Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Arnljótur Ólafsson (1879-1937) frá Tyrfingsstöðum á Kjálka
Parallel form(s) of name
- Arnljótur Ólafsson Tyrfingsstöðum
- Arnljótur Ólafsson Thingvalla Pembina ND
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
11.7.1879 - 7.10.1937
History
Arnljótur Ólafsson 11. júlí 1879 - 7. október 1937. Fór til Vesturheims 1883 frá Tyrfingsstöðum, Akrahreppi, Skag. Var í Thingvalla, Pembina, N-Dakota, USA 1900.
Arnljótur ólst upp og var til heimilis hjá stjúpföður sínum og móður, þangað til hann kvongaðist árið 1902, Sigurrósu Sigurbjörnsdóttur Guðmundssonar úr Eyford-bygð, N. D., ættaðri úr Eyjafirði í móðurætt, en frá Hólsfjöllum í Þingeyjarsýslu í föðurætt. Það ár fluttu ungu hjónin norður til Winnipegosis, Man. og staðnæmdust þar í 2 ár, en komu til baka aftur til þessarar bygðar 1904, og keyptu bújörð 2 ½ mílu norðvestur af Mountain, og hafa búið þar síðan í 33 ár. Þar kvaddi hann ástvini sína, og þar býr ekkja hans enn, með syni sínum, ásamt dóttur og tengdasyni, Mr. og Mrs. John Hallgrímson
Places
Tyrfingsstaðir á Kjálka; Thingvalla, Pembina, N-Dakota, USA
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hans; Björg Ólafsdóttir 24. nóvember 1849 - 9. febrúar 1931. Húsfreyja á Tyrfingsstöðum á Kjálka, Skag. Fór þaðan til Vesturheims 1883. Var í Thingvalla, Pembina, N-Dakota, USA 1900. Var í Thingvalla, Pembina, N-Dakota, USA 1910 og maður hennar 26.10.1877; Ólafur Jónsson f. 1852 - 12. september 1882. Bóndi á Tyrfingsstöðum á Kjálka, Skag. Mjög líklega sá sem var á Svínavatni í Svínavatnssókn, Hún. 1860. Seinni maður Bjargar 1885; Jóhannes Jónasson 28. apríl 1851 [30.4.1851] - 31. júlí 1934. Bóndi og læknir í Víkurbyggð, N-Dakota. Var í Stórubrekku í Hofssókn. Skag. 1860. Var í Grafargerði í Hofssókn, Skag. 1870. Fór til Vesturheims 1876 frá Grafargerði í Hofshreppi, Skag. Var í Thingvalla, Pembina, N-Dakota, USA 1900. Var í Thingvalla, Pembina, N-Dakota, USA 1910., sem þá var ekkjumaður og bjó 2 ½ mílu norðvestur af Mountain-þorpi. Þar bjuggu þau unz hún lézt 9. febr. 1931.
Hálfsystkyni Arnljótar sáluga:
1) Sigurjón Júlíus Jónasson 8.7.1888 – 7.7.1936, Wynyard, Sask. Kona hans 1906; Severina Skaro 1890
2) Anna Margrét Jónasson 21.8.1890 – 5.11.1964. Hensel Pembinja ND. Maður hennar 13.6.1910; Valdimar Jakob Thorsteinson (1885-1966)
3) Magnús Jónasson 1894, Mountain, N. D.,
4) Mrs. W. Thorsteinson, Edinburg, N. D.
5) Jóhanna Jónasdóttir 27.6.1897 – 18.11.1918. Thingvalla Pembina
Ein fóstursystir:
6) Grace Josephine Andrews mars 1892, Maður hennar 24.12.1914 James Spittel 1892 að Camper, Manitoba. Ættleidd 1910. Winnipeg. Foreldrar hennar Metusalem Einarsson (1855-1921) og kona hans 1881; Ingibjörg Kristjánsdóttir (1852-1916).
Kona hans 25.4.1902, Sigurrós Sigurbjörnsdóttir f. 4.7.1878 [27.6.1878] - 23.4.1956, Guðmundssonar úr Eyford-bygð, N. D., ættaðri úr Eyjafirði í móðurætt, en frá Hólsfjöllum í Þingeyjarsýslu í föðurætt. Fór til Vesturheims 1879 frá Nýjahóli, Skinnastaðahreppi, N-Þing.
