Showing 874 results

Authority record
Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu (1966) Person

Þorgeir Þorgeirsson (1931-2002) frá Hrófá

  • HAH07558
  • Person
  • 17.6.1931 - 22.3.2002

Þorgeir Kristinn Þorgeirsson fæddist á Hrófá í Steingrímsfirði í Strandasýslu 17. júní 1931.
Hann lést á Landspítalanum 22. mars 2002. Útför Þorgeirs K. Þorgeirssonar fór fram frá Hallgrímskirkju 2.4.2002 og hófst athöfnin klukkan 13.30

Þorgeir Þorgeirsson (1933-2019) Læknir í Stokkhólmi, síðar yfirlæknir og háskólakennari á Akureyri um árabil. Síðar bús. í Hafnarfirði. Skáld.

  • HAH08770
  • Person
  • 1.8.1933 - 20.6.2019

Þorgeir Þorgeirsson fæddist á Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu 1. ágúst 1933. Læknir í Stokkhólmi, síðar yfirlæknir og háskólakennari á Akureyri um árabil. Síðar bús. í Hafnarfirði. Þorgeir og Kristjana hófu búskap sinn árið 1957 og bjuggu þau að mestu í Reykjavík og Kópavogi, en einnig í Garðahreppi.

Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold 20. júní 2019. Þorgeir var jarðsettur frá Kópavogskirkju 12. júlí 2019, klukkan 13.

Þorgrímsstaðir á Vatnsnesi

  • HAH00966
  • Person
  • (1200)

Þorgrímsstaðadalur er dalur á Vatnsnesi. Hann heitir eftir innsta bæ í dalnum, Þorgrímsstöðum. Fimm bæir voru í dalnum en nú eru bara tveir í byggð. Vegurinn sem liggur um dalinn heitir Þorgrímsstaðadalsvegur og er 8 km langur.

Sagnir eru um að heil kirkjusókn hafi verið í dalnum og kirkjan hafi verið á Ásgarði. Nú er þetta farið í auðn fyrir löngu og bæjarnöfnin ekki vituð.

Þórir Magnússon (1923-2015) Brekku í Þingi

  • HAH08818
  • Person
  • 3.1.1923 - 28.10.2015

Þórir Óli Magnússon fæddist að Brekku í Þingi 3. janúar 1923. Þórir ólst upp að Brekku í Þingi.

Á yngri árum vann Þórir um tíma í vegavinnu, brúarvinnu og byggingarvinnu, en fyrst og fremst við bústörf og hófu þau Eva búskap stuttu eftir að þau giftu sig, á hluta jarðarinnar Brekku en stofnuðu nýbýlið Syðri-Brekku um 1960. Þórir sat í sveitarstjórn Sveinsstaðahrepps frá árinu 1966-1990 og var oddviti á árunum 1978-1990. Hann var í kirkjukór Þingeyrakirkju um áratugaskeið.

Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 28. október 2015. Útför Þóris var gerð frá Þingeyrakirkju í dag, 6. nóvember 2015, og hófst athöfnin kl. 14.

Þórir Sigvaldason (1925-1992) Stafni

  • HAH09541
  • Person
  • 30. jan. 1925 - 11. júní 1992

Þórir Hólm Sigvaldason fæddist að Kúfustöðum í Svartárdal. Foreldrar hans hófu búskap þar 1923, en fluttu í Stafn 1934. Foreldrar Þóris voru Sigvaldi Halldórsson, dáinn 1979, og Steinunn Björnsdóttir sem enn býr í Stafni, komin á tíræðisaldur.
Þórir var næstelstur sex systkina. Elsti bróðirinn, Sigurður, bjó einnig í Stafni, en lést 1981. Guðrún Halldóra býr í Kópavogi, maður hennar er Haukur Björgvnsson. Birna María býr ásamt manni sínum, Þorkeli Sigurðssyni, á Barkarstöðum. Erna Sólveig bjó í Eyjafirði, en lést 1985. Eftirlifandi maður hennar er Hreinn Gunnarsson. Yngstur er Jón Björgvin, búsettur á Sauðárkróki, kona hans er Guðríður María Stefánsdóttir.
Tvö eru þau til viðbótar sem tilheyra heimafólki og eru alin upp með fjölskyldunni í Stafni frá fæðingu og standa nú fyrir heimili og búi. Það eru Elsa Heiðdal, frænka þeirra og Sigursteinn Bjarnason, sonur Birnu Maríu.
Þórir Sigvaldason var heimakær maður. Hann ól allan sinn aldur í Svartárdal og þótti vænt um dalinn sinn og heiðina. Hann var áhugasamur bóndi, sinnti skepnum vel og hændi þær að sér. Ahugi hans náði þó langt út fyrir héraðið. Hann hafði yndi af að kynnast og fylgjast með mannlífi og landsvæðum, hlustaði mikið á útvarp og las mikið, ekki síst rit Ferðafélagsins. Af þeim lestri var hann vel kunnugur landi sínu.
Á yngri árum tók Þórir virkan þátt í starfi ungmennafélagsins og starf búnaðarfélagsins stóð honum ávallt nærri.
Börn voru iðulega mörg í Stafni og öllum þótti þeim vænt um Þóri. Þau hændust að honum, kunnu vel að meta kímni hans og glettni og fundii öryggi og frið í návist hans. Sérstakt tilhlökkunarefni var að komast með honum upp á heiði og helst sem allra fyrst á vorin. Þar þekkti Þórir hvern stein og hverja þúfu og fylgdist með gróðri og dýralífi. Þar fremra þarf líka oft að smala og þar var enginn betri gangnamaður en hann. Leitarmönnum þótti eftirsóknarvert að fá að fara með honum. Friður og ró dalsins og heiðarinnar endurspeglaðist í lífi Þóris. Ósjálfrátt veitti hann af þessuni fjársjóði til annarra.
Síðustu mánuðirnir einkenndust afsjúkleika og sjúkrahúsdvöl. Þórir Sigvaldason var jarðsunginn í Bergsstaðakirkju 19. júní.
Sr. Stína Gísladóttir

Þorlákur Oddsson (1856-1914) Kárastöðum Svínavatnssókn 1890

  • HAH06781
  • Person
  • 20.8.1856 - 31.5.1914

Þorlákur Friðrik Oddsson 20.8.1856 - 31.5.1914. Var á Melsbæ, Reykjavík 1880. Húsmaður í Reykjavík, síðar bóndi í Giljárseli, Torfalækjarhrepp, A-Hún. Vetrarmaður í Oddakoti í Landeyjum, Rang. Bóndi Ytra-Tungukoti. (Ártún). Bóndi Kárastöðum 1890. Bóndi Holtastaðareit 1910. Sagður heita Þorlákur Frímann í mt 1901.

