Skólavörðuholt. Á þessum tíma fannst þó einn vörubíll í bænum sem talinn var nógu sterkbyggður í verkefnið. Hann dugði þó ekki til. Því var brugðið á það ráð að fá Tryggva Magnússon, glímukappa, til að hjálpa bílnum síðasta spölinn, a.m.k. þegar þyngstu björgin voru flutt.

Það var svo 17. júlí 1932 sem Coleman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi afhenti þáverandi forsætisráðherra, Ásgeiri Ásgeirssyni, styttuna að gjöf. Og síðan þá hefur Leifur staðið óhreyfður á Skólavörðuholtinu.

Engin teikning til

Engin teikning hefur fundist af stöplinum og það er því ýmsum vandkvæðum bundið að taka styttuna niður og ekki síður að koma henni fyrir á ný. En þótt ekki hafi verið lagt í að hreyfa styttuna hefur verið töluverður ágangur við hana. Bandaríkjamönnum mun hafa blöskrað svo mjög umgengnin við styttuna fyrstu árin að brugðið var á það ráð að setja vörð um styttuna. Var sá styttuvörðurinn starfandi fram undir stríð. Mun Leifur heppni vera eina styttan í borginni sem sérstakur vörður var staðinn um.

Annar Leifur á Rhode Island

Þegar heimsýningin var haldin í New York 1939 óskuðu Íslendingar eftir að fá að gera eftirmynd af Leifi heppna til að hafa á sýningunni. Fékk íslenska nefndin leyfi til að nota gifsmótin af upphaflegu styttunni, sem þá voru geymd á Smithsonian Institution í New York, til að gera nákvæma eftirmynd.

Eftir sýninguna þurfti hins vegar að finna nýju styttunni framtíðarstað. Voru hugmyndir á lofti um að koma henni fyrir í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Henni mun þó hafa verið fundinn staður í hafnarborginni Rohde Island. Þar stendur styttan nálægt sjó og horfir Leifur til hafs.

Leikfélagið á Blönduósi (1944)

  • HAH00118
  • Corporate body
  • 1944-

Fyrsta leiksýning hér á Blönduósi svo vitað sé, var á höndum Leikfimifélags Blönduóss. Fyrsta verkefni félagsins var Kómedía í nóvember 1897 og í mars 1898 var sýnt leikritið Tímaleysinginn. Hlé varð á leikstarfsemi frá um það bil árinu 1906 til 1923. Um 1926 - 1927 var stofnað leikfélag sem starfaði til ársins 1930. Eftir það var það Ungmennafélagið Hvöt (stofnað 1924) sem hélt lífínu í leiklistinni og sýndi á hverjum vetri til ársins 1942. Það var svo þann 30. október 1944 að nokkrir félagar úr Umf. Hvöt stofnuðu Leikfélag Blönduóss. Eftir því sem heimildir herma voru stofnfélagarnir eftirtaldir: Tómas R. Jónsson, Jakobína Pálmadóttir, Bjarni Einarsson, Kristín Tómasdóttir, Guðrún Einarsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Þórður Pálsson, Sverrir Kristófersson, Helgi B. Helgason, Stefán Þorkelsson, Jón Jónsson og Konráð Diomedesson.
Fyrsta verkefni þessa nýja Leikfélags var Ævintýri á gönguför [Aths Ráðskona Bakkabræðra skv Húnavöku 1985, var tilefni stofnunar félagsins.] og síðan hefur leiklistarstarf haldist gangandi nær óslitið fram til dagsins í dag. Til gamans má geta þess að fyrsta Húnavakan var haldin hér árið 1948 og var þá sýnt leikritið Maður og kona. Þetta sama leikrit var svo sett upp 16 árum síðar sem fyrsta verk í nýju og glæsilegu félagsheimili.
Formenn leikfélagsins frá upphafi hafa verið sem hér segir: Tómas R. Jónsson, Bjarni Einarsson, Skúli Pálsson, Jóhanna Ágústsdóttir, Sigurður H. Þorsteinsson, Sveinn Kjartansson, Benedikt Blöndal Lárusson, Njáll Þórðarson, Jón Ingi Einarsson og Guðmundur Karl Ellertsson.

