Guðjón Magnússon (1944-2009)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Guðjón Magnússon (1944-2009)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

4.8.1944 - 4.10.2009

History

Aðstoðarlandlæknir 1980-90, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu 1990-96, rektor Norræna heilbrigðisháskólans í Gautaborg 1996-2002 og framkvæmdastjóri Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Kaupmannahöfn. Prófessor við Háskólann í Reykjavík frá 2007.96, rektor Norræna heilbrigðisháskólans í Gautaborg 1996-2002 og framkvæmdastjóri Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Kaupmannahöfn. Prófessor við Háskólann í Reykjavík frá 2007. Bús. í Garðabæ 1994.

Places

Reykjavík: Kaupmannahöfn:

Legal status

Embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1971, Mastersnámi í Public Health frá Edinborgarháskóla 1975 og doktorsprófi frá Karolinska Institutet í Stokkhólmi 1980. Hann varð sérfræðingur í félagslækningum 1979 og embættislækningum 1980. aðstoðarlandlæknir 1980-1990, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu 1990-1996, auk þess dósent við Háskóla Íslands í félagslækningum. Hann var rektor Norræna heilbrigðisháskólans í Gautaborg (NHV) 1996-2002. Guðjón var framkvæmdastjóri Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Kaupmannahöfn (WHO), í tæp 6 ár. Frá haustinu 2007 hefur Guðjón verið prófessor við Háskólann í Reykjavík og sinnt fjölmörgum alþjóðlegum verkefnum.

Functions, occupations and activities

Aðstoðar landlæknir. Guðjón var virkur í íþrótta- og félagsstarfi. Hann stundaði handbolta, fótbolta og körfubolta ásamt því að keppa í badminton. Guðjón var formaður Félags læknanema, varaformaður stúdentaráðs Háskóla Íslands, ritari Læknafélags Íslands, ristjóri Læknablaðsins og Nordisk Medicin og í ritstjórn Scandinavian Journal of Medicine. Hann var formaður og einn stofnenda Samtaka lækna gegn kjarnorkuvá og forseti Norræna félagslækningasambandsins 1983-1985. Guðjón var formaður Rauða kross Íslands í 10 ár og varaforseti Alþjóða Rauða krossins, 1989-1993. Gegndi hann fjölda trúnaðarstarfa fyrir Rauða kross hreyfinguna. Guðjón hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín, m.a. heiðursmerki mexókóska, sænska, danska, finnska og pólska Rauða krossins. Hann varð heiðursfélagi í finnska læknavísindafélaginu 1986, heiðursmeðlimur í ASPHER (samtökum evrópskra háskóla um lýðheilsu), hlaut æðsta heiðursmerki Rauða kross Íslands 1997 og riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 1989.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Hann var sonur Ölmu Einarsdóttur, f. 1928, og Magnúsar Jónssonar, f. 1924, d. 1968. Stjúpfaðir Guðjóns var Hjörtur Guðmundsson, f. 1924.
Hálfsystkini Guðjóns, sammæðra: Guðmundur K. Hjartarson, f. 1948, Einar Vilberg Hjartarson, f. 1950, Guðfinna Helga Hjartardóttir, f. 1958 og Ingibjörg Halldóra Hjartardóttir, f. 1963.
Guðjón kvæntist 2. júlí 1966 Sigrúnu Gísladóttur, fyrrv. skólastjóra og bæjarfulltrúa, f. 26. september 1944. Foreldrar hennar voru Gísli Ólafsson og Bjarnheiður Gissurardóttir. Guðjón og Sigrún eignuðust þrjá syni:
1) Arnar Þór, læknir, f. 1970, maki Áslaug Árnadóttir, lögfræðingur og eru þeirra börn Stefán Árni og Sigrún Edda.
2) Halldór Fannar, eðlisfræðingur, f. 1972, maki Lára Guðrún Sigurðardóttir, læknir, eru synir þeirra Flóki Fannar, Nökkvi Fannar og Fróði Fannar.
3) Heiðar, hagfræðingur, f. 1972, maki Sigríður Sól Björnsdóttir, viðskiptafræðingur, og eru þeirra börn Orri, Bjarki og Rut.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01268

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 19.5.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places