Anna Lára Gísladóttir Kolbeins (1954)
- HAH02376
- Einstaklingur
- 3.10.1954 -
Anna Lára Gísladóttir Kolbeins f. 3. október 1954
Anna Lára Gísladóttir Kolbeins (1954)
Anna Lára Gísladóttir Kolbeins f. 3. október 1954
Anna Lovísa Kolbeinsdóttir (1879-1961) Reykjavík
Anna Lovísa Kolbeinsdóttir 7. nóvember 1879 - 1. maí 1961. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Vesturgötu 41, Reykjavík 1930.
Anna Lýðsdóttir 1. september 1893 - 8. september 1986. Húsfreyja á Akureyri 1930. Kennari, síðast bús. á Akureyri.
Anna Magnúsdóttir (1852-1937) Stað í Hrútafirði
Anna Magnúsdóttir 11. september 1852 - 23. mars 1937 Húsfreyja á Stað í Hrútafirði og Skriðnisenni.
Anna María Baldvinsdóttir (1862-1935)
Anna María Baldvinsdóttir f. 12. mars 1862 - 13. desember 1935 Var á Bollastöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Vinnukona á Bollastöðum í Blöndudal, A-Hún. 1902. Ógift húskona Bollastöðum 1920.
Anna María Gísladóttir (1861-1941) Helgahúsi á Blönduósi / Þórðarhúsi
Anna María Gísladóttir 20. júní 1861 - 14. júlí 1941 Var á Aðalbóli, Efrinúpssókn, Hún. 1870. Vinnukona á Hnjúki, Undirfellssókn, Hún. 1880. Húsfreyja í Engihlíð, Holtastaðasókn, Hún. 1890. Húsfreyja í Helgahúsi (Þórðarhúsi), Blönduóssókn, Hún. 1898-1905. Var í Skagastrandarkaupstað 1930. Systir Unu í Unuhúsi.
Anna María Ólafsdóttir (1877-1952)
Anna María Ólafsdóttir f. 5. nóvember 1877 - 18. mars 1952. Barn hennar á Syðri-Þverá, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1900 frá Björnólfsstöðum, Engihlíðarhreppi, Hún.
Anna Ólafsdóttir (1902-1987) Gunnhildargerði
Anna Ólafsdóttir 29. ágúst 1902 - 20. mars 1987. Húsfreyja í Gunnhildargerði, Kirkjubæjarsókn, N-Múl. 1930. Húsfreyja í Gunnhildargerði, síðast bús. í Reykjavík.
Anna Pálína Benediktsdóttir (1873-1946)
Anna Pálína Benediktsdóttir 13. maí 1873 - 23. júlí 1946. Húsfreyja í Grjótárgerði, Bárðdælahr., S-Þing. Húsfreyja í Grjótárgerði, Lundarbrekkusókn, S-Þing. 1901.
Anna Sigríður Agnarsdóttir (1907-1987) frá Hofi í Vatnsdal
Anna Sigríður Agnarsdóttir 10. janúar 1907 - 7. nóvember 1987. Húsfreyja og saumakona í Reykjavík. Saumakona á Njarðargötu 9, Reykjavík 1930.
Anna Sigurlaug Guðmannsdóttir (1938-2006)
Anna Sigurlaug Guðmannsdóttir f. 12. ágúst 1938 - 29. október 2006 Var í Bakkakoti, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957.
Anna Þórðardóttir (1909-1996) Garði á Skildinganesi
Anna Þórðardóttir 17. mars 1909 - 12. júlí 1996 Húsfreyja í Garði, Skildinganesi, Reykjavíkursókn, Kjós. 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Útför Önnu fór fram í kyrrþey að hennar ósk 26. júlí 1996.
Anne Helene Evensen (1933) Blönduósi
Anne Helene Jóhannsdóttir 10. desember 1933. Var í Húsi Einars Evensens, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
Anton Bjarnason (1914-1992) Málarameistari í Reykjavík
Anton Bjarnason 11. ágúst 1914 - 16. desember 1992. Málarameistari í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík. Kjördóttir: Kolbrún Lilja Antonsdóttir, f.19.1.1949.
Anton Vilhelm Kristjánsson (1902-1969)
Anton Vilhelm Kristjánsson 7. mars 1902 - 13. júní 1969. Vélstjóri á Siglufirði 1930. Ólst upp á Siglufirði. Vélstjóri og verkamaður á Raufarhöfn og víðar, síðast bús. í Raufarhafnarhreppi.
Ari Eiríksson (1850-1928) Valdalæk
Ari Eiríksson 9. febrúar 1850. Var í Tungu, Tjarnarsókn, Hún. 1860. Bóndi í Valdalæk, Vesturhópshólasókn, Hún. 1901. Kjörbarn: Guðmundur M. Eiríksson, f.17.3.1891.
Skv kirkjubókum var hann fæddur 26.1.1851 ["Iceland Baptisms, 1730-1905", database, FamilySearch (https://familysearch.org/ark:/61903/1:1:FGRS-RYV : 22 January 2020), null, 1851.]
Ari Hafsteinn Richardsson (1957)
Ari Hafsteinn Richardsson 29. júní 1957. Sjómaður Blönduósi. Faðir skv. Krossaætt: Richard Reed Addy, f. 9.12.1923 í Bandaríkjunum.
Ari Jóhannes Jósefsson (1939-1964) skáld frá Bala á Blönduósi
Ari Jóhannes Jósefsson 28. ágúst 1939 - 18. júní 1964. Skáld. Var á Bala, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Drukknaði. Hann fór til Reykjavíkur eftir að hafa hætt í MA, þar sem hann varð fljótlega áberandi í hópi ungu skáldanna. Hann stundaði nám í íslenskum fræðum í tvö ár, hélt svo til Rúmeníu til að læra rómönsk fræði og var á heimleið þaðan þegar hann féll fyrir borð á Gullfossi og drukknaði, þann 18. júní 1964.
Um brostinn streng
er skyldi skærast hljóma
um skugga er bar
á vornótt svona heiða
lognaldan þylur fregn við fjörusand.
Feiknstöfum rituð
eru örlög manna
alinn við mold og steina
hafdjúp gistir
einn er hver sér þótt sýnist fleiri í för.
Fjallkonan beið þín
hreina hjartaprúða
með hvítan kollinn
nýja rós á barmi var seiður hafsins þyngri þessa nótt?
Hví fórstu Ari
í faðminn Ránar kalda?
Fagnað þér skyldi
er stigir þú á grundu.
Það er ei öllum unnt að komast heim.
H.B.B.
Mikils er vant — en með í för
munu augu þín dul og snör
þar sem baráttan brýnust er;
bera megi hún svip af þér —
gustur sem úngur ör og hlýr
inní þykknið af bragði snýr
kliðar saungva í regnsins raust
ryður brautina hlífðarlaust
unz í myrkviðnum mannsins vé:
moldin bakvið hin dauðu tré
finnur í vexti frjómögn sín —
félagi, slík er minníng þín.