Arið 1994 var merkisár í sögu Leikfélags Blönduóss því félagið varð 50 ára. Af því tilefni var ákveðið að setja upp íslenskt leikrit og varð Atómstöðin eftir Halldór Laxness fyrir valinu. Leikstjóri var Inga Bjarnason. Nokkuð erfítt reyndist að skipa í öll hlutverk en það hafðist þó á endanum eins og svo oft áður. Mörg ný andlit sáust í fyrsta skipti á fjölum Félagsheimilins og má með sanni segja að allir hafi staðið sig með prýði, jafnt ungir sem aldnir. Enda fékk sýningin fádæma góðar viðtökur á frumsýningu sem og á öðrum sýningum. Eins og oft áður reyndist aðsókn ekki nógu góð og ef áfram heldur sem horfir gæti léleg aðsókn á sýningar reynst banabiti Leikfélagsins. En við skulum nú vona að svo fari ekki og fólk fari að sjá sóma sinn í því að sækja skemmtanir í heimabyggð í staðinn fyrir að leita alltaf að einhverju betra annars staðar. En nóg um það, ætlunin var að fara stuttlega yfir sögu leiklistar á Blönduósi, úr nógu er að moða.

Leikfélagið á Skagaströnd

  • HAH00200
  • Corporate body
  • 1895-

Leikstarfsemi hefur í langan tíma verið töluverð á Skagaströnd og koma þar margir við sögu. Að því er best er vitað var fyrsta leikritið sett upp í kauptúninu árið 1895. Leikfélag Höfðakaupstaðar var stofnað 1945 og Leikklúbbur Skagastrandar 1975. Fjöldi leikrita lifnuðu við á fjölum þeirra sex húsa sem gegnt hafa hlutverki leikhúss. Sögurnar úr starfinu eru margar og einnig er til fjöldi skemmtilegra mynda. Hér er lögð áhersla á að varðveita söguna, nöfn og myndir af þeim sem þátt tóku í stórmerkilegu menningarstarfi.

Leysingjastaðir í Þingi

  • HAH00260
  • Corporate body
  • (1000)

Leysingjastaðir I er fornbýli ef dæma má út frá nafninu. Bærinn stendur vestan við örlágan ás sem Hagavegur liggur eftir, stutt frá Hópinu. Tún austur, norður og vestur frá bæ, engjar austan Vatnsdalsár. Beitiland er norður og austur frá túni nálega allt graslendi. Áður mest mýrar, nú svo til allt framræst, ræktunarskilyrði mjög góð. Jörðin hefur lengi verið bændaeign. Sem stendur að mestu nýtt frá Leysingjastöðum II. Íbúðarhúsbyggt 1947 464 m3. Fjós fyrir 24 gripi með mjólkurhúsi og haughúsi. Fjárhús yfir 260 fjár. Hesthús fyrir 10 hross. Hlöður 700 m3. Vothey 85 m3. Geymsla 95 m3. Tún 33 ha. Veiðiréttur í hópinu og Vatnsdalsá.

Leysingjastaðir II. Jörðin er byggð út úr landi Leysingjastaða af Jónasi og Ingibjörgu. Bærinn stendur við sama hlað og Leysingjastaðir. Tún austur, vestur og suður frá bænum. Engjar austan Vatnsdalsár, nú að nokkru ræktaðar. Beitiland suður og austur frá túni að mestu framræst.
Íbúðarhúsbyggt 1965 330 m3. Hlaða 1600m3 að nokkru notað sem fjárhús. Tún 34,3 ha. Veiðiréttur í hópinu og Vatnsdalsá.

Lindarbrekka Blönduósi

  • HAH00117
  • Corporate body
  • 1918 -

Byggt 1918 af Zophoníasi Hjálmssyni. Hann hafði þá selt Jóni Kristóferssyni steinhúsið. Stefán Þorkelsson kaupir húsið 19.2.1923, en þá er Zophonías að byggja sér hús enn einu sinni, nú við Ásgeirshús.
Stefán bjó í húsi sínu til æviloka 1957 og ekkja hans eftir það til 1962.
Engihlíðarsystur Jakobína og Elísabet Guðmundsdætur bjuggu í Lindarbrekku frá 1964. Jakobína dó 1980 en Elísabet var eitthvað lengur þar.
Húsið var rifið 199X

