Ævar Ísberg (1931-1999) skattstjóri Kópavogi og Hafnarfirði

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Ævar Ísberg (1931-1999) skattstjóri Kópavogi og Hafnarfirði

Parallel form(s) of name

  • Ævar Hrafn Ísberg (1931-1999)

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

30.4.1931 - 3.11.1999

History

Ævar Hrafn Ísberg fæddist að Möðrufelli í Eyjafirði 30. apríl 1931.
Ævar Ísberg var aðeins rösklega þrítugur þegar hann varð skattstjóri Reykjanesumdæmis á árinu 1962 þegar miklar breytingar urðu á skipulagi skattkerfisins með fækkun skattstjóra og skattanefnda. Það ár voru embætti skattstjóra í Kópavogi, Hafnarfirði og Keflavík sameinuð í eitt skattstjóraembætti og varð Ævar fyrsti skattstjóri Reykjanesumdæmis eftir þær breytingar. Að nokkrum árum liðnum flutti hann sig um set til ríkisskattstjóraembættisins til Sigurbjörns Þorbjörnssonar ríkisskattstjóra og félaga hans. Varð Ævar vararíkisskattstjóri á árinu 1967. Jafnframt var Ævar einnig varaformaður ríkisskattanefndar og sinnti ýmsum störfum fyrir nefndina. Samstarf þeirra Ævars og Sigurbjörns stóð í tæpa tvo áratugi. Undir þeirra stjórn urðu miklar og margháttaðar breytingar á skipan skattframkvæmdar og starfshátta skattyfirvalda. Þar bar hæst miklar breytingar á tækniumhverfi með tölvuvæðingu skattkerfisins sem kallaði á endurskoðun vinnubragða svo og ný löggjöf á þessum árum sem gerði meiri kröfur til skattyfirvalda og atvinnurekstraraðila en áður höfðu tíðkast. Þegar Garðar Valdimarsson varð ríkisskattstjóri hélt Ævar áfram störfum sem vararíkisskattstjóri um nokkurra ára skeið.
Ævar kaus að láta af störfum vararíkisskattstjóra á árinu 1990 eftir farsælan feril en hélt áfram að starfa hjá ríkisskattstjóraembættinu þar til hann lét af störfum fyrir ári vegna veikinda. Þekking Ævars á skattumhverfi, skattarétti og sögulegu samhengi hinna ýmsu lagaákvæða var gríðarlega yfirgripsmikil. Hann tók meira eða minna þátt í flestum skattalagabreytingum um rúmlega þrjátíu ára skeið og þekkti forsögu ákvæða og fyrra réttarástand ótrúlega vel. Hann var sérfræðingur í tekjuskatti og öðrum beinum sköttum. Þau voru mörg erfiðu úrlausnarefnin í skattamálum hjá ríkisskattstjóraembættinu sem komu fyrir augu Ævars í einni eða annarri mynd. Samstarfsmenn hans fundu fljótt þegar hann hafði látið af störfum hve bagalegt það var að geta ekki leitað álits hjá honum í erfiðum málum. Auk úrlausna í skattamálum hvíldi um alllangt skeið að miklu leyti á hans herðum fjárhagslegur rekstur embættis ríkisskattstjóra og ýmis sameiginleg útgjöld skattkerfisins. Ævar rak embættið af ráðdeild og skynsemi en gætti þess um leið að nýjungar og ný tækni festi rætur þegar það átti við. Um árabil annaðist Ævar stjórn á vélvinnslu álagningar opinberra gjalda hjá skattstjórum. Það verk reyndi mjög á samráð og samstarf ýmissa ólíkra stofnana sem að því verki komu. Vinnudagurinn varð því oft langur og krefjandi hjá Ævari og félögum hans þegar álagningin stóð yfir.
Skapferli Ævars, jafnlyndi hans og jákvætt viðhorf hans til samstarfsfólks og gjaldenda var einstakt. Hann leysti öll mál á yfirvegaðan hátt án fums eða taugaveiklunar. Hann var úrræðagóður, réttsýnn og sanngjarn maður sem lagði sig fram um að leysa úr vandamálum þeirra sem leituðu til hans. Hann skipti aldrei skapi á vinnustað og allir samstarfsmenn hans virtu hann og dáðu. Hann var hlýr í viðmóti, drengur góður sem var gæddur ríku skopskyni, einfaldlega skemmtilegur félagi sem okkur samstarfsmönnunum þótti öllum vænt um.
Sem embættismaður var hann milt yfirvald er gætti að vandaðri ákvarðanatöku sem byggðist á jafnræði og meðalhófi. Hann leitaðist við að greiða götu þeirra gjaldenda sem til hans leituðu og tókst oft á tíðum með lagni að leysa vandamál fólks og jafnframt gætti hann þess að skýra ákvörðun þannig að gjaldendum væru ljósar forsendur hennar.
Það var ekkert sérstaklega auðvelt að verða sporgöngumaður Ævars í vararíkisskattstjóraembættinu en óneitanlega var það léttara að vita af honum á næstu grösum. Það var heldur ekki ósjaldan sem til hans var litið um ráð og fá ábendingar til úrlausnar aðsteðjandi álitaefnum, enda var Ævar góður leiðbeinandi.
Hann lést á líknardeild Landspítalans að morgni 3. nóvember 1999.
Útför Ævars verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Places

Möðrufell í Eyjafirði: Blönduós: Kópavogur:

Legal status

Ævar varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1953 og lauk cand. oecon.-prófi frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands 1958.