Þorsteinn frá Hamri.
Ari Jónsson Arnalds (1872-1957) sýslumaður Blönduósi
Ari Jónsson Arnalds 7. júní 1872 - 14. apríl 1957. Bæjarfógeti á Seyðisfirði og Sýslumaður í N-Múl. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Bæjarfógeti á Seyðisfirði 1930. Fyrrverandi bæjarfógeti í Reykjavík 1945. Sýslumaður Blönduósi 1914-1918.
Arndís Jónsdóttir 25. júní 1890 - 19. ágúst 1978. Húsfreyja á Höskuldsstöðum, Hjarðarholtssókn, Dal. 1930. Saumakona Borðeyri 1910, þá búsett á Bæ í Hrútafirði.
Arnkell Benediktsson (1922-1955)
Arnkell Benediktsson 9. október 1922 - 19. júní 1955. Var á Ási, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Verkfræðingur í Reykjavík. Ókvæntur og barnlaus.
Arnljótur Guðmundsson (1836-1893) Syðri-Löngumýri
Arnljótur Guðmundsson 2. febrúar 1836 - 12. nóvember 1893. Var á Guðlaugsstöðum í Svínavatnssókn, Hún. 1845. Bóndi á sama stað og Syðri-Löngumýri. Bóndi Syðrilöngumýri 1870.
Arnljótur Jónsson 21. desember 1903 - 13. febrúar 1970 Lögfræðinemi í Ingólfsstræti 9, Reykjavík 1930. Lögfræðingur í Reykjavík 1945. Aðalgjaldkeri Sjúkrasaml. í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík. Læknishúsi Blönduósi 1920.
Arnljótur Ólafsson (1879-1937) frá Tyrfingsstöðum á Kjálka
Arnljótur Ólafsson 11. júlí 1879 - 7. október 1937. Fór til Vesturheims 1883 frá Tyrfingsstöðum, Akrahreppi, Skag. Var í Thingvalla, Pembina, N-Dakota, USA 1900.
Arnljótur ólst upp og var til heimilis hjá stjúpföður sínum og móður, þangað til hann kvongaðist árið 1902, Sigurrósu Sigurbjörnsdóttur Guðmundssonar úr Eyford-bygð, N. D., ættaðri úr Eyjafirði í móðurætt, en frá Hólsfjöllum í Þingeyjarsýslu í föðurætt. Það ár fluttu ungu hjónin norður til Winnipegosis, Man. og staðnæmdust þar í 2 ár, en komu til baka aftur til þessarar bygðar 1904, og keyptu bújörð 2 ½ mílu norðvestur af Mountain, og hafa búið þar síðan í 33 ár. Þar kvaddi hann ástvini sína, og þar býr ekkja hans enn, með syni sínum, ásamt dóttur og tengdasyni, Mr. og Mrs. John Hallgrímson
Arnór Sigurðsson 1. mars 1919 - 14. nóvember 1998 Sýsluskrifari og verslunarmaður á Sauðárkróki. Var á Sauðárkróki 1930. Síðast bús. í Kópavogi.
Auðólfur Gunnarsson 15. apríl 1937 yfirlæknir skurðlækningasviðs kvennadeildar Landspítala Hringbraut.
Auður Sturludóttir (1975) Blönduósi
Auður Sturludóttir 24. nóvember 1975
Axel Arnór Einar Bjarnason (1911-1981)
Axel Arnór Einar Bjarnason 12. október 1911 - 12. desember 1981 Daglaunamaður á Stýrimannastíg 5, Reykjavík 1930. Bílstjóri í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Uppeldisfor: Bjarni Bjarnason 28. nóvember 1867 - 10. nóvember 1956 Málarameistari í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Húsamálari á Stýrimannastíg 5, Reykjavík 1930 og kona hans Guðlaug Hannesdóttir 27. nóvember 1883 - 23. október 1970 Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Stýrimannastíg 5, Reykjavík 1930.
Axel Gígjar Ásgeirsson 18. apríl 1964.
Baldur Þórður Steingrímsson (1907-1968)
Baldur Þórður Steingrímsson 3. ágúst 1907 - 20. júlí 1968 Nemi á Akureyri 1930. Deildarverkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Baldvin Ingimarsson Kristjánsson 22. apríl 1944. Fósturforeldrar um tíma: Guðbrandur Jón Frímannsson 26. maí 1922 - 20. mars 2000 og Hallfríður Eybjörg Rútsdóttir 8. nóvember 1927 - 30. nóvember 2015
Benedikt Helgason (1877-1943) Ytra-Tungukoti, Blöndudal
Benedikt Helgason 2. október 1877 - 28. apríl 1943 Bóndi í Ytra-Tungukoti, Blöndudal, á Skinnastöðum í Húnavatnssýslu, Agnarsbæ Blönduósi 1925 og 1941.
Benedikt Kristjánsson (1840-1915) prestur Grenjaðarstað
Benedikt Kristjánsson 5. nóvember 1840 - 26. janúar 1915 Vígðist að Skinnastað í Axarfirði og var prestur þar 1869-1873, prestur á Helgastöðum í Reykjadal 1873-1876 og loks á Grenjaðarstað 1876-1907 en mun hafa haldið staðinn til 1911. Fluttist þá til Húsavíkur og var þar til æviloka. Prófastur Suður-Þingeyinga 1878-82. Sýslunefndarmaður. Póstafgreiðslumaður. Mildur og vinsæll kennimaður.
Benedikt Líndal Hjartarson (1892-1967) Efra-Núpi V-Hvs
Benedikt Líndal Hjartarson 1. desember 1892 - 31. október 1967 Var í Reykjavík 1910. Bóndi og hreppstjóri í Efra-Núpi í Fremri-Torfustaðahr., V-Hún.
Benedikt Samsonarson (1857-1925) Skálholtskoti
Benedikt Samsonarson 11. júlí 1857 - 11. nóvember 1925 Vinnuhjú á Miðhúsum í Þingi 1873 og 1875. Vinnumaður í Miðhúsum, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Járnsmiður í Skálholtskoti, Reykjavíkursókn, Gull. 1890. Fór til Kanada eftir skilnað við Guðríði 1892.
Berghildur Ásdís Stefánsdóttir (1972)
Berghildur Ásdís Stefánsdóttir 4. apríl 1972
Berglind Grímsdóttir (1995) Steiná
Berglind Grímsdóttir f. 15. júní 1995
Bergþór Gunnarsson (1964) Blönduósi
Bergþór Gunnarsson 21. júní 1964 Blönduósi
Bergþór Ingi Leifsson f. 10. júlí 1964 Blönduósi 1971
Bergþóra Sigfúsdóttir (1877-1957)
Bergþóra Sigfúsdóttir Benediktsson (Berga) 20. maí 1877 - 29. 8 1957. Fór til Vesturheims 1886 frá Vestdalseyri, Seyðisfjarðarhreppi, N-Múl. Toppenish Yakima Washingthon fylki USA.