Lindarbrekka gata

  • Corporate body

Stígur fyrir neðan sýslumannsbrekkuna á Blönduósi

Lionsklúbbur Blönduóss (1959-)

  • HAH10015
  • Corporate body
  • (1959-)

Lionsklúbbur Blönduóss var stofnaður 3. maí 1959 Stofnfélagar voru 11 menn.
Fyrsta stjórn klúbbsins skipuðu:
Hermann Þórarinsson, formaður
Haraldur Jónsson, ritari
Ólafur Sverrisson, gjaldkeri
Stofnendur urðu 21
Laugardaginn 10. október 1959 var svokallaður stofnskrárfundur klúbbsins. Í fundagerð segir orðrétt ,,Var þá slegið upp veislu mikilli á Hótelinu og kom margt gesta, flutt voru mörg ávörp og gjafir færðar klúbbnum, svo sem fánaborg, fundarhamar, fundarbjalla og gestabók. Síðan var farið út í Samkomuhús. Þar söng Árni Jónsson tenórsöngvari við undirleik Frits Weisshappels og Guðmundur Frímann las frumsamin ljóð, hvort tveggja við góðar undirtektir áheyrenda. Síðan var dansað af miklu fjöri fram eftir nóttu.“
Starfsemi Lionsklúbbs Blönduóss má skipta í fjóra þætti. Fyrst má telja regluleg funda- og nefndastörf. Í annan stað eru fjölþætt verkefni sem klúbburinn vinnur að á ári hverju ásamt nokkrum föstum verkefnum frá ári til árs. Þriðji þátturinn er fjáröflun til verkefnanna. Og sá fjórði er þátttaka í sameiginlegu starfi lionsumdæmisins á Íslandi, árlegum þingum þess og alþjóðlegri starfsemi lionshreyfingarinnar.
Helstu verkefni klúbbsins hafa verið:
• Gróðursetning trjáplantna í Hrútey 1960
• Veittur styrkur til byggingar sundlaugar.
• Hringsjá eða útsýnisskífa teiknuð af Jóni Víðis, sett upp á Háubrekku 1963
• Héraðshælið, kaup á ýmsum lækninga- og rannsóknatæki. Einnig sjónvörp og hljómflutningstæki.
• Sjúklingar styrktir til utanlandsferða vegna lækninga, en þá tóku tryggingar lítinn þátt í slíkum kostnaði. Stofnaður var styrktarsjóður til þessa 1967
• Tæki og vinnuaðstaða í kjallara Hnitbjarga að upphæð 2.5 milljónir, fyrir vistmenn 1979
• Gefinn vélsleði ásamt labb-rabb tæki til Hjálparsveitar Skáta.
• Kirkjan skreytt fyrir jólin, henni færðir kertastjakar úr silfri og máluð að utan,
• Félagsheimilið stutt í kaupum á konsertflygli, standsett fundarherbergi og húsið málað að utan.
• Á 100 ára afmæli Blönduóss, færði klúbburinn hreppnum málverk eftir Sveinbjörn Blöndal, málað af kauptúninu í tilefni þessara tímamóta.
• Dagheimilið fékk 1 milljón til leiktækjakaupa, þegar það var tekið í notkun.
• Ungmennafélagið á Blönduósi og Ungmennasamband Austur Húnvetninga hafa hlotið fjárupphæðir til styrktar íþrótta- og félagsstarfsemi.
• Þá hafa Lionsmenn sett upp hreppamerki um alla sýsluna, en sjálf merkin voru greidd af hreppunum.
• Í tilefni 25 ára afmælis klúbbsins hafa grunnskóli Blönduóss og á Húnavöllum fengið vonduð myndbandstæki og myndatökutæki.
• Árlegur viðburður að fara eins dags skemmtiferð á hverju sumri með vistmenn ellideildar Héraðshælisins og fleira aldrað fólk.
• Fjárlög til framangreindra verkefna og annarra smærri hefur klúbburinn aflað með ýmsum hætti.
Helst er að nefna:
• Árlega ljósaperusölu, blómasölu, stundum fisksölu, jólakortasölu ofl.
• Einnig hefur rækjuveiði og vinnsla gefið drýgstar tekjur frá árinu 1976
• Það hefur byggst á velvild og skilningi eigenda Rækjuvinnslunnar Særúnar og rækjubátanna og áhafna þeirra að þessi fjáröflunarleið hefur verið möguleg. (Húnavaka 1985, bls. 191-196)

