Sýnir 10349 niðurstöður

Nafnspjald

Þorlákshöfn í Ölfusi

  • HAH00847
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1937 -

Þorlákshöfn (áður Elliðahöfn) er bær í Sveitarfélaginu Ölfusi í Árnessýslu. Árið 2015 voru 1460 manns með skráða búsetu í bænum.

Í apríl 1937 keypti Kaupfélag Árnesinga með aðstoð Egils Thorarensens jörðina sem seinna var nefnd Þorlákshöfn af efnamönnum í Reykjavík. Þaðan voru síðan gerðir út nokkrir bátar til fiskveiða, áhugi komst með tíð og tíma á fyrir því að koma upp hafnaraðstöðu á þessu svæði. Til þess að það mætti gerast þurfti að selja land Þorlákshafnar til hins opinbera. Með rekstur á landinu fór Þorlákshafnarnefnd og komst það fljótlega á dagskrá hjá henni að stofna til útgerðarfélags.

Hagur Þorlákshafnar vænkaðist töluvert eftir að ákveðið var á fundi í Selfossbíói, þann 10. júní 1949 að stofna hlutafélagið Meitillinn h.f. með hlutafé frá sveitungum. Hafist var handa við útgerð á fimm vélbátum snemma næsta ár eftir að gengið hafði verið frá kaupum á þeim og 1951 voru 14 manns með skráða búsetu í Þorlákshöfn [1].

Í dag er leikskóli, grunnskóli, heilsugæslustöð, apótek, bakarí, matvöruverslun, banki, bensínstöð, bókasafn, vínbúð og fl. í bænum.
Kristján frá Djúpalæk samdi ljóð sem heitir Þorlákshöfn

Litla Búrfell Svínavatnshreppi

  • HAH00529
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Litla-Búrfell er frekar lítil jörð, en notagóð bæði hvað varðar ræktar- og beitarland. Örstutt er þaðan að Stóra-Búrfelli. Ábúandaskipti voru alltíð fram að 1942. Íbúðarhús byggt 195, 321 m3. Fjós fyrir 10 gripi byggt 1956 úr asbesti á trégrind. Fjárhús yfir 130 fjár, gömul torfhús. Hesthús yfir 12 hross, torf og grjót. Votheysturn 40 m3. Tún 12,7 ha. Veiðiréttur í Svínavatni.

Kolugil í Víðidal

  • HAH00809
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1394 -

Kolugils er fyrst getið í máldögum Pétur Nikulássonar biskups á Hólum frá 1394 og er jörðin þá komin í eigu Víðidalstungukirkju. Í máldaga kirkjunnar segir að kirkjubóndi eigi að taka
lýsis-, heytolla og tíund af Kolugili eins og öðrum kirkjujörðum.

Í máldaga kirkjunnar frá 1461 stendur að húsfrú Sólveig Þorleifsdóttir gefið kirkjunni jarðirnar Kolugil, Hávarðsstaði og Hrafnsstaði til fullrar eignar.
Sólveig er enn að sýsla með jörðina 1479 en þá gefur hún syni sínum Jóni Sigmundssyni Víðidalstungu í Víðidal með kirkjujörðum þar í dalnum, þar á meðal Kolugil. Fær hún í staðinn frá Jóni jörðina Flatatungu í Skagafirði.

Kolugil var að fornu 16 hundruð en með nýju jarðamati 1861 var það hækkað í 19,3 hundruð.
Í jarðabók frá 1706 segir „Munnmæli eru að í þessarar jarðar landi hafi til forna gerði verið, kallað Njálsstaðir. Enginn veit rök til þess og engin sjást til þess líkindi.“

Í þætti um eyðibýli í Húnaþingi segir að Njálsstaðir muni hafa verið nyrst í túninu á Hrappstöðum (Hrafnsstöðum) þar sem síðar stóðu fjárhús Hrappsstaðabænda (bls. 320).
Bærinn dregur nafn sitt af Kolugljúfri eða Kolugili sem er nokkuð niður frá bænum. Eftir því rennur Víðidalsá.

Margrét Konráðsdóttir (1899-1974) Skagaströnd

  • HAH06228
  • Einstaklingur
  • 2.9.1899 - 17.9.1974

Margrét Konráðsdóttir 2.9.1899 - 17.9.1974. Saumakona á Hringbraut 144, Reykjavík 1930. Vinnukona á Hofstöðum, Helgafellssókn, Snæf. 1920. Var í Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík.

Helgi Konráðsson (1902-1959) prestur Sauðárkróki

  • HAH09191
  • Einstaklingur
  • 24.11.1902 - 30.6.1959

Helgi Konráðsson 24.11.1902 - 30.6.1959. Prestur í Otradal í Arnarfirði, Barð. 1828-1932. Prestur í Bíldudal 1930. Prestur á Höskuldsstöðum á Skagaströnd 1932-1934. Prestur á Sauðárkróki.

Sauðadalsá - Sauðá á Vatnsnesi

  • HAH00594
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Syðri-Sauðadalsá, hálflenda gömlu Sauðadalsár og bændaeign. Jörðin hefur jafnan þótt grasgefin, og slægjur dágóðar. Landi hallar nokkuð jafnt, skiptast á holt og ásar, mýrar á milli. Gamla túnið liggur neðan lágra kletta, grasgefið og grasgott þar hefur bær staðið frá fornu fari og er skammt til sjávar, bærinn var fluttur á melás ofan vegar. Sjávargagns hefur Sauðadalsá oft notið, sérdeilis meðan fiskgengd var, lending er ekki góð. Íbúðarhús byggt 1905. Fjárhús yfir 240 fjár. Hlöður 282 m3. Votheysgeymsla 95 m3. Tún 20 ha.
Sauðá, Nýbýli úr landi Syðri-Sauðadalsár 1946. Landlítil en grasgefin. Land nær að Hamarsá sem fellur í djúpu hamragili sunnan túns. Við gilið er skjólsæll grashvammur og grasgeirar milli skriða og sérkennilegra klettanefja, gilið er fagurt og fjölbreytilegt. Tíðum er Hamarsá torfær yfirferðar uns hún var brúuð 1927. Bærinn á Sauðá stendur á sjávarbakka, snertispöl frá vegi. Íbúðarhús byggt 1946, 225 m3. Fjós fyrir 5 gripi. Fjárhús yfir 400 fjár. Hlöður 700 m3. Votheysgeymsla 675 m3. Tún 16 ha.

