Kvenfélagið Hekla Skagabyggð (1927 - )

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Kvenfélagið Hekla Skagabyggð (1927 - )

Parallel form(s) of name

  • Kvenfélagið Hekla

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1927 -

History

Kvenfélagið Hekla í Skagabyggð var stofnað 28. ágúst 1927 af 14 konum yst í gamla Vindhælishreppi. Það hefur í 90 ár starfað að ýmsum framfaramálum og lagt mörgum góðum málum lið. Félagið stóð m.a. fyrir kaupum á vefstólum, prjónavél og spunavél á fyrstu árum félagsins. Þá stóðu kvenfélagskonur fyrir merku átaki í vegagerð á Skaga á 4. áratug síðustu aldar og var því átaki reistur minnisvarði sem vígður var 2. júlí 1989. Líkt og önnur kvenfélög landsins voru helstu mál kvenfélagskvenna þá og eru enn, að styðja við þá sem minna mega sín, stuðla að ýmsum framfaramálum er snerta heimili og íbúa svæðisins sem og fjölbreyttar fjáraflanir og samkomur. Má þar nefna réttarkaffisölu, basara, jólaböll og jólahlaðborð.
Í ársbyrjun 2018 eru kvenfélagskonur 12 talsins. Félagsfundir eru haldnir nokkrum sinnum á ári. Starfsstöð kvenfélagsins er í félagsheimilinu Skagabúð. Helstu viðburðir í starfsemi félagsins eru hátíðarkaffi á þjóðhátíðardaginn, réttarkaffisala við Fossárrétt, jólabasar, jólahlaðborð og jólaball. Þá sjá félagskonur um ýmsa veitingasölu, s.s. erfidrykkjur, fundakaffi og matarveislur.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Digrimúli á Skaga (1930-1940)

Identifier of related entity

HAH00988

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH10043

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

29.5.2018 frumskráning í atom, SR

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Maintenance notes

SR

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places