Hans Franzson (1927-2011)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Hans Franzson (1927-2011)

Parallel form(s) of name

  • Hans Ploder Franzson (1927-2011)
  • Hans Ploder Franzson
  • Hans Ploder (1927-2011)

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

21.8.1927 - 12.6.2011

History

Hans Ploder var fæddur 21. ágúst 1927 í Bruck an der Mur, Austurríki. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi á hvítasunnudag 12. júní 2011.
Var áður nefndur Johan Kurt Ploder.
Útför Hans Ploder fór fram frá Dómkirkju Krists konungs, Landakoti, mánudaginn 27. júní 2011 kl. 15. Jarðsett var í Garðakirkjugarði, Garðabæ.

Places

Brück an der Mur, Austurríki; Seltjarnarnes:

Legal status

stundaði nám við Tónlistarháskólan í Graz

Functions, occupations and activities

Hann kom til landsins 1. febrúar 1951 fyrir tilstilli Franz Mixa og Páls Pampichler Pálssonar. Hans ákvað að prófa í nokkra mánuði og tók við stöðu fagottleikara við Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem var nýstofnuð. Auk þess lék hann í Þjóðleikhúsinu við alls konar uppfærslur, í óperum, kammermúsík, í barnaleikritum, beinni útsendingu í útvarpinu, líka ófáum barnaplötum o.fl. Hans stjórnaði Lúðrasveit Hafnarfjarðar í marga áratugi, útsetti og skrifaði nótur fyrir sveitina og barnalúðrasveit Mýrarhúsaskóla, sem hann kenndi við í nokkur ár. Hans lét af störfum vegna aldurs árið 1991.

Áhugamálin voru margvísleg fyrir utan tónlistina. Hann var mikill matmaður og kokkur, ræktaði sitt salat í garðinum, smíðaði ófáa innanstokksmuni á heimilið og var heillaður af fjarskiptum. Austria, félag Austurríkismanna á Íslandi, var félgsskapur sem Hans var einn af stofnendum að og formaður fyrir í mörg ár. Árið 1983 var honum veitt heiðursmerki austurríkska lýðveldisins fyrir störf sín í þágu landsins.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar: Foreldrar hans voru Franz Ploder og Julianne Ploder, fædd Koch.
Systur hans eru báðar lifandi 2011, þær
1) Elfriede Ploder
2) Liane Ploder
3) Franz Ploder. Látinn
4) Josep Ploder. Látinn
Uppeldisbróðir;
5) Franz Steiner. Látinn

Kona hans er Jóhanna Kristín Jónmundsdóttir 31. júlí 1937 og eiga þau fimm börn.
Þau eru:
1) Franz Ploder 9. nóv. 1957, m. Sigrún Waage, hans börn eru Margrét Unnur, Haukur, Pétur Þór og Ólafur Örn, móðir f.m. Ragnheiður Sæmundsdóttir
2) Aðalheiður Auður Ploder 6. sept. 1959 , m. John ONeill, dætur hennar eru Una Rut og Valgerður, faðir f.m. Jón Eiríkur Guðmundsson
3) Bryndís Ploder 15. apríl 1962, m. Tryggvi Hübner, dætur hennar eru Þórey og Hildur, faðir f.m. Vigfús Sigurðsson, Barn Þóreyjar og Troels Trier er Oskar
4) Björgvin Ploder 11. okt. 1964, m. Svafa Arnardóttir, synir þeirra eru Fróði og Sindri og dóttirin Arna sem lést 5 mánaða.
5) Jóhanna Ploder 28. feb. 1966, m. Ottó Sveinn Hreinsson, þeirra börn eru Aldís, Dagmar, Franz og Egill. Barn Aldísar og Ingimundar Niels Óskarssonar er Óskar Hrafn.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH04801

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 15.7.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places