Magnús Stefánsson (1870-1940) frá Flögu

  • HAH04933
  • Einstaklingur
  • 12.9.1870 - 20.9.1940

Magnús Stefán Stefánsson 12. sept. 1870 - 20. sept. 1940. Verslunarmaður í Flögu, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Heimili: Blönduós. Búfræðingur og bóndi á Flögu í Vatnsdal. Kaupmaður á Blönduósi. Kjördætur skv. Æ.A-Hún.: Elsa Lyng Magnúsdóttir, f.15.12.1917, og Olga Magnúsdóttir, f.7.2.1921, d.23.8.1977.

Jón Konráðsson (1893-1986) kennari Selfossi

  • HAH09532
  • Einstaklingur
  • 29.7.1893 - 19.3.1986

Jón Konráðsson 29.7.1893 - 19.3.1986. Kennari og lausamaður á Kaldárhöfða, Mosfellssókn, Árn. 1930. Bóndi á Hofstöðum, Helgafellssókn, Snæf. 1920. Síðast bús. á Selfossi. Var þar með smábarna kennslu. Ókvæntur barnlaus

Elsa Lyng Magnúsdóttir (1917-2011) Flögu í Vatnsdal

  • HAH01204
  • Einstaklingur
  • 15.12.1917 - 11.1.2011

Elsa Lyng Magnúsdóttir frá Flögu í Vatnsdal fæddist 15. desember 1917. Hún lést á Droplaugarstöðum 11. janúar 2011.
Elsa var jarðsungin frá Fossvogskapellu í Reykjavík 25. janúar 2011.

Guðrún Rósa Skúladóttir (1834-1920) Los Angeles

  • HAH04425
  • Einstaklingur
  • 15.5.1834 - 21.11.1920

Guðrún Rósa Skúladóttir 15. maí 1834 - 21. nóvember 1920. Var á Skinnastöðum, Þingeyrarsókn, Hún. 1845. Vinnukona í Sauðá, Sjávarborgarsókn, Skag. 1860. Vinnukona á Ytri-Ey, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1880. Los Angeles. vk Sauðá 1860, sigldi frá Seyðisfirði 1877 til Winnipeg með Miacra-Los Angeles. [Ath; í íslendingabók er hún sögð hafa farið vestur 1887 en 1877 skv Vesturfaraskrá]

Benedikt Þórðarson (1855-1929) Syðri-Reykjum Miðfirði

  • HAH02587
  • Einstaklingur
  • 20.7.1855 - 5.5.1929

Benedikt Theódór Þórðarson 20. júlí 1855 - 5. maí 1929 Var á Efri-Torfustöðum, Staðarbakkasókn, Hún. 1860. Húsbóndi á Syðri-Reykjum, Melstaðarsókn, Hún. 1890. Bóndi á Syðri-Reykjum.

Björn Þórðarson (1856-1938) Gardar, Pembina, N-Dakota,

  • HAH02914
  • Einstaklingur
  • 16.9.1856 - 24.9.1938

Björn Þórðarson 16. september 1856 - 24. september 1938 Var á Efri-Torfustöðum, Staðarbakkasókn, Hún. 1860. Léttadrengur á Bergstöðum, Staðarbakkasókn, Hún. 1870. Vinnumaður á Búrfelli, Staðarbakkasókn, Hún. 1880. Fjarverandi. Fór til Vesturheims 1883. Bóndi í Gardar, Pembina, N-Dakota, Bandaríkjunum 1900.

Sigurlaug Jónasdóttir (1897-1978) frá Kárdalstungu

  • HAH07551
  • Einstaklingur
  • 11.7.1897 - 14.7.1978

Sigurlaug Jónasdóttir 11. júlí 1897 - 14. júlí 1978. Ráðskona í Káradalstungu, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Ási, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Áshreppi, ógift.

Guðmundur Jónasson (1905-1988) Ási í Vatnsdal

  • HAH01285
  • Einstaklingur
  • 3.6.1905 - 7.2.1988

Guðmundur Jónasson í Ási ­ Fæddur 3. júní 1905 Dáinn 7. febrúar 1988, kenndur við Ás í Vatnsdal. Það var á útmánuðum vetrar að hann kom að Hvammi og dvaldist þar í viku hjá þeim hjónum Steingrími Ingvarssyni og konu hans, Theodóru Hallgrímsdóttur, uppeldissystur Guðmundar. Í Hvammi og síðar á Kornsá leggur Guðmundur drög að sínum framtíðarbúskap. Svo er það um 1940 að Guðmundur kaupir Ás af Guðmundi Ólafssyni alþingismanni sem þar hafði búið í rúm fjörutíu ár. Hafi Ás í Vatnsdal ekki verið höfuðból í tíð Guðmundar Ólafssonar, ja, þá varð hann það undir handleiðslu Guðmundar Jónassonar sem rak þar stórbúskap alla tíð og byggði stórt og vandað íbúðarhús auk allra útihúsa og þarf ekki að lýsa því fyrir þeim sem um Vatnsdal hafa farið, þar er allt til fyrirmyndar hvert sem litið er og óvíða á landinu hygg ég vera stærra eða meira bú en var í tíð Guðmundar nema um félagsbú sé að ræða. Guðmundur hafði stundað nám í Bændaskólanum á Hólum. Guðmundur í Ási fæddist 3. júní árið 1905 að Litla-Búrfelli í Svínavatnshreppi. Voru foreldrar hans Jónas Jóhannsson bóndi þar og síðar í Kárdalstungu í Vatnsdal og kona hans Jóhanna Jóhannsdóttir. Vegna heilsuleysis móður sinnar var Guðmundi, kornungum, komið í fóstur til hjónanna Hallgríms Hallgrímssonar og konu hans Sigurlaugar Guðlaugsdóttur í Hvammi í Vatnsdal. Fékk Guðmundur þar ágætt uppeldi á miklu ráðdeildar heimili en það kom í hlut einnar dóttur þeirra Hvammshjóna að annast hinn unga svein. Sýndi Guðmundur henni þakklæti sitt, síðar, með því að láta dóttur sína bera nafn hennar. Var þetta Ingunn er síðar varð eiginkona Ágústs á Hofi.

