Showing 10352 results

Authority record

Hallgrímur Hansson (1916-1997)

  • HAH01371
  • Person
  • 15.3.1916 - 21.3.1997

Hallgrímur Hansson fæddist í Holti á Brimisvöllum, Snæfellsnesi, 15. mars 1916. Hann lést á heimili sínu í Skaftahlíð 9 hinn 21. mars síðastliðinn.
Hallgrímur var sveitamaður í sér og ég fann fljótt að hann kunni vel við sig á Álftanesi. Kannski vegna þess að nú var hann aftur við sjóinn eins og þegar hann ólst upp í Holti á Brimilsvöllum í gamla daga. Hann naut sín vel úti í náttúrunni, ræktaði kartöflur, hélt við girðingum. Eins átti hann það til að fara í langar gönguferðir út á fjöru með hundana með sér og sagði stoltur frá því hversu fljótur hann var í förum. Það lýsir því einmitt hversu kappsfullur Hallgrímur var í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. En þrátt fyrir það var hann mjög vandvirkur. Það sést best á handbragðinu á vinnunni hans, hvort sem hann var að smíða hús eða sauma í. Ófá listaverkin liggja eftir hann víða og á Álftanesi mun vinna hans við endurbyggingu kirkjunnar halda minningu hans á lofti. Einnig Agnesarkot, litla húsið sem hann byggði handa Agnesi sonardóttur sinni á hlaðinu á Álftanesi, að ógleymdri handavinnunni hans. Þegar endurbyggingu kirkjunnar var lokið saumaði hann til dæmis dúk og gaf kirkjunni.

Hallgrími leið best þegar hann hafði nóg fyrir stafni og hann var svo gæfusamur að enn var leitað til hans með ýmis verk þrátt fyrir háan aldur. Barnabörnin voru mjög hænd að Hallgrími, enda var hann þeim góður afi og bar hag þeirra alltaf fyrir brjósti. Þau leituðu líka oft til afa sem reyndi að liðsinna þeim sem mest hann mátti.

Hallgrímur Húnfjörð Kristmundsson (1923-1998) Skagaströnd

  • HAH09281
  • Person
  • 1.11.1923 - 9.10.1998

Hallgrímur Valdimar Húnfjörð Kristmundsson 1. nóv. 1923 - 9. okt. 1998. Fæddist á Sæunnarstöðum í Hallárdal.

Vélstjóri á Skagaströnd. Var í Árbakkabúð, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Skála, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Höfðahreppi.
Útför hans fór fram frá Hólaneskirkju 17. október 1998

Hallgrímur Jóhannesson (1918-1934) Tungunesi

  • HAH04748
  • Person
  • 6.6.1918 - 13.9.1934

Hallgrímur Jóhannesson 6.6.1918 - 13.9.1934. Vinnumaður á Botnastöðum. Var á Tungunesi, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Ókvæntur barnlaus.

Hallgrímur Jónsson (1901-1983) frá Ljárskógum

  • HAH04749
  • Person
  • 22.6.1901 - 2.12.1983

Hallgrímur Jónsson 22.6.1901 - 2.12.1983. Var í Ljárskógum, Hjarðarholtssókn, Dal. 1930. Póstmeistari og símstöðvarstjóri á Iðavöllum. Síðast bús. í Laxárdalshreppi. F. 21.6.1901 skv. kirkjubók.
Hallgrímur kvæntist Önnu Friðriksdóttur Berndssen frá Skagaströnd og þar áttu þau heimili í nokkur ár. Anna er heillynd og mikilsverð kona og hans lífsgæfa að njóta samfylgdar hennar á ævigöngunni. Þau hafa átt saman sex börn, sem öll eru uppkomin og hafa stofnað eigin heimili.

Frá Skagaströnd flytjast þau Hallgrímur og Anna aftur vestur í Dali og setjast að í Búðardal þar sem hann verður stöðvarstjóri Pósts og síma. Því starfi gegndi hann svo meðan heilsan leyfði. Á þeim vettvangi sem öðrum var Anna hans sterka stoð. Hallgrímur var ritfær vel og ég hygg að kalla megi hann skáld gott.

Hallgrímur Kristjánsson (1901-1990) Kringlu

  • HAH01374
  • Person
  • 25.9.1901 - 18.5.1990

Hallgrímur fæddist 25. september 1901 á Hnjúki í Vatnsdal, Fárra mánaða gamall var hann tekinn í fóstur af þeim sæmdarhjónum Valgerði Einarsdóttur og Jóni Jónssyni á Hofi i Vatnsdal og þar ólst hann upp. Minntist hann jafnan fósturforeldra sinna og æskuheimilisins á Hofi með mikilli hlýju og virðingu, einkum mun honum hafa þótt vænt um fóstru sína. Því heimilli vann hann framá fullorðinsár, og án efa að mörgu leyti goldið fósturlaunin. 1935 hefja þau búskap á Kringlu. Þau keyptu jörðina um 1940 og bjuggu þar allan sinn búskap fram um 1980, síðustu 20 árin í félagi við Reyni son sinn og Sigurbjörgu konu hans en Reynir var þá raunar aðalbóndinn. Kringla er miðlungsjörð að stærð, en landið grösugt. Túnið var hins vegar lítið þegar þau hjón fluttu þangað, og þrátt fyrir engja blett á Eylendinu voru heyskapar möguleikar takmarkaðir. Reyndi því mjög á bóndann að sjá fénaði sínum farborða sem honum tókst með prýði. Hallgrímur var afburða fjármaður. Hann stóð yfir fé sínu í haganum og sparaði hey til að mæta misjöfnu tíðafari á vorin, enda var fé hans ávallt vel fram gengið. Hann var veðurglöggur og forsjáll og hýsti féð ævinlega, ef hann taldi von á vondu veðri áðuren féð var að fullu komið á hús. Með nýjum tímum hóf hann og seinna þeir feðgar framkvæmdir á jörðinni í ræktun og húsbyggingum sem gerbreyttu henni til bú skapar og afkomumöguleika, enda fór hagur heimilisins síbatnandi.

