Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Pálína Guðmundsdóttir (1887-1962) Katrínarkoti Hafnarfirði, frá Aðalbóli V-Hvs
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
12.2.1887 - 14.7.1962
History
Pálína Guðmundsdóttir 12.2.1887 - 14.7.1962. Var á Aðalbóli, Efra-Núpssókn, Hún. 1890. Þau hófu búskap í Hrygg í Hraungerðishreppi vorið 1912. Hryggur var þá mjög kostarýr jörð og því fluttu þau að Bala í Gnúpverjahreppi vorið 1914 . Þaðan flytja þau niður undir sjó á lítið býli, en heitir Selpartur, grasgefið býli, sem á þeim tíma með fremur litla möguleika til góðrar afkomu, fyrst og fremst vegna lélegra samgangna. Árið 1925 flytur fjölskyldan að Katrínarkoti á Álftanesi og stundar þar búskap til 1949.
Places
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hennar; Guðmundur Guðmundsson 25.10.1841 - 8.3.1908. Var á Nedri Fitjum, Víðidalstungusókn, Hún. 1845 og 1860. Síðar bóndi á sama stað. Bóndi á Skárastöðum, Efranúpssókn, Hún. 1880. Bóndi í Reykjum, Staðarsókn, Hún. 1901 og kona hans 9.11.1862; Unnur Jónsdóttir 16. júní 1843 - 5. nóv. 1899. Var á Reinhólum, Staðarbakkasókn, Hún. 1845. Var á Króksstöðum, Staðarbakkasókn, Hún. 1850. Var á Fremri-Fitjum, Staðarbakkasókn, Hún. 1855. Húsfreyja á Skárastöðum, Efranúpssókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Fremri-Fitjum, Fremri-Torfustaðahr., V-Hún. Húsfreyja lengst af í Stóra-Hvarfi, síðast á Reykjum í Hrútafirði.
Ráðskona og barnsmóðir hans 2.6.1901; Guðrún Daníelsdóttir 30.8.1861 - 2.9.1945. Húsfreyja á Oddsstöðum. Ráðskona í Reykjum, Staðarsókn, Hún. 1901. Var í Hafnarfirði 1930.
Systkini hennar:
1) Guðmundur Guðmundsson 6.8.1862 - 20.12.1927. Var í Stórahvarfi, Víðidalstungusókn, Hún. 1870. Sjómaður á Aðalbóli, Efra-Núpssókn, Hún. 1890. Lausamaður í Katrínarkoti, Gull.
2) Kristín Guðmundsdóttir 2.2.1864 - 20.2.1915. Húsfreyja á Skeggjastöðum, Valdarási og Ytri-Völlum, síðar á Hvammstanga. Maður hennar 5.10.1889; Gunnar Kristófersson 29.7.1865 - 1.11.1937. Bóndi á Skeggjastöðum, í Valdarási í Víðidal og víðar. Kaupmaður á Hvammstanga frá 1930. Dóttursynir þeirra var Sophus (1918-2006) faðir Friðriks fyrrum ráðherra og Gunnar (1923-2016) afi Bjarkar söngkonu, bræður Kristínar móður Gunnars S Sigurðssonar smiðs á Blönduósi.
3) Jón Sigurgeir Guðmundsson 5.10.1865 - 28.5.1900. Var í Stórahvarfi, Víðidalstungusókn, Hún. 1870. Var á Skárastöðum, Efranúpssókn, Hún. 1880.
4) Jóhannes Danival Guðmundson 25.7.1869 - 30.5.1920. Bóndi á Skárastöðum. Var á Skárastöðum, Efranúpssókn, Hún. 1880.
5) Sæunn Guðmundsdóttir 12.4.1875 - 10.10.1956. Húsfreyja á Skeggjastöðum, Efri-Núpssókn, V-Hún. 1930. Var á Skárastöðum, Efranúpssókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Skeggjastöðum, Efrinúpssókn, Hún. 1920. Maður hennar; Jónatan Jósefsson 28.12.1868 - 2.11.1954. Bóndi á Skeggjastöðum, Efrinúpssókn, Hún. 1920. Bóndi á Skeggjastöðum, Efri-Núpssókn, V-Hún. 1930.
