Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Kverkfjöll
Hliðstæð nafnaform
- Hveragil Kverkfjöllum
- Sigurðarskáli
- Virkisfell - Biskupsfell
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
(1950-)
Saga
Ástæða er til að vara ferðamenn við snöggum veðrabrigðum við Kverkfjöll og í grennd, þar sem þoka, stórviðri og sandbyljir geta skollið á fyrirvaralítið. Því er góður búnaður nauðsynlegur og ítrasta varúð á leið að íshelli og á jökul vegna hruns, jökulsprungna og dimmviðris. Brýnt er að hafa öll nauðsynleg hjálpartæki með á jökul, svo sem áttavita eða GPS-tæki, línur, brodda og sólgleraugu.
Staðir
Sigurðarskáli - Íshellir
Um þrír kílómetrar eru að sporði Kverkjökuls, eftir gönguleið yfir jökulruðning eða eftir bílaslóð inn á jökulurðina skammt frá íshellinum. Gæta þarf ítrustu varúðar vegna hruns við jökuljaðarinn.
Virkisfell - Biskupsfell
Gengið er inn og upp frá Sigurðarskála úr suðri á Virkisfell (1108 m). Biskupsfell (1240 m) er hálfum öðrum kílómetra austar, einnig auðvelt uppgöngu sunnan frá. Þaðan blasir við Tvíhyrna (1240 m).
Sigurðarskáli - Kverkfjallarani - Hveragil
Frá Sigurðarskála er gengið milli fella og hnjúka til austurs yfir eldgjár og hrauntauma, um 12 km leið. Í Hveragili eru volgrur á nokkrum stöðum, allt að 62 gráðu heitar. Þaðan inn að Þorbergsvatni við jaðar Brúarjökuls eru um 8 km.
Auk gönguleiðarinnar liggur jeppaslóð af Kverkfjallavegi innan við Hvannalindir um 38 km leið að Hveragili vestur af Vatnahrygg. Liggur hún um melöldur, fram hjá tjörnum og yfir fimm hrauntauma.
Gönguferð á Kverkfjöll vestari
Frá Sigurðarskála er haldið að Kverkjökli norðan við íshellinn og gengið sniðhallt upp og suður yfir jökulinn fram hjá sprungusvæðum að jaðarurðum í um 1260 m hæð. Þaðan er gengið beint upp brekkuna á milli skjera þar til um 1750 m hæð er náð. Þá gengið í vesturátt og hæð haldið þar til komið er að neðri Hveradal.
Skarphéðinstindur - Kverk - Sigurðarskáli
Frá skála Jöklarannsóknafélagsins við Hveradal er hæg ganga suðaustur yfir öskju Kverkfjalla á Skarphéðinstind (1936 m) en þaðan er afar víðsýnt. Í bakaleið má ganga niður vestan við Kverk. Gæta þarf þess að þoka getur skollið yfir uppi á Kverkfjöllum þá minnst varir.
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Nat
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 19.2.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
www.vatnajokulsthjodgardur.is