Hermína og Hallgrímur fluttu að Hnitbjörgum, heimili fyrir aldraða á Blönduósi, í desember 1981. Hallgrímur lamaðist alvarlega fyrir fimm árum, en hélt þó skýrri hugsun og oftast fótavist að nokkru. Hann hvarf yfir móðuna miklu í vorblíðunni, eins og hún gerist best í maímánuði. Löngum var hann vorsins maður, sú árstíð var honum kærari en aðrar. Hann naut þess að sjá lífið kvikna og endurnýjast í ríki náttúrunnar. Sjálfur var hann náttúrubarn og kunni á ýmsum þáttum hennar betri skil en margur annar. Það fór því vel að þegar hann hafði eigi lengur þrek til að taka á móti töfrum vorsins hefði hann vistaskipti og hyrfi inn í vorblíðu annars heims.

Hallgrímur Pétursson (1614-1674) á Saurbæ

  • HAH04752
  • Person
  • 1614 - 27.10.1674

Sálmaskáld. Prestur á Hvalsnesi á Miðnesi 1644-1651 og í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 1651-1667.
Margar kirkjur eru kenndar við Hallgrím Pétursson: Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd (byggð 1954 – 1957) og Hallgrímskirkja á Skólavörðuholti í Reykjavík (byggð 1945 – 1986). Einnig er lítil en falleg kirkja: Hallgrímskirkja Vindáshlíðar í Kjós. Sú kirkja var áður í Hvalfirði en var flutt eftir að Vindáshlíðarkonur höfðu mikið beðið fyrir að fá kirkju.

Hallgrímur Sigurðsson (1865-1911) Þröm í Langholti

  • HAH04753
  • Person
  • 26.10.1865 - 19.12.1911

Hallgrímur Sigurðsson 26.10.1865 - 19.12.1911. Bóndi á Þröm í Langholti, Skag. Varð úti. Niðursetningu Flatartungu 1870. Smali Lóni 1880. Vinnumaður Hofsstaðaseli 1890. Húsmaður Sólheimum 1910.

Hallgrímur Sigurvaldason (1917-1993) Eiðsstöðum

  • HAH01373
  • Person
  • 6.4.1917 - 6.6.1993

Hallgrímur Sigurvaldason, Eiðsstöðum Fæddur 6. apríl 1917 Dáinn 6. júní 1993 Enn hefur fækkað um einn hér í sveitinni okkar, Hallgrímur á Eiðsstöðum lést á sunnudaginn var, eftir vanheilsu nokkur undanfarin ár. Ekki efa ég að hann hafi verið hvíldinni feginn, því að fjarri var það skapgerð hans að vera upp á aðra kominn eftir að heilsa hans gaf sig.
Eiðsstaðir er fremsti bær í byggð á vestanverðum Blöndudal, framar eru Eldjárnsstaðir og Þröm, en eru nú í eyði. Á Eiðsstöðum hafa búið síðan 1953 bræðurnir Hallgrímur og Jósef, en bjuggu þar áður fram á Eldjárnsstöðum. Bæir þessir liggja hátt yfir sjó, Eiðsstaðir auk þess í bratta og því erfið til ræktunar þó að landrými sé þar nóg. Veðursæld er þar þó meiri en víða annars staðar og það sagði Hallgrímur mér eitt sinn, að það væri viðburður ef stórhríð stæði þar yfir í heilan dag. Saman hafa þeir bræður því búið á þessari jörð í 40 ár og aðallega stundað fjárbúskap, haft kú til heimilisafnota og fáein hross. Hallgrímur var stór maður og þrekmikill og hefur á sínum yngri árum örugglega verið með þrekmestu mönnum hér um slóðir. Var hann bæði áræðinn og fylginn sér við vinnu og tamdi sér þann sið að kvarta aldrei á hverju sem gengi. Í göngur og eftirleitir fór hann í allmörg haust og var þá mjög oft sendur í lengstu göngur og hefur þá vart dregið af sér. Til er sögn er segir frá því, er hann og fleiri voru í göngum hér á heiðinni og voru á ferð við Seyðisá. Þetta var síðla hausts og krap og snjóruðningur kominn í ána og því ill yfirferðar. Menn þurftu að komast yfir ána til náttstaðar, en leist hún ófær og hugðu því til gistingar á öðrum stað. Hallgrímur hugði að ánni, þagði um stund og sagði síðan stundarhátt: "Ég ætla ekki að gista hér í nótt," og fór yfir og hinir á eftir.
Ævistarf Hallgríms var að mestu unnið á Eiðsstöðum og Eldjárnsstöðum, hann fór lítið að heiman, vann þó í mörg haust við fláningu á sláturhúsinu. Hann var natinn við skepnur og vildi hirða þær mjög vel. Eitt sinn er ég kom í gamla bæinn til hans síðla vetrar, sýndi hann mér lambhrúta er þar voru og spurði hvort þeir væru ekki þokkalegir. Hefi ég vart séð þvílíkt eldi á hrútum fyrr eða síðar.
Hallgrímur var í eðli sínu hlédrægur maður, fór sjaldan á mannamót, en var þó afar eftirtektarsamur og minnugur í hátterni annarra og gleymdi fáu sem við hann var sagt. Komst hann oft meinlega að orði, þannig að orðin "hittu". Er staup var haft við hönd hýrnaði hann allur og gat þá orðið býsna hnýflóttur til orða þannig að skeytin misstu ekki marks. Trygglyndur var hann og vinafastur.
Hinn 12. júní var gerð frá Svínavatnskirkju útför Hallgríms Sigurvaldasonar, bónda á Eiðsstöðum í Blöndudal. Með honum er góður maður genginn, sem ljúft er að minnast við ævilok.

Hallgrímur Thorberg Björnsson (1908-1979) kennari Keflavík

  • HAH04758
  • Person
  • 16.9.1908 - 5.5.1979

Hallgrímur Thorberg Björnsson 16. sept. 1908 - 5. maí 1979. Barnakennari á Refsteinsstöðum, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Heimili: Gauksstaðir. Yfirkennari við Barnaskólann í Keflavík, síðast bús. í Reykjavík.

Hallormsstaður á Skógum

  • HAH00238
  • Corporate body
  • 1903 -

Hallormsstaður er þéttbýliskjarni og áður kirkjustaður og prestssetur í Hallormsstaðaskógi. Þar var stofnaður hússtjórnarskóli árið 1930 en áður hafði verið þar einkarekinn kvennaskóli. Með tímanum reis upp dálítið byggð í kringum hann og starfsemi Skógræktar ríkisins og er það eina skógarþorpið á Íslandi. Á Hallormsstað bjuggu 48 manns 1. janúar 2011. Hallormsstaður tilheyrir sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði.