Functions, occupations and activities

Hann starfaði í Framkvæmdabanka Íslands frá 1958 til 1962 er hann var skipaður skattstjóri Reykjanesumdæmis. Árið 1967 tók Ævar við starfi vararíkisskattstjóra og gegndi því til 1990. Eftir það vann hann að sérverkefnum hjá ríkisskattstjóra þar til hann lét af störfum vegna veikinda 1999.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru hjónin Guðbrandur Ísberg, fyrrverandi sýslumaður í Húnavatnssýslum, f. 28. maí 1893, d. 13. janúar 1984, og Árnína Hólmfríður Jónsdóttir, húsfreyja, f. 27. janúar 1898, d. 3. október 1941.
Systkini Ævars eru:
1) Gerður Ólöf Ísberg f 20. mars 1921 - 19. febrúar 2007 Var á Möðrufelli, Grundarsókn, Eyj. 1930. Húsfreyja í Reykjavík. Gegndi ýmsum sjálfboðastörfum á vegum Rauða kross Íslands maki 13.4.1957 Jóhannes Ólafur Halldórsson f. 15. apríl 1917 - 13. janúar 2012. Kennari og alþingisstarfsmaður í Reykjavík.
2) Guðrún Lilja Ísberg f. 28. september 1922 - 16. janúar 2005. Ólst upp í Möðrufelli og Litla-Hvammi í Hrafnagilshreppi. Var á Möðrufelli, Grundarsókn, Eyj. 1930. Flutti með foreldrum til Blönduóss 1932. Húsfreyja og hárgreiðslukona á Akureyri um árabil. Flutti þaðan til Reykjavíkur 1988. Síðast bús. í Reykjavík, maki 1.7.1945 Þórður Jónas Gunnarsson f. 8. júlí 1918 - 21. nóvember 1996. Var á Kljáströnd, Grenivíkursókn, S-Þing. 1930. Umboðsmaður og framkvæmdastjóri á Akureyri. Flutti til Reykjavíkur 1988.
3) Jón Magnús, f. 24. apríl 1924, maki Þórhildur Guðjónsdóttir Ísberg, f. 1. desember 1925,
4) Ari Guðbrandur Ísberg, f. 16. september 1925, d. 27. júní 1999. Hæstaréttarlögmaður, aðallögfræingur Iðnaðarbankans í Reykjavík, maki 7.5.1955 Halldóra Kolka, f. 3. september 1929 - 20. september 2007 Húsfreyja og aðstoðargjaldkeri í Reykjavík.,
5) Ásta Ingifríður Ísberg f. 6. mars 1927 - 2. nóvember 2015 Var á Möðrufelli, Grundarsókn, Eyj. 1930. Hárgreiðslukona á Akureyri, starfaði síðar hjá Pósti og síma í Reykjavík. Ógift barnlaus.
6) Nína Sigurlína Ísberg f. 22. nóvember 1929 - 8. desember 2014. Ritari og síðar framkvæmdastjóri í Reykjavík. Ógift barnlaus.
7) Sigríður Kristín Svala Guðbrandsdóttir f. 18. maí 1936 - 12. júlí 1936.
8) Arngrímur Óttar, f. 31. maí 1937 kennari Reykjavík, maki Bergljót Njóla Thoroddsen Ísberg, f. 20. desember 1938 bankastarfsmaður.

Hinn 5. október 1957 kvæntist Ævar Vilborgu Jóhönnu Bremnes, f. 4. júlí 1932, dóttur Johans Jörgensen Bremnes, f. 29. júní 1894, d. 7. júlí 1950. Bóndi, stýrimaður og verslunarmaður á Búlandsnesi í Búlandshr., S-Múl., síðar í Kópavogi, og Svanborgar Ingvarsdóttur Bremnes, húsfreyju, f. 3. júlí 1896, d. 4. júní 1981.

