Steinunn Theodóra Guðmundsdóttir (1835-1907) prestfrú á Sauðafelli.
- HAH06474
- Person
- 29.7.1835 - 13.2.1907
Steinunn Theodóra Guðmundsdóttir 29.7.1835 - 13.2.1907. Var í Innri Njarðvík, Njarðvíkursókn, Gull. 1845. Prestsfrú.
Steinunn Theodóra Guðmundsdóttir (1835-1907) prestfrú á Sauðafelli.
Steinunn Theodóra Guðmundsdóttir 29.7.1835 - 13.2.1907. Var í Innri Njarðvík, Njarðvíkursókn, Gull. 1845. Prestsfrú.
Steinvör Helga Benónýsdóttir (1888-1974) Hvammstanga
Steinvör Helga Benónýsdóttir 22. ágúst 1888 - 26. ágúst 1974. Húsfreyja á Hvammstanga frá 1913 til æviloka. Var á Kambhóli í Víðidalstungusókn, V-Hún. 1890.
Steinvör Sigríður Jakobsdóttir (1884-1914) Litluborg
Var á Sigríðarstöðum, Vesturhópshólasókn, Hún. 1901.
Stella Meyvantsdóttir (1955-2010) Reykjavík
Stella Meyvantsdóttir var fædd í Reykjavík 10. desember 1955. Búfræðingur, fékkst við verslunar- og umönnunarstörf í Reykjavík.
Hún andaðist á Landspítala Fossvogi 26. júlí 2010. Útför Stellu var gerð frá Áskirkju í Reykjavík, 6. ágúst 2010, og hófst athöfnin kl. 13.
Sturla Jónsson (1875-1916) Miðhópi Víðidal
Sturla Jónsson 2. júlí 1875 - 18. desember 1916. Bóndi í Miðhópi.
Þau hjón festu þau kaup á jörðinni Miðhóp, er áður hafði verið landssjóðsjörð og tóku við búsforráðum. Eignuðust þau eina dóttur barna Herdísi Ingibjörgu, er dvelur nú í Miðhópi, en hún var áður húsfreyja á Sólbakka í Víðidal. Árið 1915 tók Sturla sjúkdóm þann er leiddi hann til dauða, en hann andaðist í desember 1916 eftir þunga legu.
Sumarliði Maríasson (1921-2010) frá Gullhúsá Unaðsdal N Ís.
Sumarliði Maríasson (1921-2010) frá Gullhúsá Unaðsdal N Ís.
Sumarliði Tómasson (1865-1958) Sumarliðabæ Blönduósi
Verkamaður á Blönduósi, verkamaður þar 1930. Var í Sumarliðabæ, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
Svalbarðseyri er þorp á Svalbarðsströnd við austanverðan Eyjafjörð í landi hins forna höfuðbóls Svalbarðs.
Svalbarðsströnd er blómlegt landbúnaðarhérað og á Svalbarseyri er löng hefð fyrir öflugri þjónustu og starfsemi tengdri landbúnaði. Þar er einnig höfn fyrir smábáta.
Íbúar þar voru 246 þann 1. janúar 2012. Á Svalbarðseyri er grunnskóli sem nefnist Valsárskóli, leikskóli, sundlaug, kjötvinnsla Kjarnafæðis og ýmis þjónusta.
Ferðaþjónusta hefur verið í örum vexti á svæðinu og er iðnaður og þjónustustarfsemi nú höfuðatvinnuvegurinn.
Svanfríður Bjarnadóttir (1870-1961) Refsstöðum Holtastaðasókn A-Hvs
Svanfríður Bjarnadóttir 20.3.1870 - 25.6.1961. Húsfreyja á Refsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1901. Síðar á Skógum á Þelamörk.
Svanhildur Eysteinsdóttir (1921-1983) Þorlákshöfn
Svanhildur Eysteinsdóttir 19.11.1921 - 7.12.1983. Fædd í Meðalheimi Ásum 1921-1928, Hafurstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1928-1936 og Blönduósi 1936. Var í Miðgili, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Húsfreyja. Síðast bús. í Þorlákshöfn.
Svanlaug Björnsdóttir (1834-1916) Þverá Hallárdal
Svanlaug Björnsdóttir 7.10.1834 - 6.1.1916. Var á Syðriey, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1840. Nefnd Sigurlaug í manntali 1840. Húsfreyja á Þverá, Spákonufellssókn, Hún. 1845. Húsfreyja á Þverá, Spákonufellssókn, Hún. 1890.
Svava Eggertsdóttir (1918-2012) Haukagili
Svava Eggertsdóttir 11. maí 1918 - 18. febrúar 2012. Var í Haukagili, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Ógift
Svava Sigmundsdóttir (1916-2011) Björgum
Var á Björgum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var á Björgum II, Skagahr., A-Hún. 1957. Húsfreyja á Björgum á Skagaströnd og síðar á Hofsósi. Einkabarn.
Svava Sigmundsdóttir fæddist á Björgum í Skagabyggð 29. júní 1916. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 30. maí 2011.
Útför Svövu var gerð frá Hofsóskirkju 4. júní 2011 og hófst athöfnin kl. 16
Svava Þorleifsdóttir (1886-1978) kennari frá Skinnastöðum Snæf frá E-Núpi
Svava Þorleifsdóttir 20.10.1886 - 7.3.1978. Kennari og skólastjóri, síðast bús. í Reykjavík. Ógift
Sveinbjörg Brynjólfsdóttir (1883-1966) Stóradal
Sveinbjörg Brynjólfsdóttir 12. október 1883 - 2. maí 1966. Húsfreyja í Stóradal, Svínavatnssókn, A-Hún. Húsfreyja þar 1930. Var í Stóradal, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Svínavatnshreppi.
Sveinbjörg Gróa Sveinsdóttir (1853-1935) vk Blönduósi 1880
Sveinbjörg Gróa Sveinsdóttir 27.12.1853 - 30.12.1935. Kúskerpi 1855, tökubarn Hólabæ 1860, vinnukona Núpsöxl 1870 [sögð þar heita Sigurbjörg Gróa] í Hvammi, Holtastaðasókn, stödd á Blönduósi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1880. Flutti 1881 frá Hvammi að Refsstöðum. Var á Refsstöðum á Laxárdal, A-Hún 1882. Húsfreyja á Laugavegi, Reykjavík. 1901. Húsfreyja í Reykjavík 1910.
Sveinbjörn Hjálmarsson (1905-1974) Seyðisfirði
Sveinbjörn Jón Hjálmarsson 29.12.1905 - 5.12.1974. Verkamaður. Daglaunamaður á Seyðisfirði 1930. Síðast bús. á Seyðisfirði. Formaður verkamannafélagsins Fram.
Sveinbjörn Ingimundarson (1879-1956) útgerðarmaður Seyðisfirði
Sveinbjörn Árni Ingimundarson 26. des. 1879 - 4. ágúst 1956. Var á Tungubakka, Holtastaðasókn, Hún. 1880. Leigjandi í Erlendshúsi, Seyðisfjarðarkaupstaður, N-Múl. 1901. Útgerðarmaður á Seyðisfirði 1930.
Sveinbjörn Jónsson (1894-1979) Snorrastöðum Kolbeinsstaðahreppi
Aðfaranótt 19. janúar lést merkisbóndinn Sveinbjörn á Snorrastöðum i Kolbeinsstaðahreppi. Sveinbjörn fæddist að Snorrastöðum 4. sept. 1894 og var því á 85. aldursári er hann lést. Hann var sonur hjónanna Jóns Guðmundssonar (1835-1916) og konu hans Sólveigar Magnúsdóttur (1850-1922).
Systkin hans voru:
Magnús Jónsson, 4. febr. 1878 - 9. ágúst 1955
Guðrún Elísabet Jónsdóttir, 25 ágúst 1884 - 9. júní 1916
Margrét Jónsdóttir, 4 ágúst 1888 - 21. júní 1968
Stefán Lýður Jónsson, 10 marz 1893, 9. des. 1969
Kristján Jónsson, 24 apríl 1897 - 31. ágúst 1990
Hann ólst upp á Snorrastöðum i hópi margra systkina á miklu menningarheimili. Tvítugur fór hann til náms á Hvitárbakkaskóla til Sigurðar Þórólfssonar og var þar tvo vetur 1914-1916. Að námi loknu sneri hann aftur heim og vann að búi foreldra sinna fyrst i stað. Hann tók að sér barnakennslu i Kolbeinsstaðahreppi haustið 1919 og var kennari i sex vetur samfleytt að mestu og einn vetur jafnframt i Miklaholtshreppi. Síðan varð hlé í fjóra vetur. Þá tók hann við kennslustarfi aftur og hélt því samfellt til 1959 eða í 30 vetur. Hann hóf búskap á Snorrastöðum ásamt Magnúsi bróður sinum 1922 og bjuggu þeir i sambýli til þess að Magnús lést 1955. Í fyrstu stóð Margrét systir þeirra fyrir búi með þeim bræðrum en vorið 1931 kvæntist Sveinbjörn Margréti Jóhanna Sigríður Jóhannesdóttir (1905-1995) frá Haukatungu í Kolbeinsstaðahreppi.
Börn þeirra eru, eftir aldursröð:
Haukur, (6. feb. 1932 - 8. mars 2020) kvæntur Ingibjörgu Jóndóttur. Dóttir þeirra er Branddís Margrét.
Friðjón, (11. mars 1933 - 1. sept. 1990) kvæntur Björk Halldórsdóttur. Dætur þeirra eru Sigríður, Margrét og Halldóra Björk.