Hallormsstaður er við austurbakka Lagarfljóts, um 27 km sunnan Egilsstaða. Hallormsstaðaskógur er stærsti skógur á Íslandi. Upphaflega var skógurinn í landi jarðarinnar friðaður 1905 en friðunarsvæðið hefur mikið stækkað síðan. Skógræktarstöð var stofnuð á Hallomrsstað 1903 og nú er þar aðsetur skógarvarðarins á Austurlandi og starfsstöð Skógræktar ríkisins. Trjásafn er í skóginum og margvísleg aðstaða fyrir ferðamenn.

Tjaldsvæðin í skóginum eru tvö í Atlavík og Höfðavík. Atlavík er innan við þéttbýliskjarnan á Hallormsstað. Margar litlar og stórar flatir eru þar undir birkiskermi. Höfðavík er utan við þéttbýliskjarnan á Hallormsstað, svæðið skiptist niður í 4 svæði og er afmarkanir á þeim með birkiskógi. Neðsta svæðið er niður við fallega vík.

Hallsteinn Sveinsson (1903-1995) smiður frá Eskiholti

  • HAH01376
  • Person
  • 7.7.1903 - 21.11.1995

Hallsteinn Sveinsson fæddist á Kolsstöðum í Miðdölum í Dalasýslu 7. júlí 1903. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 21. nóvember 1995, 92 ára að aldri. Hallsteinn flutti 1925 ásamt foreldrum og systkinum frá Kolsstöðum að Eskiholti í Borgarhreppi. Hann stundaði smíðar við húsbyggingar og fleira bæði, í Dölunum og Borgarfirði. Bjó hann í Reykjavík og vann þar við smíðar til 1971. Síðustu ævi árin dvaldi hann á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Útför Hallsteins fer fram frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður á Borg.
Hann var sjálflærður smiður og vann lengi við innrömmun málverka í húsi sem hann nefndi Uppland og var við Háaleitisveg. Sem greiðslu tók hann gjarnan málverk af viðskiptavinum sínum, valdi þau af smekkvísi og eignaðist þannig verulega vandað safn nútímalistaverka. Fyrir þetta varð Hallsteinn allþekktur, en um sjötugsaldur afhenti hann Borgarnesbæ málverk sín og flutti á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Þar bjó hann síðan.

Hallur Hermannsson (1917-1997) Skútustöðum

  • HAH04761
  • Person
  • 31.5.1917 - 20.6.1997

Hallur Hermannsson var fæddur á Skútustöðum 31. maí 1917. Þau hjónin, Sigurveig og Hallur voru ein af stofnendum Landsamtaka hjartasjúklinga og unnu þar í mörg ár.
Hann lést í Reykjavík 20. júní 1997.
Útför Halls fór fram frá 27.6.1997, klukkan 15.

Hallur Hilmarsson (1954) Fremstagili

  • HAH04762
  • Person
  • 3.9.1954 -

Hallur Hilmarsson 3. sept. 1954. Var í Fremstagili, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Hópferðabílstjóri Blönduósi.

Hallur Kristjánsson (1875-1944) Gríshóli Snæf

  • HAH04763
  • Person
  • 18.10.1875 - 1.1.1944

Hallur Kristjánsson 18. okt. 1875 - 1. jan. 1944. Bóndi á Gríshóli. Helgafellssókn, Snæf. 1930. Var á Ytra-Leiti, Narfeyrarsókn, Snæf. 1890. Bóndi á Gríshóli í Helgafellssveit. Einkabarn.

Hamar á Bakásum

  • HAH00526
  • Corporate body
  • 1648 -

Hamar er meðalstór jörð, sem á land austan í Hálsinum gegnt Stóra-Búrfelli og niður að Blöndu. Þar er gnægt ræktarlands. Íbúðarhús jarðarinnar brann 1959 og síðan hefur ekki verið föst búseta á jörðinni [1975], en jörðin er þó nytjuð að fullu. Ábúendur hafa haft íbúð á Ásum. Jörðin var kristfjárjörð. Íbúðarhús byggt um1976. Fjárhús yfir 200 fjár. Hesthús yfir 14 hross gömul torfhús. Hlaða 200 m3. Votheysturn 40 m3. Tún 30,8 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Kristfjárjörð

Hamarsrétt á Vatnsnesi

  • HAH00285
  • Corporate body
  • (1950)

Hamarsrétt stendur á einstökum stað í fjörukambinum á vestanverðu Vatnsnesi. Réttin er notuð á haustin þegar bændur á Vatnsnesi rétta fé sitt sem þeir smala saman úr fjallinu. Sunnan við Hamarsrétt er Hamarinn, klettaberg sem fengið hefur nafnið Kallhamar, tilkomið vegna þess að á árum áður var mikið útræði frá Vatnsnesi og þegar koma þurfti boðum til báta á sjó var farið fram á hamarinn og gefið merki eða kallað til nærliggjandi báta. Sunnan við Hamarinn má enn finna rústir frá sjóbúðum og útræði sem þar var mikið. Litlu norðan við fjárréttina stendur Hamarsbúð, félagsheimili húsfreyjanna á Vatnsnesi. Þar halda þær sína árlegu sumarhátíð, Bjartar nætur og bjóða uppá mikið Fjöruhlaðborð sem svignar af fjölda kræsinga og sjaldséðum mat, sem byggir á gömlum hefðum og hráefni úr sjó og af landi á Vatnsnesi.

Hamrakot Torfalækjarhreppi

  • HAH00700
  • Corporate body
  • [1300]

Eyðibýli milli fremri Laxár og Orrastaða. Byggingar er fallnar og tún lítíð, þýft og ógirt. Rétt norðan við Laxárbrú hefur Ólafur Pálsson frá Sauðanesi eigandi jarðarinnar steypt upp Stóran sumarbústað. Veiðiréttur í Fremri-Laxá, Laxárvatni og Laxá á Ásum. Eignadinn hefur lánað Hrossaræktarfélagi Torfalækjarhrepps mikinn hluta landsins í nokkurn tíma á ári [1975] og hefur félagið girt af landið og hefur þar kynbótahest að vorinu, en félagsmenn láta hryssur sínar þangað. Ábúendaskipti voru tíð í Hamrakoti, enda slægjur takmarkaðar og jörðin landlítil og frekar kostarýr.

