Sýnir 10348 niðurstöður

Nafnspjald

Böðvar Lárus Hauksson (1946-1987)

  • HAH01161
  • Einstaklingur
  • 11.10.1946 - 19.4.1987

Böðvar Hauksson viðskiptafræðingur - Minning Fæddur 11. október 1946 Dáinn 19. apríl 1987 Böðvar Hauksson hóf störf í hagdeild Landsbankans í ársbyrjun. Böðvar fæddist 11. október 1946. Hann var yngsta barn Láru Böðvarsdóttur og Hauks Eggertssonar, forstjóra Plastprents hf. Eldri systkini hans eru Ágústa, tónlistarkennari, gift Jónasi Ingimundarsyni, píanóleikara, og Eggert, viðskiptafræðingur, kvæntur Sigríði Teitsdóttur. Böðvar var kvæntur Ásu Guðmundsdóttur, ritara hjá Framkvæmdasjóði, og áttu þau 6 ára son, Arnar Frey. Þá á Ása 24 ára dóttur, Írisi Laufeyju. Ása er dóttir hjónanna Önnu Steindórsdóttur og Guðmundar Magnússonar byggingarmeistara.

Ása og Böðvar hófu búskap fyrir 10 árum. Þau eignuðust fyrirnokkrum árum rúmgott raðhús, þarsem þau bjuggu sér fallegt heimili. Ása var stoð og stytta Böðvars og fallegur og þróttmikill drengurinn augasteinn þeirra beggja. Böðvar varð stúdent frá VÍ 1967 og viðskiptafræðingur frá HÍ 1972. Hann starfaði sem fulltrúi hjá Plastprenti hf. 1972/73, skrifstofustjóri Iðnlánasjóðs 1973/77, á ný fulltrúihjá Plastprenti hf. 1977/80 og loks viðskiptafræðingur hjá Hagdeild Landsbanka Íslands frá 1980.

Daníel Guðjónsson (1905-1996)

  • HAH01165
  • Einstaklingur
  • 5.9.1905 - 24.5.1996

Daníel Guðjónsson fæddist á Hreiðarsstöðum í Svarfaðardal 5. september 1905. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 24. maí 1996. Foreldrar hans voru Anna Jónsdóttir húsmóðir og Guðjón Daníelsson bóndi. Daníel stundaði nám við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal. Hann bjó á Hreiðarsstöðum í foreldrahúsum þar til að hann giftist Lovísu Árnadóttur 5. ágúst 1928 og hófu þau búskap að Þverá í Svarfaðardal. Þau hættu búskap og fluttu til Akureyrar 1930 og bjuggu þar til dánardags. Á Akureyri starfaði Daníel lengst af fyrir Kaupfélag Eyfirðinga, en síðustu starfsárin hjá versluninni Eini. Lovísa Árnadóttir fæddist á Þóroddsstöðum í Ólafsfirði 19. nóvember 1908. Foreldrar hennar voru Dóróthea Þórðardóttir húsmóðir og Árni Jónsson bóndi. Lovísa flutti ásamt foreldrum sínum að Þverá í Svarfaðardal árið 1910 og bjó þar til 1930 er hún fluttist til Akureyrar. Hún hafði áður farið á húsmæðraskólann á Blönduósi. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 2. apríl 1996. Útför hennar fór fram frá Glerárkirkju 12. apríl síðastliðinn. Börn Daníels og Lovísu eru Dóróthea, f. 3. júlí 1929, Guðjón, f. 5. júlí 1931, og Anna Lillý, f. 29. september 1940. Barnabörnin eru 11, þar af eitt látið og barnabarnabörnin eru 19. Útför Daníels Guðjónssonar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag 31. maí 1996 og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Debóra Þórðardóttir (1910-2011)

  • HAH01168
  • Einstaklingur
  • 24.11.1910 - 13.5.2011

Debóra Þórðardóttir fæddist á Hvammstanga 24. nóvember 1910. Hún andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 13. maí 2011. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Karólína Sveinsdóttir, f. 15. ágúst 1881 á Svarfhóli í Stafholtstungum, d. 11. marz 1980, og Þórður Sæmundsson skósmiður og síðar símstjóri á Hvammstanga, f. 30. marz 1879 í Hrafnadal í Hrútafirði, d. 12. febrúar 1944.
Systkini Debóru voru: Sigríður Jóhanna, húsmóðir í Reykjavík, f. 1909, d. 1988, átti Karvel Sigurgeirsson sjómann frá Ísafirði, Þuríður Jórunn, húsmóðir í Reykjavík, f. 1912, d. 1988, átti fyrst Hrólf J. Þorsteinsson, farmann frá Gröf á Vatnsnesi og síðar Sæmund Eggertsson frá Leirárgörðum, og Sveinn Helgi, skattstjóri í Hafnarfirði, f. 1916, d. 1987.

Árið 1950 giftist Debóra Ásvaldi Bjarnasyni, verzlunarmanni við Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, síðar starfsmanni við póstþjónustuna á Hvammstanga. Þau hjón voru barnlaus, en Debóra ól upp systurson sinn Þór Magnússon, síðar þjóðminjavörð.

Debóra ólst upp á Hvammstanga. Hún stundaði nám í Héraðsskólanum í Reykholti veturna 1931-1933 og árið 1936 í Húsmæðraskólanum á Ísafirði. Hún dvaldist um eins árs skeið í Borgarnesi, en að þessu frátöldu átti hún heima á Hvammstanga allt til ársins 1971. Debóra var árin 1932-1934 símastúlka á Hvammstanga, á Borðeyri árið 1936 og aftur á Hvammstanga árin 1936-1944. Er Þórður faðir hennar lézt tók hún við stöðvarstjórastarfinu. Árið 1962 varð hún stöðvarstjóri Pósts og síma á Hvammstanga er þau störf voru sameinuð. Árið 1971 fluttust þau hjón til Reykjavíkur og störfuðu bæði á skrifstofu Pósts- og síma unz starfsdegi lauk.

Minningarathöfn um Debóru var í Neskirkju í gær, 20. maí 2011. Debóra verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju í dag, 21. maí 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Jarðsett verður í Kirkjuhvammi.

Ebba Ingibjörg Egilsdóttir Urbancic (1933-2015)

  • HAH01171
  • Einstaklingur
  • 10.7.1933 - 31.3.2015

Ebba Ingibjörg Egilsdóttir Urbancic kennari fæddist í Reykjavík 10.7. 1933. Hún lést á Landspítala, Landakoti, 31.3. 2015.
Foreldar Ebbu voru Egill Sigurgeirsson hæstaréttarlögmaður í Reykjavík, f. 21.12. 1910, d. 14.3. 1996, og Ásta Jóhanna Dahlmann húsmóðir, f. 27.5. 1914, d. 26.10. 1980. Systkini Ebbu eru Agla Sigríður hjúkrunarfræðingur, f. 4.6. 1939; Ingibjörg Ásta húsmóðir, f. 30.7. 1940; Jón Axel kvikmyndagerðarmaður, f. 4.10. 1944; Guðrún starfsmaður á Landspítala, f. 25.6. 1947, og Ásta lífeindafræðingur, f. 15.8. 1950.

Ebba giftist hinn 21.9. 1957 Pétri Marteini Páli Urbancic, fv. bankamanni, leiðsögumanni, löggiltum skjalaþýðanda og dómtúlki, f. 4.7. 1931. Foreldrar hans voru dr. Viktor Jóhannes Urbancic hljómlistarmaður, f. 9.8. 1903, d. 4.4. 1958, og dr. Melitta Urbancic kennari, f. 21.2. 1902, d. 17.2. 1984.

Börn Ebbu og Péturs: 1) Ásta Melitta landfræðingur, f. 9.10. 1958, gift Tómasi Óskari Guðjónssyni líffræðingi, f. 19.8. 1959. Börn: a) Pétur Marteinn laganemi, f. 9.8. 1991, b) Jóhannes Bjarki líffræðinemi, f. 6.6. 1993, c) Sigrún Ebba nemi, f. 5.3. 1995, d) Guðjón Páll, f. 19.11. 2000. 2) Viktor Jóhannes bílasali, f. 24.2. 1961, kvæntur Gunnhildi Úlfarsdóttur flugfreyju, f. 6.1. 1962. Börn: a) Marteinn Pétur, nemi í markaðsfræði, f. 5.7. 1993, b) Tómas Ingi atvinnumaður í fótbolta, f. 13.11. 1996. 3) Anna María viðskiptafræðingur, f. 26.6. 1965, gift Finni Árnasyni rekstrarhagfræðingi. Börn: a) Árni Grétar, laganemi, f. 14.5. 1990, b) Ebba Katrín, nemi í iðnaðarverkfræði, f. 7.4. 1992, c) Oliver Páll, nemi, f. 21.9. 1995, d) Viktor Pétur, f. 26.10. 1999. 4) Linda Katrín móttökuritari, f. 21.10. 1966, gift Gísla Guðna Hall hæstaréttarlögmanni, f. 5.3. 1972. 5) Óskírður drengur, f. og d. 30.12. 1970. 6) Elísabet Sigríður byggingarverkfræðingur, f. 1.11. 1972, gift Kjeld Lose byggingarverkfræðingi, f. 10.4. 1947. Börn: a) William Ari, f. 4.5. 2007, b) Christian Mar, f. 24.6. 2010.

Ebba ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík. Hún lærði snyrtingu, andlitsböð, fótaaðgerðir og líkamsnudd hjá Jean de Grasse í Reykjavík 1950-51 og sótti framhaldsnámskeið í snyrtingu í Kaupmannahöfn. Hún rak Snyrtistofu Ebbu og Svövu ásamt Svövu Hanson 1951-54. Ebba stundaði nám í Húsmæðrakennaraskóla Íslands 1954-56 og útskrifaðist sem húsmæðrakennari 1956. Hún vann síðan við verslunar- og þjónustustörf til 1960. Ebba var heimavinnandi húsmóðir til ársins 1978, þegar hún hóf nám við öldungadeild MH. Hún varð stúdent frá MH árið 1982 og stundaði nám í lögfræði og dönsku við HÍ 1982-84. Hún hóf kennslu við Hagaskóla árið 1986 og kenndi þar til ársins 2000. Eftir starfslok í Hagaskóla sat hún yfir í prófum í Háskóla Íslands.

Útför Ebbu fer fram frá Kristskirkju, Landakoti, 10. apríl 2015, kl. 15.

Eiður Árnason (1931-2009)

  • HAH01177
  • Einstaklingur
  • 4.3.1931 - 22.3.2009

Eiður Árnason fæddist á Austara-Hóli í Fljótum í Skagafirði 4. mars 1931. Hann lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 22. mars 2009. Foreldrar hans voru hjónin Árni Björgvin Jónsson, f. 24. maí 1901, d. 6. júní 1989 og Magnea G. Eiríksdóttir, f. 28. maí 1898, d. 7. mars 1979. Systkini Eiðs eru Guðmundur Sævar, f. 23. ágúst 1929, d. 14. júlí 1957, Guðrún, f. 12. apríl 1932, og Unnur Erla, f. 7. maí 1934, d. 23. sept. 1990.
Eiður kvæntist 24. nóvember 1957 unnustu sinni Huldu Sigurðardóttur frá Fagurhóli í Sandgerði, f. 26. nóv. 1930, d. 17. ágúst 1977. Foreldrar hennar voru Sigurður Einarsson, f. 8. nóv. 1878, d. 26. feb.1963 og Guðrún Sigríður Jónsdóttir, f. 27. sept. 1889, d. 17. okt. 1980. Eiður og Hulda eignuðust tvo syni: Davíð, f. 7. jan. 1960, d. 21. sept. 2003 og Elfar, f. 28. mars 1967, kvæntur Jóhönnu Benný Hannesdóttur, f. 10. sept. 1967. Synir þeirra eru Sævar, f. 29. mars 1991, Daði Snær, f. 16. ágúst 1992, Eiður Smári, f. 4. júní 1996 og Birkir, f. 19. nóv. 1997.

Eiður ólst upp í Skagafirði. Þar stundaði hann almenn verkamannastörf eins og á Akranesi en þangað fluttist hann með foreldrum sínum, er þau brugðu búi, árið 1953 og var þar uns hann stofnaði sitt eigið heimili með konu sinni í Reykjavík 1957. Í höfuðborginni starfaði hann sem bílstjóri og flokksstjóri hjá Sorphirðu Reykjavíkur í hartnær 50 ár. Eiður var söngmaður mikill og söng áratugum saman í Fíladelfíukórnum enda trúfastur meðlimur Hvítasunnukirkjunnar. Hann sinnti ýmsum trúnaðarstörfum á vegum safnaðarins, t.d. var hann stjórnarformaður Sparisjóðsins Pundsins og kom að Blaða- og bókaútgáfunni, sem gaf meðal annars út Aftureldingu og Barnablaðið.

Eiður dvaldi síðustu æviár sín í góðu yfirlæti á Dvalarheimilinu Sæborg á Skagaströnd.

Útför Eiðs fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu í dag, 3. apríl 2009, og hefst athöfnin kl. 13.

Einar Ágúst Flygenring (1929-2000)

  • HAH01179
  • Einstaklingur
  • 1.1.1929 - 23.12.2000

Einar Ágúst Flygenring fæddist í Reykjavík 1. september 1929. Hann lést 23. desember 2000 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Foreldrar hans voru Sigurður Flygenring byggingartæknifræðingur, f. 28. júlí 1898, d. 2. október 1977, og Ásta Þórdís Tómasdóttir Flygenring, húsmóðir, f. 23. september 1900, d. 25. maí 1972. Systur hans eru Sigríður, f. 1926, og Anna Þórunn, f. 1930.
Einar kvæntist Stefaníu Sveinbjörnsdóttur 1956, þau skildu. Börn þeirra eru 1) Anna María Flygenring, f. 6. ágúst 1956 búfræðingur, gift Tryggva Steinarssyni, bónda í Hlíð, Gnúpverjahreppi, f. 9. mars 1954. Dætur þeirra eru Jóhanna Ósk, f. 1981, Helga Katrín, f. 1984, og Guðný Stefanía, f. 1991. 2) Súsanna Sigríður Flygenring, f. 7. febrúar 1960, bókasafnsfræðingur og garðyrkjufræðingur. 3) Sigurður Flygenring, f. 26. febrúar 1963, flugvirki.

Einar varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1949. Lærði síðar loftsiglingafræði. Hann vann í Iðnaðarbankanum til 1964. Var sveitarstjóri á Dalvík (1964-66), Hveragerði (1966-70) og Stykkishólmi (1970-74). Vann síðan ýmis störf m.a. hjá prjónastofunni Hildu hf. og innréttingafyrirtækinu Benson hf. þar til hann hóf störf sem fjármálastjóri hjá Rafmagnsveitum ríkisins Norðurlandi vestra, Blönduósi, árið 1985 og starfaði þar fram á eftirlaunaaldur.

Útför Einars fer fram frá Fossvogskirkju í dag 3. jan. 2001 og hefst athöfnin klukkan 15.