6) Ásmundur Frímann Guðmundsson 31.7.1876 - 21.9.1922. Var á Skárastöðum, Efranúpssókn, Hún. 1880. Var á Reykjum, Staðarsókn, Hún. 1901. Ókvæntur og barnlaus.
7) Gísli Guðmundsson 14.9.1877 - 4.1.1946. Bóndi á Skálpastöðum og Reykjum í Hrútafirði. Húsmaður í Reykjum í Staðarsókn, Hún. 1901. Kona hans 1901; Halldóra Steinunn Pétursdóttir 27.6.1878 - 1.10.1920. Húsfreyja á Skálpastöðum. Húsmannsfrú í Reykjum, Staðarsókn, Hún. 1901. Dótturdóttir þeirra var Þórdís Pálsdóttir (1927-2009) móðir Þorbjargar konu Hauks Ásgeirssonar á Blönduósi
8) Björn Líndal Guðmundsson 21.9.1880 - 16.5.1960. Var á Skárastöðum, Efranúpssókn, Hún. 1880. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Múrari í Reykjavík 1945.
9) Agnar Guðmundsson 17.9.1883 - 3.8.1965. Var í Reykjum, Staðarsókn, Hún. 1901.Verkamaður á Njálsgötu 30 a, Reykjavík 1930. Verkamaður í Reykjavík 1945.
Samfeðra;
10) Páll Ingvar Guðmundsson 2.6.1901 - 22.11.1987. Sjómaður á Hvammstanga 1930. Var á Reykjum, Staðarsókn, Hún. 1901. Var í Höfða, Kirkjuhvammshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Kirkjuhvammshreppi.
Maður hennar 1912; Magnús Bergsson 12.4.1880 - 25.6.1962. Vinnuhjú í Svartárkoti, Lundarbrekkusókn, S-Þing. 1901. Vinnumaður á Stóranúpi, Stóranúpssókn, Árn. 1910. Bóndi í Katrínarkoti, Hafnarfjarðarsókn, Gull. 1930.
Börn þeirra;
1) Guðmundur Bergmann Magnússon 28.4.1913 - 19.1.1990. Bifreiðarstjóri í Reykjavík. Var í Katrínarkoti, Hafnarfjarðarsókn, Gull. 1930. Síðast bús. í Kópavogi. Kona hans Svava Bernharðssdóttir 3.11.1914 - 29.10.2002. Var á Kirkjubóli í Valþjófsdal, Holtssókn, V-Ís. 1930. Sonur þeirra Bernharður, æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar og tengdasonur st Sigurbjörns biskups.
2) Bergur Karl Magnússon 19.1.1916 - 1.5.1983. Framkvæmdastjóri. Var í Katrínarkoti, Hafnarfjarðarsókn, Gull. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
3) Björg Unnur Magnúsdóttir 24.6.1921 - 3.7.2008. Var í Katrínarkoti, Hafnarfjarðarsókn, Gull. 1930.
General context
Þetta voru erfið ár hjá bændum, árin eftir fyrri heimsstyrjöldina, erfitt árferði, sem leiddi til kostnaðarsamra fóðurkaupa og svo í kjölfarið verulegt verðfall á búvörum. Margur átti því erfitt með að gera skil vorið 1920 og ekki síst ungir bændur sem bjuggu á leigujörðum.