Auk venjulegs barnaskólanáms stundaði Guðmundur Jónasson búfræðinám á Hólum í Hjaltadal undir handleiðslu Páls Zophoníassonar og síðar fór hann í Samvinnuskólann í skólastjóratíð Jónasar Jónssonar. Enginn vafi er á því að báðir þessir skólamenn höfðu mikil og varanleg áhrif á Guðmund, einkum þó Páll. Guðmundur í Ási gegndi mörgum trúnaðarstörfum um dagana. Virtist það honum ekki óljúft og einkenndust félagsmálastörf hans mjög, sem búskapurinn, af miklum umsvifum svo að sumum þótti nógum á stundum. Skulu þessi upptalin í meginatriðum en ártala lítið getið: Hreppsnefndarmaður í Áshreppi, tvö kjörtímabil og sýslunefndarmaður lengi. Formaður stjórnar Veiðifélags Vatnsdalsár meira en aldarfjórðung. Fulltrúi og trúnaðarmaður Sauðfjárveikivarna í meiraen þrjá áratugi. Í byggingarnefnd Héraðshælisins á Blönduósi. Formaður stjórnar Kaupfélags Húnvetninga í fimmtán ár. Búnaðarþingsfulltrúi um árabil. Um eitt skeið formaður ungmennafélagsins Vatnsdælings og stjórnarformaður Ungmennasambands sýslunnar í átta ár. Í stjórn byggðasafnsins á Reykjum í Hrútafirði við stofnun þess. Stjórnarformaður í Framsóknarfélaginu í Austur-Húnavatnssýslu um skeið og þá í miðstjórn Framsóknarflokksins. Þá var hann varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra og sat á alþingi árið 1967. Hann var og formaður nefndar er stóð að útgáfu ritsins Húnaþing og fleira mætti telja.

Jón Björnsson Burns (1858-1947) frá Útibleiksstöðum

  • HAH05789
  • Einstaklingur
  • 1.8.1858 - 3.5.1947

Jón Ágúst Björnsson 1.8.1858. Var á Útibleikstöðum, Melstaðarsókn, Hún. 1870. Vinnumaður á Staðarbakka, Staðarbakkasókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1886 frá Efri Núpi, Torfastaðahreppi, Hún. Winnipeg 1890.
Jón Ágúst Björnsson (Burns) Sigvaldasonar frá Útibleiksstöðum á Heggstaðanesi í Miðfirði í Húnavatnssýslu er fæddur 1858. Móðir hans var Ingibjörg Aradóttir, ættuð úr sömu sýslu. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum þar til hann var 17 ára. En vann eftir það á ýmsum stöðum, mest við sjó.

Halldór Gunnlaugsson (1875-1924) læknir Vestmannaeyjum

  • HAH04652
  • Einstaklingur
  • 25.8.1875 - 16.12.1924

Halldór Gunnlaugsson 25. ágúst 1875 - 16. des. 1924. Héraðslæknir í Vestmannaeyjum. Húsbóndi Kirkjuhvoli 1920 og í Hvammi, Vestmannaeyjasókn 1910. Drukknaði.

Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir (1878-1920) Dal Vestmannaeyjum

  • HAH04575
  • Einstaklingur
  • 17.8.1878 - 30.4.1920

Gunnþórunn Halldóra Valgerður Gunnlaugsdóttir 17. ágúst 1878 - 30. apríl 1920. Húsfreyja í Dal, Vestmannaeyjasókn 1910. Húsfreyja á Brekku og í Vestmannaeyjum.
Gunnþórunn var með foreldrum sínum á Skeggjastöðum í frumbernsku. Móðir hennar lést, er hún var tveggja ára.
Hún var með föður sínum og Halldóru Kristínu Vigfúsdóttur stjúpmóður sinni á Breiðabólstað í Vesturhópi 1890.

Skúli Jónsson (1853) Svignaskarði og Vancouver

  • HAH09527
  • Einstaklingur
  • 27.8.1853 -

Skúli Jónsson 27. ágúst 1853 að Efri-Þverá. Daglaunamaður á Heggstöðum, Melstaðarsókn, Hún. 1880. Kom til að Svignaskarði 1884 frá Blönduósi (1882-1884), bóndi í Svignaskarði, Borgarhreppi, Mýr, fór til Vesturheims 1887 þaðan. Aktygjasmiður í Winnipeg. Bjó í Victoria, B.C. frá 1890

Guðrún Jónsdóttir (1871-1956) Ormsstöðum

  • HAH04370
  • Einstaklingur
  • 7.3.1871 - 23.3.1956

Guðrún Jónsdóttir 7. mars 1871 - 23. mars 1956. Húsfreyja á Ormsstöðum, Dagverðarnessókn, Dal. 1930. Forstöðukona, rjómabústýra víða og síðar húsfreyja á Ormsstöðum á Skarðsströnd.

Thorwald "Waldo" Burns (1892-1986) Point Roberts

  • HAH08955
  • Einstaklingur
  • 13.10.1892 - 3.5.1986

Þorvaldur Jónsson Björnsson Burns 13.10.1892 - 3.5.1986, [Waldo Burns. Point Roberts. Fæddur í Seattle, King, Washington, USA, dáinn í Delta, British Columbia. Jarðsettur í Point Roberts, Whatcom County, Washington, USA

Guðrún Kristmundsdóttir (1840-1930) Auðólfsstöðum

  • HAH04389
  • Einstaklingur
  • 24.11.1840 - 27.7.1930

Guðrún Kristmundsdóttir 24. nóv. 1840 - 27. júlí 1930. Húsfreyja í Auðunnarstaðakoti, Víðidalstungusókn, Hún. 1870 og 1880. Var á Sveinsstöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Auðólfsstöðum í Langadal, A-Hún.

Gunnlaugur Gunnlaugsson (1861-1940) Múla V-Hvs

  • HAH04561
  • Einstaklingur
  • 3.6.1861 - 12.1.1940

Gunnlaugur Gunnlaugsson 3. júní 1861 - 12. jan. 1940. Bóndi í Múla og Syðri-Völlum í Kirkjuhvammshr., V-Hún. Húsbóndi á Laugavegi 48, Reykjavík 1930.

Bergsstaðir-Torfnes Vatnsnesi

  • HAH00494
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Bergstaðir I og II á Vatnsnesi;
Nefnist Bergstaðir í manntölum. Gamalt býli í bændaeign. Jörðinni hefur verið skipt í tvö býli, en er nú setin af einum ábúanda. Landmikil jörð með hlunnindi af selveiði og nokkru æðavarpi. Land er klettótt, þar er huldufólksbyggð. Fjallið allvel gróið og sauðfjárhagar góðir. Ræktunarland torunnið umfram það sem þegar hefur verið tekið í rækt. Bærinn stendur á sjávarbakka, neðan hans er góð lending í skjóli sjávarkletta. Um aldamótin 1800 bjó á Bergsstöðum Gunnlaugur Magnússon, fara sögur af merkilegu hugviti hans. Sonur hans var Björn yfirkennari, „spekingurinn með barnshjartað“. Íbúðarhús byggt 1951, 562 m3. Fjárhús yfir 285 fjár. Hlöður 197 m3. Votheysgeymslur 748 m3. Tún 42 ha. Selveiði og æðarvarp.