Einar Halldór Björnsson (1912-2008)

  • HAH01181
  • Einstaklingur
  • 29.11.1912 - 11.3.2008

Einar Halldór Björnsson, bifreiðarstjóri, fæddist í Neðri-Lækjardal í Refasveit í A-Húnavatnssýslu 29. nóvember 1912. Hann lést á heimili sínu að Hjallaseli 55, 11. mars 2008. Foreldrar hans voru Hallbera Jónsdóttir, ljósmóðir í Höskuldsstaða- og Blönduósumdæmum frá 1908 til 1941, f. á Fróðholtshjáleigu í Austur-Landeyjum 17. febrúar 1881, d. á Blönduósi 14. apríl 1962, og Björn Ágúst Einarsson, bóndi og smiður á Svangrund í A-Húnavatnssýslu og síðar líkkistusmiður á Blönduósi, f. á Læk á Skagaströnd 8. ágúst 1886, d. á Blönduósi 9. apríl 1967. Systkini Einars eru voru Sigurlaug Margrét, f. 12. júlí 1910, d. 3. desember 1991, Hallbera Sigurrós, f. 17. des. 1911, d. 2. mars 1986, Guðbjörg, f. 26. október 1914, d. 17. desember 1914, María Björg, f. 7. febrúar 1916, d. 10. júlí 2007, Birna Elísabet, f. 15. apríl 1919, d. 31. maí 1975, Magdalena Elínborg, f. 15. júlí 1921, d. 6. maí 1986, og Jónína Þorbjörg, f. 24. ágúst 1925, d. 20. september 1991.
Einar kvæntist 12. júlí 1941 Valgerði Ingibjörgu Tómasdóttur, húsfreyju í Reykjavík, f. á Hólmavík 21. maí 1913, d. 14. apríl 2000. Þau eignuðust tvo syni: 1) Björn Ágúst, lögreglumann og trésmið, f. 8.6. 1944, kvæntur Emilíu Jónsdóttur, leikskólakennara og aðstm. tannlæknis, f. 5.4. 1944. Börn þeirra eru Einar Halldór, símsmiður, sambýliskona Áslaug Bragadóttir, starfsmaður Barnaverndarstofu, og Helga, aðstm. tannlæknis, maður hennar Björn Arnar Ólafsson prentsmiður. 2) Tómas Ásgeir tannlæknir, f. 30.4. 1949, kvæntur Elísabetu Ingunni Benediktsdóttur kennara, f. 20.7. 1950. Börn þeirra eru Benedikt Ingi verkfræðingur, sambýliskona Edda Björk Þórðardóttir, nemi í HÍ, Valgerður sameindalífræðingur, maður hennar Hörður Bjarnason verkfræðingur og Tryggvi Rafn háskólanemi.

Einar og Valgerður bjuggu lengst af að Hjarðarhaga 40 í Reykjavík. Einar starfaði sem bifreiðarstjóri hjá Vörubílastöðinni Þrótti frá 1945 til 1987. Einar fluttist árið 2001 að öldrunarheimilinu Seljahlíð.

Einar verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag 17. mars 2008 og hefst athöfnin klukkan 15.

Einar Logi Einarsson (1938-2002)

  • HAH01182
  • Einstaklingur
  • 8.3.1938 - 2.8.2002

Einar Logi Einarsson fæddist í Reykjavík 8. mars 1938. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 2. ágúst 2002. Foreldrar hans voru Einar Baldvin Sigurðsson iðnrekandi, f. 11.9. 1911, d. 27.7. 1978, og kona hans Ásgerður Einarsdóttir, f. 30.8. 1913, d. 8.9. 1997, þau skildu. Hálfbróðir Einars Loga er Haukur Matthíasson, sálfræðingur í St. Petersburg í Flórída, f. 20.6. 1948, sem Ásgerður eignaðist með seinni manni sínum, Matthíasi Matthíassyni, f. 12.3. 1907, d. 28.11. 1969. Uppeldisbræður hans, synir Matthíasar af fyrra hjónabandi með Helgu Kristínu Helgadóttur Pjeturss, f. 2.10. 1909, d. 24.8. 1944, eru Matthías Matthíasson, f. 14.10. 1937, og Einar Matthíasson, f. 10.3. 1942.
Einar Logi kvæntist Sigrúnu R. Jónsdóttur, þau skildu. Dætur þeirra eru Ásgerður, f. 19.10. 1965, og María Helga, f. 12.12. 1969. Áður átti hann Sigríði, f. 27.9. 1962, móðir hennar er Erla Lísa Sigurðardóttir. Synir Sigríðar eru Baldvin Freyr Þorsteinsson, f. 6.10. 1984, og Kristján Ari Ragnarsson, f. 24.4. 1992, maður hennar er Ragnar Þ. Bárðarson. Sambýliskona Einars Loga síðustu tólf ár var Soffía Björgvinsdóttir.

Einar Logi lauk verslunarprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1961. Um árabil stundaði hann ýmis verslunar- og skrifstofustörf og rak eigin fyrirtæki. Stærsti hluti starfsævi hans var hins vegar við hljóðfæraleik og -kennslu og margvísleg ritstörf og þýðingar. Hann stýrði eigin hljómsveit árum saman og lék á veitingastöðum fram á síðustu ár. Eftir hann liggja fjölmargar frumsamdar bækur, leikrit og smásögur, sem og þýðingar á bókum og greinum. Einar Logi var tónlistarkennari og skólastjóri við tónlistarskóla víða um land, m.a. á Hvolsvelli, Hvammstanga, Ólafsfirði, Vopnafirði og Suðureyri. Á þessum stöðum var hann oft kirkjuorganisti og stóð fyrir leiksýningum og ýmsu félagsstarfi. Einar Logi var virkur félagi í Félagi íslenskra hljómlistarmanna og um skeið stjórnarmaður í Bandalagi íslenskra listamanna.

Útför Einars Loga verður gerð frá Dómkirkjunni í dag 13. ágúst 2002 og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Eiríkur Ingi Jónmundsson (1950-2004)

  • HAH01186
  • Einstaklingur
  • 3.8.1940 - 15.10.2004

Eiríkur Ingi Jónmundsson fæddist á Ljótshólum í Svínadal 3. ágúst 1940. Hann lést á heimili sínu hinn 15. október 2004. Foreldrar hans voru Jónmundur Eiríksson, bóndi í Ljótshólum, f. 9. janúar 1914, d. 13. nóvember 1993, og kona hans Þorbjörg Þorsteinsdóttir, f. á Geithömrum í Svínadal 9. janúar 1914, d. 3. apríl 2002. Eiríkur Ingi átti tvö systkini. Þau eru: Halldóra E. Jónmundsdóttir, f. 4. ágúst 1944, og Þorsteinn B. Jónmundsson, f. 4. ágúst 1944.
Eiríkur Ingi kvæntist 4. október 1964 eftirlifandi eiginkonu sinni Birnu Jónsdóttur, f. 23. apríl 1945. Hennar foreldrar voru Jón G. Benediktsson, f. á Aðalbóli í Miðfirði 23. maí 1921, d. 30. desember 2002, og kona hans, Elínborg Björnsdóttir, f. á Kringlu í Torfalækjarhreppi 27. maí 1917, d. 2. maí 1971. Þau bjuggu á Höfnum á Skaga. Eiríkur og Birna eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Þórdís Ólöf, f. 13. apríl 1964, hennar börn eru: a) Andri Fanndal, f. 22. ágúst 1983. b) Ingi Fanndal, 20. apríl 1989. 2) Jónmundur Þór, f. 27. nóvember 1965, kvæntur Hjördísi Guðmundsdóttur, f. 10. febrúar 1965. Þeirra börn eru a) Bjarki Þór, f. 17. febrúar 1991. b) Arnar Már, f. 12. mars 1994. c) Elvar Örn, f. 24. ágúst 2001.

Haustið 1959 hóf Eiríkur Ingi nám í Bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur vorið 1961. Að námi loknu starfaði hann hjá Búnaðarsambandi Austur-Húnavatnssýslu þar til árið 1967 er hann, ásamt Birnu, tók við búi foreldra sinna á Auðkúlu í Svínavatnshreppi.

Samhliða bústörfum stundaði Eiríkur Ingi akstur skólabarna í Húnavallaskóla.

Eiríkur Ingi og Birna bjuggu á Auðkúlu fram til ársins 1977 er þau fluttust til Blönduóss. Þar starfaði hann sem vörubifreiðastjóri. 1988 fluttust þau til Reykjavíkur. Eiríkur Ingi starfaði áfram við vörubifreiðaakstur og akstur almenningsvagna eftir að til Reykjavíkur kom. Árið 1994 hóf hann leigubifreiðaakstur og starfaði við það allt fram á síðasta dag.

Útför Eiríks Inga verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag 28. okt 2004 og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Eiríkur Kristinsson (1916-1994)

  • HAH01187
  • Einstaklingur
  • 24.5.2016 - 4.10.1994

Eiríkur Kristinsson fæddist að Miðsitju í Blönduhlíð í Skagafirði 24. maí 1916, og ólst þar upp í föðurgarði. Hann lést á heimili sínu á Akureyri 4. október 1994. Foreldrar hans voru hjónin Kristinn Jóhannsson bóndi á Miðsitju í Blönduhlíð í Skagafirði, f. 1886, d. 1941, og Aldís Sveinsdóttir, f. 1890, d. 1977, ættuð úr Lýtingsstaðahreppi, dóttir Sveins Eiríkssonar kennara þar. Bræður Eiríks voru Hjörleifur, f. 1918, bóndi á Gilsbakka í Austurdal í Skagafirði, d. 1993, Sveinn, f. 1925, sagnfræðingur í Reykjavík, Þorbjörn, f. 1921, búsettur á Akureyri, og Jökull, f. 1935, einnig búsettur á Akureyri. Fyrri kona Eiríks var Stefanía Sigurjónsdóttir, f. 11. maí 1918. Þau skildu. Börn þeirra voru: Kolbrún, f. 12. ágúst 1944, bankaritari í Reykjavík, og Kristinn, f. 18. febrúar 1946, afgreiðslumaður í Reykjavík, d. 1991. Seinni kona hans var Sesselja Þorsteinsdóttir, f. 5. maí 1924. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Eianrsson bóndi í Tungukoti í Austurdal í Skagafirði, f. 1902, d. 1979, og kona hans Ingibjörg Sigurjónsdóttir, f. 1899, látin. Börn þeirra: Ólöf Margrét, f. 1954, búsett í Reykjavík; Birgir, f. 1955, iðnverkamaður í Reykjavík; Hólmfríður Ingibjörg, f. 1958, sjúkraliði á Akureyri; og Einar Vilhjálmur, f. 1966, einnig búsettur á Akureyri. Útför Eiríks fer fram frá Akureyrarkirkju í dag 11. okt 1994.

Elín Aradóttir (1918-2000)

  • HAH01189
  • Einstaklingur
  • 3.11.1918 - 25.10.2000

Elín Aradóttir fæddist að Grýtubakka í Höfðahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu hinn 3. nóvember 1918. Hún varð bráðkvödd á ferðalagi innanlands hinn 25. október 2000. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Árnadóttir frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði, f. 18. september 1896, d. 27. apríl 1941, og Ari Bjarnason á Grýtubakka, f. 24. ágúst 1893, d. 11. mars 1965. Þau Sigríður og Ari bjuggu allan sinn búskap á Grýtubakka og eignuðust sjö börn, af þeim var Elín elst; þá kom Bjarni, f. 3.7. 1921; síðan Árni, f. 6. 9. 1923, d. 17.7. 1999; næst er Arnbjörg, f. 22.9. 1925; þá Steingrímur, f. 7.11. 1927; síðan Snjólaug, f. 25.9. 1929; og yngstur er Guðmundur, f. 11.12. 1935.
Elín giftist 29. júní 1940 Teiti Björnssyni, f. 14.10. 1915, d. 26.10. 1998. Foreldrar hans voru hjónin Björn Sigtryggsson bóndi á Brún í Reykjadal og kona hans Elín Tómasdóttir. Börn Elínar og Teits eru sex: 1) Björn, f. 11.10. 1941, skólameistari á Ísafirði, maki Anna G. Thorarensen. 2) Ari, f. 13.3. 1943, búnaðarráðunautur og formaður Bændasamtaka Íslands, Hrísum, Reykjadal, maki Elín Magnúsdóttir, börn þeirra: a) Elín, sambýlismaður Ingvar Björnsson; b) Magnús, sambýliskona Elísabet Eik Guðmundsdóttir; c) Teitur. 3) Sigríður, f. 6.2. 1946, sérkennari, Kópavogi, maki Eggert Hauksson, börn þeirra: a) Elín; b) Haukur; c) Lára Bryndís. 4) Erlingur, f. 6.2. 1946, bóndi, Brún, maki Sigurlaug Laufey Svavarsdóttir, barn þeirra: a) Teitur. 5) Helga, f. 8.8. 1947, kennari og garðyrkjubóndi, Högnastöðum í Hrunamannahreppi, maki Jón Hermannsson, dætur þeirra: a) Katrín, gift Magnúsi Má Þórðarsyni, þau eiga dótturina Sögu; b) Elín Una, sambýlismaður Óskar Hafsteinn Óskarsson; c) Edda. 6) Ingvar, f. 2.2. 1951, læknir, Akureyri, maki Helen Margaret f. Barrett, börn þeirra: a) Þóra; b) Teitur.

Elín Aradóttir stundaði nám í húsmæðraskólanum á Laugum í Þingeyjarsýslu 1938-39. Hún bjó með manni sínum á Brún í Reykjadal 1940-43, í Saltvík í Reykjahreppi 1943-51, og síðan aftur á Brún uns Teitur lést. Síðustu tvö árin bjó hún ein í húsi sínu á Brún. Elín var formaður Kvenfélags Reykdæla frá 1956, alls í 18 ár, og formaður orlofsnefndar húsmæðra í Suður-Þingeyjarsýslu 1962-72. Einnig var hún um skeið formaður skólanefndar Húsmæðraskólans á Laugum og formaður Styrktarfélags aldraðra í Þingeyjarsýslu. Í 20-30 ár var hún í stjórn Kvenfélagasambands Suður-Þingeyinga. Hún var formaður Sambands norðlenskra kvenna 1976-90. Elín hlaut á nýársdag 1986 riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir félagsmálastörf.
Útför Elínar Aradóttur fer fram frá Einarsstaðakirkju í Reykjadal í dag, laugardag 4. nóvember 2000,
og hefst athöfnin kl. 14.

Elín Ellertsdóttir (1927-2016)

  • HAH01190
  • Einstaklingur
  • 27.2.1927 - 3.8.2016

Elín Ellertsdóttir fæddist 27. febrúar 1927 að Meðalfelli í Kjós. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 3. ágúst 2016.
Foreldrar hennar voru Jóhannes Ellert Eggertsson, bóndi á Meðalfelli, f. 31.12. 1893, d. 8.9. 1983, og Karítas Sigurlína Björg Einarsdóttir, húsfreyja frá Hjarðarnesi á Kjalarnesi, f. 14.10. 1901, d. 22.11. 1949. Bræður Elínar eru Eggert, f. 1928, d. 1991, Eiríkur, f. 1931, óskírður drengur, f. 1933, d. sama ár, Gísli, f. 1935, Finnur, f. 1937, Jóhannes, f. 1938, og Einar, f. 1944, d. 2006.

Þann 14. desember 1957 giftist Elín Hauki Magnússyni frá Brekku í Þingi, Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Bjarni Jónsson og Sigrún Sigurðardóttir í Brekku.