Hanna Eðvaldsdóttir Möller (1910-2004) Helgavatni

  • HAH07791
  • Person
  • 14.7.1910 - 15.8.2004

Hanna Sigurlaug Möller fæddist á Stokkseyri 14. júlí 1910.
Verslunar- og skrifstofumaður hjá KEA og síðar SÍS í Reykjavík, síðast bús. í Kópavogi. Var á Akureyri 1930.
Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 15. ágúst 2004. Hanna var jarðsungin frá Digraneskirkju 25.8.2004 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Hanna Eiríksdóttir (1945-2010) Eyri við Ingólfsfjörð

  • HAH08507
  • Person
  • 22.6.1945 - 4.5.2010

Hanna Eiríksdóttir fæddist á Eyri við Ingólfsfjörð 22. júní 1945. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 4. maí 2010. Kvsk Blö 1964-1965
Hanna fluttist austur á Hérað í febrúar 1966 og hóf þá störf hjá Búnaðarbankanum á Egilsstöðum. Hún vann síðan hjá Pósti og síma um árabil og starfaði frá árinu 1986 og til æviloka sem læknaritari á Heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum. Hanna og Brynjólfur stofnuðu fyrst heimili á Brúarlandi í Fellahreppi en 1973 fluttu þau í nýbyggt eigið hús á eignarlandi sínu í jaðri Fellabæjar og nefndu það Vínland. Land þeirra var þá gróðurlítið mólendi, en fyrir iðjusemi Hönnu er heimilið nú sannkallaður sælureitur í fallegum skógarlundi.

Hanna Gret Pálsdóttir (1933-1989)

  • HAH04765
  • Person
  • 25.4.1933 - 2.9.1989

Hanna Edda Halldórsdóttir fæddist á Siglufirði 25.4.1933
Hún lést á líknardeild Landspítalans 21. desember 1989.
Útför Hönnu Eddu var gerð frá Grafarvogskirkju.

Hanna Jónsdóttir (1921-2006) Stekkjardal

  • HAH01377
  • Person
  • 26.3.1921 - 30.9.2006

Hanna Jónsdóttir fæddist í Stóradal í Svínavatnshreppi 26. mars 1921. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að kvöldi 30. september síðastliðins. Útför Hönnu verður gerð frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verður á Svínavatni.

Hanna Regína Hersveinsdóttir (1933-2005)

  • HAH01378
  • Person
  • 26.8.1933 - 18.6.2005

Hanna Regína Hersveinsdóttir fæddist í Reykjavík 26. ágúst 1933. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 18. júní síðastliðinn eftir skamma legu. Hanna ólst upp í Reykjavík og vann þar ýmis störf, svo sem í mötuneytinu í Gufunesi og Kassagerð Reykjavíkur. Þegar hún giftist Þorsteini flutti hún til Ytri-Njarðvíkur og vann þá fyrst við fiskvinnslu og svo hjá Íslenskum aðalverktökum. 1992 flutti hún aftur til Reykjavíkur og vann þá í Ráðhúsi Reykjavíkur til ársins 2000.
Útför Hönnu verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Hannahús Blönduósi

  • HAH00657
  • Corporate body
  • 1924 -

Byggt 1924 af Jóhanni Kristjánssyni. Húsið stóð á sömulóð Vertshús foreldra hans áður en það brann 1918. Þar sem nú stendur fv útibí KH.

Hannes Agnarsson (1910-1989)

  • HAH04775
  • Person
  • 1,11,1910 - 9.1.1989

Hannes Hafstein Agnarsson 1. nóv. 1910 - 9. jan. 1989. Fiskmatsmaður og verkstjóri í Reykjavík.

Hannes Davíðsson (1880-1963) Hofi í Hörgárdal

  • HAH03549
  • Person
  • 4.11.1880 - 16.4.1963

Árni Hannes Davíðsson 4. nóvember 1880 - 16. apríl 1963 Bóndi á Hofi, Möðruvallaklausturssókn, Eyj. 1930. Bóndi á Hofi í Hörgárdal, ógiftur þar 1920.

Hannes Einarsson (1895-1940) Stýrimaður Reykjavík

  • HAH04785
  • Person
  • 19.9.1895 - 18.10.1940

Hannes var fæddur 19.9.1895 [19. september 1896 skv minningargrein] að Höfðahólum á Skagaströnd. Þar ólst hann upp með foreldrum sínum, og lengst af á Blöndubakka í Refasveit, en þar bjuggu þau mörg ár. Snemma mátti sjá góðar gáfur Hannesar, einbeittan vilja og ósjerhlífni. Rækti hann öll störf sín af mesta kappi og skyldurækni, var hann og hinn mesti þrekmaður.

Hann andaðist á Landsspítalanum 18. okt. 1940 eftir margra mánaða legu afar þunga og harða. Jarðarför hans fór fram frá Dómkirkjnnni 2. nóv kl. 11 árd.

Hannes Guðlaugsson (1955-2002)

  • HAH04885
  • Person
  • 6.12.1955 - 23.9.2002

Hannes Einar Guðlaugsson fæddist í Reykjavík 6. desember 1955. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 23. september 2002.

Hannes ólst upp í Reykjavík og lauk landsprófi í Vogaskóla. Hann brautskráðist vélvirki og 2. stigs vélstjóri, nam við Vélskóla Íslands og Iðnskólann í Reykjavík. Hannes var við störf hjá kaupfélaginu á Blönduósi á árunum 1974 til 1987. Hann fluttist aftur til Reykjavíkur 1990. Frá árinu 1987 til ágúst 2002 starfaði hann hjá Vélum og þjónustu í Reykjavík. Frá ágúst 2002 starfaði hann hjá RÁS, bifreiða- og vélaverkstæði í Hafnarfirði.

Hannes Guðmundsson (1841-1921) Eiðsstöðum

  • HAH04773
  • Person
  • 7.5.1841 - 26.3.1921

Hannes Guðmundsson 7. maí 1841 - 26. mars 1921. Var á Guðlaugsstöðum, Svínavatnssókn, Hún., 1845. Bóndi á Gunnlaugsstöðum og Eiðsstöðum í Blöndudal, Svínavatnshr., A-Hún. Bóndi á Eiðsstöðum, Blöndudalshólasókn, Hún. 1880. Var á Guðlaugsstöðum, Svínavatnshreppi, A-Hún. 1920. „Vinnu víkingur ... dugnaðarmaður við búskap...“ segir í Gullsm. Fósturbarn, sonardóttir þeirra hjóna, Pálína Anna Jónsdóttir, f. 8.10.1894.