Lionsklúbbur Skagastrandar (1960)

  • HAH1081
  • Corporate body
  • 1960

Lionsklúbbur Höfðakaupstaðar nú Skagaströnd var stofnaður 1960.
Fyrsti formaður var Páll Jónsson fyrrv. skólastjóri. Hefur klúbburinn starfað að ýmsum menningarmálum til gagns og heilla byggðinni. Hann hefur fengið jólatré frá Noregi á hverju ári og gefið skólanum sjónprófunartæki.

Litla Búrfell Svínavatnshreppi

  • HAH00529
  • Corporate body
  • [1300]

Litla-Búrfell er frekar lítil jörð, en notagóð bæði hvað varðar ræktar- og beitarland. Örstutt er þaðan að Stóra-Búrfelli. Ábúandaskipti voru alltíð fram að 1942. Íbúðarhús byggt 195, 321 m3. Fjós fyrir 10 gripi byggt 1956 úr asbesti á trégrind. Fjárhús yfir 130 fjár, gömul torfhús. Hesthús yfir 12 hross, torf og grjót. Votheysturn 40 m3. Tún 12,7 ha. Veiðiréttur í Svínavatni.

Litla-Fell á Skagaströnd

  • HAH00325
  • Corporate body
  • (1950)

Litla-Fell er byggt að 1/3 úr landi Spákonufells. Býlið er syðstí landi þess, norðan Hrafnár. Framundir 1975 var þar gamalt timburhús. Nýja íbúðarhúsið er 178 m3, gripahús úr timbri. Tún 3 ha.

Litla-Giljá í Þingi

  • HAH00503
  • Corporate body
  • (1950)

Bærinn stendur undir brattri brekku vestan þjóðvegar, skammt suður frá Giljánni. Vestur frá bænum var áður engið, mest votlendi, en nú nálega allt orðið að túni. Til austurs með ánni er beitilandið, það er að stofni til melöldur meða flóasundum og móum á milli og hvammar að ánni, nokkuð ræst síðustu árin. Jörðin hefir lengi verið bænsaeign, þar hefur jafnan verið töluverð garðrækt. Íbúðarhús byggt 1952, 539 m3. Fjós fyrir 18 gripi. Fjárhús yfir 300 fjár. Hesthús yfir 9 hross. Hlöður 1100 m3. Gömul fjárhús. Geymsla.Tún 42,3 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Giljá.

Litlidalur Svínavatnshreppi

  • HAH00530
  • Corporate body
  • [1300]

Jörðin fór í eyði 1963. Hún var notagóð og vel setin jörð áður fyrr. Landið er að mestu graslendi, ræktarland mikið og gott. Jörðin var bændaeign 1907, en áður var hún kirkjujötð frá Auðkúlu. Ekkjur Auðkúluklerka höfðu forgangsrétt til ábúðar þar og notuðu sér það oft. Íbúðarhús byggt 1935, illafarið og óíbúðarhæft. Fjós fyrir 20 gripi en hefur verið breytt í fjárhús fyrir 120 fjár. Fjárhús yfir 250 fjár. Hlöður 714 m3. Tún 24 ha. Veiðiréttur í Svínavatni.
Eigendur 1975;
Guðmundur Björnsson 29. apríl 1950. Var í Ytri Löngumýri, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. K : Mette Haarstad.
Sigvaldi Sigurjónsson 19. júní 1930. Var á Rútsstöðum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957.

Ljótshólar Svínavatnshreppi

  • HAH00519
  • Corporate body
  • [1300]

Ættarjörð. Þetta er fremsta býlið í vestanverðum Svínadal.. Árin 1968-1975 var ekki föst búseta á jörðinni, eigandinn var þar bara á sumrin. Íbúðarhús byggt 1954, 316 m3. Fjós fyrir 5 gripi. Fjárhús yfir 200 fjár og gömul torfhús yfir 100 fjár og 10 hross. Hlaða 395 m3. Geymsluhús bogaskemma 60 m2. Tún 15,8 ha. Veiðiréttur í Svínadalsá.

Results 601 to 700 of 1161