Afkomendur Elínar og Hauks eru: 1) Magnús, f. 1959. Sambýliskona hans er Irene Ruth Kupferschmied. 2) Sigurlína Björg, f. 1960. Maður hennar er Ögmundur Þór Jóhannesson og synir þeirra a) Bjarni Egill, sambýliskona hans er Guðrún Elín Gunnarsdóttir, börn þeirra eru Snæþór Elí og Sara Dís, og b) Skúli Rafn. 3) Sigrún, f. 1962. Maður hennar er Sigfús Óli Sigurðsson og synir þeirra a) Karl Sigurður, sambýliskona hans er Hrefna Rós Matthíasdóttir og eiga þau soninn Sigfús Óla, og b) Haukur Elís, sambýliskona hans er Kristrún Kristinsdóttir. 4) Guðrún, f. 1964. Maður hennar er Lárus Franz Hallfreðsson og börn þeirra a) Elín Inga og b) Einar Jóhann. 5) Guðmundur Ellert, f. 1969. Sambýliskona hans er Guðrún Friðriksdóttir. Börn Guðmundar Ellerts frá fyrra hjónabandi með Alexöndru Mahlmann eru a) Bergþór Phillip (stjúpsonur) og b) Líney Inga.

Elín stundaði nám við Húsmæðraskólann í Reykjavík 1946-47. Hún vann á búinu á Meðalfelli á unglings- og framan af fullorðinsárum og eftir fráfall móður hennar stóð hún fyrir heimili þar með föður sínum til 1957. Hún var handavinnukennari við barnaskólann í Ásgarði, Kjós, 1948-52. 1957-62 voru Elín og Haukur búsett í Reykjavík en árið 1962 tóku þau við búskap í Brekku og þar bjuggu þau til 2010. Síðustu árin átti Elín heimili á Blönduósi.

Elín hafði yndi af handavinnu. Hún unni tónlist, söng mörg ár í kirkjukór Þingeyrakirkju og tók einnig um tíma þátt í starfi samkórsins Glóðar. Sömuleiðis var hún félagi í kvenfélagi Sveinsstaðahrepps.
Útför Elínar verður gerð frá Þingeyrakirkju í dag, 11. ágúst 2016, klukkan 14.

Elín Sigríður Jakobsdóttir (1914-2004) frá Litla Ósi

  • HAH01193
  • Einstaklingur
  • 21.1.1914 - 31.8.2004

Elín Sigríður Jakobsdóttir fæddist á Litla-Ósi í Miðfirði V-Hún. 21. jan. 1914. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 31. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jakob Þórðarson, bóndi á Litla-Ósi og víðar í Miðfirði, f. 3. 11. 1860, d. 16. apr. 1924 og Helga Guðmundsdóttir, f. 13.12. 1877, d. 6.3. 1958. Systkini Elínar voru: Jónatan skólastjóri í Fljótshlíð, f. 1907, d. 1996, Marinó bóndi á Skáney í Borgarfirði, f. 1908, d. 1989, Guðrún húsmóðir í Hafnarfirði, f. 1910, d. 1974, Þuríður, f. 1912, d. 1914, Þuríður húsmóðir í Reykjavík, f. 1919, d. 1997, og Benedikt verslunarmaður í Reykjavík, f. 1920, d. 2000.
Elín giftist 7. des. 1940 Halldóri Guðjónssyni, skólastjóra í Vestmannaeyjum, f. 30.4. 1895, d. 30. jan. 1997. Foreldrar hans voru hjónin Guðjón Guðnason og Halldóra Halldórsdóttir, Smádalakoti í Flóa, Árn. Börn Elínar og Halldórs eru: 1) Ragnar Ingi tækniteiknari, f. 17. jan. 1941, d. 8. nóv. 1995, kvæntur Åse M. Sandal, f. 1942, í Noregi, þeirra börn, búsett í Noregi: a) Torbjørg Elín kennari, f. 1963, gift Dag Sverre Ekkje, börn þeirra Ina og Sigurd, og b) Halldór Ingi framkvæmdastjóri, f. 1965, kvæntur Anne Halldorsson, börn þeirra Sigrid, Øysten og Solveig. Ragnar og Åse skildu. Síðar eignaðist Ragnar börnin c) Lilju Dís, f. 1985 og d) Bjartmar, f. 1987 með Stellu Eiríksdóttur, f. 1960. 2) Halldóra Margrét námsráðgjafi, f. 15.12. 1942, gift Heiðari Þ. Hallgrímssyni, verkfr., f. 1939. Þeirra börn: a) Heiðrún Gréta, fiðluleikari, f. 1969, búsett í Þýskalandi, gift Wolfgang Dreier, barn þeirra, Kristjana, f. 2002, b) Þorkell líffræðingur, f. 1970, sambýliskona Arngerður Jónsdóttir, barn þeirra, Jón Heiðar, f. 2002, og c) Elín Hrund, f. 1977, viðskiptafræðingur á sviði ferðamála, búsett á Spáni, sambýlismaður Angel Martín Bernal.
Eftir fráfall föður hennar fluttist Elín til Ingibjargar móðursystur sinnar, húsfreyju á Aðalbreið í Austurárdal í Miðfirði, en 16 ára gömul fór hún með móður sinni og yngsta bróður til Reykjavíkur. Hún lærði matargerð hjá frú Ólsen í Garðastræti 9, en þar var bæði rekin gistiaðstaða og mötuneyti. Síðar vann hún m.a. í danska sendiráðinu. Árið 1938 fluttist Elín til Vestmannaeyja, en þá hafði hún kynnst mannsefni sínu, Halldóri Guðjónssyni skólastjóra. Þar bjuggu þau Halldór í sautján ár og þar fæddust börn þeirra. Er Halldór fór á eftirlaun árið 1955 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Hóf Elín þá störf við verslun. Fyrst vann hún í Birkiturni við Birkimel, þá lengi í versluninni Liverpool á Laugavegi. Síðustu árin vann hún við matargerð í Vörðuskóla, en hætti störfum utan heimilis um sjötugt.
Útför Elínar verður gerð frá Árbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Elsa Eiríksson Schepler Guðjónsson (1924-2010)

  • HAH01203
  • Einstaklingur
  • 21.3.1924 - 28.11.2010

Dr. phil. h.c. Elsa E. Guðjónsson, MA, fyrrv. deildarstjóri textíl- og búningafræðideildar Þjóðminjasafns Íslands, fædd Elsa Ída Schepler Eiríksson 21. mars 1924. Hún andaðist 28. nóvember 2010.
Foreldrar: Elly Margrethe Eiríksson, f. Schepler, f. 1896 í Kaupmannahöfn, og Halldór Guðmundur Marías Eiríksson, stórkaupmaður og framkvæmdastjóri, f. 1889 á Hrauni á Ingjaldssandi, Önundarfirði, d. 1948.

Maki: Þór Guðjónsson, fiskifræðingur og fyrrv. veiðimálastjóri, f. 1917. Börn: Stefán Þór áfengisráðgjafi, f. 1946, Elsa Margrét, fatahönnuður, leikmyndateiknari og listmálari, f. 1949, og Kári Halldór, leikstjóri og leiklistarkennari, f. 1950.

Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1942 fór Elsa vestur um haf og lauk BA-prófi í textíl- og búningafræðum, list- og listasögu frá University of Washington, Seattle, árið 1945. Meistaraprófsgráðu í sömu greinum, auk miðaldasögu frá sama skóla árið 1961. Elsa nam Íslandssögu við Háskóla Íslands 1953-1956. Hún starfaði sem sérfræðingur og safnvörður í Þjóðminjasafni Íslands frá 1963 en fastráðin 1968 og deildarstjóri textíl- og búningadeildar safnsins 1985 til starfsloka 1994. Elsa átti sæti í fjölmörgum nefndum og ráðum varðandi málefni tengd textílum og búningasögu og vann mikið starf varðandi kynningu á þeim málum, jafnt hérlendis sem erlendis. Elsa var höfundur bóka og fjölmargra greina, ritgerða og bókarkafla, einkum um textíl- og búningasögu í íslenskum sem og erlendum tímaritum, fræði- og alfræðiritum, allt frá 1945. Höfundur útvarps- og sjónvarpsþátta. Fyrirlesari á ráðstefnum og þingum um textíl- og búningafræði, myndfræði og heimilis- og listiðnað innanlands og utan. Elsu hlotnuðust fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín og hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1981. Kjörin félagi í Vísindafélagi Íslendinga 1985. Hlaut verðlaun frá Kungliga Gustav Adolfs Akademien í Uppsölum í Svíþjóð 1987 og heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands árið 2000. Elsa var einnig útgefandi og má þar nefna lítið kver sem ber heitið Jólasveinarnir þrettán sem hún orti um á dönsku, íslensku og ensku og síðast en ekki síst með saumnál.
Útför Elsu fer fram frá Langholtskirkju í dag, 7. desember 2010, og hefst athöfnin kl. 13.

Erla Aðalsteinsdóttir (1929-2016)

  • HAH01207
  • Einstaklingur
  • 13.7.1929 - 15.8.2016

Erla Aðalsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 13. júlí 1929. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 15. ágúst 2016.
Foreldrar hennar voru Aðalsteinn Halldórsson tollvörður og Steinunn Þórarinsdóttir húsmóðir. Systur Erlu eru Áslaug, f. 28. júní 1934, og Brynhildur, f. 15. júní 1944. Þann 7. nóvember 1948 giftist Erla Snorra Bjarnasyni, f. 24. september 1925, d. 21. desember 2005, og bjuggu þau fyrstu árin í Reykjavík en fluttust norður í Húnavatnssýslu árið 1961 þar sem þau byggðu bæinn Sturluhól. Þar ólu þau upp börnin sín fimm:

1) Sturlu, f. 28. mars 1956. Börn hans með fyrrverandi konu sinni, Helgu Magneu Magnúsdóttur, eru: Olga, f. 7. ágúst 1979, Erla, f. 13. apríl 1983, Tinna, f. 30. maí 1989, og Davíð, f. 25. apríl 1991. 2) Guðrúnu, f. 16. september 1960. Hún á soninn Guðmund Snorra, f. 9. mars 1981 með Benedikt Ástmari Guðmundssyni og börnin Hörpu, f. 17. janúar 1993, og Gauta, f. 5. maí 1995, með fyrrverandi manni sínum, Hreini Magnússyni. Guðrún er í sambúð með Árna Þór Hilmarssyni. 3) Aðalstein, f. 16. nóvember 1961. Dóttir hans með fyrrverandi konu sinni Dagnýju Bjarnadóttur er Dagrún, f. 29. desember 1989. Hann á synina Aðalstein Örn, f. 29. júní 1998, og Emil Örn, f. 1. febrúar 2002, með konu sinni Ingibjörgu Kjartansdóttur sem fyrir átti Hildi Björk Yeoman, f. 6. desember 1983, og Kjartan Örn Yeoman, f. 21. ágúst 1990. 4) Bjarna, f. 10. október 1965. Hann á dótturina Evu Björgu, f. 22. október 1995, með konu sinni Kristínu Lindu Steingrímsdóttur.

5) Steinunni, f. 10. maí 1972. Dóttir hennar og Jóhannesar Bergs er Rannveig Hlín, f. 1. september 1998. Með manni sínum Sævari Sverrissyni á Steinunn börnin Línu Rut, f. 4. desember 2009, og Snorra Þór, f. 16. febrúar 2011. Langömmubörnin eru fimm.
Árið 1981 fluttu Erla og Snorri á Blönduós og bjuggu þar þangað til Snorri lést. Síðustu árin bjó Erla í Keflavík og á Eir þar sem hún lést.
Útför Erlu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 29. ágúst 2016, og hefst athöfnin klukkan 15.

Friðrik Karlsson (1918-1989)

  • HAH011229
  • Einstaklingur
  • 28.9.1918 - 28.9.1989

Hann fæddist á Hvammstanga 28. sept. 1918. Foreldrar hans voru Karl Friðriksson brúarsmiður og f.k. hans, Guðrún Sigurðardóttir. Karl var sonur hjónanna Friðriks Björnssonar bónda í Bakkakoti í Víðidal og Elísabetar Jónsdóttur, bæði ættuð úr Húnaþingi. Guðrún var dóttir Sigurðar Halldórssonar síðasta bónda á Efri-Þverá og s.k. hans, Kristínar Þorsteinsdóttur, bæði ættuð sunnan úr Kjós. Guðrún kona Friðriks bjó manni sínum og börnum mjög hlýlegt og friðsælt heimil. Það kunni Friðrik vel að meta.
Börn þeirra eru tvö:
Sigríður Petra f. 31.8. 1949, jarðfræðingur, gift Bjarna Ásgeirssyni, lögfræðingi. Þau eiga tvö börn.
Karl Guðmundur f. 2.2. 1955, búnaðarhagfræðingur, kvæntur Hafdísi Rúnarsdóttur, hjúkrunarfræðingi, eiga þau eitt barn.

Þegar Friðrik var 7 ára fór hannað Víðidalsstungu til Jóhönnu Björnsdóttur, sem þá var orðin ekkja en fyrir búi með móður sinni var Óskar Teitsson. Víðidalstunga var mikið myndar- og menningarheimili og átti Friðrik góðar minningar frá veru sinni þar. Árið sem Friðrik fermdist fór hann frá Víðidalstungu, má segja að frá þeim degi sæi hann um sig sjálfur. Honum leið aldrei úr minni fermingardagurinn því þá átti hann ekki aura fyrir fermingartollinum. Fermingarvorið fór hann í brúarvinnu til föður síns og var þar fram á haust. Fékk hann þá kaup greitt í peningum. Fyrsta verk hans þegar hann kom á heimaslóðir um haustið varað greiða presti fermingartollinn, sem þá var fimmtán krónur. Þetta atvik beit sig svo fast í vitund Friðriks að hann steig á stokk og strengdi þess heit að verða efnalega sjálfstæður, treysta á sjálfan sigog standa í skilum með lögmætar greiðslur. Ég held að allir sem fylgst hafa með lífsferli Friðriks geti verið sammála um að frá þessum markmiðum kvikaði hann ekki, því traustari mann í öllum viðskiptum held ég að sé vandfundinn. Þó, sem betur fer finnist margir enn, sem virða þann gamla sið að "orð skulu standa".

Friðrik naut ekki langrar skólagöngu - aðeins nokkra mánuði í barnaskóla. Snemma fór Friðrik að dreyma um það að verða bóndi. Eiga nokkur hundruð fallegar ær, góða jörð, vel í sveit setta og um fram allt að hafa arð af búinu og síðast en ekki síst að eignast góða konu, sem skapaði fjölskyldunni gott og hlýlegt heimili. Með þessi áform lagði hann út í lífið. Um þessar mundir var mikil fjárhags kreppa í landinu. Peningar sáust varla í höndum bænda. Til viðbótar þessu erfiða ástandi kom upp skæð pest í sauðfé landsmanna, svonefnd mæðiveiki, sem lagði mörg sauðfjárbú í rúst. Aðstæður til að byrja búskap voru því ekkert glæsilegar. Vann Friðrik því áfram á sumrin við brúarsmíðar hjá föður sínum fram um 1940, en að vetrinum oftast í heimasveit sinni, Víðidalnum, við fjárhirðingu og annað sem til féll.

