Benedikt Frímannsson (1853-1917)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Benedikt Frímannsson (1853-1917)

Parallel form(s) of name

  • Benedikt Frímannsson

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

9.6.1853 - 1.11.1917

History

Benedikt Frímannsson 9. júní 1853 - 1. nóvember 1917 Formaður í Höfðakaupstað. Fór til Vesturheims 1888, óvíst hvaðan.
Benedikt Frímannsson dó að heimili sínu á Gimli fyrsta nóvember 1917. Sjúkdóm þann, sem leiddi hann til bana, varð hann fyrst var við fyrir tveimur og hálfu ári síðan, en gegndi þó hinum vanalegu störfum sínum þar til í apríl síðastliðnum, þó oft með veikum mætti. Eftir það fóru kraftar hans óðum þverrandi og var honum sjálfum Ijóst að það var aðeins stundar bið þar til hann hlyti að hníga fyrir aðkomu dauðans. En hann bar sinn sjúkdómskross með karlmensku og frábærlega mikilli hugprýði. Enda var hann vel staddur í sínu dauða stríði með guð sér við hægri hönd, en sína ágætu konu og einkadóttur yið hina vinstri. Hvarf hann þannig úr örmum ástvinanna í faðm frelsar síns og drottins. Jarðarförin fór fram, laugardaginn 10. þ. m. og var mjög fjölmenn. Húskveðju flutti séra Rúnólfur Marteinsson, en í kirkjunni töluðu þeir séra Carl J. Olson og séra Hjörtur J. Leo. Var svo líkið flutt til síns hinsta hvílurúms í grafreit Gimli bæjar.

Places

Skeggjastaðir á Skagaströnd: Winnipeg Kanada: Bjó í Hallson ND 1888-1889, Winnipeg 1889-1898 og Gimli til æviloka.

Legal status

Functions, occupations and activities

Var í vöruflutningum milli Gimli og Selkirk og síðar stundaði hann kjötverslun. (Svipir og sagnir bls 129). í Skf. æviskrám V bls 70 er hann sagður sonur Guðrúnar fyrri konu Frímanns. Jafnframt er það staðfest í Lögbergi.

Mandates/sources of authority

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2191505
Kvæði flutt við jarðarför Benidikts Frímannssonar

Í dag er, vinur, hljótt í húsi þínu,
en hugir tala þeim mun skýrra mál;
hvert auga skrifar einni þagnarlínu
þau orð, sem glöggast lýsa heilli sál.

Þú finnur ekki' i hinstu hvílu þinni
þótt hrynji tár á þína köldu mund.
Vér heilsum þér — og kveðjum síðsta sinni,
þvi samferðinni lokið er—um stund.

Í dag er, vinur. hljótt í húsi þínu,
en hugur vor er eins og skrifuð bók,
þar verk þín lifa' í sannleiksgildi sínu
og sagan þín, sem enginn dauði tók.

Þú dvaldir hér sem frónskur ferðamaður,
en fékkst að "heiman" dýpstan andardrátt;
frá vinum þínum getur horfið glaður
og guði þínum mætt á sama hátt.

Þín lund var stöðug, eins og frónsku fjöllin,
þitt fölskvaleysi eins og dalsins blær;
þinn starfaþungi eins og fossaföllin,
þín félagstrygð sem djúpur reginsær.

Í öllu kom það fram i förum þínum
að fjallkonan þín einkamóðir var.
og engin kona fann hjá syni sínum
að svipur hennar væri trúrri' cn þar.

Og hún, sem með þér hló og grét
í hverri gleði' og sorg
og aldrei hug né hjarta lét
þótt hryndi vona borg.

Og hún, sem ykkur enn þá nær
hvort öðru færði best.
og lýsti eins og lífssól skær
er ljóssins þurfti mest.

Þær biðja guð, sem gætir þín
að gefa styrk og þrótt,
og hneigja þöglar höfuð sín
og hvísla : "Góða nótt!"
Sig. Júl. Jóhannesson.