Þau Arnljótur og Sigurrós eignuðust 4 börn. Þrjár dætur og einn son.
Eftir aldursröð hér talin:
1) Björg Olafson 27.2.1903, (Mrs. Jónas Gestson 1893-1942 í Portland, Oregon)
2) Anna Olafson 1907, (Mrs. John Hallgrímsson 1904, Mountain, N. D.)
3) Lillian Olafson 1910, (Mrs. Mel. Hammerstad, Edinburg, N, D.)
4) Sigurbjörn Olafson 5.6.1917 – 13.5.1963 Milwaukie Clackmas Oregon. Kona hans Pearl Mamie Hope Wetterstorm 5.1.1914 – 10.3.1996, frá Two Harbors Lake Minnesota. Eugene Lane Oregon
Hálfsystkyni Arnljótar sál.:
1) O. J. Jónasson, Wynyard, Sask.,
2) Magnús Jónasson, Mountain, N. D.,
3) Mrs. W. Thorsteinson, Edinburg, N. D.
Ein fóstursystir:
4) Grace, Mrs. James Spittel að Camper, Manitoba.
Hann kvongaðist árið 1902, Sigurrósu Sigurbjörnsdóttur f. 4.7.1878 - 23.4.1956, Guðmundssonar úr Eyford-bygð, N. D., ættaðri úr Eyjafirði í móðurætt, en frá Hólsfjöllum í Þingeyjarsýslu í föðurætt. Fór til Vesturheims 1879 frá Nýjahóli, Skinnastaðahreppi, N-Þing.
Þau Arnljótur og Sigurrós eignuðust 4 börn. Þrjár dætur og einn son.
Eftir aldursröð hér talin:
1) Björg, (Mrs. Jónas Gestson í Portland, Oregon)
2) Anna, (Mrs. John Hallgrímsson, Mountain, N. D.)
3) Lilja, (Mrs. Mel. Hammerstad, Edinburg, N, D.)
4) Sigurbjörn, heima hjá móður sinni. —
General context
Arnljótur var meðalmaður að hæð. "Þéttur á velli og þéttur í lund", eins og sagt hefir verið um svo marga íslendinga, og það að verðugu. — Ljúfur í viðmóti, góðgjarn, hjálpsamur og samvinnuþýður í öllu samstarfi. — ötull og atorkusamur í hvívetna. Hann var ýmist skólahéraðsfulltrúi eða gjaldkeri síns skólahéraðs, frá því skömmu eftir að hann byrjaði búskap hér, og þar til hann lézt. Ennfremur hreppsnefndarmaður í s. 1.-16 ár. (Superv. í Thingvalla Township).
Það sem hér að framan er sagt um Arnljót heitinn er samkvæmt þeirri viðkynningu sem ég hefi haft af honum í sl. 20 ár; en af því sú viðkynning hefir ekki verið eins náin eins og æskilegt hefði verið þá langar mig til að bæta við pósti úr bréfi frá vini hans í Manitoba: Thórarni Stefánssyni. "Af viðkynningu minni við hann þessi 2 ár er við unnum saman, þegar hann dvaldi á Red Deer Point fann eg að hann átti yfir að ráða óbilandi kjarki, samfara forsjálni og drengskap; sem átti mikinn þátt í að hann og ég, og 4 menn aðrir björguðumst hér á vatninu er við lentum í hálfgerðum fellibyl, um hánótt á drekkhlaðinni byttu. Og á meðan við hröktumst hjálparlaust í meir en 2 kl.tíma var enginn eins hress og vonglaður að tala kjark í okkur, sem hann. Og sama var ætíð upp á teningnum hvenær sem við komumst í einhverjar alvarlegar raunir. Hann var glaðsinna að upplagi, og geðþekkur í allri viðkynning. Lét ekki mikið yfir sér, en "var hetja er á hólminn kom," og heill og tryggur vinur. — Og samur var hann fyrir rúmum tveimur árum síðan, er þau hjónin heimsóttu okkur, og aðra velunnara þeirra hér, (ásamt Mr. og Mrs. A. F. Björnson). Og þó viðdvölin væri stutt þá verður hún með beztu endurminningum okkar allra, er kynst höfðum þeim áður. — Þá ugði okkur sízt um það sem nú er fram komið.