Jóhannes Baldur (29. júní 1935 - 23. okt. 2002). Var kvæntur Sigrúnu Ólafsdóttur. Börn þeirra eru Margrét J.S. og Ólafur Daði.
Kristín Sólveig, (17. mars 1941 - 8. mars 1992) gift Grétari Haraldssyni. Börn þeirra eru Margrét, Jóna Björk og Sveinbjörn Snorri.
Helga Steinunn, (20. jan. 1943) gift Indriða Albertssyni. Börn þeirra eru Helga, Margrét Kristín, Sveinbjörn og Magnús.
Elísabet Jóna. (20. des. 1946) Var gift Baldri Gíslasyni. Börn þeirra eru Stefanía og Gísli Marteinn.
Fyrir hjónaband eignaðist Margrét son, Kristján Benjamínsson, (5. okt. 1923 - 23. okt. 2013) sem kvæntur er Huldu Guðmundsdóttur. Börn þeirra eru Kristín Berglind og Broddi.
Sveinbjörn tók ungur mikinn þátt í félagsmálastarfi sveitar sinnar og héraðs og kom víða við í þeim störfum. Hann hóf félagsmálastörfin eins og margir aðrir ungir menn i ungmennafélaginu Eldborg og formaður þess var hann frá 1920-1930. Þá var hann einn af þeim sem gekkst fyrir stofnun héraðssambands ungmennafélaganna á Snæfellsnesi og var kjörinn i fyrstu stjórn héraðssambandsins á stofnfundi þess 1922 og sat i þeirri stjórn til 1939. Hann var kjörinn heiðursfélagi sambandsins á fjörutíu ára afmæli þess 1962. Sveinbjörn var kosinn i hreppsnefnd 1931 og sat samfellt i hreppsnefndinni til 1942 en þá varð hlé á til 1950 að hann var kosinn aftur í hreppsnefndina og sat þá i henni átta ár sem oddviti. En oddviti var hann alls í 12 ár. Sýslunefndarmaður var hann 1946-1950. Hann var kosinn i sóknarnefnd 1929 og jafnframt safnaðarfulltrúi fyrir Kolbeinsstaðakirkju. Hann lét sér mjög annt um málefni kirkjunnar og var mjög lengi i safnaðarstjórn. Sveinbjörn var mjög oft fulltrúi sveitar sinnar á búnaðarsambandsfundum og einnig var hann oftsinnis fulltrúi á fundum Kaupfélags Borgfirðinga. Hann hafði mikinn áhuga á framförum á sviði landbúnaðar og taldi að samvinna bænda gæti leyst ýmis vandamál bændastéttarinnar. Hann sat stofnfund Ræktunarsambands Snæfellinga og studdi þann félagsskap með ráðum og dáð fyrstu bernskusporin. Sveinbjörn var kosinn í nýbýlanefnd Snæfellinga 1946 og átti lengi sæti i henni. Þá átti hann sæti i yfirskattanefnd sýslunnar frá 1951-1962. Og enn fleiri félagsstörfum sinnti hann. T.d. var hann formaður slysavarnarfélags Kolbeinsstaðahrepps. Einnig var hann námsstjóri i þrjú ár i sex hreppum á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Mýrum, þ.e. 1931-1933. Það mátti segja að um áratugi væri Sveinbjörn einn mesti félagsmálamaður á Snæfellsnesi og hann kæmi nær alls staðar við sögu i því efni. Hann var skemmtilegur fundarmaður, — gamansamur í ræðuflutningi og talaði gott mál enda fjöllesinn og sérlega næmur á þau efni. A Snorrastöðum var bókleg iðja stundu meir en títt er almennt, og ef gesti bar þar að garði var gjarnan rætt um bókmenntir og félagsmál. Var þá oft glatt á hjalla og stundin fljót að líða. Snorrastaðaheimilið hefur verið menningarsetur og margur hefur komið þangað og notið þess að fræðast og gleðjast af viðræðum við heimilisfólkið. Þjóðleg gestrisnihefur verið rækt þar eins og best verður gert. Snorrastaðir liggja suðaustanvert við Eldborgarhraun. Land jarðarinnar stórt og gott. Ræktunarland er mikið og beitiland er einnig viðáttumikið. Þar ilmar sterkt í gróandanum á vorin. Selveiði er í Kaldárósi og lítils háttar veiði í Kaldá. Skóglendi er i Eldborgarhrauni. Bæjarstæði er fagurt og hlýlegt. Um skeið var Haukur Sveinbjörnsson I félagsbúi með foreldrum sinum uns hann kvæntist og byggði nýbýlið Snorrastaði II 1968-1970. Færðist búskapurinn þá meir á hans hendur. Búskapar umsvif voru lengst af mikil og hefur fjölskyldan verið samhent við dagleg störf og farist farsællega búreksturinn. Sveinbjörn varð fyrir því að veikjast á góðum starfsaldri eða um sextugt. Dró hann þá smám saman úr búskaparumsvifum, þó hann nyti í því efni bróður síns Kristjáns, sem alla tíð hefur verið í búskapnum með honum, auk þess sem börnin voru þá flest uppkomin og aðstoðuðu eftir getu. Þennan sjúkdóm losnaði Sveinbjörn aldrei við og dró hann sig því í hlé bæði í félagsmálum og einnig smám saman í búskapnum líka. En með lítilli áreynslu leið honum miklu betur og var jafnan hress og glaður til hinstu stundar.
Sveinfríður Sigurpálsdóttir(1948) hjúkrunarfræðingur MS
Sveinn Jónatansson (1851-1936) Hrauni á Skaga frá Tjörn
Sveinn Jónatansson 4.2.1851 - 14.6.1936. Stenjastöðum [Steinnýjarstöðum] 1855, Víkum 1860, Þangskála 1870 og 1880. Bóndi á Hrauni á Skaga, Skag. Var þar 1890 og 1910. Kelduvík 1920. Bóndi, sjómaður og hákarlaformaður. Var á Tjörn, Hofssókn, A-Hún. 1930.
Sveinn Jónsson (1845) Viðvík Skagaströnd 1920, frá Hnjúkum
Sveinn Jónsson 22.6.1845. Ráðsmaður Hafursstaðakoti 1890, leigjandi Lækjarbakka 1910 og Viðvík Skagaströnd 1920, frá Hnjúkum. Ókvæntur
Sveinn Jónsson (1851-1892) frá Þverá Vesturhópi, fór vestur um haf 1888
Sveinn Jónsson 5.10.1851 - 10.5.1892. Vinnumaður í Gröf, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Fór til Vesturheims með skipinu Copeland frá Stykkishólmi 1888 frá Hlíð Kirkjuhvammshreppi, Hún.
Sveinn Jónsson (1872-1963) Grímstungu
Sveinn Jónsson 23.7.1872 - 25.2.1963. Var á Bergstöðum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Heimili: Grímstunga, Vatnsdal Lausamaður í Grímstungu. Ókvæntur og barnlaus.
Sveinn Kjartansson (1943) fræðslustjóri
Sveinn Kristófersson (1844-1911) Enni A-Hvs
Sveinn Kristófersson 5. júní 1844 - 13. júlí 1911. Bóndi í Enni, Höskuldsstaðarsókn, Hún. Var þar 1870. Drukknaði í Blöndu.
Sveinn Sveinsson (1890-1932) Tjörn
Sveinn Mikael Sveinsson 29.9.1890 - 6.4.1932. Bóndi á Tjörn, Hofssókn, A-Hún. Bóndi þar 1930.
Sveinn Þórarinsson (1945) Blönduósi
Sveinn Þórarinsson f. 22. september 1945. Var í Árbæ, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
Sverrir Sigurðsson (1916-1996) Arnarvatni, Mývatnssveit
Sverrir Sigurðsson, húsasmíðameistari á Akureyri, var fæddur á Arnarvatni í Mývatnssveit 4. febrúar 1916.
Húsasmíðameistari á Bakkagerði í Borgarfirði eystra, N-Múl og síðar á Akureyri. Var á Arnarvatni, Skútustaðasókn, S-Þing. 1930.
Hann lést 5. desember 1996. Útför Sverris fór fram frá Akureyrarkirkju 13.12.1996 og hófst athöfnin klukkan 13.30.
Teitur Björnsson (1915-1998) Brún, Reykjadal
Bóndi á Brún í Reykjadal og sveitarstjórnarmaður í Reykdæla- og Reykjahreppum, Þing. Var á Brún, Einarsstaðasókn, S-Þing. 1930.
Teitur Björnsson var fæddur á Hallbjarnarstöðum í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu 14. október 1915.
Hann andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 26. október 1998. Banamein hans var krabbamein. Útför Teits Björnssonar fór fram frá Einarsstaðakirkju í Reykjadal 31.10.1998 og hófst athöfnin klukkan 14.
Teitur Teitsson (1855-1923) Víðidalstungu
Teitur Teitsson 19. júlí 1855 - 18. júlí 1923. Bóndi í Víðidalstungu í Þorkelshólshr., V-Hún. Bóndi á Ægissíðu, Vesturhópshólasókn, Hún. 1901
TH Einarsson ljósmyndari Tannstaðabakka 1902-1907
Ljósmyndari Tannstaðabakka frá því skömmu eftir aldamótin 1900 til 1907.