„Einhver tryggasti vinur vinum,
í verki sýndi trygð og dáð‘,
hreinn og einlægur öllum hinum,
aldrei gaf neinum loka ráð ;
sálar sterkasti, hjarta hreinn,
hrœddist drottinn, en mann ei neinn".
Bjarni Thorarensen

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Jóhannes Frímann Runólfsson 27. mars 1823 - 23. mars 1917 Bóndi á Skeggjastöðum á Skagaströnd, A-Hún. Bóndi á Mosfelli í Gönguskörðum, Skag. Bóndi víðar í Skagafirði og Húnaþingi. „Frímann var talinn allvel að sér og greindarmaður“ segir í Skagf.1850-1890 V, og fyrri kona hans; Guðrún Benjamínsdóttir 20. nóvember 1814 - 23. júlí 1878 Húsfreyja á Skeggjastöðum á Skagaströnd, A-Hún. Fyrri kona Frímanns Runólfssonar. „Guðrún var greindarkona og vel að sér“ segir í Skagf.1850-1890 V.;

Kona hans í Winnipeg 2.5.1895: Ingibjörg Björnsdóttir 26. júní 1861 - 11. júní 1945 Var í Finnstungu, Blöndudalshólasókn, Hún. 1870. Dóttir hennar í Eyvindarstaðagerði, Blöndudalshólasókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1893 frá Finnstungu, Bólstaðarhlíðarhreppi, Hún. ágiskun að hún hafi verið kona Benedikts
Dóttir þeirra var;
1) Ósk Lovísa bankastarfsmaður í Winnipeg

Hálf systkini Benedikts móðir þeirra barnsmóðir Frímanns: Sigríður Þorsteinsdóttir 4. júlí 1827 Var á Hæli, Þingeyrarklausturssókn, Hún. 1835. Ógift heimasæta á Hæli á Ásum, A-Hún. 1853. Var þar 1860. Húskona í Kúskerpi, Höskuldsstaðarsókn, Hún. 1870. Vinnuhjú á Miðhúsum í Þingeyrasókn 1873. Vinnukona á Sveinsstöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1880.
1) Jóhannes Frímannsson 1847 - 1880. Var á Hæl, Þingeyrarsókn, Hún. 1860. Vinnumaður á Sveinsstöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Var vinnumaður á Sveinsstöðum í Þingi frá 1870 til æviloka. Ókvæntur.
2) Frímann Jóhannes Frímannsson 28. júní 1863 Vinnumaður og húsmaður í Mýrarhúsum á Vatnsleysuströnd. Fluttist til Vesturheims. Kona hans Júlíana Guðmundsdóttir

