Bergsstaðir eru bær í Svartárdal, kirkjustaður og prestssetur fram á 20.öld .
Á Bergsstöðum var kirkja helguð Ólafi helga Noregskonungi og Þorláki biskupi Þórhallssyni í kaþólskum sið. Útkirkja var í Bólsstaðarhlíð og frá 1907 á Holtastöðum.
Bergsstaðakirkja er timburhús, 9,34 m að lengd og 6,17 m á breidd. Þakið er krossreist, klætt bárujárni og á því hálfvalmi upp af kórbaki. Upp af vesturstafni en hár og breiður stallur með ferstrent þak upp að turni með píramítaþak. Turnþök eru klædd sléttu járni. Kirkjan er klædd listaþili og stendur á steinhlöðnum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar, tveir sömu stærðar á kórbaki en minni gluggi ofarlega á hvorum stafni og lítill gluggi á framhlið turnstalls. Í þeim er miðpóstur og tveir fjögurra rúðu rammar. Hljómop með hlera og skásettum litlum glugga er á hverri hlið turns. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar spjaldsettar vængjahurðir, hálfsúlur hvorum megin og bjór yfir.
Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.
Kirkjan, sem nú stendur á staðnum, var byggð sumarið 1883. Helstir ráðamenn byggingar voru þeir Stefán M. Jónsson Bergsstöðum og Guðmundur Gíslason Bollastöðum. Umsjón með smíðinni sjálfri hafði Þorsteinn kirkjusmiður Sigurðsson en honum helst til aðstoðar var Eiríkur Jónsson, er síðar bjó að Djúpadal í Skagafirði. - M. a. er tóku til máls var prófasturinn Þorsteinn B. Gíslason Steinnesi. Milli ræðna var kórsöngur, svo og almennur söngur. Í tilefni afmælisins bárust kirkjunni ýmsar góðar gjafir.
Eins og áður er sagt, sá sóknarnefndin um undirbúning allan að hátíðinni. Var það almanna rómur, að henni hefði vel tekist að gera stundirnar hátíðlegar og eftirminnilegar.
Í sóknarnefndinni eru nú þeir Guðmundur Jósafatsson ráðunautur Austurhlíð, form., Sigvaldi Halldórsson bóndi að Stafni og Stefán Sigurðsson bóndi að Steiná B. Sn.
Birgir Snæbjörnsson mun hafa skráð þennan texta, en hann hóf prestsskap sinn þar í dölunum seint í febrúar á þessu sama ári.