Foreldrar hennar voru merkishjónin Sigfús Magnússon (dáinn 31. okt. 1932 í Toppenish Wash), sonur séra Magnúsar Jónssonar, prests á Grenjaðarstað og Guðrún (dáin 26. janúar 1913) dóttir séra Benedikts prófasts Kristjánssonar í Múla. Sigfús fór kynnisför, 18 ára gamall, til Bandaríkjanna 1873, rétt eftir að vesturflutningar hófust, dvaldi þar um hálft annað ár, ferðaðist í nýlenduskoðun til Nebraska ásamt Jóni Halldórssyni frá Stóruvöllum í Barðardal og Torfa Bjarnasyni, síðar skólastjóra í Ólafsdal, en átti þó aðallega heima í Milwaukee. Heim hvarf hann aftur í byrjun desember mánaðar 1874, kvongaðist nokkru seinna 1876, Guðrúnu Benediktsdóttir og byrjuðu þau búskap í Múla. Eftir 6 ára veru þar fluttu þau á Seyðisfjörð og þaðan vestur 1886. Staðnæmdust þau fyrst í grend Long Pine í Nebraska, námu þar land og bjuggu þar í 6 ár. Fluttu þau þá þaðan til Duluth og bjuggu þar, það sem eftir var, þangað til nú fyrir fáum árum að Sigfús flutti vestur á Kyrrahafsströnd til dóttur sinnar giftrar, konu Baldurs Kristjánssonar frá Grenjaðarstað og andaðist þar sem áður segir.
Birgir Þórbjörnsson 5. febrúar 1944 Var á Flankastöðum, Höfðahr., A-Hún. 1957.
Birna Bergmann Guðjónsdóttir (1948)
Birna B Guðjónsdóttir 9. október 1948 Var á Fellsbraut 4, Höfðakaupstað , A-Hún. 1957.
Birna Halldórsdóttir Melsteð (1910-1994) Holstebro Danmörk
Birna Halldórsdóttir Melsteð 29. janúar 1910 - 19. nóvember 1994 Verslunarstúlka á Sólbakka við Kaplaskjólsveg, Reykjavík 1930. Flutti til Danmörku.
Birna Sigurbjörg Richarðsdóttir (1951)
Birna Sigurbjörg Richarðsdóttir 17. ágúst 1951 Var í Laufskála, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Hólmavík.
Bjarghildur Ingibjörg Sigurðardóttir (1926-2015)
Bjarghildur Ingibjörg Sigurðardóttir 9. apríl 1926 - 13. janúar 2015 Var í Vallanesi, Vallanessókn, S-Múl. 1930. Húsfreyja, verslunarstarfsmaður, skrifstofustarfsmaður og staðgengill skattstjóra á Egilsstöðum. Gegndi ýmsum félagsstörfum.
Birna Hallbera Ragnarsdóttir (1954)
Birna Hallbera Ragnarsdóttir 19. október 1954 Var á Björnshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
Bjarni Bjarnason (1913-1979) Hæstaréttarlögmaður í Reykjavík
Bjarni Bjarnason 2. mars 1913 - 30. mars 1979 Var á Túngötu 16, Reykjavík 1930. Hæstaréttarlögmaður í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík. Bæjarfógeti á Siglufirði skv. ÍÆ.
Bjarni Hinriksson 6. september 1963, myndlistarmaður og grafíker hjá fréttastofu RÚV.
Bjarni Ingvi Einarsson (1897-1978) Sandgerði og Einarsnesi
Bjarni Ingvi Einarsson 3. ágúst 1897 - 15. ágúst 1978 Daglaunamaður á Blönduósi 1930. Var á Blöndubakka, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Járnsmiður á Blönduósi. Ókvæntur og barnlaus.
Bjarni Jónsson 18. september 1835 - 25. febrúar 1873 Bóndi í Glerárskógum 1859, í Ásgarði, Sælingsdalstungu, Teigi og Rauðbarðaholti. Bóndi í Knarrarhöfn í Hvammssveit, Dal. 1871-73.
Bjarni Kristinsson (1915-1982) Kornsá, Vegamótum og Selfossi
Bjarni Kristinsson 28. apríl 1915 - 18. febrúar 1982 Var á Hofi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Fósturfor: Ágúst Böðvar Jónsson og Ingunn Hallgrímsdóttir. Bóndi á Kornsá, Áshr., A-Hún. Vegamótum Blönduósi 1944-1951 og á Stöðlum og í Auðsholtshjáleigu í Ölfusi. Síðar verkamaður á Selfossi. Síðast bús. í Selfosshreppi., kona hans 31.12.1944; Jónína Alexandra Kristjánsdóttir f. 25. nóv. 1925 Blö. d. 30. maí 2011, sjá Langaskúr, Kornsá og Selfossi.
Bjarni Þorsteinsson (1861-1938) prestur Siglufirði
Björg Jóhannesdóttir (1866-1924) frá Brekku í Þingi
Björg Jóhannesdóttir 22.8.1866-1924
Björg Jónsdóttir 15.10.1867 Var á Vesturá í Holtastaðasókn, Hún. 1890.
Björg Kolka Haraldsdóttir (1944)
Björg Kolka Haraldsdóttir (BJ Melkun) 14. september 1944 Var á Héraðshælinu, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Kisa Texas
Björg Sigurðardóttir (1841) Helgavatni
Björg Sigurðardóttir 1. febrúar 1841. Var á Kárdalstungu, Grímstungusókn, Hún. 1845. Vinnukona á Helgavatni, Undirfellssókn, Hún. 1860 og 1880.
Björg Stefánsdóttir (1852-1913)
Björg Stefánsdóttir 19. desember 1852 - 17. desember 1913 Var á Brekku, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Ógift Reykjum 1890
Björg Steinsdóttir (1863-1894) Grundarkoti og Æsustöðum í Langadal
Björg Steinsdóttir 29.4.1863. Var í Grundarkoti, Holtastaðasókn, Hún. 1870. Vinnukona í Bólstaðarhlíð, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1880.
Björg Sveinsdóttir (1897-1990) frá Mjóadal
Björg Sveinsdóttir 17. desember 1897 - 4. september 1990. Var í Mjóadal, Holtastaðasókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Skógum, Reykholtssókn, Borg. 1930. Húsmóðir að Skógum í Flókadal og á Akranesi. Síðast bús. á Akranesi.
Klara Sigurðardóttir (1907-1985) frá Balaskarði
Björghildur Klara Sigurðardóttir 7. febrúar 1907 - 30. janúar 1985 Var í Reykjavík 1910. Vinnukona á Ásvallagötu 10 a, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Björg Sigríður Sigurðardóttir (1900-1988)
Björg Sigríður Sigurðardóttir 10. júní 1900 - 5. maí 1988 Húsfreyja á Sóleyjargötu 15, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945.