Alsystkini Benedikts, samfeðra, móðir þeirra fyrri kona 1850; Guðrún Benjamínsdóttir 20. nóvember 1814 - 23. júlí 1878 Húsfreyja á Skeggjastöðum á Skagaströnd, A-Hún. Fyrri kona Frímanns Runólfssonar. „Guðrún var greindarkona og vel að sér“ segir í Skagf.1850-1890 V.;
1) Ingibjörg Oddný Frímannsdóttir Skardal f; 1850 - 1924 Húsfreyja á Illugastöðum í Laxárdal og síðar Breiðstöðum í Gönguskörðum, Skag. Fyrri maður hennar 18.5.1875; Sigurður Ólafsson 1838 - 8. nóvember 1879. Var í Hafragili á Laxárdal ytri, Skag. 1845. Bóndi á Illugastöðum í sömu sveit. Fórst með bátnum Hafrenningi norður og fram af Hvalneshöfða við Skaga.Seinni maður; Jón Jónsson f. 1860 - 1950. Bóndi á Breiðstöðum í Gönguskörðum, Skag. Var á Breiðstöðum 1860. Fór þaðan til Vesturheims 1887. Selkirk Manitoba.
2) Benjamín Frímannsson 16. ágúst 1851 Bóndi á Breiðavaði í Langadal, A-Hún. 1880. Var á Tindum í Svínadal 1881. Fór til Vesturheims 1887 frá Tindum, Svínavatnshr., A-Hún. Kona hans 11.12.1878; Ingiríður Jónasdóttir 14. desember 1846 - 3. júlí 1882. Vinnukona í Tindum, Svínavatnssókn, Hún. 1870. Húsfreyja á Breiðavaði í Langadal, A-Hún. Var á Breiðavaði, Holtastaðasókn, Hún. 1880.
3) Sigurbjörg Frímannsdóttir 14. október 1854 - 25. júní 1932 Tökustúlka á Auðunnarstaðarkoti, Víðidalstungusókn, Hún. 1860. Húsfreyja á Höllustöðum í Blöndudal og á Brún í Svartárdal, A-Hún. Fluttist til Vesturheims 1900. Maður hennar 30.10.1890; Jón Hannesson 2. febrúar 1864 - 7. janúar 1896. Bóndi á Höllustöðum í Blöndudal og Brún í Svartárdal, A-Hún.
Maki2; Sigríður Þórdís Jóhannesdóttir f. 31. október 1858 - 17. desember 1896 Vinnukona á Sauðárkróki 1890. Var á Brún og á Eiríksstöðum í Svartárdal, A-Hún.
Barn þeirra:
1) Helga Frímannsdóttir 14. desember 1896 - 29. júlí 1955. Húsfreyja í Hólmavík 1930. Húsfreyja á Hólmavík, Strand. Maður hennar Hjalti Einarsson 28. nóvember 1889 - 28. september 1952. Smiður í Hólmavík 1930. Trésmiður á Hólmavík og í Reykjavík.
Hálfsystkini Benedikts, sammæðra; faðir; Jón Jónsson 1795 - 7. ágúst 1868. Líklegast sá sem var fósturbarn í Brautartungu, Lundarsókn, Borg. 1801. Húsbóndi á Heggsstöðum, Kolbeinsstaðasókn, Hnapp. 1835. Lærður trésmiður.
1) Valgerður Jónsdóttir Nordal 29. júní 1841 - 19. júlí 1927 Húsfreyja á Gauksstöðum á Skaga, Skag. Fór til Vesturheims 1874 frá Vatnahverfi, Engihlíðarhreppi, Hún. Húsfreyja í Norðtunga, Geysir, Manitoba, Kanada. Maður hennar; Sigurður Guðmundsson Nordal 1844 - 5. apríl 1920. Bóndi á Gauksstöðum á Skaga, Skag. Fór til Vesturheims 1874 frá Vatnahverfi, Engihlíðarhr., Hún. Bóndi í Norðtunga, Geysir, Manitoba, Kanada.
2) Pétur Frans Sigurðsson 1844 - 1845. Var í fóstri á Kistu í Vesturhópi. Faðir hans; Sigurður Guðmundsson 1815 - 12. maí 1896. Var í Þórukoti, Víðidalstungusókn, Hún. 1816. Vinnumaður í Auðunnarstaðakoti, Víðidalstungusókn, Hún. 1835. Vinnuhjú á Þingeyrum, Þingeyrasókn, Hún. 1845. Bóndi á Geirastöðum, Þingeyrarsókn, Hún. 1860.
3) Þorgrímur Jónatansson 8. nóvember 1847 - 10. nóvember 1920. Bóndi á Neðra-Vatnshorni, Ytri-Kárastöðum, Kirkjuhvammssókn, Hún. og víðar. Var á Ytri Kárastöðum 1901. Faðir hans; Jónatan Davíðsson 1824 - 17. mars 1873. Vinnumaður á Hjallalandi, Undirfellssókn, Hún. 1845. Ókvæntur bóndasonur í hvarfi í Víðidal 1847. Bóndi í Marðarnúpi, Grímstungusókn, Hún. 1870. Hreppstjóri.
Kona Þorgríms var; Ásdís Guðmundsdóttir 1846 - 1882 Var í Gesthúsi, Reykjavík, Gull. 1870. Kona hans á Neðra-Vatnshorni, Víðidalstungusókn, Hún. 1880. Lést af barnsförum.
Sambýliskona Þorgríms; Guðrún Guðmundsdóttir 28. nóvember 1849 - 23. júlí 1931 Var í Nýjabæjarhjáleigu á Seltjarnarnesi, Gull. 1850. Var í Gesthúsum, Reykjavíkursókn, Gull. 1860. Vinnukona í Bygggarði, Reykjavík, Gull. 1870. Húsfreyja á Ytri-Kárastöðum, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1901. Ekkja á Ásvallagötu 28, Reykjavík 1930.

General context

Relationships area

Related entity

Lovísa Frímannsson (um 1897) Ohio (um1897)

Identifier of related entity

HAH09392

Category of relationship

family

Type of relationship

Lovísa Frímannsson (um 1897) Ohio

is the child of

Benedikt Frímannsson (1853-1917)

Dates of relationship

um1897

Description of relationship

Related entity

Helga Frímannsdóttir (1896-1955) Hólmavík (14.12.1896 - 29.7.1955)

Identifier of related entity

HAH06530

Category of relationship

family

Type of relationship

Helga Frímannsdóttir (1896-1955) Hólmavík

is the sibling of

Benedikt Frímannsson (1853-1917)

Dates of relationship

14.12.1896

Description of relationship

samfeðra

Related entity

Ingibjörg Björnsdóttir (1861-1945) Gimli og Indiana USA (26.6.1861 - 11.6.1945)

Identifier of related entity

HAH09391

Category of relationship

family

Type of relationship

Ingibjörg Björnsdóttir (1861-1945) Gimli og Indiana USA

is the spouse of

Benedikt Frímannsson (1853-1917)

Dates of relationship

3.5.1895

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02567

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 14.11.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði
Lögberg 22.11.1917. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2191505

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places