Theódóra Hjartardóttir (1913-2000) Tannstöðum
Theódóra Hjartardóttir fæddist á Jaðri í Hrútafirði 22. maí 1913. Var á Tannstöðum, Staðarsókn, V-Hún. 1920. Vinnukona á Tannstöðum, Staðarsókn, V-Hún. 1930. Síðast bús. í Hvammstangahreppi.
Hún lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 21. janúar 2000 og fór útför hennar fram frá Stað í Hrútafirði 27. janúar.
Þór Jóhannesson (1917-2010) Þórisstöðum, Svalbarðsströnd
Þór Jóhannesson fæddist á Þórisstöðum, Svalbarðsströnd, Suður-Þingeyjarsýslu 6. júlí 1917. Hann lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 3. apríl 2010.
Var á Þórisstöðum, Svalbarðssókn, S-Þing. 1930. Bóndi og búfræðingur á Þórisstöðum, í Þórsmörk og síðar á Hálsi í Fnjóskadal, gerðist þá verslunarmaður á Svalbarðseyri, síðast bús. á Akureyri.
Þór var jarðsunginn frá Akureyrarkirkju, 12. apríl 2010, og hefst athöfnin kl. 13.30.
Þóra Bragadóttir (1953-2001) kaupmaður Reykjavík
Þóra Guðlaug Bragadóttir kaupmaður fæddist í Reykjavík 17. ágúst 1953.
Hún lést í Reykjavík 8. ágúst 2001. Útför Þóru fór fram frá Háteigskirkju 17.8.2001 og hófst athöfnin klukkan 13.30.
Þóra Guðjónsdóttir (1867-1947) gestgjafi Borðeyri
Þóra Guðjónsdóttir 5. ágúst 1867 - 31. desember 1947. Ekkja á Frakkastíg 22, Reykjavík 1930. Var á Staðarhóli, Stóraholtssókn, Dal. 1870. Húsfreyja á Borðeyri.
Þóra Jóhannsdóttir (20.10.1887) frá Stafholti.
Þóra Jónsdóttir (1953) Hjaltabakka
Þóra Þuríður Jónsdóttir 6. júlí 1953. Var á Hjaltabakka, Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Hjúkrunarkona.
Þóra Ósk Kristófersdóttir ( 1935-2006) Reykjavík
Þóra Ósk Kristófersdóttir 8.8.1935 - 29.4.2006. Reykjavík. Kvsk 1964-1965.
Þóra Sigurgeirsdóttir (1913-1999) hótelstýra Blönduósi
Þóra Sigurgeirsdóttir fæddist á Ísafirði 12. september 1913. Hún lézt á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 9. maí síðastliðinn. Þóra Sigurgeirsdóttir, rak lengi hótel á Blönduósi, ásamt manni sínum Snorra heitnum Arnfinnssyni búfræðingi
Útför Þóru Sigurgeirsdóttur fór fram frá Blönduósskirkju laugardaginn 15. maí.
Þórarinn Þorsteinsson (1861-1945) gullsmiður Borðeyri, Ísafirði og vesturheimi
Þórarinn Ágúst Þorsteinsson 1858 [9.8.1859] - 15.12.1945. Var í Vatnsfirði, Vatnsfjarðarsókn, Ís. 1860. Tökubarn í Görðum, Garðasókn, Gull. 1870. Gullsmiður á Borðeyri og Ísafirði. Gullsmiður, fór til Vesturheims 1892 frá Ísafirði, Eyrarhreppi, Ís. Gullsmíðameistari á Ísafirði 1920. Gullsmiður á Ísafirði 1930. Ókv 1920.
Þorbjörg Árnadóttir (1823-1895) Reykjum við Reykjabraut
Þorbjörg Árnadóttir 30.11.1823 - 12.5.1895. Húsfreyja á Reykjum. Var vinnuhjú í Tindum, Svínavatnssókn, Hún. 1845.
Þorbjörg Elín Helga Jónsdóttir (1857) Hjallalandi frá Syðriey
Þorbjörg Elín Helga Jónsdóttir 27.7.1857. Var á Syðriey, Höskuldstaðasókn, Hún. 1860. Tökubarn á Hjallalandi, Undirfellssókn, Hún. 1870. Vinnukona á Hvammi, Undirfellssókn, Hún. 1880. Austurstræti 5 Rvk, 1890, Ráðskona Kötlustöðum Vatnsdal 1920
Þorbjörg Halldórsdóttir (1851-1895) Auðkúlu
Þorbjörg Halldórsdóttir 12. október 1851 - 18. ágúst 1895. Húsfreyja í Auðkúlu. Var í Laxamýri, Húsavíkursókn, S-Þing. 1860.
Þorbjörg Halldórsdóttir (1885-1970) Réttarholti
Var á Finnstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Réttarholti, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Höfðahreppi.
Þorbjörg Hallmannsdóttir (1916-2003) Króki í Ölfusi
Húsfreyja á Króki í Ölfusi og síðar á Selfossi. Síðast bús. á Eyrarbakka. Var í Gerðahr., Gull. 1920. Var í Lambhúsum, Útskálasókn, Gull. 1930.
Þorbjörg Hallmannsdóttir fæddist í Lambhúsum í Garði 17. janúar 1916. Þau Þorbjörg og Óskar hófu búskap á Króki í Ölfusi árið 1943 og bjuggu þar til ársins 1977. Þá fluttist hún á Selfoss. Frá árinu 1998 bjó hún á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka.
Hún andaðist sunnudaginn 14. september 2003 á Hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri. Þorbjörg var jarðsett frá Kotstrandarkirkju 22.9.2003 og hófst athöfnin klukkan 14.
Þorbjörg Helgadóttir (1839-1929) ljósmóðir Marðarnúpi
Þorbjörg Helgadóttir 6. nóvember 1839 - 28. apríl 1929. Barn í Gröf, Þingeyrarsókn, Hún. 1845. Húsfreyja og ljósmóðir að Marðarnúpi, Áshr., A-Hún. Húsfreyja í Gröf, Þingeyrasókn, Hún. 1870.
Þorbjörg Jóhannesdóttir (1871-1950) Huppahlíð Miðfirði
Þorbjörg Jóhannesdóttir 8.1.1871 - 20.4.1950. Var í Efranesi, Stafholtssókn, Mýr. 1880. Húsfreyja í Huppahlíð, Staðarbakkasókn, Hún. 1901. Húsfreyja í Huppahlíð, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930.
Þorbjörg Kristmundsdóttir (1841-1923) Sveinsstöðum
Þorbjörg Kristmundsdóttir 13. nóvember 1841 - 5. maí 1923. Húsfreyja á Sveinsstöðum í Þingi, A-Hún.
Þorbjörg Sigurðardóttir (1899-1928) Ólafsfirði frá Hvammi á Laxárdal fremri
Þorbjörg Sigurðardóttir 3. september 1899 - 27. desember 1928. Húsfreyja í Enni Blönduósi.
Þorbjörg Snorradóttir (1848-1927) Núpi Dýrafirði frá Klömbrum
Þorbjörg Snorradóttir 22. september 1848 [20.9.1848] - 9. september 1927 Húsfreyja á Núpi í Dýrafirði og víðar. Var í Klömbrum, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1860. Vinnukona í Klömbrum 1870. Var á Söndum, Sandasókn, V-Ís. 1880. Húskona , ekkja, í Meðaldal, Sandasókn, Ís. 1890. Var í Meðaldal, Sandasókn, V-Ís. 1901. Stjúpa húsfreyju. Ekkja 1888. Flutti til Reykjavíkur 1918. Síðast bús. í Reykjavík.
Þorbjörg Sveinbjarnardóttir (1946-2006) Reykjavík
Þorbjörg Sveinbjarnardóttir fæddist í Reykjavík 18. ágúst 1946. Þorbjörg ólst upp hjá foreldrum sínum í Sandgerði þar til hún var á fjórða árinu. Þá fór hún í fóstur til frænku sinnar Ólafar Jónsdóttur, f. 1898, d. 1966, sem bjó í Huppahlíð ásamt systkinum sínum, þeim Guðjóni, Jóhannesi, Guðrúnu, Sigurði og Magnúsi, en þau eru nú öll látin og ólst þar upp við venjuleg sveitastörf. Eftir að fóstra hennar lést árið 1966 tók hún við húsmóðurstörfum í Huppahlíð og var það hennar starfsvettvangur upp frá því.
Árið 1968 taka Þorbjörg og sambýlismaður hennar Helgi Björnsson, f. 13. október 1947, við búskap í Huppahlíð.
Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut sunnudaginn 19. febrúar 2006. Útför Þorbjargar var gerð frá Staðarbakkakirkju í Miðfirði 4.3.2006 og hófst athöfnin klukkan 14.
Þórdís Gunnlaugsdóttir (1841-1917) Þverá V-Hvs
Þórdís Gunnlaugsdóttir 6. júlí 1841 - 17. janúar 1917. Fósturbarn í Huppahlíð, Staðarbakkasókn, Hún. 1845. Húsfreyja í Tjarnarkoti, Melstaðarsókn, Hún. 1870. Húsfreyja á Þverá, Efranúpssókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Búrfelli í Miðfirði. Vinnukona í Meli, Melssókn í Miðfirði, Hún. 1901.
Þórdís Hjálmarsdóttir (1960) skrifstofustjóri Blönduósi
Þórdís Jónasdóttir (1892-1944) hjúkrunarkona Winnipeg og Boston
Þórdís Jónasdóttir 6.2.1892 - 1944. Fór til Vesturheims 1913 frá Hvammi, Áshreppi, Hún. Hjúkrunarkona í Winnipeg og Boston. Ógift og barnlaus.
