Berggangar í fjöllum

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Berggangar í fjöllum

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

874 -

History

Berggangar geta verið aðfærslukerfi bergkviku að eldstöð, eða þeir hafa getað myndast við lárétt „kvikuhlaup“ út frá eldstöð.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Í Kröflueldum 1975-84 var fylgst með myndun slíkra ganga með jarðskjálftamælingum. Sem dæmi má nefna að í október árið 1976 sýndu mælingar að landris í Kröflu hafði náð fullri hæð, eina ferðina enn. Hinn 31. þess mánaðar hófst skjálftavirkni 10 km norðan við Kröflu sem færðist 15 km norður á bóginn næstu 12 klukkutímana jafnframt því sem land seig í Kröflu. Brennisteinsgufur stigu upp úr sprungum eftir því sem skjálftavirknin færðist norðar.
Þetta var túlkað þannig að kvika frá Kröflu streymdi norður á bóginn. Fyrstu 10 km fór hún eftir sprungu sem áður hafði myndast, en eftir það braut hún bergið í leiðinni jafnframt því sem sprungur á yfirborði gleikkuðu. Í Kröflueldum endurtók þetta sig margsinnis og kvika streymdi ýmist til norðurs eða suðurs. Stundum fylgdi eldgos en oft ekki. Þegar kvikan storknaði var orðinn til nýr berggangur.

Með segulmælingum á gömlum göngum má stundum ákvarða hvort kvikan hafi streymt lárétt eða lóðrétt, og hvort tveggja er sem sagt þekkt. Í tertíera bergstaflanum á Austfjörðum og Vestfjörðum má ætla að gangar hafi yfirleitt verið lóðréttir í upphafi, það er hornréttir á hraunlögin, en 10-20 gráðu halli frá lóðréttu stafi þá af því að allur staflinn hallar.
Í kringum megineldstöðvar finnast oft keilugangar, það er gangar sem mynda öfuga keilu með „toppinn“ í miðju eldstöðvarinnar. Jafnframt er víða að finna lagganga, sem þá liggja samsíða hraunlögunum og hafa skotist inn á milli þeirra. Iðulega er ekki augljóst hvort um hraunlög eða innskotslög er að ræða. Það má þá greina af því að báðar brúnir ganganna eru glerjaðar, það er hraðkældar, en á hraunum er það bara neðri brúnin.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00991

Institution identifier

IS-HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

17.3.2023

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places