Börn Ævars og Vilborgar eru:
1) Svanborg, f. 25. nóvember 1957, maki Ingólfur Hreiðarsson, f. 8. september 1958, börn: Ævar Hrafn og Hrafnhildur Magnea og Hildur Ýr, faðir: Ingi Bæringsson f. 10.3.1955, dóttir hennar: Margrét Rún Styrmisdóttir,
2) Jóhann, f. 3. febrúar 1959, dóttir: Fríða Jóhanna, móðir: Anna Lilja Marshall f. 24.4.1968,
3) Árni, f. 6. nóvember 1960, maki Bára Hafsteinsdóttir, f. 6. maí 1962, börn: Vignir, Íris og Silja,
4) Ásta, f. 4. ágúst 1962, maki Árni Einarsson, f. 9. apríl 1960, börn: Arnar Hrafn, Vilborg Ásta og Dagur,
5) Ari, f. 31. maí 1964, maki Guðrún Lilja Jóhannsdóttir, f. 6. júní 1971, synir: Jörvar og Daníel,
6) Guðrún, f. 26. september 1965, maki Helgi Hjálmarsson, f. 17. ágúst 1966, sonur: Eyþór, dóttir Helga: Hrefna,
7) Ævar, f. 11. febrúar 1968, maki Ásdís Káradóttir, f. 18. september 1971, dóttir: Karítas.

General context

Relationships area

Related entity

Bergljót Njóla Thoroddsen Ísberg (1938) (20.12.1938 -)

Identifier of related entity

HAH02595

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Bergljót er gift Arngrími bróður Ævars

Related entity

Hulda Lilliendahl (1907-1983) Akureyri (25.7.1907 - 7.8.1983)

Identifier of related entity

HAH04164

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Ævar sonur Ævars, er giftur Ásdís Káradóttur dóttur Kára Sigurbergssonar sonar Ásdísar (1912) systur Guðnýar

Related entity

Sunnuhvoll Blönduósi (1907 -)

Identifier of related entity

HAH00133

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1932

Description of relationship

barn þar

Related entity

Árnína Hólmfríður Jónsdóttir Ísberg (1898-1941) Sunnuhvoli Blönduósi (27.1.1897 - 3.10.1941)

Identifier of related entity

HAH03579

Category of relationship

family

Type of relationship

Árnína Hólmfríður Jónsdóttir Ísberg (1898-1941) Sunnuhvoli Blönduósi

is the parent of

Ævar Ísberg (1931-1999) skattstjóri Kópavogi og Hafnarfirði

Dates of relationship

30.4.1931

Description of relationship

Related entity

Guðbrandur Ísberg (1893-1984) Sýslumaður Blönduósi (28.5.1893 - 13.1.1984)

Identifier of related entity

HAH03875

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðbrandur Ísberg (1893-1984) Sýslumaður Blönduósi

is the parent of

Ævar Ísberg (1931-1999) skattstjóri Kópavogi og Hafnarfirði

Dates of relationship

30.4.1931

Description of relationship

Related entity

Jón Ísberg (1924-2009) sýslumaður Blönduósi (24.4.1924 - 24.6.2009)

Identifier of related entity

HAH01583

Category of relationship

family

Type of relationship

Jón Ísberg (1924-2009) sýslumaður Blönduósi

is the sibling of

Ævar Ísberg (1931-1999) skattstjóri Kópavogi og Hafnarfirði

Dates of relationship

30.4.1931

Description of relationship

Related entity

Ari Ísberg (1925-1999) hrl Reykjavík (16.9.1925 - 27.6.1999)

Identifier of related entity

HAH01035

Category of relationship

family

Type of relationship

Ari Ísberg (1925-1999) hrl Reykjavík

is the sibling of

Ævar Ísberg (1931-1999) skattstjóri Kópavogi og Hafnarfirði

Dates of relationship

30.4.1931

Description of relationship

Related entity

Gerður Ísberg (1921-2007) Sunnuhvoli Blönduósi (20.3.1921 - 19.2.2007)

Identifier of related entity

HAH02206

Category of relationship

family

Type of relationship

Gerður Ísberg (1921-2007) Sunnuhvoli Blönduósi

is the sibling of

Ævar Ísberg (1931-1999) skattstjóri Kópavogi og Hafnarfirði

Dates of relationship

30.4.1931

Description of relationship

Related entity

Ásta Ísberg (1927-2015) Hárgreiðslukona á Akureyri. Sunnuhvoli Blönduósi (6.3.1927 - 2.11.2015)

Identifier of related entity

HAH03670

Category of relationship

family

Type of relationship

Ásta Ísberg (1927-2015) Hárgreiðslukona á Akureyri. Sunnuhvoli Blönduósi

is the sibling of

Ævar Ísberg (1931-1999) skattstjóri Kópavogi og Hafnarfirði

Dates of relationship

30.4.1931

Description of relationship

Related entity

Nína Ísberg (1929-2014) Blönduósi og Rvk (22.11.1929 - 8.12.2014)

Identifier of related entity

HAH06887

Category of relationship

family

Type of relationship

Nína Ísberg (1929-2014) Blönduósi og Rvk

is the sibling of

Ævar Ísberg (1931-1999) skattstjóri Kópavogi og Hafnarfirði

Dates of relationship

30.4.1931

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02191

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 24.8.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places