Hannes Guðmundsson (1903-1990) Auðólfsstöðum

  • HAH04786
  • Person
  • 16.12.1903 - 6.2.1990

Hannes Sigurður Guðmundsson 16. desember 1903 - 6. febrúar 1990 Var á Blönduósi 1930. Heimili: Auðólfsstöðum, Bólstaðarhlíðarhr. Var á Auðólfsstöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Bóndi þar. Síðast bús. í Bólstaðarhlíðarhreppi. Ókv bl.

Hannes Guðmundsson (1925-2008)

  • HAH01379
  • Person
  • 3.4.1925 - 10.9.2008

Hannes Guðmundsson fæddist á Hafgrímsstöðum í Skagafirði 3. apríl 1925. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss 10. september síðastliðinn. Hannes lauk búfræðinámi frá Bændaskólanum á Hvanneyri og var lengst af bóndi á Auðkúlu í Svínavatnshreppi þar sem hann stýrði, ásamt móður sinni framan af, stóru og mannmörgu heimili. Margir vinnumenn bjuggu á Kúlu þegar mest var og dvöldu systkinabörn Hannesar þar flest sumur. Hannes var virkur í margskonar félagsstörfum í sveitinni samhliða búskapnum s.s. í þágu ungmennafélagsins á sviði frjálsra íþrótta og glímu þar sem hann leiðbeindi um skeið. Hann tók einnig þátt í kórastarfi og leiklist og aðstoðaði sveitunga sína við margskonar sérhæfð bústörf. Hannes dvaldi síðustu æviár sín á Heilbrigðisstofnun Blönduóss eftir að heilsu hans hrakaði.
Útför Hannesar verður gerð frá Svínavatnskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 16.

Hannes Gunnlaugsson Blöndal Stephensen (1863-1952) / H Blöndal, ljósmyndari Reykjavík.

  • HAH06639
  • Corporate body
  • 25.10.1863 - 9.9.1932
  1. okt. 1863 - 9. sept. 1932. Skáld og bankaritari. Verslunarmaður á Akureyri til 1893, svo á Ísafirði, Hjörsey og Borgarfirði.
    Fór til Vesturheims 1900 frá Hjörsey, Hraunhreppi, Mýr. Blaðamaður og ritstjóri í Winnipeg 1899-1907.
    Húsbóndi í Reykjavík 1910. Bankaritari á Njálsgötu 10 a, Reykjavík 1930.

Hannes Hallgrimson (1930-2002) Culbertson Kanada

  • HAH04770
  • Person
  • 12.1.1930 - 14.3.2002

Hannes Asgeir Hallgrimson, 12.1.1930 - 14.3.2002. Culbertson Kanada.
Hannes and Carol celebrated their 48th wedding anniversary just prior to her death in November 1999. He was the definition of devotion to Carol in her struggle with Alzheimer's and missed her terribly after her death.
Following the funeral services held March 19, cremation will take place. A private burial service will take place at a later date for both Carol and Hannes.

Hannes Hannesson (1870-1923) South Cypress Manitoba, frá Þernumýri

  • HAH09439
  • Person
  • 3.2.1870 - 22.10.1923

Hannes Hannesson (Hannes H. Johnson) 3. feb. 1870 - 22. okt. 1923. Fór til Vesturheims 1874 frá Þernumýri, Þverárhreppi, Hún. Bóndi í Argyle, Lisgar, Manitoba, Kanada 1901. Bóndi í Argyle, MacDonald, Manitoba, Kanada 1916. Bóndi í South Cypress, MacDonald, Manitoba, Kanada 1921.

Hannes Jónsson (1880-1968)

  • HAH01380
  • Person
  • 13.1.1880- 29.8.1968

Hannes var fæddur að Núpsstað 13. janúar 1880 og bjó þar alla sína tíð þar til hann lézt þann 29. ágúst síðastl.
Núpsstaður er austasti bærinn í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann stendur fallega í stóru sléttu en hallandi túni. Bærinn snýr til suður. Bæjarhúsin eru sum forn, einkum munu smíöjan og skemman vera gömul. Íbúðarhúsið er miklu yngra. Langelzta byggingin á staðnum er trúlega gamla bænhúsið, sem stendur austanvert við bæjarhúsin í miðjum kirkjugaröi. Til Forna hét Núpsstaður ,,at Lómagnúp", og er það ofur auðskiliö, því að fjallið mikla, sem rís mót himni einum þrem kílómetrum austan við bæinn, snarbratt og tignarlegt, setur svip sinn á allt þetta hérað, svo langt sem séð verður, hvort heldur er að austan eða vestan. Þó er þarna ærin glæst og reisnarleg fjallsýn. Þessi einstæði fjallrisi, sem rís þverhníptur upp af Skeiðarársandi er eitt frægasta fjall á Íslandi.—

Hannes Jónsson (1882-1960) Spákonufelli

  • HAH04779
  • Person
  • 1.7.1882 - 17.6.1960

Hannes Jónsson 1. júlí 1882 - 17. júní 1960. Sjómaður á Spákonufelli, Spákonufellssókn, Hún. 1901. Skeggjastöðum 1910, Verkamaður í Keflavík 1930. Verkamaður og hagyrðingur frá Spákonufelli.

Hannes Jónsson (1892-1971) kaupmaður Reykjavík

  • HAH04778
  • Person
  • 26.5.1892 - 21.7.1971

Hannes Jónas Jónsson 26. maí 1892 - 21. júlí 1971. Kaupmaður í Reykjavík 1945. Var á Syðri-Þverá, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1901.

Hannes Jónsson (1893-1977) Þórormstungu

  • HAH04780
  • Person
  • 17.11.1893 - 17.11.1977

Hannes Jónsson 17. nóvember 1893 - 17. nóvember 1977. Kaupfélagsstjóri og alþingismaður á Hvammstanga 1930. Alþingismaður og kaupfélagsstjóri. Síðast bús. í Áshreppi

Hannes Ólafsson (1890-1950) Eiríksstöðum og Kistu

  • HAH10018
  • Person
  • 1.9.1890 - 15.6.1950

Bóndi á Eiríksstöðum í Svartárdal, A.-Hún, svo á Blönduósi. Daglaunamaður á Blönduósi 1930.
Þau hjón bjuggu sín fyrstu búskaparár á Eiríksstöðum, en þar höfðu áður búið foreldrar Hannesar, Helga Sölvadóttir (1855) og Ólafur Gíslason (1847-1912). Síðar bjuggu þau Svava og Hannes um hríð í Hamrakoti á Ásum uns þau fluttu á Blönduós.