Björn Bergmann Guðmundsson Björnsson (1898-1969)
Björn Bergmann Guðmundsson Björnson 4. mars 1898 - 26. ágúst 1969 Verkfræðingur í Bandaríkjunum. Var í Reykjavík 1910.
Björn Berthel Líndal Árnason (1929-2010)
Björn Berthel Líndal 31. desember 1929 - 14. desember 2010. Var á Svalbarði, Svalbarðseyri, Svalbarðssókn, S-Þing. 1930. Nefndur Björn Bertel á manntali 1930.
Björn Björgvin Jónsson (1954) Köldukinn
Björn Björgvin Jónsson 16. mars 1954 Var í Köldukinn í Torfalækjahr., A-Hún. 1957.
Björn Cýrusson (1886-1967) Sólheimum í Dölum
Björn Cýrusson 7. desember 1886 - 24. desember 1967 Bóndi í Sólheimum I, Hjarðarholtssókn, Dal. 1930. Var í Öndverðarnesi, Ingjaldshólssókn, Snæf. 1890. Bóndi á Hömrum í Laxárdal, Dal. 1912-22 og í Gröf 1922-27. Verkamaður í Reykjavík 1949. Síðast bús. í Reykjavík.
Björn Eiríkur Geirmundsson (1891-1965) Holti á Ásum, Hnjúkum ov
Björn Eiríkur Geirmundsson 25. maí 1891 - 7. febrúar 1965 Bóndi í Holti, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Hnjúkum í Sveinsstaðarhr. A.-Hún., og á Strjúgsstöðum í Langadal.
Björn Guttormur Gunnlaugsson (1954)
Björn Guttormur Gunnlaugsson 23. desember 1954 bóndi Heiðarseli N-Múl
Björn Guðmann Karlsson (1917-1991) Björnólfsstöðum
Björn Guðmann Karlsson 23. mars 1917 - 30. ágúst 1991 Var í Kirkjuskarði, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Björnólfsstöðum, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.
Björn Guðmundsson 1839 Umsvölum 1840. Bóndi Gautsdal 1870, var á Bakka í Vatnsdal 1845.
Björn Guðmundur Björnsson (1882-1961) Reykholti Hvammstanga
Björn Guðmundur Björnsson 23. desember 1882 - 23. nóvember 1961 Var á Urriðaá, Staðarbakkasókn, Hún. 1901. Bóndi á Hvammstanga 1930. Bóndi í Torfustaðahúsum í Ytri-Torfustaðahr., V-Hún., ekkill þar 1920, síðar smiður og organisti á Hvammstanga. Var í Reykholti, Hvammstangahr., V-Hún. 1957.
Björn Gunnarsson (1942-2013) Efri-Mýrum
Björn Gunnarsson 6. júlí 1942 - 19. janúar 2013 Vélstjóri á Akureyri, bóndi á Efrimýrum í Engihlíðarhreppi, sjómaður í Grindavík og síðar nuddari á Akureyri. Hann lést á Landspítalanum hinn 19. janúar 2013.
Björn ólst upp á Ólafsfirði, hóf búskap með Klöru á Akureyri. Hann var sjómaður frá unga aldri, lærði vélstjórn og starfaði sem slíkur um árabil. Hann var umsjónarmaður orlofshúsa á Illugastöðum í Fnjóskadal á árunum 1970-1974. Bóndi á Efrimýrum í Engihlíðarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu 1974 til 1980. Þá aftur sjómaður nú frá Grindavík og flutti þangað 1981. Þegar hann hætti til sjós fór hann að vinna við laxeldi og nema nudd. Hann útskrifaðist sem nuddfræðingur árið 1991 og starfaði nokkur ár í Grindavík en flutti svo með fjölskylduna til Akureyrar 1992. Klara lést í febrúar 1993. Björn hélt alla tíð áfram að mennta sig meira í nuddi, var meðal annars kominn með meistararéttindi. Árið 1994 hóf Björn sambúð með eftirlifandi sambýliskonu sinni Sigríði Olgeirsdóttur og setti saman heimili með henni ásamt samtals fimm börnum þeirra beggja. Björn átti og rak um árabil Nuddstofu Bjössa á Byggðavegi 151 á Akureyri.
Útför Björns fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 25. janúar 2013, og hefst athöfnin kl. 13.30.
Björn Jóhann Jóhannesson (1905-1970) Fjósum
Björn Jóhann Jóhannesson 17. nóvember 1905 - 27. apríl 1970 Bóndi á Fjósum í Svartárdal, Hún., síðast bús. í Bólstaðarhlíðar.
Björn Jóhannesson 9. nóvember 1858 - 21. apríl 1935 Var á Syðri-Kárastöðum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Ósum, Vesturhópshólasókn, Hún. 1890. Bóndi og formaður á Kárastöðum.
Björn Jóhannesson (1895-1964) Hafnarfirði
Björn Jóhannesson 28. mars 1895 - 22. nóvember 1964 Bæjarfulltrúi og hafnargjaldkeri í Hafnarfirði. Í stjórn verkamannafélagsins Hlífar í mörg ár, formaður um skeið. Einn af stofnendum Sjómannafélags Hafnarfjarðar, í stjórn þess og formaður um hríð. Gjaldkeri í Hafnarfirði 1930. Félagi í Kvæðamannafélagi Hafnarfjarðar.
Björn Jóhannsson (1882-1944) kennari Lundi í Grenivík
Björn Jóhannsson 6. október 1882 - 17. september 1944 Bóndi og kennari á Skarði og Skuggabjörgum í Dalsmynni, S-Þing. og síðar í Lundi í Grenivík. Síðast bús. í Lundi.
Björn Jónsson (1858-1924) Prestur á Bergsstöðum í Svartárdal 1886-1889,
Björn Jónsson 15. júlí 1858 - 3. febrúar 1924 Prestur á Bergsstöðum í Svartárdal 1886-1889, Miklabæ í Blönduhlíð 1889-1921. Prófastur á Miklabæ í Blönduhlíð, Skag. 1914-1919.
Aðalbjörn Benediktsson (1925-2008)
Aðalbjörn Benediktsson, fyrrverandi héraðsráðunautur og bóndi á Grundarási í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu, fæddist á Aðalbóli í Miðfirði hinn 23. júlí 1925. Hann lést á Landspítalanum 13. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólöf Sigfúsdóttir húsfreyja á Aðalbóli, f. 22. febrúar 1894, d. 17. apríl 1983, og Benedikt Jónsson bóndi á Aðalbóli, f. 28. júní 1895, d. 30. janúar 1988. Bróðir Aðalbjarnar var Jón bóndi í Höfnum á Skaga, f. 23. maí 1921, d. 30. desember 2002.
