Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Kverkfjöll
Parallel form(s) of name
- Hveragil Kverkfjöllum
- Sigurðarskáli
- Virkisfell - Biskupsfell
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
(1950-)
History
Ástæða er til að vara ferðamenn við snöggum veðrabrigðum við Kverkfjöll og í grennd, þar sem þoka, stórviðri og sandbyljir geta skollið á fyrirvaralítið. Því er góður búnaður nauðsynlegur og ítrasta varúð á leið að íshelli og á jökul vegna hruns, jökulsprungna og dimmviðris. Brýnt er að hafa öll nauðsynleg hjálpartæki með á jökul, svo sem áttavita eða GPS-tæki, línur, brodda og sólgleraugu.
Places
Sigurðarskáli - Íshellir
Um þrír kílómetrar eru að sporði Kverkjökuls, eftir gönguleið yfir jökulruðning eða eftir bílaslóð inn á jökulurðina skammt frá íshellinum. Gæta þarf ítrustu varúðar vegna hruns við jökuljaðarinn.
Virkisfell - Biskupsfell
Gengið er inn og upp frá Sigurðarskála úr suðri á Virkisfell (1108 m). Biskupsfell (1240 m) er hálfum öðrum kílómetra austar, einnig auðvelt uppgöngu sunnan frá. Þaðan blasir við Tvíhyrna (1240 m).
Sigurðarskáli - Kverkfjallarani - Hveragil
Frá Sigurðarskála er gengið milli fella og hnjúka til austurs yfir eldgjár og hrauntauma, um 12 km leið. Í Hveragili eru volgrur á nokkrum stöðum, allt að 62 gráðu heitar. Þaðan inn að Þorbergsvatni við jaðar Brúarjökuls eru um 8 km.
Auk gönguleiðarinnar liggur jeppaslóð af Kverkfjallavegi innan við Hvannalindir um 38 km leið að Hveragili vestur af Vatnahrygg. Liggur hún um melöldur, fram hjá tjörnum og yfir fimm hrauntauma.
Gönguferð á Kverkfjöll vestari
Frá Sigurðarskála er haldið að Kverkjökli norðan við íshellinn og gengið sniðhallt upp og suður yfir jökulinn fram hjá sprungusvæðum að jaðarurðum í um 1260 m hæð. Þaðan er gengið beint upp brekkuna á milli skjera þar til um 1750 m hæð er náð. Þá gengið í vesturátt og hæð haldið þar til komið er að neðri Hveradal.
Skarphéðinstindur - Kverk - Sigurðarskáli
Frá skála Jöklarannsóknafélagsins við Hveradal er hæg ganga suðaustur yfir öskju Kverkfjalla á Skarphéðinstind (1936 m) en þaðan er afar víðsýnt. Í bakaleið má ganga niður vestan við Kverk. Gæta þarf þess að þoka getur skollið yfir uppi á Kverkfjöllum þá minnst varir.
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-Nat
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 19.2.2019
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
www.vatnajokulsthjodgardur.is