Hannes Pálsson (1898-1978) Undirfelli

  • HAH04784
  • Person
  • 18.4.1898 - 15.1.1978

Hannes Pálsson 18. apríl 1898 - 15. janúar 1978. Eiðsstöðum 1901, Guðlaugsstöðum 1910 og 1920. Bóndi á Undirfelli, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Undirfelli, síðar stjórnarráðsfulltrúi í Reykjavík.

Hannes Sigurgeirsson (1950) frá Stekkjardal

  • HAH04787
  • Person
  • 11.1.1950

Hannes Sigurgeirsson 11. jan. 1950. Var í Stóradal, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík. Kjörbörn, f. Guðrún, f. 13.6.1982 og Sigurgeir, f. 3.2.1989.

Hannes Stephensen (1878-1931) Bíldudal

  • HAH04788
  • Person
  • 26.8.1878 - 23.12.1931

Hannes Stephensen Bjarnason 26. ágúst 1878 - 23. des. 1931. Verslunarstjóri, kaupmaður og útgerðarmaður á Bíldudal.

Hannes Stephensen Pétursson (1931-2010) Blönduósi

  • HAH01381
  • Person
  • 10.12.1931 - 17.3.2010

Hannes Stephensen Pétursson fæddist í Hafnardal, Nauteyrarhreppi, Norður-Ísafjarðarsýslu 10. desember 1931. Hann lést á Heilbrigðiststofnun Blönduóss hinn 17. mars síðastliðinn. Útför Hannesar fór fram frá Blönduóskirkju, laugardaginn 27. mars 2010, kl. 12.

Hannes Theódór Bögesen (1940)

  • HAH05793
  • Person
  • 15.12.1940

Hannes Theódór fæddur 15.desember 1940. Hann flytur ásamt móður sinni ásamt nýjum manni hennar Axel Claudius Börgesen f.1916 múrarameistara og systur sinni Ebbu Guðnýju Sofie Börgersen, f. 1948 á Íslandi til Danmerkur og elst þar upp. Eignast þar aðra systir sem heitir Heidi Svandís Börgesen f. 1954.

sonur Jónínu Guðrúnar Jakobsdóttur (1920-1970) frá Litla-Enni og Ellerts N. Hannessonar (1917-1991) Talið er að faðirinn hafi ekki hafa vitað af tilvist sonarins, Hannesar er ekki getið í Íslendingabók.

Hannes Þórðarson (1839-1903) Galtarnesi

  • HAH04792
  • Person
  • 13.12.1839 - 1903

Var á Stóru Borg, Breiðabólsstaðarsókn, Hún. 1845. Var á Titlingastöðum, Breiðabóltaðarsókn, Hún. 1860. Bóndi í Galtarnesi, Víðidalstungusókn, Hún. 1880 og 1901.

Hannes Þorvarðarson (1829-1890) Forsæludal ov

  • HAH04791
  • Person
  • 12.2.1829 - 7.5.1890

Hannes Þorvarðarson 12. feb. 1829 - 7. maí 1890. Var í Miðdal, Miðdalssókn, Árn. 1845. Bóndi í Saurbæ, Grímstungusókn, Hún. 1860. Bóndi á Orrastöðum á Ásum 1861. Bóndi í Forsæludal, Grímstungusókn, Hún. 1870 og 1880. Bóndi á Skarðshömrum í Norðurárdal, einnig á Haukagili í Vatnsdal. Í Borgf. segir: „Gildur bóndi og góður búþegn, naut trausts sveitunga sinna og þótti hjálpsamur og tillögugóður.“

Hans Baldvinsson (1847-1939) Hrólfsstöðum Skagafirði

  • HAH04794
  • Person
  • 21.1.1847 - 30.4.1939

Hans Baldvinsson 21.1.1847 - 30.4.1939. Léttapiltur í Brennigerði, Sjávarborgarsókn, Skag. 1860. Vinnumaður á Víðivöllum, Miklabæjarsókn, Skag. 1870. Vinnumaður á Steiná, Bergsstaðasókn, Hún. 1880. Bóndi á Kjartansstöðum í Staðarhr., og Hrólfsstöðum í Akrahr., Skag. Var á Sauðárkróki 1930.
Dóttursonur Nathans Ketilssonar

Hans Berndsen (1928-2017) frá Stóra-Bergi í Höfðakaupstað

  • HAH04802
  • Person
  • 31.10.1928 - 4.11.2017

Hans Ragnar Berndsen fæddist á Stóra-Bergi í Höfðakaupstað (Skagaströnd) 31. október 1928.
Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 4. nóvember 2017.
Deildarstjóri við birgðavörslu Landsímans. Var í Skagastrandarkaupstað 1930.
Útför Hans fór fram frá Neskirkju við Hagatorg 14. nóvember 2017, klukkan 15.

Hans Edvard Hansen (1842-1916) Moss

  • HAH04599
  • Person
  • 11.4.1842 - 1916

Hans Edvard Hansen f 11.4.1842 - 1916 Moss, skólanefndarmaður og sóknarprestur ma í Andebu 1884-1893. Kapelán í Oslo 1877
Fæddur í Tönsberg Vestfold, skírður 8.5.1842.

Hans Franzson (1927-2011)

  • HAH04801
  • Person
  • 21.8.1927 - 12.6.2011

Hans Ploder var fæddur 21. ágúst 1927 í Bruck an der Mur, Austurríki. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi á hvítasunnudag 12. júní 2011.
Var áður nefndur Johan Kurt Ploder.
Útför Hans Ploder fór fram frá Dómkirkju Krists konungs, Landakoti, mánudaginn 27. júní 2011 kl. 15. Jarðsett var í Garðakirkjugarði, Garðabæ.