Eiginkona Aðalbjarnar er Guðrún Benediktsdóttir fyrrverandi kennari og bóndi, f. 10. júlí 1928. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja og Benedikt H. Líndal bóndi og hreppstjóri. Þau bjuggu á Efra-Núpi í Miðfirði. Aðalbjörn og Guðrún eignuðust þrjár dætur. Þær eru: 1) Sigrún prófessor, f. 9. júlí 1949, maki Þórólfur Ólafsson. Þau eiga tvo syni, a) Aðalbjörn, sambýliskona Þorbjörg S. Stefánsdóttir og eiga þau þrjú börn, Sigrúnu Auði Tinnu, Benedikt Inga og Baldur Thor, og b) Þórólf Rúnar. 2) Inga Hjördís kennari, f. 22. ágúst 1951, maki Helgi Jón Jónsson. Þau eiga tvo syni, a) Aðalbjörn Hrannar, sambýliskona Signý Þórarinsdóttir, dóttir þeirra Matthildur Emelía, og b) Hrafnkel Helga, maki Guðfinna Ásta Birgisdóttir, sonur þeirra Benedikt Birgir. 3) Aldís kennari og leiðsögumaður, f. 30. október 1952, sambýlismaður Páll Sigurðsson. Dætur Aldísar og Jóns Tryggva Kristjánssonar, fyrrverandi sambýlismanns hennar, eru a) Guðrún Elfa, maki Baldvin Björn Haraldsson, þau eiga synina Sólon Baldvin, Dag Baldvin og Eið Baldvin, og b) Aldís Arna, sambýlismaður Sigurður Guðmundsson, sonur þeirra Örn Daði.
Aðalbjörn lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri vorið 1946, landsprófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni vorið 1947 og brautskráðist sem búfræðikandídat frá nýstofnaðri framhaldsdeild Bændaskólans á Hvanneyri vorið 1949. Næstu tvö árin starfaði Aðalbjörn hjá Nautgriparæktarsambandi Borgfirðinga. Árið 1951 flutti hann í Aðalból með fjölskyldu sína og gerðust þau hjónin bændur í sambýli við foreldra hans. Vorið 1953 réðst Aðalbjörn til Búnaðarsambands Vestur-Húnavatnssýslu til að annast rekstur Ræktunarsambands V-Hún. (RSVH) og gerðist jafnframt kennari við Reykjaskóla í Hrútafirði. Árið eftir var hann ráðinn í fullt starf sem héraðsráðunautur og framkvæmdastjóri RSVH. Hann gegndi því starfi til ársins 1988 eða í 35 ár. Þau hjónin bjuggu á Laugarbakka í Miðfirði í nokkur ár áður en þau byggðu nýbýlið Grundarás. Hin síðari ár hafa þau búið í Reykjavík.
Aðalbjörn tók mikinn þátt í félagsmálum og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Hann sat meðal annars í hreppsnefnd Fremri-Torfustaðahrepps, var oddviti um árabil og sýslunefndamaður hreppsins um skeið. Þá sat hann í stjórn Kaupfélags Vestur–Húnvetninga frá 1968-1985 og var formaður þess í 10 ár frá 1975. Í störfum sínum stóð Aðalbjörn fyrir og tók þátt í að koma á ýmsum umbótum í sýslunni. Má þar nefna ræktunarmál, uppbyggingu húsakosts og flýtingu rafvæðingar. Sérstakt hugðarefni hans var að fá því framgengt að laxastigi yrði settur við Kambsfoss í Austurá í Miðfirði. Hann vann að því máli í áratugi áður en það markmið náðist og leit á það sem jarðabætur á landsvísu. Aðalbjörn lét sig ýmis þjóðmál varða og skrifaði greinar um þau í dagblöð og tímarit.
Útför Aðalbjarnar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag 21. ágúst 2006 og hefst athöfnin klukkan 13.
Aðalheiður Jóhannesdóttir (1931-1997) píanókennari
Aðalheiður Jóhannesdóttir fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1931. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 15. júní 1997. . Aðalheiður lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands 1949. Hún stundaði jafnframt tónlistarnám í píanóleik, síðast við Tónlistarskólann í Reykjavík, og kenndi síðar píanóleik um nokkurra ára skeið. Haukur og Aðalheiður bjuggu fyrstu hjúskaparárin í Svíþjóð þar sem Aðalheiður vann við skrifstofustörf. Þau fluttust heim árið 1957. Aðalheiður tók próf sem leiðsögumaður ferðamanna árið 1973. Auk húsmóðurstarfa vann hún við ferðaleiðsögn í 5 ár, en var síðan skrifstofumaður, lengst af sem fulltrúi á Orkustofnun. Aðalheiður var um árabil félagi í International Training in Communication og einn af stofnfélögum ITC-deildarinnar Kvists. Útför Aðalheiðar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag 26. júní 1997 og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Aðalheiður Jónasdóttir (1922-1995) frá Eiðsstöðum
Aðalheiður Jónasdóttir fæddist á Eiðsstöðum í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu 30. desember 1922.
Hún lést í Reykjavík 16. febrúar 1995. Útför Aðalheiðar Jónasdóttur fór fram frá Langholtskirkju 24. febr. 1995 og hófst athöfnin kl. 15.
Björn Arason (1931-2002) kennari Borgarnesi
Björn Arason fæddist 15. desember 1931 á Blönduósi.
Hann lést á Landspítalanum 22. febrúar 2002.
Útför Björns fór fram frá Borgarneskirkju 1. mars 2002 og hófst athöfnin klukkan 14.
Erla Bergþórsdóttir (1941-2003)
Erla Bergþórsdóttir fæddist í Ólafsvík 16. júní 1941. Hún andaðist á sjúkrahúsi Blönduóss 27. mars 2003. Foreldrar hennar voru Bergþór Steinþórsson, f. í Ólafsvík 26. nóv. 1921, d. 22. sept. 2001, og Helga Ólafsdóttir, f. á Brimisvöllum á Snæfellsnesi 25. júní 1913, d. 13. mars 1998. Systkini Erlu eru Guðrún Geirmundsdóttir, f. 13. sept. 1935, d. 6. febr. 1985, Guðmundur Bergþórsson, f. 9. febr. 1950, Þorsteinn Bergþórsson, f. 30. júní 1951, Ásdís Unnur Bergþórsdóttir, f. 17. júlí 1952, Hrönn Bergþórsdóttir, f. 30. okt. 1953, Freyja Elín Bergþórsdóttir, f. 29. sept. 1956, Björk Bergþórsdóttir, f. 5. sept. 1958, Aron Karl Bergþórsson, f. 10. des. 1959, og Jóhanna Bergþórsdóttir, f. 22. okt. 1964.
Erla eignaðist sitt fyrsta barn, Helgu Hauksdóttur, 8. maí 1963 með sambýlismanni sínum, Hauki Heiðdal, f. 12. júlí 1941 á Patreksfirði, sonur Önnu Sigríðar Jóhannesdóttur, f. 7. nóv. 1903, d. 17. febr. 1993. Helga er gift Hirti Sævari Hjartarsyni, f. 26. nóv. 1961. Börn þeirra eru Rannveig Aðalbjörg, f. 9. febr. 1984, unnusti hennar er Haukur Berg Guðmundsson, f. 7. okt. 1984, Erla Guðrún, f. 26. des. 1985, Ólína Björk, f. 13. sept. 1988, Helga Rut, f. 29. apríl 1991, Hjörtur Sævar, f. 21. des. 1995, Sigurður Ingi, f. 8. ágúst 1999, og Vilberg Haukur, f. 31. ágúst 2002.