Nú urðu kaflaskil í lífi Friðriks. Hann sest að í Reykjavík og stundar byggingarvinnu næstu árin. Haustið 1942 kemur Friðrik norður í Víðidal um réttaleytið. Þá áttihann allvæna peningafúlgu eða ríflega hálft jarðarverð. Þá kaupir hann Hrísa fyrir átján þúsund krónur, sem þá þótti allhátt verð. Hrísar er landmikil jörð og landkostajörð til sauðfjárbúskapar. Hrísar voru ekki á þeim tíma talin hlunnindajörð en hún átti land að Fitjá á sjötta km á lengd. Kerfossar voru ekki laxgengir fyrr en þar var gerður laxastigi rétt fyrir 1940. Friðrik var þess strax fullviss að Fitjá yrði góð laxveiðiá þegar laxinn fengi aðstöðu til hrygningar ofar í ánni og það kom á daginn að sú spá reyndist rétt. Nú eru Hrísar í hærri kantinum með veiðileigu jarða á vatnasvæðinu. Um leið og Friðrik keypti Hrísa, leigði hann jörðina frænda sínum Jóni Lofti Jónssyni. Eftirgjald var í kindafóðrum og umhirðu hrossa. Hefur sá samningur að grunni til gilt fram að þessu, þó nú búi þar afkomendur konu Jóns, Friðbjargar Ísaksdóttur, og eiga hluta af jörðinni.

Nú voru draumar Friðriks að byrja að rætast. Hann átti jörð í Víðidal. Nokkra tugi kinda, fáein hross og gat dvalist á sinni eigin jörð þegar frí gáfust.

Árið 1944 kvæntist Fiðrik Guðrúnu Pétursdóttur ættaðri úr Dýrafirði, mikilli ágætiskonu, sem hann mat mikils, enda er Guðrún sannkölluð húsmóðir. Skömmu fyrir jól 1947 flytja þau hjón í nýja íbúð við Mávahlíð 39, þar hafa þau búið síðan. Árin líða og Friðrik vinnur ýmis störf, aðallega við smíðar. En árið 1963 er hafist handa við byggingu Læknahússins Domus Medica. Við þær framkvæmdir var Friðrik ráðinn byggingarstjóri. Hann sá um allar fjárreiður, efnisútvegun, mannaráðningar og allt sem að byggingunni laut. Þessu verkefni skilaði hann með þeim sóma að hann var ráðinn framkvæmdastjóri hússins þegar rekstur þess hófst. Hélt hann því starfi til æviloka. Þá var Friðrik í fararbroddi í Hún vetningafélaginu í Reykjavík og formaður þess í áraraðir. Einnig starfaði Friðrik í bridsfélögum og var formaður Bridsfélags Íslands í nokkur ár. Aðrir munu minnast þessara starfa Friðriks. Fyrstu skref Friðriks í félagsmálum voru í ungmennafélaginu Víði. Hann fór snemma að taka þátt í umræðum á fundum félagsins, einnig í fót boltaæfingum ef hann var heima að vorinu. Fljótlega eftir að Friðrik eignaðist Hrísa tók hann virkan þátt í veiðifélaginu, sat í stjórn þess í mörg ár. Hann mælti á nær öllum fundum þess og flutti þar oft athyglisverðar upplýsingar og at hugasemdir. Einnig vann hann mjög þarft verk er hann gerði ýtarlega skrá um veiði og veiðistaði í Víðidalsá og Fitjá. Þá gekkst hann fyrir stofnun Landeigendafélags Fitjár og var formaður þess, þar tilí sumar að hann baðst undan endurkjöri þegar ljóst var að hverju stefndi með heilsuna. Var sá fundur haldinn í sumarbústað þeirra hjónaí Hrísum eins og svo oft áður við rausnarlegar móttökur húsfreyjunnar. Enginn vafi er á því að með tilkomu þessa félags og starfs Friðriks þar fékkst réttlátara mat á ánum en áður var. Eftir að Friðrik eignaðist Hrísa hófst hann fljótlega handa bæði í ræktun og byggingum. Einnig kom hann á stað bleikju eldi í vatni skammt suður og uppfrá Hrísum, virðist það hafa lánast vel. Þá byggðu þau hjón mjög notalegan sumarbústað innan túns í Hrísum sem mikið hefur verið notaður af fjölskyldunni.

Garðar Pálsson Þormar (1920-2007)

  • HAH01233
  • Einstaklingur
  • 27.11.1920 - 5.7.2007

Garðar Pálsson Þormar fæddist í Neskaupstað 27. nóvember 1920. Hann andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 5. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru frú Sigfríður Konráðsdóttir Þormar, f. 4.9. 1889, d. 25.1. 1985 og Páll Guttormsson Þormar kaupmaður, f. 27.5. 1884, d. 1.5. 1948. Systkini Garðars eru Konráð Þormar, f. 1913, Geir, f. 1917, Þór, f. 1922, og Sigríður f. 1924, sem öll eru látin og Kári f. 1929, búsettur í Hafnarfirði, Einnig átti Garðar þrjú fóstursystkini, Sigfríði Jónu Þorláksdóttur, Guðlaugu Jóhannsdóttur, og Ásgeir Ásgeirsson, sem öll eru látin. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur árið 1937.
Garðar kvæntist, 20. maí 1944, Ingunni Kristinsdóttur Þormar, f. 21.11. 1921. Foreldrar hennar voru Kristinn Ingvarsson organisti, f. 27.6. 1898, d. 1965 og Guðrún Helga Sigurðardóttir, f. 30.9. 1901, d. 2.11. 1994. Börn Garðars og Ingunnar eru: Sigfús Þormar, f. 1944, kvæntur Sigríði Svövu Kristinsdóttur, f. 1948, d. 2005, Sigríður Þormar, f. 1945, f.m. Einar Tryggvason, f. 1942, Páll Þormar, f. 1947, kvæntur Angelu Ragnarsdóttur, f. 1950, Sigfríð Þormar, f. 1950, gift Jóni Péturssyni, f. 1950, Kristinn Þormar, f. 1954, kvæntur Jónu Samúelsdóttur, f. 1955, og Guðrún Helga Þormar, f. 1958, d. 2004. Barnabörn eru 22 og barnabarnabörn eru 33.
Garðar var bifreiðastjóri og sjómaður og síðustu 20 ár starfsævi sinnar starfaði hann hjá Landsvirkjun í hinum ýmsu virkjunum.
Garðar verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Geir Hallgrímsson (1925-1990)

  • HAH01235
  • Einstaklingur
  • 16.12.1925 - 1.9.1990

Geir Hallgrímsson (16. desember 1925 í Reykjavík – 1. september 1990 í Reykjavík) var íslenskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra.

Hann var sonur Hallgríms Benediktssonar, stórkaupmanns og alþingismanns, og Áslaugar Geirsdóttur Zoëga. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1944 og lagaprófi frá Háskóla Íslands 1948. Á háskólaárunum var hann formaður Stúdentaráðs. Hann var formaður Heimdallar 1952-1954 og Sambands ungra sjálfstæðismanna 1957-1959. Hann stundaði síðan framhaldsnám í lögfræði og hagfræði við Harvard-háskóla.

Geir rak málflutningsskrifstofu í Reykjavík 1951-1959 og var jafnframt forstjóri H. Benediktsson & Co. 1955-1959.

Geir var borgarstjóri í Reykjavík frá 19. nóvember 1959 til 1. desember 1972, fyrst með Auði Auðuns en einn frá 6. október 1960. Hann var kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 1971 og endurkjörinn 1973 en varð formaður flokksins haustið 1973 er Jóhann Hafstein varð að draga sig í hlé af heilsufarsástæðum. Meðan Geir sat sem borgarstjóri voru verklegar framkvæmdir miklar, t.d. voru vel flestar götur Reykjavíkur malbikaðar í borgarstjóratíð hans.

Geir var kjörinn þingmaður Reykvíkinga 1971 og varð forsætisráðherra 28. ágúst 1974 og gegndi þeirri stöðu fram til 1978. Hann var þingmaður til 1983. Það ár lét hann af formennsku Sjálfstæðisflokksins. Hann var utanríkisráðherra 1983-1986 en gegndi upp frá því stöðu bankastjóra í Seðlabankanum til dauðadags 1. september 1990.

Gestheiður Jónsdóttir (1919-2010)

  • HAH01238
  • Einstaklingur
  • 28.2.1919 - 6.11.2010

Gestheiður Jónsdóttir fæddist á Stekkjarflötum í Skagafirði 28. febrúar 1919. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 6. nóvember síðastliðinn.
Foreldrar hennar voru Jón Guðmundsson, bóndi, f. 17. mars. 1877 á Miklabæ í Blönduhlíð, d. 3. september 1960, og Soffía Guðbjörg Jónsdóttir, húsfreyja, f. 12 júní 1891 á Höfðahólum á Skagaströnd, d. 27. maí 1959. Systkini Gestheiðar voru: Sigurlaug Jónína, f. 26. janúar 1900, d. 12. febrúar 1900. Ingibjörg, húsfreyja, f. 10. október 1901, d. 21. október 1956. Jón, bóndi, f. 28. ágúst 1917, d. 11. apríl 1983. Guðrún, húsfreyja, f. 5. maí 1920. Jónatan, húsasmíðameistari, f. 23. apríl 1923, d. 24. janúar 1980, og Sæunn, húsfreyja, f. 22. október 1924, d. 28. maí 1997.

Gestheiður ólst upp á Hofi í Vesturdal í Skagafirði. Hún giftist Páli Ólafssyni Reykdal Jóhannessyni, sjómanni og húsverði, f. 20. ágúst 1907, d. 29. janúar 1989. Foreldrar hans voru Jóhannes Pálsson, skósmiður og sjómaður, f. 23. maí 1878 að Ófeigsstöðum í Köldukinn, d. 9. mars 1972, og Helga Þorbergsdóttir, húsfreyja, f. 30. apríl 1884 á Dúki í Sæmundarhlíð, d. 30. september 1970.

Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau Gestheiður og Páll í Kópavogi en fluttust svo norður á Skagaströnd. Þau eignuðust 5 börn saman. Þau eru Jóhanna Sigríður Eikaas, f. 26. júní 1949, maki hennar er Leif Magne Eikaas þau eiga Heídí Maríe, Paal Magne og Kim Ola. Stúlka, f. 1950, lést á fyrsta ári. Jóhannes, f. 31. maí 1951, d. 23. nóvember 1986, maki hans var Anna Margrét Kristjánsdóttir, þau eiga Pál, Gestheiði Fjólu og Helgu Björk. Snorri, f. 8. júní 1953, lést á fyrsta ári. Jón Grímkell, f. 27. desember 1955, maki hans var Ástríður Björg Bjarnadóttir, þau eiga Hörð Bjarna og Hauk Emil.

Útför Gestheiðar fór fram frá Fossvogskapellu 12. nóvember 2010.

Gestur Aðalgeir Pálsson (1925-2013)

  • HAH01239
  • Einstaklingur
  • 13.8.1925

Gestur Aðalgeir Pálsson fæddist á Grund á Jökuldal 13. ágúst 1925. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Grund 17. maí 2013.
Foreldrar hans voru Páll Vigfússon, f. 27.10. 1889, d. 21.4. 1961, frá Hnefilsdal og kona hans María Ingibjörg Stefánsdóttir frá Möðrudal, f. 4.8. 1887, d. 7.10. 1929. Alsystkini Gests voru: Arnfríður, f. 29.5. 1919, d. 31.1. 1998, Vigfús Agnar, f. 29.8. 1920, d. 5.4. 2011 Ragnheiður, f. 7.11. 1922, d. 19.2. 1999. Stefán Arnþór, f. 3.12. 1923, d. 2.4. 2001 og Þórólfur, f. 6.12. 1926. María lést frá ungum börnum þeirra Páls, en með seinni konu sinni Margréti Sigríði Benediktsdóttur frá Reyðarfirði, eignaðist hann Huldu, f. 2.3. 1932, d. 5.1. 1987, Erlu, f. 10.2. 1933, Unni, f. 12.8. 1935, d. 8.6. 2000, Garðar, f. 10.1. 1942, d. 12.11. 1995, Sævar, f. 16.8. 1943 og Öldu, f. 24.1. 1946.

Gestur giftist Kristínu Halldórsdóttir frá Bergsstöðum í Svartárdal 1963, f. 4.7. 1927, d. 8.10. 2007. Foreldrar hennar voru Halldór Jóhannsson frá Birningsstöðum í Ljósavatnsskarði, f. 20.7. 1895, d. 5.3. 1982, og Guðrún Guðmundsdóttir frá Leifsstöðum í Svartárdal, f. 19.7. 1900, d. 26.10. 1984. Fyrir átti Gestur: Eddu Skagfjörð, f. 3.2. 1952, móðir hennar var Elísabet Jakobsdóttir, f. 18.12. 1912, d. 6.11. 1992. Maki Eddu er Tryggvi Harðarson, f. 30.6. 1954. Dætur Eddu eru Eva Björg Eggertsdóttir, f. 8.6. 1973, hún á þrjú börn og Elísabet Eggertsdóttir, f. 14.5. 1979, hún á fjögur börn en eitt þeirra er látið. Börn Gests og Kristínar eru: 1) Guðrún Halldóra, f. 30.9. 1963, hennar maður er Sveinn Kjartansson, f. 10.3. 1963, börn: Kjartan, Hilma Kristín og Gestur. 2) María Páley, f. 30.10. 1965, hennar maður er Vignir Smári Maríasson, f. 29.4. 1965, börn: Aðalgeir Gestur, Hrannar Már, hann á einn son, Elísabet Páley. 3) Aðalgeir Bjarki, f. 6.10. 1967, eiginkona hans er Brynja Guðnadóttir, f. 15.12. 1964, hennar börn og fósturbörn Aðalgeirs Bjarka eru: Berglind Magnúsdóttir, Hulda Magnúsdóttir, hún á tvö börn, Anna María Friðriksdóttir, Guðni Leifur Friðriksson og Stefán Jón Friðriksson. Dóttir Kristínar og fósturdóttir Gests: Bergljót Sigvaldadóttir, f. 1.11. 1954, maki Þorleifur Jónatan Hallgrímsson, f. 25.4. 1953, börn: Hallgrímur Magnús, hann á tvo börn, Kristín Hildur, hún á fimm börn, Gunnar Sveinn, hann á einn son og Bergþór Snær.

Gestur var heima við bústörf hjá föður sínum fram yfir tvítugt, þá flutti hann til Akureyrar og fór að vinna ýmis störf, var hann lengst af hjá Vegagerðinni í brúarvinnu. 1963 hófu þau Kristín sambúð á Akureyri og voru þar til 1965 er þau tóku við sem húsverðir í Húnaveri og hófu búskap þar og á Bergsstöðum. Að Bergsstöðum fluttu þau 1974 og bjuggu þar til ársins 1989 þegar þau tóku aftur við húsvörslu í Húnaveri. Fluttu síðan til Blönduóss 1992 og bjuggu þar í sex ár. 1998 fluttu þau til Reykjavíkur og síðar í Kópavog. Kristín andaðist í október 2007. Gestur hélt heimili allt þar til hann fór á Hjúkrunarheimilið Grund í febrúar síðastliðnum.

Útför Gests verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 23. maí 2013, og hefst athöfnin kl. 13.