Hans Klingenberg Jörgensson (1912-2001) skólastjóri Vesturbæjarskóla í Reykjavík

  • HAH01382
  • Person
  • 5.6.1912 - 24.10.2001

Hans Jörgensson fæddist í Merkigerði á Akranesi 5. júní 1912. Hann lést á Heilsustofnuninni í Hveragerði 24. október síðastliðinn.
Hans ólst upp á Akranesi. Hann tók sveinspróf í húsasmíði 1932, stundaði nám við Alþýðuskólann á Laugarvatni 1932-34, tók íþróttakennarapróf 1936 og tók kennarapróf 1938. Hann lauk meistaraprófi í húsasmíði 1937 og öðlaðist réttindi til að teikna hús til byggingar á Akranesi 1948. Hans var kennari við Barnaskólann á Akureyri 1938-40, við Bændaskólann á Hvanneyri 1940-43 og Barnaskólann á Akranesi 1943-58. Hann var skólastjóri Vesturbæjarskóla í Reykjavík 1958-80.
Hans var byggingarfulltrúi á Akranesi 1944-47 og bæjarfulltrúi þar 1950-58, í rafveitustjórn og formaður 1946-58. Hann sat í fræðsluráði 1950-58, stofnaði Námsflokka Akraness 1957 og var formaður tónlistarfélags Akraness 1957. Hann stjórnaði karlakór á Akranesi í tvö ár og starfaði í leikfélagi þar. Hann var formaður Átthagafélags Akraness 1962-66, formaður Skátafélags Akraness 1952-56, einn af stofnendum St. Georgsgildis Reykjavíkur 1959 og gildismeistari 1961-66. Hann vann að stofnun St. Georgsgildisins á Íslandi 1963, var landsgildismeistari 1969-1971 og stofnaði Akranesgildið í Reykjavík 1971. Hans var formaður Skólastjórafélags Íslands frá stofnun þess 1960-76. Hann var fulltrúi þess félags við sameiningu félaga skólastjóra og yfirkennara árið 1977. Hann var framkvæmdastjóri og formaður Samtaka aldraðra árin 1977-1990 og stóð m.a. fyrir byggingarframkvæmdum félagsins. Hann var sæmdur íslensku fálkaorðunni fyrir störf að félagsmálum 1. janúar 1992.
Útför Hans fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Hans Petersen (1916-1977) forstjóri Reykjavík

  • HAH04799
  • Person
  • 9.10.1916 - 18.6.1977

Hans Pétur Petersen 9. okt. 1916 - 18. júní 1977. Var í Skólastræti 3, Reykjavík 1930. Forstjóri, síðast bús. á Seltjarnarnesi. [Hans Petersen].

Hansen (1885)

  • HAH03492
  • Person
  • (1885)

frk Hansen-dönsk stúlka sumarlangt á Íslandi á vegum Dansk-Isl samfund.
Gæti verið Ingrid Hansen 31.12.1884 -jan. 1960. Ingrid dvaldi hjá Popp fjölskyldunni á Sauðárkróki frá árunum 1905-1910 og aftur 1910-1912. Ingrid Hansen starfaði sem kennslukona hjá Popp á Sauðárkróki.
Gæti verið dóttir Adjunkt Olaf Hansen (1870-1932) meðlimur félagsins í Árósum 1920 og þýðandi.

Hansína Pálsdóttir (1874-1958) frá Æsustaðagerði

  • HAH04805
  • Person
  • 24.8.1874 - 4.10.1958

Hansína Pálsdóttir 24. ágúst 1874 - 4. okt. 1958. Var í Æsustaðagerði, Hólasókn, Eyj. 1880. Húsfreyja í Bergstaðastræti 50 a, Reykjavík 1930. Þau barnlaus.

Hansine Senstius (1873-1958) frá Sæunnarstöðum

  • HAH04803
  • Person
  • 17.5.1873 - 24.11.1958

Hansína Marie Senstius 17. maí 1873 - 24. nóv. 1958. Tökubarn á Sæunnarstöðum, Spákonufellssókn, Hún. 1880. Húsfreyja í Gerðahr., Gull. 1910. Ekkja í Reykjavík 1945. Verkakona og húsfreyja í Reykjavík.
Útför fór fram frá Fossvogskirku 2.12.1958, kl 10.30 fh.

[Í samtali við barnabarn var mér sagt að hún hafi alltaf nefnt sjálfa sig sem Hansine]

Haraldur Á Sigurðsson (1901-1984) Leikari

  • HAH04813
  • Person
  • 22.11.1901 - 19.11.1984

Haraldur Ásgeirsson Sigurðsson 22. nóv. 1901 - 19. nóv. 1984. Verslunareigandi og einn þekktasti leikari landsins. Var í Reykjavík 1910. Leikari í Reykjavík 1945.
Haraldur Ásgeirsson Sigurðsson, leikari og stórkaupmaður, fæddist í Reykjavík 22. nóvember 1901. Hann var sonur Ásgeirs Sigurðssonar, stórkaupmanns í versluninni Edinborg i Reykjavík og ræðismanns, og Þórdísar Hafliðadóttur húsmóður. Haraldur var afi Inger Önnu Aikman dagskrárgerðarmanns.

Haraldur var lengst af i góðum holdum og nýtti sér það óspart á sviðinu. Hann var leikari af guðs náð enda átti hann það til að breyta rullunni sinni fyrirvaralaust. Hann lést 1984.

Haraldur Arason (1953) Skuld

  • HAH04830
  • Person
  • 4.8.1953 -

Haraldur Nikódemus Arason 4. ágúst 1953. Skuld Blönduósi, sjómaður Patreksfirði

Haraldur Árnason (1886-1949) kaupmaður Reykjavík

  • HAH04812
  • Person
  • 4.11.1886 - 8.10.1949

Haraldur Árnason 4. nóv. 1886 - 8. okt. 1949 bráðkvaddur. Kaupmaður í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Kaupmaður á Laufásvegi 33, Reykjavík 1930. Kaupmaður í Reykjavík 1945.

Haraldur Bessason (1931-2009)

  • HAH01383
  • Person
  • 14.4.1931 - 8.4.2009

Haraldur Bessason fæddist í Kýrholti í Viðvíkursveit í Skagafirði 14. apríl 1931. Hann lést í Toronto í Kanada 8. apríl sl. Haraldur varð stúdent frá MA 1951 og cand. mag. frá HÍ 1956. Hann var prófessor og deildarformaður íslenskudeildar Manitobaháskóla 1956-1987, forstöðumaður og síðan fyrsti rektor Háskólans á Akureyri 1988-1994; fluttist 2003 til Toronto og stundaði kennslu og ritstörf uns yfir lauk. Haraldur gegndi ótal trúnaðarstörfum í þágu Vestur-Íslendinga, kom að ritstjórn fjölda tímarita (The Icelandic Canadian Magazine 1958-1976; Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi 1959-1969; Scandinavian Studies 1967-1981; Mosaic 1971-1974; Lögberg-Heimskringla 1979-1981) og var upphafsmaður að The University of Manitoba Icelandic Studies Series árið 1972, þar sem birtust m.a. þýðingar á Grágás og Landnámu og greinasafn um eddukvæði. Hann gegndi formennsku í félögum málfræðinga vestra og hélt fjölda fyrirlestra á fræðasviði sínu. Haraldur vann að og stóð fyrir grunnrannsóknum á máli og menningu Vestur-Íslendinga, skrifaði greinar og bókarkafla, m.a. um verk Halldórs Laxness í European Writers. The Twentieth Century (1990), þýddi A History of the Old Icelandic Commonwealth (1974) eftir Jón Jóhannesson, og ritstýrði (ásamt Baldri Hafstað) geinasöfnunum Heiðin minni (1999), og Úr manna minnum (2002). Sagnalist Haralds birtist í Bréfum til Brands (1999), og Dagstund á Fort Garry (2007). Væntanlegt er safn greina eftir Harald sem félagar við HA standa fyrir. Haraldur Bessason hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu og varð heiðursfélagi Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi 1972; heiðursfélagi Íslendingadagsnefndar í Manitoba og heiðursborgari Winnipeg 1987; heiðursdoktor við Manitobaháskóla 1990 og við HA 1999.Haralds Bessasonar verður minnst í dag í útfararstofu Neil Bardal Inc. í Winnipeg og í Toronto hinn 9. maí. Minningarathafnir verða í Akureyrarkirkju og í Áskirkju í Reykjavík í dag, 25. apríl, kl. 13.