Þorleifur Ingvarsson (1900-1982) Sólheimum

  • HAH07437
  • Person
  • 9.10.1900 - 27.8.1982

Þorleifur Ingvarsson 9.10.1900 - 27.8.1982. Bóndi á Sólheimum í Svínavatnshr., A-Hún. Bóndi á Sólheimum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var á Sólheimum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957.
Hann var fæddur 9. október árið 1900 í Sólheimum í Svínavatnshreppi. Tæpra tveggja ára missti Þorleifur móður sína. Var honum þá komið í fóstur til Hannesar Sveinbjörnssonar og konu hans Þorbjargar Jónsdóttur, er þá bjuggu á Geithömrum og síðar í Sólheimum.
Árið 1922 kom hann heim frá Noregi og hóf búskap á hálfum Sólheimum. Hóf hann búskapinn af stórhug og bjartsýni og varð brátt í röð fremstu bænda í sveit sinni. Árið 1927 réðist til hans ráðskona, Sigurlaug Hansdóttir, vestan úr Vatnsdal, hin ágætasta kona er öllum vildi gott gjöra. Varð heimili þeirra þekkt rausnarheimili þar sem m.a. gamalt fólk, er hvergi átti höfði sínu að halla, átti sér athvarf.
Hann andaðist 27. ágúst 1982 á Héraðshælinu. Útför hans var gerð frá Svínavatnskirkju 4. september 1982.

Þorleifur Klemensson (1839-1902) Botnastöðum ov Svartárdal

  • HAH06742
  • Person
  • 4.7.1839 - 11.5.1902

Þorleifur Klemens Klemensson 4. júlí 1839 [4.6.1839] - 11. maí 1902. Var í Bólstaðarhlíð, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1845. Bóndi í Kálfárdal, á Brún og Botnastöðum í Svartárdal Bólstaðarhlíðarhr. A.-Hún.

Þórólfur Jónsson (1909-2001) Halldórsstöðum II, Bárðardal

  • HAH08804
  • Person
  • 19.2.1909 - 6.11.2001

Þórólfur Jónsson fæddist á Auðnum í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu 19. febrúar 1909. Þórólfur ólst upp á Auðnum og stundaði nám og störf á heimili foreldra sinna. Hann var vetrarmaður á Halldórsstöðum í Laxárdal 1930 og síðan kaupamaður.
Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 6. nóvember 2001. Útför Þórólfs fór fram frá Kópavogskirkju 16.11.2001 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Þorsteinn B Gíslason (1897-1980) prestur í Steinnesi

  • HAH06006
  • Person
  • 26.06.1897-08.06.1980

Þorsteinn Björn Gíslason fæddist í Forsæludal í Vatnsdal, A-Hún., 26. júní 1897. Foreldrar hans voru Gísli Guðlaugsson, f. 1850, d. 1906, bóndi þar, síðar í Sunnuhlið í sömu sveit, og seinni kona hans, Guðrún S. Magnúsdóttir, f. 1870, d. 1953, húsfreyja.

Þorsteinn varð stúdent í Reykjavík árið 1918 og guðfræðiprófi lauk hann frá Háskóla Íslands árið 1922.

Þorsteinn var settur prestur í Þingeyraklaustursprestakalli og skömmu síðar var honum veitt kallið. Gegndi hann embættinu til nóvemberloka 1967 er hann fékk lausn. Hafði hann þá gegnt prestsstörfum í rúm 45 ár í Þingeyraklaustursprestakalli. Hann var prófastur Húnavatnsprófastsdæmis frá 1951 til 1967. Þorsteinn bjó í Ási í Vatnsdal sumarið 1922, á Akri veturinn 1922-1923 en síðan í Steinnesi. Um árabil var Þorsteinn með unglingaskóla í Steinnesi sem var vel sóttur. Eftir að Þorsteinn fékk lausn frá embætti fluttist hann til Reykjavíkur og bjó þar til æviloka.

Þorsteinn gegndi mörgum trúnaðarstörfum í sveit sinni. Hann stundaði kennslu um langt árabil, starfaði í fræðsluráði, var í stjórn sýslubókasafns, Sögufélags Húnvetninga, sýslunefndarmaður og stjórnarmaður í Kaupfélagi Húnvetninga. Þá átti hann sæti í stjórn Guðbrandsdeildar Prestafélags Íslands, í stjórn Prestafélags Hólastiftis og var kirkjuþingsmaður um margra ára skeið.

Kona Þorsteins var Ólína Benediktsdóttir, f. 2.11. 1899, d. 26.2. 1996, húsfreyja og organisti.

Börn Þorsteins og Ólínu eru Sigurlaug Ásgerður, f. 1923, fv. bankagjaldkeri, bús. í Reykjavík; Guðmundur Ólafs, f. 1930, fv. dómprófastur, bús. í Garðabæ, og Gísli Ásgeir, f. 1937, geðlæknir, bús. í Reykjavík. Barnabarn Þorsteins og sonur Gísla er Jón Ármann Gíslason, prófastur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Þorsteinn lést 8. júní 1980.