Guðlaug Matthíasdóttir (1910-1999)

  • HAH01269
  • Einstaklingur
  • 17.8.1910 - 22.7.1999

Guðlaug Matthíasdóttir fæddist í Skarði í Gnúpverjahreppi 17. ágúst 1910. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 22. júlí síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Jóhönnu Bjarnadóttur, f. 3. sept. 1878 í Glóru í Gnúpverjahreppi, d. 28. ágúst 1955, og Matthíasar Jónssonar, f. 7. nóv. 1875 í Skarði, d. 17. des. 1952. Systkini Guðlaugar voru: 1) Jóhanna, f. 26. apríl 1905, d. 20. júní 1906. 2) Bjarni, f. 10. apríl 1907, d. 21. apríl 1983. 3) Haraldur, f. 16. mars 1908. 4) Steinunn, f. 8. okt. 1912, d. 6. febrúar 1990. 5) Kristrún, f. 22. sept. 1923. Uppeldisbróðir þeirra systkina var Jóhann Snjólfsson, f. 31. des. 1927, d. 22. sept. 1985.

Hinn 25. maí 1945 giftist Guðlaug Guðjóni Kristni Guðbrandssyni frá Kaldbak í Hrunamannahreppi, f. 4. mars 1900, d. 22. apríl 1994. Þau hófu búskap í Hörgsholti í sömu sveit og fluttust 1948 að Bjargi þar sem þau bjuggu allt til ársins 1990. Bróðursonur Guðjóns, Guðbrandur og kona hans Sigrún fluttu til þeirra að Bjargi 1957 og tóku þau alfarið við búinu af Guðjóni og Guðlaugu árið 1971. Síðustu ár ævi sinnar bjó Guðlaug í íbúð aldraðra á Flúðum.

Útför Guðlaugar fer fram frá Hrunakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Guðmann Einar Magnússon (1913-2000)

  • HAH01272
  • Einstaklingur
  • 9.12.1913 - 22.11.2000

Guðmann Einar Magnússon fæddist á Skúfi í Norðurárdal 9. desember 1913. Hann andaðist á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 22. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Einarsdóttir, f. 10.8. 1879, d. 17.10. 1971 frá Hafurstaðakoti á Skagaströnd og Magnús Steingrímsson, f. 3.4. 1988, d. 25.7. 1951 frá Njálsstöðum á Skagaströnd. Systkini Guðmanns eru: Steingrímur, f. 15.6. 1908, d. 13.3. 1975, bóndi á Eyvindarstöðum í Blöndudal; María Karólína, f. 22.11. 1909, ljósmóðir á Sauðárkróki, nú búsett í Hafnarfirði; Sigurður, f. 4.12. 1910, d. 16.12. 1997, verkstjóri á Sauðárkróki; Guðmundur Bergmann, f. 23.7. 1919, bóndi á Vindhæli og Páll Bergmann, f. 4.12. 1921, bóndi á Vindhæli.
Guðmann Einar ólst upp með foreldrum sínum og systkinum á ýmsum bæjum í Vindhælishreppi, en lengst af bjuggu þau á Bergsstöðum, Þverá og Sæunnarstöðum í Hallárdal á Skagaströnd. Guðmann hóf búskap með foreldrum sínum á Sæunnarstöðum í Hallárdal og þar bjó hann með þeim í félagi við bræður sína þá Guðmund og Pál til ársins 1944, þegar hann festi kaup á jörðinni Vindhæli á Skagaströnd. Að Vindhæli flutti Guðmann ásamt fjölskyldu sinni árið 1944 og bjó þar ásamt bræðrum sínum allt til ársins 1992.
Á yngri árum sat Guðmann í stjórn Kaupfélags Skagstrendinga og hreppsnefnd Vindhælishrepps.
Eiginkona Guðmanns er María Ólafsdóttir, f. 27.11. 1931, frá Stekkadal í Rauðasandshreppi, dóttir hjónanna Önnu Guðrúnar Torfadóttur, f. 6.12. 1894, d. 21.3. 1965 frá Kollsvík, Rauðasandshreppi, og Ólafs H. Torfasonar, f. 27.9. 1891, d. 25.5. 1936, frá Stekkadal í Rauðasandshreppi.
Guðmann og María eiga sex börn, sem eru: 1) Guðrún Karólína, f. 11.5. 1953, framkvæmdastjóri á Ísafirði, í sambúð með Bjarna Jóhannssyni, þau eiga tvær dætur, Sigrúnu Maríu, f. 8.10. 1975, í sambúð með Gísla Einari Árnasyni og Jóhönnu Bryndísi, f. 25.4. 1980, í sambúð með Jóhanni Hauki Hafstein. 2) Anna Kristín, f. 17.4. 1955, deildarstjóri í Reykjavík, í sambúð með Sigurði Halldórssyni. Anna á tvær dætur með Erni Ragnarssyni, Maríu Guðrúnu, f. 23.11. 1976, í sambúð með Bergþóri Ottóssyni og Ásdísi Ýri, f. 27.4. 1981. 3) Einar Páll, f. 9.6. 1956, smiður á Sauðárkróki, eiginkona hans er Ingibjörg R. Ragnarsdóttir, þau eiga þrjár dætur Lilju Guðrúnu, f. 14.4. 1979, í sambúð með Sverri Hákonarsyni, Margréti Huld, f. 7.3. 1983, og Hörpu Lind, f. 7.11. 1995. 4) Ólafur Bergmann, f. 7.1. 1959, starfsmaður Brunna hf., búsettur í Kópavogi, hann á þrjú börn með Helgu Káradóttur, Lindu, f. 25.10. 1978, í sambúð með Jóhanni Barkarsyni, þau eiga eina dóttur Anítu Ósk, Bjarka, f. 5.1. 1982, d. 16.6. 1982 og Kolbrúnu Evu, f. 24.8. 1983. 5) Magnús Bergmann, f. 27.7. 1961, starfsmaður Skagstrendings hf. og bóndi á Vindhæli, Skagaströnd. Eiginkona hans er Erna Högnadóttir, þau eiga fjögur börn Rögnu Hrafnhildi, f. 28.10. 1981, í sambúð með Jónasi Þorvaldssyni, þau eiga eina dóttur, Maríu Jónu, Önnu Maríu, f. 5.11. 1985, Magnús Jens, f. 1.9. 1995, og Guðmann Einar, f. 22.8. 1998. 6) Halldóra Sigrún, f. 8.11. 1972, röntgentæknir Reykjavík, í sambúð með Ísleifi Jakobssyni.
Guðmann Einar Magnússon verður jarðsunginn frá Höskuldsstaðakirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Gunnar Hermann Grímsson (1907-2003)

  • HAH01348
  • Einstaklingur
  • 9.2.1907 - 11.9.2003

Gunnar Hermann Grímsson var fæddur að Húsavík við Steingrímsfjörð 9. febrúar 1907. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 11. september.
Gunnar stundaði nám í unglingaskóla að Heydalsá, lauk búfræðiprófi frá Hvanneyrarskóla 1927, stundaði sjálfsnám og naut einkakennslu í bókfærslu og viðskiptagreinum. Hann var kennari að Heydalsá 1928-1932 og sýsluskrifari á Borðeyri 1933. Hann var bankaritari á Eskifirði 1934-1937, kaupfélagsstjóri á Skagaströnd 1937 til 1955, kennari við Samvinnuskólann á Bifröst 1955-1962. Hann flutti til Reykjavíkur 1962 og gerðist fulltrúi og síðar starfsmannastjóri SÍS og gegndi því starfi til 1975, en lét þá af föstu starfi og gerðist skjala- og bókavörður SÍS til starfsloka.

Gunnar tók mikinn þátt í félagsmálum, var formaður Ungmennasambands Strandamanna, í stjórn Kaupfélags Steingrímsfjarðar og formaður Framsóknarfélags Strandamanna. Hann átti sæti í hreppsnefnd á Eskifirði og Höfðakaupstað, sat í sýslunefnd Austur-Húnavatnssýslu 1939-
1955, var formaður Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Vesturlandskjördæmi 1961-1962. Sat lengi í miðstjórn Framsóknarflokksins, var endurskoðandi KRON frá 1968 um nokkur ár.
Útför Gunnars fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Sesilía Guðmundsdóttir (1905-1994)

  • HAH01172
  • Einstaklingur
  • 31.5.1905 - 21.1.1994

Eðvald Halldórsson var fæddur á Hrísum í Víðidal í V-Húnavatnssýslu 15. janúar 1903. Hann lést á Hvammstanga 24. september 1994. Foreldrar hans voru Halldór Ólafsson frá Litlufellsöxl í Borgarfirði og Sigríður Jóhannsdóttir í Hrísum. Hann lærði bæði söðlasmíði og bátasmíði. Sesilía Guðmundsdóttir var fædd á Gnýstöðum á Vatnsnesi í V-Húnavatnssýslu 31. desember 1905. Hún lést á Hvammstanga 21. janúar 1994. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson bóndi og síðari kona hans Marsibil Árnadóttir frá Stöpum. Eðvald og Sesilía gengu í hjónaband 2. janúar 1930 og eignuðust þau sex börn: Guðmund, Maríu Erlu, Marsibil Sigríði, Ársæl, d. 18. nóvember 1953, Sólborgu Dóru og Sigurlínu, d. 13. ágúst 1965. Barnabörnin eru 14 og afkomendur eru alls 60. Útför Eðvalds fer fram frá Hvammstangakirkju í dag 8 okt 1994.

Davía Jakobína Guðmundsson (1910-1999) Sólbakka utan ár

  • HAH01166
  • Einstaklingur
  • 19.2.1910 - 17.1.1999

„Fjærst út í kvikasilfursbjarma hafauðnarinnar rís pínulítið, einmana, blágrýtt land. Borið saman við ógnarvíðáttu þessa hafs virðist svona klettótt landkríli naumast umfangsmeira en sandkorn á samkomuhúsgólfinu. Þannig hefst sagan um Snillingana glötuðu eftir Færeyinginn William Heinesen.
Davía Jakobína Niclasen var fædd í Færeyjum 19. febrúar 1910. Hún lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 17. janúar síðastliðinn.
Á Vífilstöðum kynntist hún manninum sem hún átti eftir að giftast, Einari Guðmundssyni, sem var starfsmaður á hælinu. Þau hófu búskap í Hafnarfirði í húsi við Reykjavíkurveg sem seinna varð verslun Geiru og Leifu. Þar fæddist fyrsta barn þeirra, Guðmundur. Þau fengu síðar íbúð á Vífilsstöðum og þar fæddist Harry. Eftir giftingu var Davía heimavinnandi, eins og það heitir í dag, sinnti sínu heimili. Starf Einars var mjög erfitt og kom að því að þau hjónin ákváðu árið 1942 að flytja til Hólmavíkur þar sem honum bauðst vinna við að keyra vörubíl fyrir Kaupfélagið. Þar byggðu þau sér húsið Litla-Hvamm. Þau leigðu út frá sér hluta hússins og kom það sér vel fyrir Davíu að hafa fólk hjá sér í húsinu þar sem Einar var oft lengi í förum með flutninga. Það er erfitt að ímynda sér erfiðið sem fólst í vinnu þessara ára, vegir lélegir og bílar og aðrir farkostir all frumstæðir á okkar tíma mælikvarða.
Á Hólmavík fæddist dóttirin Herdís 18. júní 1943. Það var mikil gleði hjá Davíu að eignast dóttur og var samband þeirra mæðgna alla tíð mjög náið. Herdís hefur verið hennar stoð og stytta í gegnum árin og ekki síst eftir að hún var orðin ein og heilsan farin að bila. Ég vil fyrir hönd okkar hjónanna þakka Herdísi alla þá ræktarsemi og hlýju sem hún hefur sýnt móður sinni.

Til Blönduóss flyst svo fjölskyldan 1946. Á þessum árum var fátt um íbúðarhúsnæði á lausu, svo ekki var um annað að gera en að byggja. Hús þeirra reis á "bakkanum". Þetta var á þeim tíma sem engar götur höfðu verið lagðar og menn fengu bara lóðir og byrjuðu að byggja. Seinna fékk gatan þeirra heitið Árbraut og er það réttnefni því hún liggur við árbakkann norðanverðu við Blöndu. Húsið reis á skömmum tíma þótt erfitt væri að afla byggingarefnis. Tvær íbúðir voru í húsinu; í öðrum endanum bjuggu Einar og Davía með sín börn, en í hinum bjuggu fyrst Þorvaldur Þorláksson (Valdi í Vísi) og Jónína Jónsdóttir (Ninna) með sín börn og síðar Svavar Pálsson og kona hans Hallgerður Helgadóttir (Gerða) með sín börn, varð þeirra vinskapur góður. Ég minnist þess að eitt sinn er við vorum í heimsókn á Árbrautinni og gestir komu óvænt að þá var bankað á eldhúsgluggann. Þegar ég opnaði gluggann var rétt inn nýbökuð jólakaka. Mér er ekki grunlaust um að svona sendingar hafi verið gagnkvæmar.
Davía fluttist til Íslands 1928 og bjó þar síðan. Síðustu 42 árin var hún búsett á Blönduósi.
Útför Davíu fer fram frá Blönduóskirkju í dag 23. jan. 1999 og hefst athöfnin klukkan 14.

Valgard Jörgensen (1931-2006) Blönduósi

  • HAH02109
  • Einstaklingur
  • 25.3.1931 - 1.3.2006

Jón Valgard Winther Jörgensen fæddist í Reykjavík, 25. mars 1931. Hann lést á Landspítalanum 1. mars 2006.

Ari Björnsson (1924-2001) Hnjúkum

  • HAH01034
  • Einstaklingur
  • 29.5.1924 - 12.3.2001

Ari Björgvin Björnsson fæddist að Bollastöðum í Blöndudal 29.5. 1924. Hann lést á Landspítala, Fossvogi,12. mars síðastliðinn. Útför Ara Björgvins fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.

Álfheiður Óladóttir (1919-2006)

  • HAH01059
  • Einstaklingur
  • 11.4.1919 - 23.10.2010

Álfheiður Óladóttir fæddist á Ísafirði 11. apríl 1919. Hún lést í Holtsbúð í Garðabæ 23. október síðastliðinn. Í Reykjavík kynnist hún verðandi eiginmanni sínum Kolbeini Kristóferssyni lækni. Hún tók að sér heimili þeirra feðga, Kristófers og sona hans Egils og Kolbeins en kona Kristófers og móðir bræðranna var fallin frá. Eftir að Kolbeinn lauk námi fylgdi hún honum fyrst til Akraness þar sem hann var við læknisstörf og síðan til Þingeyrar við Dýrafjörð. Þar sat Kolbeinn í embætti héraðslæknis frá árinu 1946 til seinniparts árs 1949. Þar fæddist þeim dóttirin Þórdís 1947. Á Þingeyri eignuðust þau vini til æviloka og skipaði Þingeyri alltaf sérstakan sess huga Álfheiðar. Haustið 1949 var aftur haldið til Reykjavíkur þar sem Kolbeinn hafði fengið stöðu læknis við Landspítalann. Þau bjuggu á Vesturgötu 52 á æskuslóðum Kolbeins með smá hléi til ársins 1968 er þau fluttu í Garðabæ þar sem bjuggu til dauðadags.
Útför Álfheiðar verður gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Ari Jóhannesson (1911-1999) frá Ísafirði

  • HAH01036
  • Einstaklingur
  • 4.12.1911 - 4.2.1999

Ari Guðjón Jóhannesson fæddist á Ísafirði 4. desember 1911. Hann lést 4. febrúar 1999. 1917 missti hann móður sína sex ára gamall. Sjómaður á Ránargötu 8 a, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
Útför Ara fór fram frá Áskirkju 16. febr. 1999 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Árni Björnsson (1908-1991) frá Ytra-Tungukoti

  • HAH01069
  • Einstaklingur
  • 13.12.1908 - 31.5.1991

Árni Björnsson fæddur 13. desember 1908 dáinn 31. maí 1991, leigubifreiðarstjóri og útgerðarmaður frá Ytra-Tungukoti í Blöndudal, alinn upp á Skeggstöðum í Svartárdal. Bjuggu þau allan sinn búskap í Reykjavík, síðast til heimilis að Háaleitisbraut 52. Hann lést í Landspítalanum eftir stutta sjúkrahúsdvöl. Vetrarmaður á Sunnuhvoli, Reykjavík 1930.
Að hans ósk hefur jarðarförin farið fram í kyrrþey.