Erla giftist 20. apríl 1967 Sigurði Inga Þorbjörnssyni, f. 30. nóv. 1945, frá Kornsá II í Vatnsdal, syni Þorbjörns Kristjáns Jónssonar, f. 12. okt. 1905, d. 30. júní 1976, og Elínar Sigurtryggvadóttur, f. 26. sept. 1920. Þau eignuðust þrjá syni. Þeir eru: 1) Þorbjörn Ragnar Sigurðsson, f. 27. sept. 1966, kvæntur Sigríði Brynju Hilmarsdóttur, f. 6. sept. 1966, eiga þau Hilmar Örn, f. 28. júní 1990, og Eyrúnu Ingu, f. 8. sept. 2000. 2) Haraldur Sigurðsson, f. 7. mars 1971, kvæntur Pálu Pálsdóttur, eiga þau Pál, f. 1. nóv. 2001, og Örnu, f. 1. nóv. 2001. 3) Bergþór Sigurðsson, f. 9. janúar 1977, dætur hans eru Ingunn Mist, f. 4. okt. 1998, og Ýrena Sól, f. 26. apríl 2000.
Erla ólst upp hjá móður sinni á Snæfellsnesi. Fluttust þær til Reykjavíkur 1955.
Erla flytur í Austur-Húnavatnssýslu 1964 og fer að búa með Sigurði Inga á Nautabúi í Vatnsdal. Bjuggu þau síðan í Grundarfirði frá 1974 til 1977. Þá flytjast þau að Kornsá II í Vatnsdal og hefja aftur búskap. Vann hún einnig utan heimilis, í mötuneyti Húnavallaskóla, við umönnun á Sjúkrahúsi Blönduóss og í mötuneyti Landsvirkjunar við Blönduvirkjun.
Útför Erlu verður gerð frá Blönduóskirkju í dag 5. apríl 2003 og hefst athöfnin klukkan 11. Jarðsett verður í Sauðárkrókskirkjugarði.
Erla Guðjónsdóttir (1922-1997)
Erla Guðjónsdóttir var fædd að Fremstuhúsum í Dýrafirði 17. maí 1922. Hún lést á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 25. nóvember 1997. Foreldrar hennar voru hjónin í Fremstuhúsum, þau Guðjón Finnur Davíðsson, f. 28.6. 1891, d. 23.12. 1979, og Borgný Jóna Hermannsdóttir, f. 28.2. 1897, d. 29.1. 1986. Systkini Erlu: Vilborg, f. 4.12. 1917; Laufey, f. 18.6. 1919, d. 9.10. 1986; Guðrún, f. 29.10. 1920; Drengur, f. 23.9. 1923, d. 19.11. 1990; Rannveig, f. 7.12. 1927; Kristín Sigríður, f. 25.9. 1930, og Hermann Birgir, f. 19.06. 1936. Erla giftist hinn 26.12. 1949 Guðjóni Jóhannessyni, byggingarmeistara á Patreksfirði, f. 28.1. 1911, d. 13.9. 1993. Börn Erlu og Guðjóns eru: 1) Friðrik Vagn, f. 23.12. 1950, læknir, búsettur á Akureyri, kvæntur Kristínu S. Árnadóttur og eiga þau tvö börn og eitt barnabarn. 2) Hermann, f. 17.10. 1952, verkfræðingur, búsettur í Reykjavík, kvæntur Berthu S. Sigurðardóttur og eiga þau tvær dætur. 3) Guðjón Jóhannes, f. 21.8. 1957, tæknifræðingur, búsettur á Nýja Sjálandi, kvæntur Vivienne Iverson og eiga þau þrjú börn. 4) Björgvin, f. 20.2. 1959, jarðfræðingur, búsettur á Akranesi, kvæntur Hjördísi Hjartardóttur og eiga þau fimm börn 5) Dýrleif, f. 16.3. 1963, viðskiptafræðingur, búsett í Reykjavík, gift Óðni Þórarinssyni og eiga þau tvö börn. Erla stundaði nám við Héraðsskólann að Núpi í Dýrafirði og Kvennaskólann á Blönduósi. Hún fór til Patreksfjarðar árið 1948 til að vinna og þar kynntist hún Guðjóni manni sínum. Erla og Guðjón bjuggu öll sín búskaparár á Patreksfirði. Erla flutti til Reykjavíkur fyrir tveimur árum. Útför Erlu fer fram frá Patreksfjarðarkirkju í dag 3. des 1997 og hefst athöfnin klukkan 14.
Fjóla Steingrímsdóttir (1927-1993) frá Svalbarða Blönduósi
Fjóla var fædd á Blönduósi 23. ágúst 1927. Fjóla var í leyfi frá vinnu vegna veikinda er hún lést.
Freyja Þorsteinsdóttir (1916-1990) Dalvík
Freyja Þorsteinsdóttir frá Efstakoti Fædd 9. ágúst 1916 Dáin 7. janúar 1990 Frænka okkar Freyja Þorsteinsdóttir var jarðsett á Dalvík 13. janúar síðastliðinn. Hún fæddist á Hamri í Svarfaðardal 9. ágúst 1916 og fluttist með foreldrum sínum í Efstakot á Dalvík árið 1918. Foreldrar hennar voru Kristrún Friðbjörnsdóttir frá Efstakoti og Þorsteinn Antonsson útvegsbóndi frá Hamri. Freyja giftist 12. júlí 1952 Sigurði Hjartarsyni múrara ættuðum frá Auðsholtshjáleigu í Ölfusi.
Börn þeirra eru: Kristrún Júlía fædd 1950, kennari á Hauganesi, maki Hilmir Sigurðsson útgerðarmaður. Þau eiga 3 börn, Guðrúnu, Freyju og Trausta.
Hjörtur fæddur 1953, húsasmiður á Akureyri, maki Sigrún Stefánsdóttir. Þau eiga 4 börn, Sigurð, Katrínu Maríu, Kristrúnu Sigríði og Stefán.
Þorsteinn Óli fæddur 1957, tæknifræðingur í Reykjavík, maki Ingileif Sigfúsdóttir hjúkrunarfræðingur. Þau eiga tvo syni, Arnar og Bjarka.
Friðgeir Lúðvíksson Kemp (1917-2007)
Friðgeir Kemp fæddist á Illugastöðum í Laxárdal í Skagafirði 29. apríl 1917. Hann lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 2. september síðastliðinn.