Héraðsskólinn á Laugum

  • HAH00290
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1925 -

Framhaldsskólinn á Laugum í Þingeyjarsveit er íslenskur framhaldsskóli. Skólinn var stofnaður haustið 1925 en hefur starfað í núverandi mynd frá árinu 1988. Skólameistari hans er Hallur Reynir Birkisson.

Frá upphafi skólahalds á Laugum árið 1925 hafa um 7000 manns stundað nám, fyrst í lýðsskóla, síðan alþýðuskóla, þá héraðsskóla og loks í Framhaldsskólanum á Laugum eins og hann heitir nú. Framhaldsskólinn á Laugum er heimavistarskóli og þangað koma nemendur alls staðar að af landinu.
Tildrög stofnunar Laugaskóla má rekja til hinnar svokölluðu Þingeysku menningarbyltingar sem stóð frá sjöunda áratug 19. aldar til þriðja áratugs 20. aldar, en þá var skólinn stofnaður. Segja má að forverar skólans hafi verið fjórir. Fyrstur var stofnaður Hléskógaskóli en hann starfaði ekki lengi og kenndu margir slæmri staðsetningu um. Seinna var skólahúsið fært að Ljósavatni og var þá stofnaður Ljósavatnsskóli og starfaði hann í 11 ár. Unglingaskólinn á Breiðumýri var svo stofnaður árið 1918 og Lýðsskólinn á Laugum var arftaki hans.
Á fundi hjá Sambandi Þingeyskra ungmennafélaga (síðar HSÞ), 24. apríl 1915, var samþykkt tillaga þess efnis að allar deildir sambandsins innu að stofnun héraðsskóla. Í framhaldi af því var farið að huga að stað fyrir skólann. Upphaflega var horft til Grenjaðarstaðar, en á endanum var ákveðið að hinn nýi skóli skyldi rísa á Laugum í Reykjadal. Á Laugum var nægilegt heitt vatn og Sigurjón Friðjónsson á Litlu-Laugum gaf land undir skólann. Var Arnór Friðjónsson, sonur Sigurjóns, fyrsti skólastjóri þess skóla.
Skólinn er nú með heimavistir fyrir 150 nemendur.

Húsakostur Laugaskóla er mikill og hefur skólasvæðið byggst upp jafnt og þétt á þeim rúmu 80 árum sem skólinn hefur starfað.
Fyrstur var reistur Gamli skóli eins og hann er kallaður í dag, en einungis tvær burstir og sundlaug í kjallara hans, árið 1925. Þriðja burstin var reist árið 1928. Íþróttahúsið Þróttó var reist árið 1931 og var það um tíma stærsta íþróttahús landsins. Dvergasteinn með heimavist og nýjum smíðasal var reistur árið 1949 og kennaraíbúðir við Dvergastein árið 1957. Norðurálma við Gamla-Skóla með nýjum matsal og heimavistum var reist árið 1961 og kom húsið að góðum notum við Landsmót UMFÍ sem haldið var á Laugum þá um sumarið. Fjall var byggt árið 1967 með heimavist og íbúðarhúsnæði, nýtt Íþróttahús reist árið 1978 og loks Tröllasteinn árið 2000 en í honum eru herbergi fyrir allt að 70 nemendur. Árið 2005 var svo reist vegleg útisundlaug. Árið 2012 var vistin Álfasteinn tekin aftur í notkun eftir hún hafði verið lagfærð.

Haustið 1926 var ráðist í blaðaútgáfu og hafa ýmis blöð komið út á vegum félagsins síðan þá. Fyrstu árin var gefið út Ársrit Nemendasambands Laugaskóla og eru eintök af því til varðveislu á bókasafni Framhaldsskólans á Laugum. Þar er að finna góðar heimildir um starfið í skólanum fyrstu ár hans.
Ýmsar hefðir eru í félagslífi nemenda á Laugum og eiga margar þeirra sér langa sögu. Ein þeirra langlífustu er sú að nýnemar sem það vilja syndi yfir tjörnina á Laugum og séu þannig formlega orðnir Lauganemar. Þá stendur NFL fyrir Tónkvíslinni sem er árleg söngkeppni meðal nemenda skólans annars vegar og hins vegar meðal grunnskóla úr Þingeyjarsýslum.

Guðbjörg Ólafsdóttir (1935-2003) Lýsuhóli, Staðarsveit

  • HAH08149
  • Einstaklingur
  • 8.11.1935 - 12.3.2003

Guðbjörg Ólafsdóttir fæddist í Skjaldabjarnarvík í Árneshreppi á Ströndum hinn 8. nóvember 1935. Ung að árum fluttist Guðbjörg frá foreldrum sínum í Skjaldabjarnarvík í Árneshreppi á Ströndum að Felli í Árneshreppi. Þar ólst hún upp hjá systkinunum Hallfríði og Ólafi Guðmundsbörnum. Þrettán ára gömul réðst Guðbjörg í vist til Reykjavíkur til hjónanna Árna Gestssonar og Ástu Jónsdóttur. Guðbjörg fór ung að vinna og vann ýmis störf, þar á meðal við fiskvinnslu.
Hún lést á kvenlækningadeild 21A á Landspítala við Hringbraut hinn 12. mars 2003. Útför Guðbjargar var gerð frá Bústaðakirkju 21.3.2003 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Ingibjörg Árnadóttir (1937-2022) Þverárdal, Bólstaðarhlíðarhreppi

  • HAH08167
  • Einstaklingur
  • 5.5.1937 - 14.6.2022

Ingibjörg Árnadóttir fæddist á Botnastöðum í Svartárdal 5. maí 1937. Þegar Ingibjörg er sjö ára gömul flytur fjölskyldan frá Botnastöðum ásamt ömmu hennar og afa í móðurætt í Þverárdal í Bólstaðarhlíðarhreppi. Þar elst hún upp við almenn sveitastörf. Húsfreyja á Hóli í Sæmundarhlíð. Var í Þverárdal, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðar bús. á Sauðárkróki.

Hún lést á Dvalarheimili aldraðra Sauðárkróki 14. júní 2022. Útför Ingibjargar fór fram 24. júní 2022, kl. 14 frá Sauðárkrókskirkju, jarðsett var í Reynistaðarkirkjugarði.

Heba Stefánsdóttir (1938-2001) Hrísey

  • HAH08162
  • Einstaklingur
  • 24.1.1938 - 29.8.2001

Heba Stefánsdóttir fæddist á Akureyri hinn 24. janúar 1938. Húsfreyja á Akranesi og í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík
Hún lést á Landspítalanum hinn 29. ágúst 2001. Útför Hebu fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.