Bergþóra Kristjánsdóttir (1918-2011) Péturshúsi Blönduósi

  • HAH01112
  • Einstaklingur
  • 14.5.1918 - 9.5.2011

Bergþóra Kristjánsdóttir var fædd í Köldukinn á Ásum 14. maí 1918. Hún lést Heilbrigðisstofnun Blönduóss 9. maí 2011. Bergþóra ólst upp hjá foreldrum sínum í Köldukinn og stundaði almenna skólagöngu eins og tíðkaðist í farskóla fjóra vetrarparta. Árið 1953 fluttu Bergþóra og Pétur í nýbyggt hús sitt á Húnabraut 7 og bjó hún í því húsi alla tíð eða í rúm 50 ár.
Útför Bergþóru verður gerð frá Blönduósskirkju í dag, 21. maí 2011, og hefst athöfnin kl. 11.

Ásbjörn Jóhannesson (1942-1991) Auðkúlu

  • HAH01077
  • Einstaklingur
  • 24.6.1942 - 30.6.1991

Ásbjörn Þór Jóhannesson bóndi, Auðkúlu fæddur 24. júní 1942. Dáinn 30. júní 1991 Í dag er til moldar borinn frá Auðkúlukirkju,
Ásbjörn ólst upp á Fitjum hjá foreldrum sínum Jóhannesar Árnasonar frá Fitjum og Kristínar Ásmundsdóttur, sem ættuð var sunnan úr Mosfellssveit, ásamt þremur alsystkinum og fóstursystur. Hann gekk til starfa sem aðrir, vandist mikilli vinnu og átti dugnað til lífs og starfa. Hann lagði stund á fleira en búskapinn heima, var í Reykjavík 1958-59. Þaðan lá leiðin að Hvanneyri og lauk hann búfræðiprófi þaðan vorið 1960. Þá kom hann að nýju norður og var þrjá vetur ráðsmaður hjá Birni á Löngumýri. Á sumrum vann hann hjá Halldóri bróður sínum í Víðigerði.
Ásbjörn var ekki bölsýnis eða úrtölumaður. Hann hafði ánægju af mannamótum en fannst þó oftast bezt að vera heima og njóta samvista við sína nánustu eða sinna einhverjum verkefnum í stað þess að blanda sér í nefnda- og fundastörf.

Ásbjörn var tæpari til heilsu en hann vildi kannast við. Styrk, glaðværð og hressilegu fasi hélt hann allt til endadægurs.

Hann var að flytja frá Auðkúlu, stóð til brautar búinn. En ferðin sem hann fór, var ferð sem gjarnan mátti bíða nokkurt árabil. Hann varð bráðkvaddur þegar lífíð í náttúrunni skartaði sínu fegursta.

Valgerður Einarsdóttir (1901-1988)

  • HAH02112
  • Einstaklingur
  • 30.11.1901 - 27.2.1988

Ævi hennar var í mörgu óvenjuleg. Hún ólst upp sem prestsdóttir, lengst af í Reykholti í Borgarfirði. Það voru margar frásagnirnar, sem hún sagði frá um gamladaga sem maður mun aldrei gleyma.
En hún hafði líka lífsreglur sem fólk nú til dags hefur ekki kynnst. Þetta voru lífsreglur þeirrar kynslóðar sem braust framúr fátækt fyrri alda, til þeirrar velmegunar sem nú ríkir. Í þessum lífsreglum fólst að gera kröfur til sjálfs sín, frekar en annarra. Ótakmörkuð iðjusemi, þar sem ekki þótti hægt að láta eina stund ónotaða til einhverra verka.
Á heimili Stefáns og Valgerðar var oft mann margt því margir áttu og eiga enn leið fram að Kalmanstungu, fjölskylda, vinir og ferðalangar. Auk þess áttu mörg borgarbörn þar kærkomið athvarf á sumrin. Oft var því glatt á hjalla í bænum og ekki spillti fyrir þegar Stefán frændi minn settist við píanóið og gestirnir tóku lagið. Þá var Stefán í essinu sínu.

Valgerður Halldórsdóttir (1929-2000) Héraðshælinu 1957

  • HAH02113
  • Einstaklingur
  • 20.4.1929 - 25.4.2000

Valgerður Guðrún Halldórsdóttir fæddist í Garði í Mývatnssveit 20. apríl 1929. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 25. apríl síðastliðinn.
Útför Valgerðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Valgerður Þórmundsdóttir (1905-1989) Langholti í Bæjarsveit

  • HAH02115
  • Einstaklingur
  • 21.9.1905 - 25.10.1989

Valgerður Þórmundsdóttir, lést í Reykjavík 25. október sl. Hvíldin var henni lausn frá þungbærum veikindum, sem höfðu hrjáð hana undanfarin ár. Hún var fædd í Langholti í Bæjarsveit 21. september 1905. Valgerður ólst upp í Langholti í glöðum systkinahóp á mannmörgu sveitaheimili í fögru héraði. Ólöf og Þórmundur vildu undirbúa börn sín sem best fyrir lífsbaráttuna. Fóru Valgerður og systur hennar fleiri til náms í Kvennaskólann á Blönduósi. Kom það nám í góðar þarfir síðar meir.
Valgerður missti mann sinn í maí 1972 og höfðu þau þá verið í farsælu hjónabandi í rétt 40 ár. Sigurbjörn lést á 64. aldursári og var fráfall hans Valgerði mjög þungbært og reyndar öllum, sem til hans þekktu. Hann hafði þá nærfellt í hálfa öld starfað við verksmiðjurnar á Barnónsstíg 2 og látið sig verkalýðsmál miklu skipta.

Valur Snorrason (1936-1994) rafvirkjameistari Blönduósi

  • HAH02118
  • Einstaklingur
  • 15.11.1936 - 7.3.1994

Valur Snorrason 15. nóvember 1936 fæddur á Hóli við Siglufjörð, d 7. mars 1994. Rafvirkjameistari. Var lengi ráðsmaður á Héraðshælinu á Blönduósi. Var á Hótel Blönduósi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Áshreppi. Á unglingsárum sínum var hann í átta ár í sveit á Flögu í Vatnsdal frá átta til sextán ára aldurs. Þar eignaðist hann nokkurn búpening, fé og hross. Hann batt æ síðan mikla tryggð við heimilið á Flögu og var Vatnsdalurinn honum ætíð kær og hugstæður eftir þessa dvöl.
Útför hans fór fram frá Blönduósskirkju 12. mars. 1994.

Þorbjörg Bergþórsdóttir (1921-1981) Blönduósi

  • HAH02127
  • Einstaklingur
  • 17.5.1921 - 7.5.1981

Þorbjög Bergþórsdóttir, kennari á Blönduósi, andaðist 7. maí á Héraðshælinu. Hún var fædd 17. maí 1921 í Fljótstungu í Hvítársíðu í Mýrasýslu. Þorbjörg Bergþórsdóttir var hreinlynd og ákveðin í skapgerð. Var heimili þeirra hjóna mikið rausnarheimili. Hún var ötull og samviskusamur kennari, er vildi þroska með nemendum sínum ást á íslenskri tungu og íslenskumbókmenntum.
Útför hennar fór fram frá Blönduóskirkju 16. maí 1981.

Þorbjörg Björnsdóttir (1908-2001) Hæli

  • HAH02130
  • Einstaklingur
  • 27.2.1908 - 30.9.2001

Þorbjörg Björnsdóttir fæddist á Sólheimum í Svínavatnshreppi 27. febrúar 1908. Þorbjörg var tökubarn í Þórormstungu 1910 hjá Gísla og Katrínu. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 30. september síðastliðinn. Alla sína búskapartíð bjuggu þau á Hæli. Árið 1991 fluttist Þorbjörg á öldrunardeild Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi, síðan á sjúkradeild þar sem hún lést.
Þorbjörg verður jarðsungin frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Þorbjörg Magnúsdóttir (1921-2001 Sveinsstöðum

  • HAH02132
  • Einstaklingur
  • 5.1.1921 - 4.1.2001

Þorbjörg Helga Magnúsdóttir frá Sveinsstöðum A-Hún., Hnitbjörgum, Blönduósi, fæddist á Sveinsstöðum 5. janúar 1921. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 4. janúar síðastliðinn. Þorbjörg ólst upp á Sveinsstöðum hjá foreldrum sínum og lauk hefðbundnu barnaskólanámi. Hún vann að hefðbundnum bústörfum á Sveinsstöðum, fyrst hjá foreldrum sínum og síðar hjá Ólafi bróður sínum og konu hans, Hallberu Eiríksdóttur. 1980 flutti hún í Hnitbjörg á Blönduósi og bjó þar fram til þess að hún fór á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi, þar sem hún lést.
Útför Þorbjargar fer fram frá Þingeyrakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11.

Hólmfríður Björnsdóttir (1917-2000) Sandgerði, frá Reynhólum

  • HAH02133
  • Einstaklingur
  • 5.9.1917 - 24.11.2000

Þorbjörg Hólmfríður Björnsdóttir fæddist á Kollafossi í Miðfirði 5. september 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja í Keflavík 24. nóvember síðastliðinn. Hólmfríður ólst upp í Miðfirði og vann þar ýmis sveitastörf. Hólmfríður og Sveinbjörn bjuggu allan sinn búskap í Sandgerði.

Þorbjörg Steingrímsdóttir (1915-2005)

  • HAH02135
  • Einstaklingur
  • 14.9.1915 - 5.9.2005

Þorbjörg Steingrímsdóttir fæddist á Hóli í Presthólahreppi í N-Þing. 14. september 1915. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 5. september síðastliðinn. Eftir nám fluttist hún til Akureyrar þar sem hún giftist Guðmundi Snorra. Þorbjörg fluttist til Reykjavíkur með börnin sín fjögur og bjó síðast á Brávallagötu 18.
Þorbjörg verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Þorleifur Skagfjörð Jóhannesson (1913-1988) Hvammi í Svartárdal

  • HAH02148
  • Einstaklingur
  • 23.5.1913 - 6.11.1988

Þorleifur Skagfjörð Jóhannesson Fæddur 23. maí 1913 Dáinn 6. nóvember 1988. Hann fór að líta eftir kindunum sínum og lést við það snöggt, öllum að óvörum. Að Barkarstöðum elst hann upp og þar með var hann kominn í dalinn sinn kæra, sem átti eftir að fóstra hann alla tíð.
Um tvítugt dvelur Leifi á Kristnesi í Eyjafirði í eitt og hálft ár vegna veikinda og náði hann sér aldrei að fullu eftir það.

Þóranna Kristjánsdóttir (1926-2008) Bólstaðarhlíð

  • HAH02167
  • Einstaklingur
  • 23.10.1926 - 14.1.2008

Þóranna Kristjánsdóttir fæddist í Stapa í Lýtingsstaðahreppi 23. október 1926. Þóranna ólst upp í Stapa og Hamarsgerði og víðar í Lýtingsstaðahreppi.
Hún lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 14. janúar síðastliðinn.
Útför Þórönnu fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Egill Jónsson (1907-1989)

  • HAH02172b
  • Einstaklingur
  • 25.2.1907 - 13.3.1989

Egill fæddist 25. febrúar 1907 að Reynistað í Staðarhreppi í Skagafirði. Egill dvelur með foreldrum sínum til 1928, þá kvænist hann Þórdísi, f. 1907, ættaðri af Reykjaströnd. Þau flytja þá að Geitagerði í Staðarhreppi og búa þar til 1939, flytja þá að Þröm á Langholti og búa þar í eitt ár. Árið 1940 flytja þau til Sauðárkróks, og búa þar til 1955, að þau flytja ásamt börnum sínum til Reyðarfjarðar og bjuggu þar upp frá því. Þau keyptu þar íbúðarhús er nefnist Þingholt og stendur við Holtagötu.

Þórey Guðmundsdóttir (1922-2013)

  • HAH02179
  • Einstaklingur
  • 11.2.1922 - 26.8.2013

Þórey Guðmundsdóttir fæddist á Ánastöðum á Vatnsnesi hinn 11. febrúar 1922. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki 26. ágúst 2013.
Útför Þóreyjar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag, 6. september 2013, klukkan 14.

Þórhildur Kristinsdóttir (1913-1995)

  • HAH02182
  • Einstaklingur
  • 29.1.1913 - 15.7.1995

Þórhildur Kristinsdóttir fæddist í Krossavík, Þistilfirði, N-Þing., 29. janúar 1913. Vetrarstúlka á Raufarhöfn 1930. Húsfreyja á Raufarhöfn, síðar í Reykjavík.
Hún lést 15. júlí 1995 á Sjúkrahúsi Sauðárkróks.
Útför Þórhildar verður frá Fossvogskirkju í dag kl. 15.00.

Þuríður Þórarinsdóttir (1915-2002)

  • HAH02189
  • Einstaklingur
  • 18.4.1915 - 20.2.2002

Dóa Þuríður Ingibjörg Þórarinsdóttir fæddist í Reykjavík 18. apríl 1915. Þuríður ólst upp í Reykjavík. Hún lést á Landakoti 20. febrúar 2002.
Útför Dóu fór fram í kyrrþey.