Þorsteinn Einarsson (1882-1956) ljósmyndari Tannstaðabakka

  • HAH06139
  • Person
  • 2.4.1882 - 11.12.1956

Þorsteinn Einarsson 2.4.1882 - 11.12.1956. Bóndi á Reykjum, Staðarsókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Reykjum í Hrútafirði 1920. Tannstaðabakka 1910
Th Einarsson ljósmyndari Tannstaðabakka.
ÞANN 20. desember 1956., var jarðsettur að Stað í Hrútafirði. merkisbóndinn Þorsteinn Einarsson, fyrrum bóndi að Reykjum. Hann lézt í sjúkrahúsí í Reykjavík, eftir langa vanheilsu.
Þorsteinn var fæddur að Tannstaðabakka í Hrútafirði 2. apríl 1882, sonur Einars Skúlasonar gullsmiðs og bónda þar og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur, er þar bjuggu lengi og gerðu garðinn frægan. Hann ólst upp á Tannstaðabakka í fjölmennum systkinahópi, og naut í æsku betri menntunar í heimahúsum en almennt gerðist á þeim tíma.

Þorsteinn Elías Kristinsson (1928-2017) kennari Keflavík

  • HAH07559
  • Person
  • 20.9.1928 - 5.2.2017

Þorsteinn fæddist í Gerðum III, Gerðahreppi, 20. september 1928. Hann lést á Hrafnistu í Reykjanesbæ 5. febrúar 2017.
Útför Þorsteins fór fram frá Keflavíkurkirkju 14. febrúar 2017, kl. 11.

Þorsteinn Gunnarsson (1852-1942) lögreglumaður

  • HAH07533
  • Person
  • 25.1.1852 - 7.3.1942

Húsbóndi á Laugavegi, Reykjavík. 1901. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Húsbóndi á Skólavörðustíg 42, Reykjavík 1930. Lögreglumaður í Reykjavík. Kjördóttir: Lára Þórdís Pálína Þorsteinsdóttir f.12.12.1895

Þorsteinn Hjálmarsson (1840-1921) trésm Víðidalstungu

  • HAH07110
  • Person
  • 18.9.1840 - 29.9.1921

Þorsteinn Hjálmarsson 18.9.1840 - 29.9.1921. Var á Kolsstöðum, Gilsbakkasókn, Mýr. 1870. Trésmiður í Víðidalstungu, Víðidalstungusókn, Hún. 1880. Húsbóndi Hvarfi 1890. Húsbóndi á Þóreyjarnúpi, Víðidalstungusókn, Hún. 1901 og sagður húsbóndi Galtarnesi 1901. Ekkill Þorsteinshúsi Hvammstanga 1910 og Hlíð 1920.

Þorsteinn Jónsson (1843-1920) Hæli Torfalækjarhr og Betel Gimli

  • HAH07077
  • Person
  • 13.5.1843 - 28.2.1920

Þorsteinn Jónsson 13.5.1843 - 28.2.1920. Var í Ytribrekkum, Hofsstaðasókn, Skag. 1845. Vinnumaður á Akri, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Húsbóndi á Hæl, Þingeyrasókn, Hún. 1880 og 1890. Fór til Vesturheims 1900 frá Hæl, Torfalækjarhreppi, Hún. Síðast bús. í Betel, Gimli.

Þorsteinn Magnússon (1860-1893) Sunnuhlíð í Vatnsdal

  • HAH07449
  • Person
  • 20.10.1860 - 2.11.1892

Þorsteinn Björn Magnússon 20.10.1860 - 2.11.1892. Realstúdent og sundkennari. Var á Auðunnarstöðum, Víðidalstungusókn, Hún. 1870. Vinnumaður Flögu 1880. Lausamaður Torfustaðakoti [Sunnuhlíð] 1890.

Þórunn Björnsdóttir (1891-1979) Miðhópi

  • HAH07048
  • Person
  • 18.9.1891 - 20.5.1979

Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Miðhópi, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Var í Miðhóp, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Torfalækjarhreppi.

Þórunn Elísabet Magnúsdóttir (1853-1933) Brekkukoti efri byggð og vesturheimi, Steiná 1860

  • HAH07116
  • Person
  • 17.12.1853 - 15.12.1933

Þórunn Elísabet Magnúsdóttir 17.12.1853 - 15.12.1933. Var á Steiná, Bergstaðasókn, Hún. 1860. Húsfreyja í Gilhaga á Fremribyggð, Skag. Húsfreyja í Brekkukoti á Efribyggð, Skag. Fór þaðan til Vesturheims 1885. Seinni kona Bjarna Jónassonar. Var í Beaulieu, Pembina, N-Dakota, USA 1900. Var í Selkirk, Manitoba, Kanada 1921.

Þórunn Ingibjörg Baldvinsdóttir (1879-1911) Jótlandi frá Bollastöðum

  • HAH08094
  • Person
  • 28.09. 1879 - 30. 07. 1911

Var á Bollastöðum, Bergstaðasókn, Hún. 1901.

Þórunn Ingibjörg var fædd á Bollastöðum í Blöndudal, Au.-Húnavatnssýslu, 28. sept. 1879. — Foreldrar hennar voru hjónin Baldvin Einarsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir, stjúpdóttir Guðmundar Gíslasonar, bónda á Bollastöðum. — Baldvin var hálfbróðir frú Guðlaugar, fyrri konu síra Hjörleifs Einarssonar á Undirfelli, og voru þau því systkinabörn Einar H. Kvaran, rithöfundur, og Þórunn. — Systur átti Þórunn tvær, og voru þær eldri, þær hjetu María og Guðlaug. — Allar voru þessar stúlkur gáfaðar og glæsilegar. — Baldvin fór til Ameríku, þegar hann skildi við konu sína, og báðar eldri dæturnar með honum. — Ingibjörg varð eftir á Bollastöðum með Þórunni, og þar ólst hún upp.