Sigríður Erna Jóhannesdóttir (1942-2018) Reykjavík

  • HAH08305
  • Einstaklingur
  • 10.1.1942 - 13.11.2018

Sigríður Erna Jóhannesdóttir fæddist í Reykjavík 10. janúar 1942.
Hún lést 13. nóvember 2018. Útför Sigríðar fór fram í Bústaðakirkju 26. nóvember 2018, klukkan 13.

Dýrunn Steindórsdóttir (1945-2019) Brautarlandi í Víðidal

  • HAH08442
  • Einstaklingur
  • 4.8.1945 - 9.12.2019

Dýrunn Ragnheiður Steindórsdóttir (Día) fæddist 4. ágúst 1945 á Brautarlandi í Víðidal, Vestur-Húnavatnssýslu. Hún nam við Kvennaskólann á Blönduósi 1963-64 þar sem hún kynntist eiginmanni sínum. Kvsk á Blönduósi 1963-1964Þau fluttu til Reykjavíkur og bjuggu þar alla sína búskapartíð
Hún lést á Droplaugarstöðum 9. desember 2019. Útför Díu var gerð frá Bústaðakirkju á gullbrúðkaupsdegi þeirra hjóna, 27. desember 2019, og hófst athöfnin klukkan 13.

Margrét Guðmundsdóttir (1897-1974) Guðmundarbæ/Brúarlandi Blönduósi

  • HAH09351
  • Einstaklingur
  • 12.8.1897 - 8.12.1974

Margrét Guðrún Guðmundsdóttir 12. ágúst 1897 - 8. desember 1974. Húsfreyja á Blönduósi 1930. Var á Vegamótum, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Hún ólst upp í foreldrahúsum, en fór ung að vinna fyrir sér eins og títt var á þeirri tíð. Um skeið dvaldi hún í visturn að Hólabaki og Orrastöðum eða þar til hún reisti eigið heimili ásamt lífsförunaut sínum, Kristjáni Júlíussyni frá Harastöðum. Bjuggu þau allan búskap sinn á Blönduósi, þar sem Kristján stundaði alla algenga vinnu ásamt nokkrum búskap. Síðustu árin voru þau vistfólk á Elliheimilinu á Blönduósi.
Eignuðust þau níu börn og eru sjö þeirra á lífi, en þau eru:
Guðmunda, gift Birni Guðmundssyni, verkam. á Akureyri,
Helga, gift Þórarni Þorleifssyni verzlunarm. á Blönduósi,
Torfhildur, gift Páli Eyþórssyni verkam. Grindavík,
Jónína, gift Bjarna Kristinssyni verkam. á Selfossi,
Guðný, en hennar maður er Hannes Pétursson vélvirki á Blönduósi,
ívar, lagermaður kvæntur Rósu Sighvatsdóttur á Akureyri,
Hallbjörn, húsasmiður, kvæntur Guðrúnu Kristjánsdóttur á Blönduósi.

Margrét var félagslynd og starfaði um langt árabil í Kvenfélaginu Vöku á Blönduósi. Fyrir nokkrum árum var hún gerð heiðursfélagi fyrir vel unnin störf.
Framan af árum bjó hún við fátækt, því að barnahópurinn var stór, og litla atvinnu að fá og því oft lítil efni. Kom þá vel í Ijós æðruleysi hennar og bænarstyrkur. Hún var hógvær kona og hæglát og mikil forsjá barna sinna og barnabarna.

Auðkúla Kirkja og staður

  • HAH00015
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [900]

Auðkúla I. Stofnendur þess býlis eru Ásbjörn Jóhannesson og kona hans Halldóra Jónmundsdóttir. Í hlut þess féll miðhluti jarðarinnar, og þar með talsverður hluti gamla túnsins. Byggingar þess eru örskammt þaðan sem prestsseturshúsið var. það á landið norðan í Hálsinum sunnan þjóðvegarins. Einnig ræktunarland í „Veitunni“, sem liggur norðaustur frá bænum all niður að Svínavatni. Íbúðarhús byggt 1967, steinsteypt 337m3. Fjós fyrir 26 kýr á básum og 20 í lausagöngu. Mjólkurhús og kjarnfóðurgeymsla 65 m3. Fjaárhús fyrir 150 fjár, hlaða 612 m3. Tún 28 ha, veiðiréttur í Svínavatni.

Auðkúla II. Stofnendur þess býlis eru Jónmundur Eiríksson og kona hans Þorbjörg Þorsteinsdóttir. Þetta býli á landið að vestanvið gamla túnið frá þjóðveginum og allt norður að Svínavatni. Kúlunesið, sem er nyrst í þessu landi er mikið og gott ræktarland, en liggur alllangt frá bænum. Íbúðarhúsið er 100 m frá gamla bæjarstæðinu. ‚ibúðarhús byggt 1954, 316 m3. Fjós yfir 15 gripi. Fjárhús yfir 250 fjár. Hlöður 722 m3. Véla og verkfærageymsla 180 m3. Tún 26 ha. Veiðréttur í Svínavatni og Svínavatnsá.

Auðkúla III. Stofnandi Hannes Guðmundsson, en land þess liggur austan í ásnum og hálsinum allt frá „Veitunni“ og suður að Litlasalslandi og nær því yfir hinn svokallaða Kúluskóg. Byggingarnar er nokkurn spöl frá hinum Auðkúlubæjunum eða 600-800 m. nær Svínavatninu. Íbúðarhús byggt 1968 340 m3. Fjós yfir 20 gripi. Fjárhús yfir 300 fjár. Hlaða 700 m3. Tún 27 ha. Veiðiréttur í Svínavatni.

Eiríkur Gíslason (1857-1920) Prestbakka

  • HAH03142
  • Einstaklingur
  • 14.3.1857 - 19.12.1920

Eiríkur Gíslason 14. mars 1857 - 19. desember 1920 Prestur á Staðastað, Staðastaðarsókn, Snæf. 1890. Prestur á Presthólum í Núpasveit 1881-1882, Lundi í Lundarreykjadal 1882-1884, Breiðabólsstað á Skógarströnd 1884-1890, Staðastað 1890-1901. Prestur á Prestbakka í Hrútafirði frá 1901 til dauðadags, bjó þar til 1904 og síðar á Stað í Hrútafirði. Prófastur í Strandasýslu frá 1902.

Ásgeir Jónsson (1876-1963) Gottorp

  • HAH03616
  • Einstaklingur
  • 30.11.1876 - 23.5.1963

Ásgeir Jónsson 30. nóvember 1876 - 23. maí 1963 Bóndi á Gottorpi, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Bóndi í Gottorp í Vesturhópi og síðar rithöfundur í Reykjavík. Fyrrverandi bóndi í Reykjavík 1945.