Ævar Ísberg (1931-1999) skattstjóri Kópavogi og Hafnarfirði

  • HAH02191
  • Einstaklingur
  • 30.4.1931 - 3.11.1999

Ævar Hrafn Ísberg fæddist að Möðrufelli í Eyjafirði 30. apríl 1931.
Ævar Ísberg var aðeins rösklega þrítugur þegar hann varð skattstjóri Reykjanesumdæmis á árinu 1962 þegar miklar breytingar urðu á skipulagi skattkerfisins með fækkun skattstjóra og skattanefnda. Það ár voru embætti skattstjóra í Kópavogi, Hafnarfirði og Keflavík sameinuð í eitt skattstjóraembætti og varð Ævar fyrsti skattstjóri Reykjanesumdæmis eftir þær breytingar. Að nokkrum árum liðnum flutti hann sig um set til ríkisskattstjóraembættisins til Sigurbjörns Þorbjörnssonar ríkisskattstjóra og félaga hans. Varð Ævar vararíkisskattstjóri á árinu 1967. Jafnframt var Ævar einnig varaformaður ríkisskattanefndar og sinnti ýmsum störfum fyrir nefndina. Samstarf þeirra Ævars og Sigurbjörns stóð í tæpa tvo áratugi. Undir þeirra stjórn urðu miklar og margháttaðar breytingar á skipan skattframkvæmdar og starfshátta skattyfirvalda. Þar bar hæst miklar breytingar á tækniumhverfi með tölvuvæðingu skattkerfisins sem kallaði á endurskoðun vinnubragða svo og ný löggjöf á þessum árum sem gerði meiri kröfur til skattyfirvalda og atvinnurekstraraðila en áður höfðu tíðkast. Þegar Garðar Valdimarsson varð ríkisskattstjóri hélt Ævar áfram störfum sem vararíkisskattstjóri um nokkurra ára skeið.
Ævar kaus að láta af störfum vararíkisskattstjóra á árinu 1990 eftir farsælan feril en hélt áfram að starfa hjá ríkisskattstjóraembættinu þar til hann lét af störfum fyrir ári vegna veikinda. Þekking Ævars á skattumhverfi, skattarétti og sögulegu samhengi hinna ýmsu lagaákvæða var gríðarlega yfirgripsmikil. Hann tók meira eða minna þátt í flestum skattalagabreytingum um rúmlega þrjátíu ára skeið og þekkti forsögu ákvæða og fyrra réttarástand ótrúlega vel. Hann var sérfræðingur í tekjuskatti og öðrum beinum sköttum. Þau voru mörg erfiðu úrlausnarefnin í skattamálum hjá ríkisskattstjóraembættinu sem komu fyrir augu Ævars í einni eða annarri mynd. Samstarfsmenn hans fundu fljótt þegar hann hafði látið af störfum hve bagalegt það var að geta ekki leitað álits hjá honum í erfiðum málum. Auk úrlausna í skattamálum hvíldi um alllangt skeið að miklu leyti á hans herðum fjárhagslegur rekstur embættis ríkisskattstjóra og ýmis sameiginleg útgjöld skattkerfisins. Ævar rak embættið af ráðdeild og skynsemi en gætti þess um leið að nýjungar og ný tækni festi rætur þegar það átti við. Um árabil annaðist Ævar stjórn á vélvinnslu álagningar opinberra gjalda hjá skattstjórum. Það verk reyndi mjög á samráð og samstarf ýmissa ólíkra stofnana sem að því verki komu. Vinnudagurinn varð því oft langur og krefjandi hjá Ævari og félögum hans þegar álagningin stóð yfir.
Skapferli Ævars, jafnlyndi hans og jákvætt viðhorf hans til samstarfsfólks og gjaldenda var einstakt. Hann leysti öll mál á yfirvegaðan hátt án fums eða taugaveiklunar. Hann var úrræðagóður, réttsýnn og sanngjarn maður sem lagði sig fram um að leysa úr vandamálum þeirra sem leituðu til hans. Hann skipti aldrei skapi á vinnustað og allir samstarfsmenn hans virtu hann og dáðu. Hann var hlýr í viðmóti, drengur góður sem var gæddur ríku skopskyni, einfaldlega skemmtilegur félagi sem okkur samstarfsmönnunum þótti öllum vænt um.
Sem embættismaður var hann milt yfirvald er gætti að vandaðri ákvarðanatöku sem byggðist á jafnræði og meðalhófi. Hann leitaðist við að greiða götu þeirra gjaldenda sem til hans leituðu og tókst oft á tíðum með lagni að leysa vandamál fólks og jafnframt gætti hann þess að skýra ákvörðun þannig að gjaldendum væru ljósar forsendur hennar.
Það var ekkert sérstaklega auðvelt að verða sporgöngumaður Ævars í vararíkisskattstjóraembættinu en óneitanlega var það léttara að vita af honum á næstu grösum. Það var heldur ekki ósjaldan sem til hans var litið um ráð og fá ábendingar til úrlausnar aðsteðjandi álitaefnum, enda var Ævar góður leiðbeinandi.
Hann lést á líknardeild Landspítalans að morgni 3. nóvember 1999.
Útför Ævars verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Ævar Rögnvaldsson (1938-2009) trésmiður Blönduósi

  • HAH02193
  • Einstaklingur
  • 26.4.1938 - 10.4.2009

Ævar Rögnvaldsson fæddist á Blönduósi 26. apríl 1938. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 10. apríl 2009. Trésmiður og verslunarmaður. Var á Völlum, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
Ævar var jarðsunginn frá Háteigskirkju 17. apríl 2009, og hófst athöfnin klukkan 13.

Katrín Grímsdóttir (1945-2015) Steiná

  • HAH02198
  • Einstaklingur
  • 25.10.1945 - 6.12.2015

Katrín Grímsdóttir, bóndi og húsfreyja að Steiná III í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu, fæddist 25. október 1945. Hún lést 6. desember 2015 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi. Hún ólst upp með foreldrum sínum og systkinum að Saurbæ í Vatnsdal.
Útför Katrínar fór fram í kyrrþey að hennar ósk.

Þorgeir Sigurgeirsson (1928-2015) Orrastöðum / Pálmalundi

  • HAH02201
  • Einstaklingur
  • 20.8.1928 - 9.4.2015

Þorgeir Sigurgeirsson fæddist 20. ágúst 1928 á Orrastöðum Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss 9. apríl 2015.
Útför Þorgeirs fór fram frá Blönduóskirkju 18. apríl 2015, kl. 14.

Ursula Elfriede Óskarsdóttir (1922-2008) Útibleiksstöðum

  • HAH02203
  • Einstaklingur
  • 30.4.1922 - 21.10.2008

Úrsúla Elfriede Óskarsdóttir, fædd Häfner fæddist í Eisenach í Thüringen-héraði í Þýskalandi 30. apríl 1922. Árið 1950 réð Úrsúla sig til starfa á Íslandi, sem barnfóstra á Blönduósi. Hún var húsmóðir á Útibleiksstöðum í Miðfirði áður en hjónin fluttust til Hveragerðis árið 1955. Úrsúla stofnaði tvisvar einkarekið dagheimili í Hveragerði og rak þau um nokkurra ára skeið. Lengst af, eða á annan áratug, starfaði Úrsúla á Heilsuhælinu NLFÍ í Hveragerði. Árið 2001 fluttu þau hjónin á dvalar- og hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði, en síðasta árið dvaldi Úrsúla á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Úrsúla verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.
Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 21. október 2008.

Hjördís Björnsdóttir (1938-2007) Hnjúkum

  • HAH02205
  • Einstaklingur
  • 2.4.1938 - 3.6.2007

Hjördís Heiða Björnsdóttir fæddist á Hnjúkum við Blönduós 2. apríl 1938. Hún lést á hjúkrunardeildinni á Grund 3. júní 2007.
Útför Hjördísar Heiðu fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.

Héðinn Arason (1951-2003) Hnjúkum

  • HAH02209
  • Einstaklingur
  • 15.10.1951 - 8.4.2003

Héðinn Arason var fæddur á Hnjúkum við Blönduós hinn 15. október 1951. Hann lést á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, þriðjudaginn 8. apríl síðastliðinn.
Útför Héðins verður gerð frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Margrét Pétursdóttir (1912-2002)

  • HAH02210
  • Einstaklingur
  • 5.12.1912 - 15.4.2002

Margrét Pétursdóttir var fædd að Holti í Ásum í Austur-Húnavatnssýslu 5. desember 1912. Margrét ólst upp á Holti fyrstu æviár sín en fjölskyldan flutti þaðan til Blönduóss. Snemma hóf Margrét að vinna fyrir sér og var í vist og vinnumennsku víða um land. Margrét flutti til Akureyrar árið 1939 og bjó þar alla tíð síðan. Hún tók virkan þátt í starfsemi Félags eldri borgara á Akureyri þegar hún lét af störfum, tómstundastarfi af ýmsu tagi og átti fast sæti í ferðalögum félagsins um landið. Hún stundaði alla tíð nokkuð umfangsmikla kartöflurækt og þá hafði hún mikla unun af því að fara til berja. Ástríða hennar á þeim vettvangi var mikil og þótt heilsunni hrakaði með árunum var hún ætíð mætt í Kollugerðismóa um miðjan ágúst að huga að berjum. Margrét ferðaðist mikið um landið, einkum með stéttarfélagi sínu Iðju og Félagi eldri borgara. Í þeim ferðum orti hún mikið af lausavísum og var yrkisefnið gjarnan það sem fyrir augu bar sem og gamanmál tengd ferðafélögunum.
Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 15. apríl 2002.
Útför Margrétar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Böðvar Pétursson (1922-1999)

  • HAH02211
  • Einstaklingur
  • 25.12.1922 - 27.8.1999

Böðvar Pétursson, verslunarmaður, Skeiðarvogi 99, Reykjavík, fæddist á Blönduósi 25. desember 1922.
Hann lést á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 21. febrúar síðastliðinn, 76 ára að aldri.
Útför Böðvars fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Adolf Valberg Lárusson (1923-1978) Reykjavík

  • HAH02222
  • Einstaklingur
  • 4.7.1923 - 24.6.1978

Adolf Kornelius Valberg Lárusson f. 4. júlí 1923 - 24. júní 1978 Var í Bergstaðastræti 51, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

Aðalbjörg Jónsdóttir (1869)

  • HAH02225
  • Einstaklingur
  • 27.11.1869 -

Aðalbjörg Jónsdóttir f. 27.11.1869, skírð 14.4.1870 í Hofteigssókn. Fór til Vesturheims 1887 frá Fossvöllum, Jökuldals-og Hlíðarhreppi, N-Múl. Hjá móður systur sinni á Gilsá í Breiðdal 1880.

Aðalbjörg Klemensdóttir (1887-1915) Finnstungu

  • HAH02228
  • Einstaklingur
  • 7.7.1887 - 26.6.1915

Tökubarn á Finnstungu, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1890. Niðurseta í Finnstungu, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1901. Vinnukona í Finnstungu, Bólstaðarhlíðarsókn, A-Hún. 1910.

Agnar Bragi Guðmundsson (1875-1953) Fremstagili ov

  • HAH02250
  • Einstaklingur
  • 10.10.1875 - 2.12.1953

Agnar Bragi Guðmundsson f. 10. október 1875 - 2. desember 1953. Var á Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Var í Hnjúkum, Blönduóssókn, Hún. 1901. Bóndi á Blöndubakka, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Hnjúkum á Ásum, A-Hún. Bóndi á Fremstagili skv. Æ.A-Hún.

Agnar Þorláksson (1878-1955) Agnarsbæ Blönduósi

  • HAH02256
  • Einstaklingur
  • 22.10.1878 - 18.5.1955

Agnar Þorláksson f. 22. október 1878 - 18. maí 1955 Bóndi á Kirkjuskarði og Snæringsstöðum, Áshr., A-Hún. o.v., síðar verkamaður víða. Bóndi og vegavinnuverkstjóri í Holtastaðakoti, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Agnarsbæ Blönduósi 1920.

Agnes Jóhanna Honningsvaag (1923-1984)

  • HAH02257
  • Einstaklingur
  • 24.6.1923 - 17.7.1984

Agnes Jóhanna Pétursdóttir f. 24. júní 1923 - 17. júlí 1984 Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Agnes Jóhanna Honningsvaag ( Agnes Jóhanna Pétursdóttir) (1923-1984)

Undirfellskirkja 1893-

  • HAH00569a
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1893

Kirkjan á Undirfelli var helguð Nikulási biskupi í Myra í kaþólskum sið. Útkirkja þaðan var á Másstöðum uns hana braut í snjóflóði árið 1811, og í Grímstungu 1849-1881. Hálfkirkjur og bænhús voru víða í sókninni að fornu. Núverandi kirkja á Undirfelli er allveglegt steypuhús sem byggt var sumarið 1915 eftir teikningu Rögnvalds Ólafssonar húsameistara, dálítið sérkennileg að því leyti að turninn er upp af nyðra framhorni hennar. Í henni er altaristafla eftir Ásgrím Jónsson er sýnir Jesúm blessa börnin og fleiri góðir gripir.

Fyrra kirkjuhús, sem var stór timburkirkja frá 1893, brann á annan í jólum 1913. Síðasti presturinn á Undirfelli, séra Hjörleifur Einarsson (1831-1910) sagði af sér embætti árið 1906 eftir 30 ára þjónustu á staðnum. Séra Hjörleifur lagði mikla stund á kennslu og hafði flesta vetur námssveina og á árunum 1879-1883 var haldinn kvennaskóli á Undirfelli fyrir hans forgöngu, með 6 nemendum og einum kennara auk hans sjálfs sem kenndi stúlkunum bóklegar greinar. Var það fyrsti vísir að kvennaskóla Húnvetninga. Sonur Hjörleifs var Einar H. Kvaran (1859-1938) rithöfundur. Einar var afkastamikill rithöfundur og vinsælt skáld á löngum og merkum rithöfundarferli. Hann var ritstjóri ýmissa blaða og tímarita, einnig í Winnipeg þar sem hann dvaldi í 10 ár fyrir aldamót, en á háskólaárum í Kaupmannahöfn var hann einn Verðandimanna. Lengstu skáldsögur hans eru Ofurefli (1908) og gull (1911) en kunnastur er hann nú fyrir smásögur sínar.

Einn fyrsti listmálari sem nokkuð kveður að á Íslandi, Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924) var fæddur á Undirfelli og ólst þar upp fyrstu árin.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Alda Björnsdóttir (1946-1994) frá Fjósum í Svartárdal

  • HAH02276
  • Einstaklingur
  • 15.1.1946 - 20.2.1994

Alda Björnsdóttir Fædd 15. janúar 1946 Dáin 20. febrúar 1994 eftir erfiða sjúkdómslegu. Hún var fædd að Brenniborg í Skagafirði, en fluttist þaðan ársgömul með foreldrum sínum,
Var í Fjósum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Sjúkraliði í Reykjavík. Fósturbarn: Ragna Guðmundsdóttir, f. 31.8.1970.
Hún upp í hópi sex systkina sinna á gestkvæmu myndarheimili. Björn faðir hennar andaðist árið 1970 og flutti þá Þorbjörg móðir hennar fljótlega til Reykjavíkur. Hún er atgerviskona. Hún ber með sér reisn sem ekki dvínar þrátt fyrir þetta síðasta áfall og önnur sem hafa mætt henni á lífsleiðinni.

Kristín Kristmundsdóttir (1908-1992) Jaðri Blönduósi

  • HAH02289
  • Einstaklingur
  • 13.10.1908 - 25.11.1992

Andrea Kristín Kristmundsdóttir f. 13. október 1908 - 25. nóvember 1992. Húsfreyja á Blönduósi 1930. Fiskvinnslukona á Akranesi. Síðast bús. í Reykjavík.

Guðjón Magnússon (1944-2009)

  • HAH01268
  • Einstaklingur
  • 4.8.1944 - 4.10.2009

Aðstoðarlandlæknir 1980-90, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu 1990-96, rektor Norræna heilbrigðisháskólans í Gautaborg 1996-2002 og framkvæmdastjóri Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Kaupmannahöfn. Prófessor við Háskólann í Reykjavík frá 2007.96, rektor Norræna heilbrigðisháskólans í Gautaborg 1996-2002 og framkvæmdastjóri Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Kaupmannahöfn. Prófessor við Háskólann í Reykjavík frá 2007. Bús. í Garðabæ 1994.

Elísabet Magnúsdóttir (1911-2003) frá Sveinsstöðum

  • HAH01200
  • Einstaklingur
  • 21.8.1911 - 6.4.2003

Elísabet Magnúsdóttir fæddist á Sveinsstöðum í A-Hún. 21. ágúst 1911. Elísabet ólst upp á Sveinsstöðum.
Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli 6. apríl 2003.
Útför Elísabetar fer fram frá Áskirkju í dag 06. apríl 2003 og hefst athöfnin klukkan 15.

