Margrét Pétursdóttir (1912-2002)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Margrét Pétursdóttir (1912-2002)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

5.12.1912 - 15.4.2002

History

Margrét Pétursdóttir var fædd að Holti í Ásum í Austur-Húnavatnssýslu 5. desember 1912. Margrét ólst upp á Holti fyrstu æviár sín en fjölskyldan flutti þaðan til Blönduóss. Snemma hóf Margrét að vinna fyrir sér og var í vist og vinnumennsku víða um land. Margrét flutti til Akureyrar árið 1939 og bjó þar alla tíð síðan. Hún tók virkan þátt í starfsemi Félags eldri borgara á Akureyri þegar hún lét af störfum, tómstundastarfi af ýmsu tagi og átti fast sæti í ferðalögum félagsins um landið. Hún stundaði alla tíð nokkuð umfangsmikla kartöflurækt og þá hafði hún mikla unun af því að fara til berja. Ástríða hennar á þeim vettvangi var mikil og þótt heilsunni hrakaði með árunum var hún ætíð mætt í Kollugerðismóa um miðjan ágúst að huga að berjum. Margrét ferðaðist mikið um landið, einkum með stéttarfélagi sínu Iðju og Félagi eldri borgara. Í þeim ferðum orti hún mikið af lausavísum og var yrkisefnið gjarnan það sem fyrir augu bar sem og gamanmál tengd ferðafélögunum.
Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 15. apríl 2002.
Útför Margrétar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Places

Holt í Ásum: Blönduós: Akureyri 1939:

Legal status

Hún stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi veturinn 1932-1933.

Functions, occupations and activities

Jafnframt því sem hún sinnti heimilisstörfum aflaði hún fjölskyldunni tekna með því að fara í hús og þvo þvotta fyrir fólk. Einnig tók hún að sér ræstingar í fyrirtækjum. Þegar börnin voru komin á legg hóf hún störf hjá verksmiðjunni Öl og gos og síðan hjá Efnaverksmiðjunni Flóru þar sem hennar starfsvettvangur var fram yfir sjötugt.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar voru Guðrún Soffía Bogadóttir, húsmóðir, f. 3.október 1876, d. 23.desember 1938, og maður hennar 24.2.1910 Pétur Guðmundsson, bóndi og verkamaður frá Hnjúkum við Blönduós, f. 17. júní 1875, d. 6.ágúst 1955. Sá sem Pétursborg er kennd við, bjó þar 1930 og 1941
Systkini Margrétar voru:
1) Guðmundur Pétursson f. 16. apríl 1910 - 5. nóvember 1978, Blönduósi 1930. Verkstjóri og verkamaður. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Drengur Pétursson b. 20. mars 1911 - 20. mars 1911. Andvana fæddur.
3) Ögn Pétursdóttir f. 11. október 1914 - 3. janúar 1988 verkakona og húsfreyja á Siglufirði. Vetrarstúlka á Blönduósi 1930. Síðast bús. í Hafnarfirði.
4) Böðvar Pétursson f. 25. desember 1922 - 21. febrúar 1999 Verslunarmaður í Reykjavík. Böðvar kvæntist 23.11. 1946 Halldóru Jónsdóttur, f. 27. ágúst 1920 - 16. nóvember 2000 Var á Bjarnastöðum, Bessastaðasókn, Gull. 1930.

Eiginmaður Margrétar var Þorvaldur Guðnason Stefánsson frá Akureyri, f. 24. maí 1914. Þorvaldur var starfsmaður Rafveitu Akureyrar. Hann lést 16. júní 1967. Foreldrar hans voru Ingibjörg María Jóhannesdóttir f. 22. júní 1896 - 31. júlí 1973 Var á Akureyri, Eyj. 1901 og 1910. Húsfreyja á Akureyri. Skv. kb. er hún fædd 19.6.1894 og maður hennar Stefán Valdimar Sveinsson f. 19. maí 1891 - 27. september 1955. Skósmiður á Akureyri. „Var völundur í höndum. Hann var oft nefndur Stefán eða Stebbi snill og var dregið af hagleik hans“ segir Indriði.
Þau gengu í hjónaband á þrítugsafmæli Margrétar, 5. desember 1942.