Haraldur Björnsson (1891-1967) leikari

  • HAH04821
  • Person
  • 27.7.1891 - 9.12.1967

Haraldur Heiðbjartur Björnsson 27. júlí 1891 - 9. desember 1967 Leikari í Reykjavík 1930 og 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Haraldur Björnsson var fæddur 27. júlí 1891 á Veðramóti í Skagafirði, sonur merkishjónanna Þorbjargar Stefánsdóttur (systur Stefáns skólameistara) og Björns Jónssonar bónda og hreppstjóra Skarðshrepps. Hann lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1911, en fór um haustið til Reykjavíkur og settist í Kennaraskólann þar sem hann stundaði nám næstu tvo vetur, en vann nyrðra sumarmánuðina. Að loknu kennaraprófi 1913 fór hann til æskustöðvanna í Skagafirði og gerðiist farkennari, en veturinn 1914-1915 var hann einkakennari hjá tveimur kaupmannsfjölskyldum á Akureyri. Þann vetur lék hann í fyrsta sinn á sviði og kom fram í hlutverki Jacks í „Frænku Charleys", og var það jafnframt frumraun Soffíu GuðlaugsdóUur á leiksviði. Þar með var lífsstefna Haralds mörkuð, þó hann legði að vísu ekki útá þá braut strax.

Haraldur lést aðfaranótt 9.12. 1967 eftir að hafa farið á kostum á sviði sem Jón bóndi í Fjalla-Eyvindi kvöldið áður.

Haraldur Blöndal (1882-1953) ljósmyndari Reykjavík

  • HAH04815
  • Person
  • 10.9.1882 - 22.10.1953

Haraldur Blöndal Lárusson 10. sept. 1882 - 22. okt. 1953. Ljósmyndari og verslunarmaður í Reykjavík. Forstjóri og síðast birgðavörður hjá Rafmagnsveitunni. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Forstjóri á Vesturgötu 48, Reykjavík 1930. Umsjónarmaður í Reykjavík 1945.

Haraldur Eyjólfsson (1896-1979) Gautsdal

  • HAH04825
  • Person
  • 11.6.1896 - 31.7.1979

Haraldur Karl Georg Eyjólfsson 11. júní 1896 - 31. júlí 1979. Var í Gautsdal, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Bóndi í Gautsdal. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Hlíð á Vatnsnesi, Hagi í Þingi 1926.

Haraldur Eyþórsson (1927-2008) frá Brúarhlíð

  • HAH01387
  • Person
  • 6.8.1927 - 25.11.2008

Haraldur Róbert Eyþórsson fæddist í Fremri-Hnífsdal í Eyrarhreppi í Ísafjarðarsýslu 6. ágúst 1927. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 25. nóvember síðastliðinn.
Haraldur átti sína barnæsku í Fremri-Hnífsdal þar til foreldrar hans fluttu í Húnavatnssýsluna og var Haraldur þar til fullorðinsáranna þar til hann kynntist eiginkonu sinni og þau hófu búskap sinn í Reykjavík. Haraldur stundaði ýmsa vinnu til sjós og lands. Þar á meðal í landi hjá Póstinum, sem leigubílstjóri og síðast flutti hann aftur í Húnavatnssýsluna og réð sig sem vinnumaður hjá Guðmundi bróður sínum, bónda í Brúarhlíð í Blöndudal í A-Hún. Þar bjó Haraldur í um 30 ár og annaðist búskap. Þar synti hann sínum hugðarefnum sem voru dýrin. Haraldur vann við búið í Brúarhlíð þar til frænka hans Guðmunda Sigrún Guðmundsdóttir og maður hennar tóku við. Þá flutti hann til Blönduóss þar sem hann bjó til dauðadags en var þó alltaf með annan fótinn í sveitinni sinni eins og heilsa og kraftar leyfðu.
Útför Haraldar fer fram frá Bólstaðarhlíðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Haraldur Guðbrandsson (1899-1976) Breiðavaði

  • HAH04817
  • Person
  • 25.8.1899 - 19.9.1976

Haraldur Guðbrandsson 25. ágúst 1899 - 19. sept. 1976. Bóndi á Breiðavaði í Langadal. Var á Syðrahóli, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1901. Bóndi á Björnólfsstöðum, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

Haraldur Guðnason (1894-1961) sútari og grafari Akureyri

  • HAH04818
  • Person
  • 19.7.1894 - 12.6.1961

Haraldur Guðnason 19. júlí 1894 - 12. júní 1961. Fóstursonur Otto Tulinius á Akureyri, Eyj. 1901. Sútari á Akureyri 1920. Grafari á Akureyri 1930.
Haraldur var fæddur á Eskifirði og tekinn þar í fóstur af Gerðu og O. Tulinius og fluttist með þeim hingað til Akureyrar 6 ára gamall.

Haraldur Hallgrímsson (1897-1983) Tungunesi

  • HAH04820
  • Person
  • 30.5.1897 - 9.12.1983

Haraldur Hallgrímsson 30. maí 1897 - 9. des. 1983. Lausamaður í Stóradal, Svínavatnssókn, A-Hún. 1930. Heimili: Tungunes. Var í Héðinshöfða, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Bóndi í Tungunesi. Síðast bús. í Blönduóshreppi, ókvæntur og barnlaus.

Results 4101 to 4200 of 10352