Skarphéðinn Dalmann Eyþórsson (1921-1994) frá Syðra-Tungukot

  • HAH01997
  • Einstaklingur
  • 8.10.1921 - 24.7.1994

Skarphéðinn Dalmann Eyþórsson fæddist 8. október 1921 í Syðra-Tungukoti (nú Brúarhlíð) í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu. Hann lést hinn 24. júlí síðastliðinn á Landakotsspítala og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju hinn 2. ágúst 1994. Þeir fáu sérleyfishafar, sem hafa stundað þá atvinnu síðustu þrjá til fjóra áratugi og enn eru starfandi, muna Skarphéðin Dalman Eyþórsson sem ungan og hraustan mann sem ávallt var tilbúinn að samgleðjast með glöðum og hryggjast með hryggum því hann var svo mannlegur í eðli sínu og vildi hvers mann vanda leysa. Það var því ekki óeðlilegt að han veldist gjarnan til forystu þar sem hann starfaði hverju sinni.

Stefanía Jónsdóttir (1913-2001) Gottorp

  • HAH08990
  • Einstaklingur
  • 22.6.1913 - 26.4.2001

Sigríður Stefanía Jónsdóttir 22. júní 1913 - 26. apríl 2001. Vinnukona á Gottorpi, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Uppeldisbarn þar. Síðast bús. á Akureyri.
Fósturforeldrar Ásgeir Jónsson og Ingibjörg Björnsdóttir. Gottorp

Margrét Jónína Karlsdóttir (1893-1991)

  • HAH01750
  • Einstaklingur
  • 20.4.1893 - 25.8.1891

Var á Bjargi, Staðabakkasókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Í dag, þriðjudaginn 3. september, fer fram útför Margrétar Jónínu Karlsdóttur, lengi húsfreyju á Birkimel 6 hér í borg, sem andaðist 25. ágúst sl. Hún fæddist á Bjargi í Miðfirði fyrsta sumardag 1893, sem þá bar upp á 20. apríl.
Margrét var forkunnarfríð sýnum, höfðingleg í fasi og allri framkomu, ljúf í viðmóti og allri umgengni ásamt góðvild og hlýju í garð allra samferðamanna á lífsleiðinni.

Enniskot Blönduósi

  • HAH00648
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1917-

Byggt 1917 af Pétri Jónssyni. Lóðarsamningur frá 4.2.1919 milli Péturs og Sigurðar bónda í Enni, kveður á um 70 ferfaðma lóð. Takmörk lóðarinnar eru, að sunnan vegurinn, að vestan lóð Jóns Helgasonar [Skuld], að norðan marbakkinn, að austan 2 faðma austur fyrir kofann sem stendur framan í bakkanum. (Hér er áttum greinilega snúið. Skuld var sunnan lóðar Péturs og aðrar hliðar eftir því).

Bríet Héðinsdóttir (1935-1996) leikkona

  • HAH05068
  • Einstaklingur
  • 4.10.1935 - 26.10.1996

Bríet Héðinsdóttir 14. okt. 1935 - 26. okt. 1996. Leikari og leikstjóri, fæddist í Reykjavík 14. október 1935. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 26. október 1996.
Fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 5. nóvember.

Hermína Sigvaldadóttir (1909-1994) Kringlu

  • HAH01433
  • Einstaklingur
  • 19.6.1909 - 28.6.1994

Hermína Sigvaldadóttir var fædd á Hrafnabjörgum í Svínadal í A-Húnavatnssýslu 19. júní 1909. Hún lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 28. júní síðastliðinn. Útför Hermínu fer fram frá Þingeyrarkirkju í dag.

Snæringsstaðir í Svínavatnshreppi

  • HAH00533
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Snæringsstaðir er sú jörð sem er næsst norðan Ljótshóla. hús og tún nær fjallinu sem þar er orðið bratt. Bærinn er í 238 m hæð ysm en gnægð ræktarlands, er þó neðan túns og vegar í 180-200 m hæð ysm. Þar er nytjagott beitiland. Í suðvesturátt er mjög stormsamt þarna eins og á öllum hinum bæjunum í vestan verðum Svínadal. Hinsvegar er norðaustan áttin hæglátari þar en víðast annarsstaðar í héraðinu. Íbúðarhús byggt 1936 og 1951, 343 m3. Fjós fyrir 11 gripi. Fjárhús yfir 200 fjár og gömull torfhús yfir 60-70 fjár eða 15 hross.. Hlöður 911 m3. Tún 42 ha. Veiðiréttur í Svínadalsá.

Ari Jónsson (1901-1966) í Skuld

  • HAH02456
  • Einstaklingur
  • 10.6.1901 - 6.1.1966

Ari Jónsson 10. júní 1901 - 6. janúar 1966. Var á Skuld, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Skuld, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Verkamaður, síðast bús. í Blönduóshreppi.

Helga Jónsdóttir (1866-1923) vk Sauðanesi

  • HAH09072
  • Einstaklingur
  • 27.4.1866 - 5.1.1923

Helga Jónsdóttir 27. apríl 1866 - 5. jan. 1923. Var í Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1870. Var í Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1880. Vinnukona á Steinnesi, Þingeyrasókn, Hún. 1890. Þingeyrum 1901. Var í Sauðanesi, Blönduóssókn, A-Hún. 1910. Bústýra á Fjósum, Bólstaðarhlíðarsókn, A-Hún. 1920 og 1930

Vindhæli / Vindhælisbúð / Vindhælisstofa

  • HAH00609
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Vindhælisstofa Þórdísar

Í örnefnaskrá fyrir Vindhæli segir: „[…] Lilta-Vík, skammt þar norðar er Vindhælisbúðarvík, austan við hana eru tóftarbrot, sem hétu Vindhælisbúð. Var þar stundað útræði seint fram á síðustu öld.“ (ÖGM: 1). Töluvert landbrot hefur verið við ströndina á Vindhæli og kambar og fjörur sem voru neðan við klettana eru nú horfnar samkvæmt Páli Magnússyni (munnleg heimild, 16.06.2009). Vindhælisbúð kemur einu sinni fyrir í manntali, það er árið 1870, þá eru skráðir til heimilis á þurrabúðinni þrír einstaklingar, húsmaður sem sagður er lifa á fiskveiðum, bústýra og barn þeirra (www.manntal.is, skoðað 09.02.2009).

