Guðrún Margrét Andrésdóttir (1896-1991)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Guðrún Margrét Andrésdóttir (1896-1991)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

17.1896 - 25.3.1991

History

Guðrún M. Andrésdóttir ­ Minning Fædd 17. janúar 1896 Dáin 25. mars 1991 Guðrún Margrét Andrésdóttir, sem jarðsungin verður frá Fossvogskirkju í dag, fæddist á Búrfellshóli í Svínadal í Húnavatnssýslu, dóttir hjónanna Sigurlaugar Friðriksdóttur og Andrésar Jónssonar bónda. Guðrún lést á sjúkradeild Elliheimilisins Grundar 25. mars sl. Lítið veit ég um ættir Guðrúnar nema hvað þær voru úr Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum, en með þeirri undantekningu einni að Friðrik Hildebrandt, danskur kaupmaður á Skagaströnd, var móðurafi hennar. Foreldrar Guðrúnar voru leiguliðar og síðustu þrjú hjúskaparárin bjuggu þau í Grundargerði í Blönduhlíð í Skagafirði. Andrés drukknaði í Héraðsvötnum 30. ágúst 1901, þegar hann var á leið til vinnu upp í afgjald jarðarinnar. Sigurlaug móðir Guðrúnar gat ekki haldið áfram búskapnum eftir lát Andrésar og kom því Guðmundi bróður Guðrúnar, sem var tíu árum eldri, fyrirhjá vandalausum en réðst sjálf í vist til Einars bónda Jónssonar og konu hans Sesselju Sigurðardóttur í Flataratungu í Skagafirði, þar sem Guðrún ólst upp til fermingaraldurs. Eftir Flatartungu lá leiðin á aðra bæi í Skagafirði, í vist á Uppsölum í Blönduhlíð hjá Jónasi Sveinssyni og Björgu Björnsdóttur og síðan að Miklabæ hjá séra Birni Jónssyni og Guðfinnu Jensdóttur. Stundum rifjaði Guðrún upp minningar sínar frá uppvaxtarárunum í Skagafirði. Það var bjart yfir þeim minningum og ljóst er að hún hafði verið heppin með húsbændur. Vinátta samferðarfólksins á æskuárunum entist ævilangt og síðast í fyrra fór hún í 95 ára afmæli einnar dætranna frá Miklabæ, Guðbjargar Bjarman. Frá þessum tíma er einnig ævilöng vinátta hennar við móður mína, Ingibjörgu Árnadóttur, sem var í fóstri hjá Jónasi og Björgu í Uppsölum. Frá Miklabæ lá leiðin suður á landað Hesti í Borgarfirði, til Sigríðar dóttur prestshjónanna á Miklabæ og manns hennar séra Eiríks Albertssonar. Guðrún var um tíma í kaupamennsku í Viðey og á Korpúlfsstöðum, en þá var Sigurlaug móðir hennar komin til hennar og bjó hún síðan hjá dóttur sinni þar til hún lést á nítugasta og fjórða aldursári árið 1948.
Guðrún var á Korpúlfsstöðum þegar Ingibjörg Árnadóttir æskuvinkona hennar lést frá tveimur ungum sonum, Hauki og undirrituðum. Faðir okkar Davíð Jóhannesson símstöðvarstjóri á Eskifirði hafi samband við Guðrúnu og bað hana að koma til sín og sjá um heimilishaldið. Ekki var hægt um vik fyrir Guðrúnu að verða við þessari bón, því nú var móðir hennar á áttræðisaldri hjá henni. Þó lauk því svo að þær mæðgur fóru austur á Eskifjörð, þar sem þær dvöldu í tæp fjögur ár, þar til Davíð kvæntist öðrusinni Sigrúnu, systur Ingibjargar. Eftir þetta vann Guðrún á ýmsum stöðum í Reykjavík og var um tíma ráðskona hjá Birni Rögnvaldssyni byggingameistara, sem þá var ekkjumaður. Guðrún giftist aldrei, né eignaðist sjálf börn, en börn þau sem hún annaðist fyrir aðra urðu öll vinir henar og héldu sambandivið hana til æviloka. Vináttusambönd þessi voru henni og móður hennar mikils virði sem og börnunum sem uxu úr grasi og eignuðust börn sem einnig fylltu vina- og kunningjahóp Guðrúnar. Hjá henni varþví oft glatt á hjalla þegar unga fólkið var í heimsókn. Guðrún var gangastúlka á Landspítalanum í áratug og vann síðan í sælgætisgerð í mörg ár á meðan starfsþrek entist. Tveggja ára hlé varð þó á útivinnunni þegar hún gegndi ráðskonustörfum fyrir Víglund Gíslason, sem hafði verið kvæntur Þórhildi Sveinsdóttur, frænku Guðrúnar. Þetta varð afdrifaríkasta ráðskonustarf Guðrúnar, því þegar Víglundur kvæntist öðru sinni varð yngsta barnið Vilborg Guðrún eftir hjá Guðrúnu og ólst upp í skjóli frænku sinnar. Þegar Vilborg síðar giftist Gísla Albertssyni byggingameistara fluttist Guðrún til þeirra og dvaldi hjá þeim og börnum þeirra í góðu yfirlæti þartil hún fór á Elliheimilið Grund, þarsem hún dvaldi síðasta áratug ævinnar. Guðrúnu leið vel á Grund og hrósaði starfsfólki og stjórnendum fyrir góða aðhlynningu.

Places

Búrfellshóll í Svínadal A-Hún: Flatartunga Skagaf.: Hestur í Borgarf.: Korpúlfsstaðir á Kjalarnesi: Reykjavík:

Legal status

Vinnukona:

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Dóttir hjónanna Sigurlaugar Friðriksdóttur og Andrésar Jónssonar bónda.
Systkin: Aðalsteinn: Sigrún sk Davíðs Jóhannessonar Eskifirði
Fósturdóttir Vilborg Víglundsdóttir(1942-2016)

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01335

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

21.5.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places