Þórdís Magnúsdóttir (1913-2002) Saurum Miðfirði
Guðrún Þórdís Magnúsdóttir fæddist á Saurum í Miðfirði 27. desember 1913. Þórdís var ógift og barnlaus. Þórdís og Gísli bróðir hennar tóku við búi foreldra sinna og bjuggu félagsbúi á Saurum allt þar til Gísli lést, eftir það bjó hún þar ein uns heilsan bilaði sumarið 2000 og hún fór á Heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga.
Útför hennar fór fram frá Melstaðarkirkju 9.2.2002 og hófst athöfnin klukkan 13.
Hún lést 31. janúar 2002.
Þórdís Sveinsdóttir (1884-1975) saumakona Rvk frá Kolstöðum Dölum
Þórdís Sveinsdóttir 24. júní 1884 - 15. júlí 1975. Kolsstöðum 1920, vinnukona í Eskiholti, Borgarsókn, Mýr. 1930. Saumakona, síðast bús. í Reykjavík.
Þórður Eyjólfsson (1897-1975) Hæstaréttardómari
Sunnudaginn 27. júlí lézt hér í borg Þórður Eyjólfsson fyrrverandi hæstaréttardómari, og er með honum genginn einn fremsti lögfræðingur þjóðarinnar á þessari öld.
Þórður Eyjólfsson var Borgfirðingur, fæddur 4. maí 1897 að Kirkjubóli í Hvítársíðu, og voru foreldrar hans Eyjólfur Andrésson bóndi þar og kona hans, Guðrún Brynjólfsdóttir, Annars voru ættir Þórðar af Suðurlandi. Eyjólfur, faðir hans, var bróðir séra Magnúsar Andréssonar prests að Gilsbakka, en þeir voru Árnesingar að uppruna; er ævisaga Magnúsar Andréssonar eftir séra Magnús Helgason skólastjóra prentuð í Andvara 1924, og má þar lesa ýtarlega greinargerð um föðurætt Þórðar.
Móðir hans, Guðrún, var aftur ættuð úr Rangárvallasýslu, dóttir Brynjólfs Stefánssonar bónda og hreppstjóra að Selalæk á Rangárvöllum og konu hans, Vigdisar Árnadóttur.
Þórður varð gagnfræðingur frá Menntaskólanum í Reykjavik 1917 og hafði lesið undir prófið utanskóla, en stúdentsprófi lauk hann frá sama skóla 1920. Haustið sama ár hóf hann nám við lagadeild Háskólans og lauk embættisprófi í lögfræði 19. júní 1924. Að loknu lagaprófi gerðist hann fulltrúi bæjarfógetans i Reykjavik og starfaði þar til ársloka 1927. Árin 1928—1929 var hann við framhaldsnám í lögfræði í Berlín og Kaupmannahöfn, en eftir heimkomu eða nánar tiltekið frá ársbyrjun 1930 tii ársloka 1933 stundaði hann ýmis lögfræðistörf í Reykjavík. Einkum fékkst hann við dómstörf, enda skipaður setudómari og skiptaráðandi I ýmsum málum. En jafnframt þessu fékkst hann við ritstörf, vann að samningu ritsins Um lögveð, sem út kom 1934 og hann hlaut fyrir doktorsnafnbót í lögfræði. Hafði hann safnað efni til þess á námsárum sínum erlendis. I ársbyrjun 1934 fékk Magnús Jónsson prófessor við lagadeild Háskólans leyfi frá störfum og var Þórður þá settur prófessor í hans stað og skipaður 12. nóvember 1934 eftir fráfall Magnúsar. Ekki naut þó Háskólinn lengi starfskrafta Þórðar, því að hann var skipaður hæstaréttardómari 24. september 1935, en prófessorsembætti gegndi hann þó til 1. september 1936. I Hæstarétti sat
hann síðan til 1. desember 1965, er hann fékk lausn frá embætti að eigin ósk. Auk þessara aðalstarfa hlóðust á Þórð margvísleg önnur störf. Hann var kennari við Verzlunarskóla Islands 1924—1927; var formaður yfirskattanefndar Reykjavíkur 1932—1935; í stjórnarnefnd sjúkrahúsa og heiibrigðisstofnana 1934—1936; var varamaður i Iandskjörstjórn
1934—1936; prófdómari við lagadeild Háskólans 1937—1943 og við prófraunir héraðsdómslögmanna 1937—1967; hann sat í verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar 1938—1970; Íslenzk-ameriskri skaðabótanefnd 1943—1944; var skipaður í nefnd til ráðuneytis milliþinganefnd i stjórnarskrármálinu 1945; formaður Sakfræðingafélags Islands var hann 1949—1958; varaformaður stjórnar hugvísindadeildar Visindasjóðs 1958—1974. Hann sat i ritstjórn De nordiska Kriminalistföreningarnas Arsbok frá 1948 og i ristjórn Nordisk Tidsskrift for Kriminalvidenskab frá 1949. Þótt hann ætti þannig fjölbreytilegan starfsferil er augljóst, að starfskrafta sfna hefur hann einkum helgað dómsýslu og fræðimennsku; er þó ógetið starfa
hans við lagasmíð, en að þeim verður vikið nokkru nánar siðar.
Þórður Eyjólfsson var dómari I Hæstarétti í rúm 30 ár, en áður hafði hann gegnt dómarastörfum við Bæjarfógetaembættið I Reykjavík og sem sérstaklega skipaður dómari.
Þegar hann var skipaður hæstaréttardómari, voru aðeins Iiðin 15 ár frá því að Hæstarétti var komið á fót. Dómstóllinn var því ung stofnun, þótt hann stæði á gömlum merg, sakir beinna tengsla við Landsyfirréttinn, sem rekja mátti óslitið til Alþingis hins forna. En Hæstiréttur hafði á skömmum starfstíma sinum ekki notið neinnar hylli þeirra stjórnmálamanna, sem þá fóru með völd, dómendum hafði verið fækkað í þrjá með vafasamri heimild, embætti hæstaréttarritara formlega afnumið um skeið, þótt aldrei kæmist það til framkvæmda, og auk þess var öll ytri aðstaða næsta bágborin. Skylt er að hafa i huga, að hér réð miklu viðleitni til sparnaðar i ríkisútgjöldum, sem þó óneitanlega veikti stöðu dómsins. Þá höfðu að auki staðið miklar deilur um Hæstarétt og hann sætt hörðum árásum, einkum Tímans og Alþýðublaðsins. Að vísu fæ ég ekki séð, að þær hafi stjórnast af neinni réttlætiskennd, heldur miklu fremur óstýrilæti, en þær voru þó til þess fallnar að veikja traust á dómstólnum. Ádeila á dómstóla var raunar engan veginn fordæmalaus, því að oft hafði verið deilt hart á Landsyfirréttinn, meðan hann starfaði. Þeir voru. skipaðir í dómaraembætti sama dag, Þórður Eyjólfsson og Gizur Bergsteinsson. Var sú ráðstöfun harðlega gagnrýnd I Morgunblaðinu, en gagnrýnin hijóðnaði von bráðar, enda tókst áður en varði góður friður um Hæstarétt, sem síðan hefur haldizt. Er það til marks um almennt traust. Virðist mér að í
þeim efnum hafi Hæstiréttur nokkra sérstöðu meðal æðstu stofnana þjóðfélagsins og þarf ekki að hafa mörg orð um, hversu mikilvægt það er. Verður hér að hafa í huga, að hlutverk dómsins er, eins og annarra dómstóla, að skera úr réttarþrætum borgaranna, sem oft eru tengdar mikilvægum hagsmunaárekstrum, sem haft geta viðtæk áhrif, þannig að tilefni til ýfinga og ádeilu eru ærin. Með starfi sínu í Hæstarétti hefur Þórður Eyjólfsson verið meðal þeirra, sem drýgstan þátt hafa átt í því að styrkja þessa stöðu Hæstaréttar i islenzku þjóðfélagi. Hefur hann þar lagt fram ómetanlegan skerf til íslenzkrar réttarmenningar og um leið til þróunar Islenzks þjóðfélags, sem ég trúi að metinn verði að verðleikum, þegar tímar liða.