Systkini Þorvaldar
1) Jónas Stefánsson f. 9. september 1916 - 11. júní 1967 Var á Fornastöðum, Hálssókn, S-Þing. 1930. Fósturfor: Sigurður Jónsson og Laufey Kristjánsdóttir. Skósmiður og skrifstofumaður á Akureyri.
2) Sigurður Sveinn Stefánsson f. 10. janúar 1918 - 8. janúar 1973. Ljósmyndari á Akureyri. Var á Kálfborgará, Lundarbrekkusókn, S-Þing. 1930. Fósturfor: Helgi Guðnason og Þuríður Sigurgeirsdóttir. Kona hans var Sigurhanna Halla Kristinsdóttir f. 1. júní 1926 - 13. júní 1947 úr berklum. Húsfreyja á Akureyri. Var á Kleif, Stærra-Árskógssókn, Eyj. 1930. Seinni kona hans var Guðrún Kristjana Ármannsdóttir f. 30. ágúst 1933 - 21. maí 2017.
3) Drengur f. 9.1.1920

Margrét og Þorvaldur eignuðust þrjú börn.
1) Þór, f. 7. október 1939, prentari á Akureyri. Eiginkona hans er Þórunn Eydís Sigursteinsdóttir f. 12.5.1944. Þau eiga fimm dætur, a) Margrét Þóra, f. 1961, b) Helga Sigríður, f. 1963, c) Ingibjörg Ebba, f. 1965, d) Hjördís Vala, f. 1974 , e) Steinunn María, f. 1975.
2) Þyri, f. 10. desember 1940, sjúkraliði á Kristnesspítala og búsett á Kristnesi. Hún á þrjú börn, a) Þorvaldur Böðvar Jónsson, f. 19.9.1961, faðir hans er Jón Þórður Brynjólfsson f. 26. júlí 1938 b) Elís Þór SIgurðsson, f. 12.8.1965, c) Jóna Sigurðardóttir, f. 6.3.1967. Faðir þeirra er Sigurður Atli Elísson f. 13. desember 1941
3) Ása, f. 31. ágúst 1947, starfsmaður á Kristnesspítala, býr á Akureyri. Eiginmaður hennar var Sigurður Karl Sigfússon f. 1. janúar 1944 - 10. júlí 2009. Þau eiga fjögur börn, a) Valur Þór, f. 1966, b) Guðrún Margrét, f. 1969, c) Þorvaldur, f. 1975, d) Sigurður Brynjar, f. 1982.
Barnabarnabörn Margrétar eru 17 að tölu.

General context

Relationships area

Related entity

Pétursborg Blönduósi 1878, íbúðarhús 1930 (1878 -)

Identifier of related entity

HAH00085

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Guðrún Bogadóttir (1876-1938) Blönduósi (3.10.1876 - 23.12.1938)

Identifier of related entity

HAH04459

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðrún Bogadóttir (1876-1938) Blönduósi

is the parent of

Margrét Pétursdóttir (1912-2002)

Dates of relationship

5.12.1912

Description of relationship

Related entity

Pétur Guðmundsson (1875-1955) Pétursborg (17.6.1875 - 17.6.1955)

Identifier of related entity

HAH04942

Category of relationship

family

Type of relationship

Pétur Guðmundsson (1875-1955) Pétursborg

is the parent of

Margrét Pétursdóttir (1912-2002)

Dates of relationship

5.12.1912

Description of relationship

Related entity

Böðvar Pétursson (1922-1999) (25.12.1922 - 27.8.1999)

Identifier of related entity

HAH02211

Category of relationship

family

Type of relationship

Böðvar Pétursson (1922-1999)

is the sibling of

Margrét Pétursdóttir (1912-2002)

Dates of relationship

25.12.1922

Description of relationship

Related entity

Guðmundur Pétursson (1910-1978) Pétursborg (16.4.1910 - 5.11.1978)

Identifier of related entity

HAH04118

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðmundur Pétursson (1910-1978) Pétursborg

is the sibling of

Margrét Pétursdóttir (1912-2002)

Dates of relationship

5.12.1912

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02210

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 27.8.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places