Um og eftir 1880 gengu harðindi mikil um Norðurland, og var þá erfitt að halda hita á smábörnum, þar sem hvergi var yl að fá nema við hlóðirnar í eldhúsunum. Gripu þá mæðurnar til ýmsra ráða til þess að halda lífinu í börnunum. Sumar ljetu einhverja vinnukonuna liggja í rúminu með börnin, aðrar flúðu í fjósið með þau og það gerði Ingibjörg, móðir Þórunnar, hún fór með hana í fjósið. — Þá var þessi vísa gerð: „Altaf gerast undur stór, alt frýs nema ijósið. Bollastaðabrúður fór barnið með í fjósið."

Snemma bar á óvenjulegum gáfum hjá Þórunni, hún var fluglæs 6 ára gömul og las þá húslestur. — Stuttu eftir að hún var fermd naut hún mikiliar mentunar, eftir því sem þá gerðist um stúlkur, lærði t. d. að spila á orgel um fermingaraldur heima á Bollastöðum hjá Pjetri Pjeturssyni, föðurbróður Pálma Hannessonar rektors, sem þar bjó, og giftur var Sigurbjörgu móðursystur Þórunnar. — Eftir það var hún við nám á Sauðárkróki hjá Herdísi, systur Pjeturs, er síðar giftist síra Hálfdáni Guðjónssyni, vígslubiskup, og svo var hún í Kvennaskólanum á Ytriey og lauk þar prófi með hárri einkunn. — Veturinn 1899- 1900 var Þórunn húskennari hjá Jóhanni Möller, kaupmanni á Blönduósi. — Foreldrar mínir í Mjóadal fengu svo Þórunni fyrri hluta vetrar 1900 í tvo mánuði til að kenna okkur systrunum. — Við vorum þrjár, og þótti hagkvæmara að fá kennara heim á heimilið, en að koma okkur öllum í burtu. — Kennarakaupið var ekki hátt í þá daga. Þórunn tók 2 krónur á viku. — Hún var afburða góður kennari. — Hún hagaði kenslunni til eins og á Ytriey var gert, hafði bóklegu tímana á morgnana, en ljet okkur svo sauma frá kl. 12—4 á daginn. — Meðan við vorum að sauma, kendi hún okkur sönglög. — Við vorum allar sönghneigðar, og höfðum mikinn hug á að læra lög, en ekkert hljóðfæri var til á heimilinu, svo eina leiðin til þess að læra var sú, ef sá sem kunni lagið, vildi leggja það á sig að syngja það þangað til við lærðum það, og þetta gerði Þórunn, hún söng altaf meðan við vorum að sauma, og þegar við vorum búnar að læra lögin, þá söng hún milliröddina, til þess að vita, hve sterkar við vorum í laginu. — Þessa tvo mánuði, sem hún var, lærðum við 50 lög af henni.

Veturinn eftir var svo Þórunn aftur tvo mánuði eftir áramótin, og alt gekk til eins og fyrri veturinn, við lærðum hjá henni hannyrðir, hvítan og mislitan útsaum, eins og þá gerðist, og bókleg fög þau sömu og veturinn áður. — Á þessum tíma lærðum við önnur 50 lög, og svo vel kendi hún okkur öll þessi lög, að það var eins og hún hefði nóturnar fyrir framan sig, enda sá hún þær í sínum hugarheimi, meðan hún var að syngja þau. — Jeg hygg að þetta sje dæmafátt, ef ekki dæmalaust, að kennari leggi svona lagað á sig.

Þórunn fór til Danmerkur vorið 1902, og var ferðinni heitið til þess að fullkomna sig í orgelspili. — Ingibjörg, móðir Þórunnar, skrifaði Guðmundi Hannessyni, sem þá var læknir á Akureyri, og bað hann að skrifa einhverjum í Danmörku, sem hann þekti, og biðja þann hinn sama að leiðbeina Þórunni og aðstoða hana, ef hún þyrfti með — Guðmundur skrifaði Stefáni Stefánssyni, lækni í Aars á Jótlandi, syni Stefáns Daníelssonar í Grundarfirði og konu hans Jakobínu Árnadóttur, sýslumanns Thorsteinssonar. — Stefán læknir bauð Þórunni til sín, þegar hún var í sumarfríi 1903, og hún þáði það góða boð, en það varð til þess að Þórunn trúlofaðist Stefáni og þau giftust 16. júní 1904. — Veturinn áður lærði Þórunn matreiðslu í Odense á Fjóni, og varð mjög fullkomin í því eins og í öllu öðru, sem hún lagði fyrir sig.

Þorbjörg systir mín fór til Danmerkur haustið 1907, til þess að leita sjer lækninga við brjóstveiki, sem hún fjekk upp úr kíghósta, þegar hún var 20 vikna gömul. — Systir mín fór fyrst til læknishjónanna í Aars og var hjá þeim fyrstu tvö árin. — Hjá Þórunni lærði hún matreiðslu og alt sem að húshaldi laut. Fjekk mikla æfingu í þeim störfum og gat tekið að sjer húshald fyrir fjölskyldu í Kaupmannahöfn í tvö ár, og hafði gott af því. Þetta var ágætt fólk, sem hjelt vináttu við systur mína meðan hún lifði. — Þórunn útvegaði systur minni kenslu í vefnaði hjá norskri konu, sem var mjög vel að sjer í þeirri grein. Ennfremur lærði hún að knipla, og gerði mikið að því eftir að hún kom heim, því það var eftirsótt vara og mikið keypt. — Systir mín sagði, að Þórunn hefði borið af öllum konum í Aars, bæði að glæsimensku og gáfum, hún var sjerstaklega vel gefin á öllum sviðum.

Ingibjörg, móðir Þórunnar, fór fljótlega til hennar eftir að hún giftist og dvaldi í Aars til æfiloka. — Á æskuárum Ingibjargar voru lögð fyrir hana spil, og henni var sagt, að hún mundi fara til útlanda. — Sagði þá einhver, sem viðstaddur var, að hún færi líklega til Ameríku. — „Nei, ekki fer hún þangað,“ sagði sá sem spilin lagði, enda kom það á daginn.