Friðgeir ólst upp á Illugastöðum í Laxárdal og stóð fyrir búi með foreldrum sínum þegar hann hafði aldur til. Árið 1950 hófu þau Elsa búskap í Efri-Lækjardal á Refasveit í Austur-Húnavatnssýslu og sátu þá jörð til 1993 að þau brugðu búi og fluttust til Sauðárkróks.
Útför Friðgeirs var gerð frá Sauðárkrókskirkju 10. september.
Friðrik Björnsson (1928-2007) Gili í Svartárdal
Friðrik Björnsson fæddist á Valabjörgum í Seyluhreppi 8. júní 1928. Á Valabjörgum bjó fjölskyldan í 13 ár eða til ársins 1941, þá hún flytur að Brún í Svartárdal en 1945 flytja þau að Gili í Svartárdal. Árið 1954 kaupir Friðrik jörðina og bjó þar til æviloka.
Hann andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 3. janúar 2007.
Útför Friðriks var gerð frá Blönduóskirkju 13.1.2007 og hófst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett var í heimagrafreit á Gunnsteinsstöðum.
Friðrik Gunnar Indriðason (1916-1993) Langaskúr Blönduósi ov
Friðrik Gunnar Indriðason Minning Fæddur 20. júlí 1916 Dáinn 20. nóvember 1993. Var á Blönduósi 1930. Var í Hreppshúsinu, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Húsvörður og bifreiðastjóri á Blönduósi.
Gorm Erik Hjort fæddist í Stövring í Danmörku 11. september 1917. Hann lést í Árósum 16. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Arne Hjort læknir og kona hans Erna Claudía María Hjort.
Gorm Erik giftist 24. júlí 1949 Salóme (Lóu) Gísladóttur húsmæðrakennara og skólaárið 1947 til 1948 skólastýru Kvennaskólans á Blönduósi, f. 29. okt. 1913 í Þórormstungu í Vatnsdal. Hún andaðist 21. ágúst 1990. Heimili þeirra hjóna var á Alphavej 21 í Árósum í Danmörku og þar heima andaðist Gorm Erik eftir skamma sjúkdómslegu þar í borg.
Í samræmi við lærdóm sinn og próf frá Danmarks Tekniske Höjskole árið 1943 varð ævistarf Gorm Eriks hjá ýmsum fyrirtækjum í Danmörku er nutu sérhæfni hans, m.a. Landbohöjskolen í Frederiksberg og frá árinu 1949 til starfsloka 1982 hjá Aarhus Oliefabrik A/S. Börn þeirra hjóna eru: 1) Níels Arne Hjort, f. 9. maí 1949 í Árósum. Hann veiktist í frumbernsku af heilahimnubólgu er stöðvaði andlegan þroska hans og mótaði líf hans upp frá því og fjölskyldunnar allrar. Hann lifði móður sína en dó fyrir nokkrum árum. 2) Katrín Erna Hjort, f. 21. júlí 1951 í Árósum, sál- og viðskiptafræðingur m.m. Hún hefir starfað við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn og Kaupmannahafnarháskóla. Sambýlismaður hennar er Ole Bundgaard, tónsmiður og rithöfundur, f. 11. sept 1947 í Österild í Danmörku og eru synir þeirra Andreas Hjort Bundgaard, f. 18. des. 1987, og Jacob Hjort Bundgaard, f. 23. okt. 1994. 3) Aase Hjort, f. 14. júní 1955 í Árósum, kennari í Kaupmannahöfn. Eiginmaður Aase er Lars Níelsen, f. 21. sept. 1953 í Nordborg á Suður-Jótlandi, lögfræðingur. 4) Anna Hjort, f. 14. júní 1955 í Árósum, hjúkrunarfræðingur í Árósum. Eiginmaður Önnu er Steen Andersen, f. 26. júní 1952 í Esbjerg í Danmörku, lærður bakari og sjúkraliði. Synir þeirra eru Rune Hjort, f. 16. sept. 1986, og Theis Hjort, f. 13. ágúst 1991.
Útför Gorm Eriks var gerð frá Fredens Kirken í Árósum laugardaginn 22. nóvember.
Grímur Heiðlund Lárusson fæddist á Blönduósi 3. júní 1926. Hann lést í Landspítalanum 23. október síðastliðinn. Útför Gríms fór fram frá Hallgrímskirkju 31. október.
Ráðsmaður og bryti í Laugarvatnsskóla, Miðdalssókn, Árn. 1930. Síðast bús. í Biskupstungnahreppi. Grímur átti góða konu, Ingibjörgu Guðmundsdóttur frá Bíldsfelli, sem lést fyrir fáum árum. Þau eignuðust einn son, Grétar, sem nú býr á Syðri-Reykjum.
Guðfinna Pálsdóttir (1930-2015) Blönduósi
Guðfinna Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist á Hofi á Skagaströnd 21. september 1930. Hún lést 27. apríl 2015 á Blönduósi.
Hún vann við síldarsöltun á Skagaströnd á sumrin með systrum sínum. Hún starfaði lengst af á Héraðshælinu á Blönduósi sem hjúkrunarfræðingur.
Útför Guðfinnu fór fram frá Blönduóskirkju 9. maí 2015, kl. 14.
Guðmundur Ingimarsson (1900-1990) Efri-Reykjum í Biskupstungum
Guðmundur Ingimarsson Minning Fæddur 17. september 1900 Dáinn 20. september 1990.
Hann fæddist á Efri-Reykjum í Biskupstungum 17. september 1900 og var því 90 ára þegar hann lést. Á Efri-Reykj um sleit hann barnsskónum og alla tíð var hann tengdur fæðingarsveit sinni sterkum böndum. Þar dvaldi hann líka langdvölum sín manndómsár. Bóndi á Efrireykjum, Haukadalssókn, Árn. 1930. Bóndi í Mjóadal og Efri-Reykjum í Biskupstungum. Síðast bús. í Stokkseyrarhreppi. Síðustu árin var Mundi slitinn og heilsuveil og dvaldi á Kumbaravogi nokkur ár.
Guðmundur Tryggvason (1918-2009) Finnstungu
Guðmundur Tryggvason var fæddur 29. apríl 1918 í Finnstungu, Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 9.11. 2009. Guðmundur bjó lengst af í Finnstungu og stundaði þar búskap og smíðar. Hann bjó í Húnaveri frá 1976-1983 þar sem hann var húsvörður samhliða búskap. Á þessum árum fór hann að huga að skógrækt við Sölvatungu, sem er partur úr landi Finnstungu. Þar byggði hann sér hús og bjó þar frá árinu 1984. Á efri árum átti skógrækt, útskurður og rennismíði hug hans allan. Guðmundur var virkur í félagslífi sveitarinnar. Hann starfaði fyrir Búnaðarfélag Bólstaðarhlíðarhrepps og Veiðifélag Blöndu og Svartár auk þess sem hann var frá unga aldri í Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Útför Guðmundar Tryggvasonar verður frá Blönduóskirkju laugardaginn 21. nóvember og hefst kl. 13.30. Guðmundur verður jarðsettur í Bergsstaðakirkjugarði.