Ungu hjónin í Bala, Magnús Bergsson og Pálína Guðmundsdóttir, áttu þá lítinn veraldarauð, og það voru áreiðanlega þung spor hjá Magnúsi að yfirgefa sveitina sína og flytja niður undir sjó á lítið býli, en heitir Selpartur, grasgefið býli, sem á þeim tíma með fremur litla möguleika til góðrar afkomu, fyrst og fremst vegna lélegra samgangna. Og viðbrigðin hljóta að hafa verið mikil fyrir Magnús, sem var fæddur og uppalinn á Skriðufelli í Þjórsárdal og vandist snemma miklum ferðalögum í sambandi við fjárleitir, og varð hann fljótt góður hestamaður og annálaður ferðamaður og fór m.a. nokkrar ferðir norður yfir Sprengisand, en á þeim árum voruþað mjög fáir, sem fóru þá löngu og torsóttu leið.
Það mun hafa verið sumarið 1911 að Magnús réðst að Stóra-Núpi sem bústjóri. Það sumar réðst þangað sem kaupakona Pálína Guðmundsdóttir frá Hnausakoti í Fremri-Torfustaðahreppi. Þau Magnús og Pálína felldu hugi saman og giftu sig árið eftir og hófu búskap í Hrygg í Hraungerðishreppi vorið 1912. Hryggur var þá mjög kostarýr jörð og því fluttu þau að Bala í Gnúpverjahreppi vorið 1914 og bjuggu þar í sex ár. Bali var hjáleiga frá Steinsholti, kosta mikil jörð en áreiðanlega erfið jörð, slægjur reytingssamar, en beitiland gott og búsnytjar yfirleitt mjög góðar.
Þau Magnús og Pálína yfirgáfu Hreppinn með miklum söknuði, og ég veit það, að allir nágrannar þeirra sáu mikið eftir þeim þegar þau fóru, Magnúsi, sem allir þekktu frá barnsbeini, og svo ekki síður Pálínu, sem gat sér sérstaklega góðan orðstír meðal allra sem henni kynntust hér í Gnúpverjahreppi.
Bali fór í eyði þegar þau Magnús fluttu þaðan og var jörðin lögð undir Steinsholtið. Ég man eftir því, og get áreiðanlega ekki gleymt því, hve mikil áhrif það hafði á mig þegar ég kom að Bala árið eftir að jörðin fór í eyði í fylgd með eldri bræðrum mínum, hvað allt var tómt, rúmstæðin voru þarna, en án nokkurs sængurfatnaðar, en allt svo bjart og hreint, og bærinn stóð þarna einn og yfirgefinn eins og hann biði eftir einhverjum sem gæti leyst jörðina úr álögum, elskað hana og notið hennar.
Sem betur fór vegnaði Magnúsi og fjölskyldu all vel í nýjum heimkynnum. Lífsbaráttan var þó hörð og með mikilli vinnu og samhjálp fjölskyldunnar höfðu þau alltaf nóg fyrir sig að leggja. Þau bjuggu þó ekki nema 5 ár í Selparti, en þaðan fluttu þau að Gíslastöðum í Grímsnesi, þar sem þau bjuggu í eitt ár. En svo lá leiðin suður á Álftanes að Katrínarkoti, þar sem þeim tókst að koma vel fótum undir sig, og þar bjuggu þau við góðan efnahag til ársins 1949, er þau brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur með dóttur sinni, Unni, en hún bjó með þeim á meðan þau lifðu.
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Pálína Guðmundsdóttir (1887-1962) Katrínarkoti Hafnarfirði, frá Aðalbóli V-Hvs
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Pálína Guðmundsdóttir (1887-1962) Katrínarkoti Hafnarfirði, frá Aðalbóli V-Hvs
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the cousin of
Pálína Guðmundsdóttir (1887-1962) Katrínarkoti Hafnarfirði, frá Aðalbóli V-Hvs
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Maintained by
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 11.1.2021
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði
Hjalti Gestsson frá Hæli https://www.mbl.is/greinasafn/grein/44365/?item_num=5&searchid=7971863a627b2fe776ff5bec8894e7ffdb655c49
MBL 14.7.2008 https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1228874/?item_num=5&searchid=67b167d2c9d6be133ea78fb1147b9896b25f879a