Þegar Sigurður bróðir minn var í háskólanum í Höfn, buðu læknishjónin í Aars honum að dvelja hjá sjer um tíma, þegar hann var í sumarfríi. Hann þáði það ágæta boð, og var mjög hrifinn, bæði af gáfum mæðgnanna, glæsimennsku Þórunnar og heimilinu yfir höfuð. — Þórunn var trygg og vinföst, skrifaðist á við vini sína hjer heima meðan hún lifði, og sendi okkur í Mjóadal oft smágjafir. — Hún var mjög hamingjusöm í sínu hjónabandi. — Einu sinni sagði hún í brjefi til móður minnar: „Mjer datt aldrei í hug, að jeg yrði eins hamingjusöm í mínu hjónabandi og jeg er, vegna harðlyndis míns og kaldlyndis." — Jeg held að þarna hafi hún ekki sagt satt um sjálfa sig, eða að hún hafi þá falið þessar lyndiseinkunnir sínar vel, og haft fullkomið vald yfir þeim, og lýsir það best gáfum hennar. — Aldrei urðum við systurnar varar við annað hjá henni en góðvild og mildi, hún var altaf glöð og góð við okkur, og eins var það meðan systir mín var hjá henni í Aars.

Börn læknishjónanna voru 3, sem upp komust: Ingibjörg er læknir, Guðrún skólakennari og Árni læknir. — Fjórða barn þeirra var stúlka, sem fæddist berklaveik, og dó fljótlega eftir að hún sá dagsins ljós. — Þórunn var þá búin að vera berklaveik um lengri tíma, bæði meðan hún gekk með barnið og áður. — Þegar hún sá, að hverju stefndi með heilsu sína, sagði hún: „Verði Guðs vilji, í blíðu og stríðu.“

Hún andaðist 30. júlí 1911. — Börn læknishjónanna voru öll ung, þegar móðir þeirra dó og Ingibjörg amma þeirra háöldruð. Þar var líka Stefán, faðir læknisins, svo það var mikið áfall fyrir fjölskylduna.

Þegar Þórunn var ung, dreymdi móður hennar, að hún sæi hana andaða liggja á líkfjölunum. — Þá hafði hún yfir þessar Ijóðlínur frá eigin brjósti í draumnum: „Nú ertu föl á fjalir kaldar lögð, fjólan mín skæra og heimilisins gleði." Ingibjörg var mjög vel greind kona. — „Ágætisgáfum gædd,“ sagði Sigurður bróðir minn um hana ,eftir að hann var í Aars. „En hefur ekki hugmynd um það sjálf, hve gáfuð hún er. “Stefán læknir skrifaði minningarorð um konu sína á dönsku og sendi Þorbjörgu systur minni þau. — Mjer þótti þau svo falleg, að mig langaði til að koma þeim á prent — ekki síst vegna þess, að nú fækkar þeim óðum, sem muna eftir Þórunni á Bollastöðum, sem var ein af glæsilegustu heimasætum í Húnavatnssýslu á þeim árum. — Jeg bað því frú Huldu Á. Stefánsdóttur að þýða þessar minningar fyrir mig, sem hún góðfúslega gerði, og kann jeg henni hinar bestu þakkir fyrir, og fylgja þær hjer með. Oft hefur mjer dottið í hug Ijóð síra Matthíasar, þegar jeg hugsa um þær minningar, sem jeg á um Þórunni: „Víðar en í siklingssölum svanna fas er prýði glæst. Mörg í vorum djúpu dölum drotning hefur bónda fæðst.“

Blönduósi 3. febrúar 1959.

Elísabet Guðmundsdóttir frá Mjóadal.

Þórunn Jónsdóttir (1842-1900) Blöndudalshólum

  • HAH07092
  • Person
  • 6.6.1842 - 29.10.1900

Þórunn Jónsdóttir 6.6.1842 - 29.10.1900. Var í Helgesenshúsi 2, Reykjavíkursókn, Gull. 1845. Var á Stóra-Eyrarlandi í Akureyrarsókn 1877. Fór 1878 frá Stóraeyrarlandi í Akureyrarsókn að Reykjum í Tungusveit. Húsfreyja á Reykjum, Reykjasókn, Skag. 1880. Húsfreyja í Blöndudalshólum, Bólsstaðahlíðarsókn, Hún. 1890.

Þorvaldur Bjarnarson (1840-1906) prestur Mel í Miðfirði

  • HAH07443
  • Person
  • 19.6.1840 - 7.5.1906

Þorvaldur Bjarnarson 19.6.1840 - 7.5.1906. Var í Belgsholti, Melasókn, Borg. 1845. Prestur á Reynivöllum í Kjós 1867-1877 og síðar á Mel í Miðfirði, Hún. frá 1877 til dauðadags. Fórst í Hnausakvísl.

Þorvaldur Guðmundsson (1883-1961) hrstj Sauðárkróki frá Auðkúlu

  • HAH07096
  • Person
  • 13.10.1883 - 11.10.1961

Þorvaldur Guðmundsson 13. október 1883 - 11. október 1961. Tökubarn í Holti, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890, Auðkúlu 1901. Bóndi Þverárdal 1910-1911, og Flatatungu 1920. Bóndi og kennari í Brennigerði, Sauðárkrókssókn, Skag. 1920-1931. Kennari á Sauðárkróki. Hreppstjóri Sauðárkróks um skeið

Þorvaldur Thoroddsen (1855-1921) próf og náttúrufr Reykjavík

  • HAH07512
  • Person
  • 6.6.1855 - 28.9.1921

Þorvaldur Thoroddsen 6.6.1855 - 28.9.1921. Prófessor og náttúrufræðingur í Reykjavík og víðar, síðast í Kaupmannahöfn. Var í Haga, Hagasókn. Barð. 1860. Kennari við Möðruvallaskólann í Hörgárdal við stofnun hans 1880.
Þorvaldur fékk heilablæðingu á fundi í Vísindafélaginu danska, 3. desember 1920, og lá síðan rúmfastur til dauðadags, 28. september 1921.