Dómstörf eru ábyrgðarmikil, erfið og lýjandi, ekki sizt í hinum æðstu dómstólum, þar sem dómar eru endanlegir. Með hverjum áratug hafa verkefni Hæstaréttar orðið viðameiri, sem raunar stafar ekki aðallega af þvi að málum hafi fjölgað, heldur miklu fremur hinu að þau hafa orðið flóknari og fyrirferðarmeiri eftir þvi sem umsvif hafa aukist í landinu. Þrátt fyrir þetta skilaði Þórður miklu verki sem fræðimaður I lögum og liggja þar eftir hann fjölbreytileg ritstörf. Sérnám hans var einkum á sviði fjármunaréttar eða nánar tiltekið eignarréttar eins og doktorsritgerð hans, Um lögveð ber vitni um. Ekki er unnt að gera grein fyrir efni hennar hér, en það eitt skal sagt, að hún verður um langan aldur grundvallarrit á þessu
sviði. Við lagadeild Háskólans voru kennslugreinar Þórðar almenn lögfræði, persónu-, sifja- og erfðaréttur, ög svo refsiréttur. Af þessum greinum ritaði hann mest um persónurétt og er þar einkum að nefna Agrip af persónurétti, sem kom út fjölritað 1936, en það var stofninn að riti hans Persónuréttur, sem út kom 1949 og hefur siðan verið aðalkennsluritið I þessari grein við lagadeild Háskólans. Er raunar líklegt, að svo verði um langan aldur enn, ef löggjöf verður ekki gerbreytt, en á þvi eru engar horfur eins og sakir standa. Er ritið framúrskarandi ljóst og skilmerkilega samið og sómir sér hið bezta meðal hliðstæðra rita á Norðurlöndum. I þessu viðfangi má og nefna ritgerð hans um vernd á persónulegum hagsmunum, sem tengdir eru látnum manni, en hana lagði Þórður fram sem umræðugrunvöll á 19. þingi norrænna lögfræðinga 1951. Á íslenzku birtist ritgerð um sama efni I Ulfljóti 1961. A sviði refsiréttarins er einkum að nefna ritgerðirnar Upptaka ólöglegs ávinnings f Timariti lögfræðinga 1952 og Fésektir í sama riti 1963. Þá var Þórður Eyjólfsson einn fremsti réttarsögufræðingur meðal islenzkra lagamanna. Af verkum hans í þeirri grein tel ég einna mestan feng að ritgerðinni Refsiréttur Jónsbókar, sem birtist I Afmælisriti Einars Arnórssonar 1940, þar sem flóknu efni eru gerð ákaflega glögg skil. I Sögu Alþingis samdi hann ritið Alþingi og héraðsstjórn, sem hefur að geyma yfirlit yfir sveitarstjórnarlöggjöf frá upphafi til ársins 1945, og í Afmælisriti Ólafs Lárussonar birtist ritgerðin Þrír dómar eignaðir Ara iögmanni Jónssyni. Þar sýnir hann fram á með skarplegri heimildarýni, að tilteknir dómar eignaðir Ara lögmanni Jónssyni (Arasonar) geti ekki verið frá hans hendi, og er ritgerðin ekki einungis framlag til réttarsögu, heldur og til aðferðafræði almennrar sagnfræði. Auk þessara rita hefur Þórður samið ritgerðir á sviði höfundaréttar, sjóréttar og félagsréttar, og í erlendum timaritum hafa birzt eftir hann yfirlitsritgerðir um Islenzkan sifjarétt og þróun skaðabótaréttar á Islandi. Má af þessu sjá, hversu fjölbreytt ritstörf liggja eftir Þórð, og er hér þó engan veginn allt talið. Árið 1967 gaf Lögfræðingafélag Islands út bókina Lagastafi, sem hefur að geyma safn helztu ritgerða hans. — I viðurkenningar skyni fyrir fræðistörf sín, sæmdi Háskólinn í Helsinki hann heiðursdoktorsnafnbót í lögfræði árið 1963. Hér má og geta þess, að Þórður hefur samið margar álitsgerðir um ýmis lögfræðileg efni, m.a. fyrir stjórnvöld, og mega margar þeirra teljast fræðilegar ritgerðir.
Fyrr var þess getið að Þórður Eyjólfsson hefði fengizt mikið við lagasmíð og eru þar á meðal margir viðamiklir lagabálkar, sem hann átti hlut að. Má hér nefna lögræðislögin nr. 95/1947 erfðalögin nr. 8/1962, útvarpslögin nr. 19/1971 og höfundalögin nr. 72/1973. Ennfremur vann hann mikið starf við endurskoðun einstakra þátta almennra hegningarlaga, siglingalaga, og við samningu nýrra laga um hlutafélög, en frumvarp þar að lútandi hefur ekki verið lögfest. öllum þessum lögum og lagafrumvörpum hafa fylgt ýtarlegar skýringar og athugasemdir, sem hann átti mikinn þátt I að semja.
Árið 1930 kvæntist Þórður Eyjólfsson Halldóru Magnúsdóttur. Voru foreldrar hennar Magnús Magnússon skipstjóri, stýrimannaskólakennari og siðar framkvæmdastjóri I Reykjavik og kona hans Ragnheiður Guðmundsdóttir. Með þeim var jafnræði og samheldni eins og bezt mátti verða. Börn þeirra eru: Magnús framkvæmdastjóri, Ragnheiður húsmóðir og Guðrún kennari.
Hvorki var Þórður Eyjólfsson mikill að vexti né vallarsýn, en kvikur var hann á fæti og léttur á sér. Hann lét ekki mikið fara fyrir sér, enda hógværð og hlédrægni honum I blóð borin. I öllu lífi sínu var hann vammlaus og í framkomu alúðlegur, blátt áfram og fordildarlaus. En hvorki skorti
hann þó röggsemi né myndugleika, ef slikt átti við. Stundum gat hann virzt dálftið viðutan. Allra mann fljótastur var hann að átta sig á kjarna hvers máls og I meðförum hans urðu flóknir hlutir einfaldir Qg ljósir. Um þetta bera rit hans glöggt vitni eins og áður er rakið. Kennsla lét honum þvf mjög vel og get ég borið um það af eigin reynd, því að hann var um skeið kennari minn við lagadeildina, — er hann kenndi þar um skamma hríð. Þórður var víðlesinn i bókmenntum bæði fornum og nýjum, ekki sizt kveðskap, og kunni kynstur af vísum og kvæðum. Sjálfur mun hann hafa verið prýðilega hagmæltur, en flíkaði því aldrei svo að ég vissi til. Hann hafði næmt auga fyrir hinu skoplega og skemmtilega og kunni frá
mörgu slíku að segja — og sagði vel frá. Fyrr á árum mun hann hafa verið höfundur ýmissa gamanmála, en því hélt hann ekki á loft fremur en hagmælsku sinni
Þórður Hannesson (1871-1946) Galtanesi Víðidal
Þórður Hannesson 13.9.1871 - 26.5.1946. Vinnumaður í Galtarnesi, Víðidalstungusókn, Hún. 1901. Bóndi í Galtarnesi, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930.
Þórður Ingvarsson (1865-1927) söðlasmiður Húsavík ov
Þórður Ingvarsson 16.7.1865 - 1.11.1927. Tökudrengur Sólheimum 1880, Lausamaður í Mjóadal á Laxárdal fremri, A-Hún. 1888. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Söðlasmiður á Húsavík og víðar.
Þórður Jónas Thoroddsen (1856-1939) læknir og alþm
Þórður Jónas Thoroddsen 14.11.1859 - 19.10.1939. Læknir, féhirðir Íslandsbanka, kaupfélagsstjóri, þingmaður og stórtemplar. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Læknir á Túngötu 12, Reykjavík 1930.
Þórður Jónsson (1865-1900) Auðólfsstöðum
Þórður Jónsson 6.10.1865 - 7.5.1900. Auðunnarstaðakoti 1870. Var á Auðólfsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1880. Bóndi á Auðólfsstöðum 1890.
Þórður Jósefsson (1882-1965) Ystagili í Langadal
Þórður Jósefsson 20. febrúar 1882 - 18. mars 1965. Var á Litla-Búrfelli, Svínavatnssókn, Hún. 1890. Bóndi í Yzta-Gili, Holtastaðasókn, A-Hún. 1920 og 1930. Bóndi á Ystagili í Langadal og síðar verslunarmaður á Blönduósi. Var í Óslandi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Vinnumaður Eiðsstöðum (Eyðistöðum) 1901. Holtastöðum 1910.
Þórður Narfason (1822-1900) Efri-Torfustöðum V-Hvs
Þórður Narfason 1822 - 1.6.1900. Var í Knerri, Knarrarsókn, Snæf. 1845. Húsbóndi á Efri-Torfustöðum, Staðarbakkasókn, Hún. 1860 og 1870. Var á Syðri-Reykjum, Melstaðarsókn, Hún. 1890.
Þórður Sveinsson (1874-1946) geðlæknir Rvk frá Geithömrum
Þórður Sveinsson 20.12.1874 - 21.11.1946. Geithömrum 1880 og 1890, Veitingahúsi Húsavík 1901. Prófessor og yfirlæknir í Reykjavík. Húsbóndi í Kleppi 1910. Læknir á Kleppsspítala eldri, Reykjavík 1930.
Þórður Þórðarson (1880-1926) skipstjóri Rvk
Þórður Þórðarson 18. janúar 1880 - 1926. Stokkseyri 1880, Skógtjörn 1890, Húsbóndi í Reykjavík 1910. Skipstjóri á Þilskipinu Tut. Töjler RE 97, skipi Thor Jensen. Í mars árið 1913 eyðilagðist skipið í miklu ofsaveðri á Þingeyri. „Hvarf af landi burt og kom eigi aftur“, segir í Bergsætt.
Þórey Guðmundsdóttir (1894) frá Urriðaá V-Hvs
Þórey Guðmundsdóttir 14.6.1894. Var á Urriðaá, Staðarbakkasókn, Hún. 1901. Torfustaðahúsum 1910 og 1920, ógift.
Þorgeir Þorgeirsson (1931-2002) frá Hrófá
Þorgeir Kristinn Þorgeirsson fæddist á Hrófá í Steingrímsfirði í Strandasýslu 17. júní 1931.
Hann lést á Landspítalanum 22. mars 2002. Útför Þorgeirs K. Þorgeirssonar fór fram frá Hallgrímskirkju 2.4.2002 og hófst athöfnin klukkan 13.30
Þorgeir Þorgeirsson fæddist á Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu 1. ágúst 1933. Læknir í Stokkhólmi, síðar yfirlæknir og háskólakennari á Akureyri um árabil. Síðar bús. í Hafnarfirði. Þorgeir og Kristjana hófu búskap sinn árið 1957 og bjuggu þau að mestu í Reykjavík og Kópavogi, en einnig í Garðahreppi.
Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold 20. júní 2019. Þorgeir var jarðsettur frá Kópavogskirkju 12. júlí 2019, klukkan 13.
Þorgerður Eysteinsdóttir (1863-1941) vesturheimi frá Kolstöðum í Dölum
Þorgerður Eysteinsdóttir 27.2.1863 - 16.9.1941. Fór til Vesturheims 1887 frá Reykjavík. Immegration New York 1888.
Þorgerður Sæmundsen (1918-2005) Sæmundsenhúsi Blönduósi
Þorgerður Evaldsdóttir Sæmundsen, Blönduósi Fædd 22. ágúst 1918-Dáin 12. mars 2005 Þorgerður var fædd á Blönduósi.
Þorgrímsstaðadalur er dalur á Vatnsnesi. Hann heitir eftir innsta bæ í dalnum, Þorgrímsstöðum. Fimm bæir voru í dalnum en nú eru bara tveir í byggð. Vegurinn sem liggur um dalinn heitir Þorgrímsstaðadalsvegur og er 8 km langur.
Sagnir eru um að heil kirkjusókn hafi verið í dalnum og kirkjan hafi verið á Ásgarði. Nú er þetta farið í auðn fyrir löngu og bæjarnöfnin ekki vituð.
Þórhildur Jónsdóttir (1904-1992) frá Brandsstöðum
Þórhildur Jónsdóttir 13. mars 1904 - 30. júní 1992. Húsfreyja á Akureyri. Saumastúlka á Akureyri 1930.
Þórir Magnússon (1923-2015) Brekku í Þingi
Þórir Óli Magnússon fæddist að Brekku í Þingi 3. janúar 1923. Þórir ólst upp að Brekku í Þingi.
Á yngri árum vann Þórir um tíma í vegavinnu, brúarvinnu og byggingarvinnu, en fyrst og fremst við bústörf og hófu þau Eva búskap stuttu eftir að þau giftu sig, á hluta jarðarinnar Brekku en stofnuðu nýbýlið Syðri-Brekku um 1960. Þórir sat í sveitarstjórn Sveinsstaðahrepps frá árinu 1966-1990 og var oddviti á árunum 1978-1990. Hann var í kirkjukór Þingeyrakirkju um áratugaskeið.
Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 28. október 2015. Útför Þóris var gerð frá Þingeyrakirkju í dag, 6. nóvember 2015, og hófst athöfnin kl. 14.
Þórir Sigvaldason (1925-1992) Stafni
Þórir Hólm Sigvaldason fæddist að Kúfustöðum í Svartárdal. Foreldrar hans hófu búskap þar 1923, en fluttu í Stafn 1934. Foreldrar Þóris voru Sigvaldi Halldórsson, dáinn 1979, og Steinunn Björnsdóttir sem enn býr í Stafni, komin á tíræðisaldur.
Þórir var næstelstur sex systkina. Elsti bróðirinn, Sigurður, bjó einnig í Stafni, en lést 1981. Guðrún Halldóra býr í Kópavogi, maður hennar er Haukur Björgvnsson. Birna María býr ásamt manni sínum, Þorkeli Sigurðssyni, á Barkarstöðum. Erna Sólveig bjó í Eyjafirði, en lést 1985. Eftirlifandi maður hennar er Hreinn Gunnarsson. Yngstur er Jón Björgvin, búsettur á Sauðárkróki, kona hans er Guðríður María Stefánsdóttir.
Tvö eru þau til viðbótar sem tilheyra heimafólki og eru alin upp með fjölskyldunni í Stafni frá fæðingu og standa nú fyrir heimili og búi. Það eru Elsa Heiðdal, frænka þeirra og Sigursteinn Bjarnason, sonur Birnu Maríu.
Þórir Sigvaldason var heimakær maður. Hann ól allan sinn aldur í Svartárdal og þótti vænt um dalinn sinn og heiðina. Hann var áhugasamur bóndi, sinnti skepnum vel og hændi þær að sér. Ahugi hans náði þó langt út fyrir héraðið. Hann hafði yndi af að kynnast og fylgjast með mannlífi og landsvæðum, hlustaði mikið á útvarp og las mikið, ekki síst rit Ferðafélagsins. Af þeim lestri var hann vel kunnugur landi sínu.
Á yngri árum tók Þórir virkan þátt í starfi ungmennafélagsins og starf búnaðarfélagsins stóð honum ávallt nærri.
Börn voru iðulega mörg í Stafni og öllum þótti þeim vænt um Þóri. Þau hændust að honum, kunnu vel að meta kímni hans og glettni og fundii öryggi og frið í návist hans. Sérstakt tilhlökkunarefni var að komast með honum upp á heiði og helst sem allra fyrst á vorin. Þar þekkti Þórir hvern stein og hverja þúfu og fylgdist með gróðri og dýralífi. Þar fremra þarf líka oft að smala og þar var enginn betri gangnamaður en hann. Leitarmönnum þótti eftirsóknarvert að fá að fara með honum. Friður og ró dalsins og heiðarinnar endurspeglaðist í lífi Þóris. Ósjálfrátt veitti hann af þessuni fjársjóði til annarra.
Síðustu mánuðirnir einkenndust afsjúkleika og sjúkrahúsdvöl. Þórir Sigvaldason var jarðsunginn í Bergsstaðakirkju 19. júní.
Sr. Stína Gísladóttir
Þorlákur Guðmundsson (1854-1944) Gottorp og Flatnefsstöðum
Þorlákur Sigurgissur Guðmundsson 8. október 1854 - 13. maí 1944. Bóndi á Gottorp og Flatnefsstöðum í Vesturhópi, Hún. Var á Stöpum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930.
Þorlákur Oddsson (1856-1914) Kárastöðum Svínavatnssókn 1890
Þorlákur Friðrik Oddsson 20.8.1856 - 31.5.1914. Var á Melsbæ, Reykjavík 1880. Húsmaður í Reykjavík, síðar bóndi í Giljárseli, Torfalækjarhrepp, A-Hún. Vetrarmaður í Oddakoti í Landeyjum, Rang. Bóndi Ytra-Tungukoti. (Ártún). Bóndi Kárastöðum 1890. Bóndi Holtastaðareit 1910. Sagður heita Þorlákur Frímann í mt 1901.
Þorlákur Pétursson (1952) Bræðraborg
Þorlákur Pétursson f. 18.12. 1952. Var í Bræðraborg, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
Þorleifur Ingvarsson (1900-1982) Sólheimum
Þorleifur Ingvarsson 9.10.1900 - 27.8.1982. Bóndi á Sólheimum í Svínavatnshr., A-Hún. Bóndi á Sólheimum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var á Sólheimum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957.
Hann var fæddur 9. október árið 1900 í Sólheimum í Svínavatnshreppi. Tæpra tveggja ára missti Þorleifur móður sína. Var honum þá komið í fóstur til Hannesar Sveinbjörnssonar og konu hans Þorbjargar Jónsdóttur, er þá bjuggu á Geithömrum og síðar í Sólheimum.
Árið 1922 kom hann heim frá Noregi og hóf búskap á hálfum Sólheimum. Hóf hann búskapinn af stórhug og bjartsýni og varð brátt í röð fremstu bænda í sveit sinni. Árið 1927 réðist til hans ráðskona, Sigurlaug Hansdóttir, vestan úr Vatnsdal, hin ágætasta kona er öllum vildi gott gjöra. Varð heimili þeirra þekkt rausnarheimili þar sem m.a. gamalt fólk, er hvergi átti höfði sínu að halla, átti sér athvarf.
Hann andaðist 27. ágúst 1982 á Héraðshælinu. Útför hans var gerð frá Svínavatnskirkju 4. september 1982.
Þorleifur Jónsson (1855-1929) alþm Rvk frá Stóradal
Þorleifur Jónsson 26.4.1855 - 2.4.1929. Póstmeistari í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Fæddur í Sólheimum í Svínavatnshreppi
Þorleifur Klemensson (1839-1902) Botnastöðum ov Svartárdal
Þorleifur Klemens Klemensson 4. júlí 1839 [4.6.1839] - 11. maí 1902. Var í Bólstaðarhlíð, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1845. Bóndi í Kálfárdal, á Brún og Botnastöðum í Svartárdal Bólstaðarhlíðarhr. A.-Hún.
Þórólfur Jónsson (1909-2001) Halldórsstöðum II, Bárðardal
Þórólfur Jónsson fæddist á Auðnum í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu 19. febrúar 1909. Þórólfur ólst upp á Auðnum og stundaði nám og störf á heimili foreldra sinna. Hann var vetrarmaður á Halldórsstöðum í Laxárdal 1930 og síðan kaupamaður.
Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 6. nóvember 2001. Útför Þórólfs fór fram frá Kópavogskirkju 16.11.2001 og hófst athöfnin klukkan 13.30.
Þorsteinn B Gíslason (1897-1980) prestur í Steinnesi
Þorsteinn Björn Gíslason fæddist í Forsæludal í Vatnsdal, A-Hún., 26. júní 1897. Foreldrar hans voru Gísli Guðlaugsson, f. 1850, d. 1906, bóndi þar, síðar í Sunnuhlið í sömu sveit, og seinni kona hans, Guðrún S. Magnúsdóttir, f. 1870, d. 1953, húsfreyja.