„Við sjáum og vitum hvað sorgin er þung;
En samt er það ólíkt að reyna.
Þau enn voru bæði svo ástrík og ung,
og erfitt er sárum að leyna."
Kveðju athöfnin fór fram 11. okt. Fyrst frá útfararstofu Mr. Jensen á Edinburg, þar sem aðeins nánustu ættingjar voru viðstaddir, og svo kl. 2 e. h. sama dag frá Mountain-kirkju. Var það með allra fjölmennustu útförum sem hér hafa fram farið. Athöfninni stjórnaði í báðum stöðum séra H. Sigmar, sóknarprestur hins látna. —
Mrs. H. Sigmar söng einsög: "Some time we'll understand", og einnig sungu kvartett, Mr. og Mrs. Sigmar, Mrs. W. K. Halldórsson og Mr. St. J. Hallgrímsson, "In the sweet by and by."
Aðal líkmenn voru: Kristján Indriðason, Sveinn Johnson, J. M. Einarson, H. T. Hjaltalín, Tryggvi Bjarnason og S. Hjaltalín. Heiðurs líkmenn voru: M. F. Björnson, J. P. Arason, C. Geir, A. F. Björnson, Th. Steinólfson og A. Byron. Þeir sem komu langt að til að vera við útfararathöfnina voru: Mr. og Mrs. O. J. Jónasson, G. S. Steinson, Wynyard, Sask., Sigur Gudmundson og Pétur Thorjón Eiríksson, Winnipeg, Man., Mr. og Mrs. James Spittel og tengdasonur, Camper, Man., Mrs. Goodman og sonur Alex, Upham, N. D., Mr. og Mrs. S. M. Björnson og Kristinn Björnson, Grand Forks, N. D., Mr. og Mrs. Fred Björnson, Thief River Falls, Minn., og Mrs. Burk Halldórson, Roseau, Minn.
Arnljótur heitinn var lengi búinn að finna til þess sjúkdóms er að lokum varð mótstöðuafl líkama hana og ofurefli, og sem seinna kom í ljós að var innvortis krabbamein. Hann var búinn að vera undir lækna höndum í meir en ár, og þar á meðal leita til Rochester læknanna. En alt að árangurslausu. Hann háði sína sjúkdómsbraáttu með kjark og stilling, æðrulaust, og reyndi að gera sem minst úr þjáningum sínum, og lét jafnvel í veðri vaka að hann væri á bata vegi; auðsjáanlega til hughreystingar ástvinum og vandamönnum. Minningarnar um hann verða því ógleymanlegri þegar tekið er til greina hve mikla hluttekning hann sýndi sínum nánustu í gegn um sitt dauðastríð til síðustu stundar. Arnljótur var bókhneigður maður og las mikið, bæði á íslenzku og ensku, eftir því sem gerist hjá bændum, sem vanalega verða að strita meðan dagur er á lofti, en nota aðeins kveldstundirnar til að seðja andann.
Frjálslundur var hann á trúarlegum sviðum, þó lítt léti hann á því bera. En þeir sem þektu hann best munu kannast við að hann hafi reynt að sýna trú sína í verkunum. Og hvað er það sem meira er um vert ? — Ekkert sem minn skilningur nær að grípa getur verið huggunarríkara en það, fyrir syrgjandi ástvini, ásamt öruggri sannfæring um áframhaldandi líf, til fullkomnunar; þar sem allir fá aftur að mætast, sem hér hafa verið tengdir vina og ástríkisböndum. Og af því eg veit að ekkjan hans hefir þá óbilandi trú, þá veit eg hún muni bera harm sinn í hljóði, og taka því sem að höndum ber með ró. Ekkjan og aðrir ástvinir hins látna biðja að votta, hér með, sitt hjartfólgið þakklæti til allra þeirra mörgu vina sem á ýmsan hátt aðstoðuðu í þessu veikinda stríði, og eins fyrir hið indæla blómskrúð frá svo mörgum vinum og ættingjum, sem að alt sýndi svo ótvírætt vinarþel og hluttekning í sorgarkjörum þeirra. Th. Thorfinnson
Relationships area
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 6.11.2017
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði
Íslendingabók