Þorveig Árnadóttir (1884-1973) Ási Vatnsdal og Mörk Hvammstanga

  • HAH07529
  • Person
  • 21.6.1884 - 13.7.1973

Magnhildur Þorveig Árnadóttir 21.6.1884 - 13.7.1973. Var á Stórubýlu, Garðasókn, Borg. 1890. Vinnukona Leirá 1901. Húsfreyja Dæli 1910. Var á Guðrúnarstöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Heimili: Ás, Vatnsdal Var í Mörk, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Hvammstangahreppi. Lausakona í Vatnsdal. Nefnd Þórveig í Æ.A-Hún. [Í mt 1890 er nafn hennar skrifað Þórveig og hún sögð 25 ára kona föður síns]

Þuríður Kristjánsdóttir (1915-2009) Ytri-Tjörnum

  • HAH07798
  • Person
  • 21.11.1915 - 2.7.2009

Húsfreyja á Ytri-Tjörnum, Öngulsstaðahr., Eyj. Var á Hellu, Stærra-Árskógssókn, Eyj. 1930. Þuríður Helga Kristjánsdóttir fæddist á Hellu á Árskógsströnd 21.11. 1915. Húnólst upp á Hellu fram á unglingsár.

Hún lést á Kristnesspítala 2.7. 2009. Útför Þuríðar fór fram frá Munkaþverárkirkju 19.7.2009 og hófst athöfnin kl. 14.

Þuríður Sigfúsdóttir (1851-1906) Hjallalandi

  • HAH06777
  • Person
  • 25.9.1851 - 21.10.1906

Þuríður Ragnheiður Sigfúsdóttir 25.9.1851 - 21.10.1906. Var á Tjörn, Tjarnarsókn, Hún. 1860. Hvammi 1880, húsfreyja Hjallalandi 1890, Kornsá 1901, stödd á Skagaströnd,
Sögð hafa farið vestur um haf 1901.

Þuríður Stefánsdóttir (1851-1938) Vatnshlíð

  • HAH07229
  • Person
  • 20.1.1851 - 16.10.1938

Lilja Þuríður Stefánsdóttir 20.1.1851 - 16.10.1938. Var í Vatnshlíð, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Vatnshlíð á Skörðum, A-Hún.

Þuríður Steingrímsdóttir (1924-1999) Hveragerði og Selfossi

  • HAH07956
  • Person
  • 18.10.1924 - 2.10.1999

Þuríður Steingrímsdóttir fæddist í Hafnarfirði 18. október 1924. Þau byrjuðu sinn búskap í Hveragerði og bjuggu þar í sjö ár, síðan lá leiðin til Selfoss og bjuggu þau þar, þar til Jón lést. Árið 1995 fluttist Þuríður til Reykjavíkur.
Hún lést í Reykjavík 2. október 1999. Útför Þuríðar fór fram frá Selfosskirkju 9.10.1999 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Tómas Bjarnarson (1841-1929) prestur Barði í Fljótum

  • HAH07185
  • Person
  • 24.11.1841 - 4.4.1929

Tómas Bjarnarson 24.11.1841 - 4.4.1929. Prestur á Hvanneyri í Siglufirði, Eyj. 1867-1877 og þjónaði þá samhliða Kvíabekk í Ólafsfirði 1874-1876. Síðar prestur á Barði í Fljótum, Skag. 1877-1902. Eftir prestskap var hann bús. á Siglufirði. Ólst upp hjá föðurbróður sínum, Kristjáni Kristjánssyni amtmanni, frá 5 ára aldri. Síðast búsettur á Siglufirði.

Torfhildur Hólm Þorsteinsdóttir (1845-1918) skáldkona Skagaströnd

  • HAH07474
  • Person
  • 2.2.1845 - 14.11.1918

Torfhildur Hólm Þorsteinsdóttir 2.2.1845 - 14.11.1918. Skáldkona á Skagaströnd og víðar. Fór til Vesturheims 1876 frá Höskuldsstöðum, Vindhælishreppi, Hún. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Fékk ritstyrk frá alþingi er hún var komin á efri ár og hélt til æviloka, fyrst íslendinga. Lést úr Spönsku veikinni. Ekkja Skálholtskoti 1890.

Úlfhildur Kristjánsdóttir (1911-2003) Dysjum Garðabæ

  • HAH07772
  • Person
  • 11.12.1911 - 9.7.2003

Úlfhildur Kristjánsdóttir 11.12.1911 - 9.7.2003. Fór þriggja ára í fóstur að Kjarnholtum í Biskupstungum til Guðrúnar Sveinsdóttur og Gísla Guðmundssonar. Var í Keldnaholti , Haukadalssókn, Árn. 1930. Var í vistum og kaupavinnu og fleiru á yngri árum en var húsfreyja á Dysjum í Garðahreppi, síðar Garðabæ frá því um 1937 allt til 1996. Síðast bús. í Garðabæ.
Fæddist í Langholtsparti í Flóa hinn 11. desember 1911. Hún vann við sauma í Reykjavík og var í vistum þar og í Hafnarfiði, var í kaupavinnu og vaskaði fisk í Hafnarfirði og nágrenni og saltaði síld á Djúpavík eitt sumar. Þau Guðmann og Úlfhildur bjuggu á Dysjum allan sinn búskap. Úlfhildur bjó þar áfram eftir að Guðmann lést 1981, en síðustu sjö árin dvaldist hún á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Hún lést á hjúkrunardeild 2-B, Hrafnistu í Hafnarfirði 9. júlí 2003. Útför Úlfhildar fór fram frá Garðakirkju 17.7.2003 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Unnur Jakobsdóttir (1913-1996) Litla-Enni

