Kolugil í Víðidal

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Kolugil í Víðidal

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1394 -

History

Kolugils er fyrst getið í máldögum Pétur Nikulássonar biskups á Hólum frá 1394 og er jörðin þá komin í eigu Víðidalstungukirkju. Í máldaga kirkjunnar segir að kirkjubóndi eigi að taka
lýsis-, heytolla og tíund af Kolugili eins og öðrum kirkjujörðum.

Í máldaga kirkjunnar frá 1461 stendur að húsfrú Sólveig Þorleifsdóttir gefið kirkjunni jarðirnar Kolugil, Hávarðsstaði og Hrafnsstaði til fullrar eignar.
Sólveig er enn að sýsla með jörðina 1479 en þá gefur hún syni sínum Jóni Sigmundssyni Víðidalstungu í Víðidal með kirkjujörðum þar í dalnum, þar á meðal Kolugil. Fær hún í staðinn frá Jóni jörðina Flatatungu í Skagafirði.

Kolugil var að fornu 16 hundruð en með nýju jarðamati 1861 var það hækkað í 19,3 hundruð.
Í jarðabók frá 1706 segir „Munnmæli eru að í þessarar jarðar landi hafi til forna gerði verið, kallað Njálsstaðir. Enginn veit rök til þess og engin sjást til þess líkindi.“

Í þætti um eyðibýli í Húnaþingi segir að Njálsstaðir muni hafa verið nyrst í túninu á Hrappstöðum (Hrafnsstöðum) þar sem síðar stóðu fjárhús Hrappsstaðabænda (bls. 320).
Bærinn dregur nafn sitt af Kolugljúfri eða Kolugili sem er nokkuð niður frá bænum. Eftir því rennur Víðidalsá.

Places

Kolufossar, Víðidalsá, Kolugljúfur [náttúruvætti]. Víðidalstungukirkja, Víðidalstunga.

Legal status

Veiðiréttur í Víðidalsá fylgir báðum jörðunum

Functions, occupations and activities

Jörðin er frá fornu stórt heimaland sem nær frá Víðidalsá og til háfjalls. Árið 1940 var jörðinni skipt til helminga og heitir ytrihlutinn Kolugil en hinn Syðra-Kolugil. Land jarðarinnar er grasgefið og skýlt fyrir norðanátt og vornæðingnum, þessvegna grær oft snemma hér innarlega í dalnum.
Íbúðarhús byggt 1948, 330 m³. Fjós byggt 1974 fyrir 32 kýr og 15 geldneyti. Fjárhús fyrir 75 fjár. Hlöður 2350 m³. Votheysgryfja 40 m³. Haughús 510 m³. Tún 19 ha.

Syðri hluti jarðarinnar Kolugil byggt sem sérstkt býli 1940. Börn fyrri ábúenda hóf þá búskap. Kolugil var áður fyrr hluti af Víðidalstungu eign.
Slægjulönd voru allgóð en vetrarbeit erfið nema árferði væri gott.

Jarðarbók Árna Magnússonar segir kvöð vera á jörðunum Kolugili og Hrappsstöðum tveggja daga leit að álftareggjum á Víðidalstunguheiði. Ef ekki viðrar fellu kvöðin niður.
Íbúðarhús byggt 1944, 246 m³. Fjós fyrir 10 kýr. Fjárhús fyrir 350 fjár. Hlöður 850 m³. Haughús 128 m³. Verkfærageymsla 150 m². Tún 29 ha.

Mandates/sources of authority

Þjóðsagan segir að býlið sé kennt við tröllkonuna Kolu sem gróf Kolugljúfur og skal hún vera heygð þar í melhól miklum neðan við bæinn.

Internal structures/genealogy

Hér verður báðum jörðunum gerð skil.

General context

Jarðardýrleiki xvi € , og so tíundast presti og fátækum. Eigandinn Víðidalstúngukirkja og proprietarius þar til. Ábúandinn hreppstjórinn Jón Sigurðsson.
Landskuld i € xx álnir. Betalast með vallarslætti til xx álna, þrír eyrisvellir, og fæðir landsdrottinn verkamenn tvímælt; item xx álna fóðri, ii sauðum tvævetrum fyrir xxx álnir
og afhendast í kauptíð að Víðidalstúngu, xvi stikum vaðmáls fyrir xl álnir; hitt sem meira er í ullarvöru, alt heim til Víðidalstúngu.

