Aðalbjörn Benediktsson (1925-2008)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Aðalbjörn Benediktsson (1925-2008)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

23.7.1925 - 13.8.2008

History

Aðalbjörn Benediktsson, fyrrverandi héraðsráðunautur og bóndi á Grundarási í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu, fæddist á Aðalbóli í Miðfirði hinn 23. júlí 1925. Hann lést á Landspítalanum 13. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólöf Sigfúsdóttir húsfreyja á Aðalbóli, f. 22. febrúar 1894, d. 17. apríl 1983, og Benedikt Jónsson bóndi á Aðalbóli, f. 28. júní 1895, d. 30. janúar 1988. Bróðir Aðalbjarnar var Jón bóndi í Höfnum á Skaga, f. 23. maí 1921, d. 30. desember 2002.
Eiginkona Aðalbjarnar er Guðrún Benediktsdóttir fyrrverandi kennari og bóndi, f. 10. júlí 1928. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja og Benedikt H. Líndal bóndi og hreppstjóri. Þau bjuggu á Efra-Núpi í Miðfirði. Aðalbjörn og Guðrún eignuðust þrjár dætur. Þær eru: 1) Sigrún prófessor, f. 9. júlí 1949, maki Þórólfur Ólafsson. Þau eiga tvo syni, a) Aðalbjörn, sambýliskona Þorbjörg S. Stefánsdóttir og eiga þau þrjú börn, Sigrúnu Auði Tinnu, Benedikt Inga og Baldur Thor, og b) Þórólf Rúnar. 2) Inga Hjördís kennari, f. 22. ágúst 1951, maki Helgi Jón Jónsson. Þau eiga tvo syni, a) Aðalbjörn Hrannar, sambýliskona Signý Þórarinsdóttir, dóttir þeirra Matthildur Emelía, og b) Hrafnkel Helga, maki Guðfinna Ásta Birgisdóttir, sonur þeirra Benedikt Birgir. 3) Aldís kennari og leiðsögumaður, f. 30. október 1952, sambýlismaður Páll Sigurðsson. Dætur Aldísar og Jóns Tryggva Kristjánssonar, fyrrverandi sambýlismanns hennar, eru a) Guðrún Elfa, maki Baldvin Björn Haraldsson, þau eiga synina Sólon Baldvin, Dag Baldvin og Eið Baldvin, og b) Aldís Arna, sambýlismaður Sigurður Guðmundsson, sonur þeirra Örn Daði.
Aðalbjörn lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri vorið 1946, landsprófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni vorið 1947 og brautskráðist sem búfræðikandídat frá nýstofnaðri framhaldsdeild Bændaskólans á Hvanneyri vorið 1949. Næstu tvö árin starfaði Aðalbjörn hjá Nautgriparæktarsambandi Borgfirðinga. Árið 1951 flutti hann í Aðalból með fjölskyldu sína og gerðust þau hjónin bændur í sambýli við foreldra hans. Vorið 1953 réðst Aðalbjörn til Búnaðarsambands Vestur-Húnavatnssýslu til að annast rekstur Ræktunarsambands V-Hún. (RSVH) og gerðist jafnframt kennari við Reykjaskóla í Hrútafirði. Árið eftir var hann ráðinn í fullt starf sem héraðsráðunautur og framkvæmdastjóri RSVH. Hann gegndi því starfi til ársins 1988 eða í 35 ár. Þau hjónin bjuggu á Laugarbakka í Miðfirði í nokkur ár áður en þau byggðu nýbýlið Grundarás. Hin síðari ár hafa þau búið í Reykjavík.
Aðalbjörn tók mikinn þátt í félagsmálum og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Hann sat meðal annars í hreppsnefnd Fremri-Torfustaðahrepps, var oddviti um árabil og sýslunefndamaður hreppsins um skeið. Þá sat hann í stjórn Kaupfélags Vestur–Húnvetninga frá 1968-1985 og var formaður þess í 10 ár frá 1975. Í störfum sínum stóð Aðalbjörn fyrir og tók þátt í að koma á ýmsum umbótum í sýslunni. Má þar nefna ræktunarmál, uppbyggingu húsakosts og flýtingu rafvæðingar. Sérstakt hugðarefni hans var að fá því framgengt að laxastigi yrði settur við Kambsfoss í Austurá í Miðfirði. Hann vann að því máli í áratugi áður en það markmið náðist og leit á það sem jarðabætur á landsvísu. Aðalbjörn lét sig ýmis þjóðmál varða og skrifaði greinar um þau í dagblöð og tímarit.
Útför Aðalbjarnar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag 21. ágúst 2006 og hefst athöfnin klukkan 13.

Places

Aðalból V-Hún: Laugarbakka Miðfirði: Grundarás.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Jón Benediktsson (1921-2002) Höfnum á Skaga (23.5.1921 - 30.12.2002)

Identifier of related entity

HAH01572

Category of relationship

family

Type of relationship

Jón Benediktsson (1921-2002) Höfnum á Skaga

is the sibling of

Aðalbjörn Benediktsson (1925-2008)

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Guðrún Benediktsdóttir (1928-2015) Hvammstanga (10.7.1928 - 22.11.2015)

Identifier of related entity

HAH01310

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðrún Benediktsdóttir (1928-2015) Hvammstanga

is the spouse of

Aðalbjörn Benediktsson (1925-2008)

Dates of relationship

26.1.1950

Description of relationship

Börn þeirra: Sigrún (1949): Inga Hjördís: (1951) Aldís (1952)

Related entity

Grundarás í Miðfirði 1964 (1964 -)

Identifier of related entity

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Grundarás í Miðfirði 1964

is owned by

Aðalbjörn Benediktsson (1925-2008)

Dates of relationship

1964

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01003

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

12.5.2017 GPJ

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places