  • HAH07754
  • Person
  • 9.12.1913 - 4.3.1996

Unnur Jakobsdóttir 9. desember 1913 - 4. mars 1996. Var í Litla-Enni, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1920. Var á Laufásvegi 7, Reykjavík 1930. Hjúkrunarkona í Reykjavík 1945, síðast bús. í Reykjavík. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir. Ógift, barnlaus

Valdimar Jóhannesson (1933-1997) Helguhvammi

  • HAH9249
  • Person
  • 07.06.1933-26.05.1997

Valdimar Jóhannesson var fæddur í Helguhvammi á Vatnsnesi í V-Hún. 7. júní 1933. Hann varð bráðkvaddur 26. maí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Guðmundsson, bóndi, f. 30. sept. 1904, og Þorbjörg Marta Baldvinsdóttir, f. 10. nóv. 1897. Þau bjuggu allan sinn búskap í Helguhvammi. Bræður Valdimars eru Guðmundur, f. 4. júní 1934, kvæntur Helgu Magnúsdóttur, og Eggert, f. 31. ágúst 1939, kvæntur Auði Hauksdóttur. Fóstursystir hans er Halldóra Kristinsdóttir, gift Ólafi Þórhallssyni.
Eftirlifandi kona Valdimars er Guðrún Bjarnadóttir frá Hraðastöðum í Mosfellsdal, f. 25. april 1941. Þau eignuðust tvær dætur,
Þorbjörgu, f. 5. júní 1978, og Þuríði, f. 26. maí 1981.
Börn Guðrúnar frá fyrra hjónabandi eru þrjú:
Þorvaldur, f. 20. des. 1965,
Úlfhildur, f. 29. mars 1967, og
Jóhanna, f. 24. maí 1968.
Valdimar átti alla ævi heima í Helguhvammi. Hann ólst þar upp hjá foreldrum sínum og fór ungur að taka þátt í öllum störfum við búskapinn. Á unglingsárum vann hann ýmis störf utan heimilis. Var til dæmis við vertíðarstörf á Akranesi og vann á jarðýtum Búnaðarsambandsins. Starfsvettvangur hans var þó aðallega heima í Helguhvammi. Þar ráku þeir bræðurnir Valdimar og Guðmundur ásamt Jóhannesi föður sínum myndarlegt bú. Guðrún Bjarnadóttir kom að Helguhvammi árið 1976. Jóhannes lét upp úr því búið í hendur sona sinna og byggðu þau Valdimar og Guðrún þá fjótlega annað íbúðarhús á jörðinni. Þar hafa þau búið síðan með fólki sinu.
Fyrir nokkrum árum fór Valdimar að kenna nokkurs sjúkleika og þótti þá sýnt að hann þoldi illa erfiðið við bústörfin. Hætti hann þá búskap en hóf störf hjá Kaupfélaginu á Hvammstanga og þar starfaði hann til dauðadags.

Valdimar Sigurgeirsson (1889-1967) Gunnfríðarstöðum

  • HAH8844
  • Person
  • 24.9.1889 - 15.1.1967

Bóndi á Brekku í Seyluhreppi, Selhaga á Skörðum og lengst á Gunnfríðarstöðum í Langadal. Var í Hamrakoti,Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Valdimar Stefán Sigurgeirsson var fæddur að Miðsitju í Blönduhlíð í Skagafirði, 24. sept 1889. Valdimar var vinsæll maður, lundléttur og glaðvær, greiðasamur og góðlyndur. Hann var mikill skepnuvinur, einkum hafði hann yndi af hestum og þótti sérlega laginn tamningamaður. Hann var bókhneigður, minnugur og fróður um margt, sönghneigður og hafði lært að spila á orgel og mun hafa verið kirkjuorganisti í Skagafirði um skeið. Hann andaðist á héraðshælinu á Blönduósi 15. janúar

Valdís Jónsdóttir (1886-1929) Gautsdal

  • HAH06773
  • Person
  • 1.9.1886 - 25.5.1929

Valdís Jónsdóttir 1. september 1886 - 25. maí 1929. Var á Ljótshólum, Auðkúlusókn, Hún. 1890 og 1901. Lausakona Auðkúlu 1910. Húsfreyja Gautsdal 1920.

Valgerður Ágústsdóttir (1923-2022) Geitaskarði

  • HAH5959
  • Person
  • 27.04.1923-31.01.2022

Sigurlaug Valgerður Ágústsdóttir fæddist á Hofi í Vatnsdal 27. apríl 1923. Hún lést á HSN á Blönduósi 31. janúar 2022. Foreldrar hennar voru hjónin Ingunn Hallgrímsdóttir og Ágúst Böðvar Jónsson, bændur á Hofi

Valgerður Guðmundsdóttir (1941-2002) Stekkum í Flóa

  • HAH08346
  • Person
  • 2.10.1941 - 20.11.2002

Valgerður Hanna Guðmundsdóttir fæddist í Stekkum í Sandvíkurhreppi 2. október 1941. Stundaði garðrækt og vann ýmis störf í fiskvinnslu.
Árið 1965 hóf Hanna búskap á Eyrarbakka þar sem hún bjó á Túngötu 63 til æviloka. Þar stundaði hún garðrækt með eiginmanni sínum og samhliða því vann hún ýmis störf í fiskvinnslu.

Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 20. nóvember 2002. Útför Hönnu fer fram frá Eyrarbakkakirkju 30.11.2002 og hófst athöfnin klukkan 14.

Valgerður Jónsdóttir (1880-1958) saumakona Rvk frá Tannastöðum

  • HAH06772
  • Person
  • 7.8.1880 - 6.3.1958

Valgerður Ágústa Jónsdóttir 7.8.1880 - 6.3.1958. Fædd í Gerði í Hvammssveit, var á Tannstöðum, Staðarsókn, Hún. 1890. Var á Tannastöðum, Staðarsókn, Hrútafirði í Hún. 1901. Saumakona í Reykjavík.