Í örnefnaskrá Vindhælis segir: „Meðfram sjónum innan frá Hallá og út að Selatanga eru nöfn á víkum og vogum. Talið frá Hallá: Langafjara, Búðarvík (þar var útræði áður fyrr, og má sjá merki að bæjartóftum og bátanausti) […]“ (ÖLG: 1). Tóftir eru við ströndina um 600m NNV af ósi Hallár.

Um 2m norðvestan við tóftahól Vindhælisbúðar eða Búðarvíkur eru leifar nausts eða uppsáturs.

Guðmundur Sigvaldason (1854-1912) Vindhæli

  • HAH04133
  • Einstaklingur
  • 25.8.1854 - 14.10.1912

Guðmundur Sigvaldason 25. ágúst 1854 [1.9.1854] - 14. október 1912 Húsbóndi í Neðri-Lækjardal, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1880. Fjarverandi. Bóndi á Vindhæli, Vindhælishr., A-Hún. Bóndi í Vindhæli, Spákonufellssókn, Hún. 1901.

Lárus Guðmundsson (1896-1981) Vindhæli

  • HAH05140
  • Einstaklingur
  • 6.10.1896 - 21.9.1981

Lárus Guðmundur Guðmundsson 6. okt. 1896 - 21. sept. 1981. Bóndi og trésmiður á Vindhæli í Vindhælishr., A-Hún. Bóndi á Vindhæli, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Herðubreið, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Höfðahreppi.

Sigurlaug Sigurðardóttir (1875-1960) Árbakka

  • HAH09081
  • Einstaklingur
  • 16.12.1875 - 29.3.1960

Sigurlaug Sigurðardóttir 16. desember 1875 - 29. mars 1960. Fædd í Vaglagerði. Minni Akragerði 1880. Húsfreyja á Árbakka, Hofssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Árbakka, Vindhælishr., A-Hún.

Ólafur Björnsson (1865-1950) Árbakka

  • HAH09073
  • Einstaklingur
  • 14.2.1865 - 1.11.1950

Ólafur Björnsson 14. febrúar 1865 - 1. nóvember 1950. Bóndi og kennari á Hofi í Vindhælishreppi, Hún. Síðar bóndi og oddviti á Árbakka í sama hreppi.

Brúarhlíð í Blöndudal

  • HAH00156
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1900)

Jörðin hét áður Syðra-Tungukot. Bærinn stendur nokkuð hátt í hlíðinni norðan Blöndudalshóla. Blöndubrú fremri er í túnfætinum að sunnan og liggur vegur um hana til Bugs og Kjalvegar. Skammt er frá bænum upp í knappa brekku í Skeggstaðaskarð, en Tunguhnjúkur rís að norðan. Jörðin er landlítil en notagott býli. Íbúðarhús byggt 1952 396 m3. fjós fyrir 10 gripi, fjárhús yfir 270 fjár. Hesthús fyrir 10 hross. Hlaða 790 m3. Tún 16 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Sigurður Bárðarson (1834-1901) Gröf í Víðidal

  • HAH09309
  • Einstaklingur
  • 5.4.1834 - 5.3.1901

Sigurður Bárðarson 5. apríl 1834 - 5. mars 1901. Bóndi í Gröf í Víðidal. Vinnumaður á Eyvindarstöðum, Bessastaðasókn, Gull. 1860.

Guðrún Jónasdóttir (1829-1906) Gröf í Víðidal

  • HAH04351
  • Einstaklingur
  • 26.10.1829 - 26.4.1906

Guðrún Jónasdóttir 26. okt. 1829 - 26. apríl 1906. Var á Öxl, Þingeyrarklausturssókn, Hún. 1835. Var í Stóruhlíð, Víðidalstungusókn, Hún. 1845. Húsfreyja í Yxnutungu, Víðidalstungusókn, Hún. 1860. Húsfreyja í Gröf í Víðidal.

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir (1898-1985) Bandagerði

  • HAH03717
  • Einstaklingur
  • 30.1.1898 - 10.1.1985

Húsfreyja á Ásvallagötu 11, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Hún fæddist í Háagerði á Skagaströnd 30. janúar 1898. Jónasarhúsi Sauðárkróki á fardögum 1898. Uppsalir í Blönduhlíð 1911. Uppsalir (Brekkugata 15) Akureyri 1919. Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni 17.1.1985, kl. 13.30.

Guðrún Jónasdóttir (1859-1923) Brandstöðum

  • HAH04352
  • Einstaklingur
  • 27.8.1859 - 24.9.1923

Guðrún Jónasdóttir 27. ágúst 1859 - 24. sept. 1923. Þverárdal 1860, tökubarn Botnastöðum 1870. Húsfreyja á Brandsstöðum. Húsfreyja á Brandsstöðum, Bergstaðasókn, Hún. 1890. Húsfreyja á Stafni, Bergsstaðasókn, A-Hún. 1910

Helga Ingibjörg Helgadóttir (1912-1997) Ölfusá (Selfoss)

  • HAH01410
  • Einstaklingur
  • 22.6.1912 - 25.9.1997

Helga Ingibjörg Helgadóttir fæddist í Reykjavík 22. júní 1912. Hún andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 25. september síðastliðinn. Helga giftist ekki og átti ekki afkomendur.
Útför Helgu Ingibjargar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Oddur Magnússon (1920-2022) mjólkurfræðingur Blönduósi

  • HAH07379
  • Einstaklingur
  • 8.6.1920 - 15.1.2022

Oddur Magnússon fæddist 8. júní 1920 á Akranesi. Var í Kirkjubæ, Akranesssókn, Borg. 1930. Mjólkursamlagsstjóri á Blönduósi
Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 15. janúar 2022. Útför Odds var gerð frá Bústaðakirkju 1. febrúar 2022, kl. 13 og voru eingöngu nánustu aðstandendur viðstaddir.

Gísli Jónsson (1865) frá Sauðanesi, vesturheimi

  • HAH03772
  • Einstaklingur
  • 16.1.1865 -

Gísli Jónsson 16. janúar 1865 Fósturbarn í Tungu, Silfrastaðasókn, Skag. 1870. Sonur hjónanna á Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1883 frá Sauðanesi, Torfalækjarhreppi, Hún.

Þorsteinn Sölvason (1893-1924) kennari Grund í Svínadal

  • HAH09096
  • Einstaklingur
  • 24.5.1893 - 27.6.1924

Þorsteinn Sölvason 24. maí 1893 - 27. júní 1924. Var á Gafli, Auðkúlusókn, Hún. 1901. Vinnumaður á Geithömrum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1910. Leigjandi Reykjavík 1920. Barnakennari á Grund í Svínadal, Hún.