Þorsteinn varð stúdent í Reykjavík árið 1918 og guðfræðiprófi lauk hann frá Háskóla Íslands árið 1922.
Þorsteinn var settur prestur í Þingeyraklaustursprestakalli og skömmu síðar var honum veitt kallið. Gegndi hann embættinu til nóvemberloka 1967 er hann fékk lausn. Hafði hann þá gegnt prestsstörfum í rúm 45 ár í Þingeyraklaustursprestakalli. Hann var prófastur Húnavatnsprófastsdæmis frá 1951 til 1967. Þorsteinn bjó í Ási í Vatnsdal sumarið 1922, á Akri veturinn 1922-1923 en síðan í Steinnesi. Um árabil var Þorsteinn með unglingaskóla í Steinnesi sem var vel sóttur. Eftir að Þorsteinn fékk lausn frá embætti fluttist hann til Reykjavíkur og bjó þar til æviloka.
Þorsteinn gegndi mörgum trúnaðarstörfum í sveit sinni. Hann stundaði kennslu um langt árabil, starfaði í fræðsluráði, var í stjórn sýslubókasafns, Sögufélags Húnvetninga, sýslunefndarmaður og stjórnarmaður í Kaupfélagi Húnvetninga. Þá átti hann sæti í stjórn Guðbrandsdeildar Prestafélags Íslands, í stjórn Prestafélags Hólastiftis og var kirkjuþingsmaður um margra ára skeið.
Kona Þorsteins var Ólína Benediktsdóttir, f. 2.11. 1899, d. 26.2. 1996, húsfreyja og organisti.
Börn Þorsteins og Ólínu eru Sigurlaug Ásgerður, f. 1923, fv. bankagjaldkeri, bús. í Reykjavík; Guðmundur Ólafs, f. 1930, fv. dómprófastur, bús. í Garðabæ, og Gísli Ásgeir, f. 1937, geðlæknir, bús. í Reykjavík. Barnabarn Þorsteins og sonur Gísla er Jón Ármann Gíslason, prófastur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.
Þorsteinn lést 8. júní 1980.
Þorsteinn Bjarnason (1899-1945) Bóndi á Undirfelli.
Þorsteinn Björn Bjarnason 13. júní 1899 - 23. janúar 1945 Bóndi á Undirfelli. Var lengi vinnumaður í Ási Vatnsdal. þar 1930.
Þorsteinn Björgvin Jónmundsson (1944) Húsgagnasmíðameistari
Þorsteinn Einarsson (1882-1956) ljósmyndari Tannstaðabakka
Þorsteinn Einarsson 2.4.1882 - 11.12.1956. Bóndi á Reykjum, Staðarsókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Reykjum í Hrútafirði 1920. Tannstaðabakka 1910
Th Einarsson ljósmyndari Tannstaðabakka.
ÞANN 20. desember 1956., var jarðsettur að Stað í Hrútafirði. merkisbóndinn Þorsteinn Einarsson, fyrrum bóndi að Reykjum. Hann lézt í sjúkrahúsí í Reykjavík, eftir langa vanheilsu.
Þorsteinn var fæddur að Tannstaðabakka í Hrútafirði 2. apríl 1882, sonur Einars Skúlasonar gullsmiðs og bónda þar og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur, er þar bjuggu lengi og gerðu garðinn frægan. Hann ólst upp á Tannstaðabakka í fjölmennum systkinahópi, og naut í æsku betri menntunar í heimahúsum en almennt gerðist á þeim tíma.
Þorsteinn Elías Kristinsson (1928-2017) kennari Keflavík
Þorsteinn fæddist í Gerðum III, Gerðahreppi, 20. september 1928. Hann lést á Hrafnistu í Reykjanesbæ 5. febrúar 2017.
Útför Þorsteins fór fram frá Keflavíkurkirkju 14. febrúar 2017, kl. 11.
Þorsteinn Gunnarsson (1852-1942) lögreglumaður
Húsbóndi á Laugavegi, Reykjavík. 1901. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Húsbóndi á Skólavörðustíg 42, Reykjavík 1930. Lögreglumaður í Reykjavík. Kjördóttir: Lára Þórdís Pálína Þorsteinsdóttir f.12.12.1895
Þorsteinn Hjálmarsson (1840-1921) trésm Víðidalstungu
Þorsteinn Hjálmarsson 18.9.1840 - 29.9.1921. Var á Kolsstöðum, Gilsbakkasókn, Mýr. 1870. Trésmiður í Víðidalstungu, Víðidalstungusókn, Hún. 1880. Húsbóndi Hvarfi 1890. Húsbóndi á Þóreyjarnúpi, Víðidalstungusókn, Hún. 1901 og sagður húsbóndi Galtarnesi 1901. Ekkill Þorsteinshúsi Hvammstanga 1910 og Hlíð 1920.
Þorsteinn Jónsson (1843-1920) Hæli Torfalækjarhr og Betel Gimli
Þorsteinn Jónsson 13.5.1843 - 28.2.1920. Var í Ytribrekkum, Hofsstaðasókn, Skag. 1845. Vinnumaður á Akri, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Húsbóndi á Hæl, Þingeyrasókn, Hún. 1880 og 1890. Fór til Vesturheims 1900 frá Hæl, Torfalækjarhreppi, Hún. Síðast bús. í Betel, Gimli.
Þorsteinn Magnússon (1860-1893) Sunnuhlíð í Vatnsdal
Þorsteinn Björn Magnússon 20.10.1860 - 2.11.1892. Realstúdent og sundkennari. Var á Auðunnarstöðum, Víðidalstungusókn, Hún. 1870. Vinnumaður Flögu 1880. Lausamaður Torfustaðakoti [Sunnuhlíð] 1890.
Þorsteinn Þorsteinsson (1873-1944) Geithömrum Svínadal
Þorsteinn Þorsteinsson 12.3.1873 - 27.1.1944. Var á Grund, Auðkúlusókn, Hún. 1880. Bóndi á Geithömrum í Svínavatnshr., A-Hún.
Þórunn Björnsdóttir (1891-1979) Miðhópi
Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Miðhópi, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Var í Miðhóp, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Torfalækjarhreppi.
Þórunn Elísabet Magnúsdóttir (1853-1933) Brekkukoti efri byggð og vesturheimi, Steiná 1860
Þórunn Elísabet Magnúsdóttir 17.12.1853 - 15.12.1933. Var á Steiná, Bergstaðasókn, Hún. 1860. Húsfreyja í Gilhaga á Fremribyggð, Skag. Húsfreyja í Brekkukoti á Efribyggð, Skag. Fór þaðan til Vesturheims 1885. Seinni kona Bjarna Jónassonar. Var í Beaulieu, Pembina, N-Dakota, USA 1900. Var í Selkirk, Manitoba, Kanada 1921.
Þórunn Hannesdóttir (1873-1957) Friðfinnshúsi
Þórunn Ingibjörg Hannesdóttir f. 15. ágúst 1873, d. 22. jan. 1957, frá Fjósum. Friðfinnshúsi 1904 og 1947.
Þórunn Ingibjörg Baldvinsdóttir (1879-1911) Jótlandi frá Bollastöðum
Var á Bollastöðum, Bergstaðasókn, Hún. 1901.
Þórunn Ingibjörg var fædd á Bollastöðum í Blöndudal, Au.-Húnavatnssýslu, 28. sept. 1879. — Foreldrar hennar voru hjónin Baldvin Einarsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir, stjúpdóttir Guðmundar Gíslasonar, bónda á Bollastöðum. — Baldvin var hálfbróðir frú Guðlaugar, fyrri konu síra Hjörleifs Einarssonar á Undirfelli, og voru þau því systkinabörn Einar H. Kvaran, rithöfundur, og Þórunn. — Systur átti Þórunn tvær, og voru þær eldri, þær hjetu María og Guðlaug. — Allar voru þessar stúlkur gáfaðar og glæsilegar. — Baldvin fór til Ameríku, þegar hann skildi við konu sína, og báðar eldri dæturnar með honum. — Ingibjörg varð eftir á Bollastöðum með Þórunni, og þar ólst hún upp.
Um og eftir 1880 gengu harðindi mikil um Norðurland, og var þá erfitt að halda hita á smábörnum, þar sem hvergi var yl að fá nema við hlóðirnar í eldhúsunum. Gripu þá mæðurnar til ýmsra ráða til þess að halda lífinu í börnunum. Sumar ljetu einhverja vinnukonuna liggja í rúminu með börnin, aðrar flúðu í fjósið með þau og það gerði Ingibjörg, móðir Þórunnar, hún fór með hana í fjósið. — Þá var þessi vísa gerð: „Altaf gerast undur stór, alt frýs nema ijósið. Bollastaðabrúður fór barnið með í fjósið."