Leigukúgildi vi og eru þau kirkjueign. Leigur betalast í smjöri heim til Víðidalstúngu; eignast presturinn allar hálfar, en proprietarius hálfar, fyrir æfinlega ábyrgð kúgildanna.
Kvöðin sama sem áður segir um Hrafnstaði.
Kvikfjenaður iiii kýr, i naut veturgamalt, lxx ær, xi sauðir tvævetrir, xxvii veturgamlir, xxxiii lömb, iiii hestar, ii hross, i foli tvævetur, i únghryssa, i foli veturgamall, i fyl.
Fóðrast kann v kýr, ii úngneyti, xxx lömb, lx ær, iiii hestar. Torfrista og stúnga sæmileg. Móskurður til eldiviðar meinast verið bafa, óvíst hvort enn sje en brúkast ekki.
Lambaupprekstur á Víðidalstúnguafrjett fyrir toll ut supra.

Túninu er hætt fyrir skriðum, og hefur það af því skaða liðið, sem nú er nær því bættur. Engjarnar eru stórlega spiltar af skriðu. Ekki er óhætt fyrir foröðum og ekki óhætt fyrir gljúfraklettum.
Munnmæli eru að í þessarar jarðar landi hafi til forna gerði verið, kallað Niálsstader. Engin veit rök til þess og engin sjást þess líkindi

Relationships area

Related entity

Þorbjörg Kristmundsdóttir (1841-1923) Sveinsstöðum (13.11.1841 - 5.5.1923)

Identifier of related entity

HAH07531

Category of relationship

associative

Dates of relationship

13.11.1841

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Jónas Jóhannsson (1868-1937) Kárdalstungu (7.2.1868 - 28.6.1937)

Identifier of related entity

HAH05813

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

vinnumaður þar 1890

Related entity

Sigurlaug Þorbjörg Björnsdóttir (1858-1932) Síðu (28.9.1858 - 12.2.1932)

Identifier of related entity

HAH07548

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

þar 1880

Related entity

Guðrún Kristmundsdóttir (1840-1930) Auðólfsstöðum (24.11.1840 - 27.7.1930)

Identifier of related entity

HAH04389

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Steinunn Erlendsdóttir (1826-1898) Mörk Laxárdal fremri (21.2.1826 - 23.1.1898)

Identifier of related entity

HAH06762

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

vinnuhjú þar 1845 og 1850

Related entity

Víðidalsá í Víðidal (874-)

Identifier of related entity

HAH00794

Category of relationship

associative

Type of relationship

Víðidalsá í Víðidal

is the associate of

Kolugil í Víðidal

Dates of relationship

Description of relationship

Veiðiréttu þar

Related entity

Víðidalur V-Hvs (874 -)

Identifier of related entity

HAH00793

Category of relationship

associative

Type of relationship

Víðidalur V-Hvs

is the associate of

Kolugil í Víðidal

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Kolugljúfur í Víðidal ((874))

Identifier of related entity

HAH00624

Category of relationship

associative

Type of relationship

Kolugljúfur í Víðidal

is the associate of

Kolugil í Víðidal

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Ögn Auðbjörg Grímsdóttir (1880) Kolugili (20.3.1880 -)

Identifier of related entity

HAH07510

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Ögn Auðbjörg Grímsdóttir (1880) Kolugili

controls

Kolugil í Víðidal

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar 1901 og 1910

Related entity

Björn Sölvason (1847-1898) Jörfa og Kolugili í Víðidal (18.3.1847 - 1898)

Identifier of related entity

HAH02903

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

bóndi þar

Related entity

Víðidalstungukirkja (1889 -)

Identifier of related entity

HAH00586

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Víðidalstungukirkja

is the owner of

Kolugil í Víðidal

Dates of relationship

Description of relationship

1394 og er jörðin komin í eigu Víðidalstungukirkju. Í máldaga kirkjunnar segir að kirkjubóndi eigi að taka lýsis-, heytolla og tíund af Kolugili eins og öðrum kirkjujörðum

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00809

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 8.5.2020

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðmundur Paul
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/V5A2KE5I/bsk-2017-178-fornleifaskraning-vegna-deiliskipulags-vid-kolugljufur.pdf
Húnaþing II bls 376-377
Jarðarbók Árna Magnússonar og Eggerts Ólafssonar. Bls 235
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places