Elsa Schepler Guðjónsson (1924-2010)

  • HAH01203
  • Einstaklingur
  • 21.3.1924 - 28.11.2010

Dr. phil. h.c. Elsa E. Guðjónsson, MA, fyrrv. deildarstjóri textíl- og búningafræðideildar Þjóðminjasafns Íslands, fædd Elsa Ída Schepler Eiríksson 21. mars 1924.
Hún andaðist 28. nóvember 2010. Útför Elsu fer fram frá Langholtskirkju í dag, 7. desember 2010, og hefst athöfnin kl. 13.

Engilráð Sigurðardóttir (1919-1988) Sauðárkróki

  • HAH01206
  • Einstaklingur
  • 27.7.1919 - 23.2.1988

Engilráð Sigurðardóttir 27. júlí 1919 - 23. febrúar 1988. Húsfreyja á Sauðárkróki. Var í Hvammi, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. á Sauðárkróki. Er faðir hennar lést árið 1941, var jörðin Hvammur seld. Þá flutti Engilráð búferlum með Elínu móður sinni í Halldórsstaði á Langholti. Þar kynntist Engilráð mannsefni sínu.
Ingimar og Engilráð fluttu frá Halldórsstöðum á Sauðárkrók árið 1945 í húsið Ljósborg (Suðurgata 18). Árið 1947 keyptu þau og fluttu inn í húsið Von við Freyjugötu 34. Þar bjuggu þau til dánardægurs beggja.

Anita Dagbjartsson (1943)

  • HAH02301
  • Einstaklingur
  • 31.1.1943 -

Anita Elisabeth Dagbjartsson f. 31. janúar 1943, Sviss.

Anna Aldís Sigurðardóttir (1880-1948) Blönduósi, frá Steiná

  • HAH02306
  • Einstaklingur
  • 16.9.1880 - 19.2.1948

Anna Aldís Sigurðardóttir f. 16. september 1880 - 19. febrúar 1948, saumakona lengst af búsett á Blönduósi.
Hemmertshúsi 1901, Böðvarshúsi 1929 og 1941. Grænumýri 1945-1948. Óg barnlaus bjó lengst af með systur sinni Rannveigu.

Bragi Agnarsson (1915-1999)

  • HAH01152
  • Einstaklingur
  • 13.11.1915 - 17.3.1999

Bragi Agnarsson, Hæðargarði 33, Reykjavík, fæddist á Fremstagili í Langadal í Austur- Húnavatnssýslu 13. nóvember 1915. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 17. mars síðastliðinn. Útför Braga fer fram frá Bústaðakirkju í dag 26. mars 1999 og hefst athöfnin klukkan 15.

Bjarni Jónsson (1906-1990) Haga í Þingi

  • HAH01120
  • Einstaklingur
  • 14.5.1906 - 25.4.1990

Bjarni Jónsson f. 14. maí 1906 - 25. apríl 1990. Bóndi í Haga, Sveinsstaðahr., A-Hún. Vinnumaður í Haga, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930.
Hann var fæddur að Haga í Austur-Húnavatnssýslu og átti þar heima alla sína tíð, tók síðar við búi foreldra sinna. Þeirra saga lifði ætíð með honum. Þau höfðu kynnst á Þingeyri og byrjað sinn búskap þar sama árið, 1895, á hluta af jörðinni. Hvort um sig komu þau úr stórum systkinahóp og höfðu bæði orðið fyrir foreldramissi í bernsku.

Sigurður Jónasson (1863-1887) stúdent frá Eyjólfsstöðum

  • HAH01244
  • Einstaklingur
  • 8.12.1863 - 7.8.1887

Var á Eyjólfsstöðum, Undirfellssókn, Hún. 1870. Skólapiltur í Latínuskólanum, Reykjavík 1880. Hóf nám í Reykjavíkurskóla 1878 og varð stúdent 1884. Chand phil. við Kaupmannahafnarháskóla en týndist af skipi á leið til Kaupmannahafnar 1887.

Georg Hjartarson (1923-2001) Bráðræði Skagaströnd

  • HAH01236
  • Einstaklingur
  • 27.5.1923 - 13.9.2001

Georg Rafn Hjartarson fæddist í Bráðræði á Skagaströnd 27. maí 1923. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 13. september síðastliðinn.
Útför Georgs verður gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Ásdís Kristinsdóttir (1912-1991)

  • HAH01078
  • Einstaklingur
  • 22.7.1912 - 7.8.1991

Ásdís Kristinsdóttir fædd 22.7.1912 -7.8.1991. Lést á heimili sínu að Hamraborg 26, Kóp. miðvikudagsmorguninn 7. ágúst sl. Foreldrar Ásdísar bjuggu á ýmsum stöðum í Húnavatnssýslu, svo sem Gafli í Víðidal, Þingeyjarseli og Bakkakoti. Móðir hennar missti heilsuna, fékk heilablóðfall er Aðalheiður fæddist og við það tvístraðist fjölskyldan og Aðalheiður var upp frá því í fóstri að Melrakkadal.
Árið 1923 flyst fjölskyldan með 4 börn til Vestmannaeyja en eftir 1 ár flytjast þau norður aftur. Þá fer Gunnar bróðir hennar að Ási en Ásdís og Bjarni að Hofi. Foreldrar þeirra flytjast aftur til Vestmannaeyja með tvö yngstu börnin og Kristinn fer að vinna við bifreiðaakstur.

Ásdís Sveinsdóttir (1922-1991) Egilstöðum á Völlum

  • HAH01082
  • Einstaklingur
  • 15.4.1922 - 15.8.1991

Ásdís Sveinsdóttir var fædd á Egilsstöðum á Völlum 15. apríl 1922. Margur kom þar gestur og gangandi, því á Egilsstöðum var rekið gistihús allt árið. - Þar kynntust börnin fjölda manna er komu þar. Egilsstaðir voru með stærstu búum í sveit.

Björn Eiríksson (1927-2008)

  • HAH01136
  • Einstaklingur
  • 24.5.1927 - 4.1.2008

Björn Eiríksson fæddist í Meðalheimi á Ásum í Austur- Húnavatnssýslu 24. maí 1927. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi föstudaginn 4. janúar 2008.
Björn fæddist í Meðalheimi, flutti tveggja ára að Hólabaki í Þingi og síðan 10 ára í Skólahúsið í sömu sveit og átti heimili þar þangað til hann flutti að heiman.
Útför Björns fer fram frá Blönduóskirkju í dag 11. janúar 2008 og hefst athöfnin klukkan 13.

Björn Marinó Dúason (1916-2009)

  • HAH01142
  • Einstaklingur
  • 20.7.1916 - 14.12.2009

Björn Marinó Dúason fæddist á Ólafsfirði 20. júlí 1916. Foreldrar Björns fluttust til Siglufjarðar þegar hann var á öðru ári og þar ólst hann upp.
Hann lést á dvalarheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði 14. desember 2009.
Útför Björns fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, föstudaginn 18. desember 2009, og hefst athöfnin kl. 13.30.

Björn Sigurðsson (1913-1999)

  • HAH01146
  • Einstaklingur
  • 26.4.1913 - 5.10.1999

Björn Sigurðsson fæddist á Ósi í Skagahreppi 26. apríl 1913. Hann andaðist á Héraðshælinu á Blönduósi 5. október síðastliðinn.
Fjölskyldan fluttist frá Ósi að Mánaskál í Laxárdal um 1918. Hann kom aftur norður að námi loknu og settist að á Skagaströnd. Í ágúst árið 1990 fékk Björn heilablæðingu sem olli því að hann var bundinn hjólastól upp frá því. Hann bjó á dvalarheimili aldraðra, Sæborg á Skagaströnd frá 1991 til 1996, að hann fékk hjartaáfall. Upp frá því bjó hann á Héraðshælinu á Blönduósi.
Útför Björns verður gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Höskuldsstaðakirkjugarði.

Héraðshæli Austur Húnvetninga Blönduósi (1955-)

  • HAH10014
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 31.12.1955

„Á árunum 1952 til 1955 var Héraðshælið á Blönduósi byggt. Var það sameiginlegt átak allra sýslubúa. Í þeirri stofnun er m.a. að finna dvalarheimili aldraðra fyrir 27 vistmenn, sjúkradeild fyrir 26 sjúklinga, sem jafnframt er langlegudeild fyrir sjúk gamalmenni, heilsugæslustöð, þjónustudeild og fleira . . .

Þetta stóra hús hefur aðeins verið í byggingu í 32 mánuði. Það kostar um 6 milljónir króna. Við það bætast allir innanstokksmunir og lækningaáhöld, sem áætlað er að kosti allt að einni milljón króna. Gjafir frá einstaklingum og félögum nema um 660 þús. kr. Hafa Húnvetningar sjálfir sýnt hið mesta örlæti gagn vart þessari heilbrigðisstofnun. Ríkissjóður mun greiða 2/3 hluta byggingakostnaðarins. Kemur þá í hlut Austur-Húnavatnssýslu að standa undir tveimur milljónum króna af honum.

Héraðshælið er 9 þús. rúmmetrar að stærð. Það er fjórar hæðir og kjallari. Stórar svalir eru á öllum hæðum og sjúkralyfta gengur frá kjallara til þakhæðar. Ennfremur er í húsinu matarlyfta frá eldhúsi til fjórðu hæðar. Geislahitun er í byggingunni og hreinlætistæki öll hin fullkomnustu. Í henni eru sjö baðherbergi og níu snyrtiklefar með salernum. Í kjallara eru kynditæki, frystir, rafstöð, geymslur, smíðahús: þvottahús og fleiri nauðsynlegar vistarverur. Er öllu mjög haganlega fyrir komið. Er hægt að aka sjúklingum beint inn að sjúkralyftu.

Á fyrstu hæð er m.a. íbúð aðstoðarlæknis, eldhús, búr, borðstofa starfsfólks, ráðskonuherbergi og líkhús. Á annari hæð er aðal anddyri hússins. Liggja upp að því breiðar tröppur. Yfir vængjahurðum anddyranna er áformað að setja skjaldarmerki Austur-Húnavatnssýslu, birnu með tvo húna. Á þessari hæð er biðstofa fyrir sjúklinga, skrifstofa, rannsóknarstofa, skiptistofa og slysastofa ásamt viðtalsstofu læknis. Þá er þar lesstofa yfirlæknis og íbúð hans, ljóslækningastofa, röntgenstofa, klefi fyrir nudd og rafmagnsmeðferð, dagstofa fyrir sjúklinga, sem hafa fótavist og íbúðir hjúkrunarkvenna.

Á þriðju hæð er aðalsjúkradeild hælisins. Eru þar fjórar fjórbýlisstofur, tvær þríbýlisitofur og fjórar tvíbýlisstofur. Ennfremur er þar sérstök fæðingarstofa. Í þessum herbergjum er rúm fyrir 31 sjúkling. Á þessari hæð er einnig rúmgóð skurðstofa búin hinum fullkomnustu tækjum, þar á meðal skurðstofulampa með níu kvikasilfursljósum. sem auðvelt er að hagræða, hvernig sem bezt hentar við skurðaðgerðir. Kvað Kolka læknir lampa þennan vera hið mesta þing og af nýjustu gerð. Var vissulega ánægjulegt að fylgjast með lýsingum hins ágæta og reynda skurðiæknis á tækjum og fyrirkomulagi skurðstofunnar, sem leikmenn hljóta að telja hið „allra helgasta" á sjúkrahúsi.

Á fjórðu og efstu hæð héraðshælisins er svo hjúkrunardeild fyrir rólfæra sjúklinga og gamalmenni. Eru þar 5 herbergi fyrir vistmenn, flest tveggja manna herbergi. Þar er því rúm fyrir 30—40 manns. Samtals tekur þvf héraðshælið 60—70 sjúklinga og gamalmenni. Hafa Austur-Húnvetningar sameinað hér á myndarlegan og merkilegan hátt rekstur fullkomins sjúkrahúss og notalegs elliheimilis. Á efstu hæðinni er einnig „baðstofa", sem er setustofa hjúkrunar- og elliheimilisdeildarinnar. Er hún stór og rúmgóð með glugg um móti austri, suðri og vestri. Stórt yfirbyggt sólskýli er fram af henni. Hefur gamla fólkið og sjúklingar deildarinnaí þarna hina ákjósanlegustu aðstöðu til þess að láta fara vel um sig.

Þetta fallega og fullkomna sjúkrahús og elliheimili AusturHúnvetninga er um ýmsa hluti sérstætt. Það hefur í raun og veru fremur á sér svip heimilis fólksins, sem dvelur þar en opinberrar stofnunar og sjúkrahúss. Okkur finnst athyglisvert að tjöldin fyrir gluggum íbúðarherbergjanna eru rósótt og veggir og loft eru máluð ýmsum litum, mjúkum og mildum. Þetta gefur húsakynnunum persónulegri og hlýlegri blæ en tíðkast á sjúkrastofum. Við heilsum upp á nokkra sjúklinga sem þarna liggja. Þeir taka brosandi á móti yfirlækni sínum og okkur, sem erum í fylgd með honum. Fólkinu hérna í Húnavatnssýslu þykir þegar vænt um Héraðshælið segir Kolka læknir. Það hefur unnið að stofnun þess af miklum áhuga og fórnfýsi. Þessi heilindismiðstöð og rekstur hennar verður merkur þáttur í lífi héraðsins."

Grímur Gíslason (1912-2007) Saurbæ

  • HAH01253
  • Einstaklingur
  • 10.1.1912 - 31.3.2007

Grímur Gíslason fæddist í Þórormstungu í Vatnsdal hinn 10. janúar 1912.
Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi hinn 31. mars 2007.
Útför Gríms var gerð frá Blönduóskirkju10.4.2007 og hófst athöfnin klukkan 13.

Anna Hafsteinsdóttir (1935-2003) Hjúkrunarfræðingur frá Gunnsteinsstöðum

  • HAH01032
  • Einstaklingur
  • 9.1.1935 - 2.12.2003

Anna Sigurbjörg Hafsteinsdóttir fæddist á Gunnsteinsstöðum í Langadal 9. janúar 1935. Anna ólst upp þar.
Hún andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 2. desember 2003.
Útför Önnu verður gerð frá Bústaðakirkju í dag 15. des. 2003 og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Ármann Kristjánsson (1927-2011) Litla-Vatnsskarði

  • HAH01062
  • Einstaklingur
  • 1.1.1927 - 24.1.2011

Ármann Kristjánsson var fæddur á Litla-Vatnsskarði í Austur-Húnavatnssýslu 1. janúar 1927. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík 24. janúar 2011.
Útför Ármanns fór fram frá Kotstrandarkirkju 3. febrúar 2011.

Ágústa Gunnlaugsdóttir (1895-1995)

  • HAH01056
  • Einstaklingur
  • 1.8.1895 - 13.11.1995

Ágústa Gunnlaugsdóttir fæddist 1. ágúst 1895 á Stóru-Borg í Vestur-Hópi í Vestur-Húnavatnssýslu. Hún lést á Akureyri 13. nóvember 1995. Útför Ágústu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag 24. nóv. 1995 og hefst athöfnin kl. 13.30.

Ari Agnarsson (1916-1996)

  • HAH01033
  • Einstaklingur
  • 12.11.1916 - 27.2.1996

Ari Agnarsson, Skipholti 26, Reykjavík, fæddist 12. nóvember 1916 á Fremsta Gili í Langadal, Austur-Húnavatnssýslu. Hann lést 27. febrúar síðastliðinn. Útför Ara fer fram frá Fossvogskirkju í dag 6. mars 1996 og hefst athöfnin kl. 13.30.

Niðurstöður 1 to 100 of 10348