Snemma bar á óvenjulegum gáfum hjá Þórunni, hún var fluglæs 6 ára gömul og las þá húslestur. — Stuttu eftir að hún var fermd naut hún mikiliar mentunar, eftir því sem þá gerðist um stúlkur, lærði t. d. að spila á orgel um fermingaraldur heima á Bollastöðum hjá Pjetri Pjeturssyni, föðurbróður Pálma Hannessonar rektors, sem þar bjó, og giftur var Sigurbjörgu móðursystur Þórunnar. — Eftir það var hún við nám á Sauðárkróki hjá Herdísi, systur Pjeturs, er síðar giftist síra Hálfdáni Guðjónssyni, vígslubiskup, og svo var hún í Kvennaskólanum á Ytriey og lauk þar prófi með hárri einkunn. — Veturinn 1899- 1900 var Þórunn húskennari hjá Jóhanni Möller, kaupmanni á Blönduósi. — Foreldrar mínir í Mjóadal fengu svo Þórunni fyrri hluta vetrar 1900 í tvo mánuði til að kenna okkur systrunum. — Við vorum þrjár, og þótti hagkvæmara að fá kennara heim á heimilið, en að koma okkur öllum í burtu. — Kennarakaupið var ekki hátt í þá daga. Þórunn tók 2 krónur á viku. — Hún var afburða góður kennari. — Hún hagaði kenslunni til eins og á Ytriey var gert, hafði bóklegu tímana á morgnana, en ljet okkur svo sauma frá kl. 12—4 á daginn. — Meðan við vorum að sauma, kendi hún okkur sönglög. — Við vorum allar sönghneigðar, og höfðum mikinn hug á að læra lög, en ekkert hljóðfæri var til á heimilinu, svo eina leiðin til þess að læra var sú, ef sá sem kunni lagið, vildi leggja það á sig að syngja það þangað til við lærðum það, og þetta gerði Þórunn, hún söng altaf meðan við vorum að sauma, og þegar við vorum búnar að læra lögin, þá söng hún milliröddina, til þess að vita, hve sterkar við vorum í laginu. — Þessa tvo mánuði, sem hún var, lærðum við 50 lög af henni.
Veturinn eftir var svo Þórunn aftur tvo mánuði eftir áramótin, og alt gekk til eins og fyrri veturinn, við lærðum hjá henni hannyrðir, hvítan og mislitan útsaum, eins og þá gerðist, og bókleg fög þau sömu og veturinn áður. — Á þessum tíma lærðum við önnur 50 lög, og svo vel kendi hún okkur öll þessi lög, að það var eins og hún hefði nóturnar fyrir framan sig, enda sá hún þær í sínum hugarheimi, meðan hún var að syngja þau. — Jeg hygg að þetta sje dæmafátt, ef ekki dæmalaust, að kennari leggi svona lagað á sig.
Þórunn fór til Danmerkur vorið 1902, og var ferðinni heitið til þess að fullkomna sig í orgelspili. — Ingibjörg, móðir Þórunnar, skrifaði Guðmundi Hannessyni, sem þá var læknir á Akureyri, og bað hann að skrifa einhverjum í Danmörku, sem hann þekti, og biðja þann hinn sama að leiðbeina Þórunni og aðstoða hana, ef hún þyrfti með — Guðmundur skrifaði Stefáni Stefánssyni, lækni í Aars á Jótlandi, syni Stefáns Daníelssonar í Grundarfirði og konu hans Jakobínu Árnadóttur, sýslumanns Thorsteinssonar. — Stefán læknir bauð Þórunni til sín, þegar hún var í sumarfríi 1903, og hún þáði það góða boð, en það varð til þess að Þórunn trúlofaðist Stefáni og þau giftust 16. júní 1904. — Veturinn áður lærði Þórunn matreiðslu í Odense á Fjóni, og varð mjög fullkomin í því eins og í öllu öðru, sem hún lagði fyrir sig.
Þorbjörg systir mín fór til Danmerkur haustið 1907, til þess að leita sjer lækninga við brjóstveiki, sem hún fjekk upp úr kíghósta, þegar hún var 20 vikna gömul. — Systir mín fór fyrst til læknishjónanna í Aars og var hjá þeim fyrstu tvö árin. — Hjá Þórunni lærði hún matreiðslu og alt sem að húshaldi laut. Fjekk mikla æfingu í þeim störfum og gat tekið að sjer húshald fyrir fjölskyldu í Kaupmannahöfn í tvö ár, og hafði gott af því. Þetta var ágætt fólk, sem hjelt vináttu við systur mína meðan hún lifði. — Þórunn útvegaði systur minni kenslu í vefnaði hjá norskri konu, sem var mjög vel að sjer í þeirri grein. Ennfremur lærði hún að knipla, og gerði mikið að því eftir að hún kom heim, því það var eftirsótt vara og mikið keypt. — Systir mín sagði, að Þórunn hefði borið af öllum konum í Aars, bæði að glæsimensku og gáfum, hún var sjerstaklega vel gefin á öllum sviðum.
Ingibjörg, móðir Þórunnar, fór fljótlega til hennar eftir að hún giftist og dvaldi í Aars til æfiloka. — Á æskuárum Ingibjargar voru lögð fyrir hana spil, og henni var sagt, að hún mundi fara til útlanda. — Sagði þá einhver, sem viðstaddur var, að hún færi líklega til Ameríku. — „Nei, ekki fer hún þangað,“ sagði sá sem spilin lagði, enda kom það á daginn.
Þegar Sigurður bróðir minn var í háskólanum í Höfn, buðu læknishjónin í Aars honum að dvelja hjá sjer um tíma, þegar hann var í sumarfríi. Hann þáði það ágæta boð, og var mjög hrifinn, bæði af gáfum mæðgnanna, glæsimennsku Þórunnar og heimilinu yfir höfuð. — Þórunn var trygg og vinföst, skrifaðist á við vini sína hjer heima meðan hún lifði, og sendi okkur í Mjóadal oft smágjafir. — Hún var mjög hamingjusöm í sínu hjónabandi. — Einu sinni sagði hún í brjefi til móður minnar: „Mjer datt aldrei í hug, að jeg yrði eins hamingjusöm í mínu hjónabandi og jeg er, vegna harðlyndis míns og kaldlyndis." — Jeg held að þarna hafi hún ekki sagt satt um sjálfa sig, eða að hún hafi þá falið þessar lyndiseinkunnir sínar vel, og haft fullkomið vald yfir þeim, og lýsir það best gáfum hennar. — Aldrei urðum við systurnar varar við annað hjá henni en góðvild og mildi, hún var altaf glöð og góð við okkur, og eins var það meðan systir mín var hjá henni í Aars.
Börn læknishjónanna voru 3, sem upp komust: Ingibjörg er læknir, Guðrún skólakennari og Árni læknir. — Fjórða barn þeirra var stúlka, sem fæddist berklaveik, og dó fljótlega eftir að hún sá dagsins ljós. — Þórunn var þá búin að vera berklaveik um lengri tíma, bæði meðan hún gekk með barnið og áður. — Þegar hún sá, að hverju stefndi með heilsu sína, sagði hún: „Verði Guðs vilji, í blíðu og stríðu.“
Hún andaðist 30. júlí 1911. — Börn læknishjónanna voru öll ung, þegar móðir þeirra dó og Ingibjörg amma þeirra háöldruð. Þar var líka Stefán, faðir læknisins, svo það var mikið áfall fyrir fjölskylduna.
Þegar Þórunn var ung, dreymdi móður hennar, að hún sæi hana andaða liggja á líkfjölunum. — Þá hafði hún yfir þessar Ijóðlínur frá eigin brjósti í draumnum: „Nú ertu föl á fjalir kaldar lögð, fjólan mín skæra og heimilisins gleði." Ingibjörg var mjög vel greind kona. — „Ágætisgáfum gædd,“ sagði Sigurður bróðir minn um hana ,eftir að hann var í Aars. „En hefur ekki hugmynd um það sjálf, hve gáfuð hún er. “Stefán læknir skrifaði minningarorð um konu sína á dönsku og sendi Þorbjörgu systur minni þau. — Mjer þótti þau svo falleg, að mig langaði til að koma þeim á prent — ekki síst vegna þess, að nú fækkar þeim óðum, sem muna eftir Þórunni á Bollastöðum, sem var ein af glæsilegustu heimasætum í Húnavatnssýslu á þeim árum. — Jeg bað því frú Huldu Á. Stefánsdóttur að þýða þessar minningar fyrir mig, sem hún góðfúslega gerði, og kann jeg henni hinar bestu þakkir fyrir, og fylgja þær hjer með. Oft hefur mjer dottið í hug Ijóð síra Matthíasar, þegar jeg hugsa um þær minningar, sem jeg á um Þórunni: „Víðar en í siklingssölum svanna fas er prýði glæst. Mörg í vorum djúpu dölum drotning hefur bónda fæðst.“
Blönduósi 3. febrúar 1959.
Elísabet Guðmundsdóttir frá Mjóadal.
Þórunn Jónsdóttir (1842-1900) Blöndudalshólum
Þórunn Jónsdóttir 6.6.1842 - 29.10.1900. Var í Helgesenshúsi 2, Reykjavíkursókn, Gull. 1845. Var á Stóra-Eyrarlandi í Akureyrarsókn 1877. Fór 1878 frá Stóraeyrarlandi í Akureyrarsókn að Reykjum í Tungusveit. Húsfreyja á Reykjum, Reykjasókn, Skag. 1880. Húsfreyja í Blöndudalshólum, Bólsstaðahlíðarsókn, Hún. 1890.
Þórunn Jónsdóttir (1941-2019) Garði í Hegranesi
Þórunn Jónsdóttir 6. sept. 1941 - 27. júní 2019. Garði í Hegranesi, Skag. Síðast bús. í Rípurhreppi.
Þórunn Stefánsdóttir Flygenring (1866-1943) Hafnarfirði frá Þóreyjarnúpi
Þórunn Stefánsdóttir Flygenring 28.5.1866 - 22.4.1943. Húsmóðir í Hafnarfirði. Hvammi í Langadal 1870. Þóreyjarnúpur, vinnukona Görðum við Hafnarfjörð 1880.