Emma Jónsdóttir (1890-1976) Spákonufelli

  • HAH03318
  • Einstaklingur
  • 4.8.1890 - 29.2.1976

Emma Pálína Jónsdóttir 4. ágúst 1890 - 29. febrúar 1976. Húsfreyja á Efra-Spákonufelli, Hofssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Finnsstöðum og Spákonufelli, Vindhælishr., A-Hún. Síðast bús. í Reykjavík. Nefnd Pálína Emma í Æ.A-Hún. og Lögfr.

Níels Eyjólfsson (1823-1885) Grímsstöðum á Mýrum

  • HAH09346
  • Einstaklingur
  • 30.5.1823 - 20.4.1885

Níels Eyjólfsson 30. maí 1823 - 20. apríl 1885. Bóndi á Grímsstöðum í Álftaneshr., Mýr. Var á Helgustöðum í Hólmasókn, S-Múl. 1835. Vinnumaður Hólmum 1840. Snikkari Vogum á Mýrum 1860

Sigríður Magnúsdóttir (1840-1938) Melstað í Miðfirði

  • HAH09358
  • Einstaklingur
  • 3.9.1840 - ágúst 1838

Sigríður Magnúsdóttir 3. sept. 1840 - í ágúst 1938. Fædd á Kjörseyri. Tökubarn í Laxárdal, Prestbakkasókn, Strand. 1845. Var á Stóru-Hvalsá í sömu sókn 1860. Syðri-Reykjum 1890. Var á Melstað, Melstaðarsókn, V-Hún. 1901 og 1930.

Ragnheiður Thorstensen (1824-1897) Geitaskarði ov

  • HAH09360
  • Einstaklingur
  • 22.11.1824 - 14.2.1897

Ragnheiður Thorstensen 22. nóv. 1824 - 14. feb. 1897. Var í Reykjavík 1835. Húsfreyja í Hofstaðaseli, Flugumýrarsókn, Skag. 1860. Barnlaus.

Sigurður Jónsson (1888-1945) Smiður á Katadal

  • HAH09518
  • Einstaklingur
  • 28.5.1888 - apríl 1945

Sigurður Jónsson 28. maí 1888 - í apríl 1945. Smiður á Katadal, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Sigríðarstöðum 1890. Húsbóndi Tjörn 1910, Húsmaður Ásbjarnarstöðum 1920.

Sigurjón Stefánsson (1871-1960) Brandagili

  • HAH04107
  • Einstaklingur
  • 5.11.1871 - 20.2.1960

Sigurjón Magnús Stefánsson 5. nóvember 1871 - 20. febrúar 1960. Bóndi á Fallandastöðum, Staðarsókn, Hún. 1901. Bóndi á Brandagili í Hrútafirði. Var í Reykjavík 1945.

Marðarnúpur í Vatnsdal

  • HAH00052
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (950)

Bærinn stendur við fjallsrætur á suðurbakka Gilár og ber nokkuð hátt, enda úsýni fagurt. Túninu sem er þurrt og harðlent, hallar mót suðvestri. Ræktunarskilyrði góð. Jörðin á talsvert land vestan Tunguár, hið besta ræktunarland. Þá átti jörðin land austur fyrir fjall fram af Svínadal og þar stóð Marðarnúpssel, en þar var búið fram undir 1925. Fjölfarinn varðaður reiðvegur var yfir fjallið áður fyrr. Melagerði, gamalt eyðibýli er syðst í Marðarnúpslandi rétt við Tunguárbrú. Héðan var Guðmundur Björnsson landlæknir. Íbúðarhús byggt 1931 og 1942, 406 m3. Fjós fyrir 24 gripi. Fjárhús yfir 550 fjár. Hesthús yfir 13 hross. Hlöður 1580 m3. Votheysgryfja 40 m3. Haughús 216 m3. Geymsla. Tún 44,5 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Tunguá.

Sólveig Arnórsdóttir (1928-2023) Þverá í Dalsmynni. Kennari við KVSK

  • HAH08151
  • Einstaklingur
  • 25.5.1928 - 8.8.2023

Solveig fæddist á Laugum í Reykjadal 25. maí 1928. Kennari og húsfreyja í Útvík og Dýjabekk í Staðarhreppi og síðar á Sauðárkróki. Var í Alþýðuskólanum á Litlu-Laugum, Einarsstaðasókn, S-Þing. 1930.
Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki 8. ágúst 2023. Útförin var gerð frá Sauðárkrókskirkju 25. ágúst 2023, klukkan 13 og jarðsett í Reynistaðarkirkjugarði.

Gísli Ölvir Guðmundsson (1935-1958) Reykjaskóla

  • HAH01247
  • Einstaklingur
  • 24.6.1935 - 9.7.1958

Gísli Ölvir var fæddur 24. júní 1935 að Laugarvatni, sonur Hlífar Böðvarsdóttur og Guðmundar heitins Gíslasonar, síðar skólastjóra að Reykjaskóla. Varð bráðkvaddur undir stýri á leigubíl. Gísli var þá fyrirvinna móður sinnar.

Guðmundur Sigurjónsson (1928-2011) Reykjavík

  • HAH07320
  • Einstaklingur
  • 10.12.1928 - 18.1.2011

Guðmundur Sigurjónsson 10. des. 1928 - 18. jan. 2011. Var á Laugavegi 42, Reykjavík 1930. Sjómaður og síðar verkstjóri í Reykjavík. Reykjaskóla 1945-1946.

Þorbjörn Leví Teitsson (1893-1975) Sporði

  • HAH09366
  • Einstaklingur
  • 20.10.1893 - 30.4.1975

Þorbjörn Leví Teitsson 20. október 1893 - 30. apríl 1975. Bóndi á Sporði, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Var á Sporði, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Þorkelshólshreppi.

Sölvi Sveinsson (1895-1972) Valagerði

  • HAH04142
  • Einstaklingur
  • 12.9.1895 - 25.4.1972

Guðmundur Sölvi Sveinsson 12. september 1895 - 25. apríl 1972 Var í Álftagerði hjá Víðimýri, Skag. 1901. Bóndi í Valagerði á Skörðum, Skag. 1930. Síðast bús. í Seyluhreppi. Ógiftur og barnlaus.

Guðmundur Andrésson (1928-2013) Felli í Árneshreppi

  • HAH07319
  • Einstaklingur
  • 5.7.1928 - 21.6.2013

Guðmundur Andrésson 5. júlí 1928 - 21. júní 2013. Var á Felli, Árnesssókn, Strand. 1930. Stýrimaður og skipstjóri í Reykjavík. Reykjaskóla 1945-1946.

Niðurstöður 5001 to 5100 of 10349