Guðrún Einarsdóttir (1893-1994)
Guðrún fæddist á Litla-Fljóti í Biskupstungum 26. desember 1893, einkadóttir hjónanna Einars Jónssonar bónda þar og Guðfinnu Arnfinnsdóttur. Móður sína missti hún í bernsku, en faðir hennar kvæntist síðar Guðfinnu Guðmundsdóttur, og gekk hún Guðrúnu í móðurstað. Hún var einbirni en átti fósturbróður sem Ingvar Jóhannsson hét, síðar bóndi á Hvítárbakka í Biskupstungum, en hann er látinn fyrir allmörgum árum.
Gunna dvaldi í foreldrahúsum fram yfir tvítugsaldur, en þá fann hún hjá sér sterka löngun til að hleypa heimdraganum og kynnast nýju umhverfi. Á þessum tíma var farkennsla eina menntunin sem bauðst þarna í sveitinni. Ég efa ekki að löngun í meiri fræðslu hafi verið fyrir hendi, svo fróðleiksfús og vel gefin sem hún var.
Svo skipaðist að hún réðst að Torfastöðum í sömu sveit til prestshjónanna séra Eiríks Stefánssonar og frú Sigurlaugar Erlendsdóttur. Gunna dvaldi á heimili þessara mætu hjóna í rúm 20 ár og minntist hún jafnan með þakklæti og virðingu þessa tímabils í lífi sínu. Hefur dvölin á Torfastöðum án efa verið henni góður skóli og veitt henni haldgóða reynslu fyrir lífið. Órjúfandi tengsl og vinátta við einkadóttur prestshjónanna, Þorbjörgu Eiríksdóttur, og hennar fjölskyldu hélst til hinstu stundar. Þorbjörg hefur tjáð mér að Gunna hafi þótt afar skemmtilegt á heimilinu, ávallt glöð í sinni og félagslynd. Hún hafði m.a. tekið þátt í leikstarfsemi sem fram fór í sveitinni og þótti standa sig þar með prýði. Kom fljótt í ljós hversu greind hún var og áhugasöm um menn og málefni og áttu þær frú Sigurlaug vel skap saman og urðu miklir mátar.
Á þessum árum dvaldi á Torfastöðum um tíma skáldkonan Ólína Andrésdóttir og varð þeim Gunnu fljótt vel til vina. Gunna hafði þá gaman af að setja saman vísur, en flíkaði því lítt síðar á ævinni. En hún hafði alla tíð mikla ánægju af lestri góðra bóka meðan sjónin hélst óskert. Rúmlega fertug fluttist Gunna alfarin til Reykjavíkur. Fljótlega eftir komu sína þangað hóf hún starf á Kleppsspítala og varð starfsvettvangur hennar þar næstu rúm 30 árin, eða þar til hún hætti störfum fyrir aldurs sakir komin á áttræðisaldur. Þrjár góðar vinkonur hennar, Jóna Kristófersdóttir, Sigríður Guðmannsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir, sem allar hjálpuðust að, hver á sinn hátt, að gera henni ævikvöldið sem léttbærast. Þessum konum ber fyrst og fremst að þakka að hún gat búið í sinni eigin íbúð allt til 98 ára aldurs. Þá þurfti hún skyndilega að yfirgefa heimili sitt vegna lasleika og var flutt á Borgarspítalann og átti ekki afturkvæmt þaðan.
Guðrún Helgadóttir (1911-2005) frá Neðra-Núpi
Guðrún Helgadóttir fæddist á Neðra-Núpi í Miðfirði 27. október árið 1911. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 6. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Helgi Jónsson frá Huppahlíð, f. 14.7. 1884, d. 2.9. 1965, og Ólöf Jónsdóttir frá Hömrum í Þverárhlíð, f. 15.2. 1880, d. 11.10. 1969.
Guðrún var þriðja í röð átta systkina. Hin voru Jóhannes Ólafur, f. 30.5. 1909, d. 21.3. 1999, kvæntur Jónu Sveinbjarnardóttur, f. 14.9. 1912; Jón, f. 11.9. 1910, d. 20.9. 2000, kvæntur Pertónellu Pétursdóttur f. 9.8. 1911, d. 22.6. 1987; Marinó, f. 4.6. 1913, d. 29.3. 1991, kvæntur Ástu Maríu Jónasdóttur, f. 18.1. 1909, d. 18.6.1967; Jóhann, f. 14.9. 1914, d. 24.11. 2001, kvæntur Jóhönnu D. Jónsdóttur f. 28.12. 1923; Ólöf, f. 30.1. 1918, gift Benedikt Sveinbjörnssyni f. 4.3. 1915, d. 29.12. 1989; Björn, f. 4.7. 1921, kvæntur Jóhönnu Hjaltadóttur, f. 17.8. 1919; og Aðalsteinn, f. 15.10. 1925, var kvæntur Signýju Þ. Óskarsdóttur f. 19.5. 1930.
Guðrún fluttist með fjölskyldu sinni að Hnausakoti árið 1921 þegar foreldrar hennar festu kaup á jörðinni. Hún stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi veturinn 1934-35. Eftir að hún fluttist til Reykjavíkur um þrítugt starfaði hún lengst af við gólfteppagerð en síðustu starfsárin vann hún við ræstingar á Borgarspítalanum.
Útför Guðrúnar fór fram frá Háteigskirkju 19. janúar, í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Jenný Jónsdóttir (1914-2007) Hólmavík
Jenný Jónsdóttir fæddist á Reykjanesi í Árneshreppi á Ströndum 5. febrúar 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar 7. febrúar 2007.
Guðrún fæddist í Fosskoti í Miðfirði 1. október árið 1904. Útför, Guðrúnar Jónsdóttur, sem andaðist á Sólvangi var hinn 20. þ.m. frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Um tvítugsaldur fer Guðrún í Kvennaskólann á Blönduósi. Að loknu námi fer hún aftur heim á bernskustöðvarnar og er þar um nokkurt skeið. Hún fer svo aftur að heiman og þá til Hafnarfjarðar, þar sem hún stundaði fiskvinnu. Það átti fyrir Guðrúnu að liggja að ílengjast á æskustöðvunum. Systkinin Jón og Guðrún taka síðan við búi í Fosskoti og búa þar góðu búi meðan kraftar entust. Haustið 1965 flytja þau Guðrún og Jón til Hafnarfjarðar, þar sem þau kaupa sér lítið og snoturt hús við Álfaskeið og koma sér þar vel fyrir. Eftir að Jón lést árið 1971, bjó hún ein í húsinu þar til hún flutti á Sólvang. Guðrún var bókhneigð og las mikið, hún var ljóðelsk og kunni ógrynni ljóða. Eins og áður er getið dvaldist Guðrún síðustu árin á Sólvangi. Á starfsfólkið þar þakkir skildar fyrir þá umönnun og hlýju, sem það sýndi henni.