Valgerður Jónsdóttir (1917-2011) Skálholtsvík

  • HAH07843
  • Person
  • 30.5.1917 - 23.11.2011

Valgerður Jónsdóttir fæddist í Miðhúsum, Hrútafirði, 30. maí 1917. Var í Skálholtsvík, Prestbakkasókn, Strand. 1930. Verslunarstarfsmaður í Reykjavík. Hún ólst upp á Kirkjubóli Steingrímsfirði til 8 ára aldurs, síðan í Skálholtsvík í Hrútafirði. Valgerður og Kjartan bjuggu yfir 40 ár í Karfavogi 34. Eftir að Kjartan lést flutti hún á Kleppsveg 62 og síðan yfir á Hrafnistu. Hún lést á þar 23. nóv. 2011. Valgerður var jarðsungin frá Áskirkju, föstudaginn 2. desember 2011, kl. 13.

Valgerður Ólafsdóttir (1857-1933) Hæli, Bjarnastöðum og Blönduósi

  • HAH07099
  • Person
  • 28.10.1857 - 4.5.1933

Valgerður Ósk Ólafsdóttir, f. 28. okt. 1857 frá Leysingjastöðum, d. 4. maí 1933. Blönduós, Hæli og Bjarnastöðum. Var í Umsvölum, Þingeyrarsókn, Hún. 1860. Ekkja á Reyki við Sundlaugaveg, Reykjavík 1930. Húsfreyja á Bjarnastöðum, Akureyri og Reykjavík.

Valgerður Tómasdóttir (1831-1908) Þóroddsstöðum V-Hvs

  • HAH07459
  • Person
  • 8.5.1831 - 12.4.1908

Valgerður Tómasdóttir 8. maí 1831 - 12. apríl 1908. Var í Broddanesi, Fellssókn, Strand. 1845. Húsfreyja á Þóroddsstöðum í Staðarhr., V-Hún. Húskona í Kollsá, Prestbakkasókn, Strand. 1901.

Vigdís Jónsdóttir (1862) Helguhvammi Vatnsnesi

  • HAH06386
  • Person
  • 20.11.1862 -

Vigdís Jónsdóttir 20.11.1862. Var á Ásbjarnarnesi, Vesturhópshólasókn, Hún. 1870. Vinnukona í Garðhúsi, Staðarsókn, Gull. 1880. Var í Helguhvammi, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1901 og 1930.

Vigfús Filippusson (1843-1925) Vatnsdalshólum

  • HAH07114
  • Person
  • 26.2.1843 - 3.12.1925

Vigfús Filippusson 26. febrúar 1843 - 3. desember 1925. Vinnumaður í Vatnsdal, Breiðabólstaðarsókn, Rang. 1860. Bóndi og smiður í Vatnsdalshólum, Sveinsstaðahr., A-Hún.

Viktoría Sveinsdóttir (1913-2001) Reykjavík

  • HAH07796
  • Person
  • 14.5.1913 - 26.4.2001

Viktoría Júlía Sveinsdóttir var fædd á Flateyri 14. maí árið 1913. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. þar. Þegar börn Viktoríu voru uppkomin hóf hún störf hjá veitingahúsinu
Múlakaffi og vann þar við bakstur í meira en tvo áratugi, eða þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 26. apríl 2001. Útför Viktoríu fór fram frá Grafarvogskirkju í dag og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Vilhelm Anton Sveinbjörnsson (1915-1991) Dalvík

  • HAH08790
  • Person
  • 3.2.1915 - 1.12.1991

Vilhelm Anton Sveinbjörnsson 3.2.1915 - 1.12.1991. Var á Dalvík 1930. Síðast bús. á Dalvík. Villi á Vegamótum.
Vilhelm Anton var fæddur 3. febrúar 1915 í Ytra-Holtsbúð hér á Dalvík sem var ein af síðustu sjóbúðum fyrri tíma, sem enn var búið í á Dalvík. Hann var af svarfdælskum ættum kominn, sonur hjónanna Ingibjargar Antonsdóttur Árnasonar bónda og sjómanns á Hamri og Sveinbjörns Tryggva Jóhannssonar Jónssonar bónda í Brekkukoti í Svarfaðardal. Ingibjörg og Sveinbjörn settu saman bú í Holtsbúð og bjuggu þar til ársins 1916 er þau fluttu í nýbyggt steinhús sitt er þau nefndu Sólgarða, en oftast kallað Sveinbjarnarhús.
Árið 1957 þegar þau Steinunn og Steingrímur byggðu upp á Vegamótum flutti öll fjölskyldan úr Sólgörðum í Vegamót. Þar átti Vilhelm ætíð heima eftir það í góðri umönnun systur sinnar en þar á milli var afar kært og náið samband.

Dáinn að morgni 1. desember 1991 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Útför Vilhelms A. Sveinbjörnssonar var gerð frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 7. desember 1991.

Yngvi Marinó Gunnarsson (1915-1996) Bjarnarstöðum, Bárðardal

  • HAH08791
  • Person
  • 23.6.1915 - 9.7.1996

Yngvi Marinó Gunnarsson var fæddur í Kasthvammi í Laxárdal 23. júní 1915.
Var á Bjarnastöðum, Lundarbrekkusókn, S-Þing. 1930. Fósturfor: Jón Marteinsson og Vigdís Jónsdóttir. Kom að Bjarnastöðum 1925. Vann að jarðabótum og fleiru á tímabili eftir 1940. Bóndi á Kálfborgará og í Sandvík í Bárðardal um tíma til 1973, síðar verkamaður í Garðabæ.

Hann lést 9. júlí 1996. Útför Yngva fór fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 12. júlí. 1996. Útför Yngva var gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ. Séra Bragi Friðriksson jarðsöng. Við þá athöfn var sungið vígsluljóð Vídalínskirkju, en það orti Yngvi og það var sungið fyrst við vígslu kirkjunnar fyrir ári.

Results 801 to 874 of 874